Minn fór á hestamannamót um árið - og stóð uppi - sem rennblautur kokkur í vosbúð og fári - en ánægður samt!

Endalaust er rokið - á Landsmóti hestamanna. Ótrúlega margir sem leggja þó leið sína á Gaddastaðaflatir á Hellu þrátt fyrir leiðindaveður. Nú er talið að á fjórða þúsund manns sé á staðnum og fjölga mun eftir því sem líður á vikuna.

Swimming-with-horses

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum, síðast þegar mótið var á Gaddastöðum á Hellu - að þá var ég að vinna í veitingaaðstöðunni fyrir mótsgesti og þátttakendur.

Þá var veður líka virkilega leiðinlegt.

Nú hefur verið dálítið hvasst þarna og reyndar svo hvasst að það þurfti að leggja stórum bílum og fluttingabílum við veitingatjöldin stóru - til að halda þeim kyrrum í rokinu.

Reyndar var ekki svona mikið veður síðast - bara heilmikil bleyta og vosbúð.

horstal

Ég var í tjaldi í tíu daga - og ég segi það satt að ég hef sjaldan í lífinu verið í eins mikilli vosbúð og þá.

Það var þónokkur rigning mest allan mótstímann - fannst mér allavega. Fötin mín voru blaut á morgnanna og maður þurfti að byrja að vinna klukkan sex - kaldur og blautur.

Ég eldaði matinn fyrir allt starfsfólk mótsins, en aðrir kokkar sáu um að elda mat fyrir mótsgesti og þátttakendurna.

Þetta er heilmikið ævintýri að taka þátt í - og ég hefði svo sem ekki viljað sleppa þessu þó vosbúðin væri leiðinleg.

Ég var þó heppinn með að móðursystir mín ein og yndisleg á heima á Hellu - og hjá henni fékk ég að fara í sturtu af og til vegna þess að það voru engar sturtur fyrir staffið á staðnum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að standa í svona útilegu ef ég hefði ekki getað komist í sund eða sturtu af og til - helst daglega.

arabian

Góðar minningar og blautar sko ..

Ég vona að mótsgestir nú hafi gaman af - enda er það miklu betra ef það er rok frekar en rigning og slagveður.

Mótið byrjaði síðasta mánudag en því líkur næsta sunnudag. Hefst held ég að fullum krafti á morgun, fimmtudag.

Sagt er að veðrið fari batnandi líka og að hitinn geti orðið allt að 20 gráður - svo nú er ekki eftir neinu að bíða heldur eiga allir sem vettlingi geta valdið að koma sér á staðinn og vera með.

Sjálfur á ég enga hesta og hef aldrei átt - en ég hef samt oft farið í leitir á haustin og þá náttúrulega á hestbaki. Það er ævintýri útaf fyrir sig.


mbl.is Góð veðurspá og stemning á landsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég átti einu sinni hátt í 100 hesta en það var þá, þetta er núna og ég léti ekki grípa mig dauða á ríðingamannasamkomu og þá alls ekki í skítaveðri

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

ég fór á landsmót á hellu "94... það var alveg magnað en ekki man ég eftir að hafa séð eitt hross keppa hahaha en samt þá man ég eftir nafninu Orri frá þúfu ;)....kem af miklu hestafólki en dellan er önnur í mér......<en stelpan mín var fyrsti varamaður inn á landsmót núna fyrir sörla en fór svo ekki...;( mammann svekkt.....

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Tiger

 Vá .. 100 hestar! Jónína - ég hélt að þú værir byggingaverktaki??? Eða allavega í niðurrifsstarfsemi... hohoho ... ríðingamannasamkomu - you must be a bit of a Færeyjjjjjingur. Sammála - mundi ekki nenna svona í dag, skítaveður og tjald - er ekki my cup of tí.

Halla Vilb.; Uss.. sumir fara nú þarna  bara til að fá sér í tánna - eða tærnar. Maður sá nú fólk sem fór aldrei úr veitingatjaldinu - heldur var bara á vappi með bjór og fleira í hönd, spjallandi út í eitt við alla sem nenntu að hlusta. Málið er jú líka að hafa gaman af og skemmta sér vel.

Tiger, 2.7.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla bara rétt aðeins að vona að þú hafir fengið almennilega borgað fyrir vosbúðina og hremmingarnar. Það er annars merkilegt að svona nokkuð getur orðið skemmtilegt í minningunni þótt manni hafi ekki verið hlátur í hug á meðan á því stóð.

Helga Magnúsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er ekki fyrir hesta, nema með grænum ORA og jafningi.

ég hef þó einu sinni kíkt á landsmót hestamanna, þegar ég var unglingspjakkur. ég sá þó ekki eitt einasta hestskvikindi, enda tilgangurinn með förinni allt annar

Brjánn Guðjónsson, 2.7.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: JEG

Þá hef ég verið að skemmta mér með Höllu á Landsmótinu "94 Ég sá allt sem ég komst yfir og veðrið var geggjað. Svarti punkturinn var þegar Gýmir sleit sinina í keppni á loka hring nánast *hrollur*

En svona er bara svo dýrt að maður verður gjaldþrota bara við tilhugsunina eina. En það er hrikalega gaman að fara á svona og fjöldinn af fólki maður og ekki bara hestamenn sko. Langar einn daginn að skella mér aftur á Landsmót en það verður að bíða (best að fara að safna )

En ég öfunda ekki þetta fólk sem er statt þarna núna.

Knús og klemm á þig sæti héðan úr rokinu á norðurlandi.

JEG, 2.7.2008 kl. 15:52

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

aldrei komid á hestamannamót...adeins heyrt af thvi søgurnar  er thad ekki soldid blautt á fleiri en einn veg?? en vonandi rætist úr vedrinu hjá theim...alveg hrikalega skítt ad vera í útilegum í svona skitavedri

eigdu gódan dag og hafdu thad sem best.

María Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:19

8 Smámynd: Tína

Sonur minn og tengdadóttir langaði einmitt klikkað mikið að fara á þetta mót en höfðu bara ekki efni á því. Sagt er að dagpassinn kosti 6.000 kr á mann en vikan 12.000 kr á mann. Þetta er auðvitað bara rugl. Þau voru í það minnsta ferlega svekkt því að það er víst mikið fjör og gaman á svona landsmóti.

Annars kram, kreist og knús á þig TC minn. Takk fyrir að vera svona duglegur að kvitta hjá mér. Þykir svakalega vænt um það

Tína, 2.7.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Já það var sko tjúttað....alveg vangefið gaman....og svo smellti ég mér á þjóðhátið í framhaldi og var heilan veitur að jafna mig hehehe þarna þetta sumar voru takkaskórnir settir á hilluna og sé ég svakalega eftir því hehehe ;) bara bull en ég man líka eftir þegar hann sleit sinina..;)...en ekki langaði mig að fara núna maður er orðin svo prúða stelpa:) Ráðsett í stofunnni hjá Rut heheh......

Halla Vilbergsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:21

10 Smámynd: JEG

Iss Halla maður er aldrei of prúður eða ráðsettur til að fara á hestamannamót.

Bara misjafnelga fjáður. Enda er þetta klikkað dýrt. Þó finnst mér nú 12þ sosum ekki mikið fyrir vikuna. En pr. dagur er bilun. Og bara föst- sun er dýrt miðað við vikuna. En flestir koma á föstudagskvöldið.

Þjóðhátið er líka bara gaman en þar hefur maður heldur ekki mætt lengi. Eða síðan síðan 1990. en það var mitt 5 sinn svo að maður hefur alveg prófað það. (í öllum veðrum)

Knús sæti Tiger

JEG, 2.7.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef einu sinni farið á ríðingamannasamkomu ( varð að herma eftir þér Jónína veltilfundið orð) ég var 16 ára og stalst eiginlega, mátti ekki fara,
en sko kannist þið við setninguna, en mamma það eru allir að fara.
Mamma sagði nei, en ég bara fór, sendi henni skeyti,
er farin á mótið kem heim á sunnudag.
kveið voða fyrir er ég labbaði heim á sunnudagskvöldinu. þetta mót var haldið á Þingvöllum, við vorum í tjaldi það var æðislega gaman, ég þekkti svo marga úr sveitinni, en ég var samt engin villingur bara smá uppreisn í mér gagnvart mömmu sem ofverndaði einu stelpuna sína.
                          Knús knús Tiger míó míó.
                             Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 19:04

12 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig ljúfur

Helga skjol, 2.7.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég og hestamennska =    Held ég sé búin með kvótann. Þú gætir skrifað ,,smásöguna" Tíu dagar í tjaldi" .. hljómar spennandi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 21:17

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef alveg látið svona ríðumannamót eiga sig í gegnum tíðina. Fór stundum á flakk á sumrin ég félagsskap góðra vina og þá var tjaldað ofl.  Voða gaman.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 22:23

15 Smámynd: M

Ég hefði tékkað mig inná Hótel í næsta nágrenni.

M, 2.7.2008 kl. 22:28

16 identicon

Ég lenti einhverntíma í að fá í heimsókn fjölda fólks sem hafði hrakist úr tjaldútilegu vegna vonskuveðurs, heimili mitt breyttist í útihátíð sem var haldin inní mínu húsi.  Allir voru með nesti og svefnpoka og dýnur og það var sofið þétt um öll gólf og nestið var mest fljótandi en einn og einn harðfiskur fannst líka.  Annars var lítið sofið, það var sungið í stofunni og spilað í eldhúsinu og svo voru herbergin notuð í trúðu mér og treystu samtöl.  Núna þegar ég komin á hótelaldurinn þá tæki ég ekki á móti hröktu fólki þegar stutt er á næsta hótel. 

Knús á þig

Maddý (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:38

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef skroppið á tvö landsmót, bæði á Gaddstaðaflötum.  Ekki man ég árin, en var ég unglingur þá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2008 kl. 00:41

18 identicon

Gvöð ég var á öllum þessum mótum í gamla daga, það var nefnilega svona hrossadómari í fjölskyldunni svo það varð að mæta á þetta allt, voða gaman að vera krakki þarna, varðeldur, söngur og jemundur minn hvað maður sá stundum...þvílíkar fyllibyttur og slagsmálahundar þessir hestamenn og þeirra fylgilið var þarna í den...en nú er þetta orðið svo rosalega faglegt og allt það, sem betur fer, held ég...hef ekki farið síðan 19áttatíu og eitthvað...þá unglingur og tjúttaði rosalega...

En segi bara, vonandi vastu á alveg þrusulaunum í þessa 10 daga....

alva (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 00:59

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef sko oft farið á svona samkomur, og mér finnst það alltaf jafn gaman. - En það eru ár og dagar síðan ég fór síðast. -  Ég væri til í að fara núna ef ég þyrfti ekki að liggja í tjaldi, en því nenni ég ekki lengur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:11

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég hef farid á svona samkundur  fyrir mörgum árum tó.Segji eins og Halla man ekki eftir neinni keppni sko.Tad er nú önnur saga...

En vosbúdin á tér snúllinn minn tarna um árid, madur minn hvad ég hefdi getad hlýjad tér....

KNús á tig inn í gódann dag minn kæri.

Gudrún Hauksdótttir, 3.7.2008 kl. 06:54

21 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Skemmtileg frásögn eins og venjulega

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.7.2008 kl. 06:55

22 Smámynd: Anna Guðný

Hef einu sinni farið á landsmót. Langt síðan og það var í á Vindheimamelum í Skagafirði. Það var alveg ótrúlega gaman, man ég en hvort ég sá einhvern hest er ég ekki viss um. Enda var það svo sem ekki meiningin.

Anna Guðný , 3.7.2008 kl. 15:37

23 Smámynd: egvania

Ég hef tvisvar farið á svona mót, eitt á Hellu og eitt í Skagafirði ( það var áður en ísbirnir komu ) það er orðið svolítið langt síðan. Ég sá nú einhver hross held ég.

 Horse Hér er eitt. 





egvania, 3.7.2008 kl. 16:06

24 Smámynd: Angelfish

Ohh ég elska hesta, en finnst ekki gaman að sjá þá hlaupa í hringi. Það er svipað og fegurðasamkeppnir. Tímasóun. Best er að þeysa í fjörunni, einn með sjálfum sér og hestinum.

knús dúllan mín. Miss u.

Angelfish, 3.7.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 139749

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband