Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
8.2.2009 | 12:12
Hvort er alvarlegra - að hóta, tæla og táldraga - eða að drepa 84 og slasa á þriðjatug? Spurning sko ...
"Haft er eftir Nathan Rees, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales að brennuvargar geti átt yfir höfði sér 25 ára dóm fyrir uppátæki sitt."
Ok, nú er ég ekki alveg að skilja dómskerfi heimsins. Um daginn kom fram að drengur gat átt yfir höfði sér allt að 300 ára dóm fyrir að villa á sér heimildum, hóta og í einhverjum tilfellum ná að plata nokkra skólafélaga til kynferðislegra athafna... gott og vel!
En hér í Ástralíu hafa brennuvargar líklega drepið allavega 84 - og slasað í það minnsta á þriðja tug fólks - en eiga bara yfir höfði sér allt að 25 ára dóm???
Ég held bara að ég hætti að spá í þessi mál - enda er næsta víst að dómarar eru mismunandi eftir löndum og lög hvers lands eru auðvitaða líka mismunandi.
Það væri líklega endalaust hægt að velta sér uppúr svona mismunandi dómum og fá endalaust upp ótrúlegustu niðurstöður.
Ætli dómarar sem dæma hvað hörðustu dómana hafi verið skipaðir í dómarasæti án þess að vera mjög hæfir til að gegna störfum - skipaðir pólitískt og vegna skyldleika við pólitíkusa - líkt og hefur verið gert hér heima í valdatíð Sjálfstæðisflokksins? Ætli það hafi álíka afleiðingar hér heima þegar mál eru til umfjöllunar að minna hæfir dómarar dæmi vægar, harðar eða álíka - eftir því hvar í flokki sá "seki" er settur? Æi, ég ætla ekki einu sinni að halda út á þá braut að brjóta heilann um þá pólitísku spillingu sem tengist öll á einhvern hátt Dabba kóng og hans auma flokki...
Enn hækkar tala látinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.2.2009 | 15:12
Nú á bara að skrá sig formlega inn í pólitíkina, þannig lagað. Sjálfstæðismannalausar ríkisstjórnir næstu áratugi er málið!
"Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26. -29. mars. Það er sama helgi og landsfundur Sjálfstæðismanna fer fram.
Í dag stendur yfir Framtíðarþing og er því ætlað að marka upphafið á lokahnykk stefnumótunar sem ná mun hámarki á landsfundinum. Um 300 manns eru á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra."
Er að segja ykkur það að ég ætla mér að fara eftir helgi og skrá mig formlega inn í Samfylkinguna! Margir sem ég þekki persónulega - eru að gera slíkt hið sama um þessar mundir og því vil ég líka taka þátt í því að stuðla að "sjálfstæðismannalausum" stjórnmálum á næstu misserum - eða sem lengst helst. Ég myndi aldrei skila auðu - hef aldrei gefið sjálfstæðismönnum atkvæði mitt og mun aldrei gera - og ef eitthvað væri - þá líklega myndi ég skoða VG ef Samfylkingin væri ekki til staðar.
Landsfundur Samfylkingar í lok mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 14:00
Spurning um hvort konur leggi fyrirtæki hraðar í rúst en karlar? Það er líklega allur gangur á því...
Eru konur hæfari stjórnendur en karlar? Það er spurning en næsta víst er að það mun koma í ljós á næstu misserum hvort eitthvað sé til í þeirri staðhæfingu margra.
Sjálfur hef ég þekkt til kvenna í toppastöðum sem hafa eitrað mikið út frá sér og hreinlega lagt fyrirtæki í rúst - bara vegna eitraðrar öfundar út í aðrar konur sem voru þó lægra settar þeim hjá fyrirtækinu - en mun betri starfskraftar þó. Öfundsjúkar konur í yfirmannastöðum eru skaðræðisgripir sem ekki er gott að lenda í - ykkur er óhætt að trúa því sko. Karlar hins vegar ganga hreint til verks og segja út sína meiningu á meðan konur geta átt það til að fara sálfræðileiðina, baknaga og stinga í bak þeirra sem þeim er illa við. Reyndar geta karlar líka gert slíkt - en oftar bara kýla þeir frá sér í eitt skipti fyrir öll á meðan konur reyna smátt og smátt að "rústa" þeim sem þeim er illa við.
Ein óvönduð kona t.d. lagði í rúst 15 ára samheldinn vinnuhóp sem hélt styrkri, faglegri og réttlátri hendi utan um allan reksturinn með algeran kvennaskörung í fararbroddi - en þegar hin óvandaða var sett yfir þennan góða hóp - kom fljótlega upp mikil óvild og öfund út í kvennaskörugninn þar sem skörungurinn leysti yfir höfuð öll vandamál á farsælan hátt án erfiðleika, en það sem kom upp í hendur þeirra óvönduðu - klúðraðist á margan hátt og flæktist - svo skörungurinn þurfti oft að koma til að leysa klúðrið og bjarga málum.
Í stað þess að vera þakklát, auðmjúk og reyna að læra af skörungnum - þyggja hjálp hennar og meta hana - þá setti sú óvandaða oftar en ekki út klærnar og rýtingar flugu aftur og aftur í bak skörungsins þar til hún réð ekki við meira og sagði af sér og fór á annan vettvang. Á stuttum tíma eftir þetta tókst kerlingunni að reka allan vinnuhópinn smátt og smátt og enn í dag eru stanslausar mannaráðningar í gangi þarna á bæ. Undarlegt að yfirmenn staðarinns skuli ekki opna augun fyrir þessu - setja kerlinguna á hliðarkanntinn og reyna að nálgast aftur sinn fyrrverandi brilljant starfshóp.
Við verðum nú að vona að Testósterónið sé ekki alveg horfið héðan - en samt er það vonandi þannig að 50% Testósterón og 50% kvenngen vinni vel saman á Alþingi þar sem slík skipting einkennir nýja stjórn. Mitt mat er að konur geta verið alveg brilljant stjórnendur ef þær vilja - hef líka séð slíkt gerast og hef haft konur sem yfirmenn sem sanna það fullkomlega - og það geta karlmenn líka.
Öld testósterónsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú skilst mér að tveir bankastjórar hafi sent Jóhönnu Sigurðardóttur Forsætisráðherra svör sín - en auðvitað er Davíð ekki annar þeirra.
Hversu erfitt er það - fyrir meðaljóninn - að svara svona spurningu frá yfirboðara sínum? Hvers vegna þurfa Davíð og félagar svona langan tíma til að svara? Eru þeir að grafa leyndarmálin eða fela leynilega sjóði?
Ef Davíð væri ekki - þá væru hinir tveir sannarlega löngu búnir að svara, svo mikið er víst.
Hvað er Davíð að brugga núna í kjallara Seðlabankans? Næsta víst er að ég gruna hann um að sjóða saman einhvern nornaseið sem hann mun svo skella á þjóðina - sannarlega er honum nákvæmlega sama um álit þjóðarinnar og sannarlega er honum sama þó þjóðin þurfi að punga út heilmiklum fjármunum til að losna við hans hágöfuga og alvald.
Blæs á tal um pólitískar hreinsanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ykkur að segja finnst mér að lögreglan hafi staðið sig með eindæmum vel í mótmælahrinunni sem flaug fram um alla miðborgina undanfarið.
Oft fannst mér sjóða uppúr - fólk fara framfyrir sig og vaða áfram í fáránleika og villu. Til dæmis fannst mér það alveg út í fáránleika að brjótast inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fáránlegt að atast og brjóta glugga í Alþingishúsinu hvað þá að reyna að kveikja í því og stórkostlega ömurlegt að grýta lögreglumenn með gangstéttahellum og fleiru. Ekki var það heldur til fyrirmyndar þegar fólk reyni að brjóta sér leið inn á Hótel Borg þegar Kryddsíld var í beinni, það að klifra yfir járnhlið og reyna að komast inn í húsið bakdyramegin og lenda í odda við starfsfólk eldhússins - og annarra starfsmanna hótelsins - og svo auðvitað lögreglunna - það fannst mér líka fyrir neðan allar hellur. Mér fannst það glæsilegt að hafa þennan hávaða sem sannarlega truflaði útsendingar og gerðu sitt gagn - en hitt mátti missa sig.
Sannarlega voru margir - sennilega langflestir - til fyrirmyndar og voru algerlega "réttu megin" við lögin í öllum þeim mótmælum sem fram fóru en það voru margir sem að mínu mati fóru langt yfir strikið og voru bara til skammar þeim sem stóðu að heiðarlega löglegum mótmælum.
Ömurlegast af öllu fannst mér þegar "góðkunningjar" lögreglunnar fóru að nota sér hópinn - mótmælendur - til að "hegna" lögreglunni fyrir eigin ófarir á lífsleiðinni. Í skjóli mótmælendanna tóku misyndismenn sig til og réðust að lögreglunni algerlega á eigin vegum og ekkert í tengslum við mótmælin sjálf. Synd og skömm að slíkt gerist - en sannarlega varla hægt að koma í veg fyrir slíkt þegar uppþotin eru eins og þau voru.
Lögreglan upp til hópa - meira og minna - fannst mér standa sig aðdáunarvel í aðgerðum sem sennilega enginn þeirra hafði upplifað áður eða nokkra reynslu af. Þeir voru langflestir í sömu sporum og mótmælendur sjálfir hvað aðstæður varðar sem snúa að húsnæðislánum, bílalánum og öllu því sem við hin vorum að mótmæla - en þurftu samt að standa sína plikt! Til fyrirmyndar bara .. tæki ofan hatt minn ef ég hefði slíkan á haus mér.
Vildi ekki beita meiri hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.2.2009 | 23:49
Er það Guð sem stjórnar SértrúaPrestum - eða er það fégræðgi?
"Leiðtogi sértrúarsöfnuðar í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að geyma rotnandi lík af kvenkyns safnaðarmeðlimi sínum, í tvo mánuði, inni á baðherbergi annars sóknarbarns. Presturinn, Alan Bushey, er sagður hafa geymt líkið af konunni, sem var níræð þegar hún lést, til þess að ekki kæmist upp um andlát hennar. Tilgangurinn var sá að ná félagslegu bótunum hennar."
Ok, hversu oft hefur það ekki verið sagt að sértrúasöfnuðir séu af hinu illa? Auðvitað geta verið undantekningatilfelli - en þetta er einmitt það sem ég hef alltaf trúað - að þeir sem stofna og reka sértrúafélög - séu að mestu leiti bara á höttunum eftir peningum auðtrúa fólks sem kannski er viðkvæmt í trúnni vegna veikinda, elli eða fráfalls ættingja og svo frv..
Það er endalaust ljótt að misnota ákveðið vald sem maður getur haft yfir öðrum þegar verið er að mata eigin krók og misnota þannig líka trú fólks á það góða í heiminum. Sannarlega vona é að þessi "Prestur" fái nú 300 ára dóm fyrir það eitt og sér að draga tíma hinnar níræðu maddömu frá himnaríki.
"Bushey, sem er 58 ára gamall leiðtogi safnaðarins Regla hins guðlega vilja, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og 25 þúsund dollara sektargreiðslu, en dómur verður kveðinn upp yfir honum í maí. Saksóknari í Juneau sýslu í Wisconsin heldur því fram að Bushey hafi skilið lík konunnar eftir sitjandi á klósettinu, en að hann hafi tjáð húsráðandanum að Guð myndi endurlífga hana. Líkamsleifar konunnar fundust tveimur mánuðum síðar eftir að fjölskylda hennar fór að grennslast fyrir um afdrif hennar."
Halló, karlinn hefði nú getað leyft blessaðri konunni að liggja útaf þó látin væri - frekar en að þurfa að húka á salerninu í tvo mánuði. Hjálpi mér .. að Guð myndi endurlífga hana! Aumur má sá vera sem tók þátt í þessu með prestinum og gerði ekkert .. jaa .. viku eftir eða mánuði eftir - og ekkert lífsmark ennþá með maddömuni.
En, hvað eru börnin hennar eða fjölskylda að hugsa. Meina, konan var níræð! Þau láta tvo mánuði líða án þess að athuga með konuna sem er komin nær ellidauða en annað, er fólki almennt alveg sama um gamla fólkið sitt á meðan það heldur að einhver annar er að hugsa um það.
Ég er að segja ykkur það satt að við - ég og systkyn mín - erum búin að ákveða það að það mun aldrei líða dagur í lífi móður okkar án þess að eitthvert okkar hafi heyrt eitthvað í henni - en faðir okkar hefur ekki unnið fyrir slíku í þessu lífi - útilokum hann samt auðvitað alls ekki samt.
Við erum sex systkynin og höfum ákveðið að hvert okkar mun taka dag í viku til að vera með henni og sjá um að heimsækja hana og hugsa um allan hennar aðbúnað - eftir að hún fer á elliheimili eða hjúkrunarheimili. Hún mun aldrei þurfa að upplifa heilan dag án þess að sjá eitthvert okkar og við munum sannarleg gera okkar til að hún muni geta verið sæl og glöð sín síðustu spor umkringd börnum, barnabörnum og langömmubörnum. En skottið er nú ekki nema hvaaa... sisxtífæf eða svo - en samt komin yfir 20 barnabörn, fimm langömmubörn og í það minnsta fjögur langömmubörn á leiðinni núna með vorinu.
Nei, mér er það óskiljanlegt að fólk skuli vera auðtrúa í blindni á gervipresta og sértrúasöfnuði - og enn meira óskiljanlegt að fólk skuli ekki hafa afskipti af gamla fólkinu sínu í svona langan tíma í einu - heila tvo mánuði.
Geymdi lík til að fá bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 18:07
Ofurkappi sem lyppast niður á skeiðvellinum - spurning um að halda sig við rétta skeiðvöllinn kaddl.
Breska söngkonan og Kryddpían Mel B býr víst yfir meiri kynorku en nokkur sem hún hefur kynnst um ævina. Mel segir að eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, sé eini maðurinn sem hún hafi nokkru sinni verið með sem nái að halda í við hana í rúminu.
Ég veit að ég verð alltaf trú eiginmanni mínum af því að ég hef aldrei kynnst neinum sem er á pari við mig þegar kemur að kynlífi, sagði söngkonan í samtali við breska tímaritið Glamour.
Aðrir elskhugar mínir hafa kannski byrjað vel, en svo halda þeir aldrei í við mig. Í rauninni hef ég aldrei kynnst neinum með jafnmikla kynþörf og ég sjálf.
Þess má til gamans geta að Fjölnir Þorgeirsson var unnusti söngkonunnar fyrir margt löngu.
Mbl.is ..
Verður maður þá ekki að reikna með því að hinn íslenski ofurkappi og hestabjargari - hafi bara verið hálfgerður foli í smá stund - en hann hafi svo bara lyppast niður eftir fyrstu reiðtúrana? Jú, líklega bara ...
Ohjæja, hann getur þó allavega hamst við björgunaraðgerðir þó hann haldi það ekki út á öðrum skeiðvöllum. Spurning um það fyrir kappann - að halda sig bara á réttum skeiðvelli svo ekki fari hallandi ... fæti allavega.
Með gríðarlega kynorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 16:55
Ætla að narta í hana í rólegheitum - sleikjana og njótennar - hreinlega eta hana upp til agna!
Þvílíkt lostæti og þvílíkt augnkonfekt.
Þessa ætla ég að nálgast eins fljótt og auðið er - lykta af henni, snúa henni á alla kannta - kannski sleikja hana aðeins - þó ég viti að það sé bannað - gæla við þá hugmynd að eiga hana alveg útaf fyrir mig sjálfan - alla og ósnerta og það sem meira er - umla og stynja á meðan ég afhjúpa hana þegar ég hef komið með hana heim. Segi það satt - ég mun verða í sæluvímu á meðan ég narta í þessa næstu nætur - í stað kanelsnúðanna minna.
Gleymi því ekki þegar ákveðinn bakari bakaði tertu og kom með hana til mín, gaf mér og át með mer - en glopraði því svo óvart út úr sér að hann vildi óska að hann hefði þessa uppskrift af tertunni - í ljós kom náttúrulega að hann hafði ekki bakað hana sjálfur eins og hann sagði í upphafi - heldur hafði hann keypt hana á leiðinni í ákveðnu bakaríi. Sótrauðum tókst honum þó að klóra sig út úr þeim vandræðapakka - með hjálp og leyfi frá mér auðvitað - enda - til hvers eru vinir ef ekki til að hjálpa til við að koma manni úr vandræðalegum uppákomum.
Kaka ársins 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 16:09
Nýr bankastjóri Landsbankans, Ásmundur Stefánsson - tímabundið.
Jæja, þá er blessaður karlinn - hann Ásmundur Stefánsson - kominn í feitasta stólinn hjá Landsbankanum - orðinn bankastjóri þar á bæ.
Reyndar lýst mér ekkert illa á það, viss um að hann mun ekki gera mikið af sér á meðan hann er tímabundið í þessu embætti.
Bankaráðið hjá nýja Landsbankanum, NBI hf., ákvað að fresta því að auglýsa stöðuna lausa þar til á þriðja ársfjórðungi.
Elín Sigfúsdóttir mun samt hætta störfum um næstu mánaðarmót. Líklega hlýtur það að skapa einhvern frið í kringum Landsbankann, þar sem hún hefur þegar verið á einhvern hátt umdeild vegna launa og bíls eða eitthvað í þá áttina.
Ásmundur bankastjóri um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2009 | 13:26
Er maður dæmdur í eitt ár í fangelsi fyrir hverja dónamynd sem maður tælir af öðrum einstakling? 300 myndir = 300 ára fangelsi.
Hvernig stendur á því að maður sem ekkert hefur gert af sér - annað en að skrifa hótanir, villa á sér heimildum á netinu og þannig tæla unga skólafélaga til að senda sér myndir - og hóta þeim myndbirtingum (og jafnvel birt einhverjar myndir) - geti átt yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi - á meðan annar maður getur misnotað fjöldann allan af börnum kynferðislega - eyðilagt líf þeirra og fjölskyldna þeirra, aftur og aftur en fær bara stutta og skilyrta dóma ..
Eða morðingjar - menn/konur sem taka líf annarrar manneskju - eru að fá hvað - 1 til 5 ára dóma.
Hvernig í ósköpunum dómskerfi heimsins er uppbyggt er mér ómögulegt að skilja. Þvílíkt hve lífið væri auðveldara ef dómskerfi heimsins væri eins uppbyggt svo að sömu brot hlytu sömu meðferð og sömu dóma um alla heimsbyggðina. Spurning um hvort ekki sé hægt að koma slíku á - að heimurinn myndi laga sig einhvern veginn saman þannig að dómar fyrir sömu glæpi yrðu meira svipaðir um alla jörð.
Það að geta mögulega dæmt mann í allt að 300 ára fangelsi er náttúrulega út úr kú - nema ef um barnanýðing væri að ræða - þá myndi ég skilja dóminn - en fyrir ungling sem er að hóta hægri vinstri og villa á sér heimildir til að fá nektarmyndir .. skilðaekki þó ljótur leikur sé!
Hér fyrir neðan er fréttin af þessu af Mbl.is. Oft nennir maður ekki að elta tengla til að kíkja yfir frétt sem tengt er við svo ég tek þann pólinn að birta fréttina í heild ásamt tenglinum.
"Átján ára bandarískur skólapiltur hefur verið ákærður fyrir að hafa villt á sér heimildir á Fésbók með því að hafa þóst vera stúlka og hafa gabbað 31 skólabróður hið minnsta til að senda sér nektarmyndir af sér og reynt að kúga þá til kynferðisathafna.
Var Anthony Stancl ákærður í gær fyrir að táldraga börn en hann er einnig ákærður fyrir sprengjuhótun. Er ákæran í fimm liðum. Lögfræðingur Stancl segir að hann muni neita sekt í málinu og reyna að ná sátt.
Stancl var yfirheyrður í nóvember 2007 vegna sprengjuhótana sem hann var ásakaður um að hafa sent kennurum og skrifaði um á veggi salernis í skóla sínum, New Berlin Eisenhower Middle and High School.
Samkvæmt ákærunni á Stancl að hafa haft samband við samnemendur á Fésbók það sama ár og þóttist hann heita Kayla í sumum tilvikum en Emily í öðrum. Segja piltarnir að þeir hafi verið tældir til þess að senda stúlkunni sem þeir kynntust á Fésbók nektarmyndir af sér eða myndbönd.
Kennsl hafa verið borin á 31 pilt sem sendi Stancl slíkar myndir og yfir helmingur þeirra segir að stúlkan sem þeir hafi kynnst hafi reynt að fá þá til að hitta karlkynsvin og heimila honum að eiga kynmök við þá.
Var þeim sagt að ef þeir gerðu ekki það sem hún bað um þá myndi hún senda nektarmyndirnar eða myndböndin til vina þeirra og myndirnar yrðu síðan vistaðar á netinu. Í einhverjum tilvikum tókst Stancl ætlunarverk sitt samkvæmt ákærunni. Alls fundust um 300 nektarmyndir af ungum piltum í tölvu Stancl en þeir yngstu eru 15 ára gamlir.
Ef Stancl verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi."
Ákærður fyrir kynferðisbrot á Fésbók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði