Út með "out of date" stjórnmálamenn - inn með fersk andlit - með von um nýjar áherslur, ferskari blæ og minni spillingu.

Eygló Harðardóttir Framsókn

Eygló Harðardóttir, alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Við hljótum að fagna því þegar ný andlit koma fram og takast á við það erfiða verkefni að koma gömlum og stöðnuðum pólitíkusum burt úr rótgrónum sætum sínum.

Líkt og með Eygló og t.d. Katrínu Jakobsdóttur. Ný og fersk andlit sem eiga vonandi framtíðina fyrir sér í stjórnmálunum. Er það nú auðvitað von mín að fólkið í landinu sem hefur verið í óða önn að mótmæla með háværum hamagangi síðustu vikur - gleymi sér ekki í komandi kosningum og kjósi yfir sig aftur sama gamla fólkið og flokkana. Það er kominn tími á ný andlit, ferskt andrúmsloft og nýjar áherslur og um fram allt - yngra fólk.

Gömlu pólitíkusarnir hafa staðið alltof lengi í stað - hafa verið árum saman við sama heygarðshornið í stólabaráttu og valdagráðugir stjórnmálamenn hafa löngu gleymt því hver það er í raun og veru sem er vinnuveitandi þeirra - það eina sem situr fast í huga þeirra gömlu - og sumra yngri - er að komast í nógu feitt embætti sem gefur af sér sem feitasta tékkann mánaðarlega og úpersúper eftirlaun.

Nú verður maður bara að vona að nýjar áherslur fylgi nýjum andlitum - en það er ekki frá því að það fari um mann dálítill aulahrollur þegar maður les sumt sem jafnvel ný andlit láta fara frá sér í viðtölum við fjölmiðla. Tel nefnilega ekki alveg rétt að samþykkja það sem Eygló lætur frá sér fara í fréttinni;

 "Hún segir gríðarlega stór verkefni framundan við að verja heimilin og fyrirtækin í landinu svo halda megi uppi „því velferðarríki sem Framsóknarflokkurinn hefur átt þátt í að byggja. Hugmyndafræði framsóknarmanna um samvinnu, samstöðu og sanngirni verður lykilþáttur í úrlausn þeirra. Þessari hugmyndafræði hef ég haldið á lofti í mínu stjórnmálastarfi hingað til og mun gera áfram sem leiðtogi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.“

Ég hélt nefnilega að það væri Framsóknarflokkurinn sem á stærsta sök á því ástandi með Sjálfstæðisflokknum - með harðri stjórn Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra og síðar formann Framsóknar Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra. Þessir tveir bera þungar byrgðar af sök vegna núverandi ástands og því ekki rétt hjá Eygló að halda því fram að framsókn hafi stuðlað að einhverju "Velferðarríki" hérna ...

En, ég vil sannarlega fá ung og fersk andlit í stjórnmálin og því fagna ég því þegar ég les um ungt og efnilegt fólk sem stígur af stað í þennan ólgusjó - fagna því með von í brjósti að bráðum fáum við kannski að upplifa gegnsærri stjórnmál þar sem fólk tekur ábyrgð á gjörðum sínum og skorast ekki undan ef eitthvað misfer á ferlinum... GetLost jamm ... right!


mbl.is Eygló býður sig fram í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ég er sammála þér.  Framsókn á jafn mikla sök í Velferðarhruninu sem orðið hefur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Mikid sammála. Besta mál ad fá ungt fólk i forrystu flokkanna.

kvedja og knús til thin.

María Guðmundsdóttir, 4.2.2009 kl. 06:10

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skyldi hún virkilega trúa þessu sjálf....Ég hefði nú frekar lagt áheyrslu á að flokkurinn ætlaði svo að passa sig að gera ekki sömu mistökin aftur...

Eigðu góðn dag

Jónína Dúadóttir, 4.2.2009 kl. 07:10

4 Smámynd: Brynja skordal

Ertu bara kominn aftur bara æðislegt velkomin knús og kram

Brynja skordal, 4.2.2009 kl. 08:11

5 Smámynd: Einar Indriðason

Það má aldrei gleyma því að B OG D stóðu bak við ruglið!  Þetta má ALDREI gleymast.  ALDREI!

Velkominn á svæðið aftur, Tígrí, og vertu nú hjá okkur áfram.

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 08:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sjukkit hélt fyrst að þú værir F maður, en flott hjá þér í endann.
Auðvitað á þessi flokkur sök alveg eins og D einnig aðrir flokkar sem sátu þegjandi og gerðu ekki neitt á meðan á þessu öllu stóð ,í áraraðir hafa þeir haft tækifæri til að fara á fundi og hrópa út yfir fólkið að vakna nú upp af sínum þyrnirósarsvefni, en nei það gerðu þeir ekki.
Að því að ég sé þetta hér fyrir ofan hjá honum Einari: ,, það má aldrei gleymast aldrei." þá ætla ég að segja honum sannleikann það verður gleymt í næstu kosningum, því miður.
Er fólk tilbúið að kjósa nýja flokkinn sem er kominn fram? sjáum nú til með það.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 08:34

7 Smámynd: Einar Indriðason

Guðrún.... ég veit vel hvað kosningaminnið er lélegt hjá fólki.  Þess vegna... má alveg hnykkja á því við og við, að minna fólk á hvaða flokkar eru hvað :-)

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 08:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar af gamalli reynslu er ég svolítið hrædd núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2009 kl. 12:06

9 Smámynd: Einar Indriðason

Enn meiri ástæða til að rifja þetta upp reglulega, úff, púff.  Ég skil alveg hræðsluna hjá þér, og tek undir hana að vissu leyti.

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 12:24

10 Smámynd: Tiger

  Úff og Púff segir kappinn .. wúhaa!

Jóna Kolbrún; Satt og rétt - Framsókn hefur verið endalaust í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ber því stóran hluta af ástandinu/"velferðaríkinu" líkt og sjálfstæðismenn..

María Guðmunds; So true - mál til komið að hleypa ungu og efnilegu fólki að í pólitíkinni. Gamla rótin hefur fengið að vera alltof lengi alls ráðandi og því hefur ungu fólki ekki reynst það auðvelt að stíga fram - núna er rétti tíminn!

Jónína Dúa; Var einmitt að spá í því hvort hún væri virkilega að trúa þessu sjálf - en rétt hjá þér að nær væri að axla ábyrgðina og stefna að því að gera ekki sömu mistökin aftur, sem sagt - ekki ganga aftur til liðs við sjálfstæðismenn - ever...

Búkolla; Já, ég er handviss um að Eygló eigi eftir að gera góða hluti ef hún fær til þess tækifæri. Bara vonandi að hún haldi ekki of fast í "gömlu" gildin sem hafa verið allsráðandi í Framsóknarflokknum um aldur og ævi..

Brynja Skordal; Já, hann er sko kominn aftur á fullt. Takk og sömuleiðis skottan mín.

Einar Indriðason; Ég er sammála þér - nú er mál að fólk vakni og endurvinni gullfiskaminnið rækilega. Það má sannarlega aldrei aftur kjósa sömu vitleysuna yfir sig - nú er mál að halda vel á spaðanum, fylgjast vel með stjórnvöldum hverju sinni - og hlaupa strax af stað og flengja þá sem fara útfyrir velsæmið á stjórnarheimilinu. Um að gera að muna ástandið og þá sem sigldu okkur þangað þegar næst er farið að kosningaborðinu.

Millan mín; Sannarlega er ég ekki og mun aldrei verða - Framsóknarmaður - ekkert frekar en að ég myndi gerast Sjálfstæðismaður. Hef stutt við Samfylkinguna frá byrjun og mun gera það áfram á meðan mér finnst sú fylking vera gera eitthvað af viti fyrir mig. Ef ég væri ekki að styðja Samfylkinguna þá myndi ég hugsanlega skoða VG .. en ella .. hreinlega ekki vita hvað ég ætti að gera við atkvæði mitt því aldrei myndi ég skila auðu. Sannarlega er maður hræddur við að fólk eigi eftir að gleyma sér í kosningunum ...

 Takk öll sömun fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Tiger, 4.2.2009 kl. 14:01

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Gott að þú ert ekki hættur að blogga skottið mitt

Heiður Helgadóttir, 4.2.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til þess að styðja Samfylkinguna þurfa þeir að sameinast betur.
VG. verða að hugsa meira um virkilega atvinnu-uppbyggingu og ætla ég ekki að útfæra það betur það vita þetta allir.
XD mun ég aldrei kjósa aftur og aldrei Framsókn svo elsku Tiger minn ég er bara í vandræðum, og þó ef ég gæti kosið fólk þá væri ég á réttri.

Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2009 kl. 15:18

13 Smámynd: Tiger

Jamm Heiður Helga - ég hætti bara alls ekkert - fór víst bara í "fýlufrí".

Millan mín; Já, ég yrði himinlifandi ef ég fengi að kjósa fólk en ekki flokka - það væri nú munur. Reyndar sýnist mér á öllu að Jóhanna ætli að reyna að koma slíku að í einhverri mynd, vonandi tekst það.

Tiger, 5.2.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 139761

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband