Ákveðinn niðurskurður - eða uppskurður - eða bara bloggleti og útþrá.

smileJá, neinei .. þetta er ekki mynd af mér! Þetta er bara skrítið bros handa ykkur lesendur góðir. Þar sem moggabloggið var í lamasessi með "fléttingar" ákvað ég að biðja ykkur í síðustu færslu um broskall/fýlukall - alla sem komu inn á síðuna til að skoða/lesa - eingöngu til að búa til minn eigin teljara - og þið voruð teljarinn minn!

Eitthvað er þessi aðferð ekki alveg að skila sér - eða hvað? Mér reiknast til að síðastliðinn sólahring hafi heilir 24 bloggarar lagt leið sína inn á bloggið mitt að lesa! W00t 

Þessi mynd til hliðar sýnir vel álit mitt á þessum heimagerða teljara sem annaðhvort er klikkaður - eða ég algerlega dottinn niður á botn í vinsældum. Spurning um að vera áfram svona óvinsæll í sumar - enda ætla ég að eyða meiri tíma úti og í vinnuumhverfinu en á netinu.

 

Maður er nú einu sinni ekki ofvirkur svo sem - hef oftast bara sett inn eina færslu á dag, stundum tvær - og stundum enga. Svo það er ekkert skrýtið þó það hafi ekki komið nema 24 inn til mín síðasta sólahring.

tennurnar 

En, nú er ég að fara að sýna tennurnar - neinei ekki mínar eigin tennur - en ég er að fara að skera niður. Ég var farinn að eyða heilmiklum tíma - eiginlega ótrúlega löngum tíma - í að lesa og commenta á alla.

Ég ætla ekki að henda neinum út - alls ekki - enda les ég allt nýtt sem kemur frá ykkur. Nei, ég ætla að skera niður í að commenta um allt - hætta að commenta hjá hinum og þessum sem ég þekki ekki og hef ekki á "vinalista". Einnig ætla ég að hætta að commenta á þá sem eru á "bloggvinalistanum" en ég sé aldrei inni hjá mér.

Málið er að í sumar mun ég verða mun minna á netinu en að vetri til og því nenni ég bara ekki að eyða öllum tímanum á netinu í að commenta hjá öllum sem ekki láta sjá sig hjá mér nema í 10undu hverri færslu eða jafnvel aldrei.

nebbakrutt

Því er það málið núna í sumar - að ég mun ekki commenta hjá neinum nema þeim sem koma inn hjá mér og skilja eftir sig glott eða háð, bros eða skammarorð. Ég les alla og hef alltaf gert - það mun ég gera áfram - en ég er bara hreinskilinn með það að ég er ekki hrifinn af því að lesa og setja svo bara inn broskall eða "búinn að lesa, kvitt". Ef ég hef ekkert sérstakt að segja um það sem bloggarinn er að skrifa um - þá bara segi ég ekkert.

þó ætla ég - eins og ég sagði - að kvitta fyrir mig hjá öllum þeim sem ég sé koma inn hjá mér og skilja eftir sig spor. Ég gruna að ég þurfi ekki að eyða of miklum tíma á netinu með þessu móti - enda eru sýnist mér ekki nema sirka 24 bloggarar sem eru að lesa hjá mér á sólahring og ég er ekki lengi að borga þeim í sömu mynt.

Svo þegar hausta fer - þá mun ég hugsanlega bara aftur taka uppá því að æða um allt með hamagangi og kjánaskap, eins og hingað til - En það mun samt bara koma í ljós þegar þar að kemur.

Enn fremur mun ég svo halda áfram að lesa hina og þessa sem eru ekki á vinalistanum mínum og ef ég les eitthvað sem mig langar að commenta á - þá bara geri ég það. Svo eru nokkrir sem ég þekki in real life sem stundum koma og stundum ekki til mín - en ég mun auðvitað halda áfram að hamast í þeim í commentum.

  Ég drekk ykkar sumarskál - og nota bene - það er epladrykkur í mínu glasi! Veit að þið skiljið mig því þið eruð öll í svipuðum málum - með marga bloggvini og suma sem aldrei sjást eða aðra sem virðast kíkja á 10undu hverja færslu hjá ykkur og svo frv. Ég veit líka að nokkrir eru ekki heima við stundum - eru á ferðalögum og alls skonar uppákomur geta valdið því að þið eruð ekki að commenta um allt - það er stundum svoleiðis hjá mér líka. Enn og aftur - þá ætlast ég heldur ekki til að þið séuð að commenta hjá mér þó þið sjáið kvitt & comment frá mér óvænt inni hjá ykkur. Með von um að þið hafið það öll dásamlegt í sumar - og með von um að þið lesið mig áfram þó ég commenti ekki stanslaust hjá ykkur, rétt eins og ég les ykkur þó þið sum séuð aldrei inni hjá mér - þá kveð ég fram að næstu færslu. Knús & kreist út í loftið ...


Hvaða fígúrutýpa ert þú? Átt þú broskall eða fýlukall á lausu? Ef svo - give him to me plz!

bellydanserOk, þessi magadansmærW00t á myndinni kemur svo sem færslunni þessari ekkert við - þrátt fyrir dillandi og erótískan snúning. Ég bara setti hana hérna inn til að gleðja augað og ímyndunaraflið, ef svona lagað þá höfðar til einhvers yfir höfuð. But yeah - auðvitað eru margir fyrir fallegan magadans - held ég, en kannski ekki dansandi teiknifígúru.

WhistlingNei, ég ætlaði bara að gera smá tilraun hérna og langar mig til að hvetja alla sem hingað inn kíkja til að taka þátt í þessari tilraun.

Málið er að mig langar til að biðja alla sem hérna inn villast, núna í fyrsta skipti eða þá fáu sem hingað kíkja alltaf - til að setja spor hérna inni, eitt stykki broskall eða fýlukall. Grin

Þú lesandi góður - ert alls ekki lengi að henda inn einum broskalli eða what ever. Stíga nú allir mínir vinir og aðrir bloggarar niður af bloggstallinum og gefa pabba broskall!!!Devil

Það verða engin verðlaun í boði - aðeins smá umfjöllun í lokin og kannski heljarknús, ef við verðum í erótískum hugleiðingum að loknu kvittinu. Sick

GetLostTakið nú endilega öll þátt sem hérna birtast og lesa - ekki vera feimin við að skilja eftir spor! Ég bít ekki - mjög fast og flengi engan nema vera beðinn um það - svo nú er engin ástæða til neins nema láta þetta eftir mér. Chomashohhh...

AngryFyrirfram knús út í loftið...   einn broskall/fýlukall takk fyrir!W00t


Guði sé lof að kvekendinu var útrýmt! Ekki vil ég ísbjarnahaus inn um tjaldið mitt í útilegunni... ekki það að ég sé yfir höfuð í útilegum hérna, en það er önnur Ella.

polar bearAlveg finnst mér það hreint ótrúlegt hvað mikið hefur verið röflað og vælt þó eitt stykki grimmt bjarnardýr hafi verið fellt hér norður í landi. Hvað í fjáranum vill fólk? Að þessi kvikindi nái fótfestu hérna á landi? Er fólki alveg sama um allan þann kostnað sem fylgir því að "bjarga" svona kjötflykki?

Æi, ég skil ekki svona væl. Það er ekki eins og hér sé um eitthvað skemmtilegt dýr sé að ræða sem má alveg spossera um grænar grundir - mönnum og dýrum til ánægju og yndisauka, nei þetta eru grimmar skepnur sem maður myndi ekki vilja eiga á hættu að mæta þegar maður er á fjallgöngu eða í útilegu! Ég er mikið feginn að þeir skutu dýrið og því svæðið hættulaust for good! Ég vil ekki hafa svona kvikindi á lausu hérna heima - falleg eða ekki!

Viljið þið að börnin ykkar lendi í bjarnarslag þegar þau fara á hálendi í skólaferðir eða eitthvað álíka? Nei, örugglega ekki. Hvernig væri að hætta þessu bjarnarvæli og snúa sér að einhverju öðru sem skiptir máli, eins og landvernd - já og- eða náttúruminjaverndun.

polar bear2

Jú, ég get alveg séð að þetta er fallegt og virðulegt dýr sem er alveg þess virði að bjarga - en að fara út í viðamiklar og kostnaðasamar aðgerðir til að bjarga svona kvekendi, nei takk. Frekar vil ég eyða fjármunum og mannskap í að taka til hendinni fyrir austan fjall - hjálpa fólki á skjálftasvæðunum t.d.

Ég er enn fremur hissa á þeim ótrúlega kjánalegu manneskjum sem fóru á handahlaupunum á bjarnarsvæðið - með æsingi og álfaskap. Hvað er eiginlega að fólki sem alltaf þarf að troða sér  þangað sem þeirra er ekki þörf - eða þangað sem það getur skapað hættu.

Þetta minnir mann bara á fólk sem keyrir fram á mikið slys í umferðinni - það hægir á sér eða stoppar - bara til að stoppa og góna! Fólk þarf að hrista sig upp og fara að hugsa, hverjum er um að kenna ef til hættustands kemur eins og talið var að hafi verið þarna á bjarnarsvæðinu? Lögreglu eða yfirvaldinu á staðnum? Jú allir kenna þeim um að hafa ekki vandað nóg til með öryggisaðgerðir - en hverjir eru það sem skapa fjárans ógnina og óöryggið? Jú, fábjánarnir sem æða á vettvang með forvitni og myndavélar í fararbroddi - og skynsemina skilda eftir heima.


Hefur þú tekið myndir af gamla fólkinu sem býr fyrir utan uppáhalds sumarfrístaðinn þinn? Hefur þú farið útfyrir Túrhestaslóðir?

Ferðalög á framandi slóðir er eitthvað sem ég ætla mér að leggja fyrir mig í ellinni. Ég ætla ekki að hanga sem gamalmenni á elliheimili - öllum til leiðinda og vera með björgunarhnapp mér við hlið.

Moon&StaronEarth

Björgunarhnapp sem engin tekur eftir anyhow. Þó ekki sé hægt að ferðast til annarra sólkerfa í augnablikinu - þá mun örugglega ekki líða langur tími þar til boðnar verða sumarferðir til Tunglsins, Marz eða Venus. BoyOhboy hvað ég ætla mér að fara þangað þegar þar að kemur.

Reyndar hef ég alltaf haft gaman að því að fara ákveðnar ótroðnar slóðir. Ætíð þegar ég er úti - þá stoppa ég lengi úti og fer ótrúlegustu troðninga og leiðir sem "túrhesturinn" alla jafna ekki fer.

Á meðan hinn venjulegi túrhestur töltir um búðarstræti eða jórtrar á ströndinni - þá er mig að finna uppi í fjöllum eða langt uppí sveit - þar sem ég fæ innsýn í hið raunverulega líf og lífsmáta þeirra sem landið byggja. Auðvitað nýt ég þess líka að liggja á ströndinni og spossera um stræti og torg, en ég fæ miklu meira úr því að skoða og kynnast því sem er á bakvið allt það sem túrhesturinn fær að sjá.

SwanCastleGermany

 

Oft hef ég komið með myndir heim af slóðum sem engin kannast við að hafa séð áður - jafnvel þó viðkomandi hafi verið þarna á svæðinu oft áður.

T.d. þegar ég var á Benidorm (nafnið Benidorm þýðir reyndar bara "komdu/förum að sofa" - en það er lítið sofið á Benidorm reyndar). Rétt fyrir utan Levantiströndina er lítil undarleg eyja - eyja sem á sér undarlega þjóðsögu sem margir fá að heyra í túrnum þangað. Flestir túrhestar fara þangað með bát og eyða dagstund þar án þess að pæla meira í eyjunni sem slíkt.

Í stað þess að fara á eyjuna - fer ég uppí fjöllin fyrir ofan Benidorm og heilsa uppá eyjarskeggja sem búa í fjallinu og fæ að heyra um söguna af eyjunni - og fæ að skoða skarðið í fjallinu sem sagt er að hafi myndast þegar tröll sparkaði í fjallið - og bútur flaug úr fjallinu og eyja myndaðist við ströndina. Þetta er ég í hnotskurn, þannig séð.

Á meðan fólk er að lepja í sig sól og hita á ströndinni - ásamt berbrjósta meyjum og peyjum - þá er ég að lepja í mig alls skyns skordýr, eðlur og önnur dýr í lausagangi upp um fjöll og dali. Oftar en ekki kem ég heim með myndir af slíkum ófreskjum en sjaldan með myndir af mannlífinu við strendurnar.

LavenderFarm&Tree

Næst þegar þú/þið farið í ferðalag - alveg sama hvert - prufið þá að fara útfyrir "túrhestaslóðirnar" og skoðið það sem þar er í boði. T.d. eru verslanir sem ekki eru staðsettar á venjulegum túrhestaslóðum oft með hluti og verð sem er allt öðruvísi en venjulega maður sér. Oft finnur maður hluti sem tengjast meira menningu og lífi þeirra sem byggja landið - í stað þess að sjá bara venjulega hluti sem kalla má "minningagripi" eða túrhestahluti! Eitthvað sem allir kaupa og því allir að koma heim með það sama - en með því að fara aðeins "afsíðis" þá getið þið fundið hluti sem enginn hefur áður séð eða keypt.

Takið myndir af öllu því óvenjulega og því sem túrhesturinn fær ekki séð á hefðbundnum slóðum - farið útfyrir normið og takið myndir þar - því skrýtnari myndir því meira gaman er að sýna þær þegar heim kemur. Umfram allt - njótið sumars sólar og alls þess sem ferðalag hefur uppá að bjóða. Verið vel undirbúin og tvítjékkið á öllu áður en lagt er af stað út í heim, ekkert gaman þegar maður uppgötvar að myndavélin gleymdist eða bestu gönguskórnir eða álíka þarfahlutir.

  En, í augnablikinu er glimrandi sól úti - og uppundir 20 stiga hiti - svo nú er ég farinn út að njóta. Hef klárað allt sem lá fyrir þennan daginn og hef því restina af honum til að sprikla hálfnakinn úti í sólinni - hver veit nema ég hendi myndum inn í kvöld af spriklinu.. *glott*. Sé ykkur í kvöld væntanlega og njótið nú lífsins elskurnar.


Enn skelfur jörð fyrir austan!

ugglyest1Ekkert lát virðist ætla að verða á jarðskjálftunum - en núna rétt áðan varð eitt stykki á Hellisheiðinni uppá 4-5 stig á Richter.

Þessi fannst á höfuðborgarsvæðinu meðal annars. Reyndar fann ég ekkert fyrir þessu en var bara að lesa um skjálftann. Vonandi fer þetta nú að hætta, skelfilegt fyrir fólk þarna fyrir austan að búa við þessi læti.

Það eru þónokkur hús sem nú teljast ónýt eða um það bil ónýt - hvað sem það þýðir - annað hvort eru hús ónýt eða ekki. Ljótast af öllu er þó að það hafa borist fréttir af því að óprúttnir aðilar eru farnir að gera vart við sig þarna fyrir austan - og eru að stela úr yfirgefnum húsum. Það er sko ekki beint til fyrirmyndar og ættu viðkomandi að skammast sín fyrir ljótleikann!


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sultaðu fjölskyldumeðlimi þína næst þegar þú nærð í skottið á þeim! Hmmm ... eða kannski er betra að knúsa fjölskylduna bara.

 Ohmygooood. Svörin ykkar í síðustu færslunni minni eru bara stórkostleg - ég segi ykkur að ég er búinn að liggja í kasti hérna núna eftir lesturinn! Þið eruð flest of gröð netið - greinilega, eða jafnvel dónalegri - ef það er hægt - og allt bara af  því að mamma sagði ykkur að gera það/vera það! hahaha ... þið eruð æði.

signfriendsp

  Ég er búinn að vera svo hrikalega latur við að setjast niður við tölvuna undanfarið - að það er ekki einu sinni fyndið. Ég er reyndar búinn að vera mjög önnum hlaðinn og undirbúningur sumarsins hefur verið í hámarki.

 Hef verið að vinna í nokkrum veislum undanfarið sem hefur tekið heilmikinn tíma frá mér, en svo hef ég verið að gera eitt og annað sem þarf að gera áður en sumarið skellur endanlega á.

 

Er búinn að olíubera pallinn og kaupa öll sumarblómin, umpotta dótið og setja niður svo núna er "sólstofan" fólki bjóðandi, hlýleg og blómlega sumarleg - bara gaman. Nú og svo er mahhrrr búinn að standa í stórræðum innandyra líka - t.d. búinn að gera 10 lítra af rabbarbarasultu og skera niður slatta af nýjum rabbarbara sem ég set í frost. Ný heimagerð rabbarbarasulta er langbest - án allra aukaefna og ekkert rusl sett í hana.

signfriendheart

Ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til að rækta vini mína - og heldur ekki ykkur hérna mínir ljúfu bloggvinir og vinkonur. En, hugsanlega mun sumarið verða svona dálítið gloppótt hjá mér - ég dett inn og út en aldrei lengi þó og ég les svo til allt þó ég sé ekki að hamst í commentum í öll skiptin sem ég skoppa inn á netið.

 Ég hef eytt meiri tíma útivið - verið meira að skoppa með fólkinu mínu, fjölskyldu og svo auðvitað hef ég verið á hlaupum á eftir nágrannakerlingunni minni - þessari elsku með kanelsnúðana ferzku og fínu. Ég er búinn að ákveða að hún verði kanelsnúðahjákonan mín - því meira sem hún bakar af kanelsnúðum - því meiri tíma finn ég handa henni - wúhaaa!

angel41

 

En, sem sagt - vona að þið fyrirgefið mér þó ég hafi ekki verið óður að undanförnu á síðunum ykkar. Ég þakka ykkur líka kærlega sem kíkið á síðuna mína og hrikalega stórt knús á ykkur öll sem skiljið eftir ykkur spor þegar þið hafið lesið. Auðvitað kann maður að meta það og auðvitað er gaman þegar maður sér að einhver hefur verið að lesa.

En núna er ég farinn smá blogghring og ætla að setja stafina mín við eitt og annað - kíki á eins marga núna og ég nenni - en klára svo á morgun eitthvað líka.

 

Vona að þið hafið haft góðan Laugardag og óska ykkur yndislegs Sunnudags líka. Reynið nú að vera svolítið dugleg að vera útivið ef veður leyfir og munið að segja ástvinum ykkar oft og mörgum sinnum frá því að þið elskið þá - maður veit aldrei hvenær það er of seint - ekki bíða svo lengi því þið mynduð sjá eftir því endalaust.

  ... knúsaðu þau sem þú elskar næst þegar þú sérð hann/hana, komdu á óvart og sýndu tilfinningar. Good night - over & út!


Ég skaut Kengúru afþví ég var skakkur! Hvað hefur þú gert þér til skammar?

Jæja, ég hef nú ekki verið mikið online núna undanfarið - og er bara rétt að kíkja inn núna til að segja hæhæ. Verð á ferðinni í kvöld og eitthvað um helgina til að skoða ykkur öll vel og vandlega.

C_gotaniron

Eftirfarandi fékk ég sent í tölvupósti og ákvað að henda þessu inn hérna til að leyfa ykkur að hneykslast - eða hafa gaman af!

Það er sumt anzi sniðugt sem kemur út úr þessu en það eina sem þið þurfið að gera er að velja eina setningu úr hverjum hóp og setja svo saman.

Fyrst er valinn setning sem tilheyrir mánuðinum ykkar - því næst setning sem tilheyrir dagsetningunni í mánuðinum og svo að lokum setningu sem er við 3 stafinn í nafninu ykkar - síðan eigið þið bara að púsla setningunum saman í fyndinn bjánaskap.

Vona að þið hafið bara gaman af þessu.

**************************

  

Veldu mánuðinn sem þú fæddist:
Janúar-----------------Ég drap
Febrúar--------------- Ég sló
Mars------------------- Ég svaf hjá
Apríl------------------- Ég horfði á
Maí- -------------------Ég fróaði mér með
Júní- ------------------Ég slefaði á
Julí---------------------Ég hló að
Ágúst- ----------------Ég stakk
September- ---------Ég skaut
Október- -------------Ég naut ásta með
Nóvember- ----------Ég handtók
Desember- ----------Ég kúkaði á

**************************

  

Veldu núna afmælisdaginn þinn:
1. Gleðikonu
2. Kærasta/una þína
3. Konu með brókarsótt
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Gifta/ri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína/þinni
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kengúru
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

**************************

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu
A--- Afþví að ég elska súkkulaði
B- --Afví að mér leiddist
C- --Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- --Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- --Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- --Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- --Af því mér finnst egg góð
H- --Af því að ég er á sýru
I- --Af því ég misteig mig
J- --Af því ég er með vörtu
K- --Af því mér líkar Cheer
L- --Af því að ég var skökk/skakkur
M- -Af því ég var full/ur
N- --Af því að mamma sagði mér að gera það
O- --Af því ég er hýr
P- --Af Því ég er einmanna
Q-   Af Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- --Af því að ég er gröð/graður
S- --Af Því mig langar að deyja
T- --Af Því ég hata skóla
U- --Af Því ég þarf að fróa mér
V- --Af því að ég elska náttfata party
W- -Af því að það róar mig
X- --Af því að ég elska marmelaði
Y- --Af því að ég elska prump
Ö- --Af Því ég er að safna rassahárum
**************************

   Kíki á ykkur öll í kvöld og um helgina mínir kæru vinir.. og góða helgi ykkur öllum til handa!


Myndaflipp er betra en syndaflipp - but hey - syndaflipp er betra þegar það er ekki myndaflipp í kringum það! Ekki satt?

Hér neðst er mynd af móður minni - en fyrst eru myndir af bræðrum mínum, teknar fyrir all löngu sko - enda eru þetta stóru bræður mínir sem gerir þá eitthvað yfir fertugt núna - segi ekkert hve mikið yfir fertugt samt ..

tviburarnir

Þeir voru alveg ljóshærðir - misjafnlega ljóshærðir - eftir aldursskeiðum, en alltaf ljósir og eru ennþá ljóshærðir (en ég alltaf dökkur þó ég hafi byrjað örlítið ljóshærður sem barn).

Sem börn voru þeir með ljósgullna lokka, alveg ótrúlega miklar rúsínur með gullna lokka sem rakarinn ætlaði yfirleitt aldrei að tíma að klippa þegar móðir okkar fór með þá til að láta skera hár og hala. Þeir eru - eins og sjá má - tvíburar og það vel eineggja - sem oft var fyndið að fylgjast með þarna í gamla daga.tvíburar

 

Háralitur og augnabrýr héldu ljósa litnum alla barnsæskuna og gerir ennþá. Alltaf svo ljósir og bjartir - og svo mikil gull að hjarta að það hálfa hefði verið alveg nóg. Ennþá eru þeir ljósir og enn svoddan gull að hjarta - enda ég svo óendanlega heppinn með öll mín systkyn - svo ég tali nú ekki um foreldra sko!

 twins3

Það var ótrúlega gaman að sjá og fylgjast með því þegar þeir urðu unglingar - ég reyndar smákrakki en síðar, á mínum 10 - 15 ára aldri - að fylgjast með því hvernig þeir léku sér að því að plata fólk með því að þykjast vera "hinn" tvíburinn.

Það var virkilega erfitt fyrir þá sem ekki þekktu þá - að þekkja þá í sundur. Man eftir nokkrum atvikum þar sem annar var farinn á sjóinn - báturinn að sigla úr höfninni og á bryggjusporðinum stóðu gamlir sjómenn sem kvöddu skipið. Hinn tvíburinn sem ekki var sjómaður kom keyrandi að því hann ætlaði að reyna að ná bróður sínum áður en hann fór á sjóinn - og gömlu karlarnir störðu skelfingu lostnir á þann sem hoppaði úr bílnum - og yfir á bátinn sem nýlega sigldi úr höfn með ... ja ... þennan sem nú stóð við hlið þeirra á bryggjunni - endalaust fyndið þegar svona kom uppá.

 

ferming

Man líka eftir því þegar þeir kepptu í stakkasundi á Sjómannadegi - að þeir voru báðir miklir og hrikalega sterkir sundkappar - og í 1. riðli keppti annar - en í 3. eða 4. riðli keppti hinn. Man eftir því að sá fyrri vann sinn riðil en þegar sá seinni kom í stakk inn að laugarbakka - þá púuðu nokkrir og hrópuðu að honum "ekki þú aftur, ertu ekki búinn að vinna einusinni?" ...

En, allavega - fulltaf skemmtilegum sögum eigum við alltaf af systkynum okkar. Maður á að varðveita slíkar sögur, skrifa þær niður - helst aftan á myndir af söguhetjunum - og miðla þessu áfram til komandi kynslóða. Börn okkar og barnabörn eiga eftir að verða þakklát þegar þau seinna reyna að komast að einhverju um æsku okkar og forfeðranna.

Mamma nýkomin frá Kanarí.

Hér er svo í lokin ein mynd af hetjunni, henni móður okkar sem ól okkur öll upp alein - en þessi mynd er tekin af henni á sama tíma og höfundarmyndin mín var tekin. Ég nálægt 18 ára. Það voru aðrir tímar þá - engin elsku mamma til að hlaupa heim til þegar eitthvað bjátaði á. Hún bara ól okkur upp með þvílíkum dugnaði og myndarskap að það hálfa hefði komið okkur öllum mjög vel áfram lífið.

Nú til dags eru margar einstæðar ungar mæður að barma sér með eitt eða tvö börn - og hafa ekki í sig og á með það sem þær ná að hala inn til heimilisins. Jú, kannski eru líka aðrir tímar og breyttari - meiri kröfur gerðar til fjölskyldna um að börnin verði að eiga þetta og hitt - hjól, skíði, nýjustu tískuvörur og öll flottustu merkin í hinu og þessu - eitthvað sem þekktist ekki áður fyrr.

En, munið að skrifa niður góðar minningar um hinar ýmsu uppákomur úr fortíðinni. Gerið það áður en það verður of seint, biðjið foreldra - frændfólk eða hvern sem er - um að gefa ykkur sögur og skrifið þær aftan á myndir af þeim sem sögurnar eru um - svo sögurnar gleymist ekki. Margar góðar sögur úr fjölskyldum hverfa með gamla fólkinu okkar - oft mjög fallegar og hugljúfar sögur sem framtíðin má vel njóta.

  InLoveÞess má geta að pislahöfundur elskar liðið sitt af öllu hjarta, yfirmáta - ofurheitt - alla leið til himins og til baka. Pislahöfundur safnar myndum úr fjölskyldunni, af fjölskyldumeðlimum og góðum sögum sem munu svo berast áfram til komandi kynslóða þegar þar að kemur.Heart


Þvílíkur viðbjóður ef sannarlega satt er og rétt með farið! Ef rétt reynist vona ég að grimmilega verði tekið á málunum og gerendum refsað eins grimmilega og verknaðurinn sannarlega er!

461453Skelfilegt bara þvílíkur viðbjóður, ekki neitt annað en hreinasta hörmung. Undarlegir dómar, stuttir og jafnvel ekkert fangelsi - bara smá skömm í hattinn og svo út með þig. Dómar á Íslandi eru skammarblettur á þjóðfélaginu sem ætti að þrífa sem fyrst, hella klór á herlegheitin til að sjáist aðeins oftar í réttlátari dóma, grimmari dóma í takt við grimma glæpi. Sumir glæpir eru svo bara smámál við hliðina á ýmsu öðru sem kemur uppá yfirborðið víða um heim.

Það logar allt um allan heim, misnotkun hér og misnotkun þar - eitthvað nýtt poppar upp á hverjum degi. Nefna má t.d. Josef Fritzl sem dæmi um einn hroðalegan verknað - en annað er líka komið upp sem fær Fritzl-málið til að blikna - en kannski hefur þetta verið til árum saman, jafnvel áratugum saman.

En, núna er komið í ljós að - svo virðist vera - sem friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn á Fílabeinsströndinni séu að misnota börn og unglinga kynferðislega - og að því er virðist - komast upp með það. Skiljanlega þora börn og unglingar - sem alin eru upp á stríðshrjáðum stöðum - ekki að leggja fram kærur á hendur þessum aðilum.

Fjórtán ára drengur sem starfar eitthvað í friðargæslubúðunum á Fílabeinsströndinni heldur því fram að friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn biðji reglulega um ungar stúlkur á hans aldri til kynlífsathafna - "oft séu 8 - 10 menn að deila tveim til þrem stúlkum sín á milli - þegar þeim er bent á eldri stúlkur segjast þeir frekar kjósa þær yngri - allt niður í 6 ára aldur" .. Bíddu við - hvað er að??? girlHvaða viðbjóður er í gangi - ef satt er?

Á maður að trúa því að það séu hópar af barnanýðingum að störfum - í hópum saman - á stöðum þar sem stríðshrjáð og "auðveld" börn eru til staðar og þurfa á hjálp að halda??? Að þeir séu að komast upp með að misnota börn gegn "greiða" - gefa mat, pening, sápu, og í einhverjum tilvikum - munaðarvöru eins og síma... hjálpi mér, ég trúi þessu varla - en hvað hefur svo sem ekki gerst víða sem gæti alveg rennt stoðum undir að þetta sé í raun og veru satt?

Það hörmulegasta við þetta allt saman er að í fæstum tilvikum er tilkynnt um atburðina og brotamönnum ekki refsað vegna ótta fórnarlambanna. Ótti við hefndaraðgerðir, að neyðaraðstoð verði dregin til baka, að verða útskúfaður úr samfélaginu og vankunnátta á einnig þátt í því að svo fá brot eru tilkynnt. Sameinuðu þjóðirnar fagna skýrslu bresku hjálparsamtakanna "Safe the Children" - og hyggjast taka málin til gaumgæfilegrar skoðunar.

uganda

 

Það er skelfilegt til þess að hugsa að brosandi börn sem sjá friðargæsluliða og hjálparstarfsmenn koma á stríðshrjáð svæði - eiga von á því að loks verði þeim hjálpað, þau fá að borða og hugsanlega smá menntun eða eitthvað mannsæmandi allavega.

En þess í stað eru hugsanlega á ferðinni menn/konur í hópum - sem eru þangað komin að mestu leyti á þeim forsendum að svala sínum viðbjóðslegustu kynferðisbrengluðu hvötum. Bros barnanna hverfa smá saman og uppi standa litlir einstaklingar sem sjá vist sína hér í heimi sem vist í helvíti.

Þetta er skelfilegt og þvílík grimmd að Fritzl-málið bliknar í samanburði. Það er sannarlega von mín að Sameinuðu þjóðirnar geri nú eitthvað mikið og róttækt til að stoppa svona viðbjóð af, og refsi þeim sem nást svo grimmilega að það verði öðrum víti til varnaðar. Segi bara ekki annað en að maður trúir varla að svona mannvonska sé til - en miðað við ýmislegt annað sem hefur komið upp, þá ætti svona lagað hugsanlega ekki að koma á óvart. Mannfólkið er eins misjaft eins og það er margt - og sannarlega eru til viðbjóðsleg eintök sem mættu mín vegna rotna í helvíti fyrir svona grimmd.

Upplýsingar fengust úr grein í 24stundum í dag, miðvikudag 28 Maí - 2008. Skýrslan um efnið var unnin af Bresku hjálparsamtökunum "Safe the Children" og byggðist á viðtölum við minnst 250 börn frá Fílabeinsströndinni, Suðurhluta Súdans og Haítí. Nick Birnback, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir hinsvegar að ekki sé með nokkru móti mögulegt að tryggja að engin tilvik eigi sér stað innan stofnunar með um 200 þúsund starfsmenn víða um heim.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt er bannað - annað er sérhannað - og enn annað bannað að sérhanna. Eru dúkkur leikföng fyrir konur eða uppblásnar lausnir millifótavandamála karla? Ath. efni ekki fyrir viðkvæma!

Karolína Langbrók hefur enn og aftur haldið innreið sína á netið - nema hvað núna er málið annarsskonar reið en venjulega hjá Langbrókinni. Núna hefur hún séð til þess að unglingar yfir fimmtugt eru í standi um allan heim eftir að hafa séð klámsenur hennar á JÚTúBe. Klámsenur sem eru bannaðar innan 55ára.

leoncie-pukki

Kerlingin hefur enn og aftur hneykslað heiminn með klámívafi á netinu. Siðprúðar piparmeyjar undir fimmtugu sem og öskukarlar undir 55 ára eru nú æf af reiði þar sem aldursmörkin eru sett í 55 ár.

"Það er alltaf sama sagan með þennan klámbraza, maður þarf helst að vera kominn á Grund til að fá að sjá svo mikið sem nakinn olnboga" sagði gömul nunna sem lagði leið sína í Erótíkurshop við laugarveginn.

Í sama buxnastreng tóku fleiri sem pislahöfundur náði að króa af í klámbúðinni - en engin þeirra vildi koma fram undir nafni og engin vildi láta tengja sig við klámdrottninguna.

Pislahöfundur lagði leið sína til Sandgerðis, heimabæ Karólínu Langbrókar klámdrottningar. Það kom berlega í ljós að bæjarbúar voru búnir að fá nóg af beru holdi og kynlífsbrölti. Vel flestar konurnar gengu þar um með hulið hár og höfuð, vel klætt svo eingöngu mátti greina augun.

"Maður hefur bara fengið fullmikið af því ljúfa lífi sem einkennir uppáferðir, lautarferðir og millifótaferðir" lét ein þeirra hafa eftir sér. Pislahöfundur náði þó í nokkra opinbera starfsmenn sem voru að sniglast fyrir utan hús Langbrókar, en þeir flúðu vettvang um leið og þeir komu auga á myndavélarnar.

pervertasvin

Pislahöfundur fann þó einn starfsmann hjá tölvufyrirtæki sem var ekkert feiminn við að tjá sig um myndbönd þau sem Klámdrottningin hefur sett á netið. Þessi starfsmaður leyfði myndatökur á sig þar sem viðkomandi var að skoða myndbönd á Jútúbe, af Klámdrottningunni. Pislahöfundur tók sér þó það Bessaleyfi að "fela" dónalegasta part perrans til að hlífa lesendum sínum.

"Þau eru æði þessi myndbönd, sérstaklega þegar hún er að dansa við plastdúkkurnar Sillu og Villu. Ohh hvað ég vildi að ég væri svín í stúkunni þeirra mahhr" sagði svínið með óendanlega ljótu glotti sem varð til þess að pislahöfundur ákvað að tala ekki meira við þennan viðmælanda.

 

Næst lá leið að heimili Stjörnunnar margumtöluðu, Langbrókar. Auðséð var á öllu utandyra að þarna bjó erótísk þenkjandi manneskja, enda þekkt fyrir að fara mikinn og auglýsa sig útávið við hvert tækifæri.

shop1

Kerlingin kom til dyranna eins og hún er ætíð klædd - nakin og undir áhrifum frægðarljóma. Hún var æst, óvenjuæst og rjóð í kinnum - öllum kinnunum. Pislahöfundur var smeykur um að hann hafi truflað bólfarir eða eitthvað álíka, en annað kom í ljós seinna.

Hús hennar var smekkleysislega hannað og fáránlega skreytt að utan, en greinilega var hún þó sjálfri sér samkvæm svo að skreytingarnar voru allar á erótíska vegu. Reyndar hafði pislahöfundur heyrt af því að hús Langbrókar hafi verið sett á bannlista og fannst sumum að loka ætti götunni við húsið - börnum.

En, Karólína Langbrók bauð skrifara innfyrir sem hann og þáði með kurteisi. Við blasti ýmislegt misjaft og óhefðbundnar innréttingarnar sem við blöstu minntu helst á Arkitektúr sem á uppruna sinn norðan heiða, nánar tiltekið - inn í hús hjá Kerfisvillunni með rúllurnar og grænu eldhúsinnréttinguna. 

 

 shop3

En, eins og sjá má á myndum sem pislahöfundur fékk að taka innandyra - þá eru ekki beint bækur og ævisögur í hillum Langbrókar, en ævimyndbönd voru þar þó.

Á eftir kemur svo viðtalið sem pislahöfundur átti við Klámdrottninguna, en nokkrar myndir fá að fljóta með til að gefa nánari mynd af þessari umdeildu stjörnu. Taka skal fram að viðtalið tók mikinn tíma og þurfti höfundur að margskrifa sumt af því aftur og aftur vegna þess að Karólína Langbrók er þekkt fyrir að vera margsaga og tvíræð um sjálfa sig sem og aðra.

 

"Ég á barasta ekki orð - ég er bönnuð innan 55 ára" byrjaði Langbrók með látum að segja frá.

"Það er eitthvað ruslahrúgulið sem hefur flaggað myndböndin mín á Jútúbe" heldur hún áfram og krossleggur hendur á mjólkurbúi sínu - blaðamanni til vonbrigða. Fréttst hafði að Drottningin hafði sett inn nokkur góð myndbönd á netið - en fólk sem skoðar getur sett ákveðið flagg við myndbönd sem birtast á Jútúbe þannig að þau verði bönnuð innan ákveðins aldurs ef þau þykja of nasty.

shop7Áhorfendur á Jútúbe hafa varað við því að erlendar dúkkur hafi verið notaðar í myndbandinu - og mæla áhorfendur ekki með því að heimahollir áhorfendur sjái viðkomandi efni því það særi þjóðarstolt þeirra.

"Ég er bara trilljón og milljón prósent viss um að þarna eru íslenskir rasistar á ferð. Ég er mjög reið. Þetta er eitthvað hæfileikalaust pakk sem vill skemma fyrir mér" segir Langbrók með morðglampa í augum og snýtir sér.

Pislahöfundur réttir kerlingunni snýtiklút og gónir fast á barm hennar þegar hún tekur við klútnum - snýtir sér og hamast á nösinni - en barmurinn lyftist og skutlast til og frá um leið. Pislahöfundur verður dálítið ókyrr, enda bara venjulegur fávís karlmaður sem er ekki gerður úr steini, nama að hluta til á þessu augnabliki nákvæmlega.

 

shop8

"Þetta er bara mjög saklaust og fyndið myndband. Hvað kemur það líka Íslendingum við þótt dúkkurnar Villa og Silla séu þarna? Þær eru ekki einu sinni íslenskar, þær eru rússneskar!" bætir Langbrók við og glottir grimm, enda þekkt fyrir að vilja ekki íslenskt í myndbönd sín.

Karólína Langbrók hefur mikla trú á þessari nýju afurð sinni. Enginn þríkanntur hérna á ferðinni og fyrst fólk getur ekki séð afurðir hennar á Jútúbe án þess að skrá sig inn og sanna að það sé orðið 55 ára - ætla hún að setja afurðir sínar á sína eigin vefsíðu.

"Það stoppar mig enginn, það er rándýrt að lifa og komast af í þessum brasa og rándýrt að framleiða svona efni" segir Langbrók hróðug með dýrslegan glampa í augunum þegar hún tekur eftir því að spyrjandinn á erfitt með að sitja kyrr vegna millifótavandamála sinna. Hún færir sig nær karli og otar mjólkurbúinu að pislahöfundi.

funnygirl 

Pislahöfundi tekst naumlega að heyra næstu setningar sem Klámdrottningin lætur frá sér vegna ógnarinnar sem nærvera hennar hafði á líkamlegt ástand hans. Það fer um hann þegar hann finnur kvenlega fegurð hennar og finnur höfgan konuilminn sem nú verður allt í einu þunglega áberandi.

Eitthvað um að ef hún hefði farið í Júróvísion með góðar klámvísur og sýnt myndböndin sín þar - þá hefði hún látið Evrópu liggja flata fyrir fótum sér, eitthvað sem pislahöfundur átti ekkert erfitt með að trúa. Langbrókin telur að litarhaft hennar hafi mikið með öll þessi læti haft að gera.

"Ég er ekki hvít og ekki svört heldur þar mitt á milli" sagði Drottninginn um leið og hún stökk eins og köttur á litla mús - en það er önnur saga - klámsaga sem ekki verður sögð hérna. Þar sem Langbrók hefur þegar gefið í ljós að hún hefur ekki áhuga á að tala meira - og pislahöfundur hefur ekki orku til að mótmæla því, þá mun viðtalið enda hérna. Athugið að Pislahöfundur getur ekki tekið ábyrgð á neinu sem í þessum skrifum er sagt, en hann getur ekki getið heimildamanna sinna þar sem þeir flúðu allir af vettvangi vegna þjóðfélagsstöðu sinnar. En að þessu sögðu/skrifuðu kveður pislahöfundur um leið og hann skellir sér til sunds í flóabúi Sandgerðisbæjar. Over and deep inn ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband