Færsluflokkur: Bloggar

Kveðjur og knús!

Í dag eru tímamót sem gera það að verkum að ég ákvað að kíkja hér inn eftir mjög langt hlé og setja niður nokkar línur á bloggið mitt. Fyrir tæpum tveim árum var ég að lesa hér á Moggabloggi - eins og oft áður - er ég rakst á bloggara sem mér fannst á margan hátt eftirtektaverður og byrjaði að lesa hann.

Eitt af því fyrsta sem ég rak augun í hjá þessum bloggara - er eitt af því sorglegasta sem hægt er að hugsa sér - eitthvað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum - foreldrar að missa börn sín.

jesumynd

Þetta varð svo síðar ein af mínum ljúfustu netvinkonum - en það var hún sem hafði missti son sinn fyrir nákvæmlega tveim árum í dag - 19 Ágúst 2009.

Ég byrjaði að senda inn hjá henni athugasemdir og reyna að gefa henni eitthvað pínulítið af jákvæðum orðum - rétt eins og svo margir aðrir yndislegir bloggarar voru einmitt að gera líka.

Ekki leið langur tími þegar ég fann tengil á kertasíðu sonar hennar - hans Hilmars - sem varð að fyrstu síðu hjá mér í hvert sinn sem ég fór á netið og hefur verið ætíð síðan.

jesumynd2

Nú er ég búinn að setja inn orð og orð inn á kertasíðuna hans í eitt og hálft ár sirka - og er kertasíðan búin að vera mér jafnnauðsynleg og hvað annað í daglegri rútínu. Hilmar er orðinn mér eins og ljúfur og góður vinur í gegnum þessa síðu - og margt hef ég nú sagt honum af daglegum gleðiefnum sem mér hlotnast - sem og ég deili með öðrum vinum mínum í lifanda lífi.

Lengi hef ég verið á leiðinni að kveðja kertasíðuna sjálfa - enda hefur hún þjónað sínu hlutverki vel og Hilmar vinur minn löngu kominn í hjartastað. Nú er þessi tími kominn - að kveðja síðuna.

Ég tel líka að Ragnheiður netvinkona mín sé löngu tilbúin að sleppa þessari kertasíðu - þó erfitt sé örugglega. Það er bara ekki fallegt af mér að halda henni endalaust við sem gerir það að verkum að vinkona mín þarf að fá samviskubit ef hún skrifar ekki þar inn líka á hverjum degi eins og ég og aðrir gera.

jesumynd4

Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að sjá þegar aðrir skrifa þarna inni - og ég er handviss um að Ragnheiður hefur fundið mikinn styrk í því að sjá ljós lýsa upp síðuna á erfiðum tímum eftir sonarmissinn!

Ég tel mig geta fullyrt, að flestir - ef ekki allir - sem hafa fylgst með Ragnheiði og Himmasíðu - muni aldrei gleyma þó kertasíðan hverfi.

Í það minnsta gleymi ég aldrei og mun áfram senda honum kveðjur í gegnum bænir. Veit að ég á eftir að sakna kertasíðunnar, en vil ekki halda fast í hana fyrst ég veit að hún er búin að skila heilmiklu kraftaverki frá sér..

Því er það sem ég kem hér og sendi þessa kveðju yfir netið til netvinkonu minnar - með von um að þessi tveggja ára tímamót verði henni ekki erfið heldur ljúfsár en mild í minningunni sem lifir um ljúfan og yndislegan dreng! Öll vitum við að tíminn læknar engin sár en hann mildar sársaukann og minningin sem áður var svo sár og vond - verður gleðileg og ljúf með tímanum.

Ef einhver vill kveðja síðuna eða senda Ragnheiði kveðju af þessu tilefni - þá er slóðin á Ragnheiði og kertasíðuna hér fyrir neðan. Knús og kveðjur á þig Ragnheiður mín sterka og ljúfa kona!

Heimasíðan hennar Ragnheiðar!

Kertasíðan hans Hilmars!


Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bara til að kasta inn kveðju og svo út aftur!

Já, hér er hinn sanni andi tíðarinnar!

 

sólblóm

Njótið bara blessaðrar tíðarinnar vel og vandlega á meðan hún er!

Það blotnar örugglega vel í okkur á Laugardag!

Over and out - into the Facebook.

Luv ya guys.


Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.

Angry  Skömm að því að lesa mörg hver commentin og einhverjar greinarnar hérna á blogginu. Hvar er manngæskan í ykkur?

Fjárinn hafi það að þið sem eruð hvað hörðust í því að dæma hratt og refsa harðlega - og það áður en öll kurl eru komin til grafar - eruð að snúa baki við ungum dreng - samlanda ykkar - vitandi það að ef hann þarf að dvelja í fangelsi þarna í Brasilíu - mun hann ekki eiga afturkvæmt heim til Íslands aftur - í það minnsta ekki lifandi.

Burt séð frá því hvað hver (íslenskur ríkisborgari) brýtur af sér á erlendri grundu - og burt séð frá því hvar í heiminum hann gerir það - þá finnst mér það nauðsynlegt að við gætum að hagsmunum landa okkar og gætum að því að þeir fái réttláta meðferð (alveg sama hvaða brot hann fremur) að hann fái hjálp, bót og tækifæri til að bæta fyrir brot sitt og bæta líf sitt og vinna í málum sínum - eitthvað sem t.d. þessi ungi maður mun sannarlega ekki fá að gera þarna í Brasilíu for sure.

Mér finnst það skylda þjóðfélagsins/íslenskra stjórnvalda - að hraða því sem mest má að vinna í því að fara út í samvinnu við þjóðir heims í sambandi við svona lagað! 

Íslendinga - sem fremja lögbrot/glæpi erlendis - á sannarlega að dæma í viðkomandi landi - en síðan framselja til heimalandsins til að sitja út þá refsingu sem viðkomandi land dæmdi manninn/konuna í! Eingöngu þannig getum við verið örugg um að viðkomandi "lögbrjótur" fái mannsæmandi meðferð á meðan hann situr af sér refsingu sína.

Eins eigum við skilyrðislaust að taka harkalega á erlendu fólki sem brýtur lög hér á landi - dæma það hart(eftir broti/glæp) hérna heima og senda það svo með hraði og lífstíðar endurkomubanni - til síns heima þar sem viðkomandi lögvald heimalandsins tekur við honum/henni og sér til þess að viðkomandi sitji út þá refsingu sem Ísland dæmdi sem hæfilega. Þá fengi sá aðili líka að sitja út sína refsingu í heimalandinu þar sem næsta víst er að hans ættingjar og vinir eru nálægir.

Maður finnur illilega til með ungu fólki sem villist af brautinni - sama hvar eða hvernig - en dómharkan er skelfileg í mörgum sem sannarlega eru ekki með á nótunum hvað varðar mannréttindi... sjá bara rautt og hrópa á refsingu dauðans sem fyrst!

Sögur heyrast af því að í t.d. fangelsinu sem Þessi Ragnar nú situr í - sé þekkt fyrir fangauppreisnir, morð og limlestingar - fyrir utan daglegar nauðganir sem eru látnar afskiptalausar af "yfirvaldinu".

Enginn á það skilið að vera dæmdur í kannski .. hvað .. tíu ár sem hæfileg refsing fyrir brot sitt - en fá svo í "bónus" alls skyns hrylling á hverjum degi sem hvað .. aukarefsingu? Er það það sem þið viljið? Svei bara .. þó ekki væri nema ein nauðgun á dag, þá eru hvað margir dagar í árinu - og hvað eru margir dagar í tíu árum - hvað gerir það t.d. margar nauðganir??? Er það ásættanleg viðbót við tíu ára dóminn - er það það sem þið viljið? Nei sannarlega ekki - eða ég trúi því bara ekki!!!

Stjórnvöld - hraða vinnu núna - koma íslenskum föngum heim í íslensk fangelsi - og erlendum föngum til síns heima í fangelsi þar. Vinna úr þessu og vinna saman að því að koma íslenskum afglöpum í mannsæmandi umhverfi þar sem þeir geta hafið uppbyggjandi starf í því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl - bætt fyrir brot sitt og vonandi komið betri manneskja aftur út í samfélagið að refsingu lokinni.


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurrir Þorskhausar keppa um titilinn "Þurrasti Íslenski Þorskhausinn" í Nígeríu. Hvernig má spara milljarð .. ?

þorskhausarEkki það að ég ætli að fara að blogga neitt um Fegurðarsamkeppnir (sjá mynd til vinstri) - mig langaði bara til að velta frá mér smá hugleiðingu vegna hinnar Pólsku ungfrú Reykjavík.

Hef verið að pæla í því að mér hefur líklega brugðist bogalistinn í pælingum varðandi fegurðarkeppnir sem slíkar - að þær væru kynning á landi, þjóð og fegurð íslenskra stúlkna..

Mér er spurn, er hægt að senda stúlku frá annarri þjóð, Póllandi,  til að keppa fyrir okkar hönd á alþjóðavettvangi - til að sýna fegurð íslenskra stúlkna? Já, ég veit að hún hefur ekki enn verið kosin ungfrú Ísland - en hún er gullfalleg og það geislar af henni þvílíkur yndisþokki að það kæmi mér engan veginn á óvart þó hún yrði kosin alla leið. En, erum við þá ekki farin að senda út í heim fegurð Póllands en ekki Íslands?

Getum við sagt - "Ungfrú Ísland er sönn ímynd fallegra stúlkna á Íslandi" .. ef "ungfrú Íslands" er pólsk en ekki íslensk?

Ok, þá er það frá í bili ... að öðru.

merki kirkjunnar

 

Sannarlega er erfitt hjá mörgum núna. Fjöldinn allur af fólki á atvinnuleysisbótum og fjöldinn af fólki sem hefur ekki í sig og á. Hræðilegt bara svo ekki sé meira sagt.

Ég á stundum erindi í sama hús og ein "atvinnuleysisskrifstofan" í bænum er - og stundum er það fullt út að dyrum af fólki sem er að skrá sig. Það sem mesta athygli mína vekur er hve mikið er af fólki af erlendu bergi.

Hef heyrt sögur af því að sumir þeirra "hangi" bara hérna á atvinnuleysisbótum því það fær hvergi vinnu hérna lengur - og bæturnar eru hærri en nokkrar bætur í heimalandi viðkomandi. Heyrt sögur um að margir séu enn að þyggja bætur hérna á landi þó þeir séu í raun löngu komnir til síns heima en geta skráð sig í gegnum netið frá sínu landi án þess að nokkuð sé gert til að fyrirbyggja þetta...

Ég er viss um að það mætti vel spara einhverja milljarða á ári ef farið væri í gegnum þann hóp sem er atvinnulaus - sorterað út þá sem höfðu bara stutt atvinnuleyfi en eru dottnir út af vinnumarkaðinum - og sorterað út bæði erlenda og íslenska atvinnuleysingja sem ekki eiga rétt á bótum - og þessum hópum komið t.d. bara til síns heima. Gæti verið mikill sparnaður í því að íslenska ríkið myndi bara hjálpa atvinnulausu fólki til síns heima með t.d. mánaðarbætur í farteskinu - og svo hefur þetta fólk þó allavega pening í mánuð á meðan það er að redda sínum málum á heimahögunum ...

Einnig finnst mér það blóðugt ef satt reynist sem ég hef líka heyrt - að fólk - bæði íslenskir og erlendir hópar - séu að sækja í hjálparstarf Kirkjunnar - eftir aðstoð, mat, fötum og fleiru - án þess að vera í hópi þeirra sem slíkarar hjálpar þarfnast. Maður heyrir allavega af fólki sem er að "svindla sér inn í kerfið" - fólk sem er vel sett/ágætlega sett - en laumar sér samt inn um smugur og tekur þar með frá þeim sem sannarlega eru hjálparþurfi.

En, pælingar eru jú pælingar. Maður á víst aldrei að trúa í blindni því sem maður heyrir því kjaftasögur eru oft ansi villandi og rúlla uppá sig oft meiru kjöti en tilefni er til.

Rúlla hér með kveðju yfir Bloggheima og vona að allir hafi það fínt ..

Over and out ...


mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn og krabbamein, hefur þú gripið í punginn í dag - þinn pung sko!? Ef ekki, þá ættir þú kannski að hugleiða það...

Ávaxtaborðið.Þættir eins og heilbrigt mataræði, að vera í kjörþyngd, forðast reykingar - drekka sem minnst áfengi og forðast sólbruna - eru meðal þess sem getur hjálpað ykkur að lenda ekki í krabbanum.

Það segir sig sjálft að heilbrigt líferni er heillavænlegast yfir höfuð - hvort sem það snýr að krabbameini eða öðrum sjúkdómum, heilbrigt líferni er það sem líkaminn þarfnast helst af öllu til að funkera rétt, vel og lengi.

Árlega greinast 630 karlar með krabbamein á Íslandi, almennt gera þeir sér seinna grein fyrir einkennunum en konur. Á morgun hefst formlega átak Krabbameinsfélagsins - Karlmenn & krabbamein. Yfirskrift viðtalsins í ár er Lífsstíll, heilsa og mataræði og er höfuðáherslan á að með því að stunda heilbrigða lífshætti sé hægt að draga úr líkunum á krabbameini.

Mælt er með því að borða mikið af tómötum, hvítlauk og gulrótum. Mikið af grænmeti og ávöxtum og eins er gott að neyta mikilla trefja, t.d. grófs korns og bauna.

Átakið hefst með pomp og prakt í Vodafone-höllinni á morgun kl. 14:00 en þá etja kappi helstu knattspyrnuhetjur landsins eldri en fjörtíu ára og núverandi landsliðshetjur.

Í tengslum við átakið verður sala á "Miðum" í matvöruverslunum - sem fólk getur keypt fyrir 250, 500 eða 1000kr. Þá verða falleg bindi með litum átaksins (blátt, fjólublátt og hvítt) til sölu í verslunum Herragarðsins. Litlar álnælur (svipaðar og bleiki borðinn) verður einnig seldar til fyrirtækja.

Peningurinn sem safnast fer til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar, sem veitir körlum og konum ókeypis ráðgjöf, námskeið og þjónustu af ýmsum toga, og í frekari forvarnir.

Kíki yfir ykkur - í dag - sem hér hafið verið á ferðinni undanfarið ljúflingar.

Knús á línuna og takk fyrir innlitið!

P.s. tekið úr Fréttablaðinu - Laugardaginn 28 Febrúar 2009. (Og nei, ég ætlaði ekkert að fjalla um einhver hreðjatök hérna - þó það sé gott að grípa í punginn til að fyrirbyggja og athuga krabbamein ..haha)...


mbl.is Hreyfing og hollt fæði í baráttunni við krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðingjar sleppa oft billegar en þeir ættu að gera!

Ef ég hefði ráðið einhverju þarna - þá hefði ég stútað kvekendinu og búið til skó úr því!

krókódíll
Nú eða handtöskuseríu ...

mbl.is Lík drengs fannst í krókódíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef stól er kippt undan manni - ásamt djásnunum - er maður þá ekki nema hálfur maður? Er Dúa í þínu hverfi? Hversu róleg er "róleg nótt" yfirleitt í þínum huga. Léttgeggjaðar Sunnudagshugleiðingar...

löggumerki"Jú, þetta var mjög rólegt yfir höfuð - en reyndar lentu sumir okkar þó í mjög kröppum dansi undir lok nóttarinnar. Til dæmis var eitthvað mikið að hjá konu varðstjórans. Hún er talin hafa átt þátt í því að yfir sauð - uppúr klukkan 3 í nótt. Þegar við komum á staðinn hafði flest farið útskeiðis sem innskeiðis gat. En líklega er það líka virkileg geggjun að kona skuli fara fram með þessum hætti - hún hefur þó líklega verið ákaflega svöng." Var haft eftir Dolla lögregluþjóni núna í morgunsárið.

Talið er að kona varðstjórans hafi - í svefni - gengið fram í eldhús, sett pott á hellu og byrjað á því að elda sér hafragraut - en stuttu síðar gengið aftur til svefnherbergis - enn í svefni - en skilið grautinn eftir á hellunni, því fór sem fór - það sauð uppúr.

"Jú, þetta var ljót aðkoma - grauturinn var útum allt hreinlega. Aðkoman var meira í líkingu við svínastíu en eldhús varðstjórans. Verst var að kerlingin hans neitaði ásökunum og vill ekki axla ábyrgð - þó öryggismyndavélar sýni allt svart á hvítu - enda ekki til litmyndavélar sko!" Segir Dolli dapur í bragði .. hann hefur nú þegið áfallahjálp og er í veikindafríi fram á næsta ár.

playgirly1Reyndar átti lögreglan líka í basli með Dúu nokkra sem gekk um götur Akureyrar á náttkjólnum einum fata. Höfðu nokkrir árekstrar orðið vegna þess hve fleginn kjóllinn hennar var - en líklegt þykir að sumir bílstjórarnir frusu - ekki vegna kulda samt - talið er að þeir hafi reynt að berja niður "vitlaust frostmark" með valdi en ekki tekist betur til en með nokkrum pústrum og árekstrum - Dúan verður sótt til saka og mun hún ekki sleppa svo létt í þetta sinn - en áður hafði lögreglan haft afskipti af henni til fjalla þar sem hún hafði verið á vappi í gistihúsi nokkru - lítt betur klædd - með eldhúsgólf í fanginu. Talið er að hún hafi stolið eldhúsgólfinu niður í bæ - en hennar útskýringar voru ekki teknar trúanlegar.

"Var bara að leita af háfinum sem ég týndi" þótti ekki trúverðugt. Það verður haft auga með henni í framtíðinni og gripið inní ef þurfa þykir hverju sinni er til hennar sést.

Stofnuð hefur verið heimasíða á netinu þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir mótmælalista til Eftirlitsnefndar Geðklikkunar - um að þeir hugsi betur um skjólstæðinga sína. Talið er að um 3 og hálfur maður hafi skrifað undir nú þegar - en þrír þeirra eru nú starfandi í Geðbankanun - áðurnefndum Seðlabanka - og sá hálfi er talin vera fráfarandi Forseti Alþingis, en hann hefur ekki ennþá náð að jafna sig eftir að stólnum var kippt undan honum - ásamt djásnum - og því ekki nema hálfur maður sko ... ómææææææ!


mbl.is Róleg nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skildu þeir hafa sagt - já eða nei - því í ósköpunum þarf maður að hugsa sig svona lengi um áður en hann getur ropað út úr sér svari? Hvað er karlinn að brugga í kjallaranum?

Ingimundur, Eiríkur og Davíð.

Nú skilst mér að tveir bankastjórar hafi sent Jóhönnu Sigurðardóttur Forsætisráðherra svör sín - en auðvitað er Davíð ekki annar þeirra. 

Hversu erfitt er það - fyrir meðaljóninn - að svara svona spurningu frá yfirboðara sínum? Hvers vegna þurfa Davíð og félagar svona langan tíma til að svara? Eru þeir að grafa leyndarmálin eða fela leynilega sjóði?

Ef Davíð væri ekki - þá væru hinir tveir sannarlega löngu búnir að svara, svo mikið er víst.

Hvað er Davíð að brugga núna í kjallara Seðlabankans? Næsta víst er að ég gruna hann um að sjóða saman einhvern nornaseið sem hann mun svo skella á þjóðina - sannarlega er honum nákvæmlega sama um álit þjóðarinnar og sannarlega er honum sama þó þjóðin þurfi að punga út heilmiklum fjármunum til að losna við hans hágöfuga og alvald.


mbl.is Blæs á tal um pólitískar hreinsanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor hópurinn var meira til fyrirmyndar - lögreglan eða mótmælendur? Það er spurning að mínu mati en yfir það heila gruna ég að lögreglan standi uppi sem sigurvegari - þannig séð.

lögreglanYkkur að segja finnst mér að lögreglan hafi staðið sig með eindæmum vel í mótmælahrinunni sem flaug fram um alla miðborgina undanfarið.

Oft fannst mér sjóða uppúr - fólk fara framfyrir sig og vaða áfram í fáránleika og villu. Til dæmis fannst mér það alveg út í fáránleika að brjótast inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fáránlegt að atast og brjóta glugga í Alþingishúsinu hvað þá að reyna að kveikja í því og stórkostlega ömurlegt að grýta lögreglumenn með gangstéttahellum og fleiru. Ekki var það heldur til fyrirmyndar þegar fólk reyni að brjóta sér leið inn á Hótel Borg þegar Kryddsíld var í beinni, það að klifra yfir járnhlið og reyna að komast inn í húsið bakdyramegin og lenda í odda við starfsfólk eldhússins - og annarra starfsmanna hótelsins - og svo auðvitað lögreglunna - það fannst mér líka fyrir neðan allar hellur. Mér fannst það glæsilegt að hafa þennan hávaða sem sannarlega truflaði útsendingar og gerðu sitt gagn - en hitt mátti missa sig.

Sannarlega voru margir - sennilega langflestir - til fyrirmyndar og voru algerlega "réttu megin" við lögin í öllum þeim mótmælum sem fram fóru en það voru margir sem að mínu mati fóru langt yfir strikið og voru bara til skammar þeim sem stóðu að heiðarlega löglegum mótmælum.

Ömurlegast af öllu fannst mér þegar "góðkunningjar" lögreglunnar fóru að nota sér hópinn - mótmælendur - til að "hegna" lögreglunni fyrir eigin ófarir á lífsleiðinni. Í skjóli mótmælendanna tóku misyndismenn sig til og réðust að lögreglunni algerlega á eigin vegum og ekkert í tengslum við mótmælin sjálf. Synd og skömm að slíkt gerist - en sannarlega varla hægt að koma í veg fyrir slíkt þegar uppþotin eru eins og þau voru.

Lögreglan upp til hópa - meira og minna - fannst mér standa sig aðdáunarvel í aðgerðum sem sennilega enginn þeirra hafði upplifað áður eða nokkra reynslu af. Þeir voru langflestir í sömu sporum og mótmælendur sjálfir hvað aðstæður varðar sem snúa að húsnæðislánum, bílalánum og öllu því sem við hin vorum að mótmæla - en þurftu samt að standa sína plikt! Til fyrirmyndar bara .. tæki ofan hatt minn ef ég hefði slíkan á haus mér.


mbl.is Vildi ekki beita meiri hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband