Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.2.2009 | 20:47
Er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að kalla kreppuna "Tískubylgju"? Nei ég bara spyr ... Og hver hækkaði skatta síðustu áramót?
"Það er halli á ríkisfjármálunum og hvernig ætlar ríkisstjórnin að taka á þeim halla, spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Hún sagði að bara eitt væri í boði af hálfu ríkisstjórnarinnar og það væri að hækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki stutt það að stórauknum byrðum yrði velt á heimili landsins.
Þorgerður sagði að vissulega hafi verið gerð mistök frá því allt fór í óefni í efnahagslífinu, ekki síst í aðdraganda bankahrunsins. Upplýsingagjöf hefði t.d. mátt vera betri. Hún sagði hins vegar að sagan myndi sýna að á fyrstu dögum hrunsins hafi verið unnið þrekvirki og forðað því að ekki fór verr.
Þorgerður vék að breytingum á stjórnarskránni. Hún sagði að endurskoðun á henni mætti ekki ráðast af hvatvísi. Stjórnarskráin ætti að vera yfir það hafin að breytast eftir tískubylgjum. Hún sagði forsendu þess að stjórnarskráin nyti trausts að um breytingar á henni væri pólitísk sátt."
Mbl.is frétt.
Bíðið nú við .. var það ekki einmitt sjálfstæðisflokkurinn sem stóð að skattahækkunum í kringum síðustu áramótin? Var það ekki einmitt sjálfstæðisflokkurinn sem lagði hart að því að hátekjuskattur færi ekki í gang heldur þyrfti látekju Jón&Gunna að borga brúsann ...
Einnig finnst mér það skondið að Þorgerður skuli kalla kreppuna "tískubylgju" .. því það er þessi tískubylgja sem er að kalla á stjórnarskrár-endurskoðun og jafnvel breytingar.
Kosningabaráttta Þorgerðar er þegar hafin greinilega - en svei mér þá ef Þorgerður Katrín er ekki bara haldin sama gullfiskaminni og við hin í landinu, í það minnsta hvað skattamál hennar flokks varðar...
Hvernig á að taka á hallanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 01:48
Út með "out of date" stjórnmálamenn - inn með fersk andlit - með von um nýjar áherslur, ferskari blæ og minni spillingu.
Eygló Harðardóttir, alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Við hljótum að fagna því þegar ný andlit koma fram og takast á við það erfiða verkefni að koma gömlum og stöðnuðum pólitíkusum burt úr rótgrónum sætum sínum.
Líkt og með Eygló og t.d. Katrínu Jakobsdóttur. Ný og fersk andlit sem eiga vonandi framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum. Er það nú auðvitað von mín að fólkið í landinu sem hefur verið í óða önn að mótmæla með háværum hamagangi síðustu vikur - gleymi sér ekki í komandi kosningum og kjósi yfir sig aftur sama gamla fólkið og flokkana. Það er kominn tími á ný andlit, ferskt andrúmsloft og nýjar áherslur og um fram allt - yngra fólk.
Gömlu pólitíkusarnir hafa staðið alltof lengi í stað - hafa verið árum saman við sama heygarðshornið í stólabaráttu og valdagráðugir stjórnmálamenn hafa löngu gleymt því hver það er í raun og veru sem er vinnuveitandi þeirra - það eina sem situr fast í huga þeirra gömlu - og sumra yngri - er að komast í nógu feitt embætti sem gefur af sér sem feitasta tékkann mánaðarlega og úpersúper eftirlaun.
Nú verður maður bara að vona að nýjar áherslur fylgi nýjum andlitum - en það er ekki frá því að það fari um mann dálítill aulahrollur þegar maður les sumt sem jafnvel ný andlit láta fara frá sér í viðtölum við fjölmiðla. Tel nefnilega ekki alveg rétt að samþykkja það sem Eygló lætur frá sér fara í fréttinni;
"Hún segir gríðarlega stór verkefni framundan við að verja heimilin og fyrirtækin í landinu svo halda megi uppi því velferðarríki sem Framsóknarflokkurinn hefur átt þátt í að byggja. Hugmyndafræði framsóknarmanna um samvinnu, samstöðu og sanngirni verður lykilþáttur í úrlausn þeirra. Þessari hugmyndafræði hef ég haldið á lofti í mínu stjórnmálastarfi hingað til og mun gera áfram sem leiðtogi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.
Ég hélt nefnilega að það væri Framsóknarflokkurinn sem á stærsta sök á því ástandi með Sjálfstæðisflokknum - með harðri stjórn Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra og síðar formann Framsóknar Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra. Þessir tveir bera þungar byrgðar af sök vegna núverandi ástands og því ekki rétt hjá Eygló að halda því fram að framsókn hafi stuðlað að einhverju "Velferðarríki" hérna ...
En, ég vil sannarlega fá ung og fersk andlit í stjórnmálin og því fagna ég því þegar ég les um ungt og efnilegt fólk sem stígur af stað í þennan ólgusjó - fagna því með von í brjósti að bráðum fáum við kannski að upplifa gegnsærri stjórnmál þar sem fólk tekur ábyrgð á gjörðum sínum og skorast ekki undan ef eitthvað misfer á ferlinum... jamm ... right!
Eygló býður sig fram í fyrsta sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þá er stjórnarandstaðan byrjuð að klóra í bakkann. Nú á að upphefja sig með málum sem "voru þegar komin af stað" þegar við vorum við stjórn. Skil samt ekki hvers vegna í skollanum þessi mál voru ekki sett á oddinn þegar í stað er ljóst var að fólk var að byrja að hrynja niður í skuldafenin þegar í haust.
Því þurfti að bíða þar til í enda Janúar eða byrjun Febrúar - og láta þar með fulltaf fólki falla í skuldafen sem ekki er svo auðvelt að komast uppúr aftur? Málið er að nú munu sjálfstæðismenn hamast eins og heit hæna upp við staurinn í því að fegra sig með málum sem "voru á lokastigi" eða sem "við vorum búin að leggja til" ...
Það verður fróðlegt að sjá hvernig sjálfstæðismenn eiga eftir að plumma sig í stjórnarandstöðunni því ég gruna að margir þeirra hafi bara aldrei upplifað annað en að flokkurinn hafi alltaf verið í stjórn - en núna - eru sumir að takast á við nýja hluti sem þeir hafa sennilega aldrei átt von á - að þurfa að sitja og skammast út í allt og alla neðan af gólfinu sem stjórnarandstæðingur - í stað þess að sitja á stalli og horfa glottandi yfir gleraugun á lægra setta þingmenn ausa úr sér vandlætingunni ..
Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 18:00
Sjálfstæðisflokkurinn hríðskelfur af óttablandinni virðingu fyrir Karlinum með svipuna...
Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nei, það er satt - sannarlega var fullur salur af fólki ekki endurspeglun þjóðarinnar, en samt stór hluti hennar. Ég er einn af þeim sem vil ekki kosningar núna í vetur, vil ekki að stjórnin segi af sér núna í miðri kreppunni. En, þegar tekist hefur að setja bönd á kreppuna og ná tökum á því helsta sem nú þarf að glíma við - þá vil ég auðvitað kosningar strax og skilyrðislaust.
Mér lýst ekkert á það að Þingheimur fari að loga í slagsmálum og kosningaloforðum núna. Lýst ekkert á að næstu mánuðir fari í sama valdabröltið og sömu loforðakrísuna og ætíð kemur upp við hverjar kosningar.
Mér lýst miklu betur á það sem Ingibjörg Sólrún sagði í sambandi við það að stjórn og stjórnarandstaðan ættu að snúa bökum saman og reyna í sameiningu að ná tökum á málunum.
Sem sagt - ég vil að blessuð stjórnarandstaðan fari að slíðra gremjuna, bretti upp ermarnar og taki á vandamálunum - með stjórninni! Hættið að hugsa um eigin framapot og valdasæti - hættið að eyða tíma og orku í það að "þykjast geta betur" - hættið að væla þetta og farið að hugsa um það að með samstöðunni er hægt að koma miklu meira í verk og það er einmitt það sem við þurfum núna! Að láta verkin tala strax, vinna saman og ná tökunum á kreppunni.
Ég er ánægður með hve margir ráðherrar mættu á fundinn, það tel ég að sýni að þeir raunverulega hlusta á óp þjóðarinnar. Auðvitað er ekki hægt að leysa öll vandamál kreppunnar á einum fundi og auðvitað er ekki hægt að reka ráðherra og seðlabankastjóra bara sí svona á einum fundi - en það er margt sem hægt er að koma til skila á svona fundum og sannarlega þurfa þingmenn og ráðherrar að hlusta þegar svona fundir eru haldnir. Það er því frábært að fundurinn skildi vera haldinn. En ég hefði viljað sjá "Guð almáttugan" Davíð Oddson koma ofan af stallinum líka - sem og Bangsa Bestaskinn, uppáhaldsvin DO - sem og fleiri.
Mér fannst Þorvaldur komast þokkalega vel frá sínu - en mér fannst hann staldra of mikið við eftir "ákveðnar áherslur" á meðan hann beið og ætlaðist til "klapps&upphrópanna" ..
En hann er mælskur karlinn, það má hann eiga. En mér fannst uppvaskarinn og "útmeðruslið" stúlkan virkilega dauð og líflaus og bara engan vegin eftirtektarverð. Hún hefði mátt eyða miklu minni tíma í að tala um eldhúsið og ruslið sitt - en eyða meiri tíma í að koma með föst skot og sterkar spurningar.
Spurningar úr salnum fannst mér yfirhöfuð mjög lélegar og mér fannst það vanta allan kraft í þær. Ég hefði viljað að fólk skipti sér svolítið niður - ekki allir að væla um að stjórnin færi frá - heldur að nota fjölmiðlana og kraftinn þarna til að öskra yfir ráðherrana eitthvað í þá átt að nú eigi þeir að tala saman um að koma Davíð og félögum frá. Leysa þá frá störfum á meðan versta krísan gengur yfir - því það eru margir sem myndu verða sáttir og margir sem bæru meiri virðingu fyrir stjórninni - ef Sá syndugi selur yrði settur í straff í bili. Svo þegar mesta sandfokið er sest - þá má fara að hræra í stjórninni og fleirum.
Mér fannst stjórnmálamennirnir komast alveg þokkalega frá þessum fundi, þeir voru sæmilega með á nótunum að því er virtist og vona ég að þessi fundur fái stjórn og andstöðu til að skoða betur hvað fer fram á mótmælafundunum sem haldnir eru á Laugardögum.
Persónulega er ég sammála því þegar Ingibjörg sagði að salurinn endurspeglaði ekki endilega þjóðina í heild - enda er ég ekki alveg á sama máli og salurinn í því að ég vil ekki kosningar í vetur - vil stjórnina ekki frá í bili - en þegar hægist um þá vil ég kosningar strax. Þá væri ég einmitt til í að fá að kjósa fólk en ekki flokka - fá að stroka út fólk og helst bara gefa öðrum einkun um leið og þeir fá mitt X ...
Ég myndi vilja fá að kjósa bara fólk beint í ákveðin sæti, t.d. fá að kjósa ákveðið fólk í ákveðin ráðherrasæti - nú eða bara að kjósa fólk í stað flokka eins ég ég hef áður sagt.
Hér fyrir neðan er "Gamla ríkisstjórnin" eins og hún leggur sig með Geir Haarde í forsæti.
- Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
- Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
- Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
- Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
- Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
- Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
- Heilbrigðisráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
- Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
- Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
- Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Össur Skarphéðinsson (S)
- Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
- Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
- Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu: Árni Sigfússon (D)
- Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
- Fjármálaráðherra: Steingrímur J. Sigfússon (VG)
- Dóms- og kirkjumálaráðherra: Kristinn H. Gunnarsson (Frjálslyndir)
- Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Guðni Ágústson (B)
- Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
- Heilbrigðisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
- Umhverfisráðherra: Katrín Jakobsdóttir (VG)
- Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
- Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Siv Friðleyfsdóttir (B)
- Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
- Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
Mín ríkisstjórn.
Undir forsæti Árna Sigfússonar - núverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ (D).
Auðvitað smá Comeback ásamt einum nýliða.
En, annars er ég bara hinn besti sko .. þannig séð! Ætla mér ekki að fara út í bloggkvittun hér núna, enda klukkan rúmlega hálf fjögur að nóttu og Jónína, Milla og fleiri eru að fara á fætur hvað af hverju - svo ég er bara farinn að fá mér nokkurra tíma lúr núna.
Kveðja á línuna og skrifa mig inn hjá ykkur á morgun.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Sá/sú sem getur hugsað sér að stinga eigin flokksystkyn í bakið í nafn- og eða hugleysi - á engan heiður, lof eða uppreisn æru skilið að mínu mati.
Með slíkt flokksystkyn innan flokksins - þarf flokkurinn enga óvini því þeir hafa óvininn þegar innan flokksins. Er hægt að treysta slíkum afglapa aftur? Myndir þú treysta því að slíkt geti ekki komið upp aftur?
Myndir þú nokkurn tíman snúa t.d. baki í slíkan "félaga" án þess að hugsa "ætli hann stingi mig á meðan ég sný í hann baki!?" ...
Ekki myndi ég geta það og enn síður gera það ... að treysta þeim sem einu sinni er uppvís að slíkum falsleika gagnvart eigin systkynum innan sömu hreyfingar. Jafnvel ekki þó að slíkur flokksfélagi sjái eftir því að hafa - þó ekki sé nema bara hugsað um slíkt fólskuverk og baktjaldaleiðindi.
Sá/sú sem er tilbúinn að jafnvel bara hugsa um að koma eigin flokksfélaga í koll - sem hugsanlega er í vegi fyrir feitari stól - á ekki heima í stjórnmálum að mínu mati. Hvernig getum við treyst því að slíkur aðili standi við það sem til er ætlast af stjórnmálaleiðtogum? Hvað væri til fyrirstöðu því að slíkur aðili myndi bara stinga hvern sem er í eigin brölti upp stigann að feitu og flottu embætti? Ég mynd allavega aldrei kjósa slíkt yfir mig ef ég fengi með nokkru móti komið í veg fyrir það ..
Að vísu veit ég að stjórnmálin snúast oft um valdabrölt, back stabbing and - don´t tell the people to much, en ....
Núna er einn þingmaður nýbúinn að segja af sér þingmennsku vegna þess að hann lagði til systur í flokki. Ég ber enga virðingu fyrir þeirri afsögn vegna gjörningsins að baki afsögninni. Sá þingmaður er alls ekki meiri maður í mínum augum fyrir það að hafa sagt af sér þingmennsku og "Axlað þannig ábyrgð á gjörðum sínum"! Hann valdi bara annan af tveim mjög slæmum kostum í stöðunni, að halda áfram þar til hann hrökklaðist burt - eða fara strax og reyna þar með að bjarga andliti.
Ég skil alls ekkert í fólki sem hampar slíkum aðila - kallar hann hetju, ótrúlega mikinn heiðursmann og þar fram eftir götunum. Að fólk virði hann ómælt og hans hetjulund að hafa "axlað ábyrgð og tekið afleiðingum" - ég meina - hann kom bakdyrameginn að eigin flokksystur og ætlaði að reyna að eyðileggja hana! Burt séð frá því hvað flokksystirin gerði - eða mun gera í framtíðinni, það er hugurinn á bakvið verkið sem mér finnst tala hæst hérna - að stinga flokksfélaga í bakið - að því er virðist - til að skaða hana - og hvað - hugsanlega sjálfum sér til framdráttar?
Hvar er heiðurinn og hetjuskapurinn við það að stinga flokksystur í bakið með þeim hætti sem hann sannarlega gerði? Fyrir mér er hér ljótur leikur í gangi sem ég er ánægður með að skyldi koma upp núna - en ekki í framtíðinni þegar viðkomandi þingmaður er kannski orðinn ráðherra! Ekki vil ég svona mann til að stýra einu eða neinu í íslenskri pólitík.
Vil taka það fram að ég þekki ekkert til viðkomandi aðila - nema sem þingmanns, hef aldrei kosið framsókn og mun aldrei gera slíkt. Ég er ekki að reyna að sverta eða meiða persónuna á bakvið þingmanninn - bara segja út álit mitt á þingmanninum sjálfum og hans gjörðum - en ekki manninum sem setur þingmanninn ofaní skúffuna í dagslok og fer heim til fjölskyldunnar og er þar allt annar maður. Gangi honum bara vel í framtíðinni og vonandi hefur hann lært hér mikilvæga lexíu - annaðhvort er maður vinur og flokksfélagi - eða óvinur - maður getur ekki verið bæði í einu svo vel fari!
Annars ógó góður bara eins og alltaf, en tölvulaus ennþá!
Er að vona að ég fái hana fyrir lokun í dag - en er ekki bjartsýnn þó!
Vona að allir hafi það gott og sendi knús og kveðjur á ykkur öll með ósk um betri tíma og bætta pólitík ... hvernig sem sú tík verður!
Ég veit nú ekki ... hvað skal segja. Ég er sannarlega á því að mótmæli séu af hinu góða og nauðsynleg stundum vegna ýmissa mála, en ég er alls ekki á því að mótmæli eigi að fara fram með eggjakasti og lögbrotum.
Mig langaði mikið til að fara á laugardagsmótmælin og sýna samstöðu - láta sjá mig og verða til þess að hækka höfðatöluna á fjölda mótmælenda - sem mér finnst skipta miklu meira máli en eitthvað eggjakast eða ólæti - það er fjöldinn sem hefur áhrif - ekki lætin eða eggin!
En því miður var ég að vinna allan laugardaginn ...
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki hrifinn af því þegar einhverjir unglingar og eða fullorðnir koma á mótmælastaðinn til þess eins að "vera með læti" eða æsing sem mér finnst ekki eiga heima í góðum vel heppnuðum mótmælum.
Því miður eru alltaf einhverjir sauðir sem koma á svona mótmæli, eða uppákomur sem slíkar - bara til þess að vera með slík læti, æsa fólk upp og brjóta siðferðisreglur eða lög. Þeir sem mæta með slíkt í huga hafa ekkert með mótmælin sjálf að gera, eru ekki komnir til að mótmæla því sem á að mótmæla - eru bara þangað komnir til að sýna sig, æsa lýðinn og vera með læti sem skaða frekar mótmælin heldur en að hjálpa til.
Þetta er eins og þegar slagsmál verða í miðbænum að nóttu á heljar fylleríi - þegar tveir byrja að slást - þá safnast hópurinn í kringum þá með hrópum og köllum .. "áfram, slagsmál, kýldann, stingdann, sparkaðu í hausinn á honum!" og svo framvegis! Þessi söfnuður sem safnast í kringum slagsmálin - hafa engan áhuga á slagsmálunum sem slíkum eða afhverju þau eru - þeir hafa bara áhuga á að sjá sem mest læti, mikið ofbeldi og helst blóð renna ...
Sama má segja að nokkru leiti um þá sem mæta á mótmælafundi - bara til að skapa læti, vera með ófrið og hamagang - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin undarlegu þörf á því að sjá eða upplifa eitthvað spennandi, einhver læti eða helst slagsmál á milli fullorðinna ...
Mótmæli þarf að skipuleggja mun betur - ekki stjórna þeim sem slíkt en taka á því að lög séu ekki brotin eða að kjánaskapur komi uppá yfirborðið - því slíkt fær mann til að skammast sín og ákveða að mæta ekki þegar næstu mótmæli verða ... Það þarf að hvetja fólk til að mæta til að sýna háa höfðatölu en ekki til að kasta eggjum eða sletta skyri!
En, hvað veit ég ... ég hef svo sem aldrei mætt á mótmæli ...
Ég tek samt heilshugar undir með "Skessunni okkar" í sambandi við það að fólk þarf samt að vakna upp og átta sig á því að framundan eru virkilega svartir tímar með vímuefnavandamálum, sársvöngum fjölskyldum, eggjakasti og meiri óeirðum sem gera meira ógagn en gagn ...
Ég vil endilega hvetja fólk til að mæta á mótmælafundi, sýna ákveðna stillingu og brjóta ekki lög. Hvet fólk til að sýna líka umheiminum, sem sannarlega fylgist vel með - að við erum ekki fávísir eskimóar (með fullri virðingu þó fyrir eskimóum) sem kunna ekki að mótmæla friðsamlega en samt kröftugt svo eftir sé tekið - með svo miklum fjölda höfða að það verður ekki hægt að horfa framhjá því!
Það er nóg komið af slæmsku í umfjöllun um okkur á erlendum vettvangi - þó við bætum ekki við það sjálf með því að stunda óeirðir á mótmælafundum sem eiga að geta gengið kröftuglega án vandamála sem fáir einstaklingar vaða uppi með - eingöngu til að fá útrás fyrir eigin slagsmálaþörf...
Annars er ég mjög góður og glaður ...
Búið að vera nóg að gera og sannarlega ekki mikil kreppa í veisluhöldum. En, giftingar og afmæli - ásamt ýmsum uppákomum - munu halda áfram að hoppa uppá yfirborðið með góðgæti og gúmmilaði.
En, tölvan mín ... búhúhúhú ... fæana ekki á næstunni og ég er auðvitað ekki par sáttur, en hvað get ég gert? Farið og kastað eggjum í Tölvulistann ... hmmmm!
Farinn í Bónus til að versla ... vantar egg!
Neinei, er bara að fara að baka sko ...
Kanelsnúða ...
Kveðja og knús á línuna alla, reyni að láta heyra í mér þó hægfara lappinn sé ekki að bjóða mikið uppá slíkt, enda tekur það hann óratíma að opna hverja síðu fyrir sig .. en .. over and út!
Jæja, ég verð að viðurkenna að mér er um og ó og því leita svona hugsanir á hugann. Þetta er óhugnanleg þróun og virkilega truflandi. Nýjustu fréttir af vasaþjófagengi sem farið er að herja á fólk í stórmörkuðum og verzlunarmiðstöðvum vekja vægast sagt upp áhyggjur.
Hver sem er fær að koma inn til landsins nú orðið. Það virðist nú vera sem ekkert eftirlit - eða lítið - sé með því hvort fólk sé á sakaskrá eða hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu sem þangað læddist með frá heimalandinu eða annars staðar frá.
Ég væri vel til í að setja það í lög að fólk verði að framvísa sakavottorði ásamt vegabréfi - bæði þeir sem koma til landsins sem og við sjálf þegar við förum til annarra landa. Sama á að ganga yfir alla - en ég væri til í að sjá mun hertari reglur varðandi þetta.
Mér finnst ég alltaf vera að lesa eitthvað á þá veru að einhverjir af erlendu bergi séu að brjóta illa af sér, stela - drepa eða smygla einhverju. Nú í gær las ég um slíkan aðila sem stal frá vinnuveitanda í hreingerningageiranum. Sá var rekinn en stuttu seinna var hann handtekinn fyrir að stela frá öðrum vinnuveitanda, bónda.
Við getum ekki og megum ekki - loka augunum fyrir því að með öllu þessu frjálsa flæði hingað til lands - af fólki - renna undan steinum ýmsir misgóðir birnir sem sumir hverjir eiga bara ekkert erindi hingað, eða nokkuð annað yfir höfuð.
Nú hef ég ekkert fylgst mikið með því hvernir þessum málum er í raun háttað, en ég ætla rétt að vona að menn fari að taka harkalegar á þessum málum. Það þarf að loka fyrir ómengaða glæpaöldu af erlendum uppruna áður en hún blandast of mikið okkar íslensku glæpaöldu - sem er sannarlega alveg nógu slæm fyrir og ekki á bætandi. Í það minnsta er maður allavega alltaf að heyra af verri og verri glæpum og meiri hörku í samskiptum manna/kvenna um allar helgar í miðbænum í Reykjavík. Hvar endar þetta ef ekki verður tekið af meiri hörku á málunum?
Ég er að segja ykkur það að þó ég líti ekki út fyrir að hafa miklar áhyggjur - eins og sjá má á myndinni af mér í morgunmatnum hér til hliðar - þá hef ég samt áhyggjur af framtíðinni.
Ég vil alls ekki loka á fólk til landsins, hef trú á að samfélagsblöndun sé af hinu góða - svo framalega sem við virðum öll siði, lög og reglur þess lands sem við sækjum heim, hvort sem er til að búa þar og vinna eða bara heimsækja landið.
Málið er bara að mér finnst ég alltaf vera að heyra eða lesa um fleiri og grimmari glæpi og að alltof oft tengist það fólki sem hefur fengið að flæða óhindrað og athugasemdalaust inn á skerið. Svo eftir að það brýtur af sér hérna heima - kemur í ljós að það er langur og ljótur hali á eftir þeim víða. Slíkt hefði verið hægt að skoða ef sakavottorð væri sama skilyrði og vegabréf. Hefði haldið að það ætti nú ekki að vera mjög erfitt að koma slíku á, bæði hvað fólk hingað varðar og fyrir okkur sjálf þegar við ferðumst utan.
************
Meintur fíkniefnasmyglari í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 20:42
Ert þú með titrarann á - á símanum þínum? Hvar geymir þú þinn síma?
Skelfing er ég nú feginn því að búa ekki á þeim svæðum sem verst eru sett í skjálftalátum. Mér finnst nú alveg nóg um þegar síminn minn byrjar að titra og skjálfa - en símann geymi ég í vasanum mínum - að framanverðu!!!
OMGOOOODDDD ... njeee - segi bara sonna!
En, það hlýtur að vera skelfilegt að þurfa stanslaust að vera í ótta um einhvern stærri og stærri skjálfta sem gæti mögulega sett allt á enn meiri hvolf - eða sem valdið gæti meiðslum eða einhverju þaðan af verra.
Hetjur eru það sem á slíkum svæðum búa og halda áfram búsetu þrátt fyrir hvern hristinginn af öðrum.
Í það minnsta myndi ég ekki treysta mér til að lifa við slíkar aðstæður - en kannski er ég líka ekki alveg sá auðveldasti þegar kemur að því að hafa það gott eða lifa hátt og vel án þess að eitthvað eins og Móðir jörð komi til með að skyggja á hamingjuna með kokteil - hristum en ekki hrærðum ...
Baráttukveðjur á alla þá sem búa á skjálftasvæðum Íslands!
Mikill titringur í dag" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2008 | 14:47
Landsþekktur hagfræðingur telur Landspabba óhæfan bankastjóra! Landsflótti er ei fögur framtíðarsýn.. Ert þú viss um að þú hafir sett upp rétta andlitið í morgun?
"Já, Davíð hefur ekki hundsvit á því hvernig á að taka á vandanum - hann er engan veginn fær um að vera bankastjóri, í hæsta lagi lélegur lögfræðingur!" ...heyrðist landsþekktur hagfræðingur segja Í heita pottinum í gær!
Hversu mikið þessi þjóðþekkti heimsspekihagfræðingur hefur fyrir sér í þessu - veit ég ekki - en næsta víst er að ég er að fá mun minna í launaumslagið vegna kreppuástands sem er að sigla hratt inn á all flest heimilin í landinu.
Draumasýnin um framtíðarheimilið er allt í einu orðin svo ótrúlega fjarlæg og óraunveruleg. Miðað við þróun undanfarinna mánaða í fjármálaheiminum - er það orðið gersamlega útilokað að maður skelli sér í heimiliskaup, nema kannski erlendis. Næsta víst er að erlendis er hægt að kaupa draumakastalann - á meðan hér heima fæst lítill hjallur fyrir sama fé.
Einnig heyrði ég áðurnefndan hagfræðing tala um þá sem standa nú verst að vígi og þá sem munu nú í hópum falla.
Það erum jú við - hinn almenni launþegi í landinu. Hann talaði sérstaklega um þá sem hafa keypt sér húsnæði eða bíla undanfarna mánuði - að þeir væru nú að súpa síðasta sopann. Maður hefur jú lesið um þá gjaldþrotahrinu sem er á leiðinni með haustinu. Talaði hagfræðingurinn mikið um hve óhæfur Davíð væri í því að taka af fagmennsku á svona málum - sem bankastjóri - enda væri arfavitlaust að ráða stjórnmálamenn sem ekki eru menntaðir eða með tilheyrandi menntun sem prýða þarf góðan og hæfan bankastjóra.
Þessi ágæti hagfræðingur taldi að við myndum sjá mun meira af ungu fólki flýja land næstu mánuði - að þetta erfiða ástand gæti varað í að minnsta næstu 3 - 5 ár!
"Fólk er hrætt - það getur ekki lengur barist við Vindmillur"
Það er heilmikið í þessu hjá karlinum, þekki sjálfur nokkrar fjölskyldur sem eru að missa heilmikið úr höndunum og eru byrjaðar að pakka niður - eru á leiðinni erlendis.
Einnig hefur maður heyrt af fólki sem er búið að vera erlendis um nokkurra ára tímabil - hafði verið búið að gæla við það að koma heim á næstu mánuðum eða svo, en hvað haldið þið? Jú, það fólk sem ætlaði sér heim eftir langa búsetu erlendis - er hætt við að koma því það sér alls enga framtíð fyrir fjölskylduna hér á landi.
Enn og aftur er mér hugsað til orða Davíðs hér fyrir nokkru um erfiðleikana sem blasa við fjölda fólks sem eru á síðasta stráinu í fjármálunum, við það að missa heimili sín, bíla sína og hreinlega verða gerð gjaldþrota. Það var eitthvað á þessa vegu;
"Ástandið lagast á sirka ári eða rúmlega - látum þetta bara vera eins og það er og spyrjum að leikslokum" ..
Málið er náttúrulega að það er löngu komið að leikslokum hjá ótrúlega mörgum fjölskyldum - fólk er að missa allt sitt - NÚNA - eða þegar búið að því. Það er löngu komið að leikslokum hjá fjölda fjölskyldna í landinu.
Eða eins og ég skrifaði hér á blogginu fyrir nokkru;
"Þér háu herrar sem stjórnið og stýrið fjármálum landans - megið alveg endilega vita af því að mörg heimili í landinu eru núna kominn lengra en að síðasta hálmstráinu og eru sökkvandi.
Hvaða leikslokum eruð þér að bíða eftir ágæti vellauðugi og hátt launaði starfsmaður okkar? Eða erum það ekki vér landinn sem erum að greiða yður feitasta eftirlaunatékka ever? Eruð þér ekki að þyggja himinhá laun af því sem er dregið af okkar litlu lúsarlaunum? En, eins og ég sagði - ég vil ekki vera að kvarta í þig ljúflingur - bara segja þér að það er langt síðan það var komið að leikslokum hjá Fátækum launþeganum í landinu, wake up dear fyrrum Einræðisherra.
Smell the air right now - það er ekki vorilmur í lofti - vorið er farið framhjá, sumarið búið, haustið liðið og þegar kominn harður og grimmur bítandi vetur hjá velflestum þeim sem eru ekki að fá mannsæmandi laun í dag - og geta því ekki glímt við grimman og gráðugan vaxtapúkann sem þér haldið í taumi yðar."
*****************
Verð á ferðinni í athugasemdakerfinu ykkar í kvöld ljúfu vinir, þakka ykkur innlitið í síðustu færslu - bæði gömlu og nýju andlitin þar - skoða ykkur ölli í kvöld.
Ok, nei - myndin er ekki af mér - en samt á ég svona vegg - vel af honum á hverjum morgni, en uppistaðan á mínum vegg eru glaðleg, brosmild eða jákvæð andlit - nutthin else!
Knús, kveðjur og kram í loftið!
Óvissa fælir fólk frá markaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði