Stóriðjufyllerí, er ísbjörn skotinn - í fjallkonunni? Er fjallkonan kannski bara með byssu tilbúin að skjóta Björn?

Já, var það ekki týpískt - mótmælaspjöldin hangandi í beinni sjónlínu yfir höfði okkar virta forsætisráðherra á meðan hann flutti þjóðhátíðarávarpið. "Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi" stóð á því spjaldi sem ég tók eftir í sjónvarpinu - en auðvitað fáum við ekki að sjá svoleiðis myndir í dagblöðunum.

forsaetisradherrann

Veðurguðirnir voru hátíðargestum hliðhollir, sól og blíða - varla að hár á höfði hreyfðist. Ég hef ekki heyrt hve margir sóttu hátíðarsamkunduna á austurvelli, en það var þéttsetið og staðið að sjá. Mér fannst hálf skondið að sjá þessi mótmælaspjöld sem stóðu í beinni sjónlínu fyrir aftan Forsætisráðherrann þar sem hann stóð í ræðupúlti, en svona mótmæli eru mun betri en einhver æsingur og hamagangur að mínu mati.

 

 

fjallkonanfrida

Nú, ekki vantaði fjallkonuna fríðu. Að venju var einhver fögur snótin fengin til að flytja stutt innlegg í hátíðina. En nú hef ég aldrei pælt í því hver fjallkonan er - fyrir hvað á hún að standa, á hún að hafa eitthvað þýðingarmikið að segja okkur - eða er hún bara skraut, gjörningur í hátíðarbúning sem á ekki að hafa neitt sérstakt að segja heldur bara vera hluti af "uppákomum" þjóðhátíðardagsins?

Ætíð hafa fjallkonurnar okkar þó verið til mikilla prýði - fallegar og tígurlegar, með ljúfan þokka og setja heilmikinn svip á það sem fram fer á Austurvelli á þessum hátíðardegi. Hvaða erindi hún raunverulega á - það hef ég aldrei spáð í en ef einhver þekkir sögu fjallkonunnar og hvaða tilgangi hún raunverulega þjónar á þessum degi - þá væri ég kátur ef sá vitri leyfir mér og þeim sem ekki hafa spáði í tilgang hennar - að njóta vitneskjunnar með sér.

isbjorninn

En annað og mun leiðinlegra málefni, eða þannig séð erfiðara að eiga við.

Enn og aftur er óvelkominn hátíðargestur stiginn á land - eins og allir hafa þegar bloggað um. Persónulega vil ég bara láta klára svona "vandamál" strax, skjóta dýrið og láta heiminn vita af því að við bíðum ekki eftir því að það drepi mann eða annan.

Mér finnst það óþolandi þegar fólk byrjar að vola um hve sætur og fallegur og ljúfur og einmanna og svangur og blablabla kvikindið er - þetta er villidýr sem drepur það sem verður á vegi þess ef það er í þannig skapi, ert þú tilbúinn að taka þá áhættu? Allir sem eru á móti svona drápi myndu umvarpast í hamagangi yfir því að dýrið hafi ekki verið drepið ef einhver þeim tengdur lenti í klóm bjarnar, er það þess virði að hætta á slíkt? Nei, ekki að mínu mati.

 

siglufjordur

Þessi mynd er tekin á siglufirði og tengist ekki beint því sem ég ætla að skrifa hér.

En, Aldursmörk á útihátíðum eru að mínu mati stundum nauðsynleg. Ég hef í nokkur skipti verið á flakki um landið og gist á tjaldsvæðum víða. Undantekningalaust hefur verið mjög mikið ónæði vegna ölvunar og óláta af hendi ungra drykkjumanna/kvenna. Ég er ekki að segja að allt ungviði okkar sé með slíkan hamagang, bara að það er áberandi að þeir sem hafa ekki þroska til - drekka sig út úr kú og standa svo í slagsmálum og hamagangi sem er öllum gestum tjaldsvæðanna til ama. Það er stundum því bráðnauðsynlegt að stetja mörk einhversstaðar, annað hvort aldursmörk - eða hreinlega bara banna áfengi á tjaldsvæðum, sem væri bara miklu betri kostur. Enda eru oft á tíðum mest af barnafjölskyldum á ferðalögum um landið sem gista tjaldsvæði víða um land.

 

storidja

Er það virkilega satt að stóriðjan sé ríkisstyrkt? Framtíðarlandið gefur út skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju og gagnrýnir ríkisstyrkta stóriðju.

Lára Hanna Einarsdóttir er með frábæra pisla ætíð hvað verndun flóru Íslands varðar. Skoðið pislana hennar því þeir eru sannarlega þess virði - en linkurinn á þessar nýjustu stóriðjufréttir er í nafninu hennar Láru þarna uppi.

Við þurfum sannarlega að skoða hvert mál vel og vandlega áður en við fljúgum af stað hvað stóriðju varðar, en auðvitað erum við öll með okkar skoðun og álit á þessum málum. Við megum samt ekki missa frá okkur miklar perlur undir stóriðju.

************************

"Fatlaðir bíða vegna skorts á fjármagni. Þjónustuúrræði fyrir fötluð börn eru í ólestri. Óvíst hvar vistheimili fyrir 20 börn á Reykjanesi mun rísa. Yfirfærsla málaflokks fatlaðra til sveitafélaganna er í bígerð."

Hér er þörf á að taka duglega til hendinni. Hvernig væri að hætta að ausa fé í ferðalög á einkaþotum og bitlingum handa ráðamönnum og elítunni - og setja eitthvað af fénu í svona málefni sem líða vegna fjárskorts?

************************ 

fallegargoturFallegt umhverfi er ætíð gleðigjafi. Fallegar götur og falleg hverfi eru til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Það er dásamlegt þegar fólk tekur sig saman í sinni götu - eða jafnvel bara í heilu hverfi - og fegrar umhverfið saman. Á sumrin er hægt að koma saman og grilla eða gera sér glaðan dag með hvert öðru og börnum hverfisins.

Til fyrirmyndar eru t.d. samrýndir nágrannar á Melhaganum. Íbúar götunnar koma saman á sumrin og fegra götuna sína með tiltekt og þrifum. Svo er slakað á eftir erfiðið og upp er slegin veisla.

Gata er sameign allra íbúa hennar og maður ætti að vera meðvitaður um að hafa hana öðrum hverfum til eftirbreytni með því að hafa hreinsunardag eða jafnvel daga - á vorin og yfir sumartímann. (Upplýsingar um Melhagann úr 24 stundum í dag)...

************************

En, nú er þjóðhátíðardagur Íslendinga og ég óska ykkur til hamingju með daginn. Farið nú út og gerið eitthvað skemmtilegt því það er af nógu að taka um allt landið. Víða er veður gott og því tilvalið að fara með börn og buru út og njóta samverunnar með fjölskyldunni.

Hér læt ég þessum hamagangi lokið í bili. Verð ekki á ferðinni aftur fyrr en í kvöld og mun þá klára að lesa yfir ykkur sem voruð á ferðinni í síðustu færslu hjá mér - sem og núna þessari - ef einhver hefur eitthvað um eitthvað að segja. Njótið dagsins og njótið þess ef kostur er að vera með fjölskyldunni og gerið eitthvað saman! Ljúfar kveðjur í loftið ...


mbl.is Þjóðhátíð sett á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegan þjóðhátíðardag Tící minn

Huld S. Ringsted, 17.6.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: JEG

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ææjjj mikið er ég nú samt ekki þessi týpa sem nennir að þvælast í bænum eða á samkomum á þessum degi ónei. Greinilega vaxin uppúr því. En þetta var jú tilbreyting þegar maður var krakki. Við höldum okkur bara heima hér í sveitinni því mér finnst það vera gáfulegra að fara seinna þegar ekki er svona mikið af fólki útum allt s.s. fyrir manni og verslanir opnar og kaupa eitthvað nytsamlegt og skemmtilegt handa börnunum sem þeim langar. Og veistu það er örugglega ódýrara en einn svona dagur jammm.....

Nú þetta með útihátíðir og tjaldstæði úfff ástandið er nú bara orðið þannig að maður nennir ekki að fara neitt og tjalda eða gista í þartilgerðum vögnum. Nei þá er ég nú frekar bara heima og ef ég er að ferðast þá gisti ég í húsum hjá skyldfólki eða gistingu takk. Nú ef að maður er með vagn eða tjald þá gisti ég á prívat stað ekki þar sem rukkað er fullt fyrir ekkert.

Já svo er það nú enn eitt málið "björn nr.2"  Sammála þér þar þetta er villidýr já sko rándýr og drepur það sem því hentar. Drepum það. (ég meina sko rjúpan er drepin og étin hún er saklaus og ekki rándýr) 

Já það er gaman að hafa snyrtilegt í kringum sig og mér finnst það merki um dómgreind og kærleik að sameinast og gera götuna sína fína. Það er enginn að tala um að það þurfi að vera botnlaus vinskapur á milli manna og stöðugur samgangur. En það er gott að vinna saman og passa sig og sína. "Nágrannavakt."

En nú er þetta orðið heilt blogg og mál að hætta þessu bulli að sinni. Knús og kram á þig sæti og njóttu dagsins í botn.

JEG, 17.6.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já  það er hamagangur í þér í dag og þú drepur á ýmsu.Ég er þokkalega sammála þér í öllu þessu.......eeeenn vellti oft fyrir mér þessu með unglingana og unglingadrykkju.Það er staðreynd að unglinar drekka.Mikið verri staðreynd er að það er ekki fyrir þessa unglinga.Ekkert við að vera.Engin sveitaböll eða skipulagðar uppákomur....svo þau finna sér sinn vettvang sjálf sem mér finnst engan veginn nógu gott.

Svo má nú alveg fækka um 1 til 3 ísbyrni í heiminum mín vegna.

Eigðu góðan dag.

Solla Guðjóns, 17.6.2008 kl. 15:26

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iceland Til hamingju með sjálfan þig bara, krúttið mitt! Kiss

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.6.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: JEG

Einmitt það sem er málið það vantar uppákomur fyrir unglingana. Hér áður voru fleirri tónleikar og böll en nú (finnst mér)

Nú eins var skandall að ekki var neitt um að vera í Galtarlæk í fyrra og var það bara til þess að margir unglingar fóru á aðrar hátíðar og varð úr vesen.

Það hlýtur að vera hægt að redda þessum málum.

Knús á þig sæti.

JEG, 17.6.2008 kl. 16:33

6 Smámynd: M

Gleðilegan þjóðhátíðardag

M, 17.6.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegan hátíðardag elsku Tici minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Gleðilegan Hátíðardag og hafðu góðan dag

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 17.6.2008 kl. 18:29

9 identicon

love

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledilega thjódhátid. Veistu ég hafdi oft velt thessu fyrir mér lika med fjallkonuna væri gaman ef einhver fródur gæti frætt okkur skøtuhjúin um hana En gaman ad vedrid lék vid landann í dag  ekki svo oft sem thad gerist. Já og annar bjørn á bænum! persónulega finnst mér soldid fyndid ad tala um "einmana" ísbjørn...hélt ad their væru oftast einir á ferd.. eda er ég ad ljóskast núna..? las thetta einhversstadar held ég...

En knus i daginn thinn og góda viku

María Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:10

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó, ég for inn í herbergi og lokaði hurðinni á meðan forsetisráðherra hélt sína stórræðu, heyrði svo smá úr ræðunni í fréttunum á eftir mér varð bara illt.  Ég er sammála Kurr við þurfum sjálf foreldrarnir að setja mörkin.
                              Knús og kram Tiger míó míó.
                                 Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 22:36

12 Smámynd: G Antonia

Sammála þér esskan, en sumt þekki ég ekki og annað er fyrir ofan minn skilning (ekki klárari en það ! )... Ég var dugleg í "den" að labba með börnin og elta lúðrasveitina og fánann en í dag .. finnst mér bara best að vera að slá blettinn í blettóttum fötum og slaaaka!
Óska samt öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn í dag, og ekki spillti veðrið að þessu sinni, né jarðhræringar (like árið 2000)
"Spánar" blíða og þá er ég ánægð !!! Hasta luego og stórt knús **

G Antonia, 18.6.2008 kl. 00:32

13 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Vona að þú hafir átt góðan dag Tiger minn!

Hefði verið nær að skjóta þennann 'isbjörn straxog nota peninginn í eitthvað þarfara

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 18.6.2008 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband