Hvor hópurinn var meira til fyrirmyndar - lögreglan eða mótmælendur? Það er spurning að mínu mati en yfir það heila gruna ég að lögreglan standi uppi sem sigurvegari - þannig séð.

lögreglanYkkur að segja finnst mér að lögreglan hafi staðið sig með eindæmum vel í mótmælahrinunni sem flaug fram um alla miðborgina undanfarið.

Oft fannst mér sjóða uppúr - fólk fara framfyrir sig og vaða áfram í fáránleika og villu. Til dæmis fannst mér það alveg út í fáránleika að brjótast inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fáránlegt að atast og brjóta glugga í Alþingishúsinu hvað þá að reyna að kveikja í því og stórkostlega ömurlegt að grýta lögreglumenn með gangstéttahellum og fleiru. Ekki var það heldur til fyrirmyndar þegar fólk reyni að brjóta sér leið inn á Hótel Borg þegar Kryddsíld var í beinni, það að klifra yfir járnhlið og reyna að komast inn í húsið bakdyramegin og lenda í odda við starfsfólk eldhússins - og annarra starfsmanna hótelsins - og svo auðvitað lögreglunna - það fannst mér líka fyrir neðan allar hellur. Mér fannst það glæsilegt að hafa þennan hávaða sem sannarlega truflaði útsendingar og gerðu sitt gagn - en hitt mátti missa sig.

Sannarlega voru margir - sennilega langflestir - til fyrirmyndar og voru algerlega "réttu megin" við lögin í öllum þeim mótmælum sem fram fóru en það voru margir sem að mínu mati fóru langt yfir strikið og voru bara til skammar þeim sem stóðu að heiðarlega löglegum mótmælum.

Ömurlegast af öllu fannst mér þegar "góðkunningjar" lögreglunnar fóru að nota sér hópinn - mótmælendur - til að "hegna" lögreglunni fyrir eigin ófarir á lífsleiðinni. Í skjóli mótmælendanna tóku misyndismenn sig til og réðust að lögreglunni algerlega á eigin vegum og ekkert í tengslum við mótmælin sjálf. Synd og skömm að slíkt gerist - en sannarlega varla hægt að koma í veg fyrir slíkt þegar uppþotin eru eins og þau voru.

Lögreglan upp til hópa - meira og minna - fannst mér standa sig aðdáunarvel í aðgerðum sem sennilega enginn þeirra hafði upplifað áður eða nokkra reynslu af. Þeir voru langflestir í sömu sporum og mótmælendur sjálfir hvað aðstæður varðar sem snúa að húsnæðislánum, bílalánum og öllu því sem við hin vorum að mótmæla - en þurftu samt að standa sína plikt! Til fyrirmyndar bara .. tæki ofan hatt minn ef ég hefði slíkan á haus mér.


mbl.is Vildi ekki beita meiri hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aldrei þessu vant erum við bara sammála !

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Tiger

 Jónína ... ég mótmæli ... ég er ekki sammála þér því við erum alltaf sammála svo núna er engin breyting á. Eða er einhver breyting í loftunum ... mannleg samskipti að lagast og sonna sko ..

Tiger, 6.2.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Tiger

Búkolla min, ég er sammála því að stærstur hluti mótmælenda er friðsamur og mætir í bæinn til að - já - mótmæla - en alltof margir koma bara til að fá adrenalínkikk, kasta eggjum, steinum eða slást á einhvern hátt - bara til að koma á neikvæðri umfjöllun á lögregluna.

Tiger, 6.2.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flestir mótmælendurnir voru friðsemdarfólk. Lítill hluti var með stæla, ekki til að mótmæla neinu, heldur bara til að fá útrás í eggjakasti og öðrum stælum. Því miður fær sá hópur of mikla athygli fjölmiðla. Ég öfundaði ekkert lögreglumennina/konurnar sem stóðu sína vakt og rétt eins og þú nefndir, þá er þetta líka fólk sem þarf að borga sínar skuldir. Knús í helgina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 18:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er ekki frá því að mínir mannlegu samskiptahættir hafi nú eitthvað lagast...

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 19:10

6 Smámynd: Tiger

Sigrún; Alveg sammála þér - því miður er það oft þannig að þeir "óþekku" fá alla athyglina en hinir friðsömu ekki neina. Ég fann oft til með lögreglumönnunum líka með það í huga að þar eru á ferð menn og konur sem voru í alveg sömu sporum og við sjálf ..

Jónína ... hahaha ... tekur þú eftir því að geislabaugurinn þinn snýr á hvolfi!?

Tiger, 6.2.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: Hlédís

Mér sýnist þið vera farin að mála englavængi á ofbeldis-lögregluþjóna sem komu óeirðum af stað rétt uppúr hádegi þriðjudaginn 20. janúar 2009. Lýsi því ekki nánar, nóg er af vitnum og myndum af gjöðum þeirra.  Ja-svei!

Hlédís, 7.2.2009 kl. 01:10

8 Smámynd: Tiger

Já, svei - eða þannig. Ætli það geti ekki verið eins og einn eða tveir skemmdir mann innan lögreglunnar líkt og innan um mótmælendur - spáðu í það - og það á hvað að gera - láta það sama vaða yfir alla heildina og kalla lögregluna yfir það heila skemmda og að þeir séu bara allir ofbeldis-lögregluþjónar?

Opna augun, og sjá - yfirhöfuð eru flestir mótmælendur friðsamir en það eru sannarlega skemmd epli þar innan um - það sama gildir um lögregluna - bankamenn - barnapíur - kennara - húsmæður - kranamenn ...

Dæmum ekki og klippum vængina af þó 1% af lögreglumönnum fari yfir um því 99% þeirra eru í nákvæmlega sömu sporum og við öll hin - nema hvað þeir fá það óþvegið frá okkur í aukabónus fyrir það eitt að vinna vinnuna sína! Helvítis kjaftæði að við séum að mála vængi á og styðja eitthvert ofbeldi hér ...

Tiger, 7.2.2009 kl. 02:10

9 Smámynd: Hlédís

Svo vill til að sífellt þarf að losa lögreglustéttina við ofbeldismenn er í hana sækja. Þetta á við allstaðar og um fleiri gæslumannastéttir. Að halda þeim, og setjan þá "aðgerðastjóra" í óeirðasveitum, er þekkt aðferð - en fordæmd bæði innan og utan lögreglu. -  !/99 tuggan er orðin þreytt - og 2/98 er nær lag í ofbeldismanna-safni ríkislögreglustjóra! Slík er ekki ásættanlegt, síst fyrir heiðarlega lögreglumenn. Þetta veist þú væntanlega , Tiger.

Vertu blessaður.

Hlédís, 7.2.2009 kl. 09:37

10 Smámynd: Tiger

Hlédís; Sannarlega satt að það þarf að hreinsa til og losna við ofbeldismenn innan lögreglustéttarinnar svo þar grasseri ekki menn sem ekkert erindi eiga þar og passa ekki inn í normið á þeim bæ. Ef satt er að þeir séu settir í óeirðasveitir - þá er það auðvitað skelfilegt og reyndar óásættanlegt og ætti að rannsaka og taka fyrir slíkt skilyrðislaust.

1/99 tuggan og 2/98 tuggan - sem og 5/95 tuggur - allt saman bara hent fram til að eiginlega leggja áherslu á hversu lítill hópur það er í raun og veru sem er skemmdur innan um heildina - hvort sem það er innan raða lögreglu eða mótmælenda eða læknastéttarinnar ... tölurnar sem slíkar eru ekki heilagar og því ekki tuggutækar þannig séð heldur er það meiningin á bakvið tuggurnar sem fólk á að horfa á frekar.

Það er sannarlega algerlega óásættanlegt að hafa skemmda einstaklinga innan raða hvaða stéttar sem er - og síst kannski lögreglu og þeirra sem hafa mikið með lög, reglur og dómsmál að gera. Ja, eða reyndar bara hvaða stétt sem er .. en það er bara því miður þannig að það verða alltaf til skemmd epli í öllum hópum og stéttum, það er ekki hægt að útiloka slíkt - en væri sannarlega dásamlegt ef hægt væri að fylgjast betur með slíku og taka strax á ef finnst.

Takk fyrir innlit Hlédís og þínar hugleiðingar og álit.

Tiger, 8.2.2009 kl. 12:51

11 Smámynd: Hlédís

Þakka þér, Tiger!  Það er gott að fá málefnaleg svör. Við erum sammála um að ekki er létt að halda 'eplatunnu' hreinni af skemmdum ávöxtum. Viðleitni til þess er það sem förum fram á.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband