Eldri borgarar - með göngugrind - labba framúr mér á 15km hraða - og veifa mér glottandi fyrir seinaganginn.

Ég fór niður í Hafnarfjörð í gær, niður í miðbæ. Ég var í miklu stríðnisskapi, enda ótrúlegt en satt - ég er dálítill Högni Hrekkvísi stundum. Vitið þið hvað? Það er 15km hámarkshraði í miðbænum, strandgötunni minnir mig að hún heiti gatan. Ég keyrði götuna, á réttum hámarkshraða - og fólki í umferðinni var ekki skemmt. Ég meina, eldri borgarar með göngugrind labbaði framúr mér! Halló, ég fór nokkra hringi og alltaf á réttum hámarkshraða - og viti menn - Gasmann mætti á svæðið eftir heljar mikið flaut og læti á svæðinu - og bað mig vinsamlegast um að láta mig hverfa! Auðvitað var ég samt ekki Gas-aður en ég varð Gas-alega hissa samt. Þeir gátu náttúrulega samt ekkert gert, enda ég eins löglegur og hægt var - en mér var vinsamlega bent á að þessi hámarkshraði væri svona ákveðið viðmið sem hefði þau áhrif að í stað þess að keyra á 50-60 þarna áður - keyri fólk þarna núna á sirka 30-40. Ok, 15-25km yfir hámarkshraða - og ég sem var stoppaður og fékk heljar sekt fyrir að vera á 78km á öðrum stað - þar sem var 60km hámark... ég slapp í miðbænum án sektar - en með áminningu um að haga mér vel framvegis. Ég lofaði öllu fögru en hornin og halinn voru mjög vel sjáanleg þegar ég ók í burtu.

Dagur tvö í tölvuleysi; Ég er magnaður, óheflaður og óforbetranlegur (hvað þýðir eiginlega óforbetranlegur - er það eitthvað orð?). Ég hef nú mest lítið að segja enda lítið verið að bardúsa á netinu, lítið kíkt á það hvað er hæst í fréttum í dag. Það er sannarlega skrítið að vera svona tölvulaus, enda líklega ekki verið tölvulaus í meira en áratug. Svona jálkur eins og ég er á núna skilar mér svo sem hægt og rólega áfram, en með hiksti og kuldafrosti og sjónhverfingum - þegar allt frýs eða dettur út.

Verst þykir mér auðvitað að geta ekki almennilega lesið alla mína bloggvini, en ég hef náð því að lesa þá sem ég hef lesið lengst en lítið gefið mér tíma til að skrölta yfir alla samt - og lítið sent inn comment nema þar sem ég annaðhvort þekki persónulega fólk eða hef já lesið lengur en ég hef bloggað. Ég mun taka duglega skorpu á blogginu ykkar allra um leið og flaggskip mitt kemur aftur í heimahöfn og það mun ekki fara framhjá neinum.

Það sem mér þykir næstverst er eiginlega það að geta ekkert gert í broskalla- og myndadeildinni. Ég get ekkert sent inn myndir eða broskalla í blogg eða athugasemdir - en eins og flestir sem lesa mig vita er ég ofvirkur á þeim brókunum. Mér finnst bloggfærsla án einhverrar skreytingar, myndar eða broskalla vera hálf tómleg, en veit samt að mjög margir nota aldrei slíkt "óþarfa" glingur heldur setja bara inn sína færslu án allra fylgifiska.

En, hér með set ég stopp á bloggerísfærslu - en ætla að reyna að skoða aðeins mína elstu bloggvini en þið hið elskulegust - ég á eftir að hamast í ykkur líka við fyrsta tækifæri. Eigið öll yndislegan dag og góða vikurest. Over and out héðan ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Hahaha .... þú ert nú alveg Gas-aleg Helga mín. Knús á þig ljúfan.

Tiger, 30.4.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: M

Á svona lágmarks hraða verð ég alltaf verri bílstjóri, því ég horfi meira á mælinn hvort hann fari yfir 15 eða 30 heldur en á götuna eða stórhættuleg.

Já þetta eru hálftómleg blogg hjá þér þegar kallana vantar. Hlakka til að fá þig allan aftur. 

M, 30.4.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Tiger

Hahaha ... ég var einmitt alltaf að tékka á mælinum - til að vera örugglega löglegur sko

Satt að þetta er hálftómlegt sko ... knús á þig ljúfa EMM.

Tiger, 30.4.2008 kl. 12:06

4 identicon

Gasalega ertu skemmtilegur í dag, Gassi minn,   Maður er hálftómur án þín sko, það bara hreinlega vantar eitthvað þegar þú ert svona fjarverandi.  Ég fer nú að smella x í kladdann hjá mér ef þú ferð ekki að mæta.

Er ekki bara tölvulán í BT málið ??

Segi bara svona.

KNúúúúússs !!!   

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Tiger

Heyrðu sko þarna núðlan mín, ég er náttúrulega með nýja tölvu - hún er ekki nema 3ja mánaða - en þessu fer nú vonandi að ljúka og ég fæ vonandi ekki x í kladdan - væri samt  alveg til í xxx í kladdann þegar þú ert annarsvega sko! *flaut*... njeee segi bara svona sko. knús í klettana.

Tiger, 30.4.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha prakkarinn þinn, það lá við að ég dytti niður úr stólnum við upphaf færslunnar, gamalmenni með göngugrind fóru fram úr þér  En það eru ótrúleg vinnubrögð gasaranna.  Þú varst á löglegum hraða.... og þar með löglegur. 

Mikið GASAlega skil ég þig vel að það er erfitt að vera svona tölvulaus.  Vonandi kemst þetta allt í lag sem fyrst TíCí minn, knús á þig bestastur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Á medan thú leysir ekki út gas villevekk thá sleppur thad Tiger en já thetta er hálf svarthvít færsla bara svona med enga gasalega flotta kalla  hlakka til ad fá " as usual" færslu frá thér  med skrauti og alles.

Eigdu góda vikurest kæri minn    ert bara flottastur.

María Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha ég sá þetta í anda, gamalmennin með göngugrind á hraðri ferð fram úr þér! en skýtur það ekki svolítið skökku við hjá gasmann að tuða yfir því að fólk keyri á löglegum hraða

Ég hef einu sinni fengið hraðasekt og það er ennþá notað sem brandari í fjölskyldunni, ég var nefnilega sektuð fyrir að keyra á 42 km hraða (hámarkshraði var 30), mínum finnst að ég hefði átt að láta góma mig á töluvert duglegri hraða fyrst ég var á annað borð að þessari vitleysu

Eigðu góða vikurest broskallalausi bloggvinur

Huld S. Ringsted, 30.4.2008 kl. 14:39

9 Smámynd: JEG

Hahahaha..... mér þætti gaman að sjá þig með nettenginguna sem ég var með hihihi....... fyrst að talvan er of hægvirk þá værir þú sennilega dauður ef þú værir með gömlu símalínuna  eða ISDN þó að það væri + þá myndir þú ekki anda lengi. Þakkaðu fyrir háhraðatengingu.

Knús og kreist fyrir kvittið og hahaha..... þú átt afmæli daginn á undann yngri strákunum mínum. Ójá hann er sko Vog úffff og sveiflast stundum fljótt á milli.

Hér er nú engin sól *snökt* bara rok  og meira rok og smá fýla. Sólin fór í orlof held ég.

JEG, 30.4.2008 kl. 17:23

10 identicon

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:14

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sé þig í anda á Strandgötunni Laughing 1gamlingjarnir lítandi þig hornauga,
hafa verið búnir að gleyma því hvernig var á rúntinum í dentid, þá óku nú bílarnir hægt það var verið að líta á stelpurnar.
                Knús knús inn í helgina þína
                          Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 18:38

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki algengt að fólk sé skammað fyrir að hlýða lögunum

Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 18:52

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú verður að fá broskallana inn sem fyrst, enda eru þeir þitt treitmark

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 20:06

14 Smámynd: Helga skjol

Hahaha alltaf batnar það að vera bannað að keyra á löglegum hraða,þú ert snilld snúlli minn.

Eigðu gott kvöld ljúfur

Helga skjol, 30.4.2008 kl. 20:17

15 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... ég held að þið séuð bara meiri prakkarar en ég sko! Gaman að sjá ykkur esskurnar og gott að vita að mahhr er ekki alveg gleymdur.. knús á ykkur öll.

Tiger, 30.4.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband