Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ætli bændur hafi verið orðnir þreyttir á mér og mínum ísbjörnum um helgina? Sá ég ísbjörn, geit eða rollu - eða er ég bara asni?

Bears_FailOk, ég er kominn aftur á malbikið - í tölvusamband og er byrjaður að anda að mér rykinu og drullunni sem þyrlast uppaf götum höfuðborgarsvæðisins. Mikið saknaði ég erilsins og æsingsins í umferðinni ----> NOT.

Ég sá og gerði helling um helgina, en sá enga ísbirni þó ég leitaði og leitaði - og hljóp af stað í felur í hvert sinn sem ég sá hvíta rollu langt frá eða óð inn á sveitabæi til að vara bændur við þegar ég sá hvíta hesta eða geitur - sagði þeim að ég hafi séð ísbjörn og sýndi þeim hálf blörraðar myndir því til sönnunar. Myndirnar voru hins vegar bara af mér með öngul í bossanum .. eða þannig!

Nú er ég sem sagt kominn aftur - en verð ekki með myndir og almennilegheit fyrr en í kvöld.

Verð með lítinn 9mánaða gutta hjá mér í nótt sem mun sofa vært á meðan ég hamast smá stund hérna á blogginu. Hann verður svo hjá mér þar til seint annaðkvöld, en foreldrarnir eru að vinna bæði á morgun og allir aðrir einhvern veginn í ferðalögum eða í vinnu svo ég náttúrulega gef mér tíma til að taka við snúðinum, bara verst að hann er ekki allur út í kanel.

Allavega - set örugglega inn einhverjar myndir í kvöld - kannski önglamyndir eða veiðimyndir, en maður á eftir að setja þær allar inn í tölvuna og skoða hversu kjánalegur maður er á þeim - og kannski velja þær sem maður þarf ekki að skammast sín fyrir og setja þær hérna inn.


Drykkjulæti á Tjaldhýsasvæðum, fiskur á grillið eða var öngullinn bara í rassinum? Myndir af herlegheitunum kannski ...

Jæja, hún er bara búin að vera æði þessi helgi. Maður er búinn að gera meira af sér en í háu herrans tíð. Fór aðeins inn á hestamannamótið - fór á Selfoss, kom við hjá bloggvin - en þorði ekki að spyrja um bloggvininn svo ég hitti bara engan bloggvin. Fór að Úlfljótsvatni - fór að veiða W00t en aftur í fellihýsabúðir með öngul í rassi.

Set eitthvað af myndum inn þegar ég er kominn aftur heim.

Það voru teknar myndir af mér þar sem ég var að reyna að leysa öngulinn úr rassinum á mér - og eitthvað fleira er á vélinni sem kannski fær að fljóta með seint í kvöld eða á morgun.

Kíkti hérna inn hjá frænda mínum og fékk leyfi til að færslast örstutt til að segja hæhæ við ykkur. Verð að segja það - þó ég hafi nú saknað bloggrúntarrútínunnar - þá er búið að vera æði að hafa ekki tölvu núna. Veðrið er búið að vera yndislegt, spáin dásamleg áfram og ekkert nema gott um það að segja.

Það var mikið grillað og húllumhæjast í gærkvöldi, hamborgarar, svínasteik og lambasteik á grillið - og pylsur - kartöflur - rif og gudda mía má vita hvað var ekki sett á grillið - og jú - nýveiddur fiskur úr Úlfljótsvatni líka!

Svo var sallat með þessu öllu og gos. Systkyn mín eru svo vel af guði gerð að þau hafa aldrei áfengi með í för þegar börnin eru með - enda á áfengi aldrei samleið með sumarferðalögum, börnum og ánægjulegum stundum með fjölskyldunni. Mér þótti það ljúft - að njóta gleði og hamingjulegra stunda í heilmiklu fjöri og æslagangi, mínus vín - en sama saga var ekki um mjög marga á tjaldhýsasvæðinu. Margir með börn, sum mjög ung - og allir fullorðnu meira og minna drukkin, börnin afskipt við vatnið eða um allar tryssur. Ljóttljóttljótt ..

En, þakka fyrir mig núna hérna - tek ykkur í gegn í kvöld eða tomorrow sweetypies. Ljúfleiki í loftið og knús á línuna ..


Hver plantan á fætur annarri hverfur af landinu - and into my garden! Ætli Landspabbi yrði reiður ef ég reytti garðinn hans?

Allt er í lukkunnar standi um þessar mundir. Hef verið á ferðinni síðan í gær og ekkert verið í tölvusambandi, verð á ferðinni fram á annaðkvöld eða mánudag. Verð því ekki í miklu bandi við ykkur þar til - en get örugglega kíkt einhversstaðar inn eins og núna - til að segja hæ og bæ.

Fór á Reykjanesið á Fimmtudagssíðdegi - fékk nokkrar góðar fjölærar plöntur þar - og svo í gær var skundað að Vigdísarvöllum. Á þeirri leið var bíllinn fylltur af arfa líka. Það var brunað heim með afraksturinn og sett niður - síðan aftur af stað og nú er maður kominn langt austur fyrir fjall.

Verð núna um kaffileytið sennilega við Úlfljótsvatn, en þar eru litla systir og litli bróðir að veiða og skemmta sér í brjálaðri sól og sælu.

Ætlunin er að fara örstutt inn á hestamannamótið og fá sér nýsteikta hamborgara og ... kók eða appelsín. Minns nennir ekki að sulla í öðrum drykkjaföngum.

Verst er að hafa ekki tölvusamband - en ég get þó alltaf kíkt svona inn til að láta vita af mér, engar myndir þó en ég set örugglega eitthvað eins og venjulega þegar heim er aftur komið.

Nú er veðrið til að njóta útiveru, helgin björt framundan með hita og ljúflegri stillu víðast hvar. Vona að þið hafið tíma til að kíkja aðeins út í góða veðrið líka, passa sig bara á því að brenna ekki þar sem sólin heitust skín.

Heyri í ykkur seinna ljúflingar - over and út - into the sólskyn!


Er ekki löngu komið að leikslokum? Klemmdur köttur forðast eigandann - not!

"Já, við skulum bara hafa þetta eins og það er - og spyrja að leikslokum" segir Landspabbi glaðhlakklega beint framan í fátæka þjóðina sem berst við að halda sér á floti með sökkvandi krónu - með himinháa vexti á eftir sér ásamt alls skyns hækkunum á allt heimilishaldið.

landspabbinn

Sko, kæri Landspabbi - vér ætluðum svo sem ekkert að vera að kvarta í yður, en vér ákváðum bara láta yður vita af því - þar sem þér virðist vera úti á þekju - að það eru löngu komin leikslok hjá flestum láglaunastéttunum á Íslandi í dag.

Þér háu herrar sem stjórnið og stýrið fjármálum landans - megið alveg endilega vita af því að mörg heimili í landinu eru núna kominn lengra en að síðasta hálmstráinu og eru sökkvandi.

Hvaða leikslokum eruð þér að bíða eftir ágæti vellauðugi og hátt launaði starfsmaður okkar? Eða erum það ekki vér landinn sem erum að greiða yður feitasta eftirlaunatékka ever? Eruð þér ekki að þyggja himinhá laun af því sem er dregið af okkar litlu lúsarlaunum? En, eins og ég sagði - ég vil ekki vera að kvarta í þig ljúflingur - bara segja þér að það er langt síðan það var komið að leikslokum hjá Fátækum launþeganum í landinu, wake up dear fyrrum Einræðisherra.

Smell the air right now - það er ekki vorilmur í lofti - vorið er farið framhjá, sumarið búið, haustið liðið og þegar kominn harður og grimmur bítandi vetur hjá velflestum þeim sem eru ekki að fá mannsæmandi laun í dag - og geta því ekki glímt við grimman og gráðugan vaxtapúkann sem þér haldið í taumi yðar.

*************************

Someones_HungryÉg held ég þurfi að fara - að endurskoða og endurforgangsraða þeim tíma sem ég hef þegar raðað niður á - tölvuna - heimilisdýrin - vinnuna og annað.

Eins og sjá má á myndinni - fær kötturinn ekki nóg að borða - eða ég gleymi því bara hreinlega að gefa honum eitthvað!

Í morgun ætlaði ég að spara tíma og vinna mig lausan eftir hádegið til að geta farið á blogghitting - ætlaði að hitta draumabloggara, en flýtingurinn varð þess valdandi að heimilisdýrin eru flúin að heiman - sjá mynd hér fyrir neðan þegar ég ætlaði að skutla kisu út í fljótheitum - til að spara tíma!

Wants_To_Get_Out

 

Já, ég gruna að ég þurfi að hætta við sparnaðaráætlanir mínar þegar tíminn og heimilisdýrin eru annarsvegar. Kannski ég hætti bara að lesa Visir.is og láti bara Mbl.is duga - enda mun betri fréttafluttningur hérna.

Gruna líka dýrin um að fíla mig betur ef ég gef þeim aðeins meiri tíma - og mat.

Annars bara góður - var ekkert að reyna að spara tíma en ég ætlaði samt á hitting við bloggvin, en endaði úti á Reykjanesi þar sem ég náði í nokkrar fjölærar plöntur - sem ég er áskrifandi af nú orðið. Er ennþá að verzla í náttúrulegu blómabúðinni, en þarf ekki mikið að greiða - annað en bensín og tíma í þessar ferðir.

En ekkert varð að bloggvinahittingnum - enda lét bloggvinurinn ekkert heyra í sér - gungan þessi, og ég gleymdi mér og rauk á Reykjanes þegar ég áttaði mig á lausum tíma mínum.

*******************

Monkey_Inspection

Ég gruna að ég þurfi á því að halda að skoða bloggvini mína betur ------------->

Jájá, ætla mér samt ekkert að fara í neina naflaskoðun - bara lesa meira og reyna að athugasemdast meira á ykkur ljúflingarnir mínir.

Verð að segja ykkur eitt. Kom hjólandi fyrir hornið hérna í gærkvöldi - og varð næstum því undir bakkandi bíl nágrannakonunnar, damn hvað ég blótaði henni í kjölfarið sko.

H%/$#$%"/%&/%##&#$/%&&=&= jamm.

Við nánari athugun sá ég samt að ég hefði ekkert átt að vera að blóta henni skottinu - því það var nákvæmlega enginn undir strýri W00t

Kerlingaranginn hafði gleymt að setja bílinn í handbrensu eða gír - og druslan - bíllinn sko - bara rann af sjálfsdáðun afturábak - næstum yfir mig - alveg út að horni og þar yfir stóran steypukannt - og inná lóðina hjá öðrum nágranna okkar. Til lukku voru hvorki börn né dýr að leika sér í garðinum - en þar eru oft bæði litlir púðlu/rottu/smá - kvikindi einhver að leika sér ásamt börnum.

bill-i-heimsoknVið höggið af steypukanntinum beygði bíllinn aðeins - sem bjargaði því að bíllinn rétt fór framhjá húsinu sjálfu og rann ljúflega framhjá horni þess.

Hver haldið þið að hafi þurft að fara og ná í bílinn W00t jamm - me me me and me! Og allir í hverfinu halda að ég hafi verið svona mikil ljóska að láta bílinn renna frá mér.

 

 

En, að öllu öðru ólöstuðu - þá er ég mjög kátur og góður.

Zteini, farru í rass&róu ... þar til næst ljúflingur.

Over and out bara!


mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn fór á hestamannamót um árið - og stóð uppi - sem rennblautur kokkur í vosbúð og fári - en ánægður samt!

Endalaust er rokið - á Landsmóti hestamanna. Ótrúlega margir sem leggja þó leið sína á Gaddastaðaflatir á Hellu þrátt fyrir leiðindaveður. Nú er talið að á fjórða þúsund manns sé á staðnum og fjölga mun eftir því sem líður á vikuna.

Swimming-with-horses

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum, síðast þegar mótið var á Gaddastöðum á Hellu - að þá var ég að vinna í veitingaaðstöðunni fyrir mótsgesti og þátttakendur.

Þá var veður líka virkilega leiðinlegt.

Nú hefur verið dálítið hvasst þarna og reyndar svo hvasst að það þurfti að leggja stórum bílum og fluttingabílum við veitingatjöldin stóru - til að halda þeim kyrrum í rokinu.

Reyndar var ekki svona mikið veður síðast - bara heilmikil bleyta og vosbúð.

horstal

Ég var í tjaldi í tíu daga - og ég segi það satt að ég hef sjaldan í lífinu verið í eins mikilli vosbúð og þá.

Það var þónokkur rigning mest allan mótstímann - fannst mér allavega. Fötin mín voru blaut á morgnanna og maður þurfti að byrja að vinna klukkan sex - kaldur og blautur.

Ég eldaði matinn fyrir allt starfsfólk mótsins, en aðrir kokkar sáu um að elda mat fyrir mótsgesti og þátttakendurna.

Þetta er heilmikið ævintýri að taka þátt í - og ég hefði svo sem ekki viljað sleppa þessu þó vosbúðin væri leiðinleg.

Ég var þó heppinn með að móðursystir mín ein og yndisleg á heima á Hellu - og hjá henni fékk ég að fara í sturtu af og til vegna þess að það voru engar sturtur fyrir staffið á staðnum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að standa í svona útilegu ef ég hefði ekki getað komist í sund eða sturtu af og til - helst daglega.

arabian

Góðar minningar og blautar sko ..

Ég vona að mótsgestir nú hafi gaman af - enda er það miklu betra ef það er rok frekar en rigning og slagveður.

Mótið byrjaði síðasta mánudag en því líkur næsta sunnudag. Hefst held ég að fullum krafti á morgun, fimmtudag.

Sagt er að veðrið fari batnandi líka og að hitinn geti orðið allt að 20 gráður - svo nú er ekki eftir neinu að bíða heldur eiga allir sem vettlingi geta valdið að koma sér á staðinn og vera með.

Sjálfur á ég enga hesta og hef aldrei átt - en ég hef samt oft farið í leitir á haustin og þá náttúrulega á hestbaki. Það er ævintýri útaf fyrir sig.


mbl.is Góð veðurspá og stemning á landsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki geta gamalmenni og öryrkjar sagt upp - til að mótmæla lágum kjörum. Hvað er talið mannsæmandi í dag? Hvað telur ráðherrann/bankastjórinn að mannsæmandi sé? Gætu þeir lifað á því sjálfir? Varla ...

beinagrindMitt í allri kjaraskerðingunni er öryrkinn orðinn svolítið horaður, enda nær hann ekki endum saman yfir mánuðinn.

Gamla fólkið er í sömu sporum, á ekki fyrir því sem telst til mannsæmandi lífs.

Kannski er það málið núna að öryrkjar og gamalmenni segi bara upp - örorkunni og ellilífeyrir sínum - til að mótmæla bágum kjörum.

Nei, auðvitað geta öryrkjar og gamalmenni ekki tekið sig saman og sagt bara upp til að mótmæla ómannúðlegum launum sínum - þessir hópar verða að treysta á vinnu stéttafélaganna - að þau standi sig í því að semja um laun þeirra og bætur.

Í raun og veru getur enginn sagt upp og verið launalaus í verkfalli - nema kannki ráðherrar, bankastjórar og forstjórar - en þeir þurfa þess ekki því þeir ákveða sín eigin laun sjálfir og lifa hátt .. himin hátt fyrir ofan almúgan hvað launaseðla varðar. Almennt séð getur að sjálfsögðu engin verið launalaus nema sá sem á feitar innistæður í banka fyrir - og hverjir eru það? Jú, mikið rétt - þeir sem eru í toppsætum launaskalans og skammta sér launin sjálfir.

oldladystripper

Á meðan gamla konan/gamli maðurinn hefur ekki efni á að fara eitt eða neitt - ekki efni á því að kaupa sér eina og eina nýja flík og hvað þá taka þátt í áhugamálum nema þau séu gefin af einhverjum félagsmálapakka, þá lifa þeir tekjuhærri í góðu yfirlæti og gera það sem þeim dettur í hug. Hugsið ykkur gamla fólkið sem grætur yfir því á jólunum að geta ekki gefið barnabörnum sínum litla jólagjöf.. skelfilegt bara!

Synd og skömm að því hvernig launamunurinn er - synd að horfa uppá þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu ná ekki endum saman í hverjum mánuði á meðan feitir tékkar eru sendir í pósti á þotuliðið.

Ég væri til í að sjá launin hækka umtalsvert hjá gamla fólkinu okkar og öryrkjum. Væri til í að sjá þessa hópa geta gert sér dagamun, fara í bíó eða út að keyra - kaupa sér nýja skó eða flík - eða geta leyft börnum sínum að upplifa lítið brot af því sem hinir ríku geta leyft sínum afkomendum. Ég er alls ekki að segja að hinir ríku eigi að fá minna, alls ekki - bara að það eigi að sjá til þess að minni máttar í launamálum geti lifað mannsæmandi lífi án þess að þurfa að horfa á hverja krónu.


mbl.is Tilboðið óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er raunverulegur afsláttur þegar allur pakkinn er skoðaður? Er maður að plata sjálfan sig þegar maður heldur að maður sé að græða með því að versla á útsölum? Jamm, hugsanlega.

levensliefdeJá, sko - ef maður hugsar málið vel - ætli svona afsláttur sé í raun að virka sem skildi? 10 krónur af hverjum lítra bensíns - en hvað kostar það okkur að komast í þessa "lækkun? Maður þarf að keyra bílinn alla leið uppá Bíldshöfða, það kostar sitt - nú svo er að bíða í langri runu bíla eftir því að komast að tankinum og það kostar sitt.

Nú, fyrst maður er kominn á staðinn þá náttúrulega eyðir maður í smá bland í poka fyrir börnin - enda 70% afsláttur þar og svo er það ís handa fullornum og jafnvel pylsa og gos handa öllum. Hversu mikið er maður þá búinn að "spara" með þessari ferð eftir 10 króna afslætti á bílinn? ...

En snilld hjá N1 að opna svona stöð - með tilboðum á báðar hendur - á 1. degi mánaðar þegar allir eru með launin í höndunum og jú - í tíð þar sem allir eru tilbúnir að spara. En svona skemmtiferð með bland í poka, ís og pylsur - er engin búbót. Jafnvel þó maður sitji á sér og kaupi ekkert nema bensínið - þá kostar það heilmikið að keyra langa leið eftir svona - og tíminn ef biðin eftir afgreiðslu er löng. En svona er lífið - full of funny things i guess.


mbl.is 10 króna afsláttur af bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sexual harassment what ...? Er formúlufart á nágranna mínum eða whutt?

nagrannakonan

Jæja já, ef þið skoðið þessa mynd - þá veit ég að þið skiljið afhverju ég er hálf óttasleginn vegna nágranna minna. Þetta er jú nágrannakonan mín - þessi sem er alltaf að troða kanelsnúðum í póstkassann minn. Hún veit að ég elska kanelsnúða og því reynir hún að komast að mér með því að fylla magann á mér með slíku lostæti. En, mynduð þið borða eitthvað úr hendi svona kerlu - spurning?

Neinei.. bara djókur sko! Auðvitað er þetta ekki nágrannakonan mín - hún er miklu verri en ég vildi ekki valda ykkur martröðum með því að sýna mynd af henni svona undir nóttina. Nógu mikið af horror myndum eru sýndar í sjónvarpi yfir höfuð þó svo ég fari ekki að bæta á það með slíkum myndum hérna á blogginu líka. Engum kanel snúðum hefur enn verið troðið í póstkassann minn heldur, það er náttla líka algert svínarí sko... að ég fái ekki snúða í pósti til mín!

Ætlaði bara að segja góða nótt! Er búinn að sitja hérna núna í einhverja fimm tíma og lesa yfir bloggin ykkar og kvitta á ykkur öll sem hafið verið á þrem síðustu færslum í kommetakerfinu mínu. Auðvitað les ég yfir alla aðra líka en stoppa ekki lengur en lesturinn tekur mig þar.

Mér finnst bara yndislegt að sjá þegar einhver les og skilur eftir sig spor svo ég geti sporað út hjá þeim sama líka og borgað fyrir mig. Auðvitað er það engin kvöð að kvitta þar sem maður les - en ég viðurkenni það fúslega samt að það er gaman að sjá hver er á ferðinni.

Sexual Harrassment Posters

Munið bara að vera góð hvert við annað og endilega athugið að þið megið alveg fara eftir þessum Leiðbeiningum ------------------>

Ég mun alls ekki tilkynna ykkur til yfirstrumpa moggabloggs, lofa því!

Heyri betur í ykkur later ljúfu vinir og gangið glaðlega til vinnu á morgun. Knús og kveðjur í nóttina til ykkar ...

 

Góooooooððððða Nóttttt .... Sleeping

 


« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 139760

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband