Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 11:21
Eldri borgarar - með göngugrind - labba framúr mér á 15km hraða - og veifa mér glottandi fyrir seinaganginn.
Ég fór niður í Hafnarfjörð í gær, niður í miðbæ. Ég var í miklu stríðnisskapi, enda ótrúlegt en satt - ég er dálítill Högni Hrekkvísi stundum. Vitið þið hvað? Það er 15km hámarkshraði í miðbænum, strandgötunni minnir mig að hún heiti gatan. Ég keyrði götuna, á réttum hámarkshraða - og fólki í umferðinni var ekki skemmt. Ég meina, eldri borgarar með göngugrind labbaði framúr mér! Halló, ég fór nokkra hringi og alltaf á réttum hámarkshraða - og viti menn - Gasmann mætti á svæðið eftir heljar mikið flaut og læti á svæðinu - og bað mig vinsamlegast um að láta mig hverfa! Auðvitað var ég samt ekki Gas-aður en ég varð Gas-alega hissa samt. Þeir gátu náttúrulega samt ekkert gert, enda ég eins löglegur og hægt var - en mér var vinsamlega bent á að þessi hámarkshraði væri svona ákveðið viðmið sem hefði þau áhrif að í stað þess að keyra á 50-60 þarna áður - keyri fólk þarna núna á sirka 30-40. Ok, 15-25km yfir hámarkshraða - og ég sem var stoppaður og fékk heljar sekt fyrir að vera á 78km á öðrum stað - þar sem var 60km hámark... ég slapp í miðbænum án sektar - en með áminningu um að haga mér vel framvegis. Ég lofaði öllu fögru en hornin og halinn voru mjög vel sjáanleg þegar ég ók í burtu.
Dagur tvö í tölvuleysi; Ég er magnaður, óheflaður og óforbetranlegur (hvað þýðir eiginlega óforbetranlegur - er það eitthvað orð?). Ég hef nú mest lítið að segja enda lítið verið að bardúsa á netinu, lítið kíkt á það hvað er hæst í fréttum í dag. Það er sannarlega skrítið að vera svona tölvulaus, enda líklega ekki verið tölvulaus í meira en áratug. Svona jálkur eins og ég er á núna skilar mér svo sem hægt og rólega áfram, en með hiksti og kuldafrosti og sjónhverfingum - þegar allt frýs eða dettur út.
Verst þykir mér auðvitað að geta ekki almennilega lesið alla mína bloggvini, en ég hef náð því að lesa þá sem ég hef lesið lengst en lítið gefið mér tíma til að skrölta yfir alla samt - og lítið sent inn comment nema þar sem ég annaðhvort þekki persónulega fólk eða hef já lesið lengur en ég hef bloggað. Ég mun taka duglega skorpu á blogginu ykkar allra um leið og flaggskip mitt kemur aftur í heimahöfn og það mun ekki fara framhjá neinum.
Það sem mér þykir næstverst er eiginlega það að geta ekkert gert í broskalla- og myndadeildinni. Ég get ekkert sent inn myndir eða broskalla í blogg eða athugasemdir - en eins og flestir sem lesa mig vita er ég ofvirkur á þeim brókunum. Mér finnst bloggfærsla án einhverrar skreytingar, myndar eða broskalla vera hálf tómleg, en veit samt að mjög margir nota aldrei slíkt "óþarfa" glingur heldur setja bara inn sína færslu án allra fylgifiska.
En, hér með set ég stopp á bloggerísfærslu - en ætla að reyna að skoða aðeins mína elstu bloggvini en þið hið elskulegust - ég á eftir að hamast í ykkur líka við fyrsta tækifæri. Eigið öll yndislegan dag og góða vikurest. Over and out héðan ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.4.2008 | 13:18
Óður - en samt góður...
Ég er alveg óður af söknuði. Tölvan mín crassaði í gær og ég er tölvulaus allavega fram á morgun - eða næsta. Þar af leiðandi mun ég ekki mikið vera hérna inni - og þið laus við hamaganginn í mér í bili. Hugsanlega verð ég orðinn gráhærður, kominn með fráhvarfseinkenni og hver veit nema ég verði byrjaður á kökudropunum áður en ég kemst almennilega aftur online.
Þið ljúfasta lið - sakna ykkar og vonandi takið þið ekki eftir hvarfi mínu - ekkert frekar en að almenningur tekur eftir hvarfi velferðakerfisins sem ofurskutlan er alltaf að leita af.
Til hamingju Kennarar með himinháa launahækkun..
Skammist ykkar sinubrennuvargar...
Áfram Júróbandið ...
Sé ykkur um leið og tölvan mín kemur í hús... over and out elskurnar.
28.4.2008 | 02:17
Eru næturblogg undarlegri en dagsljósblogg? Miðað við þetta hérna, tel ég að undir steypu hvíli hlutir sem þola ekki dagsljósið.
Grunur leikur á að þessi víraði hlutur sem liggur á höfði mannsins á myndinni hér til hliðar sé hárkolla, olíudolla eða dauð rolla. Einnig leikur grunur á að maðurinn undir hárkollunni, dollunni eða rollunni sé hinn alræmdi Landspabbi. Flogið hafa sögur um að Karlinn sé að safna undir sig fé-lögum áður en þjóðin kemst með hendurnar í fjár-hús-lagahirslur karlsins. Þjóð-fé-lagasamtökin, undirfátæktarmörkum, hafa hafist handa við að stofna til ýmissa fé-laga til að reyna að koma böndum á karlinn eða í það minnsta ná brókum hans.
Fé-lög sem girnast brækur pabba eru t.d. fé-lag brókarútgefenda, fé-lagadeild HHG og söfnunargildrur hans, fjár-heimdellingar, fé-lagaþotuliðið og fleiri þoturassar í þjóð-fé-laginu. Landspabbi hefur nú þegar hafist handa við að leggja niður hinar ýmsu bjarnargildrur - og aðrar stofnanir, sem beittar verða misgáfulegum fýlumeðferðum án miskunar. Sigað mun verða Bjarnarbófum á þá fé-laga sem reyna að koma fingrum sínum í landsbrókina. Talið er að það sé fleira en bara fjár-lög sem landspabbi er að fela í brók sinni - en slúður er um að hvar sem karlin gengur angi um allt hinn mesti brókarbremzufararilmur, so tú spík - if jú ketch mæ drit, or his drit! Lagt hefur verið til af antilandsbrókarfélaginu að spúlað/smúlað verði út á Ríkabæ, höfðingjasetri Landspabba. Næsta víst er að ýmislegt grunsamlegt muni þá poppa upp.
Ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hafa ákveðið að standa að mótmælaaðgerðum gegn ríkdæmi Landspabba með því að þeyta kerlingar á tjörninni í Reykjavík á morgun klukkan 6. Þeir sem eiga kerlingar sem þeyta má í tjörnina eru vinsamlega beðnir um að setja kerlingarnar í þar til gerða pokakerlingapoka og koma þeytikerlunum niður á Séstekkigötu í þar til gerða gáma sem svona kerlur í sig háma (þeytikerlingapokar fást fyrir lítið hjá pokakerlingunni á súlunni á Akureyri, aka Jónínu Dúu).
Ef engar kerlingar fást til þeytingar þá munu mótmælendur bara snúa sér að því næsta í stöðunni - kasta eggjum í konu Landspabba - enda með eindæmum eggjandi kona þar á ferð. Mótmælendur - með Urla Kurla í fararbroddi - hvetja landann til að mæta með allavega einn líter af bruggi - helst landráðalaunbrugg. Látið ekki stappa á ykkur lengur - mætið með okkur í bæinn og stappið á aðra. Enda hefur verið ákveðið að bílar verði ekki notaðir sem vopn hérna, við munum fara allt á tveim jafnfljótum - nema einhver sé á öðrum fljótari en hinum.
Forsvarsmenn mótmælenda mæla með því að þið komið líka vel skóuð, sjóuð og róuð. Enda þó Urli Kurli sé stundum frár á fæti, viljum við engin læti. Ef ykkur vantar skótau - kíkið þá á snúrurnar hjá Jenný Önnu, enda ætíð með skótau um allar tryssur. Annars eru til góðir ódýrir skór - sérhannaðir til mótmæla hjá Malda í Móinn hf. Hans fótabúnaður er sérsniðinn á fætur mótmælenda sem þurfa að ganga langt! Heyrst hefur að sumir gangi of lang í skóm frá þeim en sjaldan hefur rass sloppið við skófar ef Malda í Móinn hf er annars vegar.
Eftir 15 mínútu fleytikerlingaleik munu mótmælendur fá klukkutíma hvíldartíma. Farið verður á Höltu Rottuna - í spa og mun Jónína Ben bjóða þar uppá Aflandspöbbun og mun hún rífa af okkur skóna, leggja okkur í bleyti og veita okkur detoxpúst. Boðið verður líka uppá Axlanudd, Axlabönd og einnig verður okkur boðið uppá að Axla ábyrgð. Málið er að ganga ekki of langt, enda eiga löngugönguskórnir að vera læstir í skáp í búningaaðstöðu. Eftir klukkutíma Detox munum við aftur þramma niður að tjörn, taka ákveðinn Björn - og senda hann í Maysúðameðferð og Detox. Athugið að þeir sem ekki vilja hvíldarspatíma geta farið á Kanelsetur Tigercoppers og fengið bæði flengingu og kanelsnúðameðferð, en það er önnur saga.
Athugið að Verðlaun verða veitt fyrir bestu framgönguna í mótmælunum, verðlaun sem nýst geta sem heimilisbúbót svo um munar. Urli Kurli sjálfur mun ekki fá verðlaun, enda einn af þeim sem gekk of langt í dag - í gönguskóm frá Malda í Móinn hf. Þeir sem vilja geta mætt í Kanínugerði sixtynine, kvikkýbæ - til að sjá verðlaunin - en það mun vera Gena- stökkbreyttur köttur sem etur það sem fyrir hann er lagt. Muna að halda frúnni frá dýrinu, annars væri það í lagi fyrir þá sem eru í endurnýjunarhugleiðingum hjónabandsins, að þeyta kerlu í kött, þannig séð.
Munið líka, sá sem nær í skottið - nei, ekki það skott - á Landspabba og kemur höndum ofaní fjár-lagapokann hans - gætið ykkar á bjarnargildrunum. Hugsanlega væri lag að vera með fingralanga þingmenn með í för til að losna sjálfur við fingursnapp. Passið þó vel að treysta ekki fingralöngum þingmönnum lengra en svo að þið getið slegið á puttana þegar nóg er komið. Talið er að Kárni Ryko sé heppilegur kostur í þetta verkefni, enda annálaður fyrir rányrkju og sjálfslaunaaðdrátt.
Neyðarlending - ef allt mislukkast í þessum aðgerðum - þá mun ég afskrifa ykkur öll, ekki kannast við ykkur og benda á Bananabúðir hf sem sökudólg. Allir vita auðvitað að í Bananabúðum dvelja LandsþingAparnir hans Landspabba, litlu strengjabrúðurnar.
Hér með vil ég líka benda á að allt hér að ofan, öll þessi steypa og þessi hrærigrautur - kom undan teppum, flísum og parketi sem Jónína reif upp af eldhúsgólfi Græna Þröskuldsins á Akureyri. Ekkert af þessu á sér stoð í kerfi mínu - enda ekki með neitt stoðkerfi. Af gefnu tilefni hefur nöfnum manna og staða verið breytt að hluta til - til að vernda mig gegn stríðsglæpum og hryðjuvekum af hálfu hins alræmda Landspabba og Urla Kurla. Vil að endingu líka taka það fram að ef þú, lesandi góður, finnur eitthvað í líkingu við sjálfa/n þig hérna, þá er það alls engin tilviljun - ég hef auga með þér og þegar þú átt síst von á - mun ég poppa svo hratt upp að engispretta myndi skammast sín fyrir seinaganginn í sjálfri sér.
Minni enn og aftur á - hve mikil steypa á til að flæða út þegar maður er að bloggeríast á nóttunni, syfjaður og óhvíldur - bílstjórar - takið til ykkar orð mín og hvílið ykkur vel fyrir góð mótmæli - rekið út illan anda, heljarfjanda og dreypið á góðum landa svo allir verði rólegir. Ég tek enga ábyrgð á efni þessa pistils, bendi í því tilviki á hina alræmdu Henný Hönnu hina óútreiknanlegu sem ekki ætlar í framboð, enda hún búin að smita mig af bullukollunni. Öxlum ábyrð, þeytum kerlingar - fylkjum liði og stígum á míníborgarana sem grýta glóð í eld olíufélaganna. Kaupum kók, bók og brók - landspabbabrók. Lifið heil og munið eftir skófatnaði frá Malda í Móinn. Over and out.
27.4.2008 | 20:24
Saumaklúbbafélagsfólk í útsaumsherferð ...
Já, ótrúlegt en satt - playboy útsaumurinn er góður ránsfengur. Það er ýmislegt hægt að gera við svona púða. Gefa ömmu og afa, enda eru þau löngu búin að gleyma playboy tilfinningunum og er þetta góð leið til að endurvekja æskuæslin. Næsta víst að svona útsaumur mun gefa lífinu á Grund gildi. Reyndar erum við sannarlega að vanmeta ellikerlingu varðandi fiðringinn helgráa. Man eftir því þegar ég sat í eldhúsinu hjá afa og ömmu í gamla daga, þá mjög ungur og þau mjög gömul. Man eftir því að afi hafði uppi miklar playboytilfæringar til ömmu - á meðan amma snéri baki við okkur - og afi að fíflast fyrir augunum á litla pjakknum.
Hann beygði sig fram og kleip í bossann á ömmu og hún gargaði upp, snéri sér við og ýtti við playboykarlinum sínum með uppgerðar hneykslun. Man eftir Afa elta ömmu um húsið og stundum úti í fjárhúsum - með uppgerðar spangóli og ljúfum playboy ástarorðum sem þó var stillt innan ramma þess siðlega með ungan áhorfanda sem skemmti sér hið besta með svona hamagang fyrir augunum. Flashback augnablik um Afa og ömmu sko .. bara skemmtilegar playboykanínur þar á ferð...
Að sjálfsögðu man ég líka þær stundir sem ég byrjaði sjáfur að eltast við mína playboykanínu. Þá var nú stuð og snögglegheit, enda æskan fljótari en kanína að klára málin á bakvið næsta hól - nei ég segi nú bara svona. Auðvitað var ég óspjölluð playboy-kanína alveg fram að giftingu, right? Nobb, sooo wrong - en það er náttúrulega önnur Ella og ekki ætlunin að fara nánar út í þá playboysálma hérna.
Mér skilst að Frakkar séu með blóðheitari þjóðum, svo ég skil vel að Playboy útsaumur sé í þeirra augum miklar gersemar - en að ræna heila lest af playboy púðum ... ótrúlegt! Hlýtur að vera grín eða glettni - líkt og Ástþór í framboði - eða Stella í orlofi. Hvernig skildu ræningjarnir ætla sér að losna við fenginn? Svona lagað er auðvelt að rekja þegar kemur að dreifingu, enda Playboy dúllerí vel þekkt og merkilegt nokk, ekki satt?
Lifið heil elskurnar - og ef þið fáið senda playboypúða - þá skulið þið endilega nota þá vel, rifja upp það sem hleypir adrenalíni og orkuflæði upp - og blóði niður, þannig séð.
Púðaslagsmál eru alltaf skemmtileg, líka með playboypúðum - jafnvel þó púðarnir séu illa fengnir.
Rændu Playboy-púðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 22:26
Uppdate og myndir ...
Nú er það smá uppdate á kisubörn. Núna erum við orðin mánaðargömul, reyndar orðin mjög stór og glæsileg dýr. Við megum nú ekkert vera að því að stilla okkur upp fyrir myndatökur því það er svo mikið að gera í því að æslast og slást, hlaupa og stökkva um allt. Við erum að fara að byrja á því að læra á mjólkurskál á morgun, höfum bara verið á mömmutúttunni hingað til. Afi er þó búinn að kenna okkur öllum á klósettið, sturtum ekki niður heldur bara mokum yfir - okkur dytti aldrei í hug að pissa einhvers staðar út í horn! Reyndar vorum við bara rétt þriggja vikna þegar við byrjuðum að róta í sandinum, smakka hann og tæta, en núna er hann bara til að pissa í ...
En það er kannski spurning um að stilla sér augnablik upp fyrir myndavélina, fyrst mar á að lenda á internetinu fyrir framan alþjóð. Ekkert gaman að vera þekktur ef það er bara með látum og slagsmálum - trukkabílstjórar erum við ekki sko! Þið getið alveg klikkað á myndirnar af okkur til að sjá okkur stærri, þá sjáið þið líka himinbláu augun okkar.
Alltaf gaman af svona krúsípúsíboltum. Það er ein stelpa og tveir strákar. Öll eru þau dugleg að leika sér og pissa öll í sandinn sinn. Ég hef reyndar aldrei lent í því að hafa pissuóðar kisur og ætíð mjög auðvelt að kenna þessum skottum á sandinn ef maður er bara duglegur frá því þeir byrja að rölta úr bælinu sínu. Vona að þið hafið gaman af þessu góðir hálsar.. eigið ljúft laugardagskvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
26.4.2008 | 13:28
Húseigendur á Spáni eru bara alls engir húseigendur á Spáni, samkvæmt lögum frá því 1988... !
Nú er ekki annað en að huga að framtíðinni, framtíð sem hefur enga þörf fyrir Olíuhreinsistöð í túnfætinum. Hugsanlega er að koma upp staða sem mögulega gæti gert Ísland óháð olíu, verksmiðja sem breytir koltvísýringi í metanól - verksmiðja sem þá mun rísa á Reykjanesi.
Hver veit nema Olíuhreinsistöðvar séu í raun tímaskekkja. Er ekki verið að segja hjá innanbúðarfólki í olíubrazanum að það séu kannski ekki nema 20 ár þar til heimurinn verði Olíulaus? Þá verði bílar og flugvélar ónothæf vegna þess að það verður ekki til nein Olía til að knúa þessi tæki áfram?
Mannvit hf. og íslensk-ameríska fyrirtækið - Carbon Recycling International ehf. - hafa undirritað samstarfssamning um hönnun og byggingu verksmiðju sem breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur farartæki. Verður verksmiðjan sú fyrsta sinnar tegunar í heiminum.
Vonast er til að framleiðsla á slíku eldsneyti geti gert Ísland óháð Olíu í framtíðinni ásamt því að minnka útblástur koltvísýrings í umhverfið. Mannvit hf. mun annast verkefnastjórnun við hönnun og byggingu verksmiðjunnar sem mun rísa á Reykjanesi. Carbon Recycling International er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta. Fyrirtækið rekur starfsemi sína í Bandaríkjunum en hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.
Upplýsingar úr Fréttablaðinu, laugardaginn 26 Apríl 2008.
Húseigendur á Spáni, nú verið þið að lesa! Einnig þeir sem hyggja á kaup á fasteign á Spáni.
Það nýjasta, sem þó hefur verið til í lögum frá því 1988 - en örugglega mjög fáir vitað af, er að þeir sem eiga hús eða ætla sér að kaupa hús, á strandlengjum Spánar þurfa að huga að mjög undarlegum og alvarlegum hlut. Málið er að þegar maður kaupir og eignast hús á spánarströndum - þá á maður húsið í raun og veru bara alls ekki!
Eigendur húsa og íbúða á ströndum Spánar eru að sjálfsögðu í uppnámi, enda mega þeir hvorki selja né arfleiða sína nánustu að húsinu þegar þau deyja. Yfirvöld á Spáni hafa tilkynnt þúsundum heimamanna og útlendinga - að húsin og íbúðirnar þeirra á strandlengjum Spánar tilheyri þeim í raun og veru ekki. Fólk sem hefur kannski átt hús á spánarströnd í 30 ár er að komast að því að þau eiga húsnæðið bara alls ekki.
Seljendur húsa og íbúða á Spáni vilja meina og telja okkur trú að þeir sem fjárfesta í húsnæði fyrir "ofan hraðbraut/þjóðveg" séu ekki í sama pakkanum heldur sé eingöngu verið að ræða um það svæði sem liggur með ströndinni og fyrir neðan veg. En, er það bara ekki spurning um hvort stjórnvöld fari að teygja puttana uppfyrir veginn áður en langt um líður? Fjölskylda mín á tvö hús á Spáni og hugsanlega er það spurning um hvort einhver leið sé til að fara á svig við þessi undarlegu lög þannig að hægt sé að koma fasteignum yfir á ungu kynslóðina áður en það verður tekið eignataki af stjórnvöldum við dauða okkar eldri ættingja. Þetta er hið undarlegasta mál finnst mér.
Nú er verið að ákveða hvaða hlutar strandarinnar eru í ríkiseigu. Hluti þess fjár sem varið verður í að taka til á ströndinni fer til húseigenda sem samkvæmt lögunum geta ekki selt einkaaðilum hús sín.
Upplýsingar úr 24 stundum, laugardaginn 26 Apríl 2008.
Að loknum þessum hugleiðingum hérna um Olíu og húseigendur á Spáni, sem eru í raun engir húseigendur, vil ég þakka ykkur kæru bloggvinir sem kíktuð í heimsókn til systur minnar og óskuðuð henni til hamingju með daginn í gær. Ég segir ykkur satt að hún fór bara að gráta af gleði þegar hún sá óskir og ljúfmennsku ykkar! Auðvitað var ég líka ótrúlega glaður að sjá hve margir gátu séð af tíma til að glugga inn hjá henni og þakka ég ykkur svo mikið fyrir það.
Einnig sá ég að Systir hennar Jónínu Dúu og Móðir EMM áttu líka afmæli í gær og óska ég þeim báðum þessum elskum til hamingju með daginn!
Kíki á ykkur öll í dag og kvöld og læt illa í kerfinu ykkar. Njótið helgarinnar og verið góð hvert við annað. Over and out ...
25.4.2008 | 04:12
Með hjarta úr gulli, fögur sem blóm -- hvernig er hægt annað en að elska slíka stúlku?
Í dag, 25 Apríl 2008, á yndisleg stúlka afmæli. Þessi stúlka er ein af þeim dásamlegustu mannverum sem ég hef rekist á í lífinu og segi ég ykkur það satt að fallegri að innan sem utan stúlku er vart hægt að finna. Hún er með hjarta úr gulli, fögur sem blóm þokkadís mikil og þvílíkur gleðigjafi að maður hreinlega á varla orð. Mikið hefur Guð verið í góðu skapi þegar hann hristi úr tveim einstaklingum Gena-samsetninguna sem varð til þess að þessi stúlka fæddist.
Hér fyrir neðan er ég og systir mín hjá afa og ömmu...
Elskulegust Kurr mín mín elskulegasta systir! Ynnilegar hamingjuóskir með daginn í dag. Megi Englar Guðs fylgja þér um ókomna framtíð. Ég elska þig og virði takmarkalaust!
Kæru bloggvinir og blogglesendur. Mig langar til að biðja ykkur ef þið hafið örlitla stundu aflögu um að hendast inn á síðu systur minnar og henda þar inn litlum broskalli eða afmæliskveðju. En, eingöngu ef þið hafið tíma til þess því ég veit það sjálfur hve mikill tími fer í bloggvinahringinn því ég veit það sjálfur hve mikill tími fer í bloggvinahringinn og skil það vel ef þið hafið ekki tíma...
Þakka ykkur öllum innlitið og þakka ykkur kærlega sem lítið á stelpuskottið mitt - sé ykkur svo öll sömul á bloggrúntinum á morgun í athugasemdum og látum - eins og venjulega.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.4.2008 | 02:04
Vonandi kemur smá kuldatíð með miklum snjóum, mikilli ófærð og látum núna í lok Apríl...
Þá hefur vetur konungur sungið sitt síðasta, sennilega. Næsta víst er að ég fékk ekki nógu mikið af snjó í vetur, nema bara af myndum frá bloggvinum mínum - þá kannski sérstaklega vetramyndir frá okkar kæru Queen Ásthildi, drottningu af Vestfjarðarríki! Einnig fengum við skemmtilegan skammt frá Ólínu þar sem hún var á björgunarsveitaæfingum í vetur. Einhverjir hafa líka aðrir skellt inn góðum myndum úr ríki veturs konungs og kann ég þeim líka þökk fyrir það.
Ég er mikið fyrir snjó og læti, elska skafla og ófærð - líkt og ég hef eitthvað bloggað eða athugasemdast um í vetur. Nú er sá kaldi á undanhaldi - þannig séð.
Nú er sumarið mætt á svæðið. Reynda er þegar kominn ákveðinn vorilmur í loftið hérna á höfuðborgarsvæðinu, maður finnur það vel á morgnanna og reyndar á kvöldin líka. Slatti af gróðri hefur þegar byrjað að kíkja uppúr kaldri jörð og brosa nú gleðilega framan í hækkandi sól og birtumeiri dögum.
Nú er tími til að huga að útiverkum, sinna trjáklippingum og huga að umhverfinu sem og bara sumarbústaðnum. Ég læt að mestu svoleiðist hamagang í hendurnar á öðrum, enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum hjá mér þó ég bæti þessum hamagangi ekki líka á mig. Nú og taka út grillið og fægja það, undirbúa sólpallinn og taka fram sumarborðið.
Það sem mér finnst mest heillandi við sumartímann er að fara á fjöll, sitja langt uppi á fjalli og hlusta á - ekki neitt. Jú, kannski fuglana og lækjarniðinn sem skoppar niður eftir fjallinu. Ég gerði þetta oft sem lítill pjakkur, fór á fjöll og sat á toppinum - og horfði yfir bæ og borg - eins og konungur í ríki mínu virti ég fyrir mér það sem fyrir neðan mig lá svo fallegt. Ég dýrka einmitt svona aðstæður, náttúruna og kyrrðina - fátt annað en náttúruleg hljóð og söngur - eða garg fuglanna.
Já, sumartoppurinn núorðið er reyndar ekki bjartur og útsýnið ekki par glæsilegt. Oftast er ég að vinna alla daga út í gegn allt sumarið og hef gert undanfarin ár. Stundum tek ég mér ekki einu sinni einn dag frí yfir sumarmánuðina. En ég fæ samt mitt sumar, kemst daglega út seinnipartinn og nýt kvöldsólarinnar. Svo fer ég ætíð til heitari landa þegar hausta fer og fæ mínar sólbaðsstundir svo vikum skiptir.
Munið nú kæru bloggarar - að ganga inn í nýtt sumar með fallegu hugarfari og ljúfleika að leiðarljósi. Veturinn kvaddi og sumarið heilsaði - núna um miðnætti. Vonandi verður sumarið eins rólegt og yndislegt og við vonumst auðvitað öll eftir.
Friður og gleði fylgi ykkur í sumar og sól góðu vinir og bloggarar. Vonandi fáið þið gott sumar og ljúft veður, hvar sem þið verðið stödd. Munið líka að taka saman höndum um að gera daga ykkar nánustu gleðilega, grillið saman, ferðist saman, veiðið saman, farið í sólbað saman og gerið allt þetta ljúfa sumarlega saman. Maður veit aldrei hvenær maður á síðasta sumarið með sínum nánustu, notum sumarið vel og látum eins og það sé okkar síðasta í þeim skilningi að gera saman hluti með þeim sem eru okkur næstir.
Ég vil líka nota tækifærið til að þakka ykkur öllum frábæran bloggvetur, stórkostlega pisla og þakka ykkur öllum sem hafið verið að samathugasemdast með mér, bæði hérna og hjá öðrum. Faðmlag inn í nýtt sumar til ykkar allra.
23.4.2008 | 20:12
Skollinn hafi skrílinn sem svertir góð og lögleg mótmæli!!
Ok, ég var búinn að ákveða að ég ætlaði ekki að blogga um þetta aftur - og enn síður gera athugasemdir við blogg sem fjalla um þetta - en ég bara er gapandi gáttaður! Ég bara skil ekki svona lagað, hvað er eiginlega í huga þeirra sem taka þátt í svona löguðu. Þetta eru hin einu sönnu skrílslæti, barnaskapur og skólakrakka- gengjaklíkulæti. Vitið þið hvað, ég skammaðist mín þegar ég horfði á þessar aðferðir og þessi barnalæti. Öskrandi og hálf volandi skríll sem var þarna í einum tilgangi - og aðeins einum tilgangi sannarlega - en það var til að "Vera með í látunum, atast í löggunni, sýna hve valdið er í raun mikil valdnýðsla"...
Þetta er það sem ég hef alltaf verið viss um að myndi gerast, að vitlausar aðferðir og ólögleg mótmæli myndu sjóða fram og málefni þau sem átti að mótmæla myndu gleymast í hamagangi þar sem allt myndi snúast um það hve lögreglan er mikil valdaklíka. Engin pælir í því að ef engin (trukkakarlar) hefði brotið lög þá hefði engin lögregla verið sjáanleg.
Skelfilegt að sjá smákrakka, skólakrakka og hálfgerðar "fótboltabullur" æða öskrandi og froðufellandi með orðum sem ekki er hægt að endurtaka - gegn lögreglunni - í þeim eina tilgangi að láta lögreglu ráðast gegn sér fyrir framan myndavélarnar - til að sýna nú almennilega hve mikil valdanýðslan er í raun og veru??? Fjandinn hafi það hvað sumir þarna voru eins og fávitar. Ég er handviss um að stærstur hópurinn sem þarna var saman kominn var á miklum adrenalínskammti - æsingurinn var slíkur að þeir allra mestu bjálfarnir hreinlega skulfu af æsingi, aldrei upplifað svona mikið adrenalín og sannarlega átti nú að láta myndavélarnar ná því augnabliki þegar þeim tókst að storka löggunni nógu mikið til að hún léti ekki lengur vaða yfir sig og handtæki fólk og fleira..
Þetta er það sem Trukkabílstjórar geta þakkað sjálfum sér fyrir að skapa. Engin annar hefur búið til þetta ástand. Ætli þeir átti sig á því að vegna lögbrota þeirra í þessum skrílslátum - hafa þeir valdið því að við - skattgreiðendur - þurfum að borga 60 - 80 lögreglumönnum kaup til að standa vörð um lögin vegna þessara láta? Nei, örugglega ekki - eða þeim er fjandans sama. Hversu margir munu nú hljóta sektir eða fangelsisdóma vegna "mótmælanna" sem trukkakarlar standa fyrir? Eitthvað sem ekki hefði skeð ef allt hefði verið löglegt..
Ég veit að það eru fæstir sammála mér hérna, enda skiptir það engu máli - þetta er mín skoðun og mitt álit. En álit mitt á trukkamönnum í þessum látum er ekki mikið núna - og enn minni er virðing mín fyrir þeim sé ég sá kasta eggjum og grjóti í lögregluna, slíkt er til mikilla minnkunar fyrir viðkomandi fávita. Í upphafi var ég sannarlega með bílstjórum í þessu en svo byrjuðu þeir að fara illa yfir strikið og smá saman hafa þeir gert það að verkum að ég hef engan áhuga á að styðja þá í þessari "baráttu".
Mitt álit er ennþá að ef þeir hefðu gert þetta löglega og á réttum vettvangi þá hefði ég ennþá verið að taka þátt í mótmælunum með þeim. Stóru trukkarnir hefðu átt að leggja við allar bensíndælur á höfuðborginni - kaupa smá bensín til að vera löglega lagðir þar - og hanga svo bara inni á bensínstöðinni í kaffisopa eða fá sér kók og súkkulaði - en hreyfa sig hvergi. Þá hefði allt verið löglegt og friðsamlegt, já enda engin að brjóta lög og engin að trufla umferð á götum úti. Þá hefðu þeir séð til þess að hæðstu toppar olíufélaganna hefðu strax farið að ókyrrast og þokkalega hefðu þeir ekki setið lengi á meðan ekkert besnín - og eða olía væri að seljast. Þeir færu næsta víst strax af stað til að gera eitthvað í málunum og hefðu herjað á stóru toppana í landsstjórninni og þar með hefði boltinn rúllað hratt af stað án þess að allir óróaseggir landsins streymdu til að vera með skrílslæti og óróa.
Nýjustu fréttir herma að eitthvað sé um að trukkakarlar af landsbyggðinni séu á leið í bæinn til að taka þátt í þessum látum. Bílstjórar - opnið augun. Mótmælið á réttum stað - í stað þess að framkalla svona æsing gegn vitlausum aðilum. Allir þeir sem "þola" ekki lög og reglu - munu sameinast í að nota ólögmæt mótmæli til að atast í lögreglunni til að "vera með" en bara í heimsku og adrenalínæði... Ég styð mótmælin á rétta staðnum og mun koma með minn bíl - leggja honum hjá ykkar og vera sáttur og glaður með lögmæt mótmæli sem væru án fávita sem æða áfram með öskrum og hamagangi sem engu skila.
Þið megið athugasemdast eins og þið viljið hérna, við höfum mismunandi skoðanir og er þetta algerlega mín skoðun hérna. Mín skoðun er auðvitað mín - hún er ekkert endilega réttust og ekkert endilega röngust - þannig séð - hún er bara mín eigin og ég hef allan rétt á því að hafa þessa skoðun. Ég veit um marga sem sjá ekkert nema bara hvað löggan er vond hérna - en engin virðist sjá að það eru lögbrot og svona uppákomur sem skapa það að löggan gengur fram í því að halda lögum réttu megin. Engin virðist horfa á að svona mótmæli - ef mótmæli skal kalla - eru löngu komin út fyrir það sem málið raunverulega snýst um. Borgarar og bílstjórar - látum ekki æsa okkur upp í að taka þátt í rugli ein og því sem fram fór í dag! Sýnum lögum virðingu - sýnum lögreglumönnum virðingu. Sýnum samstöðu á löglegan hátt og á réttum vettvangi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.4.2008 | 14:09
Klór í sundi, húsnæði fyrir heimilislausa og ekkert stripperí á næstu árshátíðum...
Æi, skollinn hafi slæma umfjöllun yfir höfuð. Nú geta hestamenn ekki lengur hrist félagana saman (takk Brjánn Boxer fyrir hugmyndina) á ársfundum sínum. Hestamannafélagið Hörður hefur tilkynnt að vegna neikvæðrar umfjöllunar mun ekki oftar vera strippað og hrist á þeirra samkuntum. Nú mun nektardans ekki lengur vera uppi á pallborðinu, né í hesthúsunum. Nú er bara málið að finna eitthvað sem stuðar ekki glæsifrúr í Vesturbæ - eða Austubæ. Kannski er hugmynd að fara út í prjónaskap, enda tengist "prjón" hestamennsku óneitanlega, ekki satt? Þá geta nú okkar hneykslangjörnu húsfrúr og karlar andað léttar því hvorki myndi þá vera hrist né dillað neinu - nema prjónunum, þannig séð.
Hóhó.. ef klórinn er það sterkur að hann nái að upplita fatnað, þá hlýtur hann að ná því að hafa einhver áhrif á húð þeirra sem í fatnaðinum er þegar klórinn upplitar fatnaðinn. Í Grafarvogslaug hafði víst einhver bilun orðið í klórbúnaði sem varð til þess að mun meiri klór en góðu hófi gegnir komst í heitan pott þar. Einhverjir laugargestir höfðu þegar dundað sér í pottinum áður en upp komst að klórinn var yfir því sem ætti að vera, en þó sundfatnaður hafi upplitast er sagt að fólk hafi ekki hlotið skaða af. Maður vonar það sannarlega, enda klór ekki góður á húð eða í hár manns...
Loks er að hitna í einhverju - Loks virðist eitthvað vera að gerast í málefnum heimilislausra sem búa á götunni í höfuðborginni. Færanleg hús fyrir heimilislausa komið fyrir á einkalóð á Granda er málið. Það eru 4 færanleg hús sem um er að ræða og er ætlast til að í þau fari bæði pör og einstaklingar - en ekki stakir aðilar saman eins og á heimavist t.d. Gott og blessað, en nú er heljar mikil pappírs- og lagaleg vinna framundan til að þetta megi verða að veruleika. Nú er bara málið að hraða þessu, spýta í lófana og láta hendur standa fram úr ermum. Oft á tíðum alveg hreint ótrúlegur tími sem fer í alla lagalega og pappírslega vinnu í kringum svona málefni - og á meðan liggja okkar kæru samlandar á götunni á nóttunni!
Þetta var bara svona smá innskot inn í daginn. Engin nauðsyn að vera að æsa sig eða kvitthamagangast hérna. Auðvitað megið þið henda inn bros- eða fílukarli hérna en aðalatriðið er að lesa og hafa gaman- eða ekki gaman af. Eigið ljúfan dag öll ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði