Er maður virðingarverð hetja sem taka á til fyrirmyndar - eða ótreystandi bragðarefur og sannur pólitíkus - ef maður plottar á bakvið eigin félaga? Ef þetta er ekki obbolítil spilling... burt með spillingarliðið úr valdamiklum embættum!

Sá/sú sem getur hugsað sér að stinga eigin flokksystkyn í bakið í nafn- og eða hugleysi - á engan heiður, lof eða uppreisn æru skilið að mínu mati.

Með slíkt flokksystkyn innan flokksins - þarf flokkurinn enga óvini því þeir hafa óvininn þegar innan flokksins. Er hægt að treysta slíkum afglapa aftur? Myndir þú treysta því að slíkt geti ekki komið upp aftur?

Myndir þú nokkurn tíman snúa t.d. baki í slíkan "félaga" án þess að hugsa "ætli hann stingi mig á meðan ég sný í hann baki!?" ...

Ekki myndi ég geta það og enn síður gera það ... að treysta þeim sem einu sinni er uppvís að slíkum falsleika gagnvart eigin systkynum innan sömu hreyfingar. Jafnvel ekki þó að slíkur flokksfélagi sjái eftir því að hafa - þó ekki sé nema bara hugsað um slíkt fólskuverk og baktjaldaleiðindi.

Sá/sú sem er tilbúinn að jafnvel bara hugsa um að koma eigin flokksfélaga í koll - sem hugsanlega er í vegi fyrir feitari stól - á ekki heima í stjórnmálum að mínu mati. Hvernig getum við treyst því að slíkur aðili standi við það sem til er ætlast af stjórnmálaleiðtogum? Hvað væri til fyrirstöðu því að slíkur aðili myndi bara stinga hvern sem er í eigin brölti upp stigann að feitu og flottu embætti? Ég mynd allavega aldrei kjósa slíkt yfir mig ef ég fengi með nokkru móti komið í veg fyrir það ..

Að vísu veit ég að stjórnmálin snúast oft um valdabrölt, back stabbing and - don´t tell the people to much, en ....

Núna er einn þingmaður nýbúinn að segja af sér þingmennsku vegna þess að hann lagði til systur í flokki. Ég ber enga virðingu fyrir þeirri afsögn  vegna gjörningsins að baki afsögninni. Sá þingmaður er alls ekki meiri maður í mínum augum fyrir það að hafa sagt af sér þingmennsku og "Axlað þannig ábyrgð á gjörðum sínum"! Hann valdi bara annan af tveim mjög slæmum kostum í stöðunni, að halda áfram þar til hann hrökklaðist burt - eða fara strax og reyna þar með að bjarga andliti.

Ég skil alls ekkert í fólki sem hampar slíkum aðila - kallar hann hetju, ótrúlega mikinn heiðursmann og þar fram eftir götunum. Að fólk virði hann ómælt og hans hetjulund að hafa "axlað ábyrgð og tekið afleiðingum" - ég meina - hann kom bakdyrameginn að eigin flokksystur og ætlaði að reyna að eyðileggja hana! Burt séð frá því hvað flokksystirin gerði - eða mun gera í framtíðinni, það er hugurinn á bakvið verkið sem mér finnst tala hæst hérna - að stinga flokksfélaga í bakið - að því er virðist - til að skaða hana - og hvað - hugsanlega sjálfum sér til framdráttar?

Hvar er heiðurinn og hetjuskapurinn við það að stinga flokksystur í bakið með þeim hætti sem hann sannarlega gerði? Fyrir mér er hér ljótur leikur í gangi sem ég er ánægður með að skyldi koma upp núna - en ekki í framtíðinni þegar viðkomandi þingmaður er kannski orðinn ráðherra! Ekki vil ég svona mann til að stýra einu eða neinu í íslenskri pólitík.

Vil taka það fram að ég þekki ekkert til viðkomandi aðila - nema sem þingmanns, hef aldrei kosið framsókn og mun aldrei gera slíkt. Ég er ekki að reyna að sverta eða meiða persónuna á bakvið þingmanninn - bara segja út álit mitt á þingmanninum sjálfum og hans gjörðum - en ekki manninum sem setur þingmanninn ofaní skúffuna í dagslok og fer heim til fjölskyldunnar og er þar allt annar maður. Gangi honum bara vel í framtíðinni og vonandi hefur hann lært hér mikilvæga lexíu - annaðhvort er maður vinur og flokksfélagi - eða óvinur - maður getur ekki verið bæði í einu svo vel fari!

Annars ógó góður bara eins og alltaf, en tölvulaus ennþá!

Er að vona að ég fái hana fyrir lokun í dag - en er ekki bjartsýnn þó!

Vona að allir hafi það gott og sendi knús og kveðjur á ykkur öll með ósk um betri tíma og bætta pólitík ... hvernig sem sú tík verður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér ruslana, þetta er frekar óhetjulegt - að stinga flokksystkyn í bakið. Þó ekki sé nema bara hugsunin á bakvið verknaðinn ... þá er það slæmt! Kram á þig ruslana og hafðu góða viku líka!

Tiger, 12.11.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Tiger

Búkolla mín; Satt, reyndar hefði hann kannski orðið meiri maður í mínum augum ef hann hefði bara komið hreint fram og gert þetta á heiðarlegan hátt í stað þess að fara bakdyrnar með fláræði ...

Ace; Aðalmálið er svikari innan eigin flokks! Aðalmálið er að þarna er sannur pólitíkus tilbúinn að stinga eigin flokksystkyn í bakið - og til hvers - ef ekki til að rýma fyrir eigin pólitískum rassi? Hvað á maður að halda annað? Burt séð með hvað Valgerður á að hafa gert eða mun gera í framtíðinni - þá er aðalmálið þessi laumung og þessi svikráð sem alltaf þurfa að þrífast í pólitík ...

Tiger, 12.11.2008 kl. 16:29

3 identicon

Úps voða ertu alvarlegur núna.  Ég er ekki  samála þér núna.

Með það að svona  fólki sé ekki hægt að treysta aftur, við erum jú mannfólkið þannig gerð að við getum lært af reynslunni. Við sjáum það bara á börnunum okkar, unglingarnir gera oft margt miður gott, í brölti sínu frá okkur foreldrum, sem í flestum tilfellum þau læra af og hvarlar ekki að þeim að gera slíkt aftur. Það gildir líka um okkur fullorðna fólkið, við getum lært af reynslunni guði sé lof, því annars værum við illa stödd og engin gæti nokkrun tíman treyst öðrum einstaklingi.

Held að við höfum öll gert eitthvað sem við sjáum eftir, en ef við sýnum það í verki, bæði í orði og á borði að við iðrumst finnst mér það eitthvað sem við getum virt. En auðvitað þarf að vinna fyrir því trausti aftur, hver sem á í hlut.

Þessi umræddi þingmaður er búin að vinna sér það inn að ég mun gefa honum tækifæri ef þannig stendur á, að vinna traust mitt, en þeir sem aldrei sýna það að þeir skammist sín eða sjái eftir gjörðum sínum hvað sem á gegnur  fá auðvitað ekki það tækifæri. 

Vil taka það fram að ég þekki þennan þingmann ekki neitt, og styð svo sannarlega ekki Framsókn.

Afsakaðu hvað þetta varð langt hjá mér, knús á þig og þína gæskur

(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Tiger

Jú, líklega er ég svolítið hastur hérna og sé hálfpartinn eftir því að hafa ýtt á entertakkann svona eftirá - en það er orðið of seint og ég tek ábyrgð á þessari færslu náttla ... 

Sigurlaug; jamm - sannarlega læra börnin og eru að læra þar til þau komast á fullorðinsaldur - en þegar þangað er komið þá ættu þau að vera búin að læra - að annaðhvort er maður traustur og trúr sínum eigin vinum og flokksfélögum - eða ekki. Viðkomandi þingmaður braut alvarlega af sér og sýndi okkur svart á hvítu hvað hann er tilbúinn að gera í sannri pólitískri tilraun að brölta upp stigann - jafnvel þó það bitni á eigin félögum. Slíku fólki myndi ég ekki geta treyst svo auðveldlega aftur .. því miður. En, satt .. við erum mannleg og gerum mistök - en svona mistök verða ekki tekin til baka svo auðveldlega að mínu mati.

Ace; Hann hafði ekkert val - hann neyddist til að taka ábyrgðina frekar en að sitja undir skömmum og úthúðun þar til hann hrökklaðist sjálfkrafa burt... burt séð frá hvort aðiri eigi að taka afsögnina sjálfa til fyrirmyndar eða ekki þá bara hafði hann bara ekkert annað um að velja en að taka hatt sinn ....

Tiger, 12.11.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm, ef maður á svona vini þá þarf maður ekki óviniMér sýnist þetta hafi nú meira verið klaufaskapur en mistök...Og ég tek undir með þér, ég get ekki borið virðingu fyrir því þó hann hafi sagt af sér, hann gerði það bara af því að það komst upp um hann...

Eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 12.11.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Tiger

Jónína mín; Ég er nefnilega líka á því að hann axlaði ábyrgðina af því það komst uppum hann. Ef þetta hefði komið "nafnlaust" fram eins og það átti að gera - þá hefði hann aldrei "Axlað ábyrgð" á því ... eða það er mitt mat. Set jólaspor á þig á eftir rassgafatið mitt ...

Tiger, 12.11.2008 kl. 16:56

7 identicon

Ég sagði ekki að það yrði auðvelt að treysta aftur, og stundum tekst það ekki. En það sem ég er óskaplega skapbráð sjálf og framkvæmi oft áður en ég hugsa hef meira segja orðið svo reið að ég man ekki orð af því sem ég sagði, vinkonur mínar urðu að fræða mig um það eftirá, og ég er ekki að ýkja. Þá skil ég að fólk getur hlaupið all verulega á sig.

Veit ekki hvort svo var í áðurnefndu tilfelli, en veit þó að Valgerður á mjög auðvelt  með að gera fólk spólvitlaust af reiði, þekki það af eigin raun.

Kveðja

(IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Tiger

Já Sigurlaug, sannarlega getum við stundum látið ýmislegt fjúka í hita leiksins og auðvitað hafa allir lent í því að segja eitthvað eða gera sem eftirsjá er í - en svona plott og flækjur gegn eigin flokksfélögum er að mínu mati nánast ófyrirgefanlegt. Gruna nú að ef hann fer aftur af stað - að þá verði það fáir flokksfélagarnir sem eiga eftir að raunverulega treysta honum aftur fullkomlega ... en kannski lærir hann af þessu, vonandi allavega - en hvort það sé þegar of seint veit ég ekki! Get sannarlega trúað því að Valgerði takist vel upp með að æsa lýðinn upp .. það sópar að henni yfirleitt!

Tiger, 12.11.2008 kl. 17:56

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er nú aðeins rúmlega það að hlaupa á sig.. Þetta er ekkert annað en plott alveg burtséð frá því að maðurinn var að koma sannleikanum á framfæri. Hann hefði að mínu mati verið meiri maður að koma hreint fram og senda þetta á eigin nafni. Hann sagði af sér aðeins vegna þess að upp um hann komst! Ég ætla ekki að reyna að halda að þetta hafi ekki gerst áður hjá ýmsum öðrum  

Annars bara knús á þig og vonandi fer tölvudruslan að skila sér heim

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:07

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kær kveðja er á rúntinum.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ofsalega rétt hjá thér.. mikid lof um afsøgnina,svo mikid ad thad gleymist algerlega af hverju madurinn sagdi af sér!! úti høtt. En jú gott mál ad hann sýndi thann karakter ad taka ábyrgd,vildi mikid óska ad fleiri gerdu thad yfirhøfud..en thad er kannski ekki til mikils ad vona.

hafdu gott kvøld kæri minn, kreist og kram á thig

María Guðmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 139750

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband