Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
29.8.2008 | 09:11
Stutt kveðja úr hitakófi og sæluvímu ...
Mest lítið um að vera og lítið að frétta - annað en stanslaus sól og heljar hiti um allt. Síðustu tvo til þrjá daga hefur maður verið að striplast smá - jamm - farið á striplströnd - til að sjá jullur og jónur.
Neinei .. bara til að fá lit á rassinn ...
Annars er ég góður. Maður situr bara á veröndinni um miðnætti með kaffisopa og bara á stuttbuxum - í 26 stiga hita - jamm á miðnætti er hitinn bara þolanlega góður sko!
Það hefur ekkert markvert gerst, lífið er bara ljúft og leikandi - líður áfram í sælu og hitakófi.
Bræður mínir fara heim aftur núna á mánudaginn en systursonur minn kom ásamt kærustunni í gærkvöld. Hann ætlar að vera í 10 daga allavega.
Ég er að spá í að vera sjálfur þar til í enda sept. En maður veit aldrei - kannski gefst ég fyrr upp - en kannski verð ég lengur. Ég hef allavega engar áhyggjur - læt bara hvern dag líða fyrir sig og nýt lífsins í botn.
Sendi ykkur ljúfar kveðjur með von um að kuldaboli bíti ykkur ekki fast þarna heima. Adios í bili dúllurnar mínar..
26.8.2008 | 11:06
Hákarlar narta í tærnar á mér - eða eru tærnar farnar - uppvið axlir? Enginn bjór á Spáni og sjóræningjar, eða bara ræningjar alls staðar.
Alls staðar eru þessir ræningjar niður komnir. Brotist inn hjá þrem í hverfinu í nótt - meðal annars hjá Kurr systur minni - en sonur hennar náði að hrekja lýðinn á brott.
Sjónvarpsútsendingar hafa dottið niður hérna á Torrevieja - eða stóru svæði hérna, vegna sjóræningjasjónvarpsstöðva sem sendu út efni sem þeir höfðu ekki leyfi fyrir. Eitthvað er þó verið að reyna að peppa uppá þetta svo fólk fái nú séð allavega fréttir eða something...
Jæja, annars er maður kominn aftur frá Benidorm (Benidorm þýðir "komdu að sofa"). Djammið á Benidorm er geggjað, lífið þar æði og bara iðandi flott. Sum staðar er bara allt opið allan sólahringinn - nú eða bara þegar flest lokar þá opna aðrir staðir - svo allsstaðar er hægt að finna sér eitthvað til dundurs.
Í gærkvöldi fórum við öll á skemmtilegt show hérna í Torrevieja (Torrivega), en það var íslenskur strákur sem söng Freddy Mercury lög ásamt tveim ungum stúlkum sem dönsuðu og sungu með. Þetta var náttúrulega bara geggjað að sjá - og mikið vinsæll þessi drengur hérna úti.
Nú er maður búinn að vera hérna í einhverja tíu daga - OG EKKI BÚINN AÐ INNBYRGÐA EINN STAKAN KALDAN BJÓR - geri aðrir betur í svona hitamollu...
Ekki það að ég sé mikið í áfengi eða bjór - bara nenni því ekki. Fékk mér síðast í glas (sterka drykki) heima fyrir sirka 5 árum, en fæ mér oft bjór sona þegar ég ferðast - en nenni því stundum bara ekki. Maður skemmtir sér líka miklu betur edrú og glaður/graður ... en drukkinn/timbraður og vitlaus.
Í það heila er ég núna búinn að liggja á ströndinni í þrjá daga, en er meira að labba um og skoða - og flakka með mínu fólki um allt. Það hefur verið sól allan tímann - ekki dropi úr lofti - og hitinn er nú eiginlega alltof mikill. Samt hugsar maður bara um það að best er að reyna að sætta sig bara við hitann og molluna því áður en maður veit er maður búinn að gefast upp og er farinn aftur heim í kaldan íslenskan vetur.
Ég er orðinn hrikalega dökkbrúnn - miklu dekkri en hinn venjulegi spánverji - eiginlega bara svartur. Ég er stanslaust ávarpaður á spænsku, frönsku eða ítölsku - enda með svona dökk gen í mér sem gera mig allt annað en íslenskan eða evrópskan í útliti. Ég reyndar bjarga mér fullvel á spænskunni en skil spottakorn í ítölsku - frönskuna langar mig að læra og geri það örugglega seinna meir.
Þá mun ég geta komið heim dökkur á brún og brá - og veitt slatta á suðrænt útlit - og mál... hahaha! Djókur auðvitað ætla ég að vona að þið áttið ykkur á - enda er ég ekki mikill hözzler - læt aðra um að hözzla mig sko ... *glott* .. og fíla það bara úbersúber vel. Segi ykkur það satt - að ég finn stóran mun á djamminu heima - fyrir brúnan lit og með brúnan lit - hve mikið íslenskar stelpur reyna mikið að ná sambandi við þá sem virðast vera útlendingar frekar en þá sem sannarlega virðast vera heimamenn. En auðvitað er þetta líka jafnmisjaft og þær eru margar...
En, nú er ég farinn aftur út í sólina - ætla að kíkja niður á strönd þar sem bræður mínir eru núna með sínar fjölskyldur.
Það jafnast fátt á við það að liggja á vindsæng á öldurótinu - láta sjóinn vagga sér og svæfa - og reyna bara að sofna ekki svo maður vakni ekki á reginhafi með hákarla allt í kring, nartandi í tærnar á manni... eða þannig.
Sendi ljúfar kveðjur í loftið og þakka ykkur öllum sem kíkið á mig af og til - mátti ekki við því að hlýna svona mikið um hjartaræturnar - því hitinn hér er nógur - en jamm, þið hlýjið mér duglega líka dúllurnar mínar sætu og kátu ...
Hasta Pronto quapas y quapos
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
21.8.2008 | 11:36
Nú er úti veður vont ... NOT! Farinn í egg og beikon ... onkonk.
Jæja, þá sit ég hér í hitamollunni - er með kaffibolla og það er verið að steikja handa mér egg og beikon ásamt fleiru gúmmilaði - en ég les bara mbl.is á meðan. Það er sannarlega yndislegt hérna, fórum öll á Benidorm í gær - hreint út æði.
Reyndar er hitinn þannig að maður er alltaf hálfrakur og þvalur og það er óþægilegt en samt lætur maður sig hafa það náttla, enda nóg af kuldanum heima yfir höfuð. Núna er maður farinn að koma sér inn þegar heitast er, á milli 2 og 4, bara til að brenna ekki og hreinlega leka ekki niður.
Ætlum að kíkja á stóra sveitamarkaðinn á sunnudaginn, en ég fer aftur á Benidorm í fyrramálið og verð fram á sunnudag þar - aleinn í djammfíling - jihaaa! Bongó fílingur en samt sooo dry!
En, nú er það egg og beikon - minn orðinn hun-graður og bara farinn í mat. Heyri í ykkur later stubbarnir mínir og hafið það ljúft.
Kveðjur í loftið á ykkur öll....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
18.8.2008 | 19:55
Hálfdauðir spánverjar um allt - árekstur og læti. Annars bara góðar kveðjur sko ...
Hæhæ allir. Nú er aldeilis búið að ganga á - á þessum slóðum. Fyrir utan 30stiga hita og sól all over the place - þá erum við búin að lenda í hinum undarlegustu uppákomum. Erum búin að horfa uppá fólk rænt, barið og hreinlega snúið úr hálslið (dáltið ýkt - en eitthvað af þessu öllu hefur verið í gangi hérna)...
Núna áðan vorum við á leiðinni á söngleik, pabbi gamli keyrði - kurr systir frammí hjá honum og ég þar fyrir aftan með syni hennar kurr - og svo tvær litlar dætur kurr aftast. Vorum í mestu makindum - öll svo flott og uppstríluð og litlu stúlkurnar í fínum kjólum með fallegt hárskraut - þegar gamall spanjolaormur kemur á siglingu og keyrir bara beint inn í hliðina á bílnum okkar.. *búmmkrass*!
Sem betur fer er bíllinn hans pabba stór og sterkur því annars hefði illa farið - en allir sluppu með litlar rispur og hrunið taugakerfi, ásamt slatta af jarðskjálfta í hnjánum.
Nú, kallað var á lögguna - hún kom en var kaldari en fjandinn sjálfur gagnvart okkur - en alúðin uppmáluð gagnvart heimamanninum. Greinilegir fordómar sáust - þeir reiknuðu strax með því að gamli góði heimamaðurinn hefði verið saklaus en við - túrhestarnir - sek. En sem betur fer breyttist viðhorfið þeirra þegar málin lágu fyrir þeim.
Ég er dálítið sviðinn á öxlum - og fjárinn hafi það - á skallanum! Ég tók mig til og rakaði af mér allt hárið - skildi eftir mjög stutta brodda - og er bara sólbrunninn á skallanum.. grrr.
En, fékk að hlaupa aðeins í tölvuna hérna til að senda inn eitt blogg. Fæ hugsanlega netið sjálfur að hluta um mánaðarmótin svo þá get ég bloggað aðeins meira vonandi og lesið ykkur og hent inn hjá ykkur kveðjum. Er strax farinn að sakna ykkar skottin mín .. og finnst óþolandi að geta ekki sent inn myndir eða eitthvað með skrifuðum texta, en maður verður bara að sætta sig við þetta - mar er nú á spáni sko .. hahaha.
Kveðjur í loftið á ykkur snúllurnar mínar og hafið það ljúft öll...
17.8.2008 | 12:29
Kveðja úr sólinni og hitanum.
Hóhóhó. Ég er kominn til Spánar og hér er ég alveg að leka niður. Undarlegur þessi hiti alltaf - maður getur ekki beðið eftir því að komast í hann en um leið og maður er byrjaður að leka niður þá getur maður varla hugsað um annað en svalandi kaldann vindinn heima - er kominn með heimþrá ----> NOT!
Ég er núna búinn að fá að vita að ég mun geta skotist hingað á vin pabba til að senda inn eitt og eitt blogg, jafnvel tíu - en ég mun samt ekki nota tímann mikið til að lesa eða kvitta. Ég mun gera slíkt þegar ég sný aftur heim, taka duglega á ykkur öllum.
Ég var niður á strönd áðan, það er pakkað af fólki - hef sjaldan séð eins mikla mannmergð líkt og nú. Reyndar er ég oftast seinna á ferðinni hérna - yfirleitt í byrjun september. Þannig að nú er spánverjinn sjálfur mikið í sumarfríi og fyllir allt hérna. Núna er ég að fara í sturtu til að skola sand og salt af mér, þori ekki að vera of lengi í sólinni fyrstu dagana því ég nenni ekki að eyða tíma í að vera brenndur og aumur.
Hafið það ljúft góðu vinir og látið ykkur líða vel, ljúfar kveðjur í loftið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
16.8.2008 | 02:08
Hot myndir af mér, flottir tískustraumar + kveðja! I´m off ...
Hjálpi mér hvað tímarnir breytast mikið. Ég var að fá myndir í hús - myndir af mér og fleirum úr fjölskyldunni - myndir sem ég hef aldrei áður séð. Því miður eru ekki myndir af öllum í fjölskyldunni, engar af mömmu þarna og ekki af litlu systur minni. En það eru samt til nokkuð af myndum af mömmu og systu litlu samt. Kannski róta ég í gömlum myndum sem ég á og finn einhverjar til að sýna seinna af þeim.
Ég bara varð að henda þessu hérna inn áður en ég tek allt úr sambandi hérna heima og kveð.
Getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri ...
Þessi mynd er af mér - í fjólublárri skyrtu - og kurr - í peysunni, offkos. Yngri bróðir minn er á bakvið mig en svo er bara lítill frændi með á myndinni.
Hjálpi mér fatnaðurinn .. mom ... thanks!
Á þessari snjómynd erum ég og kurr sitjandi á skíðasleðum eldri bræðra okkar, tvíburanna sem standa fyrir aftan okkur. Þessa mynd - eða myndir frá þessum árum hafði ég aldrei séð fyrr en núna í dag... æði.
Hér er svo geggjað krúttleg mynd af Kurr. Hún var nú alltaf svo mikið rassgat þessi skotta - og ekki versnaði það þegar hún eltist og þroskaðist, algert rassgat.
Hér eru svo bræður mínir á skíðasleðunum sínum sem mig minnir að þeir hafi einmitt fengið í afmælisgjöf á þessum tíma. Man reyndar ekki eftir því - heyrði bara af því síðar sko.. enda ég enn bleyjubossi á þessu tímabili.
Hér er svo pabbi gamli að spila "Bobb" - man eftir þessu borði í den og hvað það var gaman að hamast á þessu, þar til það varð allt í einu ónýtt einn daginn. Enda vorum við sex systkyn að hamast á þessu sko ...
Hér er svo pabbi aftur - en nú með bílinn okkar. Þetta er samt ekki fyrsti bíllinn okkar, þetta er annar eða þriðjið bíllinn sem við eignuðumst. Hér fyrir neðan er mynd af fyrsta bílnum samt, jeppinn.
Hahaha .. hér er fyrsti bíllinn okkar - landrowerjeppi - þvílík skröltdolla maharr. En hann var góður samt og aldrei bilaði kvikindið. Og plássið maður, vorum öll sex afturí og nóg pláss - enda voru sætisbekkir afturí sem lágu frá hurð að framsætum - sætin lágu sem sagt öfugt við það sem sæti eru í dag.
Hér er svo að lokum ein af pabba við geysir að ég held. Hann er í svörtu jakkafötunum en ég þekki ekki manninn hægra megin á myndinni. Sennilega einhver frændinn ..
Alltaf var karlinn jafn flottur í tauinu sko, fínpússaður og glæsilegur.
********
En, hér er komið að lokakveðju í bili. Nú verð ég að slökkva á öllu batteríinu á eftir og koma mér í suður eftir því ég ætla að vera hjá systur minni á Reykjanesinu í nótt. Hún ætlar að geyma fyrir mig bílinn og solleis stuff.
Ég veit ekki alveg hvenær ég kemst í netsamband aftur - en ég reyni að komast í það eins fljótt og ég get. Ég mun líklega ekki athugasemdast mikið á meðan ég er í fríinu, en reyni samt að henda inn einni og einni færslu.
Vona að þið saknið mín smá og ekki týna mér alveg þó ég hamist ekki í ykkur all the time dúllurnar mínar.
Ljúfar kveðjur á línuna og þakka öllum góðar kveðjur til mín!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Já, nú er það komið út - ég á í stríði við "lolitalitla" - en hér náði ég mynd af hennar very ugly face (sjá mynd fyrir neðan).
Málið er að ég er sáröfundsjúkur út í "hana" því hún fær svo miklar fléttingar - og það fyrir lélegt og frekar ómálefnalegt blogg.
Hún kastar fram ýmsu fram um fréttir líðandi stunda sem kalla mætti bæði óhugsað og óþroskað svo vægt sé til orða tekið.
Hún er ótrúlega forköstuð gagnvart konum og framapoti, eitthvað sem kannski hefði átt uppá pallborðið hér fyrr á öldum en ekki í dag. Oft kastar hún fram athugasemdum við færslum hjá öðrum - sem þykja bæði truflandi og líka eingöngu til þess gerð að særa eða bögga þann sem er að blogga. Því hef ég frekar mikla óbeit á "hennar" stíl.
Því hef ég ákveðið að kippa henni úr lið í kvöld - dýfa hennar ugly framkomu aftur þangað sem hún skreið undan. Hún mun ekki ná að blogga mikið eftir þennan dag - og frá og með kvöldinu mun hennar ásjóna ekki trufla Moggablogg.
Þar sem ég veit að margir eiga bágt með að sýna rétt viðbrögð við bloggara eins og henni - enginn vill vera "leiðinlegur" - vera sá sem tekur í gegn einhvern sem er virkilega truflandi, líkt og lolitalitla er - þá hef ég náttúrulega ákveðið að stíga fram og taka hana af lífi endanlega. Aftakan fer fram í kvöld, en eins og allir sem lesa mig vita - þá fer ég erlendis á morgun og kem ekki aftur heim í bráð. Því er það nauðsynlegt fyrir mig að kála kerlingunni í kvöld svo þið þurfið ekki að sitja uppi með hana mikið lengur. Enda er hún svo sem ekkert sem nokkur kærir sig um svona yfirleitt. Hún er eins og ljóta hliðin á þeim sem eru góðir - nema hún kemur fram þó við ráðum við að halda svona vanþroska - eins og einkennir hana og hennar skrif - í skefjum hjá okkur sjálfum.
Nú er bara málið hjá mér að fá mér nógu stóran bjór með kvöldinu - ehh - drekka í mig kjark - svo ég geti látið verða að því að brjóta niður þessa leiðinlegu skjátu.
Næsta víst er að viðureignin mun verða ljót - veit að hún mun berjast harkalega, enda hefur hún sýnt að hún er óútreiknanleg á blogginu. En ég gef mig ekki og mun sannarlega klára dæmið, svæfa hana endanlega og loka á henni túllanum! Vona bara að engin verði fyrir barðinu á henni áður en ég næ að klára hana endanlega, reyni að sjá til þess að svo verði ekki samt. Ég mun læðast að henni svo hún veit ekkert hvað sló hana í hnakkann - fyrr en of seint og hún really dead!
**********
Nú er bara að vona að bjórinn verði ekki eins svalur og ég - þegar upp er staðið.
Ég ætla rétt að vona að engin hafi tekið þetta alvarlega - að engin hafi trúað því að ég sé virkilega að standa í einhverjum svona "deilum". Málið er náttúrulega að ég sjálfur er líka "lolitalitla" ... þessi litla drusla sem er ekkert á neinn hátt lík mér og kastaði fram hinu og þessu sem er nákvæmlega þveröfugt við það sem ég stend fyrir.
En, ég var bara að gera smá tilraun. Var bara að leika mér og gantast aðeins í ykkur!
Lolitalitla fékk strax viðbrögð í fléttingum þó ný væri - fékk frá 600 - 1000 fléttingar strax fyrstu dagana en svo svona upp og niður eftir því hve mikinn tíma "hún" hafði til að blogga. En þar sem "hún" las ekkert hjá öðrum og kvittaði lítið - þá tók það "hana" bara 2-3 mínútur að henda inn einhverri þvælu. Sjálfur fékk ég ekki nema 20 - 40 lesningar þegar ég byrjaði sem segir mér að fólk vill lesa eitthvað krassandi og jafnvel óþroskandi meiðandi eða eitthvað sem er "öðruvísi" en það sem allir hinir eru að skrifa um. Allavega virðast margir hafa meiri áhuga á því að vera bloggvinir og lesa svona siðleysi eins og Lolitulitlu frekar en eitthvað eins og "ljúft og jákvætt" blogg eins og ég er með ..
Það flæddi slatti af "bloggvinabeiðnum" inn á hana - og voru það flest bloggarar sem ég hef aldrei séð eða lesið svo ég bara hafnaði þeim, nema hvað? Úps .. Jú ég samþykkti nokkra í byrjun - en áttaði mig svo á að ég gæti komið þeim í vandræði þar sem Lolitalitla er óhefluð og frekar leiðinlegur bloggari, því eyddi ég þeim út í restina.
En, bara gaman að þessu - nú mun Lolitalitla fara að sofa svefni hinna réttlátu - en ég mun ekki beita hana neinu ofbeldi - bara taka hana í faðminn og knúsa hana í hel.
Vona að allir sem hafa orðið fyrir barðinu á henni fyrirgefi höfundi hennar leiðindin og lætin!
Ljúfar kveðjur á línuna og heilmikil afsökunarbeiðni!
Já, þessir gömlu góðu eru til ýmissa góðra verka nýtir - líkt og á meðfylgjandi mynd! Hver hefði getað ímyndað sér að þessi fáránlegu farartæki myndu nýtast eins og þau eru að gera í dag.
Hér fyrir örfáum árum fóru þessi farartæki ekki útaf túninu við sveitabæinn - jú í hæsta lagi á milli bæja en annars voru þeir ekki hreyfðir nema í heyskap og ýmsa vinnu við bæjardyrnar.
Nú eru þessi kvikindi um allar tryssur, notaðir allt frá því að brjótast inn - niður í ferðalög um landið sem og bara til að fara á rúntinn á - á laugardagskvöldi. Tala nú ekki um það þegar brúðhjónin skrölta frá kirkjunni í slíku farartæki. Nei, þá held ég að ég haldi mig við minn eðalsteisjon sem tekur fimm í sæti - hunda og ketti sem og puttaferðalanga aftur í skottið.. over and out of this færsla.
P.s.. það fer að draga til tíðinda - en það er ástæða fyrir því að ég loka á athugasemdir á færslurnar núna - sjáið þá ástæðu á morgun þegar ég opna aftur fyrir athugasemdir og hleypi öllu inn.. Kveðja og knús á línuna.
Ferðast um landið á traktor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 02:30
Hefur þú byggt sandkastala? Æi það skiptir svo sem engu - þú getur hvort eð er ekki sagt mér frá því hérna! Búhúhú&Bömmer ...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook
13.8.2008 | 02:02
Surprise surprise .. is there no surprise around? Er ég flugfiskur - eða Api? Eða er ég bara fjandanum vanafastari? Hmmm ...
Ok, þá er ég tilbúinn í slaginn - nei - ég er ekki að fara að berja neinn - og enginn er að fara út í þá sálma að berja mig, er bara so much ready for upcumming holidays/weeks/months .. whíhíhí!
Já, ég er tilbúinn í allt það óvænta sem upp mun koma á næstu vikum, eða þann tíma sem sumarflipperí mitt tekur.
Reyndar er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp á ferðalögunum mínum, sumt bara fyndið og dásamlegt - annað skerí og algerlega óútreiknanlega hræðilegt - en flest bara yndislega skemmtilegt og bara til að lífga uppá ferðina og gera hana minnistæðari.
Síðast þegar ég ferðaðist með bakpoka og útbúnað - og með göngustaf (já ég notaði göngustaf því ég var að klífa fjall) - þá mætti ég bara sí sona heilum Apa á miðri leið uppí fjall. Nei, þetta var ekki Steingrímur - þetta var on hell of a real Api úr the wild nature. Þessi var þó ekki eins grimmur að sjá og Steini sko! En, ég segi ykkur ekki hvernig ég plataði villidýrið (ekki Steina heldur Apann) svo ég slyppi lifandi ofan af fjallinu - to much of a vandræðalegt to tell in here.
Ok, ég flýg út á Laugardaginn næsta - 16 Ágúst. Nei ég flýg ekki á fyrsta farrými like this fish there. Bara með Express - en ég gat keypt mér sæti í vélinni samt um leið og ég keypti miðann svo ég þarf ekki að hanga í halarófu og rassi til að skrá mig inn sem fyrst svo ég fái gott sæti.
Haha .. ég er sérvitur fjandi - ég sit alltaf sömu megin í flugvél, alltaf í sömu sætaröð við glugga. Hvað ætli ég gerði ef ég þyrfti að fljúga með lítilli 2-6sæta vél? Myndi örugglega labba bara frekar en að geta ekki setið á mínum stað sko.. eða hanga í spotta aftan í vélinni - svona sirka þar sem sætaröðin mín myndi vera ef vélin væri stærri! Tappinn er óhagganlegur sko.
En, ég er sem sagt tilbúinn í hvað sem er og hjálpi þeim sem reynir að hefta för mína! Heyriði það rúsínurnar mínar...
Enda þarf eitthvað virkilega mikið að ganga á til að ég hætti við þetta ævintýri - en auðvitað kemur ekkert uppá, sjö - níu - þrettán.
Flugmiðinn út kostaði mig ekki nema tuttugu þúsund, sem er ekkert þannig séð - svoleiðis að ef ég þyrfti að hætta við þá væri ég nú alveg jafn dauður fyrir þó ég missti þá aura frá mér. Auðvitað kaupi ég bara aðra leiðina - on way ticked to the moon. Maður veit nefnilega aldrei hvað gerist erlendis, hvort maður verði búinn að fá nóg eftir kannski mánuð eða tvo - þá bara kaupir maður næsta lausa sæti til baka.
Nú er náttúrulega málið bara að passa sig því það er víst nokkuð heitt úti núna. Ef það er eitthvað sem ég ekki kæri mig um - þá er það bjórvömb - óendanlega ugly að sjá fólk með bjórvömb bara. Mjólk er málið - eða vatn.
Fyrir nokkrum árum lenti ég í hitabylgju í heilan mánuð í Hollandi - segi ykkur það satt að ég drakk um 300 lítra af bjór þann mánuðinn!
Málið er náttúrulega að vökvinn gufar svo hratt upp í svona hita að maður finnur ekkert fyrir þessu - þannig séð - nema ef maður hættir að sjá á sér dindilinn - sem þó nær asssgoti langt framfyrir bolluna sko ... *hux*. En bjórinn er náttúrulega skaðræðisskepna ef maður hugsar um vöxtinn sko - og svo bara fjandans vínandinn sem getur gert manni mikinn óskunda líka auðvitað.
En, nún er komið nóg af hitatali og bjórtali í bili. Ég ætlaði að reyna að taka smá hring á bloggið núna og skoða eitthvað af því sem ég er ekki búinn að lesa, sjá bara til hve lengi ég held augunum opnum núna - en svo klára ég hringinn á morgun.
Ég rakst á þessa frábæru færslu hjá Ásdísi bloggvinkonu - og hvet ykkur til að skoða hana og athuga hvort þið getið eitthvað gert til að leggja góðu málefni lið. Glæsilegt framtak Ásdís mín!
En hér ætla ég að setja punktinn í kvöld - það verða engar óvæntar uppákomur í þessari færslu - en hver veit hvað næsta færsla hendir framundan erminni. Vona bara að þið haldið áfram að lesa mig sko þó ég sé að fara burt aðeins - en já - ég veit að það er víst nóg um tölvur á Spáni, svo ég hef enga afsökun fyrir að blogga ekki aðein af og til. Fer reyndar með lappann með mér, aðallega til að setja myndir inná - en ef ég kemst í netsamband með henni þá er náttla hægt að setja inn eina og eina mynd líka.
Ljúfar kveðjur í loftið á ykkur öll og takk fyrir innlit og kvitt undanfarið!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði