Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ok, er að hugsa um að eyða síðustu færslu - enda hundleiðinlega ólík mér! En, er ég eitthvað líkari sjálfum mér í þessari? Ehh... ER MAÐUR REIÐUR ÞEGAR MAÐUR TALAR (ok, skrifar) MEÐ HÁSTÖFUM?

Ok, síðasta færsla hjá mér var óhemju ólík mér og mér er skapi næst að axla ekki ábyrgð á henni og segja ykkur að hún hafi bara verið ótrúlega ólík því sem ég stend fyrir .. en .. ég hafi nú bara óvart ýtt á "Vista&birta" takkann. En ég get það ekki - því ég eyddi heilmiklum tíma í að skrifa hana og koma henni í sendingaform.

Enn fremur, þar sem ég er ekki stjórnmálamaður - þá bara kem ég hreint og heiðarlega fram og tek ábyrgð á henni og segi bara að mér blöskraði þetta - svona baktjaldamakk er mér ekki að skapi og því hafi ég hent þessu fram - og losað mig við það og bingó og punktur... næsta mál!

W00t  Shocking  Devil  Whistling 

Ég hringdi á mánudaginn á verkstæðið þar sem þeir eru með tölvuna mína!

Ég; Ætlaði bara að vita hvort tölvan mín væri tilbúin, hún er með verknúmer blablabla ...?

Afgreiðslumaður; Nei, hún er ekki tilbúin. Reyndar er verkið ekki hafið.

Ég; Nú? Verkið átti að hefjast síðasta föstudag, hvernig stendur á þessu?

Afgreiðslumaður; Bara búið að vera mikið að gera og svona .. verður örugglega byrjað á henni á morgun (þriðjudag).

Ég fór á staðinn rétt fyrir lokun á þriðjudeginum:

Ég; Ætlaði bara að athuga hvort það væri ekki búið að skoða fyrir mig tölvuna, verknúmer blabla ..

Afgreiðslumaður pikkar inn númerið og hikar smá stund og byrjar svo án þess að afsaka ...

Afgr; Nei, hún er nú ekki tilbúin..

Ég nokkuð hastur; HA Ekki tilbúin? Mér var sagt í gær að hún færi sennilega í startið í dag - að þið mynduð byrja á henni í dag...hvað er í gangi?

AFgr: Eh .. sko .. bíddu aðeins á meðan ég athuga þetta.

Hann hleypur inn og á bakvið og er þar smá stund - líklega á meðan hann reynir að leita af nógu skotheldri afsökun. Kemur svo aftur nokkuð rjóður í framan ...

Afgr; Ehh... sko .. hún er ekki tilbúin ennþá .. hefur bara ekki fengist nógur tími til að FARA Í hana ennþá..

Ég, dálítið hastur og setti upp krimmalúkkið: HA - BÍDDU - EKKI SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ SÉUÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?

Dálítið farið að fjúka í kallinn ... NOT!  GetLost

Afgr; Eh... sko .. jújú ... við erum byrjaðir á henni sko! Leggur áherslu á orð sín með því að troða upphrópunarmerki framan í mig ..

Ég; Gott - fínt .. ég kem eða hringi þá á morgun!

Í dag - Miðvikudag - hringdi ég klukkan 5 síðdegis til að gefa þeim daginn til að finna upp nýja afsökun ...

Ég; Ætlaði að athuga hvort tölvan mín væri tilbúin? Hljómaði dálítið pirraður og þreyttur .. andvarpaði með stríðnishljóði!

Afgreiðslumaðurinn Pikkar inn í tölvuna sína heyrði ég - andar svo þungt og segir með meðaumkun í röddinni;

Afgr; Nei, tölvan þín er ekki tilbúin. Punkur.

Ég; HA.. HVAÐ SEGIRU? ER TÖLVAN EKKI ENNÞÁ TILBÚIN! Ohmydoodd hvað ég hljómaði held ég eins og fúll á móti þegar hann var beðinn um að segja af sér sem bankastjóri ...

Afgr; Nei, því miður - við erum ekki byrjaðir á henni!

Ég; BÍDDU VIÐ - VILTU ENDURTAKA ÞETTA - ERUÐ ÞIÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?... Halló, það heyrðist í mér alla leið inn í Mosó, ég skrökva því ekki...

Afgr, mjög alvörugefinn; Nei, því miður..Halo

Ég, mjög fúll og alveg sama þó Gurrí á skaganum myndi heyra í mér;

HALLÓ, BÍDDU VIÐ - Í GÆR STÓÐ ÉG FYRIR FRAMAN YKKUR ÞARNA NIÐUR FRÁ OG ÞÁ VAR MÉR SAGT AÐ TÖLVAN VÆRI KOMIN Í VERKGANG, AÐ ÞIÐ VÆRUÐ BYRJAÐIR Á HENNI .. ég hreinlega lét í mér heyra í hástöfum!

ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ HAFIÐ BARA SÍ SVONA LOGIÐ BEINT FRAMAN Í FEISIÐ Á MÉR Í GÆR OG AÐ ÞIÐ SÉUÐ BARA ALLS  EKKERT BYRJAÐIR Á TÖLVUNNI MINNI??? Ég reyndi að hljóma líka svoldið valdmannslega - ekki bara á hástöfunum...

Afgr mjög vandræðalegur og stamaði smá; Ehhh ... bíddu aðeins.. ég ætla að athuga á bakvið - það gæti verið að þeir séu byrjaðir á henni en að það sé bara ekki búið að skrá það inn í kerfið ... ehhh!

Halló ... einhver heima? Hann kemur aftur til baka eftir smá stund og másar í símann svo ég var á því að hafa óvart lent inni á Rauða Torginu hjá símadömunum þar - (ekki að ég þekki til þeirra og hef því engan samanburð en ... *roðn*)!

Afgr; Jú, sko .. heyrðu ... þeir eru byrjaðir á henni en það tekur bara svona langan tíma sko ... það nefnilega sko ... við erum búnir að prufa að skipta um móðurborð og það var ekki það og svo skiptum við um bla bla bla og það var ekki það og sko ... ehh .. það er búið að vera smá vesen með símalínurnar sko líka og sko ... ehhh ...

Ég, hálfvorkennandi greyinu en samt fúll! Tounge

OK, FÍNT - ÉG KEM ÞÁ FLJÓTLEGA EFTIR HÁDEGI Á MORGUN OG SÆKI TÖLVUNA MÍNA.. HÚN VERÐUR VÆNTANLEGA TILBÚIN ÞÁ!

Afgr; Ehh... jaaa... ja þú getur prufað að hringja eftir  hádegi.

Ég, aðeins að reyna að róa mig niður; Nei, ég KEM bara fljótlega eftir hádegi og næ í hana. Takk fyrir, bless ....

Afgr; Eh .. jajá bless.

Devil  Devil  Devil

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir vinni í tölvunni minni í alla nótt til að losna við mig - en hvað á maður að gera? Bíða þar til þeir hringja í mann - eða segja bara já og amen og bíða rólegur í nokkrar vikur eða mánuði á meðan þeir dútla sér við þetta? 

Er skrýtið þó maður verði pirraður á því þegar maður fær bara mismunandi svör og bara beinar lygar beint framan í sig frá þessum blessuðu tölvufyrirtækjum? Afhverju segja þeir bara ekki eins og er; Að þeir sem borga flýtimeðferð eða haga sér eins og ég - séu bara settir framfyrir aðra sem eru búnir að bíða mun lengur ... komdu með pening og þá færðu tölvuna á morgun eða næsta dag í það síðasta!

Æi, þetta var svo sem ekkert hrikalega mikið mál sko - en mér leiðist þegar svona er komið fram í stað þess að bara nota heiðarleikann á málið.

Annars er ég eins og ætíð hrikalega ógó brilljant. Ég er glaður kappi sem læt ekki smáatriði æsa mig upp ... ehh .. er það nokkuð? Neinei ...

Svo ég er tölvulaus ennþá en ég hef fulla trú á að hjákonan verði komin í samband hér á skrifborðinu mínu annaðkvöld! Annars lem ég þá með hangilæri og sulla ofaní þá jólaöli ...

Over og át ... áður en ég opna mig með fleiri samtölum sem ég hef átt undanfarið við hina ýmsu trúða í þjóðfélaginu ...

Knús og kram á ykkur öll!


Er maður virðingarverð hetja sem taka á til fyrirmyndar - eða ótreystandi bragðarefur og sannur pólitíkus - ef maður plottar á bakvið eigin félaga? Ef þetta er ekki obbolítil spilling... burt með spillingarliðið úr valdamiklum embættum!

Sá/sú sem getur hugsað sér að stinga eigin flokksystkyn í bakið í nafn- og eða hugleysi - á engan heiður, lof eða uppreisn æru skilið að mínu mati.

Með slíkt flokksystkyn innan flokksins - þarf flokkurinn enga óvini því þeir hafa óvininn þegar innan flokksins. Er hægt að treysta slíkum afglapa aftur? Myndir þú treysta því að slíkt geti ekki komið upp aftur?

Myndir þú nokkurn tíman snúa t.d. baki í slíkan "félaga" án þess að hugsa "ætli hann stingi mig á meðan ég sný í hann baki!?" ...

Ekki myndi ég geta það og enn síður gera það ... að treysta þeim sem einu sinni er uppvís að slíkum falsleika gagnvart eigin systkynum innan sömu hreyfingar. Jafnvel ekki þó að slíkur flokksfélagi sjái eftir því að hafa - þó ekki sé nema bara hugsað um slíkt fólskuverk og baktjaldaleiðindi.

Sá/sú sem er tilbúinn að jafnvel bara hugsa um að koma eigin flokksfélaga í koll - sem hugsanlega er í vegi fyrir feitari stól - á ekki heima í stjórnmálum að mínu mati. Hvernig getum við treyst því að slíkur aðili standi við það sem til er ætlast af stjórnmálaleiðtogum? Hvað væri til fyrirstöðu því að slíkur aðili myndi bara stinga hvern sem er í eigin brölti upp stigann að feitu og flottu embætti? Ég mynd allavega aldrei kjósa slíkt yfir mig ef ég fengi með nokkru móti komið í veg fyrir það ..

Að vísu veit ég að stjórnmálin snúast oft um valdabrölt, back stabbing and - don´t tell the people to much, en ....

Núna er einn þingmaður nýbúinn að segja af sér þingmennsku vegna þess að hann lagði til systur í flokki. Ég ber enga virðingu fyrir þeirri afsögn  vegna gjörningsins að baki afsögninni. Sá þingmaður er alls ekki meiri maður í mínum augum fyrir það að hafa sagt af sér þingmennsku og "Axlað þannig ábyrgð á gjörðum sínum"! Hann valdi bara annan af tveim mjög slæmum kostum í stöðunni, að halda áfram þar til hann hrökklaðist burt - eða fara strax og reyna þar með að bjarga andliti.

Ég skil alls ekkert í fólki sem hampar slíkum aðila - kallar hann hetju, ótrúlega mikinn heiðursmann og þar fram eftir götunum. Að fólk virði hann ómælt og hans hetjulund að hafa "axlað ábyrgð og tekið afleiðingum" - ég meina - hann kom bakdyrameginn að eigin flokksystur og ætlaði að reyna að eyðileggja hana! Burt séð frá því hvað flokksystirin gerði - eða mun gera í framtíðinni, það er hugurinn á bakvið verkið sem mér finnst tala hæst hérna - að stinga flokksfélaga í bakið - að því er virðist - til að skaða hana - og hvað - hugsanlega sjálfum sér til framdráttar?

Hvar er heiðurinn og hetjuskapurinn við það að stinga flokksystur í bakið með þeim hætti sem hann sannarlega gerði? Fyrir mér er hér ljótur leikur í gangi sem ég er ánægður með að skyldi koma upp núna - en ekki í framtíðinni þegar viðkomandi þingmaður er kannski orðinn ráðherra! Ekki vil ég svona mann til að stýra einu eða neinu í íslenskri pólitík.

Vil taka það fram að ég þekki ekkert til viðkomandi aðila - nema sem þingmanns, hef aldrei kosið framsókn og mun aldrei gera slíkt. Ég er ekki að reyna að sverta eða meiða persónuna á bakvið þingmanninn - bara segja út álit mitt á þingmanninum sjálfum og hans gjörðum - en ekki manninum sem setur þingmanninn ofaní skúffuna í dagslok og fer heim til fjölskyldunnar og er þar allt annar maður. Gangi honum bara vel í framtíðinni og vonandi hefur hann lært hér mikilvæga lexíu - annaðhvort er maður vinur og flokksfélagi - eða óvinur - maður getur ekki verið bæði í einu svo vel fari!

Annars ógó góður bara eins og alltaf, en tölvulaus ennþá!

Er að vona að ég fái hana fyrir lokun í dag - en er ekki bjartsýnn þó!

Vona að allir hafi það gott og sendi knús og kveðjur á ykkur öll með ósk um betri tíma og bætta pólitík ... hvernig sem sú tík verður!


Hverjum treystir þú í dag? Er engin kona traustsins verð ... ? Er spillingarliðið enn við völd?

Þetta eru einu karlarnir sem hægt er að treysta í dag!

W00t  Shocking  LoL  Smile  Wink  Angry  Tounge  FootinMouth  Cool  Blush  Devil  Errm  Woundering  Frown  Halo  Happy  Joyful    Kissing  Sleeping  Wizard  Pinch  Sideways

 Heart Því miður er bara ein kona í þessari upptalningu og hér er hún!  InLove

 Sick  Þetta blasir við í öllum hornum þjóðfélagsins! Sick

Whistling

Annars er ég ógó góður um þessar mundir!


Þekkir þú söguna um Húsið á Sléttunni? Ert þú að fara með eggin þín á réttan stað? Hvað kostar eitt lambalæri eiginlega ... ? Huhh ... burt með spillingarliðið!

Nú er málið að hverfa aftur á tíma Hússins á Sléttunni.

Setja inn lög sem heimila fólkinu í landinu að nýta sér nýjar aðferðir til að bjarga sér og draga björg í búið. Málið er auðvitað landbúnaður og fiskurinn ...

Fólkið í landinu á að taka uppá því að fara með egg og ýmsar afurðir sem það framleiðir sjálft, eða veiðir sjálft eða býr til sjálft (prjónavörur t.d.) - til kaupmannsins og greiða fyrir nauðsynjavöru með þeim hættinum.

Woundering  W00t  Bandit

Verst er að ég heyrði söguna um ömmuna sem lagði inn á bankareikning - andvirði eins lambs á hverju hausti - í 17 ár - en þegar hún ætlaði að gefa barnabarni upphæðina - þá dugði upphæðin ekki einu sinni fyrir einu lambalæri úti í búð ...

Mér finnst samfylkingin aðeins vera að lifan við - og ég mun sannarlega fylgjast vel með framvindunni. Hún er að verða aðeins meira eins og ég vil hafa hana, aðeins að spyrna við fæti og taka eigin ákvarðanir. Með sama framhaldi, mun ég kjósa hana í næstu kosningum til áframhaldandi setu.

Munið þið eftir slagaranum:

Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það er!?

Tounge

Nei, þetta er ekki slagorð Samfylkingarinnar sem slíkt - þetta eru orð Ólínu Þorvarðardóttur - orð sem við megum vel nota oftar á blogginu okkar og geri ég það hér með enn og aftur...

En, ég er bara góður annars.

Farinn að venjast því að vera tölvulaus - þannig lagað ----- NOT!

Ég reyni að spora hingað og þangað í dag og alveg þar til ég fæ tölvuna mína - en ég nenni ekki að sitja og bíða á meðan tölvan opnar öll bloggin ykkar - ef ég á að vera hreinskilinn! Ég mun verða meira vaðandi yfir ykkur þegar tölvan snýr aftur heim úr útlegðinni!

Sendi ljúft bros með knúsi og krami á ykkur öll og óska ykkur ljúfrar vinnuviku framundan - ef þið hafið ennþá vinnu kæru vinir!

Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það er!


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við hópslagsmál og- eða skrílslæti eða viljum við friðsamleg, lögleg en samt kröftug mótmæli? Mætir þú á mótmælafundi.. til að mótmæla því sem á að mótmæla - eða til að sjá læti, slagsmál og fá endorfinkikk?

Ég veit nú ekki ... hvað skal segja. Ég er sannarlega á því að mótmæli séu af hinu góða og nauðsynleg stundum vegna ýmissa mála, en ég er alls ekki á því að mótmæli eigi að fara fram með eggjakasti og lögbrotum.

Mig langaði mikið til að fara á laugardagsmótmælin og sýna samstöðu - láta sjá mig og verða til þess að hækka höfðatöluna á fjölda mótmælenda - sem mér finnst skipta miklu meira máli en eitthvað eggjakast eða ólæti - það er fjöldinn sem hefur áhrif - ekki lætin eða eggin! 

En því miður var ég að vinna allan laugardaginn ...

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki hrifinn af því þegar einhverjir unglingar og eða fullorðnir koma á mótmælastaðinn til þess eins að "vera með læti" eða æsing sem mér finnst ekki eiga heima í góðum vel heppnuðum mótmælum.

Því miður eru alltaf einhverjir sauðir sem koma á svona mótmæli, eða uppákomur sem slíkar - bara til þess að vera með slík læti, æsa fólk upp og brjóta siðferðisreglur eða lög. Þeir sem mæta með slíkt í huga hafa ekkert með mótmælin sjálf að gera, eru ekki komnir til að mótmæla því sem á að mótmæla - eru bara þangað komnir til að sýna sig, æsa lýðinn og vera með læti sem skaða frekar mótmælin heldur en að hjálpa til.

Þetta er eins og þegar slagsmál verða í miðbænum að nóttu á heljar fylleríi - þegar tveir byrja að slást - þá safnast hópurinn í kringum þá með hrópum og köllum .. "áfram, slagsmál, kýldann, stingdann, sparkaðu í hausinn á honum!" og svo framvegis! Þessi söfnuður sem safnast í kringum slagsmálin - hafa engan áhuga á slagsmálunum sem slíkum eða afhverju þau eru - þeir hafa bara áhuga á að sjá sem mest læti, mikið ofbeldi og helst blóð renna ...

Sama má segja að nokkru leiti um þá sem mæta á mótmælafundi - bara til að skapa læti, vera með ófrið og hamagang - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin undarlegu þörf á því að sjá eða upplifa eitthvað spennandi, einhver læti eða helst slagsmál á milli fullorðinna ...

Mótmæli þarf að skipuleggja mun betur - ekki stjórna þeim sem slíkt en taka á því að lög séu ekki brotin eða að kjánaskapur komi uppá yfirborðið - því slíkt fær mann til að skammast sín og ákveða að mæta ekki þegar næstu mótmæli verða ... Það þarf að hvetja fólk til að mæta til að sýna háa höfðatölu en ekki til að kasta eggjum eða sletta skyri!

En, hvað veit ég ... ég hef svo sem aldrei mætt á mótmæli ...

Ég tek samt heilshugar undir með "Skessunni okkar" í sambandi við það að fólk þarf samt að vakna upp og átta sig á því að framundan eru virkilega svartir tímar með vímuefnavandamálum, sársvöngum fjölskyldum, eggjakasti og meiri óeirðum sem gera meira ógagn en gagn ...

Ég vil endilega hvetja fólk til að mæta á mótmælafundi, sýna ákveðna stillingu og brjóta ekki lög. Hvet fólk til að sýna líka umheiminum, sem sannarlega fylgist vel með - að við erum ekki fávísir eskimóar (með fullri virðingu þó fyrir eskimóum) sem kunna ekki að mótmæla friðsamlega en samt kröftugt svo eftir sé tekið - með svo miklum fjölda höfða að það verður ekki hægt að horfa framhjá því!

Það er nóg komið af slæmsku í umfjöllun um okkur á erlendum vettvangi - þó við bætum ekki við það sjálf með því að stunda óeirðir á mótmælafundum sem eiga að geta gengið kröftuglega án vandamála sem fáir einstaklingar vaða uppi með - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin slagsmálaþörf...

Annars er ég mjög góður og glaður ...

Búið að vera nóg að gera og sannarlega ekki mikil kreppa í veisluhöldum. En, giftingar og afmæli - ásamt ýmsum uppákomum - munu halda áfram að hoppa uppá yfirborðið með góðgæti og gúmmilaði.

En, tölvan mín ... búhúhúhú ... fæana ekki á næstunni og ég er auðvitað ekki par sáttur, en hvað get ég gert? Farið og kastað eggjum í Tölvulistann ... hmmmm!

Farinn í Bónus til að versla ... vantar egg!

Neinei, er bara að fara að baka sko ...

Kanelsnúða ...

Kveðja og knús á línuna alla, reyni að láta heyra í mér þó hægfara lappinn sé ekki að bjóða mikið uppá slíkt, enda tekur það hann óratíma að opna hverja síðu fyrir sig .. en .. over and út!


Hvað þarf til - til að þetta spillingalið hverfi í buskann? Ert þú að fara á mótmæladeit í dag? Burt með spillingaliðið, sama hvar í flokki það er!

Já, góðan daginn! Mahrrr á bara ekki orð til, eða þannig. Ekki það að ég sé orðinn "orðþrota" - nei - bara er hissa - held ég - eða - maður er að vísu að verða svo sjóaður í því að heyra og lesa undarlegar sögur og fréttir að líklega er ég ekkert hissa eftir allt ..

Ákveðnir fyrrum yfirmenn bankanna draga til baka "ábyrgða-aflausnir" sínar og ætla að axla ábyrgð after all. Þeir vonast til að sú aðgerð skapi frið og ró í kringum bankana í kjölfarið. Bíddu nú við .. ef það hefði ekki komist uppum þá - hvað þá?

Óhmæ, vér aumur lýðurinn verðum nú að fara að hætta mótmælastandi fyrst þessir karlar/konur ætla sér að taka á sig ábyrgð á eigin samkurli og eigin vandamálum - í stað þess að velta  þeim yfir á okkur landslýð.

Auðvitað skapar þessi ákvörðun enga ró og engan frið - ekki mun nást ró og friður fyrr en þeir sem ætluðu sér að komast upp með þetta - eru farnir með pokann sinn. Því hvet ég ykkur til að nýta ykkur slagorðin hennar Ólínu Þorvarðardóttur áfram - allt þar til spillingarliðið er horfið á braut.

Bandit Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það stendur!

Ef ég væri ekki að vinna í allan dag og fram á kvöld, þá myndi ég mæta harður .. nei ekki þannig harður .. en harður samt - í mótmælin sem fara fram í dag í miðbænum, klukkan 15:00 held ég að sé rétt.

En, maður verður víst að forgangsraða - sumt er ekki hægt að leggja til hliðar því veislur bíða ekki á meðan maður tekur þátt í því að koma þessum siðspilltu einstaklingum frá svo raunverulegur friður geti myndast og eðlileg vinnubrögð geti tekið við. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta þarna í bæinn - og láta heyra hátt í sér!

Angry Nú, tölvuna mína fékk ég ekki í gær - of margir sem koma með tölvurnar sínar og setja þær í "forgang" með því að borga fimmþúsundkallinn sem ég eyði ekki í óþarfa, notann til góðgerða frekar - þar sem ég kemst þó á netið með lappanum gamla. Mér var sagt að ég gæti prufað að hringja á þriðjudag eða miðvikudag... fúlt og bömmer!

W00t Ég ætla að hringja á mánudagsmorgun - og aftur á þriðjudagsmorgun og aftur á miðvikudagsmorgun og .... þar til þeir gefast upp og gera loks við tölvuna, ætla ekki að bíða í tvo mánuði eftir henni!

En, nú er ég farinn í vinnuna - verð eitthvað á ferðinni í kvöld hugsanlega eða á morgun. Allavega mun ég alltaf ná í skottið á ykkur fyrr eða síðar og spora á ykkur sem sífellt eruð að spora á mig ... knús fyrir það!

Kær kveðja og bjart bros með knúsi og kreisti á línuna alla!

Hafið ljúfa helgi í mótmælum og ljúfleika ...


Eitt hjól undir lappanum, en áfram skröltir hann þó ... Vantar ykkur frítt vírusleitarforrit? Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Jæja þá. Ég er núna búinn að ná í skottið á ykkur öllum sem hafið verið að spora í athugasemdakerfinu mínu í síðustu 3-4 færslum, þrátt fyrir lélegan lappa með way to many vírusum (sannarlega samt ekki 3 þúsund stykki, voru reyndar ekki nema 2734 stykki). Það voru reyndar ekki nema sirka 20 vírusar en hitt var allt einhverjir ormar, cookees og fleira slíkt óvelkomið hyski ...

Doctor E kom í athugasemdirnar hjá mér í þarsíðustu færslu - með góðan link á free vírusleitarforrit - og það virkaði vel hjá mér að skoða það og nota. Reyndar kom einhver annar með góðan link líka minnir mig en ég þurfti ekki á því að halda þar sem linkurinn frá DE virkaði fínt. Lappinn er hættur að frjósa og detta útaf netinu, eitthvað smá poppup dæmi ennþá en ekkert miðað við það sem var áður, takk fyrir það Doctor E.

Vil bara endilega minna ykkur á að nýta ykkur slagorðið hennar Ólínu Þ.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

W00t  W00t  W00t 

Svo vil ég líka bara minna ykkur á það að þó kreppan sé okkur öllum erfið og skelfileg, allt logi í ósætti og sviksemi og fleiru ljótu þarna uppi á háu alþingi sem og í stjórnum hinna ýmsu bankastofnanna og fyrirtækja - að gleyma samt ekki að sýna tillitsemi, kærleik og ljúfleika gagnvart hvert öðru. Við erum öll að ganga í gegnum kreppuna, sumir meira en aðrir en öll samt á einhvern hátt. Verið góð við ykkar næsta mann/konu, burt séð frá því hver eða hvar sú manneskja stendur í flokki, vinnu eða atvinnuleysi!

W00t  W00t  W00t

 Samt í góðu lagi að mótmæla Davíð oddsyni og Geir Harde, og fleirum!

Ég er að vona að ég fái tölvuna mína fyrir helgina, mátti prufa að hringja á morgun - föstudag. Hef svo sem alveg getað bjargað mér fyrir horn í lappanum en mér hundleiðist hve hægvirkur og latur hann er. Verð að segja það að ef í ljós kemur að stýrikerfið er enn og aftur að klikka - þá ætla ég að fara í Tölvulistann og heimta nýtt stýrikerfi í nýju tölvuna mína - ella fari ég í hungurverkfall fyrir utan búðina um jólin *Yeah, right* ...

Sendi bara ljúfar kveðjur og fulltaf knúsi og brosum yfir ykkur öll með von um að þið eigið fína daga að einhverju leiti - þrátt fyrir kreppuna. Verið dugleg að reyna að finna ykkur eitthvað sem létt getur skap og lund inni í ykkar eigin fjölskyldu svo ekki sundrist hún, nóg komið þegar þó það bætist ekki við að heilu fjölskyldurnar fari í sundur líka.

Knús og kram á línuna!


Burt með spillingarliðið! Nú er hægt að frysta það sem áður var ekki hægt ... en ekki setja mig út í frost samt! Hversu mikið má einn Landspabbi brjóta af sér til að þurfa að axla ábyrgð og taka pokann sinn? .. Huhhh!

Whistling  Jæja, ég er að hugsa um að taka þátt í því að vera með smá hugleiðingar um kreppuna, reyndar ekki miklar pælingar - því ég nenni ekki að eyða tíma og orku í slíkt - en smá vera með sko ...

Sko, þó ég sé ekki mikill kreppulalli þá hef ég samt áhyggjur af ástandinu og því hvernig þessi kreppa á eftir að bitna á komandi kynslóðum. Heyrði síðast í gær held ég - að nýfætt stúlkubarn (eða sveinbarn) skuldaði um 7 milljónir þegar það fæddist??? Auðvitað er þetta skelfilegt, en samt sjálfsagt að halda í vonina um að eitthvað eigi nú eftir að breytast til hins betra í framtíðinni.

Woundering  Nú, ég tók bílalán hjá Glitni - bílalán sem hækkaði um helming svo ég fór í byrjun Október - til að reyna að fá lánið fryst og borga bara vextina (þó ég ráði í raun ágætlega við hækkunina). Mér tjáð að slíkt væri ekki hægt, en hægt væri að skuldbreyta og lækka gjalddagana. Úr varð slík breyting en við bættist 10.000kr kostnaður. Fyrsta greiðslan fór úr 55.000kr niður í 45.000kr en svo næstu þrjár niður í 35.000kr sirka ...

Núna, einhverjum tveim til þrem vikum síðar er hægt að fá lánin fryst og borga bara vexti á meðan ástandið er svona slæmt. Ég hafði samband við Glitni til að fá leiðréttingu minna mála, en þá var þegar búið að lækka næstu greiðslu um 10.000kr kostnaðinn sem ég greiddi áður fyrir skuldbreytinguna (sem er gott mál) en nú gat ég einnig fengið lánið fryst og því borga ég bara vexti um næstu mánaðarmót.

Því er það málið fyrir ykkur sem kannski hafið breytt lánunum ykkar fyrr í mánuðinum en ekki fengið að frysta þau - að hafa aftur samband við bankann ykkar og athuga ykkar stöðu og fá breytingar í gegn ef ykkur vantar slíkt. Vildi bara svona nefna þetta ef einhver hefur ekki tekið eftir þessum nýju möguleikum sem nún standa til boða - en stóðu ekki til boða fyrr í mánuðinum... það eru kannski margir sem ráða ekki við hækkunina og þurfa á frystingu að halda, en kannski eru líka margir sem ráða svo sem alveg við hækkunina - en líkt og ég, gætu þeir notað sér þetta til að taka mismuninn og leggja hann í góð málefni frekar en að henda honum inn í botnlaust hýt.

Tounge  Tounge  Tounge  Tounge  Tounge

Nú, auðvitað er ég alveg jafn undrandi og hneykslaður yfir nýjustu sögum úr bankakerfinu, nánar tiltekið frá Kaupþingi gamla. Ef satt reynist að skuldir eða ábyrgðir manna þar á bæ hafi verið felldar niður - en við þurfum að sitja uppi með okkar ábyrgðir - þá er náttúrulega bara málið að hætta viðskiptum við slíkan banka og þar með sýna honum að við sitjum ekki þegjandi undir slíku. En, það er svo sem ekki nóg. Það verður ekki til þess að koma ábyrgðinni aftur á réttar axlir, axlir þeirra sem fengu aflausn synda sinna. En eitthvað verður að gerast til að róa niður landann.

Woundering  Woundering  Woundering  Woundering  Woundering

Svo er það okkar mesti skaðvaldur í dag, að mínu mati!

Davíð Oddson Seðlabankastjóri...

Hversu lengi á þessi maður að fá að sitja í skjóli Forsætisráðherra okkar, Geirs H.H...? Er hann ekki búinn að gera nógu mörg mistök nú þegar til að hljóta að þurfa að segja af sér? Hversu lengi má svona háttsettur sitja þegar hann er að gera hver mistökin á fætur öðrum? Ég gruna nú að fyrir minni sakir hefðu mörg höfuð fengið að fjúka í öðrum löndum - og ráðherrar fengið að taka pokann sinn.

Síðustu upplýsingar erlendis frá; Íslenskir ríkisborgarar krafðir um staðgreiðslu bílaleigubíla sem og annarrar þjónustu - jafnvel krafðir um staðgreiðslu matar á veitingahúsum - áður en þeir borða! Kona krafin um sannanir að hún geti haldið sér uppi á ferðalagi til Spánar...  Hver hefur komið okkur í þessar aðstæður? Jú, sannarlega Davíð Oddson og þeir útrásapésar sem farið hafa stóran undanfarin ár .. en hvernig getum við komið þessum karli af stóli? Varla er hægt  að hætta viðskiptum við Seðlabankann þar til karlinn er kominn út með pokann sinn? Æi, þegar stórt er spurt þá er oft lítið um svör. En næsta víst er að ég tek þátt í því að enda pistilinn minn á því að vísa til Ólínu okkar Vestfjarðaprinsessu - og læt ég lokaorðin yfir til hennar hér með.

Ljúfar kveðjur á ykkur öll - er farinn í blogghring - þó hægt fari og ég detti alltof oft út. Vona að tölvan mín komi í leitirnar á morgun, en síðasta lagi allavega á föstudag.

W00t

Burt með spillingarliðið!

Ólína Þorvarðardóttir er með góðar hugleiðingar og góða tillögu;

"Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!

Þannig að þegar ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er.

Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! "

Ath; Feitletrað í gæsalöppum eru orð Ólínu sjálfrar og vel þess virði að taka þátt í þessu!


Three þásund vírusar syndandi um allt hjá mér ... en samt tekst mér það sem ég ætla mér! Gerum það eftir fjóra daga - sem við gætum gert í dag - ef þú borgar fimm þúsund fyrir það!

Angry  Jæja, ég fór með tölvugarminn niður á verkstæði tölvulistans í morgun en þar var mér tjáð - sem ég reyndar vissi áður - að þeir myndu horfa á hana á borðinu hjá sér í minnst fjóra virka daga áður en þeir kæmu við hana.. how strange!

En, það er líklega nóg að gera hjá þeim yfir höfuð - enda virðast tölvur frá tölvulistanum vera mun verri en aðrar tölvur - að því er virðist.

Þessi tölva er ekki orðin ársgömul, en þetta er í annað skiptið sem ég fer með hana til þeirra til athugunar. Síðast var það skilst mér galli í stýrikerfi - ef ég man rétt - en hvað skildi koma í ljós núna???

Gamla tölvan mín, sú sem ég átti áður en ég fór í tölvulistann fyrr á þessu ári - var orðin örugglega fjögurra ára - og hún hafði aldrei bilað á neinn hátt og aldrei krassað - fékk hana ekki í tölvulistanum - umhugsunarvert??? Jamm, ég fer allavega ekki aftur í tölvulistann til að endurnýja þegar þar að kemur - nema þeir geti fullvissað mig um að ég hafi verið óeðlilega óheppinn með tölvueintak (sem ég þó veit að er ekki satt því ég þekki nokkra sem hafa verið í vandamálum með tölvur þaðan) ....

W00t  Núna er ég að nýta gamlan lappa sem er ekki með nema 3.000 vírusa í lausagangi um allt!!!

Hún slekkur og kveikir á sér í tíma og ótíma, dettur út af netinu og leyfir engar myndir eða vinnslu með myndir - því get ég ekkert komið myndum í færslur á meðan.

Annars er ég góður bara!

Woundering

Ég ætla nú samt að reyna - þrátt fyrir 3 þúsund vírusa - að byrja að yfirfara ykkur kæru bloggvinir og aðrir sem hafa verið að spora á síðuna mína. Ég get ekki beðið í heila viku eftir því - vegna þess að þá þarf ég marga sólahringa til að lesa allt og spora til baka ..

Heart

Sendi ljúfar kveðjur á ykkur öll með von um dásamlega viku framundan hjá ykkur öllum!


Garmurinn hruninn í það enn einu sinni.. ljúfleikinn umleikur moggabloggið! Takk fyrir mig ...

Elskurnar mínar, nú er blessuð "nýja" tölvan mín hrunin í það enn einu sinni. Í gær, laugardag - er ég ætlaði að byrja að blogga og láta illa - startaði hún sér bara í safe mode og ég hef ekki með neinu móti getað opnað hana eðlilega.

Því er ég ekki búinn að vera online mikið um helgina og verð líklega ekki næstu þrjá daga - því mér skilst að þeir byrji ekki að eiga við gripinn fyrr en þrír vinnudagar eru liðnir frá því þeir fá tölvuna í hendur. En, svona er tölvulistinn ... grrr!

Hentist hér aðeins inn til að segja hæhó og þakka ykkur kærlega fyrir falleg comment í síðustu færslu - þau ilja sannarlega og gera það að verkum að ég get ekki annað en brosað - þó tölvan mín hafi hrunið..

Sendi ljúfar kveðjur á línuna alla og hlakka til að sjá ykkur hér öll í enda vikunnar, vonandi fyrr samt!


« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 139732

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband