Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Fríða Hamztur, móðurborð og fleira ... en ekki allt gefins þó!

ljugdugosiJú, þá er tölvan blessuð komin aftur í hús. Auðvitað hlaut eitthvað að vera að greyinu fyrst hún hefur alltaf látið eins og frostpinni og þvílíkt verið að gera mig gráhærðan (ekki að ég sé orðinn svona gamall, bara pirrgrámi) ..

Móðurborðið í tölvunni hrundi, en fyrir einhverjum mánuðum var það stýrikerfið og guð má vita hvað.

Rétt ætla að vona að nú sé græjan komin heim til að vera heima - ekki til að staldra stutt við, gera mig ennþá grárri og heimta svo bara viðgerðarferð. Þá harðneita ég og hendi henni í þá og sest á einhvern þar til ég fæ alveg splúnkunýja vél .. og hana nú! Hefði auðvitað átt að gera það strax náttla en svona er þetta ...

hamstur 002

Fríða litla hamstrastelpa er ennþá hérna hjá mér í góðu yfirlæti. Ætlunin er samt að finna henni nýtt heimili sem fyrst svo ef einhver les þetta núna sem langar í litla hamstrastelpu þá fæstu hún hérna gefins ásamt búrinu og öllum fylgihlutum.

Annars er kisinn minn eiginlega búinn að taka nagdýrið í fóstur - dúllast í kringum dýrið dag og nótt, liggur og sefur við hliðina á búrinu og þegar dýrið hleypur á gólfinu þá eltir kisi - en snertir Fríðu litlu aldrei þó. Segi það satt .. Hamsturinn hljóp að kisunni, klifraði yfir hana og niður hinu megin, en kisi bara snéri haus og fylgdist ánægð með aðförunum. Spurning um hvort kisa sé farið að langa aftur í kettlingabúnt .. en glætan að hún fái að geraða aftur í bráð Pinch ónei..

Annars er ég bara góður og glaður.

Er búinn að finna einhverja skemmtilega bloggara á Feisbúkk, er reyndar ekkert rosalega mikið þar en samt ... svolítið þó.

Þið megið alveg adda mér á feisbúkkið ykkar ef þið viljið - fulltaf myndum og gúmmilaði .. GetLost yeah, right.

En, over and out into the night. Sé ykkur bara um helgina - good night!


Aldrei í Tölvulistann aftur for sure. Hrakfarir virðast einkenna vörur þaðan .. eða er ég bara svona óheppinn? Nahhh...

Ótrúlegar hrakfarir mínar í tölvumálum eru bara ekki einu sinni fyndnar. Fyrir réttu ári fékk ég mér nýja tölvu í Tölvulistanum. Fínt, æðislegt ...

Tölvan sem ég átti áður hafði lifað í tíu ár í það minnsta - án þess að klikka - en var orðin anzi elliær samt. Þess vegna var ég svakaglaður þegar ég náði mér í þessa líka kraftalegu flottu borðtölvu og nú var maður bara kominn í elítuna sko.

Tölvan var þó ekki betri en það að hún byrjaði strax að vera með einhver smá hikst og pústra sem endaði eftir einhverja fjóra mánuði í viðgerðarpakka hjá Tölvulistanum.

Ok, fékk tölvuna aftur eftir smá tíma og læti en svei mér þá bara ekkert betri - heldur verri ef eitthvað var. Nú, sirka 4 mánuðum síðar endar hún aftur á skurðarborðinu hjá Dr. óskammfeilnum hjá Tölvulistanum - sem bauð mér svo bara uppá móðganir og jafnvel lygar þegar á reyndi og endaði það með því að minn varð fjúkandi - og lét bróður minn sækja helv ... kassann til þeirra!

Nú var tölvan bara straujuð og virkað fínt eftir það í nokkurn tíma - en í dag er tölvan komin til Keflavíkur í viðgerð - eftir nokkrar straujanir, heilmikinn pirring og skapvonsku sem og svakalegt basl og vonbrigði með blessaða vöruna frá Tölvulistanum...

Nú hefur tölvan verið í Keflavík síðan á sunnudag - hef verið að bjarga mér á gömlum lappa sem ég hef í láni - en hann er margra ára gamall en klikkar þó ekki, er bara virkilega seinfær og sniglakenndur ...

Díssess .. me and computers! Not best friends for sure!

Over and out ... með takmörkuðum commentum á blogginu fram að heimkomu tölvunnar - sem vonandi verður sem fyrst!


Töffarinn setur ljósaseríur í gluggann sinn. Hjákonan er í heita pottinum á meðan töffarinn galar hástöfum, tölvulaus = "Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það er!" Er einhver hjákona laus næstu daga? Nehh.. segi bara svona!

Tölvulaus töffarinn rífur í hár sitt og fleira, nei - þetta fleira er ekkert dónalegt addna þið sem þangað leidduð hugann! En, tölvan sjálf nýtur lífsins uppi í sumarbústað - liggur sennilega í heita pottinum í töluðum orðum. Halló, þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Nei, hélt ekki ..

Angry Hún var sótt - blessunin - hjákonan - í nákvæmlega sama ástandi og hún var fyrir tveim vikum síðan. Þeir félagar þarna á verkstæði tölvulistans höfðu sem sagt bara ekkert gert - annað en að ljúga bara beint framan í mig til skiptis ... 

Ráðleggingar góðra vina voru að senda hana - Hjákonuna - upp í sumarbústað í afslöppun, þeir segja mér að hún hefur verið ofnotuð og ofdekruð af eiganda í kreppunni... GetLost

Ég sem er oftast ekki með nema sirka eitt blogg á dag sko ...Crying

En, ég náttla gegni óvinsælum tilmælum fjandmanna minna og bað bróður minn um að ná í tölvuskottið mitt...

Hann náði í hana rúmlega hádegi í gær, föstudag - en fór svo beint í sumarbústað með kvekendið! Held að ég hefði miklu frekar átt það skilið að slaka á í sumarbústað .. með rómantík, kertaljós og heitan pott!!!

Nokkrir góðir vinir Heart hafa boðið mér að skutla henni í fang sitt eða sinna - til aðhlynningar - og þakka ég það kærlega (sjá í commentum í síðustu færslum) - en bróðir minn ætlar sér að taka afrit af harða diskinum og svo ætla ég bara að setja hana sjálfur upp aftur, strauja hana og fara um hana höndum mjúkum .. nei reyndar höndum ekki svo mjúkum .. enda er ég með frekar rough tough vinnuhendur sem ekki geta kallast mjúkar sko!

Svo.. þetta segir mér að ég verð ekki með hjákonuna í mínum ekkisvosilkimjúkuhöndum - fyrr en um miðbik næstu viku. Þangað til mun ég bara halda áfram að bjarga mér í miðaldarlappanum hérna og reyna að halda áfram að lesa ykkur án þess að vera mikið að commenta.

W00t Sannarlega veit ég að ég á eftir að taka flogakast í athugasemdakerfinu ykkar sem eruð alltaf að bögga mig með athugasemdum - þegar ég kemst á skrið aftur!

En, over and út of here - enn einni tölvufærslunni er hér með lokið. Tounge

Vona að þið hafið það öll ljúft og gott skottin mín. Munið að aðventan er handan við hornið - eftir sirka 15 daga - svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þið farið að setja eina og eina ljósaseríu í samband. Nú þegar allt er svona svart víða .. bæði hvað myrkur varðar og kreppuna .. þá tel ég að við ættum öll að byrja bara strax á því að setja upp ljós í gluggana til að gleðja augu þeirra sem framhjá fara.

Meira segja er ég búinn að sætta mig við jólagardínurnar sem nágrannakerlan mín er búin að troða upp hjá sér. GetLost

Nú eru komin nokkur ljós í gluggum í kringum mig - og sjálfur er ég búinn að setja upp eina rauða í glugga - og kveikja á henni.

Upp með birtuna, ljósin í gluggann - ekki eftir neinu að bíða!

Knús og kveðjur á línuna alla!


Ok, er að hugsa um að eyða síðustu færslu - enda hundleiðinlega ólík mér! En, er ég eitthvað líkari sjálfum mér í þessari? Ehh... ER MAÐUR REIÐUR ÞEGAR MAÐUR TALAR (ok, skrifar) MEÐ HÁSTÖFUM?

Ok, síðasta færsla hjá mér var óhemju ólík mér og mér er skapi næst að axla ekki ábyrgð á henni og segja ykkur að hún hafi bara verið ótrúlega ólík því sem ég stend fyrir .. en .. ég hafi nú bara óvart ýtt á "Vista&birta" takkann. En ég get það ekki - því ég eyddi heilmiklum tíma í að skrifa hana og koma henni í sendingaform.

Enn fremur, þar sem ég er ekki stjórnmálamaður - þá bara kem ég hreint og heiðarlega fram og tek ábyrgð á henni og segi bara að mér blöskraði þetta - svona baktjaldamakk er mér ekki að skapi og því hafi ég hent þessu fram - og losað mig við það og bingó og punktur... næsta mál!

W00t  Shocking  Devil  Whistling 

Ég hringdi á mánudaginn á verkstæðið þar sem þeir eru með tölvuna mína!

Ég; Ætlaði bara að vita hvort tölvan mín væri tilbúin, hún er með verknúmer blablabla ...?

Afgreiðslumaður; Nei, hún er ekki tilbúin. Reyndar er verkið ekki hafið.

Ég; Nú? Verkið átti að hefjast síðasta föstudag, hvernig stendur á þessu?

Afgreiðslumaður; Bara búið að vera mikið að gera og svona .. verður örugglega byrjað á henni á morgun (þriðjudag).

Ég fór á staðinn rétt fyrir lokun á þriðjudeginum:

Ég; Ætlaði bara að athuga hvort það væri ekki búið að skoða fyrir mig tölvuna, verknúmer blabla ..

Afgreiðslumaður pikkar inn númerið og hikar smá stund og byrjar svo án þess að afsaka ...

Afgr; Nei, hún er nú ekki tilbúin..

Ég nokkuð hastur; HA Ekki tilbúin? Mér var sagt í gær að hún færi sennilega í startið í dag - að þið mynduð byrja á henni í dag...hvað er í gangi?

AFgr: Eh .. sko .. bíddu aðeins á meðan ég athuga þetta.

Hann hleypur inn og á bakvið og er þar smá stund - líklega á meðan hann reynir að leita af nógu skotheldri afsökun. Kemur svo aftur nokkuð rjóður í framan ...

Afgr; Ehh... sko .. hún er ekki tilbúin ennþá .. hefur bara ekki fengist nógur tími til að FARA Í hana ennþá..

Ég, dálítið hastur og setti upp krimmalúkkið: HA - BÍDDU - EKKI SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ SÉUÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?

Dálítið farið að fjúka í kallinn ... NOT!  GetLost

Afgr; Eh... sko .. jújú ... við erum byrjaðir á henni sko! Leggur áherslu á orð sín með því að troða upphrópunarmerki framan í mig ..

Ég; Gott - fínt .. ég kem eða hringi þá á morgun!

Í dag - Miðvikudag - hringdi ég klukkan 5 síðdegis til að gefa þeim daginn til að finna upp nýja afsökun ...

Ég; Ætlaði að athuga hvort tölvan mín væri tilbúin? Hljómaði dálítið pirraður og þreyttur .. andvarpaði með stríðnishljóði!

Afgreiðslumaðurinn Pikkar inn í tölvuna sína heyrði ég - andar svo þungt og segir með meðaumkun í röddinni;

Afgr; Nei, tölvan þín er ekki tilbúin. Punkur.

Ég; HA.. HVAÐ SEGIRU? ER TÖLVAN EKKI ENNÞÁ TILBÚIN! Ohmydoodd hvað ég hljómaði held ég eins og fúll á móti þegar hann var beðinn um að segja af sér sem bankastjóri ...

Afgr; Nei, því miður - við erum ekki byrjaðir á henni!

Ég; BÍDDU VIÐ - VILTU ENDURTAKA ÞETTA - ERUÐ ÞIÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?... Halló, það heyrðist í mér alla leið inn í Mosó, ég skrökva því ekki...

Afgr, mjög alvörugefinn; Nei, því miður..Halo

Ég, mjög fúll og alveg sama þó Gurrí á skaganum myndi heyra í mér;

HALLÓ, BÍDDU VIÐ - Í GÆR STÓÐ ÉG FYRIR FRAMAN YKKUR ÞARNA NIÐUR FRÁ OG ÞÁ VAR MÉR SAGT AÐ TÖLVAN VÆRI KOMIN Í VERKGANG, AÐ ÞIÐ VÆRUÐ BYRJAÐIR Á HENNI .. ég hreinlega lét í mér heyra í hástöfum!

ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ HAFIÐ BARA SÍ SVONA LOGIÐ BEINT FRAMAN Í FEISIÐ Á MÉR Í GÆR OG AÐ ÞIÐ SÉUÐ BARA ALLS  EKKERT BYRJAÐIR Á TÖLVUNNI MINNI??? Ég reyndi að hljóma líka svoldið valdmannslega - ekki bara á hástöfunum...

Afgr mjög vandræðalegur og stamaði smá; Ehhh ... bíddu aðeins.. ég ætla að athuga á bakvið - það gæti verið að þeir séu byrjaðir á henni en að það sé bara ekki búið að skrá það inn í kerfið ... ehhh!

Halló ... einhver heima? Hann kemur aftur til baka eftir smá stund og másar í símann svo ég var á því að hafa óvart lent inni á Rauða Torginu hjá símadömunum þar - (ekki að ég þekki til þeirra og hef því engan samanburð en ... *roðn*)!

Afgr; Jú, sko .. heyrðu ... þeir eru byrjaðir á henni en það tekur bara svona langan tíma sko ... það nefnilega sko ... við erum búnir að prufa að skipta um móðurborð og það var ekki það og svo skiptum við um bla bla bla og það var ekki það og sko ... ehh .. það er búið að vera smá vesen með símalínurnar sko líka og sko ... ehhh ...

Ég, hálfvorkennandi greyinu en samt fúll! Tounge

OK, FÍNT - ÉG KEM ÞÁ FLJÓTLEGA EFTIR HÁDEGI Á MORGUN OG SÆKI TÖLVUNA MÍNA.. HÚN VERÐUR VÆNTANLEGA TILBÚIN ÞÁ!

Afgr; Ehh... jaaa... ja þú getur prufað að hringja eftir  hádegi.

Ég, aðeins að reyna að róa mig niður; Nei, ég KEM bara fljótlega eftir hádegi og næ í hana. Takk fyrir, bless ....

Afgr; Eh .. jajá bless.

Devil  Devil  Devil

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir vinni í tölvunni minni í alla nótt til að losna við mig - en hvað á maður að gera? Bíða þar til þeir hringja í mann - eða segja bara já og amen og bíða rólegur í nokkrar vikur eða mánuði á meðan þeir dútla sér við þetta? 

Er skrýtið þó maður verði pirraður á því þegar maður fær bara mismunandi svör og bara beinar lygar beint framan í sig frá þessum blessuðu tölvufyrirtækjum? Afhverju segja þeir bara ekki eins og er; Að þeir sem borga flýtimeðferð eða haga sér eins og ég - séu bara settir framfyrir aðra sem eru búnir að bíða mun lengur ... komdu með pening og þá færðu tölvuna á morgun eða næsta dag í það síðasta!

Æi, þetta var svo sem ekkert hrikalega mikið mál sko - en mér leiðist þegar svona er komið fram í stað þess að bara nota heiðarleikann á málið.

Annars er ég eins og ætíð hrikalega ógó brilljant. Ég er glaður kappi sem læt ekki smáatriði æsa mig upp ... ehh .. er það nokkuð? Neinei ...

Svo ég er tölvulaus ennþá en ég hef fulla trú á að hjákonan verði komin í samband hér á skrifborðinu mínu annaðkvöld! Annars lem ég þá með hangilæri og sulla ofaní þá jólaöli ...

Over og át ... áður en ég opna mig með fleiri samtölum sem ég hef átt undanfarið við hina ýmsu trúða í þjóðfélaginu ...

Knús og kram á ykkur öll!


Betra er að sjá fyrir og geta varið sig - en liggja í móki á meðan ráðist er á mann með kjafti og klóm. Hvað gera einmanna ljóskur ef internetsins nýtur ekki?

Það er næsta víst að fólk sem situr fyrir framan tölvuna á eftir að lenda í miklum vandamálum áður en Júnímánuður er úti. Nýjustu fregnir eru nefnilega ákaflega sorglegar og reyndar mjög truflandi, þannig séð. Ég mun sannarlega gera mitt til að lenda ekki í hremmingum en auðvitað mun ég líka lenda í þessu! En, er þetta svo alvarlegt - eða er þetta bara bóla?

stopcomputering

Hvernig væri það ef við lentum á allra síðustu netsíðu internetsins? Er hægt að fylla internetheiminn þannig að ekki sé hægt að setja fleira inn - engar fleiri heimasíður og engin blogg í viðbót? Hvað ef einungis væri hægt að uppfæra síður sem þegar eru komnar á netið en ekkert hægt að bæta við. 

En, sem betur fer er þetta líklega algerlega óhugsandi - tækninni fleygir fram og endalausu gagnamagni er hægt að troða í þennan stórkostlega heim sem er þarna inni í tölvunni okkar. Alltof margir eru háðir netinu og margir hafa jafnvel engan að nema internetvini og internetvandamenn. Endalaust skrýtið hvað maður finnur fyrir því ef maður er tölvulaus smá tíma, fráhvarfseinkennin láta alls ekki á sér standa og maður sefur varla af áhyggjum ef maður kemst ekki á netið stundum. Er netið einmannaleika-bani?

funnynabor

Jæja, ég fékk staðfestinu á því í dag að nágrannakonan mín er með mig á heilanum. Hún er stalker, ég segi ykkur það satt! Fyrir utan það að hafa dregið frá á kvöldin - sér í lagi þegar er myrkur og hún sér að ég er heima - þá er hún að dingla sér hálfnakin fyrir framan gluggann til að sýna mér - en auðvitað er ég siðprúður kappi sem læt sem ég sjái ekkert og einbeiti mér að kanelsnúðunum sem hún tróð í póstkassann minn í gærkvöldi.

Í dag kom hún angandi af hinum ýmsu forboðnu ilmolíum - hafði greinilega eytt heilmiklum tíma fyrir framan spegil - í baði - með rúllur í hárinu og hellt svo tveim lítrum af "Angel" yfir sig í þokkabót sem þó gerði ekkert annað fyrir hana en að vara mig við komu hennar þar sem ég lá í makindum í sólbaði - fann nefnilega heiftarlega mikið fyrir ilmfljótinu sem hún sturtaði yfir sig - löngu áður en hún kom að pallinum mínum.

LilystoraÉg fékk staðfestingu á því að hún er að lesa bloggið mitt í dag.

Hún birtist fyrir utan sólpallinn - en ég hef pallinn "læstan" innanfrá til að forðast óvæntar innrásir ef ég skildi sofna værum blundi í sólbaði, vil ekki vakna með óðan páfagauk sitjandi ofaná mér - if you ketzh mæ drift. Hún var útlits eins og tígurynja í veiðihug og ham.

Hún krosslagði hendur ofan á pallavegginn og hallaði sér yfir hann með nýrúllað hár og augnhárin rúlluðust líka langt aftur fyrir hnakkann. Hún blikkaði þeim í sífellu - en hefði sennilega ekki átt að gera það því frá öðru auganu skoppaði augnhár eins og gormur út í loftið og hvarf. Stuttu síðar lenti það með soghljóði á bringunni á mér, hún afsakaði sig samt ekkert ..

"Ég veit hvað þú heitir - hvernig fannst þér kanelsnúðarnir sem ég gaf þér í gær?" óð út úr henni og hún teygði hendina inn fyrir pallvegginn til að taka við augnhárunum sem ég hafði með erfiðsmunum náð að slíta af bringunni á mér, hugsa að hún hafi notað kennaratyggjó til að festa þetta drasl upp.

"Ha, veistu hvað ég heiti" hváði ég undrandi - nafnið mitt er náttúrulega á póstkassanum.

"Jamms, veit sko gælunafnið þitt - veit að það er Högni" sagði hún sigri hrósandi því ég hafði ætíð verið bara kurteis við hana en aldrei sagt henni neitt annað en fullt nafn en ekki gælunafn - enda er það ekki ætlað nema fjölskyldu og vinum - en hún var hvorugt.

donkyintheair

Ég skellti uppúr, horfði á hana og svei mér þá ef hún varð bara ekki eins og Asni í lausu lofti - enda vissi hún ekkert af hverju ég hló.

"Ég er ekki kallaður Högni, hef aldrei verið kallaður Högni" sagði ég og hugsaði með mér að engin nokkur manneskja hefur ever kallað mig Högna - nema ein - Jónína Dúa, bloggvinkona mín sem ég hef víst verið dálítið óþekkur við og bullað mikið í kommentakerfinu hennar, og hún kallar mig Högna Hrekkvísa fyrir bragðið. Nú vissi ég því að annaðhvort er þessi skrýtna nágrannakona mín - Jónína Dúa - eða þá að hún hefur lesið bloggið mitt, en í síðustu færslu eða þar síðustu - kallaði Jónína mig einmitt Högna í athugasemdakerfinu mínu.

"Víst eru kallaður Högni - hef áreiðanlegar heimildir fyrir því" sagði hún og glotti eins og hún væri að taka þátt í einhverju plotti um að "koma upp um mig" - og greinilega sást nú eftirvænting um verðlaun í augnráði hennar fyrir dugnaðinn.

"Þú ættir ekki að trúa öllu sem þú ert að lesa á netinu, það þarf ekki endilega að vera rétt og satt" sagði ég við kerlinguna og fylgdist vel með vandræðalegum svipnum sem birtist á henni - ég skellti uppúr en hún varð aftur eins og Asni.

"Ég var ekkert á blogginu þínu að lesa" sagði ljóskan! Bingó - þarna kom staðfestingin - hún er að lesa bloggið mitt. Enda hafði það löngu komið fram að hún er að troða inná mig kanelsnúðum öllum tímum, ekki sagði ég henni að ég elska slíka - hún las það náttúrulega á blogginu mínu.

bill-i-heimsoknEn ég hætti að brosa því ég áttaði mig allt í einu á því að þessi kona gæti vel verið hættulegur óvinur ef út í það er farið. Ég hugsaði um aðfarir hennar við að komast að mér - og svo hugsaði ég um það hvernig frúin leggur bílnum sínum. Á meðan venjulegt fólk leggur í venjulegum bílastæðum þá eru bílarnir hennar ætíð upp um allar tryssur.

bill-i-heimsokn2

Hún er þessi fullkomna ljóska sem finnur ekki leiðarvísinn að því hvernig maður á ekki að leggja bíl - og hvar ekki. Ég ákvað að hætta ekki á það að hún kæmi einn daginn bara á bílnum - inná sólpallinn til mín. Ég brosti til hennar og bauð henni að koma innfyrir - ég hafi verið að laga kaffi rétt áður og hvort hún vildi ekki kaffi - og kanelsnúða.

Hún gerði sig alla til og reyndi að festa aftur á sig kolsvarta krulluna sem áður skaust af augum hennar. Síðan tipplaði hún á háum hælum inná pallinn minn og settist dömulega við borðið en ég flýtti mér að ná í kaffið. Síðan áttum við saman nokkuð langan og undarlegan tíma þarna á sólpallinum - í sjóðandi hita og sól - hún ætlaði sér greinilega eitthvað annað og meira en kaffi og kanelsnúða. En það er önnur saga.


mbl.is Einsemd internetsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða fígúrutýpa ert þú? Átt þú broskall eða fýlukall á lausu? Ef svo - give him to me plz!

bellydanserOk, þessi magadansmærW00t á myndinni kemur svo sem færslunni þessari ekkert við - þrátt fyrir dillandi og erótískan snúning. Ég bara setti hana hérna inn til að gleðja augað og ímyndunaraflið, ef svona lagað þá höfðar til einhvers yfir höfuð. But yeah - auðvitað eru margir fyrir fallegan magadans - held ég, en kannski ekki dansandi teiknifígúru.

WhistlingNei, ég ætlaði bara að gera smá tilraun hérna og langar mig til að hvetja alla sem hingað inn kíkja til að taka þátt í þessari tilraun.

Málið er að mig langar til að biðja alla sem hérna inn villast, núna í fyrsta skipti eða þá fáu sem hingað kíkja alltaf - til að setja spor hérna inni, eitt stykki broskall eða fýlukall. Grin

Þú lesandi góður - ert alls ekki lengi að henda inn einum broskalli eða what ever. Stíga nú allir mínir vinir og aðrir bloggarar niður af bloggstallinum og gefa pabba broskall!!!Devil

Það verða engin verðlaun í boði - aðeins smá umfjöllun í lokin og kannski heljarknús, ef við verðum í erótískum hugleiðingum að loknu kvittinu. Sick

GetLostTakið nú endilega öll þátt sem hérna birtast og lesa - ekki vera feimin við að skilja eftir spor! Ég bít ekki - mjög fast og flengi engan nema vera beðinn um það - svo nú er engin ástæða til neins nema láta þetta eftir mér. Chomashohhh...

AngryFyrirfram knús út í loftið...   einn broskall/fýlukall takk fyrir!W00t


Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband