Three þásund vírusar syndandi um allt hjá mér ... en samt tekst mér það sem ég ætla mér! Gerum það eftir fjóra daga - sem við gætum gert í dag - ef þú borgar fimm þúsund fyrir það!

Angry  Jæja, ég fór með tölvugarminn niður á verkstæði tölvulistans í morgun en þar var mér tjáð - sem ég reyndar vissi áður - að þeir myndu horfa á hana á borðinu hjá sér í minnst fjóra virka daga áður en þeir kæmu við hana.. how strange!

En, það er líklega nóg að gera hjá þeim yfir höfuð - enda virðast tölvur frá tölvulistanum vera mun verri en aðrar tölvur - að því er virðist.

Þessi tölva er ekki orðin ársgömul, en þetta er í annað skiptið sem ég fer með hana til þeirra til athugunar. Síðast var það skilst mér galli í stýrikerfi - ef ég man rétt - en hvað skildi koma í ljós núna???

Gamla tölvan mín, sú sem ég átti áður en ég fór í tölvulistann fyrr á þessu ári - var orðin örugglega fjögurra ára - og hún hafði aldrei bilað á neinn hátt og aldrei krassað - fékk hana ekki í tölvulistanum - umhugsunarvert??? Jamm, ég fer allavega ekki aftur í tölvulistann til að endurnýja þegar þar að kemur - nema þeir geti fullvissað mig um að ég hafi verið óeðlilega óheppinn með tölvueintak (sem ég þó veit að er ekki satt því ég þekki nokkra sem hafa verið í vandamálum með tölvur þaðan) ....

W00t  Núna er ég að nýta gamlan lappa sem er ekki með nema 3.000 vírusa í lausagangi um allt!!!

Hún slekkur og kveikir á sér í tíma og ótíma, dettur út af netinu og leyfir engar myndir eða vinnslu með myndir - því get ég ekkert komið myndum í færslur á meðan.

Annars er ég góður bara!

Woundering

Ég ætla nú samt að reyna - þrátt fyrir 3 þúsund vírusa - að byrja að yfirfara ykkur kæru bloggvinir og aðrir sem hafa verið að spora á síðuna mína. Ég get ekki beðið í heila viku eftir því - vegna þess að þá þarf ég marga sólahringa til að lesa allt og spora til baka ..

Heart

Sendi ljúfar kveðjur á ykkur öll með von um dásamlega viku framundan hjá ykkur öllum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Gamla talvan mín var frá tölvulistanum og hún vikaði fínt. Ég var heppinn með eintak en verstu tölvunar sem þú gast fengið voru frá BT.

Vonandi verður garmurinn í lagi þegar að hún kemur frá þeim.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sömuleiðis óska þér góðrar viku, þrátt fyrir svik tölvunnar þinnar. Kveðja

Heiður Helgadóttir, 3.11.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Tiger

  hóhóhó ...

Skattborgari; Ég er viss um að tölvulistinn er ágætur ... svona inn við beinið! Mér skilst að tölvur frá BT séu virkilega góðar, en maður ætti aldrei að trúa öllu sem maður heyrir - bara því sem maður þekkir og reynir sjálfur, i guess!

Heidi Helga; Takk fyrir ljúfan og sömuleiðis ..

Knús á ykkur ...

Tiger, 3.11.2008 kl. 20:36

4 identicon

Hef verið heppin með vörur frá Tölvulistanum, en BT  þar er (eða var eins og staðan er í dag) skelfileg þjónusta.

Takk fyrir innlitið  hjá mér, var að reyna kvitta á þig til baka þar, og ætlaði að vera extra  næs og gefa þér hjarta, en þá fór allt í steik og kom bara stórt ERROR, er hann smitandi þessi vírus þinn eða bannar hann bara hjörtu  en hvað um það þú fékkst bara koss í staðinn, þegar einhverju tauti var við komið.   

(IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Skattborgari

Ég þekki nokkra sem hafa keypt tölvur frá BT og allir þeir hafa allir ráðlagt mér að kaupa ekki þaðan. Einn vinur minn er góður í að laga tölvur og hann sagði að ef ég vildi gallaða tölvu sem væri alltaf vandamál með þá ætti ég að kaupa í bt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Tiger

  Nú er það svart sko ....

Sigurlaug; Jamm, sko ... er kannski farið að kreppa að í athugasemdadálkunum líka - kannski var ég bara dottinn út áður en þú náðir að kasta í mig hjartanu. Þakka bara samt kærlega fyrir það hér með sko .... knús á þig!

Skatti; Well, ég keypti gömlu tölvuna í BT - og hún bilaði aldrei og aldrei neitt vesen með hana. Ekki ársgömul tölva úr Tölvulistanum - er búin að fara tvisvar í meðferð = ég versla frekar í BT í framtíðinni - held ég.

Þakka ykkur innlitið ljúflingar..

Tiger, 3.11.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Skattborgari

Það er misjafnt með bt tölvunar hvernig þær koma út. Sumir eru heppnir og það sama á við um Tölvilistann ég var heppin með mína út tölvulistanum.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Skattborgari

Láta hana hana fyrir þig úr bestu fáanlegum íhlutum og fá atvinnumann til að setja hana upp. Það gerði ég síðast og ég mun gera það næst líka. Þú getur þá haft hana alveg eins og þú vilt.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 3.11.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Tiger

  Ohmæ good hvað það er leiðinlegt að bloggast á þessum blessaða lappa sem ég er í núna. Margar athugasemdir sem ég þarf að skrifa upp oft áður en þær loks birtast á réttum stað ... en þetta hefst!

Skatti; Satt, tölvurnar eru misjafnar sannarlega ..

Auður; Ég er reyndar sammála Skatta með það að ef þú þekkir einhvern sem er góður í tölvumálum - þá er mjög gott að láta setja sama ákveðinn tölvupakka þar sem þú/hann velur sjálfur hvað hann kaupir í pakkann og svo setur seljandinn pakkann saman fyrir þig og wúlla - góð tölva birtist. Ég myndi ekki kaupa tölvu í Tölvulistanum sjálfur í dag - að fenginni reynslu - en það er öruggt að ég mynd athuga BT fyrst ef ég ætlaði að skipta núna. Annars er líka bara hægt að kaupa góðar tölvur í Max og Elkó - ef þú velur sjálf pakkann og lætur þá svo setja hann saman. Tölvutilboð eru oft ekki góð að grípa, betra er að velja sjálfur hvað er í pakkanum með tillit til þess hvernig og hvar maður ætlar að nota tölvuna. Kveðja og knús og þakkir fyrir innlit .. og velkomin aftur anytime!

Tiger, 3.11.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko... ég keypti mína í Bókval og hún virkar fínt... nema þegar hún bilar...  Gaman að skjá þig aftur kisulóran mín

Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 21:37

11 Smámynd: Tiger

  Hahaha ... Dúfan litla! Ef maður kemst ekki úr skarkala norðurhjara þá verður maður bara að versla tölvur og tækni - í mjólkurbúðinni eða hjá kaupmanninum á horninu... or sum!

Wúff á þig ... enda er ég sko ekkert kisulóra, frekar sona Wrarrrr... Tigersko!

Tiger, 3.11.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: JEG

Kallinn minn verslar nú dáldið við Tölvulistann en hefur alveg sloppið við svona óheppni.  En mágur minn verslaði tölvu annarstaðar man nú ekki hvar og hún er bara drasl.is  tómt basl og vesen til enda.  Svo ég held að þetta hafi oft meira með eintakið að gera heldur en annað.  En hvað veit ég fáfróð sveitakéddlingin ???  Talvan mín er ekki einusinni nettengd þar sem hún myndi bara bráðna við að tengjast svo mörg eru þau orð.

En vona að vírusarnir bíti þig ekki í tærnar því þá er lítið hægt að vera kjurr í tölvunni hehehe....

Kveðja úr sveitinni..

JEG, 3.11.2008 kl. 22:33

13 Smámynd: Tína

Mikið svakalega er nú gott að heyra (lesa) að þú lætur ekki einhverja 3 þús vírusa stoppa þig!!! Ánægð með þig. Enda veistu að við erum svo mörg sem getum orðið ekki án þín verið og er ég meðal þeirra.

Vírusarknús á þig hrúgan mín.

Tína, 3.11.2008 kl. 22:55

14 Smámynd: Erna

Ekki er gott ástandið hjá þér kæri minn, merkilegt hvað þessar tölvur geta valdið manni miklu uppnámi, þegar þær taka upp á að virka ekki sem skyldi. Hvað gerðum við hér áður en tölvan kom til sögunnar? Vona að heilsan fari að lagast hjá tölvunni og geðheilsan hjá þér Tiger minn  Veit alveg hvað þetta tekur á geðheilsuna þegar þetta ástand varir. Bros og knús til þín

Erna, 3.11.2008 kl. 23:14

15 Smámynd: Brynja skordal

Tóti tölvukall eða nei Tiger tölvukall knús á þig inn í vikuna þú þarna yndi með meiru

Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 01:03

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mín tölva er á 5 ári og er að meginhluta frá Finnlandi, ég smyglaði henni með mér þaðan í stórri ferðatösku.  En ég þurfti nýtt móðurborð og örgjörfa og fór þá náttúrulega í Hugver sem er frábær tölvuþjónusta.  Frá A-Ö

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2008 kl. 01:32

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

sko thú reddar thér alltaf  er thetta ekki allt happa og glappa med thessar blessudu tølvur..vid erum med einar thrjár i húsinu og thad er ALLTAF einhver i skralli  en sem betur fer er kallinn minn á kafi i thessu og lagar allt sjálfur..annars væri ég búin ad henda thessu drasli útum gluggann

Vonandi færdu thína fyrir jól bara, en mikid gaman ad thú getur reddad thér med lappanum á medan,madur fær thá ad sjá thig af og til kreist og krammar til thin , hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 4.11.2008 kl. 07:31

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Tící minn, það margborgar sig að hafa góða vírusvörn. Á þessu heimili er lyklapétur notaður enda starfa allar tölvur alltaf fínt, án efa besta vírusvörnin. Vonandi kemst tölvan þín í lag

P.S. ég heiti Huld en ekki Hulda

Huld S. Ringsted, 4.11.2008 kl. 07:53

19 identicon

Æi, heldur en ekki ástand á kallinum! Hvernig væri að fá sér bara makka?

kær Ofurskutlukveðja og knús

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 08:58

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ gæ. Við hjónin kaupum þetta sitt á hvað og hann setur þetta svo saman og keyrir upp sjálfur, eins gott að geta bjargað sér. Þegar kerfið hrynur svo kannski, þá er auðvelt að gera þetta aftur.  Vona að vel gangi með tölvuna   Computer Smash 





Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 09:42

21 identicon

Ok Tiger... smá ráð, stofnaðu nýjan account á öllum þínum vélum, settu accountinn á "Limited user"... notaðu þann account dagsdaglega... aðeins fara á Administrator þegar þú þarft að uppfæra vél og annað í þeim dúr.

Annað.. ókeypis mjög góð vírusvörn: http://free.grisoft.com/
Og svo fá sér antispyware: http://www.spybot.com/

Ef þú fylgir þessum einföldu ráðum þá ertu eins safe og þú getur orðið

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:52

22 Smámynd: Hulla Dan

Óska þér gleði í dag kroppur.

Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:41

23 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Kannast við þessa 4. daga bið í Tölvulistanum,tölva unglingsins bilaði,virkilega pirrandi. Svo tók viðgerðin sjálf um 3 mánuði, það var enn meira pirrandi..... þeir pöntuðu vitlausa varahluti osfrv. Keyptu þér Mac, það er galdurinn. Fæ aldrei vírus í hana.

Guðrún Una Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 11:43

24 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hlökkum til að sjá þig svo aftur margefldann og vírusfrían  :)

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 13:07

25 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er nú meira hvað maður verður háður þessum tölvum...geðheilsan helst fín meðan tölvan virkar  Ég á fimm ára tölvu frá Tölvulistanum. Það hrundi í henni móðurborðið þegar hún var rúmlega tveggja ára en ég fór ekki með hana í viðgerð til þeirra. Er svo líka með nýlega fartölvu. Mér finnst voða næs að geta flakkað um húsið með hana. Knús á þig Tiger minn og vonandi reddast allt saman fljótt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.11.2008 kl. 13:31

26 Smámynd: Dísaskvísa

Töluvlistinn - Já Sæll- ekki til verri staður til að kaupa tölvu!!! Segi það satt.

Ég keypti mína þar- viku gömul þá bilaði hún og þá var Móðurborðið farið- fékk ekki nýja tölvu- beið í 2 mánuði á meðan þeir gerðu við hana.  Þeir neituðu að lána mér tölvu og að LOKUM grenjaði ég út lánstölvu hjá þeim því ég var að byrja í prófum í Háskólanum.  Þeir settu ólöglegan office-pakka í hana og hún lokaði á mig.  Þeir buðu mér að kaupa nýja office pakka á 16.990 til að setja í TÖLVUNA þeirra.  Hún var innan við ársgömul þegar hún bilaði aftur- þá fór skjárinn.  Þeir eru með endalausa stæla og leiðindi ...Sko Endalausa.  EKKI KAUPA TÖLVU Í TÖLVULISTANUM.

Eins og þú heyrir þá er ég frekar ósátt við tölvulistann og þeirra þjónustu ef þjónustu mætti kalla

Gangi þér vel

Dísan

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 15:01

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig darlingur.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2008 kl. 15:45

28 identicon

Tölvuvirkni er málið, þeir eru mjög sanngjarnir í verði og eru með topp þjónustu.

Síðan er það topp hugmynd að sleppa því að vera með vírusvarnir, því vírusar eru búnir til  tilþess að selja lausnina.  Hætta að nota Internet Explorer og nota Mozilla Firefox.  En svona 99% af vírusum og svona dóti er gert til þess að hamra á IE og Windows.

Annars er MAC málið ef út í það er farið. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:02

29 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert Yndislegur maður. Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:34

30 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig ljúfurinn minn

Helga skjol, 4.11.2008 kl. 17:08

31 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

;) mín er eimitt í skítasjokki....1 árs úr tölvulistanum....;(

Halla Vilbergsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:44

32 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hah - það var versluð tölva úr Tölvulistanum fyrir mömmu gömlu í tilefni 70 ára afmælisins.  Blessunin hefur aldrei snert tölvu - né þessa tölvu sem við keyptum handa henni, því hún er búin að vera biluð síðan hún fékk hana í sumar........  Svo þú ert greinilega ekki einn í heiminum.

Sonur minn mælir endalaust með makka - er orðin forfallinn makkasjúklingur.  Fyrsta tölvan mín var makki (1994) og hún klikkaði aldrei, það var bara svo erfit að fá "lánuð" forrit í hana og síðann hefur pésinn verið við völd hérna...... og HP virkað best af hinum ýmsustu útgáfum........

knús á þig og alla vírusana

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:14

33 Smámynd: Ragnheiður

oh það er svo leiðinlegt þegar tölvur vilja ekki vera til friðs hjá manni !

Knús góði Tígri

Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 21:18

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 voðalegt tölvuvesen er þetta á þér Tiger, hope you do like Jesus; Jesus saves!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 23:56

35 identicon

Við hjónin erum með sömu tegund af tölvum keyptar með nokkurra mánaða millibili önnur úr Tölvulistanum og hin einhverstaðar annars staðar. Sú sem er keypt í Tölvulistanum var aldrei með geisladrifið virkt og þeir vildu meina að það væri bara stýrikerfið sem væri bilað sem þeir settu sjálfir í. En þrátt fyrir viðgerð hjá þeim þá virkaði það ekki og það endaði með því að við létum setja annað stýrikerfi í hana hjá öðrum aðila bara ekki hægt að nota nýja fartölvu eingöngu á visir.is og mbl.is  það á að minnsta kosti að vera hægt að gera eitthvað pínulítið meira. Sú sem var keypt annars staðar nánast alveg eins hefur virkað ágætlega í ca tvö ár núna þannig að það er ekki sama hvar tölvunar eru keyptar. Ég mæli ekki með þjónustunni hjá þeim í Tölvulistanum bara alls ekki.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:25

36 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst best að þú sért "annars góður bara"

Mér virðist sama hvar tölvurnar eru keyptar...ég fikta svo mikið í þeim að ég þarf reglulega á aðstoð að halda

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 01:59

37 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott ad 3000 vírusrta eru ekki ad stoppa tig Tiger minn tá hefdum vid hérna vinir tínir fengid fráhvarfseinkenni...

Tú ert bara bestur.

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 07:22

38 Smámynd: Tína

Hurru kallinn minn................................... mér þykir afskaplega leitt að tilkynna þér að þú neyðist því miður til þess að taka þér frí úr vinnunni á laugardaginn eftir þetta komment sem þú skildir eftir á blogginu mínu.

Endilega sendu mér svo mail svo við getum gengið frá kökudæminu

Tína, 5.11.2008 kl. 09:34

39 identicon

Það er stór munur á MAC og Windows, stærsti munurinn sem að kemur hvað mest í ljós er.   Að sum forrit nota sameiginleg "forrit" til að keyra ýmislegt.   Þannig að ef að þú ert með Word og Excel og Outlook sem dæmi í gangi og þau þurfa að sækja eitthvað forrit sem að lætur mann skrifa.  Þá sækir PC þetta 3x og setur 3x í vinnsluminnið.  En MAC sækir þetta einu sinni og öll forritin geta samnýtt þetta einstaka forrit úr vinnsluminninu.   Þetta gerir það að MAC er mikið hraðari og skilvirkarki þrátt fyrir að vera ekki með mikið öflugri vélbúnað.

Svo er annað að nánast allir vírusar eru gerðir fyrir windows

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:23

40 Smámynd: Tiger

  Þakka ykkur öllum innlitið og frábær comment og góð ráð.

DoktorE; Takk kærlega fyrir linkana - þeir hjálpuðu mér mjög vel!

Arnar Geir; Takk fyrir góðar upplýsingar og ráð, skoða þetta næst þegar ég uppfæri tölvubúnað minn ...

Knús og kveðja á alla línuna í einu ... er að reyna að finna ykkur öll í fjöru og spora hjá ykkur til baka. Tekur smá stund en þið sjáið mig öll á endanum - lofa því! :)

Tiger, 5.11.2008 kl. 13:56

41 identicon

Arnar... það sem ver Mac fyrir vírusum er einna helst markaðshlutdeild hans.... Mac er lang frá því að vera öruggasta platformið.. sorry

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:51

42 identicon

Og hvernig færðu út að það sé ekki öruggara að vera með mac ef það eru nánast allir vírusar gerðir til að ráðast á PC ?

Ég get ekki sagt að Windows sé mjög öruggt stýri kerfi.  Og hver man ekki eftir "This program has performed an illigal opperation and will be shut down!"

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:23

43 identicon

Hvernig veistu að þú ert ekki með vírus og eða njósna forrit ef þú hefur ekki hugbúnað til þess að tjékka á því?
Svona hugmyndafræði hljómar soldið eins og hjá ríkisstjórn íslands.... svona að gera ekki neitt og vona það besta :)

Leitið nú á netinu að vírus/spyware á mac... og endilega leitið líka að því hversu létt er að hakka mac. hehehe
Það hefur lengi loðað við mac að á hana fer fólk sem kann akkúrat ekkert á tölvur

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:18

44 identicon

Jóhann og DoctorE, ég hef verið með sömu PC tölvuna í 4 ár og aldrei lent í veseni.  Það er ekki útaf ég er með svo góðar vírusvarnir.  Það er útaf ég er ekki með eina einustu.

Það er vitað mál að vírusvarnarforrit eru upp til hópa peninga plokk og vírusarnir eru búnir til tilþess að það sé hægt að selja lausnina við þeim.

Þessi vírusvarnar gera ekkert annað en að downloada vírusum og tilkynna þér að það séu þetta margir vírusar í tölvuni.
Selja þér síðan nýjustu uppfærsluna svo þú getir lagað málið.

Ég einfaldlega passa mig á því að opna ekki hvað sem er. Og forðast það eins og heitann eldinn að nota Internet Explorer, ég nota Mozilla FireFox og ég lendi aldrei í veseni.

Og DoctorE hvaða hugbúnaður er svona æðislegur í Windows sem að segir þér hvort að þú ert með vírusa eða ekki ?

Þetta eru allt saman aðkeyptur eða viðbættur hugbúnaður og hann er sko alveg hægt að setja í mac líka.  Windows er bara prump!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:50

45 identicon

Antivírus Arnar... það er hugbúnaðurinn.... sem þú telur vera samsæri gegn mannkyni :)

Ég er búinn að vera með pc í fjölda ára... ekki neinn vírus.. EVER og ég nota Explorer 99% af tímanum.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:47

46 identicon

DoctorE, það er ekkert mál að eiga tölvu og sleppa við að fá vírusa.  Maður einfaldlega þarf að passa sig að opna ekki hvað sem er.   Því að vírusarnir þótt þeir komi inn í tölvuna eru meinlausir nema þeir séu opnaðir eða keyrðir.  Og tölvan hleypir ekkert bara einhverjum vírus inná sig af handahófi.  Það þarf annaðhvort einhver að brjótast inní tölvuna þína og setja in vírus eða þá að þú þarft að sækja hann sjálfur á netinu.

Það sem að sum vírusvarnarforrit gera er að sækja vírusa á netinu.  Ef að þú kaupir uppfærslu á hugbúnaðinum frá þeim þá geturu losað þig við áhrifin af honum.

Það eru að sjálfsögðu til vírusvarnar forrit sem að gera þetta ekki en þau eru í raun og veru gagnslaus. Þar sem að það sem að þau gera er að spurja þig hvort þú viljir opna tiltekna skrá hún gæti verið vírus. Þetta getur almennur notandi sem að kann örlítið inná tölvur lært með sjálfum sér hvort hann geti opnað eða ekki.

Svo til að bæta gráu ofan á svart þá hefur mönnum tekist að setja vírusa í .mp3, .jpg og fleiri tegundir af skrám sem að viðkomandi vírusvörn myndi þá ekki setja neina athugasemd við.

Internet Explorer var hinsvegar gerður með það að leiðarljósi að hann ætti að vera eins notanda vænn og hægt væri og því eru gamlar útgáfur af honum þannig að þær keyra bara allt upp til þess að létta undir með notandanum.  Þar af leiðandi getur óprúttinn aðili sett inn spyware og fleira í gegnum heimasíðu ef þú ferð á hana í gegnum internet Explorer.  Firefox gerir þetta hinsvegar ekki.  Ég hef reyndar ekki kynnt mér hvernig nýji IE gerir þetta þar sem að ég forðast Internet Explorer eins og heitann eldinn.

2000 vandamálið er annað dæmi um peningaplokk.  Það hefði enginn fullvita tölvunarfræðingur haldið að tölvan væri í vandræðum.   Tölvur telja dagsetningar í UNIX timestamp sem að telur sekúndur frá 1.1.1960 og það skiptir því engu máli hvort að dagsetninginn er með 2 eða 4 stöfum eða 5 stöfum ef því er að skipta.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband