Þegar maður lemur mann, eða kona kýlir konu ... hver er munurinn? Catfight people ..

Punch

Omg. Ég trúi því ekki að kerlingin hafi gert þetta! Ef hreyfimyndin virkar þá er þetta þvílíkt högg sem sú gamla gaf þeirri yngri að það kæmi mér ekki á óvart þó sú yngri hafi nefbrotnað, úff - svona er ljótt að sjá en það hlýtur að liggja eitthvað alvarlegt að baki.

Hér fyrir neðan eru nokkrar pottþéttar aðferðir til að ávinna sér óþol og fyrirlitningu vinnufélaga sinna. Þekkir þú einhvern sem er svona - eða ertu þú svona sjálf/ur? Þekkir þú fleiri leiðir til að vera óþolandi á vinnustað eða í vinahópnum? Deildu með okkur hinum..

 

1. Talaðu hátt í símann;

Auðvitað vilja allir viðstaddir heyra hvað þú ert hress og skemmtileg/ur og átt auðvelt með að vefja viðmælendum þínum um fingur þér. Talaðu bara nógu hátt svo allir geti lært eitthvað af þér og fyllst lotningarfullri aðdáun á samskiptahæfni þinni. Þeir geta bara haldið áfram að vinna þegar þú ert búinn í símanum.

2. Eignaðu þér heiðurinn af verkum annarra;

Ekki minnast einu orði á að þú hafir fengið hjálp næst þegar yfirmaður þinn klappar þér á bakið fyrir unnið verk. Hópvinna - sópvinna. Miklu betra að láta líta út fyrir að þú hafir gert þetta allt á eigin spýtur.

3. Komdu veik/ur í vinnuna;

Ef þú ert með kvef eða gubbupest skaltu samt mæta í vinnuna og úða vírusum í allar áttir. Vinnufélagar þínir munu þakka þér þegar þeir geta tekið sér langþráðan hvíldardag heima og hangið hálfir ofaní klósettskálinni með næringu í æð.

4. Deildu öllu með vinnufélögunum;

Þú ert óvenju áhugaverður einstaklingur svo vinnufélagar þínir vilja örugglega vita allt um þig. Jafnvel þótt þeim líði kannski örlítið óþægilega þar sem þú dælir yfir þá sögum af kynlífsvandamálum þínum í gegnum tíðina. Einkalíf er ofmetið fyrirbæri.

5. Talaðu mikið um trúmál og pólitík;

Reyndu að koma af stað eins mörgum rifrildum og þú mögulega getur. Reyndu t.d. að komast að því hverjir eru viðkvæmari fyrir guðlasti en aðrir og ögraðu þeim með því að tala vel um Jón Gnarr.

6. Segðu klúra og grófa brandara og heimfærðu þá upp á vinnufélaga þína;

Hvað með það þótt viðkvæmar sálir hrökkvi í kút og þú fáir á þig perrastimpil? Þetta er bara þinn húmor. Sjálfsögð mannréttindi að þú fáir þína útrás eins og aðrir.

7. Sendu ruslpóstinn þinn á alla starfsmenn;

Helltu öllu ruslinu yfir þá í tonnavís - keðjubréfunum, bröndurunum, Nígeríubréfum og undirskriftalistum. Þeir munu hugsa hlýlega til þín í hvert sinn sem þeir ýta á delete-takkann.

8. Tyggðu tyggjó með stæl;

Tyggðu með opinn munninn og sprengdu tyggjókúlur með látum. Slíkt er sem fagur fuglasöngur í eyrum vinnufélaga þinna. Keyptu þér birgðir af Hubba Bubba og geymdu í skrifborðsskúffunni.

9. Komdu verkefnum þínum yfir á aðra;

Góðir stjórnendur þekkja mikilvægi þess að dreifa verkefnum á aðra. Ókey, þú ert kannski ekki í stjórnunarstöðu núna en það er aldrei of snemmt að byrja að hugsa stórt. Hugsaðu eins og yfirmaður. Gerðu helst ekki neitt.

10. Talaðu niður til samstarfsfélaga þinna;

Hroki og yfirlæti gerir þig sterkari og gefur öðrum til kynna að þú ert yfir þá hafin/n. Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt þeir fyrirlíti þig, hlæi að þér og bjóði þér aldrei í partí. Þú ert betri en þeir.

Starfsmannaleiðindatippsin fékk ég í 24 stundum, laugardaginn 14 júní 2008.

*********************

Já, það er örugglega kalt á toppnum. Allir þekkja einhvern sem er "skemmda eplið" í hópnum eða í partíhópnum eða vinnustað og jafnvel bara í stigaganginum gæti verið einhver sem er alltaf uppi á móti öllum hinum.

The_Mad_Hatter

Þá er það náttúrulega spurningin um að vera dálítið Dipló í sér - fara af stað með bjartsýni og gleði og tala viðkomandi inná að verða glaðlegri eða meira með í hópnum. Það er endalaust hægt að halda einhverjum "fúlum" alveg endalaust fúlum - en það er líka vel hægt að fara góða leið að þeim fúla og vinna hann/hana með sér og laga þar með móralinn á staðnum.

Ég þekki til yfirmanns sem er algerlega óalandi. Ætíð þegar eitthvað gengur á afturfótunum hjá honum - þá kennir hann undirmönnum sínum um vandann. Þegar brilljant vel gengur - þá eignar hann sér allan heiður - jafnvel þó hann hafi lítið sem ekkert komið nálægt verkinu.

Svona fólk er erfitt að eiga við - en það er alls ekki útilokað samt. Það er hægt að vinna alla með alúð og vinsemd, einlægni og umfram allt heiðarleika og hreinskilni. Það er örugglega kalt þarna uppi fyrir þann sem hagar sér eins og konungur yfir öllum - án þess að vera þess verður.

Málið er líka að það er næsta víst að allir sem svona haga sér eiga örugglega erfitt og bágt, enda trúi ég því varla að nokkur geri sér það að leik að vera með leiðindi og önugheit við samferðamenn sína, eða hvað? Þekkir þú fólk sem er önugt og leiðinlegt að eðlisfari? Hefur þinn hópur/stigagangur/félagskapur/vinna - sinn eigin fýlupúka?

Það fallegasta sem þú getur gert í svona stöðu - er að leggja þína krafta á vogaskálar þess að vera sá góði. Gerðu þitt til að vera góður og glaðlegur mót þeim sem illilega lætur. Reyndu að svara aldrei í sömu mynd og reyndu að finna létta og bjarta hluti til að draga fram þegar þú ræðir við viðkomandi - með því er alltaf möguleiki á að ná þeim fúla í léttara skap. Þannig dreifir þú líka huga þess fúla frá því að vera fúll og færð hann/hana til að hugsa um eitthvað annað.

Brostu á móti þeim fúla - með ljúfu brosi en ekki yfirlætislegu brosi. Bjóddu ætíð góðan dag og segðu alltaf "bless bless og eigðu ljúfan dag".. smá saman mun það ná í gegnum skrápinn. Gerðu góðverk á hverjum degi, það skilar sér alltaf til baka. Gleymdu þér þó ekki í því að gera góðverkin eingöngu með það í huga að fá það margfallt til baka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessi hreyfimynd virkar ekki en í sambandi við svona karaktera sem þú lýsir þarna, ég held að það sé óhætt að segja að ég hef kynnst öllum  þessum týpum.

Knús

Huld S. Ringsted, 16.6.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Tiger

 Æi, sé að myndin efsta virkaði ekki - en þetta er svona Gif. mynd sem er hreyfimynd. En greinilega er ekki hægt að setja þær svona beint inn hérna.

 Konan sem er vinstra megin við ungu stúlkuna - sú gamla með gleraugun og í hvítri peysu undir svörtu - ýtti ungu stúlkunni harkalega frá og kýldi konuna í rauðu peysunni svona líka bilmingshögg að það bergmálaði um allt. Kannski eins gott að myndin hreyfist ekki því það var svo sem ekkert fallegt að sjá þetta - en sýnir vel hvernig samskiptum okkar á alls ekki að hátta. Handalögmál og ofbeldi leysa aldrei nokkurn skapaðan hlut - það er alltaf hægt að "semja" um hluti og málalok ...

Tiger, 16.6.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: M

Kannast við alla liði og er að vinna í þessu .  Nei nei, ég vinn alein sem er kostur hvað svona varðar

Þetta er ekkert smá högg sem kellan gefur. Eitthvað hefur reytt hana svona til reiði.

Góða nótt Tiger og sofðu rótt 

M, 16.6.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

hehe þú ert voðalega skemmtilegur bloggari  Væri gaman að fylgjast með  kveðja jóna þú þekkir mig samt ekki en þekkir örugglega mömmu mina Huxa er hennar blogg nafn

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Tiger

Já Huld mín, gruna að ég sé búinn að lenda í þeim flestum líka á lífsleiðinni. Hef meira segja náð því að milda eins og einn eða tvö fýlupúka á leið minni í gegnum lífið og skilið þá eftir vel lyktandi ...

Verst er þegar yfirmenn manns taka uppá því að eigna sér heiður af verkum sem maður hefur lagt mikið í og vandað til með ..  knús á þig Huld mín.

Tiger, 16.6.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Tiger

Uss jamm .. allur gangur á þessum hrakfallabálkum sem maður ætir af og til.

EMM; Já, heljarhögg sko - verst að myndin virðist ekki virka hjá öllum. Já það getur verið heilmikill kostur að vinna stundum einn. Þá getur maður allavega ekki tekið verk annarra og heldur ekki kennt öðrum um ef eitthvað fer miður. Góða nótt mín kæra og sweet dreams.

Jóna Salvör; Takk kærlega ljúfust, jamm ég veit hver Huxa mín er - hún er ljúflingsbloggari og bloggvinkona mín. Vertu bara velkomin í heimsókn hingað anytime skottið mitt og takk fyrir innlit/kvitt..

Tiger, 16.6.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ. myndin hreyfist ekki hjá mér, - kannski sem betur fer, ef þetta er mjög óhugnanlegt. - Skemmtilegar myndir sem þú dregur upp af hugsanlegum og óhugsanlegum vinnufélögum. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:49

8 Smámynd: JEG

Já maður reynir sitt besta til að vinna góðverk. Eins rryinir maður að hjálpa öðrum eins og maður getur en stundum er það bara ekki virt svo að manni sárnar og dregur sig í hlé. Lætur fólk bara eiga sig sem ekki virðir mann fyrir það sem maður er og gerir.

Knús á þig sæti og eigðu góða nótt.

JEG, 16.6.2008 kl. 00:51

9 Smámynd: G Antonia

þú ert ekki bara skemmtilegur heldur svoo mikið ljúfmenni líka *

Kvitt og knús á þig *

G Antonia, 16.6.2008 kl. 00:56

10 Smámynd: Tiger

 Ja.. óhugnanlegt kannski ekki en furðulegt frekar.

Lilja Guðrún; Já, kannski er eins gott að myndin virkar ekki fyrir alla - enda ætti maður ekki að vera að horfa á ofbeldi (eða dreifa því eins og ég hér ).. Skemmtilegir vinnufélagar .. jamm ef þeir eru ljúfir en ekki ef þeir eru eitthvað í áttina að þeim sem að ofan er lýst sko! Eigðu ljúfa viku Lilja mín ...

JEG; Já, ég er algerlega sammála þér með það að ef maður reynir sitt besta - og það er ekki virt - þá bara dregur maður sig í hlé og leyfir fólki að vera - fúlt - í friði. Endalaust mikið til af fólki sem kann ekki að taka á móti góðum gjörðum eða metur það bara ekki. Góða viku framundan mín kæra og góða nótt.

Tiger, 16.6.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Tiger

 G. Antonia .. spánartöffarinn minn! Knús á þig skottið mitt! Eigðu ljúfa viku framundan.

Tiger, 16.6.2008 kl. 01:01

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er glaðlynd og brosmild, það hefur komið mér mjög vel í minni vinnu.  Svo er ég líka frekar kurteis, ef einhver er dónalegur við mig svara ég yfirleitt ekki í sömu mynt.  En stundum get ég ekki á mér setið, sem er mjög sjaldgæft   Ég hef frekar mikla diplómatíska hæfileika og lendi örsjaldan í vandræðum í minni vinnu, ég er alltaf ein á barnum, enginn útkastari nema bara litla ég.  Og ég hef ekki oft lent í vandræðum, undanfarin 10 ár í vinnunni minni.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:19

13 Smámynd: Tiger

  Okok.. frábært Ester og takk fyrir. Gott að vita það - því ég skildi ekki hvernig myndin virkaði fyrir suma en ekki aðra. Takk takk ..

Já þessi kona virðist sannarlega vera .. well.. grimm eða allundarleg allavega - enda finnst mér fólk ætíð svo skrítið sem telur ofbeldi leysa eitthvað. Þessi kona er greinilega annaðhvort ofbeldisfull - eða þá að hin konan hafi verið búin að gera henni eitthvað mjög mikið og illt. Auðvitað veit maður ekki söguna á bakvið myndbrotið - en það sýnir ljóta framkomu.

Jóna mín; Þú virðist líka vera svo himinlifandi dipló og svo ljúf einhvern veginn - að ég hugsa að það sé erfitt að verða fúll nálægt þér! Enda þarf maður líka örugglega að vera mjög sterk týpa, dipló og vel gáfum gæddur til að geta staðið vakt á bar þar sem fólk oft fer yfir strikið. Auðvitað getur maður misst sig einstaka sinnum - maður er jú bara mannlegur!

Eigið ljúfa nótt og góða viku framundan.

Tiger, 16.6.2008 kl. 01:55

14 identicon

úff, hvað ætli þesi í rauða dressinu hafi verið að segja sem verðskuldaði þetta kjaftshögg....maður spyr sig...

Skemmtileg lesning, takk

alva (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 01:57

15 identicon

Sæll .

Já, margt er mannanna meinið------ inn við beinið !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:06

16 Smámynd: Tiger

 Ótrúlegar aðfarir stundum hjá fólki - sérstaklega fólki sem heldur að enginn sé að horfa á það - eða þannig.

A.K.Æ; Já, segi það með þér - hún hlýtur að hafa gert eitthvað mjög slæmt til að eiga svona högg skilið. En, samt - engin á svona högg skilið - það á ekki að láta hnefana tala þegar manni liggur mikið á, maður á að anda inn og út - og leysa málin öðruvísi. En ja, maður spyr sig - svo mikið satt. Eigðu ljúfa nótt ...

Þórarinn; Komdu sæll minn kæri - velkominn og takk fyrir innlit og kvitt. Svo satt að margt er mannanna meinið, sérstaklega inn við beinið. Eigðu ljúfa nótt og hafðu góða viku framundan.

Tiger, 16.6.2008 kl. 02:17

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Big Smile Valentine Fairy Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.


tears of a broken heart Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

northern lights Sá sem svona kynni að lesa mér ljóð gæti selt mér norðurljósin og fengið mig til að setja orkureikninginn á raðgreiðslur. Ætli dávaldar af þessari tegund séu til í samtímanum?

card42fa6.gif Falleg orð geta líka faðmað. *Faðmiknús* yfir hafið! Tigerlove

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.6.2008 kl. 05:14

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tekst á við karakter með 8 af þessum 10 einkennum í vinnunni minni. Svona manneskjur eru áskorun fyrir mig, eftir því sem fólk fer meira í taugarnar á mér, þess meira geri ég til að fá það til að brosa og líða þá aðeins betur og ég gefst aldrei upp.... næ því alltafManneskju með þessi einkenni, þó það séu ekki öll, líður alls ekkert vel ! Gangi þér vel inn í nýja vinnuviku Högni minn

Jónína Dúadóttir, 16.6.2008 kl. 06:30

19 Smámynd: Hulla Dan

Ótrúlegt að sjá þá gömlu gefa hinni á kjammann.  Væri fróðlegt að fá að vita hvað þeim fór á milli áður en sú gamla missti stjórn á sér.
Stundum særa orð nefnilega miklu meira en eitt kjaftshögg.

Ég á greinilega prýðis vinnufélaga   Hjúkk it.

Vona að þú eigir góðan og dásamlegan dag.

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 06:52

20 Smámynd: Tína

Góðan daginn sunshine og takk fyrir kvitttið. Alltaf gaman þegar fólk kvittar

En veistu hvernig þú færð öskrandi mann til að hlusta á þig?.................... Þú hvíslar. Viðkomandi á nefnilega ekki von á því og oftar en ekki lækkar hann röddina og segir "ha?". En þá er búið að ná manneskjunni niður. Þetta hefur allavega blússvirkað hjá mér í gegnum tíðina. Því ef maður öskrar á móti þá verður þetta bara að einhverskonar öskurkeppni.

Kram, kreist og knús í daginn til þín Tiger.

P.s Sammála þér með skenkinn

Tína, 16.6.2008 kl. 09:03

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli maður hafi ekki átt við alla þessa karaktera, í flestum tilfellum er framkoma þeirra óöryggi, í sumum hroki sem ræðst illa við, nú eins og þú segir Tiger minn suma verður maður bara að skilja eftir illa lyktandi.
Maður er að sjálfsögðu glaður, sanngjarn, leiðbeinandi, sálfræðingur, daðrari, nú ef ekkert gengur, þá er það bara svoleiðis. Ég hef nú verið lánsöm í lífinu,
hef bara haft einn yfirmann sem kom svínslega fram, en það eru mörg ár síðan.

þetta með ofbeldi á aldrei rétt á sér.
Knús kveðjur Tiger míó míó.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 09:21

22 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Vá svaka högg þessi sem kílir er þokkalega reið sínist mér, er minn eigin herra hér á heimilinu í fullustarfi við að sinna börnum kalli og kisum....

Kveðja til þín inn í vikuna. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 10:37

23 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ussumfruss... thad er aldeilis..kellingin bara lætur vada. vildi svo vita hvad vard thess valdandi ad hún slær hana,bara ég er sooo forvitin yfirhøfud.

Hef verid thokkalega heppin med vinnufélaga i gegnum tidina, sem betur fer, gengur illa ad vinna med fólki eins og thú lýsir ad ofan...á thad til ad vera soldid hreinskilin ...sérstaklega ef mér mislíkar framkoma fólks eigdu gódan dag minn kæri.

María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:43

24 Smámynd: Ragnheiður

Ég ætla að skoða þessa konu betur þarna uppi en ég held að ég sé að vinna með þessum sem þú lýsir, hann er að vísu bara einn en hann er áreiðanlega með alla þessa komplexa. Það tekur stundum á að flippa ekki á honum...

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 11:23

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú er svo yndislegur og skemmtilegur og alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 11:54

26 Smámynd: Tiger

 Ójá, við eigum víst öll sögu af einhverjum sem gengur ekki alveg heill til skógar/skóar - en heillavænlegast er auðvitað ef við sjálf getum tekið skynsamlega á pólinn og verið dipló í samskiptum við slíka aðila.

Helga mín Guðrún; Faðmiknúsið þygg ég með þökkum - alltaf gott að fá slíka gjöf! Daðððððrrrrr ....

Jónína elsku Dúa; Það er ekki amalegt að lenda í 8 af 10 þegar svona karekterar eru á ferðinni. Auðvitað ert þú alger gullmoli þegar mannleg samskipti eru annars vegar - enda gruna ég að þú sért dipló af guðs náð - svo ljúf og skapgóð að eðlisfari - og innanhússarkitekt í þokkabót!

Hulla Dan; Já, það vekur sannarlega upp spurningar þegar maður sér svona aðfarir. Svo satt að orð geta sært miklu meira en handalögmál, en sumir kunna greinilega ekki á skapið og láta hendur tala í stað þess að láta munninn tala. Gott að þú ert heppin með vinnufélagana! Knús í daginn þinn ...

Tína mín; Snilldar ráð að hvísla á móti öskrandi aðila - trúi því að slíkt ráð klikki bara alls ekki! Ætla að nota mér það ef ég lendi í slíkum aðstæðum sko. Kram og kreist á þig líka ljúfan ...

Milla mín; Já, eins gott að vera öllum jákvæðum kostum búinn þegar maður þarf að taka á móti fúlum eða skapstyggum aðilum. Það er hið eina rétta að taka á málum með skynsemi og góðmennsku. Svo satt að ofbeldi leysir ekkert! Eigðu ljúfan dag mín kæra.

Búkollalitla; Já, það er satt - það er eitthvað mikið að hjá fólki sem kann sig ekki og reynir að leysa öll mál með hnefunum. Maður verður bara að gera sitt besta og reyna eftir megni að vera þeim góður, eða láta það bara eiga sig ef ekki gengur góðmennskan.

Heiður Þórunn; Já, það sýður greinilega mikið á frúnni  þarna. Það er heilmikið starf að vera "heimavinnandi" með karl, börn og kisur - miklu meira djobb en margir halda. Heimavinnandi kona/maður er sannarlega í fullu starfi!

María Guðmunds; Erum við ekki bara öll pínu forvitin, svona inn við beinið? Jú, held það nú. Ég hefði alveg viljað fá að vita hvað lá að baki svona verknaði - hlýtur að hafa verið alvarlegt. Það er gott hjá þér að vera duglega hreinskilin - enda líkar mér langbest við fólk sem er hreinskilið og hagar sér eins innan um fólk sem og eitt og sér innan veggja heimilisins þar sem engin sér til þeirra. Hreinskilni og heiðarleiki eru gullmolar sem allir ættu að hafa í vasanum - ætíð. Eigðu líka ljúfan dag mín kæra.

Ragnheiður mín; Já, við lendum víst flest ef ekki öll - í svona aðilum sem prýða alla þessa kosti. Sannarlega er stundum erfitt að flippa ekki yfirum þegar maður lendir í svona persónu, en slíkar persónur er auðvitað ætíð sjálfum sér verstar. Knús á þig ljúfan mín kæra.

Katla mín; Takk fyrir það skottið mitt og sömuleiðis. Hafðu ljúfan dag rúsínan mín.

Tiger, 16.6.2008 kl. 13:01

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, ekkert smákjaftshögg. Fróðleg að vita hvað konan sagði sem verðskuldaði þetta.

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:27

28 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Því miður eru alltaf einhverjir svona einstaklingar í kring um mann!

Erfiðast þó þegar um yfirmann er að ræða......

En ef ekki dugar að brosa og vera kurteis, þá reynir maður að leiða slíka einstaklinga hjá sér

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:44

29 Smámynd: Tiger

Já Helga mín, maður verður ósjálfrátt forvitinn um hvað liggur að baki svona aðfarahörku. En, þó svo að engin verðskuldi svona lagað - þá bara hlýtur sú sem fékk höggið að hafa gert eitthvað mjög illt af sér fyrst hún uppsker svona högg. Hitt er svo annað mál - að sú sem höggið gefur - er að mínu mati mjög illa gerð að gera svona lagað, allir sem nota hnefana eru að mínu mati illa innrættir því slíkt á bara alls ekki að gera. Eins og marg oft hefur komið fram - ofbeldi leysir aldrei neitt en leiðir oft til bara meiri ofbeldis.

Tiger, 16.6.2008 kl. 15:45

30 Smámynd: Tiger

Sammála þér Ragnheiður Ása. Erfiðast er þegar um yfirmenn er að ræða. Hef sjálfur verið í vondum málum með tvo erfiða yfirmenn - annar sem eignaði sér ætíð allan heiður af mínum verkum - og annar sem ég þurfti hreinlega að vakta. Var eitt sinn með tvo yfirmenn - annar þeirra hreinlega stal af vinnustaðnum og lenti ég oft í því að þurfa að vakta hann til að hann fengi ekki ráðrúm til að stela. Hinn yfirmaðurinn var vinur minn og því lenti ég svona inn á milli þeirra, sem var mjög erfið aðstaða að vera í. Svo satt að maður verður að leiða hjá sér þá sem taka ekki brosi og kurteisi manns ..

Tiger, 16.6.2008 kl. 15:49

31 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Madur er alltaf ad rekast á allar tessar týpur á lífsleidinni....Stundum er madur middepillinn og verdur ad taka afstödu ,stundum stendur madur á hlidarlínunni og heldur kj...Ég á mjög gódann vinnuveitanda sem er ótrúlega sæt vid mig alltaf.Bendi á bloggid mitt í dag.

Stórt knús á tig minn kæri

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 17:08

32 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Allar þessar manngerðir þekkji ég mæta vel, ég þarf oftast að vera brosandi í minni vinnu, getur orðið þreytandi.

Heiður Helgadóttir, 16.6.2008 kl. 17:56

33 Smámynd: Solla Guðjóns

Hugsaðu þér þegar allar þessar típur safnast saman í einni

Ég þekki tegundirnar sem þú nefnir....EN SJÁLF ER ÉG ÁGÆTOG ÞÚ ERT ÆÐI

Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 20:57

34 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hæ TíCí, nú er ég búin að fá hreyfingu á myndina. - Þetta er alveg hroðalegt högg. - Sérðu hvernig konan beitir hendinni eins og "buffhamri" þegar hún slær konuna í andlitið.  -  Svona hef ég bara aldrei séð áður.  - Ég hefði ekki einusinni haft ímyndunarafl til að nota svona aðferð,  - þó að mér væri sett það fyrir aðsýna óvenjulega aðferð við að lemja einhvern.  -   

 Núna skil ég þetta orðatiltæki að "buffa" einhvern, - það hlýtur að vera rétta orðið yfir barsmíð þessarar konu, hún "buffar" konuna í rauðajakkanum -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:08

35 Smámynd: Solla Guðjóns

Fékk myndina til að lifna við með því að klikka á hana  og síðan tvíklikka.

Illskuleg Tysonkerling þarna á ferð.Hnefinn  ussuss

Solla Guðjóns, 17.6.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband