Færsluflokkur: Bloggar

Kveðja úr sólinni og hitanum.

Hóhóhó. Ég er kominn til Spánar og hér er ég alveg að leka niður. Undarlegur þessi hiti alltaf - maður getur ekki beðið eftir því að komast í hann en um leið og maður er byrjaður að leka niður þá getur maður varla hugsað um annað en svalandi kaldann vindinn heima - er kominn með heimþrá ----> NOT!

Ég er núna búinn að fá að vita að ég mun geta skotist hingað á vin pabba til að senda inn eitt og eitt blogg, jafnvel tíu - en ég mun samt ekki nota tímann mikið til að lesa eða kvitta. Ég mun gera slíkt þegar ég sný aftur heim, taka duglega á ykkur öllum.

Ég var niður á strönd áðan, það er pakkað af fólki - hef sjaldan séð eins mikla mannmergð líkt og nú. Reyndar er ég oftast seinna á ferðinni hérna - yfirleitt í byrjun september. Þannig að nú er spánverjinn sjálfur mikið í sumarfríi og fyllir allt hérna. Núna er ég að fara í sturtu til að skola sand og salt af mér, þori ekki að vera of lengi í sólinni fyrstu dagana því ég nenni ekki að eyða tíma í að vera brenndur og aumur.

Hafið það ljúft góðu vinir og látið ykkur líða vel, ljúfar kveðjur í loftið.


Rassinn burt - brjóstin inn! Lýtaaðgerð? Nei, bara íþróttir.

rassapictureHot flaming bitches. Á nú að fara að taka það skemmtilegasta úr íþróttunum? Ef þetta er málið þá er ég hættur að horfa á íþróttir yfir höfuð, enda oddurinn og broddurinn farinn þegar klippt hefur verið á botninn .. og þá er botninum náð!

Ég vona bara að þessu verði harðlega mótmælt svo ekki missum við af því skemmtilega sjónarhorni sem myndast - af botni íþróttarinnar.

Auðvitað erum við ekki öll rassafólk - sumir vilja frekar fá myndir að framan og sumir myndir af brjóstum eða dindlum - en rassana má ekki taka af okkur!

Hvað dettur þeim næst í hug? Taka af okkur leggina?

rassapicture2

Sko þegar ég sit á sólarströndu - þá eru þetta myndirnar sem ég tek - eða þannig! Rassamyndir og myndir af bakhluta fólks - am i some pervert - hell yeah!

Nei aparnir ykkar - auðvitað tek ég ekki myndir af bossaliði á sólarströnd, tek bara brjóstamyndir og ... neinei ... nú hætti ég!

En, mér finnst í fínu lagi að taka út þessar bossamyndir - truflar mig ekkert og hef engar áhyggjur af rassaminnkun á sviði íþróttanna.


mbl.is Engir rassar - bara blak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgar þú einhverjum um Verzlunarmannahelgina? Verður þér nauðgað? Getur þú gert eitthvað í málunum?

cupid-skunksJæja, þá er komið að því að þið farið á erótíkurflakk og flandur út um holt og hæðir. Það er þessi tími – verslunarmannahelgin – sem er framundan og nú verða flest allir á faraldsfæti – og sumir á miðfæti – og enn aðrir að misnota miðfót sinn “á öðrum” …

Þegar þið farið nú af stað í útilegur, þjóðhátíð í Eyjum, Akureyri, Galtalæk, Neskaupstað, Kántrýbæ eða bara hvert sem er á landið – í ævintýraleit – þá er um að gera fyrir ykkur að hafa varan á og hafa ýmislegt í huga sem nauðsynlegt er að hafa með í pokahorninu!

Það er næsta víst að flest allir verða með áfengi flæðandi um allt um þessa helgi og munu hugsanlega margir vera að fara á sitt fyrsta fyllerís-flakk svo það er nauðsynlegt fyrir alla að vera varkárir með alla umgengni og fylgjast vel með sér og sínum.

Engin ætti að vera einn á ferðinni því hætturnar leynast alltof víða á þessum fylleríshátíðum. Arnar-strákur2Nú er um að gera að sýna og sanna vináttu sína hvert við annað og gæta þess að vinur/vinkona sé aldrei ein/n á ferðinni útúrdrukkin/n…

Því miður er það nú svo að margur misjafn sauðurinn fer á þessar útihátíðir – bara í þeim tilgangi að finna vel drukkið fórnarlamb sem hægt er að misnota vegna ölvunnar! Með því að leyfa aldrei vini sínum eða vinkonu að ramba um yfirgefin á svona hátíðum, blindfull, heldur skipta sér alltaf af og gæta þeirra sem þið ferðist með – gætuð þið sannað vinskap ykkar og komið í veg fyrir að glæpur sé framinn á þeim.

Þið mynduð vera öruggari ef þið vissuð fyrir víst að einhver úr vinahópi ykkar væri sannur vinur/vinkona og að sá hinn sami myndi aldrei yfirgefa ykkur í neyð. Nú getið þið sýnt og sannað það sama með því að gæta vinar/vinkonu ykkar.

0043Ef þið eruð mörg saman og alltaf með vakandi hug og auga fyrir því sem er að gerast í kringum ykkur getið þið vel gætt hvers annars án þess að þurfa að vera að eyða allri helginni í einhver barnapíustörf…

Það er svo auðvelt fyrir ykkur að skipta ykkur af og það er betra að skipta sér af einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan. Ef þið sjáið eitthvað misjafnt á ferðinni, einhver grunsamlegur á vappi í kringum ykkur, eða bara ef eitthvert ykkar er orðið of drukkið – skiptið ykkur þá af – ekki leyfa hinum drukkna vini/vinkonu að vera stundarkorn einhvers staðar aleinum þar sem hægt er að misnota þau! Hafið þau frekar ætíð nálæg, jafnvel þó það þýði að einhver liggi áfengisdauður við hliðina á ykkur.

Það er ljótt að segja, en samt satt, að það eru alltof margir óþokkar sem fara af stað angel5þangað sem þeir vita af unglingum á fylleríum í þeim erindagjörðum að lokka þá með sér afsíðis eða í bíl eða tjald eða hvert sem er svo þeir geti gert hluti sem ekki er hægt að taka aftur.

Með því að sýna sanna vináttu og gæta hópsins, skipta sér af, vera með vakandi auga – öll en ekki bara einhver einn – þá getið þið sannarlega komið í veg fyrir verknað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum. Ekki skilja einhvern eftir dauðadrukkinn úr vinahópnum í tjaldi og alls ekki á víðavangi – það er bara boð til næsta óþokka sem væntanlega yrði ekki lengi að nota sér tækifærið og þá er fjandinn laus.

Hafið það nú hugfast þegar þið leggið út í hamagang verslunarmannahelgarinnar – að stundarkæruleysi getur kostað vin/vinkonu ykkar mikið - nú eða bara ykkur sjálf.

angelheart704Verið mörg saman – alltaf og alls staðar – og gætið hvers annars. Skemmtið ykkur vel en með varúð og vakandi auga þar sem þið megið vera þess fullviss að það eru því miður margir mismunandi sauðir í kringum ykkur öllum stundum – og sumir þeirra ráða ekki við ljótar hvatir sínar en geta ekkert ef þið eruð sannir vinir og gætið hvers annars!

Munið líka sjálf að dauðadrukkin ein á ferðinni eruð þið auðveld bráð fyrir menn/konur sem ekki sýna neinu virðingu og nauðgun eða annar glæpur er eitthvað sem engin ætti að þurfa að ganga í gegnum eða lenda í ...

Með vakandi auga og varkárni getið þið sloppið við lífsreynslu sem gæti vel angelegg704verið eitt það alversta sem hægt er að hugsa sér. Skemmtið ykkur nú vel en farið varlega um verslunarmannahelgina!

Mér finnst endilega eins og ég hafi farið í 7 hringi með sama efnið hérna …
En er samt sáttur því það er aldrei of varlega farið þegar unglingar og áfengi eru annarsvegar og útihátíðir og perrar hins vegar …

bearheartMunið bara að þó þessi pistill eigi kannski ekki við um okkur sjálf núorðið - þá getur þessi pistill átt mikið og nauðsynlegt erindi til barnanna okkar og barnabarnanna. Tuðið í þeim, það er eina ráðið til að fá þau til að meðtaka það að sýna varkárni og "nágranna/vinagæslu".

 

 

Ég ætlaði reyndar ekkert að skrifa núna í kvöld, bara rétt að segja halló og góða nótt. Dagurinn í dag var heitur og ég er sko ekkert að finna fyrir löngun í að blogga að sinni, en ég vona bara að þið fyrirgefið mér ef ég verð eitthvað lítið að athugasemdast fram yfir helgina. Ég er búinn að lesa yfir alla sem hafa verið í athugasemdakerfinu mínu síðustu færslu en ég hef ekkert kvittað núna, enda kom ég alltof seint heim og þarf að vakna fyrir aldir í fyrramálið. Sýni samt eitthvað af mér áður en ég fer að vinna burt yfir helgina. Vonandi hafið þið það öll sem allra best um verslunarmannahelgina og munið að gæta hvers annars eða segja börnum og afleggjurum að huga vel að vinum sínum, sem og þeim sjálfum bara.

Ljúfar og heitar kveðjur í loftið.  Heart


Peningaaustrið á sér öngvin takmörk. Því eru ætíð til fjármunir í baktjaldabrúðustjórnendur en ekki drukknandi alþýðuna?

Enn og aftur kemur í ljós hve mikilvægt það er að hafa rétta menn á réttum stöðum. Því í ósköpunum eru ekki gerðar lágmarkskröfur í átt að ákveðinni menntun eða þekkingu á málefnum þeim sem undir ráðherra/seðlabankastjóra eru sett?

The_Mad_Hatter

Þvílíkar fjárupphæðir væri hægt að spara ef allir forustusauðir væru teknir úr embættum - sem þeir hafa ekki kunnáttu til að sinna, og í stað þeirra væru settir raunverulegir hagfræðingar eða sérstaklega menntaðir einstaklingar.

Burt með óhæfa "stjórnendur" sem standa á bakvið frontana sína. Burt með óhæfa baktjaldastjórnendur sem gera ekkert annað en bera titla á ofurlaunum!

Látum þá sem raunverulega hafa þekkingu á hinum ýmsu málefnum taka við taumunum úr höndunum á valdagráðugum stjórnmálamönnum - og nýtum féð sem fer í óhæfa stjórnendur - til að stofna velferðakerfi eða til að veita hinum bágstöddu meiri hjálp.

Annars er ég bara aldeilis góður með mig, handviss um að Tryggvi Þór á eftir að gera góða hluti þar sem hann tekur til hendinni.

Hvað segið þið annars um enn eina dómaraskipun Sjálfstæðismanna - gegn ráðleggingum nefndar sem sér um að meta hæfi einstaklinga sem sækja um slíkar stöður? Til hvers í grilluðum kanínum er verið að halda uppi slíkri nefnd ef það er vitað mál að Sjálfstæðismenn fara aldrei eftir neinu nema eigin dintum og dúntum? Hvers vegna eru þeir fjármunir sem halda uppi slíkum óþarfa nefndum - að mati sjálfstæðismanna - ekki notaðir í drukknandi málefni sem aldrei virðist vera til peningur í?


mbl.is Geir fær efnahagsráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn fór á hestamannamót um árið - og stóð uppi - sem rennblautur kokkur í vosbúð og fári - en ánægður samt!

Endalaust er rokið - á Landsmóti hestamanna. Ótrúlega margir sem leggja þó leið sína á Gaddastaðaflatir á Hellu þrátt fyrir leiðindaveður. Nú er talið að á fjórða þúsund manns sé á staðnum og fjölga mun eftir því sem líður á vikuna.

Swimming-with-horses

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum, síðast þegar mótið var á Gaddastöðum á Hellu - að þá var ég að vinna í veitingaaðstöðunni fyrir mótsgesti og þátttakendur.

Þá var veður líka virkilega leiðinlegt.

Nú hefur verið dálítið hvasst þarna og reyndar svo hvasst að það þurfti að leggja stórum bílum og fluttingabílum við veitingatjöldin stóru - til að halda þeim kyrrum í rokinu.

Reyndar var ekki svona mikið veður síðast - bara heilmikil bleyta og vosbúð.

horstal

Ég var í tjaldi í tíu daga - og ég segi það satt að ég hef sjaldan í lífinu verið í eins mikilli vosbúð og þá.

Það var þónokkur rigning mest allan mótstímann - fannst mér allavega. Fötin mín voru blaut á morgnanna og maður þurfti að byrja að vinna klukkan sex - kaldur og blautur.

Ég eldaði matinn fyrir allt starfsfólk mótsins, en aðrir kokkar sáu um að elda mat fyrir mótsgesti og þátttakendurna.

Þetta er heilmikið ævintýri að taka þátt í - og ég hefði svo sem ekki viljað sleppa þessu þó vosbúðin væri leiðinleg.

Ég var þó heppinn með að móðursystir mín ein og yndisleg á heima á Hellu - og hjá henni fékk ég að fara í sturtu af og til vegna þess að það voru engar sturtur fyrir staffið á staðnum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að standa í svona útilegu ef ég hefði ekki getað komist í sund eða sturtu af og til - helst daglega.

arabian

Góðar minningar og blautar sko ..

Ég vona að mótsgestir nú hafi gaman af - enda er það miklu betra ef það er rok frekar en rigning og slagveður.

Mótið byrjaði síðasta mánudag en því líkur næsta sunnudag. Hefst held ég að fullum krafti á morgun, fimmtudag.

Sagt er að veðrið fari batnandi líka og að hitinn geti orðið allt að 20 gráður - svo nú er ekki eftir neinu að bíða heldur eiga allir sem vettlingi geta valdið að koma sér á staðinn og vera með.

Sjálfur á ég enga hesta og hef aldrei átt - en ég hef samt oft farið í leitir á haustin og þá náttúrulega á hestbaki. Það er ævintýri útaf fyrir sig.


mbl.is Góð veðurspá og stemning á landsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Mosfellingar fleiri prakkara en aðrir? Hvenær á fólk sem vinnur allan daginn - að slá og hriða blettinn sinn? Myndir ...

Ójá, það eru ástæður fyrir öllu - líka bloggleysi. Þessar myndir sýna áhugaleysis ástæður mínar í gær, en svo bætist á hamagangur í rósum og Hvönn, blóðbergi og geldingahnappi sem og fleiri ótrúlega sterkum einstaklingum sem nú hafa fengið fast aðsetur hérna fyrir utan húsið.

Jú, maður er alltaf til í að brosa og sýna allar tennurnar - enda er maður orðinn um níu mánaða svo ekki vantar vinnukonurnar uppí mann..

prakkari7 prakkari2

En eins og venjulega þarf refurinn gamli alltaf af troða myndavélinni bara á kaf uppí mann - svo maður bera gefur stríðnisgrettur og allan pakkann..

Sem betur fer sýndi hann ykkur þó ekki allar hinar grettumyndirnar af mér! 

prakkari3  prakkari1

En svo kom annað lítið kríli líka í heimsókn. Litla skottan er svo yndisleg líka að það hálfa væri - já - miklu meira en nóg. Hún er um tveggja ára skvísan..

Pabbar þessara tveggja eru bræður - svo þessi tvö eru jú bræðrabörn. En það er litla systir mín (litla systir tigercoppers) sem er amma þeirra beggja.

prakkari5  prakkari6

**************************

Nú er maður líka búinn að vera á fullu í blómagarðshönnun, svo ekki hefur maður verið mikið á netinu. Ætlaði að renna á ykkur öll í gær, en þegar ég kom loks inn eftir hrikalega annasaman dag í þökuskurði og grjótaburði og öllu tilstandinu - þá bara hreinlega nennti ég ekki á netið. Ég bara kom inn seint í gærkvöldi, fékk mér að borða og lak svo niður í lazy fyrir framan sjónvarpið og hafði mig ekki upp fyrr en ég bara rauk beint í rúmið.

Sama rullan var svo uppi í dag, hamagangur og læti þar til núna að verða miðnætti, nema núna er ég að lesa ykkur yfir þegar þið lesið þetta - svo þið sem hafið verið í athugasemdakerfinu mínu í síðustu tveim færslum - ættuð að sjá spor eftir mig hjá ykkur í kvöld/nótt/fyrramálið ...

wife-of-today        wife-of-yesterday

Og já - þessar myndir tengjast síðustu færslu.

En ætlaði bara að segja að það er ekkert gaman að reyna að hneyksla ykkur eða vera kaldhæðinn - þið sáuð öll algerlega við mér, enda held ég að þið séuð farin að þekkja mig of vel.

Ferlegt bara - núna þýðir ekkert fyrir mig að reyna að vera "leiðinlegur" með "hneykslanlega" eða "dónalega" færlsu - þið vitið alltaf hvað ég er að meina - og sjáið alltaf við mér í því að vita hvenær ég er að grínast eða ekki grínast.

Jamm, síðasta færsla var sko mjög langt frá því að vera ég. Að sjálfsögðu vil ég að jafnt gangi yfir alla - bæði útivinna og heimavinna - sem og börn eða bara hvað sem er.

En, knús og kramerí út í loftið - farinn að skoða ykkur... luv á línuna!


mbl.is Garðsláttur á ókristilegum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mommy, when i grow up I want to be a total bitch just like you. What the Fu**?

 Gömul mýta hermir að á landsvísu fái "góðar stelpur" ekki nema brot af þeim happadrætti sem "vondar stelpur" fá. Klæðaskáparannsókn sem framin var í óþökk landsmæðranna - sýnir að ekki er um neitt að villast, það borgar sig ekki að vera "góða stelpan" í hópnum ef þú vilt fá það - ehh sem - þú veist. Slæmar stúlkur eiga að jafnaði mun fleiri G-strengi en góðar stúlkur. Það sem veldur þessum mismun - er svokallað Oprah-syndrúmið.

bitchFormlega kalla höfundarnir, Túrhestur Johnsen og samstarfsmennirnir - sem eru villigeltir - orsökina á yfirgnæfandi fleiri G-strengjum vondu stúlknanna - G-engdarlausa G-ræðgi G-kynslóðarinnar.

Vondu stúlkurnar eru hin sönnu myrkraöfl, en skapgerðareiginleikar þeirra sameina heimtufrekju, hvatvísi og G-spennufíkn siðblindingjans. Einnig eru þær yfirmáta kænskar og slægvitrar. Flestar þeirra eru líka hinar mestu tíkur gagnvart góðu stúlkunum og sýna þær klærnar ef þær góðu sjást í G-strengjadeild Hagkaups. Strákamálin hjá góðu og slæmu stúlkunum er mjög álíkt.

sheeping

Heyrst hefur að góðu strákarnir sitji ekki við sama borð og vondu strákarnir - því bæði góðu stúlkurnar og vondu stúlkurnar vilja bara vonda stráka. Það er því þannig - því miður - að góðu strákarnir sitja eftir með ullarbragð á tungu og oftar en ekki ganga þeir um jarmandi eftir einhverri tilbreytingu. Sama skjátan er ekki góð til lengdar.

drama-1Mikið er um uppgerðaryfirlið og nær dramatíkin stundum svo langt að vondu stúlkurnar liggja í hrönnum um stræti og torg - því vondu strákarnir grípa þær ekki þegar þær falla niður, enda jú vondir strákar. Þar sem þær vilja ekki góðu strákana - þá eru þeir náttúrulega ekki nærstaddir til að taka við þar sem vondu strákarnir hlupu undan. Góðu stúlkurnar aftur á móti fara mun fagmannlegra að, enda vel upp aldar og siðprúðar með eindæmum. Þær gera bara ekki neitt, standa bara álengdar og stara á vondu strákana hlaupa undan vondu stúlkunum.

 small-car

Sumir góðu strákanna eru samt Félagsleg rándýr á háu stigi - en þegar þeir koma á bílnum sínum og bjóða vondu eða góðu stúlkunum á rúntinn - þá falla þær yfirleitt í yfirlið af vanþóknun, enda eiga góðu strákarnir yfirhöfuð sjaldan flotta bíla - hafa eytt öllum sínum vinnulaunum í að kaupa eitthvað sætt handa mömmunum sínum.

Góðu strákarnir eru samt sagðir vera mjög góðir á kynlífssviðinu og í rúminu - en þar sem þeir eru góðir strákar hafa þeir ekki verið með neinum stúlkum í bólinu - svo ekki er að marka þá könnun ýkja mikið í raun og veru. Næsta víst er að úrtakið í þeirri könnun hefur verið fámennt og frekar snubbótt.

hurry_up_bitch

Vondu strákarnir eru hins vegar mjög miklir ruddar, fara með bæði góðar og vondar stúlkur eins og þrælana sína. Þeir eru sagðir lélegir í bólinu - að þeir liggji bara grafkyrrir og láti vondu stúlkurnar sjá um hvatir sínar.

Auðvitað fá þeir ekki góðar stúlkur - því góðar stúlkur láta ekki góma sig uppí hjá vondum strákum.

Skammtímasambönd eru ætíð einu samböndin sem vondu strákarnir standa í - en eftir stutta og snubbótta þjónustu við þá - henda þeir vondu stúlkunum á Guð og Gaddinn, en halda eftir G-strengnum þeirra - enda vondir perrastrákar.

Irony-dead-end

Það er kaldhæðni að þessi hringavitleysa öll er "Dead End". Yfir höfuð eru það bara vondir strákar og vondar stúlkur í G-streng sem fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hvorugur hópurinn er talinn eftirsóknaverður - og alls ekki til þess fallnir að viðhalda samböndum og standa í barneignum.

Hins vegar eru bæði góðir strákar og góðar stúlkur talin vera tilvalin í bæði langtímasambönd og barneignir til að viðhalda mannkyninu. Þess vegna er það líka kaldhæðni að þar er líka dauður endi - enda eru báðir hóparnir "góðir" og fara ekki á fjörurnar að fyrra bragði - og því aldrei í bólið með neinum, og því munu sennilega góðu G-enin deyja út áður en langt um líður.

Hvað sem líður - þá elta góðir hópar vonda hópa án þess að gera neitt meira í því, enda góður hópur. En vondir hópar þrá og elta góða hópa - en lenda sífellt uppí hjá öðrum vondum hópum og því er það alltaf sami hringurinn þar á ferð. Over and out ...

*************

Ok, ég veit - þetta var algert bull. En, mér finnst þetta álíka mikið bull og greinin sjálf sem ég bloggaði við. Reyndar er það vel trúverðugt að Naughty girls geta fengið hvern sem er í bólið - og óþekkir strákar reyna miklu meira en góðir - svo þar af leiðandi lenda þeir oftar í bólinu með bara hinum og þessum. En, rannsóknir og kannanir á svona hlutum eru oftar en ekki bara bull finnst mér, þannig séð.

Svo vil ég þakka ykkur kærlega kæru bloggvinir fyrir ljúf orð, knús og hjörtu í síðustu færslu - þótti gott að henda þessu frá mér en segi ykkur það að þegar ég skrifaði þetta þá eyddi ég lengri tíma við þennan atburð en ég hef nokkurn tíman gert - og það var bara sárt. Samt truflar þessi minning mig ekki neitt - þannig lagað - í dag. Ég verð að líta yfir ykkur á morgun/annaðkvöld, en ég er orðinn svo sybbinn að ég veit að ég mun ekki geta lesið allt hjá ykkur núna og meðtekið það allt. Vona að þið hafið ljúfa nótt öll sömul og njótið veðurblíðunnar sem við höfum verið að fá. Ljúfar kveðjur í loftið ..


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjufyllerí, er ísbjörn skotinn - í fjallkonunni? Er fjallkonan kannski bara með byssu tilbúin að skjóta Björn?

Já, var það ekki týpískt - mótmælaspjöldin hangandi í beinni sjónlínu yfir höfði okkar virta forsætisráðherra á meðan hann flutti þjóðhátíðarávarpið. "Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi" stóð á því spjaldi sem ég tók eftir í sjónvarpinu - en auðvitað fáum við ekki að sjá svoleiðis myndir í dagblöðunum.

forsaetisradherrann

Veðurguðirnir voru hátíðargestum hliðhollir, sól og blíða - varla að hár á höfði hreyfðist. Ég hef ekki heyrt hve margir sóttu hátíðarsamkunduna á austurvelli, en það var þéttsetið og staðið að sjá. Mér fannst hálf skondið að sjá þessi mótmælaspjöld sem stóðu í beinni sjónlínu fyrir aftan Forsætisráðherrann þar sem hann stóð í ræðupúlti, en svona mótmæli eru mun betri en einhver æsingur og hamagangur að mínu mati.

 

 

fjallkonanfrida

Nú, ekki vantaði fjallkonuna fríðu. Að venju var einhver fögur snótin fengin til að flytja stutt innlegg í hátíðina. En nú hef ég aldrei pælt í því hver fjallkonan er - fyrir hvað á hún að standa, á hún að hafa eitthvað þýðingarmikið að segja okkur - eða er hún bara skraut, gjörningur í hátíðarbúning sem á ekki að hafa neitt sérstakt að segja heldur bara vera hluti af "uppákomum" þjóðhátíðardagsins?

Ætíð hafa fjallkonurnar okkar þó verið til mikilla prýði - fallegar og tígurlegar, með ljúfan þokka og setja heilmikinn svip á það sem fram fer á Austurvelli á þessum hátíðardegi. Hvaða erindi hún raunverulega á - það hef ég aldrei spáð í en ef einhver þekkir sögu fjallkonunnar og hvaða tilgangi hún raunverulega þjónar á þessum degi - þá væri ég kátur ef sá vitri leyfir mér og þeim sem ekki hafa spáði í tilgang hennar - að njóta vitneskjunnar með sér.

isbjorninn

En annað og mun leiðinlegra málefni, eða þannig séð erfiðara að eiga við.

Enn og aftur er óvelkominn hátíðargestur stiginn á land - eins og allir hafa þegar bloggað um. Persónulega vil ég bara láta klára svona "vandamál" strax, skjóta dýrið og láta heiminn vita af því að við bíðum ekki eftir því að það drepi mann eða annan.

Mér finnst það óþolandi þegar fólk byrjar að vola um hve sætur og fallegur og ljúfur og einmanna og svangur og blablabla kvikindið er - þetta er villidýr sem drepur það sem verður á vegi þess ef það er í þannig skapi, ert þú tilbúinn að taka þá áhættu? Allir sem eru á móti svona drápi myndu umvarpast í hamagangi yfir því að dýrið hafi ekki verið drepið ef einhver þeim tengdur lenti í klóm bjarnar, er það þess virði að hætta á slíkt? Nei, ekki að mínu mati.

 

siglufjordur

Þessi mynd er tekin á siglufirði og tengist ekki beint því sem ég ætla að skrifa hér.

En, Aldursmörk á útihátíðum eru að mínu mati stundum nauðsynleg. Ég hef í nokkur skipti verið á flakki um landið og gist á tjaldsvæðum víða. Undantekningalaust hefur verið mjög mikið ónæði vegna ölvunar og óláta af hendi ungra drykkjumanna/kvenna. Ég er ekki að segja að allt ungviði okkar sé með slíkan hamagang, bara að það er áberandi að þeir sem hafa ekki þroska til - drekka sig út úr kú og standa svo í slagsmálum og hamagangi sem er öllum gestum tjaldsvæðanna til ama. Það er stundum því bráðnauðsynlegt að stetja mörk einhversstaðar, annað hvort aldursmörk - eða hreinlega bara banna áfengi á tjaldsvæðum, sem væri bara miklu betri kostur. Enda eru oft á tíðum mest af barnafjölskyldum á ferðalögum um landið sem gista tjaldsvæði víða um land.

 

storidja

Er það virkilega satt að stóriðjan sé ríkisstyrkt? Framtíðarlandið gefur út skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju og gagnrýnir ríkisstyrkta stóriðju.

Lára Hanna Einarsdóttir er með frábæra pisla ætíð hvað verndun flóru Íslands varðar. Skoðið pislana hennar því þeir eru sannarlega þess virði - en linkurinn á þessar nýjustu stóriðjufréttir er í nafninu hennar Láru þarna uppi.

Við þurfum sannarlega að skoða hvert mál vel og vandlega áður en við fljúgum af stað hvað stóriðju varðar, en auðvitað erum við öll með okkar skoðun og álit á þessum málum. Við megum samt ekki missa frá okkur miklar perlur undir stóriðju.

************************

"Fatlaðir bíða vegna skorts á fjármagni. Þjónustuúrræði fyrir fötluð börn eru í ólestri. Óvíst hvar vistheimili fyrir 20 börn á Reykjanesi mun rísa. Yfirfærsla málaflokks fatlaðra til sveitafélaganna er í bígerð."

Hér er þörf á að taka duglega til hendinni. Hvernig væri að hætta að ausa fé í ferðalög á einkaþotum og bitlingum handa ráðamönnum og elítunni - og setja eitthvað af fénu í svona málefni sem líða vegna fjárskorts?

************************ 

fallegargoturFallegt umhverfi er ætíð gleðigjafi. Fallegar götur og falleg hverfi eru til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Það er dásamlegt þegar fólk tekur sig saman í sinni götu - eða jafnvel bara í heilu hverfi - og fegrar umhverfið saman. Á sumrin er hægt að koma saman og grilla eða gera sér glaðan dag með hvert öðru og börnum hverfisins.

Til fyrirmyndar eru t.d. samrýndir nágrannar á Melhaganum. Íbúar götunnar koma saman á sumrin og fegra götuna sína með tiltekt og þrifum. Svo er slakað á eftir erfiðið og upp er slegin veisla.

Gata er sameign allra íbúa hennar og maður ætti að vera meðvitaður um að hafa hana öðrum hverfum til eftirbreytni með því að hafa hreinsunardag eða jafnvel daga - á vorin og yfir sumartímann. (Upplýsingar um Melhagann úr 24 stundum í dag)...

************************

En, nú er þjóðhátíðardagur Íslendinga og ég óska ykkur til hamingju með daginn. Farið nú út og gerið eitthvað skemmtilegt því það er af nógu að taka um allt landið. Víða er veður gott og því tilvalið að fara með börn og buru út og njóta samverunnar með fjölskyldunni.

Hér læt ég þessum hamagangi lokið í bili. Verð ekki á ferðinni aftur fyrr en í kvöld og mun þá klára að lesa yfir ykkur sem voruð á ferðinni í síðustu færslu hjá mér - sem og núna þessari - ef einhver hefur eitthvað um eitthvað að segja. Njótið dagsins og njótið þess ef kostur er að vera með fjölskyldunni og gerið eitthvað saman! Ljúfar kveðjur í loftið ...


mbl.is Þjóðhátíð sett á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er nakið læri dónalegt, sweet eða listrænt? Hver er línan - hvað er dónaskapur og hvað er klám og hvað er bara list. Koma að tefla hvað, ha??

Eins og þið sjáið á myndinni - þá fór ég út að hjóla með betri helminginn fyrir aftan mig. Maður er náttúrulega alger töffari og skellir sér á rúntinn af og til en best er nú þegar einhver heillandi er með í för - og hvað er meira heillandi en betri helmingurinn?

ulfur&fríða

 

Ok, ævintýrin gerast svo sem alltaf af og til - en mitt ævintýri er ekki á mótorhjóli í skógi með bótoxskutlu aftan á. Ég keyri nú bara um á venjulegum Chervolet, og skógurinn sem ég keyri um er gatnakerfi Reykjavíkurborgar - sem er svo mikil flækja sumstaðar að það hálfa væri völundarhús af verstu gerð. Það er reyndar ekkert dónalegt við þetta - ennþá.

En ég var bara að spá. Hvað er dónalegt? Hvað eru dónamyndir? Hver getur sett niður mörk og sagt "þetta er dónalegt - og þetta er dónalegt - en þetta er ekki dónalegt og þetta sleppur"? Það er alltaf verið að tala um dóna þetta og dóna hitt - en hvar í ósköpunum eru mörkin? Er það dónalegt ef það sést í bera fótleggi konu eða karls? Nei, líklega ekki. En er það dónalegt ef það sést í beran rass konu eða karls - það er hugsanlegt - en kannski ekki. Er dónalegt að sjá nakinn konu eða mannlíkama? Nei, það þarf ekki að vera - naktir líkamar geta verið list en þá skiptir öllu uppstilling og umhverfi, held ég.

Alex dónadómari

Hver er það sem getur þá ákveðið að einhver sé "dónakall/dónakelling"? Nú er þessi karl þarna á myndinni talinn vera dónakall - jú því það fundust "dónamyndir" í tölvunni hans, ásamt klámmyndum. Kannski er hann kallaður dónakall fyrir klámmyndirnar - kannski var það eitthvað annað. Auðvitað þykir það enn verra að karlinn er dómari, og öllu verra að hann var að fara að dæma í "dónamáli" svo auðvitað gat hann ekki klárað málið svona tengdur efninu.

Hvernig er það með þessar hárfínu línur um allt í mannlegu samfélagi? Hvers vegna er bara ekki öll nekt dónaleg og eða klámfengin? En þá eru það spurningar - er nakinn handleggur dónalegur eða er andlit þá ekki dónalegt því það er jú nakið, nema maður sé fúlskeggjaður - þá er maður allavega með hálfklætt andlitið. Auðvitað segir almenn skynsemi okkur nákvæmlega hvað er dónalegt og hvað ekki - og við getum vel flest gert greinamun á dónaskap, klámi og svo eðlilegri "nekt" sem hægt er að flokka sem allt annað en dónaskap - en línan er fín og stundum ósýnileg.

pafagaukur

En að allt öðru, náði mynd af páfagauknum hans Brjáns Boxara. Sá að kvekendið var búið að dulbúa sig og pakka niður - mér skilst að hann sé að flýja að heiman því Boxarinn lokaði greyið "inni" undir ábreiðu heila nótt - og heilan dag! Ætli dýraverndunarfélagið viti af þessu?

Eins og þið sjáið/lesið - þá hef ég svo sem í raun og veru ekkert að segja. Ákvað samt að skella smá ræmu hérna inn til að vera með sko. Sólin var nú ekki eins mikil í dag og von hafði verið á - en samt var einhver glæta. En bévítans rokið sem fylgir þessum dögum er svo sem ekkert annað en fúlt, kælir alveg helling niður.

Ég sá ekki veðurspá fyrir morgundaginn og ekki heldur fyrir helgina - einhver? En er einhver þarna fyrir norðan sem er nálægt Steina? Mig vantar einhvern sem er til í að skreppa til hans og flengja hann aðeins, kaddlinn þorir ekki að hringja í mig! Heldur að ég hafi of mikið að gera og megi ekki vera að því að eyða tíma í ann!!! Sko, Steini - ég hendi öllu frá mér til að hitta þig yfir kaffibolla og nýbökuðum kanelsnúðum - svo þegar þú ert á ferðinni - hringdu gormurinn þinn. En núna er ég farinn að líta aðeins á ykkur ljúflingar sem hafið verið á ferðinni í síðustu færslum hjá mér. Knús og kreist út í loftið og vonandi nær einhver smá gusu af því.

Búinn í bili - nema - var einhver að bjóða mér í tafl/skák?? Sko, ég er tótallý brilljant skákmaður - get sett hvern sem er út í horn. Sóooo .. sweetypæ - watch out - ég skáka þig og máta þig ef þú gætir þín ekki. Over and út ...


mbl.is Dómari með dónamyndir á vefsíðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunatími - munið að verja ykkur þegar þið leggjið í ann ...

SV300062Ok, smá tími aflögu hérna svo maður er farinn út að njóta veðursins. Verð á ferðinni með kvöldinu til að skoða ykkur ljúfu vinir sem eruð að gera mig vitlausan með commentum á síðustu færslum.

Hvet ykkur til að fara út og nota sólina því maður veit ekkert hversu mikið hún verður á ferðinni í sumar - né hve mikinn tíma maður hefur til að njóta hennar. Því er um að gera að fara út og gera eitthvað - góð hreyfing er gulli betra og allir ættu að fara út í náttúruna sem til þess hafa tíma og orku. Munið bara að bera á ykkur sólarvörn því það er ekki gott að brenna illa í sólinni.

Knús út í loftið og verið góð hvert við annað, ekki bara í dag heldur alla daga alla tíð.Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 139801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband