Kveðjur og knús!

Í dag eru tímamót sem gera það að verkum að ég ákvað að kíkja hér inn eftir mjög langt hlé og setja niður nokkar línur á bloggið mitt. Fyrir tæpum tveim árum var ég að lesa hér á Moggabloggi - eins og oft áður - er ég rakst á bloggara sem mér fannst á margan hátt eftirtektaverður og byrjaði að lesa hann.

Eitt af því fyrsta sem ég rak augun í hjá þessum bloggara - er eitt af því sorglegasta sem hægt er að hugsa sér - eitthvað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum - foreldrar að missa börn sín.

jesumynd

Þetta varð svo síðar ein af mínum ljúfustu netvinkonum - en það var hún sem hafði missti son sinn fyrir nákvæmlega tveim árum í dag - 19 Ágúst 2009.

Ég byrjaði að senda inn hjá henni athugasemdir og reyna að gefa henni eitthvað pínulítið af jákvæðum orðum - rétt eins og svo margir aðrir yndislegir bloggarar voru einmitt að gera líka.

Ekki leið langur tími þegar ég fann tengil á kertasíðu sonar hennar - hans Hilmars - sem varð að fyrstu síðu hjá mér í hvert sinn sem ég fór á netið og hefur verið ætíð síðan.

jesumynd2

Nú er ég búinn að setja inn orð og orð inn á kertasíðuna hans í eitt og hálft ár sirka - og er kertasíðan búin að vera mér jafnnauðsynleg og hvað annað í daglegri rútínu. Hilmar er orðinn mér eins og ljúfur og góður vinur í gegnum þessa síðu - og margt hef ég nú sagt honum af daglegum gleðiefnum sem mér hlotnast - sem og ég deili með öðrum vinum mínum í lifanda lífi.

Lengi hef ég verið á leiðinni að kveðja kertasíðuna sjálfa - enda hefur hún þjónað sínu hlutverki vel og Hilmar vinur minn löngu kominn í hjartastað. Nú er þessi tími kominn - að kveðja síðuna.

Ég tel líka að Ragnheiður netvinkona mín sé löngu tilbúin að sleppa þessari kertasíðu - þó erfitt sé örugglega. Það er bara ekki fallegt af mér að halda henni endalaust við sem gerir það að verkum að vinkona mín þarf að fá samviskubit ef hún skrifar ekki þar inn líka á hverjum degi eins og ég og aðrir gera.

jesumynd4

Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að sjá þegar aðrir skrifa þarna inni - og ég er handviss um að Ragnheiður hefur fundið mikinn styrk í því að sjá ljós lýsa upp síðuna á erfiðum tímum eftir sonarmissinn!

Ég tel mig geta fullyrt, að flestir - ef ekki allir - sem hafa fylgst með Ragnheiði og Himmasíðu - muni aldrei gleyma þó kertasíðan hverfi.

Í það minnsta gleymi ég aldrei og mun áfram senda honum kveðjur í gegnum bænir. Veit að ég á eftir að sakna kertasíðunnar, en vil ekki halda fast í hana fyrst ég veit að hún er búin að skila heilmiklu kraftaverki frá sér..

Því er það sem ég kem hér og sendi þessa kveðju yfir netið til netvinkonu minnar - með von um að þessi tveggja ára tímamót verði henni ekki erfið heldur ljúfsár en mild í minningunni sem lifir um ljúfan og yndislegan dreng! Öll vitum við að tíminn læknar engin sár en hann mildar sársaukann og minningin sem áður var svo sár og vond - verður gleðileg og ljúf með tímanum.

Ef einhver vill kveðja síðuna eða senda Ragnheiði kveðju af þessu tilefni - þá er slóðin á Ragnheiði og kertasíðuna hér fyrir neðan. Knús og kveðjur á þig Ragnheiður mín sterka og ljúfa kona!

Heimasíðan hennar Ragnheiðar!

Kertasíðan hans Hilmars!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þín skrif eru yndisleg að vanda.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært hjá þér, líf Röggu og Himma hefur snert okkur mörg.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Alltaf ertu jafn yndislegur og gott að lesa það sem þú skrifar.

Eins og þú, þá fór ég að lesa bloggið hennar Ragnheiðar, hún var svo einlæg og einhvernvegin fylgdi maður henni í huganum. Komst svo að því að hún er nágranni minn - þekkti hundana hennar í myndaalbúminu.

En Tiger ég sakna þín af blogginu  knús til þín

Sigrún Óskars, 20.8.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.8.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert yndi Tiger minn, og ég er svo hjartanlega sammála þér með þetta. Síðan var mér ótrúlegur styrkur þegar myrkrið var sem mest en nú rofar til og það er hreinlega ekki þörf á henni lengur. Þú hefur einmitt verið svo ötull að halda henni á lífi.

Þakka þér tæra og hlýja vináttu, vinsemd og hlýhug við hann Himma minn.

Knús

Ragnheiður , 20.8.2009 kl. 16:09

6 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf jafn yndæll TíCí minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Fallegt !

Guðrún Una Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:38

9 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegur lestur eins og alltaf.

Knús til þín, kæri!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.9.2009 kl. 14:22

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.9.2009 kl. 10:13

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:07

12 Smámynd: JEG

JEG, 5.9.2009 kl. 16:46

13 identicon

Þú ert bestur Tiger og munt alltaf vera það. Megi kærleiksljósið umlukta þig.

Kveðja Ásgerður        egvania

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband