24.4.2008 | 02:04
Vonandi kemur smá kuldatíð með miklum snjóum, mikilli ófærð og látum núna í lok Apríl...
Þá hefur vetur konungur sungið sitt síðasta, sennilega. Næsta víst er að ég fékk ekki nógu mikið af snjó í vetur, nema bara af myndum frá bloggvinum mínum - þá kannski sérstaklega vetramyndir frá okkar kæru Queen Ásthildi, drottningu af Vestfjarðarríki! Einnig fengum við skemmtilegan skammt frá Ólínu þar sem hún var á björgunarsveitaæfingum í vetur. Einhverjir hafa líka aðrir skellt inn góðum myndum úr ríki veturs konungs og kann ég þeim líka þökk fyrir það.
Ég er mikið fyrir snjó og læti, elska skafla og ófærð - líkt og ég hef eitthvað bloggað eða athugasemdast um í vetur. Nú er sá kaldi á undanhaldi - þannig séð.
Nú er sumarið mætt á svæðið. Reynda er þegar kominn ákveðinn vorilmur í loftið hérna á höfuðborgarsvæðinu, maður finnur það vel á morgnanna og reyndar á kvöldin líka. Slatti af gróðri hefur þegar byrjað að kíkja uppúr kaldri jörð og brosa nú gleðilega framan í hækkandi sól og birtumeiri dögum.
Nú er tími til að huga að útiverkum, sinna trjáklippingum og huga að umhverfinu sem og bara sumarbústaðnum. Ég læt að mestu svoleiðist hamagang í hendurnar á öðrum, enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum hjá mér þó ég bæti þessum hamagangi ekki líka á mig. Nú og taka út grillið og fægja það, undirbúa sólpallinn og taka fram sumarborðið.
Það sem mér finnst mest heillandi við sumartímann er að fara á fjöll, sitja langt uppi á fjalli og hlusta á - ekki neitt. Jú, kannski fuglana og lækjarniðinn sem skoppar niður eftir fjallinu. Ég gerði þetta oft sem lítill pjakkur, fór á fjöll og sat á toppinum - og horfði yfir bæ og borg - eins og konungur í ríki mínu virti ég fyrir mér það sem fyrir neðan mig lá svo fallegt. Ég dýrka einmitt svona aðstæður, náttúruna og kyrrðina - fátt annað en náttúruleg hljóð og söngur - eða garg fuglanna.
Já, sumartoppurinn núorðið er reyndar ekki bjartur og útsýnið ekki par glæsilegt. Oftast er ég að vinna alla daga út í gegn allt sumarið og hef gert undanfarin ár. Stundum tek ég mér ekki einu sinni einn dag frí yfir sumarmánuðina. En ég fæ samt mitt sumar, kemst daglega út seinnipartinn og nýt kvöldsólarinnar. Svo fer ég ætíð til heitari landa þegar hausta fer og fæ mínar sólbaðsstundir svo vikum skiptir.
Munið nú kæru bloggarar - að ganga inn í nýtt sumar með fallegu hugarfari og ljúfleika að leiðarljósi. Veturinn kvaddi og sumarið heilsaði - núna um miðnætti. Vonandi verður sumarið eins rólegt og yndislegt og við vonumst auðvitað öll eftir.
Friður og gleði fylgi ykkur í sumar og sól góðu vinir og bloggarar. Vonandi fáið þið gott sumar og ljúft veður, hvar sem þið verðið stödd. Munið líka að taka saman höndum um að gera daga ykkar nánustu gleðilega, grillið saman, ferðist saman, veiðið saman, farið í sólbað saman og gerið allt þetta ljúfa sumarlega saman. Maður veit aldrei hvenær maður á síðasta sumarið með sínum nánustu, notum sumarið vel og látum eins og það sé okkar síðasta í þeim skilningi að gera saman hluti með þeim sem eru okkur næstir.
Ég vil líka nota tækifærið til að þakka ykkur öllum frábæran bloggvetur, stórkostlega pisla og þakka ykkur öllum sem hafið verið að samathugasemdast með mér, bæði hérna og hjá öðrum. Faðmlag inn í nýtt sumar til ykkar allra.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 140045
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
blekpenni
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
lehamzdr
-
skessa
-
brjann
-
jodua
-
ringarinn
-
hross
-
jogamagg
-
gurrihar
-
christinemarie
-
roslin
-
jeg
-
hneta
-
majaogco
-
madddy
-
eddabjo
-
lillagud
-
angelfish
-
skjolid
-
stebbifr
-
heidistrand
-
sigro
-
laugatun
-
ollasak
-
rasan
-
skordalsbrynja
-
antonia
-
lindalinnet
-
emm
-
svala-svala
-
kiza
-
hran
-
gellarinn
-
katlaa
-
danjensen
-
snar
-
tofulopp
-
janey
-
heidihelga
-
skattborgari
-
ellasprella
-
icekeiko
-
pollyanna
-
perlaoghvolparnir
-
bifrastarblondinan
-
storyteller
-
handtoskuserian
-
strumpurinn
-
siggathora
-
jari
-
disadora
-
egvania
-
um683
-
veland
-
sisvet
-
wonderwoman
-
brandarar
-
borgarfjardarskotta
-
jakobk
-
gudrununa
-
sp
-
must
-
jyderupdrottningin
-
hrannsa
-
einari
-
engilstina
-
manisvans
-
himmalingur
-
agny
-
almaogfreyja
-
gattin
-
dittan
-
dora61
-
draumur
-
gelin
-
lis
-
ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Gleðilegt sumar vinur, vona að það blómstri um þig..
Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 02:08
Gleðilegt sumar
það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt 
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:10
Tiger, 24.4.2008 kl. 02:12
Gleðilegt sumar Högni minn og takk fyrir þrælskemmtilegan bloggvetur
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:00
Gleðilegt sumar ! Takk fyrir veturinn
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:47
Gleðilegt sumar kæri Spékoppur og friður á jörð. Mikið er frískandi að fá svona fínt blogg eftir leiðinda-borgarastyrjaldarumræðu gærdagsins. Ætla að byrja sumarið á trimmi ... Megi friður ríkja í hjörtum okkar allra
í dag sem alla daga.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 08:50
Sæll elskulegur,
ætla láta sem ég hafi ekki heyrt/lesið þetta með snjóinn.
Ég er líklega manna glöðust með að nú er farið að vora, þoli mjög illa þetta hvíta kalda stöff. En vildi bara segja hér Gleðilegt sumar og bloggumst!
knús á þig
Ofurskutlan
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:14
Gleðilegt sumar og megir þú hljóta langþráð atvinnuleysi
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 10:31
María Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 10:53
Gleðilegt sumar og takk fyrir yndislegan bloggvetur.
RISA sumar knús á þig og þína.
Helga skjol, 24.4.2008 kl. 11:24
Gleðilegt sumar Tiger (Högni ?) og takk fyrir skemmtileg kynni hér
M, 24.4.2008 kl. 11:32
Högni er svona .. innanhús/innanblogg viðurnefni sem ákveðin forpokuð kerfisvilla - festi sig við vegna þess að ég var eitthvað að stríða henni á blogginu hennar, og kvaddi með "Högni Hrekkvísi" eða eitthvað álíka minnir mig ...
Takk öll fyrir góðar kveðjur og kvitterí.
Tiger, 24.4.2008 kl. 12:43
Gleðilegt sumar og takk fyrir allar frábæru færslurnar þínar í vetur og fallegu kommentin frá þér
já sammála yndislegt að vera á stöðum þar sem kyrrðin er allgjör úti í náttúrinni á fallegum sumardegi
Hafðu lúfan dag minn kæri bloggvinur
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 13:05
Gleðilegt sumar og takk fyrir góðar óskir TíCí minn, þú ert alltaf jafn yndæll og hlý persóna, og gefandi. Takk fyrir veturinn og allar fallegu kveðjurnar þínar og gleðina sem þú hefur veitt mér. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 13:16
Tiger, 24.4.2008 kl. 13:37
Gleðilegt sumar elskulegi snúðurinn minn, sumarið er minn tími og ég ætla sko að njóta og njóta, búin að fá nóg af sólarlandaferðum og finnst best að vera á Íslandi.
Gott að lesa bloggið þitt, takk fyrir skrifin og öll kommentin í vetur, þau hafa oft hlýjað mér í vetrarkuldanum, sumarknús til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:47
Tiger, 24.4.2008 kl. 14:54
Elsku vinur ég vil taka undir með þessu öllu frábæra fólki hér fyrir ofan mig
þú ert yndislegur, ljúfur og svo hlýr og svo góður og gefur okkur svo mikið með þessum fallegum ljúfum pistlum þínum og gleðin þín og hrekkvísi gefur okkur tilefni til að brosa og sjá spaugilega hliðina á þessu öllu saman
Gleðilegt sumar vinur minn og vonandi verður sumarið þér gott og skemmtilegt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:36
VÁ erfitt að toppa Lindu en allt sem hún segir er akkúrat sú mynd sem ég hef af þér
Og ekki er verra að þú fílar skafla ófærð og læti eins og ég þó ég sé kelling
Gleðilegt sumar og takk fyrir óborganleg blogg
Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 15:46
Það er svo sannarlega ekki hægt að bæta neinu við það sem er sagt hérna fyrir ofan svo ég segi bara.................................sammála öllum kommentum!
Gleðilegt sumar Tící minn
Huld S. Ringsted, 24.4.2008 kl. 17:49
Tiger, 24.4.2008 kl. 19:22
Forpokaða kerfisvillan ætlar bara að bjóða góða nótt
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:24
Tiger, 24.4.2008 kl. 21:48
Gleðilegt sumar !!
Þú ert sannkallaður gleðigjafi minn kæti bloggvinur. Vonandi verður þetta sumar villulaust og indælt. Knús á þig
JEG, 25.4.2008 kl. 00:00
Tiger, 25.4.2008 kl. 01:30
Hvar er margmiðlunarefnið? ég fæ bara þessa gömlu færslu þegar ég smelli á þessa nýju færslu???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 02:51
þetta var bara tóm færsla!! Eða hvað ???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 02:52
Tiger, 25.4.2008 kl. 04:06
Gleðilegt sumar bloggvinur - takk fyrir fína pistla og skemmtileg og góð bloggsamskipti í vetur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.