Klór í sundi, húsnæði fyrir heimilislausa og ekkert stripperí á næstu árshátíðum...

Picture 010Æi, skollinn hafi slæma umfjöllun yfir höfuð. Nú geta hestamenn ekki lengur hrist félagana saman (takk Brjánn Boxer fyrir hugmyndina) á ársfundum sínum. Hestamannafélagið Hörður hefur tilkynnt að vegna neikvæðrar umfjöllunar mun ekki oftar vera strippað og hrist á þeirra samkuntum. Nú mun nektardans ekki lengur vera uppi á pallborðinu, né í hesthúsunum. Nú er bara málið að finna eitthvað sem stuðar ekki glæsifrúr í Vesturbæ - eða Austubæ. Kannski er hugmynd að fara út í prjónaskap, enda tengist "prjón" hestamennsku óneitanlega, ekki satt? Þá geta nú okkar hneykslangjörnu húsfrúr og karlar andað léttar því hvorki myndi þá vera hrist né dillað neinu - nema prjónunum, þannig séð.

 

Hóhó.. ef klórinn er það sterkur að hann nái að upplita fatnað, þá hlýtur hann að ná því að hafa einhver áhrif á húð þeirra sem í fatnaðinum er þegar klórinn upplitar fatnaðinn. Í Grafarvogslaug hafði víst einhver bilun orðið í klórbúnaði sem varð til þess að mun meiri klór en góðu hófi gegnir komst í heitan pott þar. Einhverjir laugargestir höfðu þegar dundað sér í pottinum áður en upp komst að klórinn var yfir því sem ætti að vera, en þó sundfatnaður hafi upplitast er sagt að fólk hafi ekki hlotið skaða af. Maður vonar það sannarlega, enda klór ekki góður á húð eða í hár manns...

 

 

 

hotcarLoks er að hitna í einhverju - Loks virðist eitthvað vera að gerast í málefnum heimilislausra sem búa á götunni í höfuðborginni. Færanleg hús fyrir heimilislausa komið fyrir á einkalóð á Granda er málið. Það eru 4 færanleg hús sem um er að ræða og er ætlast til að í þau fari bæði pör og einstaklingar - en ekki stakir aðilar saman eins og á heimavist t.d. Gott og blessað, en nú er heljar mikil pappírs- og lagaleg vinna framundan til að þetta megi verða að veruleika. Nú er bara málið að hraða þessu, spýta í lófana og láta hendur standa fram úr ermum. Oft á tíðum alveg hreint ótrúlegur tími sem fer í alla lagalega og pappírslega vinnu í kringum svona málefni - og á meðan liggja okkar kæru samlandar á götunni á nóttunni!

Þetta var bara svona smá innskot inn í daginn. Engin nauðsyn að vera að æsa sig eða kvitthamagangast hérna. Auðvitað megið þið henda inn bros- eða fílukarli hérna en aðalatriðið er að lesa og hafa gaman- eða ekki gaman af. Eigið ljúfan dag öll ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf bara gaman

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: M

Ætti að skella mér í laugarnar og spara mér strýpur í hárið

M, 23.4.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ, þú ert svo frábær, en ég er nú fegin að það eigi ekki að strippa á herrakvöldum hjá hestamönnum oftar, svo er það þetta með klórinn,
væri hann ekki góður í fitubrennslu?
og svo er égöskureið hvað það tekur langan tíma að finna húsaskjól fyrir heimilislausa.sendi þér þúsund Kisses Milla.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Klór er sko ekkert grín. Var einu sinni í Sundhöllinni og fékk klór í augað þar sem svo mikill klór hafði verið í lauginni að hann blandaðist vatninu ekki alveg. Kostaði mig fimm klukkutíma á slysó.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt sumar minn kæriþú ert bara flottur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Frábært að heyra þetta um færanlegu húsin.Alveg með eindæmum alltaf þessi pappírsvinna.

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 139732

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband