Ok, er að hugsa um að eyða síðustu færslu - enda hundleiðinlega ólík mér! En, er ég eitthvað líkari sjálfum mér í þessari? Ehh... ER MAÐUR REIÐUR ÞEGAR MAÐUR TALAR (ok, skrifar) MEÐ HÁSTÖFUM?

Ok, síðasta færsla hjá mér var óhemju ólík mér og mér er skapi næst að axla ekki ábyrgð á henni og segja ykkur að hún hafi bara verið ótrúlega ólík því sem ég stend fyrir .. en .. ég hafi nú bara óvart ýtt á "Vista&birta" takkann. En ég get það ekki - því ég eyddi heilmiklum tíma í að skrifa hana og koma henni í sendingaform.

Enn fremur, þar sem ég er ekki stjórnmálamaður - þá bara kem ég hreint og heiðarlega fram og tek ábyrgð á henni og segi bara að mér blöskraði þetta - svona baktjaldamakk er mér ekki að skapi og því hafi ég hent þessu fram - og losað mig við það og bingó og punktur... næsta mál!

W00t  Shocking  Devil  Whistling 

Ég hringdi á mánudaginn á verkstæðið þar sem þeir eru með tölvuna mína!

Ég; Ætlaði bara að vita hvort tölvan mín væri tilbúin, hún er með verknúmer blablabla ...?

Afgreiðslumaður; Nei, hún er ekki tilbúin. Reyndar er verkið ekki hafið.

Ég; Nú? Verkið átti að hefjast síðasta föstudag, hvernig stendur á þessu?

Afgreiðslumaður; Bara búið að vera mikið að gera og svona .. verður örugglega byrjað á henni á morgun (þriðjudag).

Ég fór á staðinn rétt fyrir lokun á þriðjudeginum:

Ég; Ætlaði bara að athuga hvort það væri ekki búið að skoða fyrir mig tölvuna, verknúmer blabla ..

Afgreiðslumaður pikkar inn númerið og hikar smá stund og byrjar svo án þess að afsaka ...

Afgr; Nei, hún er nú ekki tilbúin..

Ég nokkuð hastur; HA Ekki tilbúin? Mér var sagt í gær að hún færi sennilega í startið í dag - að þið mynduð byrja á henni í dag...hvað er í gangi?

AFgr: Eh .. sko .. bíddu aðeins á meðan ég athuga þetta.

Hann hleypur inn og á bakvið og er þar smá stund - líklega á meðan hann reynir að leita af nógu skotheldri afsökun. Kemur svo aftur nokkuð rjóður í framan ...

Afgr; Ehh... sko .. hún er ekki tilbúin ennþá .. hefur bara ekki fengist nógur tími til að FARA Í hana ennþá..

Ég, dálítið hastur og setti upp krimmalúkkið: HA - BÍDDU - EKKI SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ SÉUÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?

Dálítið farið að fjúka í kallinn ... NOT!  GetLost

Afgr; Eh... sko .. jújú ... við erum byrjaðir á henni sko! Leggur áherslu á orð sín með því að troða upphrópunarmerki framan í mig ..

Ég; Gott - fínt .. ég kem eða hringi þá á morgun!

Í dag - Miðvikudag - hringdi ég klukkan 5 síðdegis til að gefa þeim daginn til að finna upp nýja afsökun ...

Ég; Ætlaði að athuga hvort tölvan mín væri tilbúin? Hljómaði dálítið pirraður og þreyttur .. andvarpaði með stríðnishljóði!

Afgreiðslumaðurinn Pikkar inn í tölvuna sína heyrði ég - andar svo þungt og segir með meðaumkun í röddinni;

Afgr; Nei, tölvan þín er ekki tilbúin. Punkur.

Ég; HA.. HVAÐ SEGIRU? ER TÖLVAN EKKI ENNÞÁ TILBÚIN! Ohmydoodd hvað ég hljómaði held ég eins og fúll á móti þegar hann var beðinn um að segja af sér sem bankastjóri ...

Afgr; Nei, því miður - við erum ekki byrjaðir á henni!

Ég; BÍDDU VIÐ - VILTU ENDURTAKA ÞETTA - ERUÐ ÞIÐ EKKI BYRJAÐIR Á HENNI?... Halló, það heyrðist í mér alla leið inn í Mosó, ég skrökva því ekki...

Afgr, mjög alvörugefinn; Nei, því miður..Halo

Ég, mjög fúll og alveg sama þó Gurrí á skaganum myndi heyra í mér;

HALLÓ, BÍDDU VIÐ - Í GÆR STÓÐ ÉG FYRIR FRAMAN YKKUR ÞARNA NIÐUR FRÁ OG ÞÁ VAR MÉR SAGT AÐ TÖLVAN VÆRI KOMIN Í VERKGANG, AÐ ÞIÐ VÆRUÐ BYRJAÐIR Á HENNI .. ég hreinlega lét í mér heyra í hástöfum!

ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ HAFIÐ BARA SÍ SVONA LOGIÐ BEINT FRAMAN Í FEISIÐ Á MÉR Í GÆR OG AÐ ÞIÐ SÉUÐ BARA ALLS  EKKERT BYRJAÐIR Á TÖLVUNNI MINNI??? Ég reyndi að hljóma líka svoldið valdmannslega - ekki bara á hástöfunum...

Afgr mjög vandræðalegur og stamaði smá; Ehhh ... bíddu aðeins.. ég ætla að athuga á bakvið - það gæti verið að þeir séu byrjaðir á henni en að það sé bara ekki búið að skrá það inn í kerfið ... ehhh!

Halló ... einhver heima? Hann kemur aftur til baka eftir smá stund og másar í símann svo ég var á því að hafa óvart lent inni á Rauða Torginu hjá símadömunum þar - (ekki að ég þekki til þeirra og hef því engan samanburð en ... *roðn*)!

Afgr; Jú, sko .. heyrðu ... þeir eru byrjaðir á henni en það tekur bara svona langan tíma sko ... það nefnilega sko ... við erum búnir að prufa að skipta um móðurborð og það var ekki það og svo skiptum við um bla bla bla og það var ekki það og sko ... ehh .. það er búið að vera smá vesen með símalínurnar sko líka og sko ... ehhh ...

Ég, hálfvorkennandi greyinu en samt fúll! Tounge

OK, FÍNT - ÉG KEM ÞÁ FLJÓTLEGA EFTIR HÁDEGI Á MORGUN OG SÆKI TÖLVUNA MÍNA.. HÚN VERÐUR VÆNTANLEGA TILBÚIN ÞÁ!

Afgr; Ehh... jaaa... ja þú getur prufað að hringja eftir  hádegi.

Ég, aðeins að reyna að róa mig niður; Nei, ég KEM bara fljótlega eftir hádegi og næ í hana. Takk fyrir, bless ....

Afgr; Eh .. jajá bless.

Devil  Devil  Devil

Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir vinni í tölvunni minni í alla nótt til að losna við mig - en hvað á maður að gera? Bíða þar til þeir hringja í mann - eða segja bara já og amen og bíða rólegur í nokkrar vikur eða mánuði á meðan þeir dútla sér við þetta? 

Er skrýtið þó maður verði pirraður á því þegar maður fær bara mismunandi svör og bara beinar lygar beint framan í sig frá þessum blessuðu tölvufyrirtækjum? Afhverju segja þeir bara ekki eins og er; Að þeir sem borga flýtimeðferð eða haga sér eins og ég - séu bara settir framfyrir aðra sem eru búnir að bíða mun lengur ... komdu með pening og þá færðu tölvuna á morgun eða næsta dag í það síðasta!

Æi, þetta var svo sem ekkert hrikalega mikið mál sko - en mér leiðist þegar svona er komið fram í stað þess að bara nota heiðarleikann á málið.

Annars er ég eins og ætíð hrikalega ógó brilljant. Ég er glaður kappi sem læt ekki smáatriði æsa mig upp ... ehh .. er það nokkuð? Neinei ...

Svo ég er tölvulaus ennþá en ég hef fulla trú á að hjákonan verði komin í samband hér á skrifborðinu mínu annaðkvöld! Annars lem ég þá með hangilæri og sulla ofaní þá jólaöli ...

Over og át ... áður en ég opna mig með fleiri samtölum sem ég hef átt undanfarið við hina ýmsu trúða í þjóðfélaginu ...

Knús og kram á ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gvöð hvað ég skil þig, ... vissulega getur það virkað eins og þú sért reiður þegar þú skrifar með hástöfum, eða sért að kalla, en ég er orðin vön því hjá honum Þórarni bloggvini. Óska þess að tölvan þín verði tilbúin á morgun! Okkar allra vegna.

Knús og kram ... opnaðu þig bara!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Nú hló ég, ætli þessir tölvuviðgerðarmenn séu ekki þingmenn framtíðarinnar hérna á Íslandi.   Ég sjálf þarf að fara að kaupa mér nýja tölvu, mín gamla sprakk með hvelli í gærkvöldi.  Ég ætla að kaupa mér tölvu hjá Elkó börnin mín eiga fartölvur þaðan og hafa þær báðar verið góðar og til friðs.  Þessi tölva sem ég nota í bloggið núna er æðisleg, Toshiba með Windows Vista og er mjög hraðvirk og flott, og kostaði bara 59.900 í vor sem leið.  Mig langar í svona tölvu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Skattborgari

Þetta er virkilega léleg þjónusta hjá þeim. Ég mæli með því að fólk láti setja tölvu saman fyrir sig það er lang best og þá færðu hana alveg eins og þú vilt hafa hana.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 13.11.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert með svona hræðilegar hótanir rétt eins og ég við barnabörninÞú ætlar að lemja þá með hanglæri og sulla ofan í þá jólaöli... ég hóta að kyssa og knúsa barnabörnin mín í klessu ef þau eru með leiðindiVonandi færðu tölvuna þína í dag greyið mitt... ég væri nú bara búin að kaupa mér nýja... hef enga þolinmæði í svona endalaust vesen

Eigðu góðan dag og góða ferð í tölvuleiðangur

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 05:58

5 identicon

Úff Svona ferli kannast ég við,  þessi setning á morgun sem svo aldrei stenst er ótrúlega leiðinlegur ávani. Ég yrði allavega miklu sáttari ef mér væri bara sagt strax að þetta tæki 15-20 daga, þá væri ég ekki að gera mér væntingar sem þeir geta ekki staðið við.

En þú ferð nú ekki að eyða færslunni hér á undan,   knús á þig gæskur

(IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:12

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 en hvad thetta er ømurleg thjónusta, mikid skil ég thig ad hleypa út smá pirring. Finnst thú bara høndla thetta nokkud nett sko, sumir hefdu nú látid eitthvad ljótara fjúka,en séntilmadurinn sem thú ert thá gerirdu ekki sollis

hafdu gódan dag kæri minn

María Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 08:19

7 Smámynd: JEG

Óþolandi að eiga viðskipti við fyrirtæki sem keppast við að ljúga að viðskiptavininum.  Já og þó þeir ljúgi ekki þá segja þeir einfaldlega ekki neitt rétt eða gáfulegt við mann.   T.d. það er ekki sama í hvaða gæludýra búð maður fer í því það er ekki sama þjónustan.  Það á að tríta alla eins.  Ég var nú í verslun það lengi að það má ekki mismuna kúnnanum svona.

Ég skal lána þér hangilæri til að buffa þá.....   Knús á þig krúttlingur.

JEG, 13.11.2008 kl. 09:52

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

En hvað ég vona að þeir drattist til að klára tölvuna þína. Alveg sammála því að best sé að fara á staðinn, þá geturðu að minnsta kosti séð framan í þá á meðan þeir ljúga einhverju í þig. Hringdu bara nógu oft eða farðu þangað. Þeir verða leiðir á þér fyrir rest og drífa í þessu. Passaðu þig bara að vera ekki svona skemmtilegur við þá eins og okkur hér, þá færðu tölvuna aldrei  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:13

9 Smámynd: Ragnheiður

Þetta hljómaði eins og samtal við ríkisstjórnina en ekki tölvukalla útí bæ sem fatta ekki að nú þurfa þeir að fara að hysja upp um sig. ..

Knús Tigrí minn

Ragnheiður , 13.11.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er í svona skapi 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er ekki fallegt að skamma þessi grey.... það á bara ekki að eiga viðskipti við þá.

Start í Kópavogi er málið.... yfirleitt laga þeir tölvur samdægurs.

En heyrðu... þarftu ekki að fá þér hjákonu bara sem þarf ekki að stinga í samband?

Heiða B. Heiðars, 13.11.2008 kl. 14:33

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið skil ég þig Tící minn, það er óþolandi að fá svona tilsvör og svo lygar í þokkabót, ég hefði ekki haldið ró minni heldur misst mig gjörsamlega

Vonandi hafa þeir setið sveittir yfir tölvunni þinni eftir allt þetta.

Knús ljúfastur

Huld S. Ringsted, 13.11.2008 kl. 17:40

13 Smámynd: Sigrún Óskars

   er kannski einhver kona þarna sem finnst bara gaman að sjá þig. Ég mundi bjóða þér að koma 2svar á dag til að athuga með tölvuna 

Nei, án gríns þá er þetta ekki skemmtilegt - að láta plata sig dag eftir dag. Sendi þér knús  og kveðjur

Sigrún Óskars, 13.11.2008 kl. 18:35

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna það er bara svona, taldi nú að þú ljúfastur mundir aldrei æsast upp, ég meina sko yfir svona löguðu, en auðheyrilega gerir þú það, flott hjá þér og hlakka til að lesa er þú ert búin að fá viðhaldið heim á borð.
Knúsí knús Tiger míó míó.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2008 kl. 19:38

15 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Aldrei lent í veseni með tækniaðstoð hjá Apple umboðinu. Ef þeir segjast ætla að gera eitthvað þá hefur það staðist. Mjög ánægður og sé enga ástæðu til að skipta. Vona að þú hafir ekki verið of aðgangsharður við þessa krakka sem eru að reyna að feta sín fyrstu fótspor á atvinnumarkaði.

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 21:01

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eina leiðin til að fá sneggri (ath - ekki snögga, því það er varla hægt fyrir john do) er að mæta í jakkafötum með bindi og yfirmannslegan svip.  Tillkynni yfirlætislega að bráðnauðsynlegt sé að fá tölvuna eftir tvo daga og röfla eitthvað um stjórnarfund.  Taka svo upp gemsann sinn (sem maður lætur vin sinn sem bíður úti í bíl hringja í) og fara yfir stöðuna á hlutabréfamarkaðinum - eða segja sem svo "ég skal minnast á þetta við ráðherra, en það verður sennilega ekki fyrr en eftir helgi.  Er að fara til Brussel strax eftir fundinn á fimmtudaginn......".  Snýrð þér svo brosandi við og segir við pjakkana " Ég get vonandi treyst á að þetta verði tilbúið á miðvikudag - mér var sagt að hér gæti ég treyst á fljóta og góða þjónustu"

Svo bara mætirðu eftir tvo daga - á miðvikudag og nærð í tölvuna.......  over and out.

knús í krús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:41

17 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Það var virkilega gaman að lesa þetta comment frá Lísu B. :)

Róbert Þórhallsson, 13.11.2008 kl. 21:44

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

TíHí á TíCí ...

~who ya gonna call~ ....

Steingrímur Helgason, 13.11.2008 kl. 23:01

19 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kommentid hennar Lísu er skothelt...Notadu tad kæri Tiger.

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 09:06

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ef hún verður ekki tilbúin á mánudaginn þá bara sækirðu hana og heimsækir Einsa minn með hana undir hendinni. Ein kvöldstund myndi duga honum til að fá hana til að mala blíðlega fyrir þig.  Eigðu ljúfa helgi, Tígrinn minn!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.11.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hjákonan, er þá þessi með kanilsnúðana?

Brjánn Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 20:41

22 identicon

Sæll Tiger.

Þeir eru  margir bloggvinir mínir sem sjá illa  vilja fylgjast með, en hafa ekki efni á að fá sér gleraugu svo að ég kem til móts við þá með hástöfum. Þetta er ákveðinn hópur Öryrkja. Allveg lágmark með fyrirsögnina og svo ræðst itt.

Nei, maður þarf ekki að vera reiður til þess að ÞORA að nota hástafi.

Kærleikskveðjur og takk fyrir færsluna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband