Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Er sjálfstæðismönnum sama hverju er fórnað - eingöngu með það í augum að þeir komist aftur að valdastólum sínum? Vil kjósa menn en ekki flokka .. gömul lumma!

Það er aumkunarvert að fylgjast með því þegar stjórnmálamenn kunna ekki að taka ósigri eins og menn. Það er aumt þegar þeir byrja að ausa frá sér drullu og skít, rífa menn og málefni niður og vita ekki hvar þeir eiga að stoppa - og í raun sýna loks sitt rétta viðmót og andlit.

Einar Guðfinns ætti sýst að vera með grjótkast úr sínum glerturni. Maður sem reynir á síðustu metrum veru sinnar í ráðherrastól - að veiða sér atkvæði í komandi kosningum með því að heimila hvalveiðar án þess að bera það undir kóng eða prest - eða kannski er þetta búið að vera í startholunum lengi en tímasetningin hafi verið valin af yfirmanni og meistara hans - Davíð Oddsyni.

Hvað eru sjálfstæðismenn að reyna að segja? Það kemur þeim væntanlega "óþægilega" á óvart hve langan tíma stjórnarmyndunarviðræðurnar taka - enda er það þeirra heitasta ósk og von að allt gangi óraunverulega hratt fyrir sig - svo hratt að sem flest gleymist að skoða - svo "nýja" stjórnin geri sem flest mistökin og sem flest gangi á afturfótunum - svo þeir geti staðið uppi sigri hrósandi með látum sagt; "Sko, ykkur er nær skríll - þetta vilduð þið - ykkur var nær að bola okkur burt!"...

Þeim er sem sagt algerlega sama þó vel sé vandað til verka hérna - þeim er sama hversu miklu þarf að fórna - þeir hafa bara áhuga á að öllum öðrum mistakist svo þeir komist aftur í feitu stólana sína...

**********

Hvað finnst fólki um það að toppar banka og stórra fyrirtækja séu að yfirfæra eignir sínar á eiginkonur eða ættingja? Er það ekki hrein og klár ávísun til þess að þeir hafi sannarlega gert eitthvað misjaft - að þeir hafi eitthvað að fela? Eru þeir ekki með þessum verknaði að segja að þeir hafi gert eitthvað sem þolir ekki dagsljósið og eigi þar með á hættu að missa eignir sínar?

Þeir sem hafa hreint mjöl í pokahorninu og hafa staðið heiðarlega að öllum sínum verkum - hafa ekkert að fela og ættu ekki að þurfa að missa neitt - þannig að svona verknaður segir í raun og veru ekkert annað en að hér sé maðkur í mysunni. Vonandi verður þetta rannsakað mjög gaumgæfilega langt niður í kjölinn.

**********

GetLost Mér finnst að á þessum tímamótum ætti að fara fram ákveðin hreinsun í stjórnmálunum. Við ættum að nota næstkomandi kosningar til að taka á gömlum stjórnmálamönnum sem eru löngu orðnir barn síns tíma og eru orðnir ekkert annað en dragbítur á ferskum og óspilltum stjórnmálum.

Við ættum að nota okkur rétt okkar og strika út nöfn velflestra "toppa" allra flokka. Það þarf miklu meira af ungu og efnilegu fólki inn í forystu flokkanna - það þarf fólk sem er meira meðvitað um nútímann! Við þurfum ferskt fólk framtíðarinnar og koma fólki fortíðarinnar frá. Reyndar finnst mér að líftími pólitíkusa ætti ekki að vera mikið meiri en tíu ár - og þá ættu þeir að stíga til hliðar fyrir fólki sem er ungt og kemur með ferskar hugmyndir og áherslur sem hæfa hverjum tíma fyrir sig.

**********

Over and out - farinn í sund og svo á gönguskíði ... eða þannig.


mbl.is Þreifingar milli flokkanna byrjuðu fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallar og kostir hvalveiða. Skiptir ímynd út á við einhverju máli þegar kreppa og atvinnuleysi er alls ráðandi?

Mér er ennþá nógu hlýtt til ímyndar okkar útávið - til að vera á móti hvalveiðum. Mér finnst það hin mesta skelfing að fara út í það að skerða ímynd okkar enn meira en þegar er komið. Auðvitað þurftu sjálfstæðismenn að stimpla sig út úr áratuga niðurrifsstarfssemi gegn landi og þjóð - með því að bjóða uppá það að ýmsar þjóðir heims fari í "hvalastríð" gegn okkur ...

hvalur

Á hinn bóginn er það spurning um hvort við eigum að láta álit og aðgerðir annarra stoppa okkur í því að nýta auðlindir okkar til sjávar. Nú þegar hart er í ári og atvinnuleysi er að aukast svo skelfilega - er það kannski spurning um líf og dauða margra í landinu að fá þessar veiðar núna.

Gaman væri að vita það afdráttalaust, svart á hvítu - hver er gallinn og hver er kosturinn - á þessum blessaða hval.

Hverjir eru kostirnir við að leyfa hvalveiðar - og hverjir eru gallarnir. Hverjir væru kostirnir við að banna hvalveiðar og hverjir væru gallarnir....


mbl.is Hægt að draga hvalveiðileyfi til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn hríðskelfur af óttablandinni virðingu fyrir Karlinum með svipuna...

Skósveinar Davíðs eru fáir, sauðtrúir og algerlega blindir á galla hans. Þeir snúast eins og hvolpar í kringum gamla einræðisforingjann. Ég átti nú reyndar lengi framan af von á því að Geir væri ekki einn af þeim, þannig lagað. Að Geir myndi frekar horfa í vilja þjóðar sinnar og fara út í breytingar í seðlabankanum í upphafi bankahrunsins, en mér skjátlaðist hrapalega - Geir er sannarlega tryggur skósveinn gamla harðstjórans með svipuna. Ótrúlegt að maður eins gáfaður og Geir - skuli hafa fórnað eigin frama sem og hagsmunum okkar - í blindum eltingaleik við sinn gamla meistara. En við hvað hefur Geir alltaf verið hræddur? Hvað er það sem Davíð Oddson hefur á hann - sem og aðra sjálfstæðismenn? Hvernig stendur á því að risastór flokkur af mismunandi fólki er eins og skjálfandi hríslur við fyrrum (núverandi) leiðtoga sinn. Er það furða að okkur er spurn...
mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæða teiknimyndahausanna komin í ljós. Minn tími er kominn - aftur - Passið ykkur bara!

Ég er að segja ykkur það satt - það er búið að taka mig mánuð að komast að niðurstöðu - í endalausum samningsviðræðum - við mig og sjálfið mitt - um að mynda nýtt bandalag á milli "Tigers" og "Kennitölueiganda" þessa bloggs.

Niðurstaðan;

Tiger fær að halda áfram að blogga en nú verður kappinn bara í mýflugumynd á blogginu!

Hér er afturá móti komin skýring þess að kallinn hefur ætíð komið út eins og einhver teiknimyndafígúra. Málið er nefnilega að uppruninn er sóttur til Spánar þar sem götumálari málaði kappann á blað - en við hverja línu sem á blaðið fór - breyttist Tigerinn sjálfur meira og meira - alveg þar til hann var sjálfur eins og fígúra (sem hann hefur náttúrulega alltaf verið í raun og veru)! 

Tigerinn2

 

Ok, Tiger mun halda áfram að blogga eitthvað um stund.

Ég ætla samt ekkert að vera að spora á ykkur alls staðar heldur bara láta sjá mig þar sem uppákomur eru, t.d. afmæli, brúðkaup, ný vinna eða eitthvað sem má fagna. Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að ég var farinn að eyða of miklum tíma í að skrifa um allar tryssur og var það tími sem ég hefði betur eytt í hluti utan vefsins.

Svo vil ég þakka ykkur öllum sem sendu mér faðmlög í privat skilaboðum - ég hef ekki komið nema einu sinni á bloggið síðasta mánuð - og verð að viðurkenna að ég saknaði þess gífurlega í upphafi föstunnar en svo smá saman skildi ég hve alltof miklum tíma ég var farinn að eyða hér, tími sem ég bara á ekki til að eyða svona.

En, bíðið bara .. ég á eftir að vera harðari og orðhvassari en hingað til, verð ekki með sömu mýkt og sömu ljúfleikaviðmótin. Hjartað er og verður þó enn á sínum stað..

Over and out of here now ..


Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband