Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Er þessi mynd af mér blá, ljósblá eða bara sárasaklaus? Hvað er blátt, ljósblátt eða dökkblátt? Sitthvað bannað ... eða hvað?
Man eftir því í den þegar Vinkona hennar mömmu var að koma af vídeóleigunni og mamma spurði hana um hvaða myndir hún hafði tekið.
Vinkonan blikkandi til mín (ég 7-8ára); Nú auðvitað tók ég bláar myndir!
En þessi mynd var ekki tekin af mér á síðasta GayPride - sem sagt, þessi engill er ekki moi - enda verst að ég missti af göngunni, kom fljúgandi í bæinn þegar síðasti vagninn var að keyra niður í lækjargötuna.
En það var samt gaman að sjá restina - og ég heyrði nú eitthvað af því sem var í boði eftir gönguna.
Reyndar hef ég ekki náð að sjá nema tvær gaypride göngur - og tók nottla fulltaf myndum. Núna náði ég bara nokkrum myndum af mannhafinu í lækjargötunni og á meðan skemmtanahaldið var þarna fyrir framan Arnarhól. Náði líka mynd af subbuskapnum sem eftir hátíðina stóð á hólnum ásamt nokkrum happy and gay veiðibjöllum/máfum.
Jú, ég labbaði svo framhjá "Jómfrúnni" og þar fyrir utan voru tvær drottningar á ferðinni! Geggjað - eina liðið sem ég þekkti í allri göngunni var nú umturnað sem drottningar, og ég rakst á þær fyrir utan Jómfrúnna!
OMG hvað ég er ekki þessi týpa að klæða mig í múnderingu og hoppa sem skoppa um stræti og torg - eða hvað?
Ohh.. mér finnst svo gaman þegar fólk þorir að haga sér bara eins og það vill og fílar það í botn. Hahaha .. ég geri þetta erlendis þegar Halloween er - núna síðast í okt/nov - var ég í Nornabúning. Málið er samt að ég þorði ekki nema af því ég var með heila grímu over my ugly face muhaha! I´m so lame ... not!
Þetta er það sem við mér blasti þegar ég kom loks í miðbæinn á laugardaginn - mannhaf sem maður gat hvergi komist í gegnum svo maður læddist meðfram veggjum.
Þessa mynd tók ég svo þegar hópurinn var farinn - alltaf sama sagan með okkur Íslendinga - við skiljum alltaf svo vel við þegar við erum að skemmta okkur -------> NOT! Eða, hvað finnst ykkur?
„Ljósblátt klám“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
11.8.2008 | 13:19
Rassinn burt - brjóstin inn! Lýtaaðgerð? Nei, bara íþróttir.
Hot flaming bitches. Á nú að fara að taka það skemmtilegasta úr íþróttunum? Ef þetta er málið þá er ég hættur að horfa á íþróttir yfir höfuð, enda oddurinn og broddurinn farinn þegar klippt hefur verið á botninn .. og þá er botninum náð!
Ég vona bara að þessu verði harðlega mótmælt svo ekki missum við af því skemmtilega sjónarhorni sem myndast - af botni íþróttarinnar.
Auðvitað erum við ekki öll rassafólk - sumir vilja frekar fá myndir að framan og sumir myndir af brjóstum eða dindlum - en rassana má ekki taka af okkur!
Hvað dettur þeim næst í hug? Taka af okkur leggina?
Sko þegar ég sit á sólarströndu - þá eru þetta myndirnar sem ég tek - eða þannig! Rassamyndir og myndir af bakhluta fólks - am i some pervert - hell yeah!
Nei aparnir ykkar - auðvitað tek ég ekki myndir af bossaliði á sólarströnd, tek bara brjóstamyndir og ... neinei ... nú hætti ég!
En, mér finnst í fínu lagi að taka út þessar bossamyndir - truflar mig ekkert og hef engar áhyggjur af rassaminnkun á sviði íþróttanna.
Engir rassar - bara blak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Uss, ekki lýst mér á það ef hlandmergurinn ætlar að fara að breyta hámarkshraða í sínu umdæmi. Næsta víst er að ef hann setur hámarkshraða niður í 70km þá mun framúrakstur aukast að sama skapi því það mun enginn keyra á þeim hraða á þjóðveginum...
Nær væri að stjórnvöld skakklöppuðust til að opna fjárans budduna til að laga svona vegkafla, setja upp tvöföldun á þessari líka mikið keyrðu leið. Óendanlega mikil heimska að fara að lækka hámarkshraðann. Endar örugglega með því að þvagleggurinn gerir þessa leið að "gönguleið" - hvaða vitleysa gengur uppúr karlinum næst?
Lækka þarf hámarkshraðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 23:03
Hef ekkert að segja, en segi það samt allt hérna.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Jæja, ég verð að viðurkenna að mér er um og ó og því leita svona hugsanir á hugann. Þetta er óhugnanleg þróun og virkilega truflandi. Nýjustu fréttir af vasaþjófagengi sem farið er að herja á fólk í stórmörkuðum og verzlunarmiðstöðvum vekja vægast sagt upp áhyggjur.
Hver sem er fær að koma inn til landsins nú orðið. Það virðist nú vera sem ekkert eftirlit - eða lítið - sé með því hvort fólk sé á sakaskrá eða hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu sem þangað læddist með frá heimalandinu eða annars staðar frá.
Ég væri vel til í að setja það í lög að fólk verði að framvísa sakavottorði ásamt vegabréfi - bæði þeir sem koma til landsins sem og við sjálf þegar við förum til annarra landa. Sama á að ganga yfir alla - en ég væri til í að sjá mun hertari reglur varðandi þetta.
Mér finnst ég alltaf vera að lesa eitthvað á þá veru að einhverjir af erlendu bergi séu að brjóta illa af sér, stela - drepa eða smygla einhverju. Nú í gær las ég um slíkan aðila sem stal frá vinnuveitanda í hreingerningageiranum. Sá var rekinn en stuttu seinna var hann handtekinn fyrir að stela frá öðrum vinnuveitanda, bónda.
Við getum ekki og megum ekki - loka augunum fyrir því að með öllu þessu frjálsa flæði hingað til lands - af fólki - renna undan steinum ýmsir misgóðir birnir sem sumir hverjir eiga bara ekkert erindi hingað, eða nokkuð annað yfir höfuð.
Nú hef ég ekkert fylgst mikið með því hvernir þessum málum er í raun háttað, en ég ætla rétt að vona að menn fari að taka harkalegar á þessum málum. Það þarf að loka fyrir ómengaða glæpaöldu af erlendum uppruna áður en hún blandast of mikið okkar íslensku glæpaöldu - sem er sannarlega alveg nógu slæm fyrir og ekki á bætandi. Í það minnsta er maður allavega alltaf að heyra af verri og verri glæpum og meiri hörku í samskiptum manna/kvenna um allar helgar í miðbænum í Reykjavík. Hvar endar þetta ef ekki verður tekið af meiri hörku á málunum?
Ég er að segja ykkur það að þó ég líti ekki út fyrir að hafa miklar áhyggjur - eins og sjá má á myndinni af mér í morgunmatnum hér til hliðar - þá hef ég samt áhyggjur af framtíðinni.
Ég vil alls ekki loka á fólk til landsins, hef trú á að samfélagsblöndun sé af hinu góða - svo framalega sem við virðum öll siði, lög og reglur þess lands sem við sækjum heim, hvort sem er til að búa þar og vinna eða bara heimsækja landið.
Málið er bara að mér finnst ég alltaf vera að heyra eða lesa um fleiri og grimmari glæpi og að alltof oft tengist það fólki sem hefur fengið að flæða óhindrað og athugasemdalaust inn á skerið. Svo eftir að það brýtur af sér hérna heima - kemur í ljós að það er langur og ljótur hali á eftir þeim víða. Slíkt hefði verið hægt að skoða ef sakavottorð væri sama skilyrði og vegabréf. Hefði haldið að það ætti nú ekki að vera mjög erfitt að koma slíku á, bæði hvað fólk hingað varðar og fyrir okkur sjálf þegar við ferðumst utan.
************
Meintur fíkniefnasmyglari í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 14:06
Besti bloggari ársins er ... Trommusláttur ... mæ ass! Illa með mann farið og ekkert þorir maður að gera svo maður særi ekki einhvern ...
Ok, nú er ég alveg að springa - er sem sagt óður - eða óðari en venjulega. Kalli Tomm í Mosó hefur núna sett mig út í horn og gert það að verkum að ég gæti öskrað af vonsku. En, það er alltaf einhver bloggvinur sem kippir hlutunum í lag.
Sko, málið er að ég rakst á þessa færslu frá Kalla Tomm í Mosó. Þar biður hann um að við veljum "besta" bloggarann fyrir árið 2008 - en allir bloggarar vita að slíkt er næstum því ógeranlegt.
Ok, það eru jú fulltaf góðum bloggurum um allan bloggheim en hvernig á maður að fara að gera upp á milli þeirra?
Svo er það líka hitt - hvernig á maður að fara að því að særa ekki þá bloggvini sem manni finnst góðir - ef maður verður að velja einn þeirra úr til að hljóta titilinn "besti bloggarinn 2008"?
Ok, Kalli Tomm segir og vill að við tökum þetta meira í gamni og gleði frekar en af alvöru. Auðvitað er það gott og blessað - og við ættum öll að geta það, en það er bara erfitt að taka einn besta bloggarann út úr hóp af bestustu bloggurum sínum. Það má líka sjá á því hvernig fólk svarar, það eru fáir ef nokkrir sem setja bara fram eitt stakt nafn sem besti bloggarinn. Við erum öll svona, viljum ekki særa neinn bloggvin t.d. og viljum helst nefna alla bloggvinina sem bestu bloggarana. En með því að telja upp nokkra bloggara erum við að teygja lopann og sjá til þess að erfiðara verður að velja einn stakan úr hópnum.
Allir mínir bloggvinir eru góðir - bestir í mínum augum - allir mismunandi á sinn hátt - en allir svo fínir að lesa að ég get ekki gert upp hug minn og valið bara besta af þeim bestu. Svo er líka annað - hérna eru dágóður slatti af brilljant bloggurum sem eru ekki bloggvinir mínir - bloggarar sem ég les alltaf og hef gaman að fylgjast með. Þar á meðal eru líka bloggarar sem mér finnst að gætu vel komið til greina sem bloggari ársins.
Ég les þá alla - bloggvini mína - þó ég hafi ákveðið að kvitta ekki fyrir lestrinum núna í sumar - nema á þá sem eru að senda inn athugasemdir hjá mér - jafnóðum og ég hef tíma hverju sinni. Það eru svo margir dásamlegir pennar hérna á blogginu að mér sundlar við tilhugsunina að kippa einum stökum út úr hópnum til að útnefna sem besti bloggarinn.
Þess vegna hef ég ákveðið að fara krókaleið til að útnefna einn bloggara frekar en annan - ég útnefni að sjálfsögðu alla mína bloggara sem besti bloggarinn þetta árið - en læt svo 8 ára frænda minn renna augunum yfir bloggvinahópinn minn og benda á einn þeirra - sá sem bent verður á - verður settur inn hjá Kalla Tomm úr Mosó.
Samt get ég sagt ykkur frá þeim sem ég hef lesið lengst og les alltaf upp til agna, en þeir eru hér að neðanverðu taldir upp og eru held ég bara allir bloggvinir mínir nú þegar. En málið er t.d. að ég gæti ekki gert mikið uppá milli þeirra ... athugið að þetta eru þeir bloggarar sem ég hef lesið lengst að öllum öðrum ólöstuðum!
Jenný Anna - Ásthildur Cesil - Steingrímur - Gurrí - Lára Hanna - Ragnheiður
Ok, stutt saga lengist alltaf hjá mér - svo ég ætla bara að troða þessu niður í lokaorð - enda hef ég ekki tíma til að halda áfram í augnablikinu.
Ég átti erfitt með að halda uppi rétta andlitinu á meðan sá stutti valdi fyrir mig bloggara. Fyrst valdi hann "Angelfish" - vegna þess að höfundarmyndin er fiskur og hann elskar fiska - en ég lét hann velja aftur því angelfish er í fjölskyldunni og hún verður bara að sætta sig við að vera sett út í horn.
Þá valdi hann Kurr - en jamm - Kurr er auðvitað mynd sem hann þekkti sem frænku sína svo þess vegna valdi hann hana og Kurr fór líka út í horn hjá angelfish. En þá loks kom annar bloggari sem nú fer á Kalli Tomm síðuna sem bloggari ársins 2008 - og ég er sáttur - en þið verðið náttúrulega að fara á síðuna hans til að fá að sjá hver varð fyrir valinu, nastý - jamm ég veit - en þetta átti líka að vera til gamans gert.
Verð á ferðinni í kvöld að athugasemdast - og skoða ykkur betur.
Ljúfar kveðjur í loftið að sinni rúsínurnar mínar.
Fjör í hinsegin halarófu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2008 | 23:12
Súperdónalegar færslur eru bara hjartastyrkjandi - er haggi? Ertu viðkvæm/ur? Ef svo er þá er nóg fyrir þig að lesa fyrirsögnina og fara svo burt!
Þetta er ástarjátning:
(Athugið að efni bloggfærslunnar er ekki fyrir viðkvæma eða ólögráða)
Hef ekkert bloggað síðan fyrir helgina, eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir??? I hope...
Ok, myndin fyrir ofan er bara svo óendanlega falleg - að ég varð að setja hana inn með þessari færslu - enda er ég að fara að viðurkenna að ég fann ástina í vinnunni um helgina - hummm - or perhaps not.
Myndin fyrir neðan er aftur á móti af þeirri seinheppnu - þeirri sem ég féll gersamlega fyrir - og nota bene - það var ekki nágrannakonan mín - en afsakið að hún gleymdi að líma upp hárið áður en ég smellti af og athugið að hún myndast kannski dálítið illa - en hún er æði eye for an eye - það er ekki skelin heldur innihaldið sem heillaði mig!
Myndin hér fyrir neðan er svo af mér - þegar ég sá hana í fyrsta sinn!
Þið þurfið að klikka á myndina - og svo aftur - þá sjáið þið raunverulegt ástarástand.... eða þannig.
***********************
Neinei, ég er nú bara að djóka - auðvitað. En ég set hér með inn nýjustu myndina sem var tekin af mér um helgina. Mér var vinsamlega tjáð að mín væri ekki þörf lengur og að ég ætti helst ekki að ferðast um umdæmið aftur á næstu "áratugum"!
Ég skil það bara ekki - eins og ég er mikið rassgat!
En svona er þetta, lífið kemur alltaf á óvart - og með mitt útlit (sjá mynd hér fyrir ofan) er næsta víst að ég á eftir að lenda í ótrúlegustu hremmingum um ókomna tíð.
******
Ég er allavega kominn aftur! Mættur á svæðið en ekki alveg að fara að bloggast fyrr en á morgun í það fyrsta - vildi bara láta vita af mér og þakka ykkur yndislegu bloggarar - fyrir lestur og læti. Ég hef auðvitað mikið saknað ykkar og bloggsins - en um leið hefur þetta verið ákveðin hvíld sem var alls ekki svo slæm yfir höfuð. En ég segi ykkur kannski eitthvað af helginni seinna. Vonandi hafið þið haft það gott og vonandi eru allir frízkir og góðir.
*******
Tek púlsinn á ykkur seinna dúllurnar mínar - ljúfar kveðjur í loftið!
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.8.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði