Hrjáir þig getuleysi? Er eitthvað hægt að gera við því - annað en að maula Viagra eða hella steypu í rörið? *Hóst* ekki fyrir viðkvæma!

HotDogCookerGetuleysi er sannarlegar hið mesta vandræðamál og alls ekki eitthvað sem einhver vill lenda í. það að lenda í þeirri stöðu getur jafnvel haft þung varanleg áhrif á hvaða einstakling sem er, jafnvel orðið til þess að hann taki enn meira af vandamálum með sér í fjörið næst þegar hann rennir sér á skeiðvöllinn.

Sá sem lendir í því að stubburinn stífni ekki heldur sofi bara svefni hinna óréttlátu, því það er auðvitað ekkert réttlæti í því að sofa á stórri stundu, gæti átt það á hættu að velta sér meira uppúr málinu en þörf er á - og þar með stuðlað að ennþá meiri vandamáli. Hvernig væri að skoða hvað hægt er að gera til að hugsanlega laga málin.

Mikið og margt er það sem getur valdið getuleysi, eins og t.d. Reykingar, áfengir drykkir, veikindi+lyf, dagleg streita vegna vinnu, skóla, fjölskyldu eða bara erfiðir vinir og svo frv. Ef fjörkálfur tekur eitthvað af fyrrnefndu með sér í kjöltu kerlingar, nú eða karls - þá er nokkuð víst að hugurinn verður ekki allur á milli fótanna og einmitt þá vill/getur félaginn ekki tekið 100% þátt í skylmingunum.

 

uptheweenerÞað eru til fullt af ráðum til að freista þess að lenda ekki í því að fá ekki bóner eða missa hann niður þegar mest á ríður, so to speak.


Besta lausnin er auðvitað sú að lifa heilbrigðu lífi, þá sérstaklega hvað áfengi og reykingar varðar. Þá er náttúrulega líka mjög gott að gefa sér tíma og vera ekki með allt of miklar væntingar þegar í krappan dans er farið heldur bara njóta lífsins, gera það sem báðum/öllum líður vel með og láta það bara ráðast hvað gerist eða gerist ekki.


Ef sá sem ekki má nefna - er þreyttur og slappur - þá er besta ráðið að hætta að hugsa um hann og einbeita sér að t.d. rúmfélaganum, alls kyns gælur og kelerí sem miða ekki að neinu leiti að kynmökum heldur bara að njóta lífsins og gera það sem gott er. Það er alls ekki útilokað að þegar slíkur leikur stendur hátt, maður gleymir sér - þá sé félaginn þegar kominn af stað og sé í sífellu að reyna að troða sér inní bílskúrinn. Endalaust er hægt að finna uppá leikjum og daðri til að gleyma sér og þar með fá kollinn til að hætta að hugsa um "vandræðagang" á neðri hæðinni.

sexyfoodSvo eru til endalaust margar tegundir af matvælum sem gætu hjálpað - en það væri frekar í sambandi við heilbrigt og holt líferni. Eitthvað er hér að neðan af matarupplýsingum sem geta hjálpað - eftirfarandi matartegundir eru mjög góðar með það í huga að örva kynkvöt karlmanna:

1. Sellerí.
2. Hráar ostrur.
3. Bananar.
4. Avókadó.
5. Hnetur og möndlur.
6. Mangó, perur og jarðaber.
7. Egg.
8. Fíkjur.
9. Súkkulaði.


Hér að neðan eru meðfylgjandi upplýsingar um þessi matvæli fengið úr blaðinu líka:
*****************
No_Like_Carrots

1. Sellerí:
Sellerí er að öllum líkindum ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar talið berst að kynörvandi matvælum, en staðreyndin er sú að þessi græni stilkur er hlaðinn androsterone hormónum. Androsterone er lyktarlaust hormón sem losnar úr læðingi þegar karlmenn svitna og um leið það sem örvar konur til maka.

Sellerí er best að borða hrátt og ferskt og því má gjarnan renna niður með tómatsafa.

2. Hráar ostrur:
Öfugt við sellerí eru ostrur vel þekktar sem kynörvandi matur, þó margir treysti sér ekki til að slurpa í sig þessu slímkennda fyrirbæri. Í ostrum er mikið zink en zink hækkar sæðismagn og örvar testosterone framleiðslu. Ostrur innihalda einnig dópamín boðefnið, en það er vissulega eitthvað sem eftirsóknarvert er að hafa í blóðinu. Að borða ostrur getur verið nokkuð erótísk upplifun og um að gera að láta nú ekki íhaldssemina hafa yfirhöndina í næsta fríi(ostrur er erfitt að fá ferskar hérlendis).

Ef þú ætlar að gæða þér á ostrum þá skaltu vera viss um að þær séu ferskar og vel kældar. Svo er bara að kreista yfir þær sítrónu og njóta.

  

3. Bananar.
Bananar eru stútfullir af bromelín ensímum sem ku vera hressandi fyrir kynhvöt karla. Þeir eru líka auðugir af pótassíum og B-vítamínum á borð við ríbóflavín - sem eykur orku og úthald.

Gott er að fá frúna/makan til að gæða sér hægt og rólega á sínum banana áður en þú skellir þínum í þig og vindur þér í verkin.

4. Avókadó:
Orðið sem aztekar notuðu yfir avókadó var "ahuacatl", eða "eistna tré", enda minnir útlit þeirra óneytanlega á þennan líkamspart. Avókadó er fullt af fólínsýru, en það gefur af sér aukna orku. Vítamínin B6 og pótassíum er líka að finna í þessum mjúka ávexti, en þau virka örvandi fyrir bæði konur og karla.

Avókadó er best að borða þegar þau eru rétt þroskuð. Þá sker maður það í tvennt, tekur steininn úr, saltar og kreistir sítrónu yfir eða borðar með kotasælu.

5. Hnetur og möndlur:
Innihalda ótrúlega góðar og jafnframt mikilvægar fitusýrur sem hjálpa karlmönnum við hormónaframleiðslu. Að auki mun lyktin af möndlum hafa örvandi áhrif á konur. Prófaðu að kaupa ilmkerti með möndluilm, settu möndlur í skál á stofuborðið(eða í svefnherbergið) og gáðu hvort þetta hafi ekki einhver uppbyggjandi áhrif á sambandið.

Möndlur er best að borða eins og þær koma af trénu; Hvorki saltar né sætar. Einnig er gott að mylja þær og dreifa yfir sallat.

sexyfood16. Mangó, perur og jarðaber:
Þrátt fyrir að þessir ávextir innihaldi engin hormón eða sérlega örvandi B-vítamín, eru þeir frábær viðbót á þennan matseðil. Útlit þeirra, lögun og áferð minnir óneitanlega á aðra, öllu forboðnari ávexti.

Skerðu ávextina niður í skál og mataðu vinkonu/vin þinn í rólegheitum. Prófaðu að kreista safa í lófann og lofa henni/honum að smakka. Prófaðu hvað sem er...

7. Egg:
Egg eru kannski ekkert svakalega sexí, en þau eru mjög auðug af B6 og B5 vítamínum. Þessi vítamín jafna út hormónaflæðið og vinna gegn stressi, en rétt hormónaflæði og lítið stress er tvennt af því sem er nauðsynlegt hverjum karlmanni til að dafna á kynferðissviðinu.

Gerðu góðan "brunch" (eggjahræra) handa ykkur og bjóddu makanum uppá reyktan lax með. Mjúkt og gott.

8. Fíkjur:
Fíkjur eru fullar af amínósýrum sem eru kynörvandi og hressandi. Þær geta gefið aukið úthald og eru góðar á bragðið. Þar að auki minnir útlit þeirra óneytanlega mikið á konur. Sjáðu bara sjálf/ur.

Fíkjur eru bestar ferskar og fást stundum í betri matvöruverslunum. Endilega keyptu einn bakka og komdu henni á óvart með spennandi eftimat.

handy

9. Súkkulaði:
Konur elska fátt meira en súkkulaði og það eru hugsanlega vísindalegar ástæður sem liggja þar að baki. Í súkkulaði er að finna efni sem kallast á fagmálinu "theobromine", en því svipar töluvert til koffíns. Ekki nóg með það, heldur er annað efni í því sem sumir trúa að framkalli sömu tilfinningu og þegar maður verður ástfanginn.

Það kunna allir að borða súkkulaði en bráðnað er það sérlega erótískt svo ekki sé minnst á þegar vel þroskuðum jarðaberjum er dýft ofaní heitt fondue.
********

 

Eins og sjá má af öllu þessu fyrir ofan - þá er það heilbrigt og hollt líferni með góðri fæðu, jákvæðni og örlítilli glettni sem getur stuðlað að hraustari og kynsterkari einstakling.

Ég get sannarlega mælt með réttu mataræði, reykleysi og mjög takmarkaðri áfengisneyslu til að losna undan því stressi og hugarangri sem gæti valdið getuleysi eða viljalausum félaga á ögurstundu. Kíktu í ísskápinn þinn og skoðaðu hvaða kynörvandi matvæli þú átt þar til - og keyptu reglulega eitthvað af þeim mat sem stuðlar að góðum árangri á skeiðvellinum.

gross_carrotÉg mæli með því lesandi góður að þú rennir í gegnum bæði ráð og matarupplýsingarnar hérna og prufir að búa til seðil/prógram sem hentar þér og þínum áhuga - því ekki er víst að öll matvæli henti eða þyki góð. Prufaðu að halda þig við þennan seðil í t.d. mánuð og passaðu að neyta t.d. ekki áfengis (nema þá í mjög litlu mæli ef þú ræður ekki við þig).

Ég er viss um að ef þið prufið þetta í mánuð allavega, eigið þið eftir að finna mun á ykkur hvað varðar styrk og ánægju. Nú, ef þið finnið það ekki, þá getið þið með ánægju horft til baka og hugsað "mikið skratti er ég búin/n að lifa hollu og góðu lífi í mánuð" - og ef ykkur sannarlega líður vel - þá bara haldið þið áfram á sömu braut, og villidýrið verður stærra og stífara í hvert sinn sem því er hleypt út úr búrinu.

Því miður er ég búinn að eiga þennan pistil mjög lengi, svo lengi að ég man ekki lengur hvaðan ég viðaði að mér efni og upplýsingar um ávexti og mat. Það er því von mín að þið fyrirgefið mér þó ég geti ekki gefið upp heimildir mínar hérna, en ég mun setja þær hérna inn ef ég finn eitthvað um það síðar. Endilega segið frá því ef þið þekkið fleiri matartegundir sem nota má með það að markmiði að uppfæra kyngetu og auðvitað auka hollustu í leiðinni.

Kveðja í eldhúsið ykkar næstu vikurnar;
Tigercopper sem ræður stundum ekkert við sitt utanáliggjandi villidýr, og er stundum að pæla í því að sleppa eggjum, banana og jarðaberjum(góðgæti sem innihalda efni sem örva hluta heilans sem eru venjulega ekki í gangi) úr sínum seðli til að geta hamið dýrið þegar það gengur laust ...


Verður súludans aðalskemmtiatriðið næsta vetur á hinu háa alþingi? Fær horaður landslýðurinn feit eftirlaun eða renna eftirlaun þeirra í vasa Landspabba?

vitringarnirGrunur leikur á að á bakvið þessa mynd leynist alls ekki neinir vitringar heldur svikarar sem náð hafa allsherjar taki á feitum embættum sem ekki voru þeim ætluð. Grunur leikur á að þau séu nú með allt niður um sig - á flótta undan æstum múg sem fór á flipp við að sjá brókarleysi þeirra.

Það hefur heyrst að þau séu að plotta nýtt nornabrugg, ætlað eigin þjóðflokk - pólitíkusum landsins. Brugg þetta mun vera súrt og sóðalegt en með eindæmum gefandi þeim sem það bragða. Til langs tíma ætlað mun bruggið færa tíkusunum fúlgur fjár - eftir að þeir láta af störfum.

sollabolla

Eini Erkióvinur nornabruggs pólitísku svikaranna er talin vera kynbomban ógurlega Snúlla Svipuharða. Talið er að hún sé um þessar mundi að fægja postulínið á Bessastöðum, en þaðan ætlar hún að koma upp um bruggið ógurlega.

Grimmir taktar hennar í Action eru sagðir ógnvænlegir og skal engan undra þó svívirðilegir og svikulir pólitíkusar skjálfi á beinagrindum sínum þegar nafn hennar ber á tönn - eða var það góma - jú líklega góma - enda ætlar bomban að góma liðið svo næsta víst er að hún mun taka úr sér þær fölsku áður en til átaka kemur. How ever, Bessastaðir þykja ákjósanlegur affléttistaður spillingar - enda eru þar fyrir hin virðulegustu og siðprúðustu hjón búsett.

 

aurapukinn

Hinn grimmi ríkirfjárhirðir, Ráðríkur Fanndal, hefur látið uppi efasemdir um að Snúlla Svipuharða ráði við svikula teymið, enda sé teymið með eindæmum vel varið - af Landspabba sjálfum. Hafi Landspabbi snúið sviksamlega á land & þjóð með glotti og plotti.

Ráðríkur ríkisfjárhirðir telur að svikulir pólitíkusarnir hafi runnið undan handakrikanum á Landspabba á meðan sveitungarnir sváfu á verðinum, en vörðurinn var einmitt hin dulbúna íðilfagra súludansmær sem býr norðan heiða - nýflutt úr fjöllum í bæ - (sjá neðar). Telur Ráðríkur að nú dugi fátt annað en harkan - enda hafi harðstjórinn forðum bundið allhressilega fyrir alla leka og hafi hann séð til þess að brækur pólitíkusa framtíðar myndu aldrei leka heldur safna í sig, jafnvel eftirlaunum landans.

 

furðufuglar

Nú hefur Snúlla Svipuharða gert út nokkra njósnara til að fylgjast með málum pólitíkusanna. Grobbi Gæsapabbi er einn af þeim, en hann liggur í leyni á REI-kjavíkurtjörn - þar sem hann hefur gott útsýni innum glugga pervertanna. Grobbi hefur nýverið skilað inn skýrslu með stöðu mála. Þar kemur fram að Landsstjórar og pólitíkusar pizzi í tjörnina á meðan landinn horfir á Júróvision.

Grobbi Gæsapabbi hefur líka tekið eftir ýmsum undarlegum og aumkunarverðum verum á ferðinni í kringum tjörnina, en það mun vera eitthvað af fátækum sveitalýðnum sem reynir að lifa af landi og tjörn - enda orðið fátt um endur á pollinum nú orðið. Grobbi hefur nú komið með nægar upplýsingar handa Snúllu Svipuhörðu til að nú geti hún látið til skarar skríða, á móti nornabruggi svikulu tröllanna sem í upphafi sáust í vitringabúning - en auðvitað eru það engir vitringar sem halda í heiðri leynibruggi og landráði valdasjúks einræðisherra. Nú er ekkert annað en að bíða og sjá hvernig Snúlla Svipuharða tekur á málunum, so keep reading the next few days people.

 

norrdinn

Fátækum sveitalýðnum er í það minnsta nóg boðið, án þess að fá sömu eftirlaun og sömu bitlinga og sviksömu vitringarnir. Gústi Öskukall er reiður og ósáttur, enda kaus hann allt annað en vitringa í sæti landsstjórnar.

"Ég kaus alltaf .. alltaf .. að halda mig heima á kjördag, enda sátu kjörnir fulltrúar aldrei lengi í sömu stólunum. Maahhr nennir bara ekki að taka þátt í svona skrípaleik lengur, maður kýs og svo næsta dag koma í ljós gallar á gjörningnum og upp poppa einhverjir vitringar sem telja sig betur komna í embættum en þeir sem við kusum" Sagði Öskukarlinn sótillur og var allur í rusli.

 

siggavigga

Svipaða sögu hafði Sigga Saltfiskkerling að segja;

"Gvöööð, er búið að skitta um kaddla í brúnni? Ohh .. ég sem var nýbúin að setja upp spariandlitið og ætlaði að fara á dansiball með .. með .. æi hinum þú veist - sem voru þarna fyrst. Nú verð ég að ná mér í nýjan hatt og mála mig uppá nýtt, hva seiijirru er það blái liturinn - nú þá á ég allavega augnskuggann". Sagði Saltfiskkerlingin og dillaði sér burt með miklum tilþrifum. Sigga Saltfiskkerling er nú áskrifandi af saltfiskflökum og fær sent heim eftir miðnætti alla virka daga. Hún stefnir á súluna, fuglinn sko, í framtíðinni. Sigga er líka framtíðarframapotari af Guðsnáð.

súludansmær

Pislahöfundur skellti sér að lokum norður yfir heiðar og kom við hjá forpokuðu pokakerlingunni sem kallar ekki allt ömmu sína. Ekki var hún í náttsloppnum og ekki í kanínu inniskónum - og augljóslega hefur hún after all ekki notað rúllur lengi eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Grunur er á að hárkolla hafi leikið aðalhlutverkið á kolli hennar um allnokkurt skeið.

Undirritaður náði mynd af Dúfunni dásamlegu á rauða kossimerlettinu, en hún var að undirbúa uppákomu á prestaráðstefnu sem halda átti þarna um kvöldið. Jónína þó ... segi ekki meira. Og þó, ekki fara margar sögur af árangri fundarinns - sem átti að fjalla um syndir feðranna - en allnokkrir siðapostularnir þurftu að skila inn hempu og kjól í lok ráðstefnunnar. Líklegt þykir að súlupokamærin verði ráðin á þing sem skemmtikraftur næsta vetur, en hún mun þó ekki fá að klæðast bleiku kanínuinniskónum og ætlað er að fatnaður verði af skornum skammti - og allur blár, og bólginn.

En, ef þið hafið lesið alla leið hingað - þá eigið þið heiður skilinn fyrir dugnað og nennu! Allar myndir fengust af heimasíðu spaugstofunnar og vona ég að það sé ekki bannað að hertaka svona myndir án þess að biðja um leyfi fyrst.

Knús út í loftið - búinn að losa mig við nóg bull í bili og er farinn að sofa. Sé ykkur hress og kát á morgun ljúfa lið og dreymi ykkur fallega.

  


mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Make love in the nature - or just love the nature. Sólarsamba næstu daga!

SV300062

Wúhúuuu.. samkvæmt veðurspám næstu daga - þurfum við ekki að fara til Spánar til að fá gott og ljúft veður - og smá lit.

 

Þeir veðurfræðingar segja að það verði um og yfir 20 stig - allt að 25 stig á norðurlandi næstu daga, en svo færist hiti yfir á vesturland líka og Reykjavík á að fá einhvern smá skammt. Líklega þó ekki nema kannski 15 stig .. en sól og sælu!

 

SV300076

Mikið væri ég til í að sjá svona gróður um allt hérna á klakanum. Það er endalaust gaman á heitari slóðum því gróðurinn er svo geggjaður.

Ekki það að ekki sé gaman að koma aftur heim eftir ferðalög erlendis - en ég væri alveg til í að eiga bara heima á heitum slóðum.

Skil aldrei ferðamenn sem eyða fé í að fara á kaldar slóðir, til Grænlands, Íslands - eða Færeyja .. uppss! Sorry Guðrún B. meina auddað ekkert slæmt með þessu.

En, þegar maður hugsar - þá eru þeir sem búa á heitum slóðum að sækja það sama og við þegar við flækjumst á heitar slóðir. Allt hið gagnstæða við það sem við höfum.

 

SV300103

En, sól og sæla næstu daga! Um að gera að henda úlpunni inn í skáp, taka bomsurnar af fótunum og rúllurnar úr hárinu Jónína - og koma sér út í sólina.

Engin ástæða til að fjargviðrast yfir Júróvision, enda stóðu þau Regína og Friðrik sig dásamlega og ekkert meira um það að segja!

Nú er það veðursældin framundan og sumarleikir. Njótið næstu daga kæru vinir - sem og sumartímans alls. Make love in the nature - or just love the nature. Luv ya all ...


mbl.is Spáð allt að 20 stiga hita í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaveisla, útskrift og fleira...

Jæja já. Hér hef ég sett inn myndir af veisluundirbúning. Fyrstu tvær myndirnar eru frá undirbúning að útskriftaveislu úr góðum skóla í henni Reykjavík - en í þeirri veislu unnum við mat og drykk handa sirka 500 - 800 manns. Síðasta myndin er aftur á móti bara mont mynd frá Bessastöðum sko..

 CIMG0199

Þegar 500 - 800 manns birtast á nánast sama tíma - er eins gott að það sé bara búið að hella í glösin og vera snöggur að hlaupa með fulla bakka af glösum handa þyrstum stúdentum. Mikið rosalega er unga fólkið okkar fallegt og endalaust glæsilegt bara.

 

Við vorum búin að hella í fleiri tugi glasa af svalandi sumardrykk - óáfengum auðvitað! Við blönduðum drykkinn í stórum dunk sem tekur fleiri tugi lítra en við þurftum að blanda 3 - 4 í dunkinn samtals. Svalandi drykkur eftir kirkjuathöfn og útskrift er auðvitað brilljant - og ekki spillir smá góðgæti með.

 

 

En já, það var náttúrulega ekki bara drykkur sem var á boðstólnum - auðvitað var hellingur af góðgæti sem kitlaði bragðlaukana duglega. Enda eru nemendur alltaf duglegir að borða og mikið um kraftmikla matarmenn & konur í þeirra hóp, sem og fjölskyldurnar þeirra.

 

CIMG0197

Maturinn var náttúrulega ekki af verri endanum, enda erum við snillingar í veislum og veislumat - maður getur heillað hvern sem er - með góðgæti sem engin er svikinn af. Ég var auðvitað að vinna í undirbúning matar líka, enda hefur maður áralanga reynslu af matarstússi.

Sá sem sá um þessa veislu er meistari af bestu gerð - bæði sem matreiðslumeistari og persóna. Ég hef unnið í mörgum veislunum hjá honum, sem og í hans eldhúsi. Reyndar eru tveir af mínum allra bestu vinum sannir matreiðslumeistarar - og hjá þeim hef ég lært heljarmikið af veislustússi og hef óendanlega mikið gaman af slíkri vinnu.

Núna vorum við með heljar mikið af góðgæti - eins og ætíð. Hellingur af Fahitaspönnukökum, með kjúkling, túnfisk, lax - grænmeti og fleiru. Einnig vorum við með Jalepino, ostafingur, djúpsteiktar rækjur og djúpsteikt broccoli sem og fleira góðgæti. Endalaust góðgæti sem gæti verið hættulegt þeim sem alltaf er að narta (lesist fitandi fyrir hvern sem er - nema mig) ..

Veislan tókst auðvitað stórkostlega vel og allir ánægðir og saddir. Gruna að flestir hafi nú verið svo með sína eigin veislu núna um helgina, enda hugsa ég að þið þekkið öll einhvern sem er að útskrifast núna.

 

DSC01293

En, þessi mynd er aftur á móti tekin að Bessastöðum. Ég var að vinna þar sem aðstoðargestakokkur fyrir nokkru. Stórkostlegt að koma þarna inn - og þvílíkur heiður fyrir náunga sem vinnur með mat - að geta sagt - ég hef eldað í eldhúsinu á Bessastöðum.  

Ég get sagt ykkur það að það var heljar mikið skemmtiefni og saga í stórt bloggerí að segja frá þeirri uppákomu.

Frú Dorrit stóð hjá mér - nartandi í það sem ég var að gera - og það kurr-aði í henni af ánægju. Enda er hún svo mikið mannleg og eðlileg í nálægð að það hálfa væri mjög mikill hellingur.

Auðvitað lét ég taka myndir af mér með forsetanum okkar nýsjálfkjörna til næstu fjögurra ára - og óska ég honum hér með til hamingju með það - sem og okkur sjálfum bara. En, þar sem ég er ennþá hálffeiminn við netið - þá ætla ég ekki að birta myndirnar af mér með karlinum í þetta skiptið.

En, hér set ég punkt í bili. Ætla að fara og fá mér að borða - enda orðinn heilmikið svangur eftir þessar matarhugleiðingar.

  Ég ætla að vera stilltur og prúður yfir Júrókeppninni í kvöld - en auðvitað mun ég halda með okkar yndislega fólki, Júróbandinu. Set þau í 8-9 sæti en ég set Bretland í fyrsta sæti. Vona að þið eigið öll eftir að skemmta ykkur frábærlega í kvöld - og Áfram Júróbandið! Knús á ykkur kæru bloggvinir sem og alla bloggara.


Fyrir þá sem ganga í svefni.. skot í myrkri!

wrong turn

Ok, það er ekki eins og ég hafi tekið ranga beygju einhvers staðar - en þetta getur náttúrulega komið fyrir hven sem er!

Eins gott að sofa bara alla nóttina þegar maður er eins ruglaður og þessi náungi - enda ólíklegt að morgunmaturinn hans eigi eftir að bragðast vel miðað við mynd.

 

En, ég hef ekki verið á blogginu í dag eða lítið bara síðan í gærdag. Verð ekki á ferðinni núna heldur því ég er með gesti sem ég vil ekki skilja eftir í reiðuleysi. Ekki gott að láta gesti ganga um eina því maður veit aldrei uppá hverju þeir taka sko.. *flaut*..

Ég verð hugsanlega ekki hérna fyrr en annaðkvöld á bloggrúntinum - en hver veit.. ég mun allavega ekki kvittast mikið fyrr en annaðkvöld allavega.

Það hefur líka verið mikið um að vera, stór veisla sem er í undirbúningi vegna útskrifta og ég að vinna í slíkum uppákomum náttúrulega.

Ætla bara að bjóða ykkur góðrar nætur og vona að þið hafið það yndislegt kæru vinir, saknið mín nú pínulítið - eða kannski bara helling - jamm það er miklu betra. Faðmlag út í loftið ..

   .... P.s. Ég sagði ykkur það! Júróbandið vann sig uppúr forkeppninni! Hef heilmikla trú á þeim Friðrik og Regínu - enda stórglæsileg bæði tvö!

 ....


Undarleg árátta að halda sig fast á slóðum ofbeldis eða sækja aftur á vettvang ofbeldis! Undarlegt að fólk skuli sækja í að negla ömurlega fortíð fasta við sig frekar en að losa sig við fortíðina.

CIMG1942Sannarlega er ofbeldi ekkert til að hrópa húrra fyrir, alveg sama hver á í hlut. Undarleg finnst mér sú árátta þeirra sem hafa átt ljóta fortíð - eða verið beittir ranglæti eða neytt í ljóta hluti - að sækja aftur á þær slóðir þegar slíkar slóðir eru og ættu að vera - að baki.

Hvað er það sem fær maka til að snúa aftur heim eftir langt heimilisofbeldi? Jú, líklega ást - þrátt fyrir ofbeldið - eða hvað?

Hvað er það sem fær fólk sem hefur verið rænt, haldið föngnu og verið misnotað - til að sækja aftur á þær slóðir - og jafnvel kaupa húsið sem var fangelsi þeirra árum saman? Konan sem rænt var og haldið fanginni í kynlífsnauð ákveður að kaupa húsið svo það verði ekki selt "ókunnum" eða það rifið??? Bíddu við - hefði ekki einmitt verið heillavænlegast að rífa fjandans kofaræsknið? Ég hefði haldið að það myndi vera ákveðið bataferli fyrir fórnarlambið að sjá fangelsið hverfa af yfirborði jarðar...

 

Prison_cell

Hvað er það sem fær menn sem setið hafa í fangelsi árum saman til að merkja líkama sinn með tattoo - tattoo sem er t.d. mynd af fangelsisrimlum eða einhverju álíka? Alveg sama hversu lítið eða mikið maður hefur brotið af sér - þegar maður er laus - þá á maður að vera glaður og horfa til framtíðar með bjartsýni og betri vilja í huga, ekki horfa aftur og klína "minningunni" á líkama sinn.

Undarlegt að Ungi maðurinn sem var í fangelsi í Bandaríkjunum í tíu ár eða svo - en er nú laus og kominn "heim" - skuli láta tattoovera á sig stóra mynd af fangelsisrimlum... hvað er málið? Myndi maður ekki vera glaður með að vera laus, fortíðin að baki og horfa framávið með gleði í huga? Jú, það myndi ég gera allavega..

En, svona er lífið skrítið og ætíð virðist það geta komið á óvart hvernig fólk bregst við fortíðinni - eða framtíðinni. Það getur vel verið að sumir þurfi endalaust að velta sér uppúr fortíðinni sem stundum getur verið ansi slæm eða ljótra minninga tengd. En mér finnst að fyrsta góða ferlið í bjartri framtíð þeirra sem eiga misgóða fortíð - sé einmitt að horfa áfram en ekki aftur á bak. Kannski er það bara vitleysa í mér...

Undarlegast af öllu finnst mér sú frétt að unga konan sem rænt var og haldið nauðugri í húsi ræningja síns, misnotuð minnir mig - auðvitað bæði andlega og líkamlega - skuli kaupa húsið sem hún var neydd til að dvelja í. Aðeins til að það lendi ekki í höndum annarra eða verði rifið, það finnst mér ekki í lagi ..

cast

 En, númer eitt - tvö og þrjú er að muna öll að ofbeldi leysir aldrei neitt. Heillavænlegast er að tala um hlutina og forðast það að nota ofbeldi, líkamlegt eða andlegt.

Ef ekki er hægt að leysa málin sín á milli - til dæmis hjá sambúðarfólki - þá er um að gera að leita til fagaðila til að hjálpa. Sálfræðingar og ráðgjafar geta örugglega komið með lausnir sem hin venjulega Jóna og hinn venjulegi Jón kunna ekki að finna. Engin minnkun er fólgin í því að leita sér hjálpar - minnkunin felst í því að nota ofbeldi.

Það er endalaust hægt að bera virðingu fyrir þeim sem leysa málin, vinna í því að hafa málin góð og lifa ofbeldislausu lífi. Það eiga allir að geta það og það ætti raunverulega engin að þurfa að nota hnefa eða spörk - hvað þá andlegt ofbeldi - til að ná sínu fram. Elskið kviðinn og strjúkið friðinn ... þannig séð. Lifið heil og sæl í sátt og samlyndi!


mbl.is Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál málanna er; Er Mæja Býfluga betri lifandi, dauð - eða dauðari?

beeÉg elti kvikindið um allt hús núna áðan - og náði því inni í eldhúsi, hvíl í friði. Mæja hefur ekki látið mig í friði svo núna er ég búinn að afgreiða hana svo vel að hún mun ekki trufla mig á næstunni. Ég er svo sem ekkert uppi með mér yfir þessum verknaði mínum en hvað á maður að gera þegar engin friðurinn fæst nema með morði ...?

Mæja Býfluga var yndisleg lítil fluga sem suðaði daginn út og daginn inn - en gerði alla óða af leiðindum samt - nú suðar hún í himnaríki mér og mínum að meinalausu.

***************************************

   Er ég orðinn ruglaður eða hvað? Getur einhver sagt mér afhverju sum bloggin poppa alltaf upp aftur og aftur hjá mér? Sko, þegar ég fer í "stjórnborð" til að sjá hver er með nýja færslu og fer í heimsókn þangað og kvitta - fer svo aftur í stjórnborð og inná einhvern annan og svo til baka og þá er fyrsta bloggið komið aftur inn á stjórnborðið??? Hvernig má það vera að sumir bloggvinir mínir poppa svona upp aftur og aftur með sama bloggið? Frekar skrýtið - eða ég skil þetta allavega ekki beint ...

grillari

 

Jæja, þá er að fara út á pall og grilla smá. Ætla sko að grilla á meðan ég horfi á Júróið (sé það innum gluggann og heyri í því útum gluggann). Ekki það að ég sé mikið fyrir júróið neinei .. (lesist forfallinn gaur).

Hafið gott kvöld og ljúfa nótt framundan kæru bloggvinir og aðrir bloggarar. Munið eftir því að knúsa gæludýrin ykkar góða nótt og spank your better half as well..


Fröken Gillzenegger á sér enga framtíð á Laugarveginum, en á borgarstjórn heima í borgarstjórn?

ugglyest1

Á meðan borgin gefur húseigendum á laugarveginum einhverja tvo mánuði til að "laga til" hjá sér, snyrta og fegra hús sín - eru þeir sjálfir með allt niður um sig um allt. Peningaaustrið ætlar engan enda að taka hjá Reykjavíkurborg. Nýjasta útspilið eru 100 milljónir í "sektir" fyrir það að hafa ekki unnið vinnuna sína. Gruna nú að valdagræðgin og stanslaus stólaskipti hafi eitthvað með ólíðandi vinnubrögð að gera.

Pælið í því - borgin (við) þarf að greiða 10 milljónir á dag! Já, á dag - í sektir vegna þess að borgin hefur ekki druslast til að setjast niður og ganga frá lóðaleigusamningum við Valsmenn hf. Núna er upphæðin komin í 100 milljónir sem teknar eru beint úr vasa borgarbúa. Hvað í ósköpunum eru borgarstjóri og hans herlið að gera, ekkert? Málin standa bara þannig að núverandi meirihluti er í herferð til að festa sig í stólum og nú ætla þeir að koma Vilhjálmi aftur í feitasta stólinn - en stóru málin sitja á hakanum, mál sem kosta borgarbúa ógrynni af fémunum. Ég hefði haldið að það hefði ekki tekið langan tíma að setjast aðeins niður og ganga frá þessum blessaða samning við Valsmenn hf. Allavega hefði það verið mun ódýrara að ganga strax í það frekar en að hundsa það og láta það hanga í drabbi og henda litlum 10 milljónum á dag í trassaskapinn.

ugglyest2Og svo voga þeir sér hjá borginni að setja tveggja mánaða tímamörk á húseigendur við Laugarveg - skipa þeim að laga til hús sín og fegra - ella verða settar á húseigendur dagsektir.. hérna er eitthvað ekki alveg að gera sig!

 

carpenter_working_on_house 

 

Já, borginni væri nær að taka til í eigin garði fyrst - svo ráðast á aðra. Ég er þó ekki að segja að húseigendur við Laugarveg ættu ekki að vera löngu búnir að fegra hús sín, enda við eina helstu göngugötu Reykjavíkur. En mér finnst þetta ótrúleg vinnubrögð hjá borginni. Hugsa sér hversu mikið gott væri hægt að gera við 10 milljónir á dag - hve miklu væri hægt að koma í gang og hve mörg góð verk gætu litið dagsljósið með þessum auðæfum. 

 

 

Þessi linkur er sérætlaður konum!   Ætli þetta sé eitthvað subbó?

 

 

Gilzyneggja

Hér með er fundin rétta konan handa Gillzenegger. Heyrst hefur að hún sé að æfa á fullu með kappanum, sé jafnvel betur byggð en kallinn.is ..

Sagt er að hún elski súkkulaði, kakóbolla og brúntertur. Einnig hefur hún látið uppi að hún dýrki Sollu Bollu.

Gillzinn hefur verið uppvís að öfundarcommentum um væntanlega unnustu sína en hún mun hafa lyft þyngri lóðum en hann í ræktinni. Slíkt er auðvitað ekki til neins annars en að lækka karlmennskuímynd heyheyhóhó klíkunnar.

Grunur leikur á að í gangi sé samsæri um að breyta tölum á lóðum í ræktinni til að Gillzinn verði ekki svo sár að hann hætti við draumadísina sína, bara af öfund í hennar garð.

Myndin var tekin þegar fröken Gillzeneggy borðaði morgunmat á heimili Gillzkappans, við litla hrifningu móður hans. Álit móður hans er ekki mikið á tilvonandi tengdadóttur - sem hún reyndar álítur frekar sem "tengdason" vegna útlits hennar...

  Færsluhöfundur tekur enga ábyrgð á innihaldi hennar, enda skrifuð í black-out-i og því man hann ekki mikið eftir færslunni. Mælt er með í lokin - að þið lesið ekki færsluna né farið inn á linkinn þarna lengst uppi - ef þið eruð hneikslunargjörn. Færsluhöfundur hefur 100% öruggar heimildir fyrir öllu sem kemur fram í færslunni .. úpss.. there my nose start growing again! Hugs and kisses into the air - grab what ever you feel like and use it væslí.


mbl.is 100 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þjóðþekktar persónur allt aðrar persónur í raunveruleikanum - er sýndarmennskan að tröllríða heiðarleikanum?

pinocchio2Alveg er það ótrúlegt þegar maður sér þjóðþekktar persónur sitja fyrir framan sjónvarpsmyndavélar - og ljúga ískalt öllu steini léttara um sjálfa sig og sína hagi. Er búinn að sjá þjóðþekkta persónu - persónu sem ég þekki allvel sjálfur persónulega - lepja sögur í fréttamenn og þáttastjórnendur - sögur sem ég veit að eru ósannar og eins fjarri raunveruleikanum og hugsast getur.

Þar sem ég þekki þessa þjóðþekktu persónu sjálfur veit ég mun meira um hvað er að baki persónunnar - og ég segi ykkur að sögurnar af persónunni á skjánum er allt önnur en sögurnar af persónunni í raunveruleikanum. Er að fara að hitta þessa persónu á morgun og ætla að spyrja hana um þetta mál - spyrja hana um hvers vegna hún sé að búa til svona kokteil fyrir áhorfendur þegar sagan er raunverulega allt önnur í raunveruleikanum.

Ætli þetta sé algengt - að þekktir einstaklingar búa bara til sögur um sjálfa sig og líf sitt svona almennt - til að búa til betri persónu sem sett er fram sem hin "opinbera" þó hin raunverulega sé allt öðruvísi en sú sem kemur fram á skjá fjölmiðla?

Aldrei myndi ég nenna að mála sjálfan mig svona "saklausan og ljúfan" - ef ég væri hið mesta skass í raunveruleikanum. Ég myndi ekki nenna að standa í því að þurfa sífellt að horfa aftur fyrir mig til að athuga hvort einhver sem þekkir mig væri að kjafta einhverju í einhvern sem gæti komið upp um eitthvað sem ég kannski var að fela eða reyna að kæfa.

Ætli það séu margir svona "Gosar" í öllum þeim sem gerast eða eru þjóðþekktir og sífellt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar? Hvað með þig? Ertu Gosi? Þekkir þú þjóðþekkta persónu sem er heilmikil/l Gosi? Til hvers að vera að ljúga yfirleitt, því ekki bara koma hreint fram og vera heiðarlegur? Því að flækja lífið með óþarfa kryddi og áleggi? Skil þessa lygaáráttu ekki alveg, enda þoli ég illa þá sem ekki koma hreint fram og standa fast á sínu. Undarlegt þetta líf ...

Eigið ljúfa og draumfagra nótt kæru bloggarar og yndislegan dag á morgun. Kveðja út í loftið, segi ykkur það satt ...

Over and út off here áður en i start to grow bigger nef..

Kíki á ykkur öll á morgun - segi það satt - úppss - my nose suddenly feel bigger???

  


Elítan í heimsókn, hver er prinz og hver er froskur? Kiss me and find out if i will turn into frog or perhaps you will turn into frog.

Ok, ég mátti til með að setja inn nokkrar helgarmyndir. Enda eru þær mest settar inn til að frændfólk stubbalingsins fái að sjá meira af honum. Ég er auðvitað virkilega ofvirkur með myndavélina þegar svona kríli eru á ferðinni - en myndir eru eitthvað sem aldrei er til nóg af. Hefði sko vel viljað eiga helling af myndum af mér sjálfum þegar ég var lítill - en það eru bara ósköp fáar til. Hann á eftir að njóta sjálfur þegar hann stækkar, þá getur hann valið úr myndum af sjálfum sér - eitthvað sem allir vilja geta, valið úr barnamyndum af sjálfum sér.. hahaha. 

Picture 038  Picture 057

Þarna er maður kominn í "kisuhúsið" - en í færslunni á undan sést hvar kisumamma er búin að hertaka stólinn fyrir sig og sína sko. En, rétt skal vera rétt - stubbur á stólinn - ekki kisa.

Picture 102  Picture 091

Og enn fleiri myndir, mar fílar sig bara eins og júróvisíonfara.

Picture 037  Picture 046

Stundum er þó nóg komið og maður bara verður að hringja í Pabba og Mömmu og kvarta - verst að mar kann ekki að hringja - en maður kann alveg að borða símann samt.

Picture 034  Picture 033

Mikið að kallinn troði bara ekki myndavélinni uppí mann!! Svo kom stór frændi í heimsókn líka, átta ára kvekendi sem var alveg til í að leyfa mér að klípa smá í nebbann og solleis ..

Picture 027  Picture 017

En, nóg um það .. knús á ykkur ölll, góða nótt og yndislega viku framundan ykkur til handa.

  Kíki á ykkur öll í kvöld og á morgun .. *kossarogkram*.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband