Hér er skelfileg hræðslufærsla í boði myrkrahöfðingjans. Hvað finnst ykkur um þessa mynd í fararbroddi?

Skelfileg mynd! Mér finnst þessi mynd alveg skelfileg - ótrúlegt að ég skuli ekki vera búinn að henda henni fyrir löngu síðan. Ég rekst alltaf af og til á þessa mynd í tölvunni minni - og ef þetta er ekki "dónaleg" mynd, þá veit ég ekki hvað! Ég segir ykkur það satt að mér líður illa í hvert sinn sem ég sé hana - veit samt ekki af hverju.

Ég var á netflakki einhvern tíman síðasta vetur þegar ég rakst á þessa mynd, fannst hún virkilega LandspabbiFyndin fyrst til að byrja með - vistaði hana í tölvunni minni en því oftar sem ég rekst á hana - því skelfilegri finnst mér hún. Ég fæ bara í hjartað við að sjá kallinn - en svona ímynda ég mér að hrokafullir og vondir menn væru útlits ef útlitið endurspeglaði innri mann.

Ég er alls ekki að segja að viðkomandi maður sé bæði hrokafullur og vondur kall - alls ekki - kannski bara að stjórnmálamaðurinn sem var á bakvið myndina hafi verið slíkur. Í það minnsta er svo margt sem tengist honum/stjórnmálamanninum - sem mér hugnast mjög illa. Hefði alls ekki grátið það þó þessi maður hefði aldrei komist uppúr borgarstjórastólnum. En, reyndar hefði það kannski heldur verið gott - því þá væri hann örugglega ennþá með taumana á borginni og héldi borgarbúum í heljargreipum sínum (sem hann gerir örugglega ennþá á bakvið tjöldin - eða það kæmi mér allavega ekki á óvart). En hér með er ég búinn að koma þessari mynd frá mér - og nú mun ég eyða henni út úr tölvunni minni svo ég fái ekki martröð í hvert sinn sem ég rekst á hana. Knús á þig fúli kaddl og gúdd bæjó.

 

Trick_or_Treater

Talandi um að fá fyrir hjartað - vera hálf/hellings smeykur - eða bara já - dauðhræddur.

Þegar ég var smjattpatti þá var ég þokkalega myrkfælinn. Svo mikið myrkfælinn að ég gat helst ekki sofið í myrkri. Ég gat illa farið á milli húsa ef ekki voru ljósastaurar eða einhver með mér, en stundum hefði það verið betra að vera einn en með hrekkjóttum einstakling sem ekki var svo myrkfælinn. Skammastín Kurr.

Stundum þegar móðir vor var að baka yfir vetratímann - svona undir kvöld og myrkur úti - kom í ljós að hana vantaði eins og eitt egg eða smá mjólk eða pínu sykur eða eitthvað álíka. Þá hafði hún verið að baka mikið og ekki áttað sig á því hve mikið hafði verið til og hve mikið hún notaði. En þegar það kom í ljós að eitthvað vantaði - þá sendi hún mig og Kurr systur mína yfir til frænku okkar sem bjó 5 hús frá okkur til að fá lánað þar til daginn eftir.

Viti menn, Kurr var alltaf svo kát að fara en ég aftur á móti ekki alveg eins kátur - enda ástæða fyrir því. Ok, við vorum nú ekki nema kannski 5-8ára - og Kurr árinu eldri sko - en hún var svo hrikalega stríðin stelpuskottið að það hálfa hefði verið hellingur, ég elska hana samt! Gott og vel - allt reyndist gott og blessað á leiðinni yfir til frænku - en á bakaleiðinni var það oftar en ekki að Kurr byrjar að leika - og segi ykkur það satt - sú kunni á það sú stutta. Hún lítur öðru hvoru hræðslulega aftur fyrir okkur og sussar "hrædd" á mig - sem fer í kerfi með litla hjartað mitt. Svo tekur hún í mig og segir mér flýta mér - það sé einhver að elta okkur. Hún byrjar svo að "hlaupalabba" og á endanum sleppir hún mér og kallar "hlauptu hlauptu - það er ljótur kall á eftir okkur og hann ætlar að taka okkur" og svo hleypur hún hratt af stað og skilur mig eftir dauðskellkaðan og byrjaðan að gráta *grátur*... auðvitað var hún alltaf skömmuð og ég huggaður þegar heim kom - en þó hún væri svona stríðin og hrekkjótt við mig - þá vissi ég alltaf að ef raunveruleg hætta væri á ferðinni þá myndi hún gera allt sem hægt væri til að vernda mig - hún var jú stóra systir og svo sterk að strákarnir í hverfinu voru hræddir við hana.. hihihi.

shadows

Ok, það var ekki erfitt að fá mig til að fara að vola - enda með lítið hjarta sem ekki mátti illt sjá eða heyra - hey - ég sko setti kodda fyrir andlitið þegar einhver var að læðast í myndum í sjónvarpinu - til að hrökkva ekki eins mikið við.

Ég segi ekki að ég hafi verið hræddur við skuggann minn - en það vantaði ekki mikið á það.

Eitt sinn kom myrkfælnin mér í smá vanda. Ég var að leita af tveim yngri systkynum mínum sem áttu að koma inn - en það var að fara að dimma brátt og þau áttu að koma heim að læra og borða og þannig stúff. Ég leitaði á öllum helstu stöðunum sem ég vissi að þeim þótti gaman að leika sér á - en engin þar. Ég var búinn að kemba alla staði - nema einn sem er rétt fyrir utan bæinn - og að mér sótti heilmikil hræðsla því það var byrjað að dimma og ég ekki til í að fara út fyrir bæinn og hafa engin götuljós. Ég fór þó að bæjarmörkunum, þar sem síðasti ljósastaurinn var en stoppaði þar og þorði ekki lengra. Nú voru góð ráð dýr - en rétt eins og kallað kom þar að eldgömul jarðýta sem var á leið út úr bænum í þá átt sem ég þurfti að fara. En við systkynin fórum oft rétt út fyrir bæinn að fallegum læk sem rann frá fjallinu - og neðst í læknum - fyrir neðan veg var hægt að veiða síli og litla fiska. Nú, þarna hljóta þau að vera núna.

 

lisa-undraland

Ok, skemmst frá því að segja - að ég elti jarðýtuna út í sveitamyrkrið - alveg eins og ljóska - hugsandi að ég myndi geta labbað með systkynum mínum til baka. Þetta myndi nú ekki verða svo slæmt því ljósin á jarðýtunni voru björt og svo var náttúrulega maður að keyra hana svo ekki var ég einn á ferð. Já, rétt eins og ljóska - hugsaði ég alls ekkert um það hvernig það væri ef systkyn mín væru svo bara alls ekki þarna

Þegar að læknum var komið hélt ýtan áfram veginn út í myrkrið - en ég hljóp eins og eldibrandur niður fyrir veg til að ná í systkyn mín - en hjálpi mér allir heilagir - þau voru ekki þarna! Nú stóð ég aleinn uppí sveit í myrkri sem gerðst alltaf svartara og svartara og ég þaut aftur uppá veginn því ég sá allsskonar furðuverur koma hlaupandi úr öllum áttum til að sækja mig. Þegar uppá veg kom var komið algert myrkur og ég lamaður af ótta - stóð þarna smá stund án þess að vita hvað ég átti að gera - en svo fór ég bara að gráta. Ég man ekki hve lengi ég stóð þarna, en það var ekki mjög lengi þó.

Ég sá bílljós nálgast frá bænum - bíll sem var á leið uppí sveit - og ég trylltist af fögnuði og hljóp í myrkrinu út á miðjan veg og baðaði út öllum öngum - uppí bílinn skyldi ég sama hvað gerðist. Mér til mikillar lukku keyrði bíllinn ekki yfir mig - ég ljóslaus og endurskynslaus og skoppandi á miðjum veginum. Í bílnum voru eldri hjón sem stoppuðu og tóku þennan hágrátandi pjakk uppí bílinn, snéru við og keyrðu hann alla leið heim að dyrum og skiluðu honum inn til móður sinnar - og systkyna sem höfðu komið heim rétt eftir að drengurinn fór að leita af þeim. Mikið hefði nú verið ljúft ef Farsímar hefðu verið til á þessum tíma. En, ég fór aldrei aftur uppí sveit eftir myrkur nema í fylgd með einhverjum öruggum.

 

banner

 

Devil En svona í lokin. Raunverulegt skrímsli í dag er sykur - en sykurinn veikir ónæmiskerfi líkamans og skemmir mjög mikið, t.d. tennur og fleira. Nefni þetta bara vegna þess að laugardagar eru "nammidagar" - og við fyllum börnin að sykurkenndum sætindum á þessum degi. Sagt er að sykur æsi upp þau börn sem eru að einhverju leiti ofvirk. Reynið að kaupa eitthvað annað en sykurkennt sælgæti á nammidögum - það er til hellingur af "hollu" en samt ótrúlega góðu nammi eða snakki.

Knús í loftið handa hverjum þeim sem hafa verið á ferðinni í færslunum mínum undanfarið - og líkt og undanfarið - er ég nú farinn að skoða ykkur sem hafið verið sýnileg á síðunni minni í síðustu færslu. Eyði mun minni tíma á blogginu nú en áður - og er að njóta þess í botn, enda góðir dagar að baki hvað veður varðar.

Tounge Hafið góða helgi ljúflingar og munið að ég elska ykkur í tætlur og ræmur. W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jamm ef það er ekki bara rétt hjá þér með tröllið og jólin sko! En, ég er nú algerlega vaxinn úr myrkfælninni og finn ekki hið minnsta fyrir henni í dag. Nú sef ég í svarta myrkri og vil helst hafa svartamyrkur á kvöldin og nóttunni - og hef meira segja verið á fjalli að nóttu í svartamyrkri og fílað það í ræmur og tætlur. Knús til baka kæra baula mín og hafðu það ljúft um helgina og alltaf bara.

Tiger, 14.6.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: JEG

Myrkfælni er jú sennilega eitt af því sem flest okkar þekkja. Ég fann fyrir þessu þegar ég var krakki í sveitinni í denn og labbaði í fjárhúsin en ég var viss um að það var einhver sem labbaði alltaf með mér. Nema bara túnið fyrir ofan og soldið á eftir. En ég held og trúi því að það hafi verið langafi að fyrlgja mér. Segjum það bara.

Nammidagar eru ekki fastir hér hjá mér. Stundum er nammi í boði nú og svo kemur fyrir að enginn man eftir deginum svo að ég er ekki að mynna á hann. Miklur skemmtilegra að kaupa eitthvað nytsamt bara í næstu bæjarferð í staðinn.

Gott hjá þér að njóta lífsins í raunheimi í stað þess að hanga í netheimi. Ég er bara svo föst hér í sveitinni að það er lítið annað við auka-frítímann að gera en að kíkja á netið.

Knús á þig sæti og eigðu notalegt kvöld.

JEG, 14.6.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er í kasti yfir þessari mynd væri kannski hægt að búa til grímu úr henni fyrir næsta öskudag Æ það er svo vont að vera myrkfælinn, ég var sjálf alveg skelfilega myrkfælin sem krakki, rafmagnið fór ansi oft af á veturna í þá daga og bræður mínir segja ennþá frá því að á sömu sekúndu og rafmagnið fór þá var ég mætt í dyrnar hjá foreldrum mínum með sængina, svo snögg átti ég víst að vera!

Knús á þig Tící

Huld S. Ringsted, 14.6.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Tiger

Það er alltaf eitthvað í myrkrinu - hvað það er - er víst ekki alltaf hægt að benda á en næsta víst er að ekki eru hér villidýr og ófreskjur á ferðinni, eða hvað?

JEG; Já, ég held að það sé nú alltaf einhver sem fylgir okkur öllum. Sumir finna fyrir þessu og eru sáttir en aðrir finna aldrei neitt, en finnst samt stundum eins og þeir sjái eða finni einhverja hreyfingu - sem þeir merkja sem ekki neitt. Næsta víst er að ég trúi því að fólk fylgi okkur - ástvinir eða einhverjir sem taka ástfóstri við okkur á lífsleiðinni. Ljúfar stundir þér til handa skottið mitt!

Huld mín; Jú, ég hef alveg sama húmor yfir myndinni og þú - væri alveg til í að eiga svona grímu líka. Verst er að ef einhver byssuóður yrði á vegi manns - á yrði sannarlega skotið á mann, enda skelfilega ásjóna sko! *flaut*. Jamm, við erum fljót á okkur þegar eitthvað er að sko - og fljót uppí til mömmu og pabba sko! Knús á þig líka mín kæra.

Tiger, 14.6.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. mín dásamlega Kurr. Veistu - jamm - ég man eftir því að skerí stuff var að trufla þig sem barn, enda veistu og sérð lengra en nef þitt litla og sæta nær. Ég veit að það verður engin fúll við þig - enda hey - við vorum litlir óvitar, eða þannig. Þú varst náttúrulega dýrlega skemmtilega stríðin - og ert ennþá - en það góða við þig var náttúrulega að þú hafðir samt hjarta úr gulli - og hefur það ennþá! Knús á þig gullið mitt og farðu vel með þig skottið mitt...

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þegar ég sá myndina þá kallaði ég upp NEI Dabbi dúskur...

Ég a´eins góða vinkonu sem var mjög myrkfalin og við áttum heima í húsum stutt frá hvor annari ef var komið myrkur þurfti alltaf að skutla henni heim eða sækja hana,en svo þegar ég átti strákinn minn misti ég vatnið og allt í panik ég hringdi í hana til að fá hana til að passa hin börnin og sjúkrabíllinn á leiðinni að ná í mig og jú hún hentist í skó og úlpu og hljóp yfir til mín í gegnum allt myrkrið (þetta var í desember)og marga daga á eftir skildi enginn sem hana þekkti hvernig hún gat þetta, kemur alltaf í hug þessi saga þegar talað erum myrkur.

Takk fyrir skemmtilega komment hjá mér og eigðu góða helgi vinur. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.6.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Tiger

Hahaha .. Dabbi dúskur sko! Brilljant nafn á þetta skott. Jamm, þegar mikið liggur við þá er eins og einhver fídómskraftur skelli á manni og maður hugsar ekki heldur æðir áfram. Eftir á þegar maður fær tíma til að hugsa - þá fyrst verður maður hissa - eða jafnvel smeykur. En við getum allt ef við ætlum okkur og bara æðum áfram sko. Njóttu helgarrestar kæra Heiður ...

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:25

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hrikalega óhugnanleg mynd! - Já hún minnir mig á ... já,  í alvöru, hún gerir það. -

Æ, sæt saga af myrkfælninni, en mikið hefurðu verið samviskusamur,  úrþví þú lést þig hafa það,  þrátt fyrir myrkfælnina,  að fara út fyrir bæinn í leit að systkinum þínum, -  og þú fannst þína aðferð,  notaðir ljósin, og síðan áttir þú að njóta félagsskapar og þakklæti systkina þinna í bakaleiðinni. - Þannig  að þetta var úthugsuð björgunaraðgerð. - Og það var ekki þér að kenna að hún gekk ekki upp. - Þetta er alveg rosalega sterk frásögn TíCí, takk fyrir þetta. -  P.S. -  Manstu  TíCí,  það var líka vælið í rafmangslínunum og símalínunum sem vældu í vissum áttum. - það gat gert harðasta töffara, alveg rosalega myrkfælinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Tiger

 Omæomæ .. veistu Lilja - þegar þú minnist á þetta - vælið í símalínum og rafmagnslínum - þvílíkt draugahljóð! En, jamm - maður æðir stundum áfram án þess að hugsa hlutina alveg til loka en sem betur fer rætist nú oftast úr hlutunum. Það eru alltaf einhverjir englar sendir til að bjarga því sem bjarga má - og mínir englar þarna voru hjónin sem snéru við og keyrðu skellkaðan drenginn heim til sín. Eigðu ljúfa helgi Lilja mín..

Tiger, 15.6.2008 kl. 00:02

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst myndin af Davíð túlka hin alsjáandi augu, og alheyrandi eyru, og með lyktarskynið í lagi, svona Master of Ísland, sem fylgist með öllu.  Ég var aldrei myrkfælin sem barn, en þegar ég var ófrísk af frumburðinum varð ég fyrir skrítinni reynslu og varð ég ótrúlega myrkfælin eftir það.  Sem betur fer hvarf myrkfælnin þegar frumburðurinn var fæddur.  Eigðu ljúfan sunnudag tígri litli

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:36

11 Smámynd: Tiger

 Já, veistu Jóna - að það virðist vera sem konur séu mun móttækilegri við einhverju "dularfullu" þegar þær eru ófrískar. Hef heyrt að þær verði svo næmar og viðkvæmar að óútskýrðar verur nái þokkalega vel sambandi við þær.

Landspabbi er og hefur alltaf verið - bara einræðisherra sem öllu fylgist með, bæði með augum og eyrum - sem og bara öllum skynfærum. King of Iceland - í hans eigin augum eða huga ... eða þannig.

Eigðu líka ljúfan sunnudag Jóna mín ..

Tiger, 15.6.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég var alltaf svakalega myrkfælin og var svo "heppin" að eiga fjögur systkyni sem höfðu unun af að hrekkja migLosnaði ekki við myrkfælnina fyrr en ég fór að útskýra fyrir börnunum mínum litlum, að myrkur er ekkert hættulegt eða vont, það er bara ljós sem er ekki kveiktHafðu það langbest Högni minn

Jónína Dúadóttir, 15.6.2008 kl. 06:18

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆÆ snúllinn minn hvad tú varst hræddur ,vildi ég hefdi verid til stadar tá....En veistu ég var skít hrædd vid myrkrid líka  ó já ,lét bara engann vita átti allt of mörg systkini til tess,hefdi fengid minn skammt af strídninni nóg var nú samtYndislega skemmtileg sagan tín brosleg svona í morgunsárid.Efsta myndin púúúúufff Gott ad ég er ekki myrkfælin í dag.Skil tad vel ad tú eidir henni í tölvunni tinni.

Stórt knús á tig minn kæri inn í sunnudag til sælu

Gudrún Hauksdótttir, 15.6.2008 kl. 07:58

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Segi eins og sumir...Dabbi var thad fyrsta sem kom i hugann, en já ferlega óhuggulegur kallandskoti 

Myrkfælni er hrædileg,thjádist af henni lika sem barn og langtframeftir aldri mátti ALDREI loka hurdinni inn til min á nóttunni...fannst einmitt leynast allur fjandinn i myrkrinu og vildi sko geta SÉD skrýmslin og mætt theim...frekar en thau læddust ad mér i svartamyrkri. Fékk bara sting i hjartad vid ad lesa thegar thú hljópst útí myrkrid og stódst svo aleinn i svartamyrkri og engin systkini. Uss ég hefdi eflaust fengid hjartaáfall bara. Enda hefurdu ørugglega verid í sjokki blessadur á eftir  Eigdu  gódan sunnudag og alla daga thar á eftir

María Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 08:00

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð samlíking hjá Búkollu með trölli stal jólunum.
'Eg er nú alveg viss um að kurr mælir rétt að hún hafi sjálf verið hrædd,
enda ekki besta nornin fyrir ekki neitt, ég var nefnilega svona eins og hún en
hætti að vera hrædd um fermingu, nema eitthvað ógnaði mér, það eru nefnilega til stríðnar verur.
Ég verð enn þá dag í dag stundum vör við þessa ógnun og þá er bara að takast á við það.
Hvað vitum við svo sem um tröll, ljósálfa trúum við á, af hverju þá ekki líka
svartálfa, nei bara spyr.
                             Knús til þín ljúflingur
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 11:24

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég gat ekki annað en farið að hlæja af mynd nr 1 enda ekki sérlega góð af honum. Takk fyrir góða og skemmtilega lestur. Þú ert einn af þeim sem kemur manni í gott skap

Knús á þig kæri Tigercopper

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 11:41

17 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Góða helgi sömuleiðis

Svala Erlendsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:01

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

angel kissesHugs & kisses & hugs & kisses & hugs & kisses...

Ready for next base...? hugshugs*Knúsáðig! ****

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.6.2008 kl. 12:03

19 Smámynd: M

Ég ætlaði að skamma Kurr fyrir þetta en sé að hún er með bullandi eftirsjá Var örugglega hrædd sjálf. Man alveg eftir sjálfri mér reyna að hlaupa hraðar en skugginn á mér milli ljósastaura í denn óþægileg tilfinning.

Annars ætti ég að skammast mín, hér var þvílík sykurbomba yfir "hryllingsmynd" í gærkvöldi. Sykurinn fer reyndar ekki illa í mín börn nema þá tennur. En eftir myndina minnti sonur minn á að fara með bænirnar með honum svo hann fengi ekki martröð

M, 15.6.2008 kl. 12:08

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið skil ég þig vel með myrkfælnina.  Og þetta hefur ekki verið skemmtileg lífsreynsla, og gott að allt fór vel að lokum TíCí minn, það er líka merkilegt hvað manni getur sýnst hér og þar ef maður er hræddur.  Myndin efst er svo sem gamalkunn, hún á örugglega að sýna innrætið, og gerir það vel bara að mínu mati

Sykur er örugglega mjög óhollur, og er í svo mörgu.  Annars er ég hætt að kaupa hvítan sykur eftir að telpurnar komu.  Ég kaupi grófan dökkan sykur, held að hann sé allavega ekki eins óhollur og sá hvíti, sú eldri biður nefnilega alltaf um Veetabix með sykri.  Knús á þig inn í Sunnudaginn minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 139742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband