Hver plantan á fætur annarri hverfur af landinu - and into my garden! Ætli Landspabbi yrði reiður ef ég reytti garðinn hans?

Allt er í lukkunnar standi um þessar mundir. Hef verið á ferðinni síðan í gær og ekkert verið í tölvusambandi, verð á ferðinni fram á annaðkvöld eða mánudag. Verð því ekki í miklu bandi við ykkur þar til - en get örugglega kíkt einhversstaðar inn eins og núna - til að segja hæ og bæ.

Fór á Reykjanesið á Fimmtudagssíðdegi - fékk nokkrar góðar fjölærar plöntur þar - og svo í gær var skundað að Vigdísarvöllum. Á þeirri leið var bíllinn fylltur af arfa líka. Það var brunað heim með afraksturinn og sett niður - síðan aftur af stað og nú er maður kominn langt austur fyrir fjall.

Verð núna um kaffileytið sennilega við Úlfljótsvatn, en þar eru litla systir og litli bróðir að veiða og skemmta sér í brjálaðri sól og sælu.

Ætlunin er að fara örstutt inn á hestamannamótið og fá sér nýsteikta hamborgara og ... kók eða appelsín. Minns nennir ekki að sulla í öðrum drykkjaföngum.

Verst er að hafa ekki tölvusamband - en ég get þó alltaf kíkt svona inn til að láta vita af mér, engar myndir þó en ég set örugglega eitthvað eins og venjulega þegar heim er aftur komið.

Nú er veðrið til að njóta útiveru, helgin björt framundan með hita og ljúflegri stillu víðast hvar. Vona að þið hafið tíma til að kíkja aðeins út í góða veðrið líka, passa sig bara á því að brenna ekki þar sem sólin heitust skín.

Heyri í ykkur seinna ljúflingar - over and út - into the sólskyn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Frábært!

Væri nú til í að krúsa með þér um suðurlandið (enda mitt svæði sko) Ert staddur á mínum heimaslóðum svona nánast sko ert bara í næsta hrepp við.

Hrikalega væri ég til að kíkja á hestamótið með þér  Verst hvað það er dýrt að fara inná svæðið svona stuttan tíma sko(jamm er að spara sko hihihi) En ég þekki sennilega helling af liði þarna enda er vinkona mín með ræktunarbú.

Eigðu ljúfan dag sæti og passaðu þig á sólinni. (og bílunum)

JEG, 5.7.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Frábært hafðu það gott í sólinni og ég hlakka til að heyra frá þér. kær kveðja ljúflingur

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Gunna-Polly

telst ekki ofvaxin risa ösp sem skyggir á sólina á svölunum til fjölæraa plöntna , mátt eiga eina ef þú vilt

Gunna-Polly, 5.7.2008 kl. 17:33

4 identicon

Knús á þig .. riiiiiissssastórt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað ertu að gera með fullan bíl af arfa ?

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að vita hvar þær finnast ef þær hverfa úr náttúrunni.  Passaðu plönturnar vel.  Aldrei fá þér ösp.  vertu svo stilltur um helgina.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu góða helgarrest Tící minn. Risaknús

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 23:47

9 identicon

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er bara orðin skylda hjá bloggurum að fá sér fartölvu og þennan nýja pung sem getur tengst internetinu hvar sem er   Ég óska þér góðrar uppskeru í ránsferðum þínum um landið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:41

11 identicon

Bara svo þú vitir það, þá vaktar securitas garðinn minn...þeir eru með mace...hehe

alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband