Er það Guð sem stjórnar SértrúaPrestum - eða er það fégræðgi?

pilgrim-afterdinner

"Leiðtogi sértrúarsöfnuðar í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að geyma rotnandi lík af kvenkyns safnaðarmeðlimi sínum, í tvo mánuði, inni á baðherbergi annars sóknarbarns. Presturinn, Alan Bushey, er sagður hafa geymt líkið af konunni, sem var níræð þegar hún lést, til þess að ekki kæmist upp um andlát hennar. Tilgangurinn var sá að ná félagslegu bótunum hennar."

Ok, hversu oft hefur það ekki verið sagt að sértrúasöfnuðir séu af hinu illa? Auðvitað geta verið undantekningatilfelli - en þetta er einmitt það sem ég hef alltaf trúað - að þeir sem stofna og reka sértrúafélög - séu að mestu leiti bara á höttunum eftir peningum auðtrúa fólks sem kannski er viðkvæmt í trúnni vegna veikinda, elli eða fráfalls ættingja og svo frv..

Það er endalaust ljótt að misnota ákveðið vald sem maður getur haft yfir öðrum þegar verið er að mata eigin krók og misnota þannig líka trú fólks á það góða í heiminum. Sannarlega vona é að þessi "Prestur" fái nú 300 ára dóm fyrir það eitt og sér að draga tíma hinnar níræðu maddömu frá himnaríki.

"Bushey, sem er 58 ára gamall leiðtogi safnaðarins „Regla hins guðlega vilja“, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og 25 þúsund dollara sektargreiðslu, en dómur verður kveðinn upp yfir honum í maí. Saksóknari í Juneau sýslu í Wisconsin heldur því fram að Bushey hafi skilið lík konunnar eftir sitjandi á klósettinu, en að hann hafi tjáð húsráðandanum að Guð myndi endurlífga hana. Líkamsleifar konunnar fundust tveimur mánuðum síðar eftir að fjölskylda hennar fór að grennslast fyrir um afdrif hennar."

Halló, karlinn hefði nú getað leyft blessaðri konunni að liggja útaf þó látin væri - frekar en að þurfa að húka á salerninu í tvo mánuði. Hjálpi mér .. að Guð myndi endurlífga hana! Aumur má sá vera sem tók þátt í þessu með prestinum og gerði ekkert .. jaa .. viku eftir eða mánuði eftir - og ekkert lífsmark ennþá með maddömuni.

Gamla stjórninEn, hvað eru börnin hennar eða fjölskylda að hugsa. Meina, konan var níræð! Þau láta tvo mánuði líða án þess að athuga með konuna sem er komin nær ellidauða en annað, er fólki almennt alveg sama um gamla fólkið sitt á meðan það heldur að einhver annar er að hugsa um það.

Ég er að segja ykkur það satt að við - ég og systkyn mín - erum búin að ákveða það að það mun aldrei líða dagur í lífi móður okkar án þess að eitthvert okkar hafi heyrt eitthvað í henni - en faðir okkar hefur ekki unnið fyrir slíku í þessu lífi - útilokum hann samt auðvitað alls ekki samt.

Við erum sex systkynin og höfum ákveðið að hvert okkar mun taka dag í viku til að vera með henni og sjá um að heimsækja hana og hugsa um allan hennar aðbúnað - eftir að hún fer á elliheimili eða hjúkrunarheimili. Hún mun aldrei þurfa að upplifa heilan dag án þess að sjá eitthvert okkar og við munum sannarleg gera okkar til að hún muni geta verið sæl og glöð sín síðustu spor umkringd börnum, barnabörnum og langömmubörnum. En skottið er nú ekki nema hvaaa... sisxtífæf eða svo - en samt komin yfir 20 barnabörn, fimm langömmubörn og í það minnsta fjögur langömmubörn á leiðinni núna með vorinu.

Nei, mér er það óskiljanlegt að fólk skuli vera auðtrúa í blindni á gervipresta og sértrúasöfnuði - og enn meira óskiljanlegt að fólk skuli ekki hafa afskipti af gamla fólkinu sínu í svona langan tíma í einu - heila tvo mánuði.


mbl.is Geymdi lík til að fá bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sérstrúarsöfnuðir eru oftar en ekki ósiðleg bilun sem sækir í brotna einstaklinga og notar sér vanmátt þeirra .  Ætti að uppræta þá alla með tölu.

Hún mamma þín á nú gott að vera með svona hrúgu af ættmennum til að líta til með sér.  Enda kraftur að koma með 6 börn - og miðað við 20 barnabörn (rúmlega 3 á hvert ykkar) er það greinilega ættgengt

knús - súkkulaðiæta

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sértrúarsöfnuðir eru hannaðir fyrir fólk sem vill ráðgast með annað fólk og hafa af því peninga í leiðinni.  Mamma mín er líka 65 hún á 4 börn þar af 3 dætur sem eiga 14 börn og 7 barnabörn, einkasonurinn er ekki ennþá genginn út en er samt á fertugsaldri   Ég er heppin kona að eiga tvær dætur sem hafa unnið á elliheimili samtals í 14 ár og býst ég við góðri umönnun þegar ég verð gömul, ef ég verð einhverntíma gömul

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Auður Proppé

Æi hvað þið eruð sæt systkinin að hugsa svona vel um hana, fær hún sem sagt frí frá ykkur öllum á sunnudögum?

Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 02:09

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æææ... komdu mér nú ekki af stað með sértrúarsöfnuðina....Nokkrir (og þar  af leiðandi allt of margir) fjölskyldumeðlimir í einum slíkum, börnin dregin með líka auðvitað og ég verð alveg galin......... ætla ekki að segja meira

Mamma þín er lánssöm kona, ég vildi að ég væri svona góð manneskja eins og þú/þið

Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 06:59

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hef EKKERT gott um sértrúarsøfnudi ad segja, og alltof langt mál ad fara ad thylja upp allt thad neikvæda sem mér finnst um thá.."dont get me started"  

En já,mamma thin er mjøg lánsøm, thid erud samheldin og hjartahlý fjølskylda

María Guðmundsdóttir, 6.2.2009 kl. 08:05

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það ætti að banna með lögum þessa sértrúarsöfnuði. Ofstækið og klikkunin er svo mikil hjá þeim flestum, og eru þeir ákaflega slúngnir í að narra til sín fólk sem að er tæpt á geði, eða sem að á í erfiðleikum og eru jafnvel búnir að brenna allar brýr að baki sér

Heiður Helgadóttir, 6.2.2009 kl. 11:11

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er skelfilegt þegar einstaklingar, í þessu tilfelli "prestur", eru í þannig stöðu að hafa vald yfir öðrum manneskjum. Er nokkur búinn að gleyma Byrgis-málinu til dæmis? Og pæliði í því hvað fólk getur verið auðtrúa. Að halda að gamla konan lifni við.. En manngreyið sem hýsti konuna, skildi hann hafa komið sér upp kamri í garðinum fyrst toílettið hans var upptekið..?

Ég get samt ekki sett alla sértrúarsöfnuði undir einn hatt. Nokkrir í minni fjölskyldu hafa verið í Fíladelfíu í áratugi og þar er gott starf unnið og heilmikið félagslíf fyrir unglingana. Ég þekki varla yndælla fólk, nema þá kannski börnin þeirra.

Mamma þín er lánsöm kona að eiga öll þessi yndislegu börn sem eiga eftir að hlú að henni í framtíðinni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er á hraðferð, vildi bara kasta á þig kveðju.  Græðgin stjórnar flestum því miður.  Farðu vel með þig og takk fyrir skemmtilegt innlit á mína síðu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 14:06

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hún mamma ykkar er rík og vona ég að hún haldi góðri heilsu fram á síðasta dag.
Mamma mín er 85 ára er á sjúkraheimili með Parkinson og allt mögulegt og við erum yfirleitt fyrir henni eftir svona 15 mínútur hún er nefnilega sjónvarpssjúk þessi elska.

Já það leynast glæpamenn allstaðar.

Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 14:27

10 identicon

Ja, eg get tekid undir tetta med ykkur flestum.

en tad ma ekki gleyma tvi ad tad er ekkert endilega verra ad vera i sertruarsofnudi heldur en odrum, fjolmennari sofnudum, tvi ad tar er mikid um audtrua folk lika, og ekki eru tad bara litlir sofnudir sem ad hafa fe af almenningi.

litid til daemis a tjodkirkjuna! 

Smari Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband