Hákarlar narta í tærnar á mér - eða eru tærnar farnar - uppvið axlir? Enginn bjór á Spáni og sjóræningjar, eða bara ræningjar alls staðar.

Alls staðar eru þessir ræningjar niður komnir. Brotist inn hjá þrem í hverfinu í nótt - meðal annars hjá Kurr systur minni - en sonur hennar náði að hrekja lýðinn á brott.

 

Sjónvarpsútsendingar hafa dottið niður hérna á Torrevieja - eða stóru svæði hérna, vegna sjóræningjasjónvarpsstöðva sem sendu út efni sem þeir höfðu ekki leyfi fyrir. Eitthvað er þó verið að reyna að peppa uppá þetta svo fólk fái nú séð allavega fréttir eða something...

 

Jæja, annars er maður kominn aftur frá Benidorm (Benidorm þýðir "komdu að sofa"). Djammið á Benidorm er geggjað, lífið þar æði og bara iðandi flott. Sum staðar er bara allt opið allan sólahringinn - nú eða bara þegar flest lokar þá opna aðrir staðir - svo allsstaðar er hægt að finna sér eitthvað til dundurs.

 

Í gærkvöldi fórum við öll á skemmtilegt show hérna í Torrevieja (Torrivega), en það var íslenskur strákur sem söng Freddy Mercury lög ásamt tveim ungum stúlkum sem dönsuðu og sungu með. Þetta var náttúrulega bara geggjað að sjá - og mikið vinsæll þessi drengur hérna úti.

 

Nú er maður búinn að vera hérna í einhverja tíu daga - OG EKKI BÚINN AÐ INNBYRGÐA EINN STAKAN KALDAN BJÓR - geri aðrir betur í svona hitamollu...

 

Ekki það að ég sé mikið í áfengi eða bjór - bara nenni því ekki. Fékk mér síðast í glas (sterka drykki) heima fyrir sirka 5 árum, en fæ mér oft bjór sona þegar ég ferðast - en nenni því stundum bara ekki. Maður skemmtir sér líka miklu betur edrú og glaður/graður ... en drukkinn/timbraður og vitlaus.

 

Í það heila er ég núna búinn að liggja á ströndinni í þrjá daga, en er meira að labba um og skoða - og flakka með mínu fólki um allt. Það hefur verið sól allan tímann - ekki dropi úr lofti - og hitinn er nú eiginlega alltof mikill. Samt hugsar maður bara um það að best er að reyna að sætta sig bara við hitann og molluna því áður en maður veit er maður búinn að gefast upp og er farinn aftur heim í kaldan íslenskan vetur.

 

Ég er orðinn hrikalega dökkbrúnn - miklu dekkri en hinn venjulegi spánverji - eiginlega bara svartur. Ég er stanslaust ávarpaður á spænsku, frönsku eða ítölsku - enda með svona dökk gen í mér sem gera mig allt annað en íslenskan eða evrópskan í útliti. Ég reyndar bjarga mér fullvel á spænskunni en skil spottakorn í ítölsku - frönskuna langar mig að læra og geri það örugglega seinna meir.

 

Þá mun ég geta komið heim dökkur á brún og brá - og veitt slatta á suðrænt útlit - og mál... hahaha! Djókur auðvitað ætla ég að vona að þið áttið ykkur á - enda er ég ekki mikill hözzler - læt aðra um að hözzla mig sko ... *glott* .. og fíla það bara úbersúber vel. Segi ykkur það satt - að ég finn stóran mun á djamminu heima - fyrir brúnan lit og með brúnan lit - hve mikið íslenskar stelpur reyna mikið að ná sambandi við þá sem virðast vera útlendingar frekar en þá sem sannarlega virðast vera heimamenn. En auðvitað er þetta líka jafnmisjaft og þær eru margar...

 

En, nú er ég farinn aftur út í sólina - ætla að kíkja niður á strönd þar sem bræður mínir eru núna með sínar fjölskyldur.

 

Það jafnast fátt á við það að liggja á vindsæng á öldurótinu - láta sjóinn vagga sér og svæfa - og reyna bara að sofna ekki svo maður vakni ekki á reginhafi með hákarla allt í kring, nartandi í tærnar á manni... eða þannig.

 

Sendi ljúfar kveðjur í loftið og þakka ykkur öllum sem kíkið á mig af og til - mátti ekki við því að hlýna svona mikið um hjartaræturnar - því hitinn hér er nógur - en jamm, þið hlýjið mér duglega líka dúllurnar mínar sætu og kátu ...

 

Hasta Pronto quapas y quapos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Passaðu þig að brúnast ekki um of.

Auðvitað eru bandíttar í öllum löndum, ekki nema þessir hafi verið íslensk útflutningsvara ?

Ragnheiður , 26.8.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hasta pronto .... eitthvað til þín líka

Jónína Dúadóttir, 26.8.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: M

Gott að heyra frá þér.  Skemmtu þér áfram brúni strákur

M, 26.8.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Komdu nú heim áður en einhver rænir þér eða hözzlar,hvað sem það er nú, "djók"
láttu nú taka nóg af myndum svo við fáum að sjá hvað þú ert brúnn og sætur.
Skemmtu þér áfram vel
knúsý kveðjur Tiger míó míó, kveðjur til Kurr.
Milla sem saknar þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Tiger

 Ójá Ragnheiður mín - þessi óþjóðalýður er alls staðar - við eigum okkar fanta líka sko! Þessir hérna eru þó saklausir af því að meiða fólk - flýja um leið og þeir verða varir við einhverja öskrandi íslendinga all over ..

Jónína mín; Sé þig líka fljótlega sko ... hasta pronto sem sagt!

EMM mín; Sakna ykkar heavy mikið - en ætla sko að henda sona inn bloggi af og til, hef aðeins meiri aðgang núna að netinu en það er óhugnanlega seinvirkt og tekur alveg 10 mín að opna hverja síðu.

Luv ya guys and girls ...

Tiger, 26.8.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: JEG

Ég vissi alltaf að þú værir chocco gæji.

Brúnt hörund skemmir ekki en ég vil hafa mennina íslenska því þá er maður viss um að skilja þá allavega betur. hihihi.....

En já passaðu þig nú á að verða ekki rændur og höslaður svo við fáum þig aftur heim.   En njóttu samvista við þitt fólk minn kæri og passaðu þig á mannætufiskunum sko við viljum þig heilan heim. 

Knús og klemm á þig og líka til Kurr.

Kveðja úr sveitinni þar sem fer að hausta og styttist í göngur og kjötsúpu.

JEG, 26.8.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Tiger

 Jamm elsku Millan mín ... ég er alltaf að bíða eftir því að einhver ræni mig sko - eða ræni mér - eða bara eitthvað... en ég er náttla svona með criminal/mafíósa look sem engin þorir í ... hihihi.

Heilmikið sakn hérna líka sko ... til ykkar - og hraðara internets.

En ég verð að sætta mig við þetta hrikalega erfiða lífs - með ströndina 5 mín frá mér - og sundlaug hérna við útidyrnar - get hoppað ofaní beint af svölunum mínum sko ... wrarrrrr!

Tiger, 26.8.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Tiger

 OOhhhh ... SKAMMASTÍN JEG! Núna langar mig í íslenska kjötsúpu og réttirnar. Íslenskt er gott - satt og skrifað.

Ég var sannarlega bitinn af fjandans mannætufiskum í fyrra - var í mesta sakleysi að vaða upp að bibbanum - en þá var ég var við sársauka í lærinu - fór uppúr og þá blæddi og úr var bitsár sem þurfti að hlúa að...

Grrr.... mig langar í kjötsúpu ... búhúhú!

Tiger, 26.8.2008 kl. 11:32

9 Smámynd: JEG

Múhahaha........ nei ég skammast  mín ekki baun. 

JEG, 26.8.2008 kl. 11:36

10 Smámynd: Tína

Gott og gaman að heyra að þú skemmtir þér vel. En ekki eins skemmtilegt að heyra um bandítana. Vona að engu hafi verið stolið eða skemmt og að þið hafið ekki orðið fyrir of miklu áfalli.

Haltu svo áfram að njóta lífsins hunanghrúgan mín.

Tína, 26.8.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Tiger

 Ég ætla að koma í sveitina og flengja þig þegar ég sný aftur á klakann - og fá svo hjá þér íslenska kjötsúpu - þegar ég er búinn að sækja lömbin þín á fjall - skömmin þín JEG.

Tiger, 26.8.2008 kl. 12:02

12 Smámynd: Brynja skordal

Ekki laust við "smá" öfund sko þegar ég les hvað þú hefur það gott þarna og nælir þér í brúnku hægri vinstri það var hávaðarok og rigning sem glumdi á gluggana hér í nótt ennn samgleðst þér samt minn kæri að geta verið í sælunni með þínu fólki fátt sem toppar það hafðu það áframm ljúft þarna suður á spáni knús á kallinn

Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 12:02

13 Smámynd: Tiger

 Nei Tína mín - þakka þér en þeir náðu ekki að komast alla leið innum gluggann, sátu fastir hálfir inn þegar frændi minn kom öskrandi á móti þeim og þeir flúðu með það sama. Smá skemmdir á gluggakörmum en ekkert hvarf. Nokkrir í nágrenni sem voru ekki eins heppnir samt. Kurr mín og litlu stelpurnar eru dálítið sjokkuð - enda koma þau úr kyrrðinni í sveitinni heima og beint í þetta .. en þetta verður í góðu lagi samt - kurr er svo dugleg að vinna úr öllu sem heitir misjaft sko! Knús á þig Tína mín og vonandi er heilsan þokkaleg - kem í heimsókn þegar ég er kominn heim aftur - og knúsa þig life! Lofa því - ef ég þori ... :)

Tiger, 26.8.2008 kl. 12:06

14 Smámynd: Tiger

 Takk Brynja mín - sannarlega satt að það er fátt sem toppar tilveruna á Spáni - nema kannski blogghittingur! Spurning um að reyna að koma á stórum allsherjar blogghitting - jólahlaðborð eða eitthvað þannig t.d. ... knús á þig skottið mitt.

Tiger, 26.8.2008 kl. 12:08

15 identicon

Urrrrr..... súkkulaðimolinn minn.   Ég kem heim og tosa í þig, nei við þig .. bíddu hvernig var þetta, tosa vi tig. ..

Ahh þessi færeyska,  ég er að reyna að segja þér að ég ætli að tala við þig, og tala er tosa, eða var það toga, ég man þetta ekki.

Hafði það gott moli litli,

Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:35

16 Smámynd: egvania

Guðrún mín það er " tosa " rétt hjá þér

Æðislegt að lesa þetta blogg það er alltaf svo mikið að gerast hjá öllum.

Elsku karlinn minn njóttu lífsins í botn en þó ekki endilega í flöskunni og passaðu bibban ekki láta éta hann

Kærleiks kveðja Ásgerður 

egvania, 26.8.2008 kl. 14:10

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

arg hvad ég væri til i ad vera tharna lika hér er mann bara komin med sundfit af rigningu....en jú ok..er búin ad fá smá smakk af sumri..

en passadu thig á súperhøzzli....getur verid hættulegt sko hver veit hvar thad endar...en midad vid lýsingarnar er mann nú ekki hissa ad einhver sé ad reyna ad næla í smá smakk hjá thér 

Haltu áfram ad njóta lifsins i botn, vid unum thér thess alveg  knus og krammar á thig " hot stuff"....

María Guðmundsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:31

18 identicon

Þú í sólinni og ég í skólanum hmmmmm.......en hver sagði að lífið væri alltaf sanngjarnt!

knús og ofurskutl

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 17:01

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:12

20 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er nú meira hvað allir eru rændir á Spáni. Eins gott að það var hægt að stoppa þessa kauða. Alveg sammála þér með áfengið, mér finnst betra að vera með sjálfri mér heldur en gera einhverja vitleysu...og vita svo kannski ekkert af því  Haltu áfram að skemmta þér vel sætalingur. Passaðu þig bara að sofna ekki á vindsænginni...

Knús á þig minn kæri

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:42

21 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þá ert þú eiginlega á mínum heimaslóðum, ert oft þarna, á ættingja búsetta í Torrevieja. Hafðu það gott, og láttu ekki bandítana ræna þig

Heiður Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 21:02

22 Smámynd: G Antonia

Nákvæmlega það sem ég hugsaði... á "mínum" heimaslóðum líka :-) og núna eru bræður mínir líka þarna. ...

Þú ert nú örugglega sætastur - brúnn eða ekki brúnn... Njóttu góða veðursins, því hér spáir 20 hnútum og rigningu amk næstu daga ojjjjjj ...

einn spánskur á sitthvora kinnina .***

G Antonia, 26.8.2008 kl. 23:32

23 Smámynd: Skattborgari

Passaðu þig á hákörlunum þeir geta bitið en dömunar eru enn hættulegri.

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 27.8.2008 kl. 00:43

24 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Kveðjur til þín og systur þinnar hennar Kurr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2008 kl. 01:30

25 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:18

26 Smámynd: Sigrún Óskars

 haltu áfram að skemmta þér þarna á spáni - brúni gæi.

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 22:12

27 Smámynd: Erna

Brúnn er flottur litur  eða þannig. Góða skemmtun áfram og bestu kveðjur til Kurr

Erna, 27.8.2008 kl. 22:57

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hmmm...... cocky or confident? :)

Heiða B. Heiðars, 28.8.2008 kl. 10:29

29 identicon

kvitt, kvittt og takk fyrir mig. Skemmtu þér í ræmur L.... minn, þú átt það svo sannarlega skilið, kv frá gamali vinkonu, Elín Íris

Ella Eilífðargella (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:04

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mikið áttu gott, eða ertu bara að þykjast vera á Spáni ???... Skrifar þetta allt úr kjallaraholu á Hverfisgötu og lætur okkur engjast um af afbrýðisemi. Ferð í ljósastofu á Soholjós á Grensásvegi og birtir svo myndir af þér höfuðlausum, eða með áteiknuðum haus, brúnum eins og Litla svarta Sambó!!!.. Well, ekki að það sé öfundsvert að vera steikturumgangast hákarla og/eða ræningja svosem

Kveðja,Fúlámóti (eðaþannig)

Skulda þér knús og krams - hafðu það gott í kjallaranum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband