Landsþekktur hagfræðingur telur Landspabba óhæfan bankastjóra! Landsflótti er ei fögur framtíðarsýn.. Ert þú viss um að þú hafir sett upp rétta andlitið í morgun?

 "Já, Davíð hefur ekki hundsvit á því hvernig á að taka á vandanum - hann er engan veginn fær um að vera bankastjóri, í hæsta lagi lélegur lögfræðingur!" ...heyrðist landsþekktur hagfræðingur segja Í heita pottinum í gær!

Hversu mikið þessi þjóðþekkti heimsspekihagfræðingur hefur fyrir sér í þessu - veit ég ekki - en næsta víst er að ég er að fá mun minna í launaumslagið vegna kreppuástands sem er að sigla hratt inn á all flest heimilin í landinu.

 SwanCastleGermanyDraumasýnin um framtíðarheimilið er allt í einu orðin svo ótrúlega fjarlæg og óraunveruleg. Miðað við þróun undanfarinna mánaða í fjármálaheiminum - er það orðið gersamlega útilokað að maður skelli sér í heimiliskaup, nema kannski erlendis. Næsta víst er að erlendis er hægt að kaupa draumakastalann - á meðan hér heima fæst lítill hjallur fyrir sama fé.

 

Einnig heyrði ég áðurnefndan hagfræðing tala um þá sem standa nú verst að vígi og þá sem munu nú í hópum falla.

ugglyest1

Það erum jú við - hinn almenni launþegi í landinu. Hann talaði sérstaklega um þá sem hafa keypt sér húsnæði eða bíla undanfarna mánuði - að þeir væru nú að súpa síðasta sopann. Maður hefur jú lesið um þá gjaldþrotahrinu sem er á leiðinni með haustinu. Talaði hagfræðingurinn mikið um hve óhæfur Davíð væri í því að taka af fagmennsku á svona málum - sem bankastjóri - enda væri arfavitlaust að ráða stjórnmálamenn sem ekki eru menntaðir eða með tilheyrandi menntun sem prýða þarf góðan og hæfan bankastjóra.

windmillsinHolland

Þessi ágæti hagfræðingur taldi að við myndum sjá mun meira af ungu fólki flýja land næstu mánuði - að þetta erfiða ástand gæti varað í að minnsta næstu 3 - 5 ár!

"Fólk er hrætt - það getur ekki lengur barist við Vindmillur"

Það er heilmikið í þessu hjá karlinum, þekki sjálfur nokkrar fjölskyldur sem eru að missa heilmikið úr höndunum og eru byrjaðar að pakka niður - eru á leiðinni erlendis.

Einnig hefur maður heyrt af fólki sem er búið að vera erlendis um nokkurra ára tímabil - hafði verið búið að gæla við það að koma heim á næstu mánuðum eða svo, en hvað haldið þið? Jú, það fólk sem ætlaði sér heim eftir langa búsetu erlendis - er hætt við að koma því það sér alls enga framtíð fyrir fjölskylduna hér á landi.doddsson_1

Enn og aftur er mér hugsað til orða Davíðs hér fyrir nokkru um erfiðleikana sem blasa við fjölda fólks sem eru á síðasta stráinu í fjármálunum, við það að missa heimili sín, bíla sína og hreinlega verða gerð gjaldþrota. Það var eitthvað á þessa vegu;

"Ástandið lagast á sirka ári eða rúmlega - látum þetta bara vera eins og það er og spyrjum að leikslokum" ..

Málið er náttúrulega að það er löngu komið að leikslokum hjá ótrúlega mörgum fjölskyldum - fólk er að missa allt sitt - NÚNA - eða þegar búið að því. Það er löngu komið að leikslokum hjá fjölda fjölskyldna í landinu.

Eða eins og ég skrifaði hér á blogginu fyrir nokkru;

"Þér háu herrar sem stjórnið og stýrið fjármálum landans - megið alveg endilega vita af því að mörg heimili í landinu eru núna kominn lengra en að síðasta hálmstráinu og eru sökkvandi.

Hvaða leikslokum eruð þér að bíða eftir ágæti vellauðugi og hátt launaði starfsmaður okkar? Eða erum það ekki vér landinn sem erum að greiða yður feitasta eftirlaunatékka ever? Eruð þér ekki að þyggja himinhá laun af því sem er dregið af okkar litlu lúsarlaunum? En, eins og ég sagði - ég vil ekki vera að kvarta í þig ljúflingur - bara segja þér að það er langt síðan það var komið að leikslokum hjá Fátækum launþeganum í landinu, wake up dear fyrrum Einræðisherra.

Smell the air right now - það er ekki vorilmur í lofti - vorið er farið framhjá, sumarið búið, haustið liðið og þegar kominn harður og grimmur bítandi vetur hjá velflestum þeim sem eru ekki að fá mannsæmandi laun í dag - og geta því ekki glímt við grimman og gráðugan vaxtapúkann sem þér haldið í taumi yðar."

*****************

Verð á ferðinni í athugasemdakerfinu ykkar í kvöld ljúfu vinir, þakka ykkur innlitið í síðustu færslu - bæði gömlu og nýju andlitin þar - skoða ykkur ölli í kvöld.

 

andlitdagsins

Ok, nei - myndin er ekki af mér - en samt á ég svona vegg - vel af honum á hverjum morgni, en uppistaðan á mínum vegg eru glaðleg, brosmild eða jákvæð andlit - nutthin else!

Knús, kveðjur og kram í loftið! 


mbl.is Óvissa fælir fólk frá markaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt að það er löngu komið að leikslokum, og margir vita ekkert hvað þeir eiga að gera, er kannski búið að kaupa nýbyggt og getur ekki selt gamla,
Fyrir utan þá sem keyptu bílana á 100% lánum þau hafa hækkað of mikið,
Mitt hefur hækkað um 8000 á mánuði, bíllinn er tveggja ára og ég get ekki einu sinni selt hann þó ég vildi, sonur minn er að vinna í byggingariðnaðinum, og það er bara allt í steik hjá fólki.
Ekki gott Ástandið Tiger míó míó. og ráðamenn þjóðarinnar glotta bara.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Tiger

Svo satt Milla mín - það er skelfilegt ástandið - og á bara eftir að versna ef eitthvað er. Mitt bílalán hækkaði um rúmar tíu þúsund á mánuði, en ég keypti bílinn nýjan í byrjun Des í fyrra. Ég ræð vel við það - en það er til hellingur af fólki sem fór af stað í að fjárfesta í fasteign eða bíl - eftir heilmikla aðþrenginu og búið að finna út hversu mikið það myndi ráða við mánaðarlega - en er nú komið í mikla klípu vegna þessara vaxtahækkana. Þess vegna eru þeir verst settu að missa allt sitt núna .. stórlaxarnir geta siglt léttilega í gegnum það að bíða - en litli Jón er að drukkna á meðan.

Ljúfar kveðjur á þig Milla mín og hafðu ljúfan dag.

Tiger, 17.7.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Óhætt að segja að ástandið sé hræðilegt hjá allt of mörgum, því miður!

Og þeir sem stjórna landinu bæði leynt og ljóst, gera EKKERT.........

Knús á þig minn kæri

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Tiger

Mikið satt og rétt sem þú segir Ragnheiður Ása "þeir sem stjórna bæði leynt og ljóst" .. hver er það eiginlega sem heldur grimmt um stjórnartaumana? Ætli Landspabbi viti af þessu ... knús til baka ljúfust.

Tiger, 17.7.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Óþolandi hvernig þessir hálaunapungar tala niður til okkar sem borgum þeim launin og eigum svo bara að herða sultarólina. Slík ól er örugglega ekki til heima hjá þessum burgeisum.

Helga Magnúsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Skattborgari

Það er auðvelt að gefa öðrum ráð þegar þessir menn þurfa aldrei að taka afleiðingum gerða sinna þegar þeir gera mistök.

Það sem venjulegt fólk eins og ég þarf er stöðuleiki og að geta gert áætlanir fram í tímann sem er vita vonlaust með þessa vanhæfu aðila við stjórn peningamála og þennan ónýta gjaldmiðil. STÖÐULEIKI ER NÚMER1, 2 og 3 SEM ALMENNINGUR ÞARF. 

Bara spurning hve margir einstaklingar þola þetta ekki og verða gjaldþrota. 

Skattborgari, 17.7.2008 kl. 17:00

7 identicon

Auglýsi eftir stöðugleika, þetta er óþolandi ástand, öll mín plön komin út um gluggann og er ég þó ekki verst stödd!

Guð hjálpi hinum því það virðist enginn annar ætla að gera það!

Get upplýst það að ég setti upp vitlaust andlit í morgun og er fyrst að uppgötva það núna :)

knús og ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 17:21

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thetta er alveg svakalegt ástand bara heima og já eins og thú segir,ekkert ad gert nema bidja fólk ad standa thetta af sér! hvernig á fólk ad geta thad sem er ad missa allt sitt úr høndunum? Ef minn madur væri ad klára skólann núna en ekki næsta ár thá gætum vid hreint ekkert farid heim thótt vid vildum,gætum ekki keypt okkur thessa rándýru húskofa eda hvad thá leigt húsnædi á milljón á mánudi eda whatnot. Tek undir med skattborgara, held ad stødugleiki sé númer eitt tvø og thrjú,thessar sveiflur fara alveg med almúgann sem rædur ekki neitt vid neitt.

Eigdu gott kvøld minn kæri og knus á thig

María Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 18:03

9 Smámynd: JEG

Innlitskvitt á þig essgan mín. Tjái mig ekki um pólitík og þessháttar ég bara yrði hér í allan dag að pikka hihihihi..... svo þess vegna sendi ég þér bara helling af knúsi og klemmi og vona að dagurinn þinn verði góður.

JEG, 17.7.2008 kl. 18:18

10 Smámynd: Ragnheiður

Það er að skapast afar erfitt ástand á landinu okkar og það versnar bara hjá almúganum meðan ríka liðið sleppur enda allar björgunaraðgerðir miðaðar við peningamennina.

Við megum ekki við fólksflótta eins og varð hér á árum áður, ég man þá tíð að íslendingar hópuðust til Svíþjóðar og hellingur til Ástralíu. Margir eru þar enn

Knús á þig kæri Tiger minn, hjartans vinur

Ragnheiður , 17.7.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að Landspabbi sé búinn að lesa pistlana þína. Þetta er bara skelfilegt ástand fyrir hinn almenna launþega. Ég öfunda ekki fólkið sem er nýbúið að fjárfesta í íbúð, á toppverði með toppvöxtum. Það er ekki einu sinni hægt að selja eignir, fólk á ekki peninginn sem þyrfti til að borga með þeim. Þetta er einfaldlega dæmi sem gengur ekki upp, og því miður verður sennilega löng bið á að eitthvað breytist  

Hafðu gott kvöldið

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.7.2008 kl. 19:31

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Samt er ég svo ótrúlega glöð og hamingjusöm og sátt við það að vera Íslendingur og fá að búa í þessu fagra landi.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:57

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála Helgu Magnúsdóttur með að það sé svolítið gremjulegt að hlusta á pólitíkusa tala niður til okkar sem þeir eru í vinnu hjá.

Gremjulegra finnst mér þó að í staðinn fyrir að reka þessa menn af höndum okkar þá fyllumst við eldmóði fyrir hverjar kosningar.

Við fyllumst eldmóði af kappsemi við að tryggja þessum þá líka burgeisum nýjan launasamning hjá þjóðinni!

Mun ekki í næstu alþingiskosningum fjöldi manns ganga af göflunum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum forræði yfir stjórnun fiskveiða? Og þrátt fyrir að hafa tekist með hjálp "vísindamanna" að rýra mikilvægasta fiskistofn okkar um 70% á aldarfjórðungi. Og setja sjávarbyggðir víðs vegar um land á dauðalista vegna hagsmuna fáeinna einkavina svo eithvað sé nú nefnt. Erum við sjálf alveg í lagi?

Árni Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 00:20

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Alltaf ertu jafn skemmtilegur, frábær og löngu tímabær pistill.  Þessir háu herrar sem eru á launum hjá okkur launþegunum, eiga að skammast sín allir sem einn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:10

15 identicon

Já, maður ætti kannski bara að fara að pakka niður....

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:57

16 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Við skulum bara brosa og nota frasan ,  Þetta reddast við erum jú Íslendingar ....

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 12:47

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður og þarfur pistill hjá þér TíCí. - Takk fyrir þetta ! 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband