Færsluflokkur: Bloggar
22.12.2008 | 10:13
Er þín innri fegurð í regnbogans litum? Á mahrr ekki að segja "happy skötu-eating" og rétta svo fram ælufötuna? Hver syngur jólin inn í þitt hús?
Ok, þá er ég búinn að fá mitt jólaball - með jólakökum og miklu gúmmilaði - meira segja jólasveinum...
Mest var þó gleðin þegar sjálft jólabarnið kom sá og sigraði - jólapúkann!
Jú, Helga okkar jólabarn - hin eina sanna JólaHelga - söng eins og engill fyrir gesti og var stemningin eins og best er á kosið - enda alltaf glimrandi stemmari á ferðinni þegar Helga er annars vegar. Hún er ótrúleg stelpuskottið. Hugsa að þið trúið því varla - en hún er eins yndisleg í beinum contact við okkur eins og hún kemur fram opinberlega - alltaf brosandi út að eyrum og með léttleikann á vörum. Það hreinlega geislar af henni hennar innri fegurð í öllum regnbogans litum ..
Sannarlega ber hún nafnið JólaHelga með réttu - og segi ykkur það satt að þegar hún byrjar að syngja - þá heyrir maður jólin færast heim að dyrum og banka á hjá manni.
Reyndar gruna ég að henni hafi fundist ég helst til of mikið málaður sko, en ég skipti auðvitað alltaf litum þegar ég er í nálægð Helgu-jólabarni... bókstaflega náttlega!
En hey .. það eru að koma jól - eigum við ekki að vera jólaleg og litfögur? Jújú .. auðvitað! Samt gruna ég að hún eigi eftir að glotta af mér allt næsta árið fyrir litavalið og felubúninginn ..
En, jamm .. Nú er ekkert eftir nema Skötuveislan á morgun - en undirbúningurinn stendur nú sem hæst auðvitað. Eftir hana fæ ég bara frí til 27 des - en þá er það brúðkaup og læti .. og svo ekkert fyrr en strax á nýárinu. Því mun ég byrja á því að ná í skottið á ykkur fyrst að kvöldi aðfangadags, í rólegheitum og uppfullur af góðum mat - enn og aftur og aftur og aftur ...
Maður á eftir að standa í ströngu við að lesa allt sem maður hefur misst af hingað til - en gott að vita að maður hefur meira en bara bækurnar að lesa um jólin .. ekki satt? Jújú, ofcourse mæ horse.
Sendi bara knús og kreist á ykkur öll - farið varlega - það er óveðursspá í kortunum og asahláka. Gætið ykkar yngsta bróður, og systur .. og knúsið þau með ást og umhyggju. Nú, ef þið eruð einbirni - þá knúsið bara næsta mann eða konu sem þið mætið í dag .. það gæti bjargað degi þess sama og ykkar degi jafnvel líka. Luv u guys ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.12.2008 | 01:59
Mynd af mister Júníverse .. mister Ape! Eru Apabræður ennþá á þingi? Og spillingin situr rótföst í sínum svínastíum, ekki satt? Ekki lesa smáa letrið ... plís!
Ok, nú má Ásdís Rán fara að pakka saman - ég hef verið kosinn til að fara í herra heimur á næsta ári!
Hef ákveðið að taka þetta með stóru trompi - fara alla leið og þegar titlinum er halað inn - þá ætla ég að fara með pakkann í sjónvarpið - raunveruleikaþætti og alles ... ætla að verða ógisslega frægur sko!
Þér - lesandi góður - að segja þá er þetta náttúrulega alls ekki mynd af mér sko! En ekkert vera að kjafta því neitt í aðra bloggara! Viss um að glöggir lesendur sjái það strax að þetta er ekki ég - ég er nefnilega ekki með svona stórar tær, eins og þið vitið auðvitað!
Þurftir þú stækkunargler til að lesa síðasta textann? Þá er kominn tími á að kíkja til augnlæknis held ég ... en .. mahrr hefur það í smáa letrinu sem maður vill ekki að allir lesi sko!
Knús á línuna og .. over and out! Sweet dreams..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
3.12.2008 | 23:49
Gúffi og Gokki gera geggjaðan mat! Skreytir þú Jólaköttinn í ár? Er spillingarliðið allt saman ennþá á sínum stað? I love this game ...
*Rob* Já, eins og sjá má á myndinni þá er ég alveg að springa eftir stórkostlegan veislumatinn sem Gúffi og Gokki (yfirmenn mínir) eru búnir að vera að framreiða undanfarið. Þeir hafa séð til þess að ég er hreinlega að springa. Það er ekki nóg með að þeir ali mig upp á þessu gúmmilaði í vinnunni heldur neyða þeir mig til að taka restar og rusl með mér heim líka - einhverju sem ekki náðist að troða í veislugestina sjálfa sko ... afsakið orðbragðið ágætu veislugestir!
Ok, ég viðurkenni alveg að ég er óður í góðmeti og slæ hendinni aldrei á móti "veisluafgöngum" en verst er að ég bara kann mér ekki hóf og mun með þessu áframhaldi sjá fram á að þurfa að kaupa nokkur aukasæti í flugvélinni þegar ég fer út á næsta ári, fötin fara að springa utanaf mér og litli snúðurinn hættir að sjást - nema af löngu færi í spegilmynd..
Ok, auðvitað er ég nokkuð að yfirdrífa þetta - en mmmmmm - veislumatur er geggjaður - bæði að búa til og eta!
Kisan mín er snúin aftur heim - eftir að hafa lent í því að ég skreytti hana alla með jólaljósum og hinu og þessu jólaskrauti. Er vanur því sko .. öll heimili þurfa að eiga sinn eigin Jólakött ekki satt?
Neinei, auðvitað skreyti ég ekki köttinn - hún er alveg nógu skrautleg fyrir.
En hún er bæði loðin og lævís - rétt eins og Seðlabankastjóri. En hjálpi mér - dósin af kattamat hefur hækkað um tæpar 80 krónur á þessu ári. Kostaði alltaf um hundraðkallinn í Bónus en er nú á eitthvað um 180kr. Spurning um að setja köttinn á einhvern kúr - látana fara að veiða mýs og fugla bara ... meina .. kommon það er kreppa!
Það er samt engin kreppa í Jólastandinu mínu. Náði loks að gera Aðventukransinn og er bara vel sáttur við hann. Ég breyti honum frá ári til árs og er aldrei með sömu liti í honum tvisvar í röð - reyndar er hann aldrei eins - hann bara skellur á borðið rétt eins og skapið í mér - skrautlegt og áberandi út úr búkollu... eða var það Kú? Múhúuu ...
Fyrsta kransinn minn gerði ég hjá ömmu minni, en hún átti og rak lengi blómaverslun og átti ég oft skemmtilegar stundir þar sem barn/unglingur. In the old days voru skreyttar greinar og hengdar uppá veggi - eitthvað sem maður sér varla lengur. En - those were the days ..
Jæja, eitthvað er net-leti búin að vera að hrjá mig - hef bara varla nennt að opna fyrir netið en held samt alltaf áfram að skrifa. Er náttúrulega að skrifa heilmikið og margt, bæði á netinu og ýmislegt smálegt einnig bara á diska. Ég hef mikið gaman af alls skonar smásögum og skrifa heilmikið af þeim, en get samt seint sagt að ég sé einhver rithöfundur. Heljar mikill bullukollur væri líklega meira í ætt við það sem má yfirfæra á mig ... meira um það seinna - kannski!
Já, en líklega er þessi netleti líka til komin vegna þess að ég eyði stundum svo miklum tíma í að lesa alla bloggvinina - eða svona langflesta. Reyndar les ég ekki mikið hjá þeim sem ég hef aldrei séð hérna hjá mér - og undanfarna mánuði hef ég yfirleitt bara skilið eftir mig spor hjá þeim sem ég hef séð vera á ferðinni hjá mér.
Það létti heilmikið á að hafa þann háttinn á - að kvitta bara fyrir kvitt. Enda er það bara alltof mikill tímaþjófur að lesa og skrifa hjá öllum þeim sem maður hefur sem bloggvini.
En nú er komið nóg í bili. Missti mig aðeins. Ætlaði bara að líta inn og segja "Hæ" - en ég er löngu kominn framfyrir það orð - svo ég ætla mér bara rétt í lokin að kasta fram orðinu "Bæ" ...
Knús á línuna alla og hafið það bara ljúft og yndislegt!
P.s. Jóna X-úr ættinni - Yndislegt að rekast á þig hér! Hef alltaf elskað þig og mun alltaf gera það!... knússsss.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Já, nú ætla ég bara mest lítið að minnast á fjárans dramatíkina í fólki sem hagar sér eins og fávitar - brjótast inn á lögreglustöðina, brjóta rúður og arga og veina eins og fífl þegar lögreglan ver hús sín með piparúða frekar en ofbeldi. Nei, ég ætla frekar að sitja á mér og athuga hversu vel þú þekkir landið þitt...
Hér fyrir neðan eru dágóður slatti af myndum víða af landinu okkar. Hversu vel ert þú kunnug/ur landinu þínu? Þekkir þú eitthvað af þeim stöðum sem myndirnar sýna? Hversu mikið og nákvæmlega hefur þú ferðast um landið okkar? Gaman væri að heyra í ykkur sem teljið ykkur þekkja staði, endilega sendið inn ykkar álit á myndum - ef þú þá þekkir einhverjar þeirra!
Athugið að margar myndanna eru mjög gamlar svo það er ekki víst að þið þekkið þær miðað við hvernig staðirnir eru núna í dag. Athugið að þið getið "ýtt/klikkað" á myndirnar til að stækka þær - þá sjáið þið þær betur!
Myndir númer 1 og 2.
Myndir númer 3 og 4.
Myndir númer 5 og 6.
Myndir númer 7 og 8.
Myndir númer 9 og 10.
Myndir númer 11 og 12.
Myndir númer 13 og 14.
Myndir númer 15 og 16.
Myndir númer 17 og 18.
Myndir númer 19 og 20.
Myndir númer 21 og 22.
Myndir númer 23 og 24.
Myndir númer 25 og 26.
Myndir númer 27 og 28.
Myndir númer 29 og 30.
Myndir númer 31 og 32.
Myndir númer 33 og 34.
Myndir númer 35 og 36.
Myndir númer 37 og 38.
Myndir númer 39 og 40.
Myndir númer 41 og 42.
Myndir númer 43 og 44.
Myndir númer 45 og 46.
Omy Goodd .. þetta tók aldeilis sinn tíma að setja inn. En vel þess virði - alltaf gaman að skoða landið sitt og spá í staðina.
Vonandi hafið þið haft gaman að þessum myndum.
Knús á línuna og góða helgarrestina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
Enn einu sinni kemur skítlegt eðli DO svona berlega í ljós! En gaman þætti mér að vita hvað það er sem Forseti vor, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson - veit um DO sem verður til þess að DO dregur sig til baka úr herferð sinni í að gera Forsetahjónin að athlægi víða á erlendri grund, sem og auðvitað hér heima líka...
Hvað veit forsetinn um fyrrum forsætisráðherra sem er svo viðkvæmt að forsætisráðherrann bakkar bara og þegir? Undarlegt nokk ... en ég gruna nú að ef vel væri á tekið væri ýmislegt misjaft hægt að grafa upp sem á milli þessara tveggja hefur á dagana drifið.
Þið verðið endilega að lesa greinina í Fréttablaðinu í dag um þetta - ef þið viljið fá alla molana. Ég nenni ekki að lesa hana spjaldanna á milli og endurskrifa hana hér, heldur kasta bara svona upp hugleiðingum mínum varðandi þetta hér.
Í það minnsta er ekki á neinn hátt venjulegt að Davíð Oddson bakki eða haldi kjafti - ef það er eitthvað sem hann leggur af stað með til þess að koma höggi á þann sem er ekki "inn" hjá honum í það og það skiptið.
Í fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 20 Nóvember, er fyrirsögn og fleira um það að Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra - hafi sannarlega ætlað sér að koma höggi á Forsetahjónin með sinni alkunnu afskiptasemi.
Segir í fréttinni að karlinn krumpaði hafi sennilega ætlað að gera forsetahjónin að athlægi víða um heim með því að láta það "leka út" að hjónaband þeirra væri ekki gilt vegna einhverra galla.
Auðvitað er það alþekkt að DO hatar Forsetann okkar - líkt og hann hatar Öryrkja, Jón Ásgeir, Fjölmiðla og bara alla sem ekki standa og sitja eins og hann skipar .. en þetta er ótrúlegt ef satt er! Því meira sem grafið er í kringum karlinn og hans störf - því meiri bull og vitleysa kemur í ljós. Sagt er í greininni að sameining Bessastaðahjónanna hafi ekki einu sinni heyrt undir forsætisráðuneytisins heldur hafi það verið undir dómsmálaráðuneytisins - hvað var þá DO að skipta sér að?
Nú er komið einum of mikið af alls skyns vitleysisgangi í kringum þennan blessaða fyrrum einræðisforingja.
Mál til komið að kasta eggjum í seðlabankann - fylkja liði og vera með kústa og barefli, nú eða ryksugur - og herja á seðlabankann þar til út er búið að koma þeim sem þar sitja á toppnum og telja sig yfir aðra hafna og ósnertanlega.
Hvað skildi nú koma næst í ljós - hvaða afglöp eða vitleysa eru grafin um víðan völl eftir karlinn? Nú hefur hann samt haft góðan tíma þarna í fílabeinsturninum sínum til að tæta pappíra og eyða sönnunargögnum um alla þá vitleysu sem hann er búinn að standa í síðan hann afhenti sjálfum sér seðlabankastjórastöðuna á silfurfati .. burt með karlinn á bakvið tjöldin!
Er það ekki bara landráð að ráðast gegn forseta sínum?
Nei, ég segi bara svona ..
Annars góður!
Annars hef ég svo sem ekki verið mikið í kringum tölvuna núna í dag. Reyndar ekki í gær heldur. Hef bara haft nóg að gera og svo ekki nennt að bloggast eða hamast á netinu þegar heim er komið.
Verð á ferðinni á morgun eða svo..
Knús á línuna og munið að knúsa ykkar minnsta bróður - eða systur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
11.11.2008 | 00:10
Hverjum treystir þú í dag? Er engin kona traustsins verð ... ? Er spillingarliðið enn við völd?
Þetta eru einu karlarnir sem hægt er að treysta í dag!
Því miður er bara ein kona í þessari upptalningu og hér er hún!
Þetta blasir við í öllum hornum þjóðfélagsins!
Annars er ég ógó góður um þessar mundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
26.10.2008 | 12:51
How bad are you going to be this Christmas? Would you please whip me a bit harder sir - woww - kreist og kram!
Jæja, bara stutt innlit til að segja frá því að ég er aðeins farinn að finna fyrir kitlandi jólataugum sem poppuðu upp aðeins of snemma - en það er Kerfisvillunni minni að kenna. Ég á jólasíðu á netinu - jólasíðu sem ég setti inn árið 1999 en vann svo ekkert meira með. Síðan sú verður hugsanlega eitthvað uppfærð núna um þessi jól en hér eru tvær myndir af henni svona til að sýna ykkur við hverju má búast ...
Well, síðan á föstudag er ég búinn að vinna í fjórum veislum svo ég hef ekki verið mikið á ferðinni um helgina. Reyni að bæta úr því á næstunni ljúflingar. Vona að allir hafi það ljúft á þessum fallega en kalda sunnudegi og munið að hlú og hlýja hvert að öðru, alltaf fríkeypis eins og sumir bloggvinir mínir segja og bara yndislegt að gefa og þyggja!
Mín skilaboð til ykkar þennan sunnudaginn!
Já, brosið og verið glöð og kát - þið eruð ... wow!
Knús á línuna alla ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
15.10.2008 | 02:32
Væmin færzla í boði Jarðaberjasjeikframleiðenda... wilhtúsleik.. eða sheik? Wull og Bitleysa - fylgifiskur svefngalsa.
Jæja rúsínustöppurnar mínar! Ég ætla nú ekkert að fara að verða mjög væminn eða volandi hérna - en ég ætla samt að vera á ljúfari, hlýrri og mýkri hliðinni hér í þessari færslu.
Sannarlega er nóg af krepputali í fjölmiðlunum öllum og yfir okkur flæðir alveg nóg af voli og erfiðleikum - sem vel flestir í þjóðfélaginu finna meira eða minna fyrir. Einnig loga bloggheimar líka í slíku - allir eru bloggararnir að blogga um það sama og flæðir frá fjölmiðlunum, eymd, volæði, sviksemi - misskildir þingmenn og óskiljanlegir ráðherrar og vit-lausir bankastjórar og guð má vita hvað ekki ruddast inn á bloggin í dag...
Samt halda allir áfram að blogga um þetta - en eins og margir, t.d. Heiða/skessa - þá er sannarlega hægt að fá uppí háls - eða eyru af slíku.
Því hef ég ákveðið að finna bara eitthvað ofurviðkvæmt eða hlýlegt til að blogga um. Nú hef ég leitað logandi ljósi að einhverju sem er nógu hlýlegt og ljúft - án þess að vera væmið eða kerlingalegt, en það er fjandanum erfiðara að finna eitthvað slíkt án þess að verða kallaður kerling fyrir... *Glott*.
En, geta karlmenn ekki sýnt á sér ljúfar og mannlegar hliðar - ég meina - við getum vel verið ruddalega karlmannlegir, en samt svo undurblíðir og ljúfir - án þess að fara yfir strikið - ekki satt?
En hvar er svo sem þetta blessaða karlmanns/kerlustrik?
Uss, það veit ég ekki en ég bara veð áfram eins og hver annar ruddi og tuddi - en staldra ætíð við þar sem ég finn að þörf er á blíðlegri og ljúfari viðmóti - án þess að missa nokkurn tíman af rough lookinu og badboy attitjútinu ...
En, hvað finnst ykkur? Er það til dæmis kvenlegt - eða karlmannlegt - að nota svona "trúar/guðlegar" myndir til að skreyta færzlu? *skellihlátur* ... jú, ætli flestir segi ekki í það minnsta að það sé svolítið væmið eða mjúkt - eiginlega kvenlegt - eða þannig!
En, verð ég þá að skreyta mjúkar færzlur frá mér - með bílum og verkfærum? Eru það Guðlegar myndir hjá konum - en tól og tæki eða jeppar hjá körlum?
Iss.. nú er ég bara farinn að bulla.
Enda hef ég svo sem ekkert sérstakt að blogga um í augnablikinu - er bara syfjaður og þreyttur - glaður tappi og happy - en samt alveg að missa augnlokin niður á tærnar. Ég ætlaði að renna yfir alla sem ég er ekki búinn að lesa í kvöld - en ég átti ekki von á því að vera svona rosalega seinn á ferðinni. Því ætla ég bara að geyma flesta þar til á morgun.
Kisi er kominn á kreppufæði svo ég þarf ekki að gefa henni neitt áður en ég fer að sofa - en hér má sjá dagskamtinn hennar. Hún hefur reyndar bara gott af smá aðhaldi, enda ofalin og orðinn alltof búttuð blessunin. Anzi slæmt allavega þegar fólk er farið að spyrja hana hvenær hún sé bókuð undir rúm í got ... svo mikil er búttideibollan hennar!
Jæja kappar og kerlur, eins og þið hafið örugglega áttað ykkur á - þá er hér ekki um neitt að ræða annað en svefngalsa og næturrugl. Enda er það orðið erfitt að finna eitthvað bitastætt til að blogga um nú orðið. Sem sagt það kreppir að huganum stundum líka. Þegar það gerist þá er víst ekkert annað að gera en að bulla bara smá stund - eða allt þar til manni er sjálfum farið að blöskra ruglið.
Þá er mál að hætta bara - áður en maður eyðir öllu ruglinu og þar með þessari fínu og ljúfu - næstumþvíkreppulausu bloggfærzlu ...
Var annars einhver að tala um að fólk væri farið að hamstra?
Nei ég bara spyr ...
Annars er ég hættur að sinni - ekki að hamstra heldur skrifa!
Jarðaberja lick all over you people ..
Eru ekki allir hrifnir af shake?
Jú, örugglega!
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Grrrrr .... ég var búinn að skrifa heljar færslu hér en gerði einhverja ólukkans vitleysu svo það hrundi allt út. Ég nenni ekki að pikka upp allt það sem ég var búinn að skrifa svo ég bara rétt sendi hérna inn stutta kveðju á ykkur öll.
Allt svo sem gott héðan að frétta - en mætti alveg rigna pínulítið til að bleyta aðeins í - mér og gróðri.
Það hefur ekki rignt nema sirka hálfum líter úr lofti síðasta mánuðinn - en í dag er einmitt mánuður síðan ég fór út.
Kem heim aftur laugardaginn 4 Oktober eða svo ...
Ljúfar kveðjur á ykkur öll kæru vinir og þakka ykkur kærlega fyrir góðar sólakveðjur fyrir mánuði síðan. Var nefnilega að opna "stjórnborð" núna áðan og er fyrst að sjá núna fulltaf góðum kveðjum frá ykkur daginn sem ég fór út - og þakka ykkur sem þær senduð kærlega fyrir það!
P.s. Ef einhvern vantar góða íbúð costa blanca - La Mata svæðinu sem er fast við Torrevieja/Torrivega - þá hef ég tvær slíkar á lausu.
Kveðja í loftið ljúflingar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
21.8.2008 | 11:36
Nú er úti veður vont ... NOT! Farinn í egg og beikon ... onkonk.
Jæja, þá sit ég hér í hitamollunni - er með kaffibolla og það er verið að steikja handa mér egg og beikon ásamt fleiru gúmmilaði - en ég les bara mbl.is á meðan. Það er sannarlega yndislegt hérna, fórum öll á Benidorm í gær - hreint út æði.
Reyndar er hitinn þannig að maður er alltaf hálfrakur og þvalur og það er óþægilegt en samt lætur maður sig hafa það náttla, enda nóg af kuldanum heima yfir höfuð. Núna er maður farinn að koma sér inn þegar heitast er, á milli 2 og 4, bara til að brenna ekki og hreinlega leka ekki niður.
Ætlum að kíkja á stóra sveitamarkaðinn á sunnudaginn, en ég fer aftur á Benidorm í fyrramálið og verð fram á sunnudag þar - aleinn í djammfíling - jihaaa! Bongó fílingur en samt sooo dry!
En, nú er það egg og beikon - minn orðinn hun-graður og bara farinn í mat. Heyri í ykkur later stubbarnir mínir og hafið það ljúft.
Kveðjur í loftið á ykkur öll....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði