Færsluflokkur: Spaugilegt
24.4.2008 | 02:04
Vonandi kemur smá kuldatíð með miklum snjóum, mikilli ófærð og látum núna í lok Apríl...
Þá hefur vetur konungur sungið sitt síðasta, sennilega. Næsta víst er að ég fékk ekki nógu mikið af snjó í vetur, nema bara af myndum frá bloggvinum mínum - þá kannski sérstaklega vetramyndir frá okkar kæru Queen Ásthildi, drottningu af Vestfjarðarríki! Einnig fengum við skemmtilegan skammt frá Ólínu þar sem hún var á björgunarsveitaæfingum í vetur. Einhverjir hafa líka aðrir skellt inn góðum myndum úr ríki veturs konungs og kann ég þeim líka þökk fyrir það.
Ég er mikið fyrir snjó og læti, elska skafla og ófærð - líkt og ég hef eitthvað bloggað eða athugasemdast um í vetur. Nú er sá kaldi á undanhaldi - þannig séð.
Nú er sumarið mætt á svæðið. Reynda er þegar kominn ákveðinn vorilmur í loftið hérna á höfuðborgarsvæðinu, maður finnur það vel á morgnanna og reyndar á kvöldin líka. Slatti af gróðri hefur þegar byrjað að kíkja uppúr kaldri jörð og brosa nú gleðilega framan í hækkandi sól og birtumeiri dögum.
Nú er tími til að huga að útiverkum, sinna trjáklippingum og huga að umhverfinu sem og bara sumarbústaðnum. Ég læt að mestu svoleiðist hamagang í hendurnar á öðrum, enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum hjá mér þó ég bæti þessum hamagangi ekki líka á mig. Nú og taka út grillið og fægja það, undirbúa sólpallinn og taka fram sumarborðið.
Það sem mér finnst mest heillandi við sumartímann er að fara á fjöll, sitja langt uppi á fjalli og hlusta á - ekki neitt. Jú, kannski fuglana og lækjarniðinn sem skoppar niður eftir fjallinu. Ég gerði þetta oft sem lítill pjakkur, fór á fjöll og sat á toppinum - og horfði yfir bæ og borg - eins og konungur í ríki mínu virti ég fyrir mér það sem fyrir neðan mig lá svo fallegt. Ég dýrka einmitt svona aðstæður, náttúruna og kyrrðina - fátt annað en náttúruleg hljóð og söngur - eða garg fuglanna.
Já, sumartoppurinn núorðið er reyndar ekki bjartur og útsýnið ekki par glæsilegt. Oftast er ég að vinna alla daga út í gegn allt sumarið og hef gert undanfarin ár. Stundum tek ég mér ekki einu sinni einn dag frí yfir sumarmánuðina. En ég fæ samt mitt sumar, kemst daglega út seinnipartinn og nýt kvöldsólarinnar. Svo fer ég ætíð til heitari landa þegar hausta fer og fæ mínar sólbaðsstundir svo vikum skiptir.
Munið nú kæru bloggarar - að ganga inn í nýtt sumar með fallegu hugarfari og ljúfleika að leiðarljósi. Veturinn kvaddi og sumarið heilsaði - núna um miðnætti. Vonandi verður sumarið eins rólegt og yndislegt og við vonumst auðvitað öll eftir.
Friður og gleði fylgi ykkur í sumar og sól góðu vinir og bloggarar. Vonandi fáið þið gott sumar og ljúft veður, hvar sem þið verðið stödd. Munið líka að taka saman höndum um að gera daga ykkar nánustu gleðilega, grillið saman, ferðist saman, veiðið saman, farið í sólbað saman og gerið allt þetta ljúfa sumarlega saman. Maður veit aldrei hvenær maður á síðasta sumarið með sínum nánustu, notum sumarið vel og látum eins og það sé okkar síðasta í þeim skilningi að gera saman hluti með þeim sem eru okkur næstir.
Ég vil líka nota tækifærið til að þakka ykkur öllum frábæran bloggvetur, stórkostlega pisla og þakka ykkur öllum sem hafið verið að samathugasemdast með mér, bæði hérna og hjá öðrum. Faðmlag inn í nýtt sumar til ykkar allra.
21.4.2008 | 14:33
Þjófnaður á flugvöllum er eitthvað sem lengi hefur viðhafst, einnig smygl og önnur vandamál.
Kemur mér svo sem ekkert á óvart að starfsfólk á flugvöllum víða séu oft á tíðum hálfgert glæpahyski. Það hlýtur að vera líkt og í öllum starfsstéttum og í öllum þjóðfélagshornum - að alls staðar leynast óheiðarlegir og óprúttnir aðilar sem eru öðrum til minnkunar.
Starfsfólk á flugvöllum heims hafa að öllu jöfnu mikinn aðgang að góðum leiðum til að lauma hinu og þessu hingað og þangað. Sannarlega hafa ákveðnir starfsmenn góðan aðgang að miklum verðmætum líka sem felast oft á tíðum í farangri þeirra milljóna ferðamanna sem oft kaupa mikil verðmæti og ferðast með slíkt góss, slíkt gæti sannarlega freistað óheiðarlegra starfsmanna.
Sjálfur hef ég lent þrisvar í því að stolið hefur verið frá mér - úr farangri - frá því að ég innrita töskur og þar til ég tek þær aftur á færibandi heima við. Þetta á sérstaklega við um það sem sett er í hliðarhólf eða í ólæstar töskur - eins og var í þau skipti sem ég hef lent í. Reyndar var ekki um mikil verðmæti að ræða, en skartgripir og úr - sem og myndavél, fleira smálegt hefur horfið frá mér.
Sannarlega eru ekki nema bara örfáir einstaklingar sem eru svona óheiðarlegir - enda örugglega ekki oft sem þjófar komast lengi upp með svona ránsleiki þar sem fólk almennt hlýtur að kæra og því ætíð örugglega komið upp um slíkt fljótt. Ég er handviss um að meirihluti fólks sem vinnur svona störf er heiðarleikinn uppmálaður og ekkert uppá það að kvarta - en sauðirnir eru alltaf til staðar og sverta ímynd þeirra sem eru heiðarlegir.
Kíki á alla mína bloggvini í dag og kvöld. Hef lítið verið á ferðinni um helgina og lítið athugasemdast - en þið fáið ykkar skammt á næstunni. Er búinn að vera í nokkra daga að skrifa, laga til og þýða upplýsingar sem fjalla um tengingu afmælisdaga okkar við tré náttúrunnar og hvað hvert tré hefur að segja um einstaklinga sem tengjast viðkomandi tré. Set þessar upplýsingar örugglega inn í dag eða kvöld með von um að þið hafið ánægju af - og ykkur til fróðleiks um ykkar eigin tengingu þar sem þið getið fundið út hvaða tré þið eruð, þannig séð. Hafið góða viku framundan kæru bloggvinir og aðrir bloggarar.
Starfsmenn á flugvelli Madrid handteknir fyrir eiturlyfjasmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 03:02
AND YOU HAVE THE NERVE TO CALL ME COLORED!!!
Rakst á nokkra ótrúlega heita gamla en sígilda. Varð að skella þeim hérna inn svona á Laugardagskvöldi. Lifið heil og njótið.
-----------------------------------------------------------------
Dear White Fella - Coupla things you should know:
When i born, i black - When i grow up, i black - When i go in sun, i black - When i cold, i black - When i scared, i black - When i sick, i black - And when i die, i still black
But You dear white fella:
When you born, you pink - When you grow up, you white - When you go in sun, you red -When you cold, you blue - When you scared, you yellow - When you sick, you green - When you die ,you grey
AND YOU HAVE THE NERVE TO CALL ME COLORED!!!
-------------------------------------------------------
Miðillinn: Ó, ég heyri anda konunnar þinnar sálugu berja.
Ekkillinn: Nú nú, og hvern er hún að berja núna?
------------------------------------------------------------------
What a woman says;
This place is a mess! C´mon,
give me a little help now, you and I
need to clean up, your stuff is lying on the floor
and you´ll have no clothes
to wear, if we dont do laundry right now
What a man hears;
Blah, blah, blah, blah
. C´mon
Blah, blah, blah, blah
. you and I
Blah, blah, blah, blah
. on the floor
Blah, blah, blah, blah
. no clothes
Blah, blah, blah, blah
. right now.
----------------------------------------------------------------
Það fyrsta sem slær mann þegar maður kemur til New York er vasaþjófur!
----------------------------------------------------------------
Hugleiðing um staðreyndir lífsins
Hér segir af litlum fugli sem flaug haust eitt er kólna tók í veðri suður
á bóginn. En vetur konungur lagðist óvenju snemma yfir þetta árið og
frostið beit í litlu vængina svo aumingja fuglinn féll til jarðar. Hann
lenti á stórum akri og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En þá birtist belja
ein og skeit á hann. Þar sem fuglinn lá þarna í miðri kúamykjunni fann
hann hversu hlýtt og notarlegt þetta var. Skíturinn varði hann hreinlega
fyrir kuldanum og þetta var mjúkt og notarlegt bæli sem hann lá þarna í.
Litli fuglinn var svo hamingjusamur og honum leið svo vel að hann byrjaði
að syngja af gleði.
Köttur sem var þarna á ferðinni heyrði söng litla fuglsins og rann á
hljóðið. Hann sá skítahrúguna og dró litla fuglinn upp úr henni og át
hann.
Það sem við getum lært af þessari sögu er að:
1. Þeir sem gefa skít í þig eru ekki endilega óvinir þínir.
2. Þeir sem draga þig upp úr skítnum eru ekki endilega vinir þínir.
3. Þegar þú ert í djúpum skít skaltu hafa vit á því að halda kjafti.
-------------------------------------------------------
Engilinn á toppi jólatrésins Hvernig kom sú hefð til?
Jólasveinninn var öskureiður. Það var aðfangadagskvöld og allt gekk á afturfótunum!
Frú Jólasveinn hafði brennt allar jólakökurnar. Álfarnir voru að heimta yfirvinnukaup vegna tímans sem fór í að vinna við leikfangagerðina. Hreindýrin höfðu verið að skvetta í sig allann daginn áður og til að gera hlutina enn verri höfðu þau tekið sleðan og farið á rúntinn og klesst hann á tré.
Ég trúi þessu ekki hrópaði Jólasveinninn. Það er aðfangadagskvöld og ég þarf að afhenda miljónir jólagjafa um allann heim innan skamms og ekkert er eins og það á að vera!!!
Álfarnir mínir í verkfalli, Hreindýrin mín dauðadrukkin, sleðinn ónýtur og svo hef ég ekki einusinni jólatré. Ég sendi þennan heimska litla Engil út fyrir óralöngu til að ná í jólatré og hann er ekki enn kominn til baka: Jólasveinninn var bálreiður og blótaði heil ósköp
Einmitt á sömu stundu opnaðist útidyrahurðin og inn úr myrku éljaveðrinu steig Engillinn og dró á eftir sér stórt jóla tré
Hann hrópaði: Hæ, FEITI KARL
HVAR Á ÉG AÐ STINGA JÓLATRÉNU ÞETTA ÁRIÐ????
Þannig kom það til að Englar eru alltaf hafðir á toppi jólatrjánna ( þú skilur hvar jólasveinninn, sem var öskureiður, sagði Englinum að stinga trénu!! ) END!
-------------------------------------------------------
Verulega óða nótt kæru vinir og lesendur... njótið Sunnudagsins.
12.4.2008 | 19:43
Fjárinn ... rómantískar unaðsstundir eru nú úr leik! Ekkert kelerí á ullargæru ..sem liggur á gólfinu fyrir framan snarkandi arineld.
Nú sé ég fram á að þurfa að hætta að kveikja upp í arninum mínum, enda arineldur orðinn stórhættulegur. Í það fyrsta er alltaf rokna brunahætta þegar maður er að fikta með eld. En það er sannarlega ekkert miðað við hættuna sem skapast nú orðið og er orðin meiri dauðavaldur en óbeinar reykingar...
Notalegur arineldur er á við óbeinar reykingar samkvæmt nýjustu upplýsingum eða rannsóknum. Þegar Danir hjúfra sig við notalegan arineld hleypa þeir efnum út í loftið sem eiga þátt í jafnmörgum dauðsföllum og óbeinar reykingar. Samgönguráðuneyti landsins áætlar að 3.400 manns látist fyrr en ella vegna óhreindinda í lofti, en þar eiga 600 þúsund eldstæði stóran hlut að máli. Leggur umhverfisráðið til að síur séu settar á skorsteina til að vinna gegn vandanum.
Upplýsingar úr 24stundum, laugardaginn 12 apríl - 2008.
12.4.2008 | 18:53
Gæti maður fengið fjórhjól í skiptum fyrir konuna sína? Eða kvóta...
Þjóðráð að henda út gömlum og þreytulegum maka og fá inn flotta geit, hest eða fjórhjól í staðinn. Hve ótrúleg sum samfélög eru og þvílíkar uppákomur sem þar eiga sér stað í sátt og samlyndi, að því er virðist. Kannski þetta sé einmitt það sem við ættum að skoða og taka okkur til fyrirmyndar, eða hvað? Kannski er þetta ekki svo vitlaust þegar hjónabönd eru að sigla í strand, svona til að bjarga andliti og fá eitthvað pínulítið fyrir sinn snúð...
Þegar Búlgarskur bóndi sá fram á að þriðja hjónabandið hans var að sigla í óefnisstrand greip hann til óhefðbundinna aðgerða. Karlinn skipti á konu sinni og huðnu (geit) á markaðstorgi heimabæjar síns.
"Daginn áður sagði vinur minn mér að hann væri vonlaus í kvennamálum og að sér litist vel á konuna mína - konan mín samþykkti skiptin og við skiptum bara" sagði bóndinn kampakátur með geitina sem hann fékk í skipum fyrir eiginkonu.
Upplýsingar fengnar úr 24stundum, laugardaginn 12 apríl 2008.
Æjá, svo er víst í náttúrunni að eins dauði er annars brauð. Kannski er þetta ekki svo vitlaust eftir allt saman. Þegar hjónaband er að dauða komið og allir í sambandinu orðnir óánægðir og allt einhvern veginn út úr kú - því þá ekki að skipta út glötuðum maka fyrir t.d. hest, bíldruslu, fjórhjól eða bara utanlandsferð? Svo væri líka hægt að fá smá kvóta fyrir gamla makann eða smá landspildu þar sem má byggja upp ánægjulega framtíð án makans leiðinlega, þar væri svo hægt að lifa í sátt við menn og náttúru - enda dauða sambandið farið úr orgi og gorgi yfir í að vera ábatasamt og skemmtilegt.
Auðvitað yrði það að vera með samþykki allra aðila að skiptin gengju upp því ekki vill maður neyða einhvern til að taka við röflandi og óalandi maka sem er að gera útaf við mann.
So cute hugmynd finns mér ----> NOT. Auðvitað er þetta fáránlegt, ekki satt? Hvað segir þú lesandi góður, myndir þú vippa þér út úr dauðadæmdu sambandi fyrir gott fjórhjól? *Hux*...
10.4.2008 | 13:58
Við megum ekki kenna öðrum um það sem gæti alveg verið okkar vandamál! Umhugsunarvert finnst mér...
Ok, auðvitað er ég svo innilega sammála því að það sé skelfilegt að Reykjanesbrautin skuli vera búin að vera svona lengi í hassi og rugli, en samt spái ég stundum í því hverjum er í raun að kenna sum slys og óhöpp á brautinni - og víðar. Sannarlega er hægt að yfirfæra mikið af sök á vegina um allt landið, vegna óhappa - en það er sannarlega miklu meira sem kemur til - það erum við sjálf líka - bílstjórarnir sem keyra vegina, sem berum stóra sök líka!
Málið er að þar sem framkvæmdir eru - eru hraðatakmarkanir og hámarkshraði ætíð virkilega lágur - eins og vera ber til að forðast einmitt slysin og óhöppin. En hvað gera bílstjórar? Jú, þeir lækka ferðina örlítið - en langt frá því að minnka hraðann miðað við aðstæður og uppgefinn hámarkshraða þar sem framkvæmdirnar eru í gangi.
Ég þekki persónulega fjöldann allan af fólki sem keyrir Reykjanesbraut daglega, stundum oft á dag sumir. Ég veit til þess - geri það stundum sjálfur líka - að þegar maður kemur á kafla sem er með alls skyns merkjum, steindröngum og blikkandi ljósum - þar sem hámarkshraði er t.d. 50km - þar lækkar maður sig kannski úr 90-100km niður í 70-80km! Halló.. maður telur bara að maður ráði við allar flækjurnar sem birtast á þessum köflum án þess að aka samkvæmt því sem sannarlega er ráðlagt og ætlast er til vegna framkvæmdanna. Maður reynir að minnka hraðann - en þá koma aðrir bílar í rassgatið á manni og liggur við að þeir liggji á flautunni!
Auðvitað veit ég það eins og ég sit hér núna og skrifa - að ef hámarkshraði væri virtur að fullu - og fólk æki um þessa kafla á sannarlega ekki nema 50km eða minna þar sem þess er krafist eða ætlast er til - þá væri miklu minna af óhöppum á þessum blessuðu vegaframkvæmdaköflum.
Ég er alls ekki að segja hér að við eigum alla sök á bílslysum og óhöppum þeim sem á svona stöðum koma upp - alls ekki. En hugsið ykkur bara - ef hraðamörk væru virt sannarlega - og bílar bara hreinlega ækju um verstu kaflana á löglegum hraða - eins og á að gera auðvitað - þá er það gersamlega hundrað prósent öruggt að fá - eða engin slys kæmu upp á yfirborðið þar sem vegaframkvæmdir eru til staðar.
Mér finnst þetta umhugsunarvert því við erum svo fljót að kenna vegi, vegaframkvæmdum og þeim aðilum sem sjá um samgöngur - um svona slys og læti. Málið er að við horfum aldrei á okkur sjálf, hraða okkar á slíkum stöðum né það að í nánast 100% tilfella er hraði aldrei miðaður við aðstæður og sannarlega uppgefinn hámarkshraða á þessum vegaköflum sem framkvæmdirnar eru í gangi...
Vona að ég stuði engan með þessu - því ég veit að mjög margir eiga um sárt að binda vegna slysa og óhappa á slæmum vegaköflum þar sem framkvæmdir eru í gangi. Sannarlega biður maður fyrir þeim sem hafa lent í slysum, ekki síst fyrir aðstandendum þeirra sem missa ástvini í slíkum óhöppum - en við verðum að taka okkur sjálf á og fara að lögum ef við viljum ekki missa fleiri ástvini vegna slæmra vega og vegaframkvæmda! Lifið heil og njótið sólríkjunnar sem blasir við - allavega höfuðbúaborgurum. Knúserí og klemmerí á ykkur öll kæru vinir...
Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 15:09
Kolgeit flúor gorgeir glottir flottastur ...
Um að gera - muna að bursta extra vel.. ekki bara tennur sko - heldur allt heila batteríið, tungu og tennur og góminn allan. Þessi færsla var bara stutt frávik frá mínum venjulegu færslum. Önnur í smíðum en henti þessu bara inn til að minna á mig náttúrulega.. koma svo - upp með brosið!
Knús á ykkur öll... og munið - engin ástæða til að kommenda á þessa færslu! '*andremmulaustbros*...
Andremma: Sökudólgurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2008 | 03:18
Ok, nú fer ég í rúmið - búinn að láta plata mig þrisvar á netinu vegna dagsins í dag.
Ég hélt að það ætti nú bara að nota 1 apríl til að láta fólk hlaupa eitthvað eða einhverja erindisleysu - en það er sko líka hægt að láta fólk fá smá sjokk og læti á netinu líka. Of langt að fara að segja mikið frá þessu en ég er búinn að falla fjandans til í þrjú skipti núna eftir miðnætti og hér segi ég stopperí og stanz. Nú er ég að fara að slökkva á tölvunni og koma mér í rúmið, enda ætti ekki að vera hægt að plata mig þar - hmmm - eða hvað? Ojæja, varla úr því sem komið er - enda heiðarlegt og guðhrædd fólk á þessum bæ löngu sofnað, nema ég náttla...
Ég hvet alla til að vera góða á morgun og vera ekki að gabba hvert annað, right! Auðvitað eigum við að reyna eins og við getum, enda plata ég alltaf einhvern á svona dögum og tekst yfirleitt vel upp með það. En í augnablikinu er ég tómur á hvað ég mun gera - þess vegna er víst betra að koma sér í draumaheima með von um að draumar færi manni nýjan dag með nýjum uppátækjum. Mar er nú ekki kallaður hrekkvís og stríðinn fyrir ekki neitt sko! Ekki satt Dúvvan mín?
Hey, back off - ég er on the toilett abinn þinn. Perraskapur er það að kíkja svona á mann.. usss! Minnir mig bara á Dúu nokkra .. *hux*.
love you all ---> NOT. JÚJÚ - víst geri ég það.
17.3.2008 | 19:56
Flögur eru til fleiri góðra hluta en bara að eta þær...
Þetta er endalaus snilld. Þjófavarnakerfi eru til ýmissa góðra verka nauðsynleg, líka vegna barnsrána á sjúkrahúsum. Getur sparað jafnvel mánaða eða áralangar rannsóknir í leit af krílinu og jafnvel finnst það aldrei aftur. Það er ótrúlegt að nokkur lifandi manneskja skuli geta gert annarri manneskju svo illt að ræna hana barni sínu, vitandi þvílíkt áfall það er fyrir alla foreldra að missa barn sitt.
Ég myndi svo í framhaldi vilja sjá svona varnarflögu grædda í þingmenn. Mótkubburinn yrði þá staðsettur í kosningaloforð, líklega myndu þá margar hurðir skella og engar lyftur virka á hinu háa Alþingi - því fjær sem þingmaðurinn/flokkurinn fer frá kosningaloforðinu því meiri yrðu lætin, glæsilegt þannig séð. Fínt væri að skella líka kubb á velferðakerfið og almenning - en það er næsta víst að þá væru engar lyftur í landinu í lagi og allar hurðir landans kyrfilega læstar, enda ekkert velferðakerfi til í námunda við hinn venjulega launþega.
Annar góður flögustaður væri í mig og tölvuna mína. En það myndi það aldrei ganga upp því ég er svoddan flautaþyrill og oft á svo mikilli ferð til og fá - að stundum sé ég tölvuna ekki svo sekúndum skiptir, skelfilegt þannig séð.
Svo væri náttúrulega snilld ef vísindamenn færu nú í að umbreyta flögunni og gera hana að varnarflögu, svona forvarnaflögu. Þannig að ef nálægðin á milli flaga væri of lítil myndi hjálparsveitin fá boð um vandræði. Væri gott t.d. á allan almenning og á móti flaga í - bjórinn - ísskápinn - nágrannakonuna - lögregluna - fýlusvipinn - og fleira og fleira sem við ættum að forðast... *flaut*. Ég t.d. þyrfti að forðast nágrannakonuna því annað er svona í þokkalegu standi hjá mér .. þannig séð en náttúrulega með ýmsum uppák0mum við ýmis tækifæri.
Þá væri nú gaman að lifa, held ég. Maður myndi festa margar flögur á Gróu á Leiti, nokkrar á kisu svo fuglar fengju smá næði, á bíla sem æða með vandræðalega miklum hraða afturbretti bílsins, hendurnar á yfirmönnum þegar þær nálgast of mikið bossa ritara sinna, hendurnar á Lionesskonum þegar hendurnar á þeim nálgast minn bossa of mikið... hmmmm.... heyrðu, væri annars til í að hafa hina flöguna þar - svo að ef hendur læonnesskvenna fjarlægjast rass minn of mikið þá myndi allt klikkast. *flauttttt*. Annars væri líklega bara best að hættessu bulli og halda sig við upphafið, sjá til þess að engir foreldrar þurfi að líða það að börn þeirra hverfi af fæðingadeildinni. Knús í kvöldið ykkar kæru vinir..
Þjófavörn á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2008 | 03:10
Afganistan og tengdamamman ferðaglaða..
I wish u a good flight all the way, even further if you´re lucky ... Æi já, mér fannst fyrirsögnin ein og sér endalaust skondin. "Fer til Afganistan á sunnudag" - mátti til með að henda þessu inn í nóttina. Það er nefnilega þannig að ég heyrði gamansögu eitt sinn þegar verið var að gera grín að flugfélagi frá Englandi og kom "Afganistan" sterkt þar inn sem smá punchline. Kannski ekki mjög fyndið þegar maður rífur smá brot úr sögunni en hendi því samt hérna með.
Sögumaður segir að farþegar á leið til Alicante á Spáni verði sennilega heppnir með flugveður á leið sinni - samkvæmt venjulegri áætlun mun flugið til Alicante taka 3 tíma og 45mínútur - en fái flugfélagið mikinn meðvind mun ferðalagið taka sama tíma en áætlaður lendingastaður er í Afganistan... en auðvitað óskum við Ingibjörgu góðrar ferðar og megi heimsóknin þangað takast vel í alla staði.
Smá grín en verður að vera á ensku því annars kemur það kolvitlaust út.
My motherinlaw stood on my doorsteps one day with her 15 bags of clothing: "I was just passing by" she said, and jumped in to my house. I hated her guts for doing this fucking stuff, comming uninvited and shouting "I was just passing by" - i mean - she lives in fucking Denmark and we live in Iceland??? Passing my ass ... This was the fifth time this year and i was fucking pissed. When she was leaving, i threw out her bags and said in a fucking sweet way: "Just remember - mother dear - next time you are passing by - THEN FUCKING JUST PASS BY".. and slammed my door after her. Somehow i think she will from now on - just pass by our house without visiting us... what a bastard i am.
Góða helgi allir mínir bloggvinir - og aðrir bloggarar.
Fer til Afganistan á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði