Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2008 | 22:26
Uppdate og myndir ...
Nú er það smá uppdate á kisubörn. Núna erum við orðin mánaðargömul, reyndar orðin mjög stór og glæsileg dýr. Við megum nú ekkert vera að því að stilla okkur upp fyrir myndatökur því það er svo mikið að gera í því að æslast og slást, hlaupa og stökkva um allt. Við erum að fara að byrja á því að læra á mjólkurskál á morgun, höfum bara verið á mömmutúttunni hingað til. Afi er þó búinn að kenna okkur öllum á klósettið, sturtum ekki niður heldur bara mokum yfir - okkur dytti aldrei í hug að pissa einhvers staðar út í horn! Reyndar vorum við bara rétt þriggja vikna þegar við byrjuðum að róta í sandinum, smakka hann og tæta, en núna er hann bara til að pissa í ...
En það er kannski spurning um að stilla sér augnablik upp fyrir myndavélina, fyrst mar á að lenda á internetinu fyrir framan alþjóð. Ekkert gaman að vera þekktur ef það er bara með látum og slagsmálum - trukkabílstjórar erum við ekki sko! Þið getið alveg klikkað á myndirnar af okkur til að sjá okkur stærri, þá sjáið þið líka himinbláu augun okkar.
Alltaf gaman af svona krúsípúsíboltum. Það er ein stelpa og tveir strákar. Öll eru þau dugleg að leika sér og pissa öll í sandinn sinn. Ég hef reyndar aldrei lent í því að hafa pissuóðar kisur og ætíð mjög auðvelt að kenna þessum skottum á sandinn ef maður er bara duglegur frá því þeir byrja að rölta úr bælinu sínu. Vona að þið hafið gaman af þessu góðir hálsar.. eigið ljúft laugardagskvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.4.2008 | 12:18
Nú uppskera trukkabílstjórar það sem þeir hafa sjálfir sáð fyrir!
Að mínu áliti - sem kannski er ekki beint rangt né hið eina rétta - var það bara tímaspursmál hvenær fáviskulegar aðgerðir trukkakarla sköpuðu meiri vanda en eitthvað gott! Ég hef allan tíman frá upphafi verið á móti svona mótmælum, mótmælum sem eru í snarvitlausum farvegi. Auðvitað er ég kampakátur með það að einhver skuli standa upp og mótmæla óendanlegaum hækkunum á hinu og þessu í þjóðfélaginu - fyrir það eiga bílstjórar viðurkenningu skilið - en þetta var algerlega út í hött!
Eins og vinkona mín Guðrún B. benti á erum við of mörg sem sitjum og vælum í stað þess að taka þátt í og styðja mótmæli af einhverju tagi. Ég er sannarlega glaður með að einhver skuli virkilega standa upp og láta í sér heyra, en ég hef alltaf verið á því að það væri bara spursmál hvenær eitthvað leiðinlegt kæmi uppá með þeirri aðferð sem trukkakarlarnir stóðu í. Í gær var "óþolinmóður" bílstjóri handtekinn vegna aðgerða trukkakarla - vegna þess að hann reyndi að komast úr stíflunni sem trukkarnir skópu í umferðinni. Mitt mat er að ef hann verður ákærður og dæmdur til sekta ættu trukkakarlar að borga þann brúsa. Núna hefur soðið uppúr og upp er komin óþolandi læti og skætingur - og mikil óánægjualda risin gegn yfirvaldinu, sem bara er að sinna þeim störfum sem þeim eru sett fyrir.
Ef bara trukkakarlar hefðu drattast til að loka bara aðgangi að bensínstöðvum og lokað fyrir verslun með bensínið og olíuvörur - þá væri staðan allt önnur og engin minnsta óánægja í almennri umferð! Þá hefðu þeir strax komið við peningakassa stóru karlanna sem hefðu ekki látið slíkt viðgangast og þá hefðu aðgerðirnar strax haft áhrif á gang mála. Þess í stað hamast þeir í umferðinni - keyra um allt og eyða bensíni, olíu, og stóru olíukarlarnir brosa kampakátir því þeir græða bara á þessum aðgerðum. Engin hreyfir við stóru batteríi nema ráðast að topp- og lykilfólki - ekkert áorkast nema glundroði, skiptar fylkingar og almenn óánægja með vesen í umferðinni eins og staðan er í dag.
Núna eru trukkabílstjórar búnir að skapa mikla óánægjubylgju í áttina að yfirvaldinu! Hvenær ætla þeir að hætta þessari vitleysu og koma sér í að standa rétt að mótmælunum? Ég styð þá sannarlega, á réttum vettvangi - ég myndi glaður keyra og leggja bíl mínum í þvögunni við bensínstöðvar - en ég er mjög mikið á móti svona skrílslátum í miðri umferð á götum borgarinnar. Núna eru þeir að uppskera það sem þeir sjálfir hafa undanfarið undirbúið, vesen og vandamál - búnir að skipta landanum í tvær fylkingar - með þeim og á móti þeim - á móti lögunum og skapa vandamál fyrir hinn venjulega borgara sem vill komast leiða sinna. Og hver hlær núna? Jú, það eru stóru olíufélögin sem selja bensín og olíu sem aldrei fyrr. Mál að hætta ati í umferðinni og loka bensínstöðvum borgarinnar! Ég tek þátt í því með trukkabílstjórum - sem þó eiga mikið hrós skilið - eins og bleika dúllan nefnir - fyrir að standa upp og gera "eitthvað" - jafnvel þó mér finnist þetta "eitthvað" ekki vera hið rétta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.4.2008 | 21:17
Uppdate on the little kjutypies.. meoowww!
Ok, hérna er bara örstutt kisu upload. Við erum 3 vikna í dag. Erum farnir að skrölta um og leika okkur, hættir að kvæsa á afa og njótum bara lífsins. Til að sjá myndirnar betur getið þið klikkað á þær og þá stækka þær. Fleiri myndir seinna ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.4.2008 | 14:44
Sumir flörta án þess að átta sig á því - aðrir daðra meðvitað af lífi og sál, allir vilja að daðrað sé við þá - sakleysislega eða heitt kynferðislega.
Ertu daðrari, tepra eða einhvers staðar það á milli? Skoðaðu eftirfarandi og finndu út hvað þú átt að gera til að næla í fleiri sénsa. Nú eða hafðu bara gaman af og pældu í því hvernig daðrari þú ert - eða ert ekki! Við erum svo miklir flörtarar sum - sum að ásettu ráði og með mikilli tækni - en önnur sakleysislega og án þess að ætla sér eitt eða neitt. Sumir eru bara svona eilífðardaðrarar af guðs náð.
- Nærðu oft augnsambandi við ókunna menn/konur?
- Mjög oft.
- Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar.
- Aðeins ef þeir/þær eru sætir/sætar og þú í skrítnu skapi.
- Sjaldan, bara ef þú ert drukkin/n.
- Aldrei.
- Þú ert einmanna í partíi. Hvaða menn/konur ákveður þú að nálgast?
- Þann/þá svalasta/svölustu.
- Þann/þá sætasta/sætustu.
- Þann/þá fyndnasta/fyndnustu.
- Þann/þá ríkasta/ríkustu.
- Þann/þá sem er einmanna eins og þú.
- Ef þú hefur náð augnsambandi við áhugaverða/n mann/konu, hvað þá?
- Horfir þú í aðra átt, vandræðaleg/ur.
- Brosir lítillega og bíður eftir því að hann/hún komi til þín.
- Kinnkar kolli til hans/hennar, situr bein/n í baki og opnar efstu tölurnar á skyrtunni þinni.
- Gengur rólega að honum/henni, dillandi mjöðmum(konur). Þú heillar engan með því að horfa niðurfyrir þig. Ef þú hefur sífellt áhyggjur af því að mistúlka merki karlmanns/konu muntu aldrei ná þér í gæja/gellu svo þú treystir eðlisávísuninni og horfir beint á hann/hana.
- Veifar og kallar í hann/hana eða gengur beint að honum/henni.
- Þegar þú kynnir þig fyrir manni/konu, þá?
- Leyfir þú honum/henni að tala um sjálfa/n sig á meðan þú fyllist áhyggjum yfir því sem þú ætlar að segja.
- Fylgir honum/henni í samræðunum en lætur hann/hana stjórna þeim.
- Meturðu samræðurnar og passar að þið fáið jafnan tíma til að tala um ykkur sjálf.
- Talarðu ekkert um persónulega hluti. Spjallar um lífið og tilveruna og reynir að fá hann/hana til þess að hlæja.
- Segirðu honum/henni ævisögu þína á fimm mínútum.
- Þið hafið fært ykkur þangað sem þið fáið meira næði. Hvernig berðu þig að?
- Varfærnislega, þú vilt ekki að hann/hún haldi að þú sért auðveldur/auðveld bráð.
- Afslappaður/afslöppuð en fjarlæg/ur, þú vilt enga líkamlega snertingu.
- Þú reynir að láta mjaðmir ykkra, hendur eða fætur snertast.
- Vingjarnlega, þið eruð eins og gamlir vinir.
- Þú setur hendur þínar strax á mjaðmir hans/hennar.
- 5-10 stig = Þú tekur enga sénsa en ef þú vilt hitta stráka/stelpur verðuru að læra að brosa til þeirra fyrst.
- 11-15 stig = Þú vilt prófa en þorir ekki alltaf. En ef þú fylgir áhuganum eftir áttu von á mörgum sénsum.
- 16-20 stig = Þú veist hvað þú vilt og hvernig þú færð það. Þú gefur frá þér merki án þess að það standi á þér að þú takir öllum mönnum/konum opnum örmum.
- 21-25 stig = Engin getur sakað þig um að halda þig til baka. Ekkert að því en þú gætir spáð í afhverju flestir vina þinna drífa sig heim fyrir morgunmat.
P.s. hvar ert þú í þessum skala?
Endilega leyfðu okkur að heyra hvar þú lendir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.4.2008 | 15:04
Brennandi blúss inn í nýja tíma - en - er það þess virði? Brennandi rúntur um bloggvinaheim..
Ég nötraði og skalf af stressi og hræðslu, enda var ég viss um að maðurinn leyndi hníf eða öðru álíka morðtóli undir borðinu þar sem við sátum. Minnst tíu ár eru síðan ég var síðast í slíkri umsátursaðstöðu og nú helltist yfir mig sama skelfilega tilfinningin og þarna forðum, átti ég að standa upp og reyna að forða mér eða átti ég að sitja kyrr halda ró minni og kúli, þykjast harður og bara sjá hvað gerðist? Ég sat kyrr...
Ok, þetta er svo sem ekkert hættulegt og engin sakamálareifari hér á ferð eða hvað? Nei, hér var bara um að ræða atvinnuviðtal. Ég var, í fyrsa skipti síðan 19 hundruð og eitthvað, að sækja um vinnu í sumar á nýjum stað og hjá nýjum vinnuveitanda. Var orðinn dálítið staðnaður á gamla góða staðnum og ákvað að breyta til núna í sumar og fara svo aftur á gamla staðinn þegar ég kem aftur heim eftir haustferðina mína erlendis. Reyndar hefur gamli staðurinn minn breyst talsvert enda hefur hann verið fluttur um set þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað þar sem hann var.
Segi ykkur það ég hef sjaldan verið svona stressaður og ég virkilega sá mig sem lítinn krakka sem átti að fara að svara til saka fyrir eitthvað sem ég hafði alls ekki brotið af mér. En svona leikur heilinn sér að okkur. Auðvitað þarf maður ekki að vera að stressa sig upp eitt eða neitt, enda sá ég það fljótt að viðmælandi minn var mjög sennilega stressaðari og feimnari en ég sjálfur, enda virtist hann vera dálítið yngri en ég og þokkalega ekki að taka það með stæl að vera í þeirri stöðu að ráða fólk í vinnu. Það endaði með því að ég tók yfir viðtalið og áður en það var úti var ég kominn með nýja sumarvinnu og við báðir skellihlægjandi og í miklu stuði, líkt og gamlir vinir bara. Auðvitað vona ég að aðrir umsækjendur fyrirgefi mér það að valta svona yfir allt og krækja mér í blessað starfið en vonandi fá þeir bara aðra góða vinnu í staðinn. Reyndar mun ég vera að hluta til á gamla vinnustaðnum líka í sumar en ég er svo sem vanur því að standa langar vaktir og vinna daga og nætur mánuðum saman, enda ólatur og vinnufús með eindæmum.
Ohjæja.. ég hef ekki verið mikið á Mbl.is bloggrúntinum undanfarið og vona ég náttúrulega að þið hafið eitthvað saknað mín, í það minnsta vantar mig heilmikið þegar ég hef ekki lesið ykkur í einhvern tíma. Maður saknar þess heilmikið þegar maður hefur ekki verið á sjóðbrennandi blússi um allt bloggið og séð ykkur og lesið kæru bloggvinir...
Ég mun fara vandlega yfir ykkur í kvöld, reyndar seint í kvöld en þá mun ég lesa ykkur öll og enn og aftur fara hamförum um athugasemdakerfið ykkar so be ready to be commented on þannig séð auðvitað. Að sjálfsögðu mun ég reyna að sitja á mér og vera svona einu sinni kurteis, en lofa samt engu með það enda þekktur fyrir að vera óvæginn og yfirdrifinn í því að blogga inni í athugasemdum hjá bloggvinum og nokkrum öðrum líka. En sjáumst í kvöld kjúklingarnir mínir og eigið góðan dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.4.2008 | 01:13
Hvort er betra, steikt beikon eða beikon í bleikum kjól? Whuttt..
Ok, ég ákvað að setja hérna inn tvær myndir af litla pjakknum sem ég var með um helgina. Þessi gullmoli liggur svona, eins og á myndunum, bara allan sólahringinn hjalandi og leikur sér og dundar að öllu sem maður réttir honum. Hann er svo mikill draumur að það væri óskandi að börn væru alltaf svona góð. En svo stækka þau og fara að fikta og tæta .. eins og gengur og gerist - og þá fyrst fer að hitna í kolunum hjá þeim sem þau ala...
En þessi litli strumpur er kannski bara rólegur og góður strumpur .. en ég! Það er önnur ella! Ég tók sama strumpaprófið og allir aðrir á blogginu og ég mótmæli harðlega - ég er KLAUFASTRUMPUR! Reyndar passar það sem sagt er um klaufastrump mjög vel við mig sko.. *flaut*.
What Smurf am I? You are Clumsy Smurf. You are a kind and loveable person. It doesn't take much to make you happy. You have a gentle way about you. Your friends are important to you and you enjoy helping them out. Some may say you can be a bit clueless, but you understand more than people think. Your positive outlook on life is contagious. You are a sweet and caring individual that deserves to be loved!
Make me kreisí.. Svínka mín! Sko, maður er hér í mesta sakleysi að blogga nafnlaust - og það hrynja inn kátar konur og kappar sem hamast við að stríða mér með því að þau þekki mig sko og viti bara allt um mig... núna síðast kom þessi fallega í bleika - þessi sem tælir kindur inn úr náttúrunni og beint inn í ofninn sinn. Jamm, þessi sem plataði okkur öll um daginn með "Grind-færslu" og hélt okkur í spreng allan daginn - en svo var bara engin Grind, bara aprílgabb og læti. Svo lætur hún mann krossa putta, fætur og fleira .. segi ekki meira - en svo er hún bara óþekk og segir bara ekki orð meira en að hún viti bara allt um mig og ég bara er eins og venjulegur karlmaður og get bara alls ekki áttað mig á því hver hún er. Damn.. ég veit ekki einusinni hvort ég var góður eða vondur eða jú ég veit allavega að ég hef örugglega ekki verið vondur sko.. en
Ég er að hugsa um að skreppa yfir til Jennýar og athuga hvort henni sé sama þó ég kasti mér í vegginn hennar. Hjá mér eru engir veggir því ég er tæpur á tauginni og ég ákvað að fá úlfinn sem ætíð eltir grísina til að blása þá away - svo ég kasti mér ekki í þá.
En að öðru.. ég er töffari - ég veit það - en ég kann ekki að setja inn tónlist. Var að fá í hendurnar dásamlegt lag sem ég ætlaði að setja hérna inn á spilara - og tileinka Ragnheiði og Ásdísi lagið - sem er sérstakt fyrir mig líka - en ég get ekki komið því á síðuna því síðan samþykkir ekki "avi" endingu eða eitthvað álíka. Kann einhver ráð við þessu? Væri endalaust þakklátur ef einhver lumaði á góðum ráðum varðandi þetta.
Ojæja.. þá er það bloggrúntur með athugasemdahamagangi - svona fyrir svefninn. Alltaf svo gaman að kíkja á ykkur elskurnar áður en maður fer að sofa. Knús og klemmerí á ykkur öll og eigið ljúfa drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
6.4.2008 | 01:15
I´m way to soft tonight.. but still so flaming hard.
Bara örstutt innlit til að segja hæhæ við ykkur. Er búinn að vera tótallý - og þá meina ég algerlega tótallý - busy og ekki gefið mér tíma til að vera á blogginu. Ég hef ekki lesið ykkur neitt í dag en leit eitthvað, einhversstaðar á eitthvað - þannig séð. Núna er ég nýbúinn að svæfa litla guttann sem gistir hérna, obbólítill 7mánaða eða svo... ég fíla mig bara eins og afa - enda á ég svo mikið í þessum litla böggli - en auðvitað er ég way to young til að vera afi náttúrulega..hehe.. eða þannig!
Ég ætla að lesa allt hjá ykkur - bloggvinir mínir - annaðkvöld og trúið mér - ég á eftir að bulla helling eins og ég er vanur í athugasemdakerfinu ykkar. Mér finnst óendanlega gaman að tuða og bulla hjá ykkur og endalaust fynnst mér skemmtilegt ef ég get nú aðeins stuðað ykkur með pínu hrekk eða trít.. vona samt að þið áttið ykkur fullkomlega á mér og því að ég er ljúfur pjakkur sem aldrei myndi hrekkja ykkur af alvöru - held ég *hux*...
Eitt svona í lokin. Heyrði í fréttunum að það væru allavega 60 heimilislausir í höfuðborginni. Skelfilegt, 60 manns sem þurfa að sofa núna í nótt - og yfir höfuð allar nætur - í skúmaskotum og kjallaraskotum - án sængur og kodda og enga hlýju að fá. Hefði ekki verið fjandanum nær að nota alla hundruð milljónirnar sem fóru í að kaupa ónýt hús á laugarveg til að kaupa eitt gott húsnæði til að hýsa þetta blessaða fólk? Væri ekki ráð að stoppa ráðherra og þingmenn í að ferðast - minnka ferðalög þeirra um helming og enga vasapeninga og bitlinga - og gera upp annað húsnæði sem hýsir þetta bláfátæka fólk sem á ekki einu sinni bolla til að drakka kaffi úr - hvað þá kaffi til að drekka! ... Okok, það bara fýkur í mig þegar ég hugsa til ráðherra eða borgarstjóra í himnasæng sinni með stóra flatskjái í öllum herbergjum og troðfullan ísskáp sinn - heimtandi einkaþotur og vasapeninga og fleira .. þegar til er fólk sem á ekki nema rétt fatagarmana sína sem það stendur í.
... er að fara á stóru flatsængina sem ég gerði inni í stofu. Svæfði litla gaurinn þar svo ég gæti kíkt pínu á sjónvarpið því ég þori ekki að skilja hann eftir einan inni í svefnherbergi því hann er svo duglegur að velta sér og rúlla, vil hafa augun með honum sko! Og svo ætlar mar að liggja þarna smá stund og horfa á litla pjakkinn - og aðeins að tosa í litlu puttana og táslurnar hans... svo ef hann vaknar við þetta þá er það bara allt í lagi - því þá bara tek ég hann upp og held á honum í alla nótt og hjala með honum og keleríast við hann! Reyndar veit ég af reynslunni að hann vaknar ekki heldur sefur góður til níu í fyrramálið - en ég bara ræð ekki við mig - verða að skoða svona litlar tær og horfa á svona yndislegt lítið andlit sem sefur svona hamingjusamt og vært. Oh hot damn hvað þetta er dýrrrrðlegt líf... sorry hvað ég er soft eitthvað, bara elska svona lítil kríli og á svo mikið í þessum þó ég sé nú jámm.. of ungur til að vera afi hans en er það hálfpartinn samt.. góða nótt allir mínir vinir, sé ykkur hress annaðkvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Meooooowwww... já, ég er ekki mikill hundamaður því ég nenni ekki að vera með hund og þurfa að hugsa um hann eins og lítið barn, út að pissa - og út að labba og varla hægt að skilja þessi grey eftir ein. En, það er vikuafmæli hérna á morgun. Kettlingarnir eru vikugamlir á morgun og því ættu þeir að fara að opna augun núna um helgina - enda gera þeir það yfirleitt rétt vikugamlir. Þeir eru enn bara í einum hrærigraut, hringa sig saman þegar mamman er ekki hjá þeim - enda finna þeir skjól og öryggi hver í öðrum á meðan þeir eru svona litlir greyin. Myndirnar hérna niðri tók ég í morgun - nema tvær efstu eru sirka tveggja ára gamlar (af mömmunni og stóru kettlingunum)..
Hérna er hefðarmærin sjálf og líka kettlingar frá henni síðan fyrir tveim árum. Oftast kemur hún með kettlinga sem eru mjög svipaðir henni sjálfri, en núna fyrir viku komu bara mjög dökkir kettlingar.
Hérna má sjá þessar vikugömlu rúsínur - og mömmuna eitthvað að skipta sér að því að maður skildi taka þá alla úr holunni sinni til að setja þá í myndatökur, hún náttla ekki hrifin af því. En eins og sjá má þá eru þeir allir frekar dökkir. Þrír eru bröndóttir en tveir eru svartir með hvítar lappir og tríni.
Well, þá er þessari kisufærslu lokið.
P.s. viljið þið giska á hvað ég á mörg úr? Okok, nennið því ekkert - en ég á bara 13 stykki - og nota aldrei úr svona yfir höfuð - hvað er að eiginlega? Bruðl.. jámm!
Þvílíka vitleysan sem maður hendir stundum pening í... díses.
Já, maður er stundum hálf ruglaður, fyndinn en samt ekki fyndinn ... knús á ykkur öll kæru vinir og lesendur allir. Eigið góða helgi sem byrjar á morgun - og reynið að njóta sem eigið fríhelgina framundan. Túttílú..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.3.2008 | 17:08
Ætla ekki að kasta mér í æluvegg þó ég sé yfirfullur af Páskaeggjum og góðum mat...
Jæja, þá eru sælgætisdagar mínir að baki og nú tekur hollustan við - kannski. Jólin, þrettándinn, árshátíðir og þorrablótin - og nú síðast páskar og fermingar. Að vísu er ég með brilljant brennslukerfi og það er næsta víst að ég á ekki eftir að geta nokkurn tíman verið kallaður feitur - en maður skal þó ætíð vera á varðbergi gagnvart hinu svikula fitugeni sem ræðst á allt og alla þegar minnst varir. Allur sá góði matur og það mikla sælgætisát sem fylgir svona hátíðsdögum er auðvitað ekkert annað en æði, að vissu marki þannig séð. Núna síðast um helgina nýliðnu borðaði ég t.d. 4 stór og mikil Páskaegg með öllu innihaldi og öllu tilheyrandi *rob*... og skammast mín ekkert fyrir það! Ég naut páskanna mjög vel og hvíldi mig vel, enda var ég strax á Skírdag orðinn veikur (surprise, frí og maður veikur) og núna í dag þriðjudag er fyrsti góði dagurinn minn - fyrsta vinnudaginn er ég orðinn góður... Ég held að ég hafi ekki fengið svona leiðinlega pest árum saman, meðfylgjandi allt heila tilstandið. Ég ældi þó ekki í fötu, er ekki ælugjarn og verð yfirleitt ekki mjög flökurt - nema þegar ég sé "ælufærslu" á blogginu þar sem allir eru bullandi meðvirkir í því að æla í sömu fötuna - þá fyrst verður mér flökurt og flýti mér burt af þeirri færslu svo ég æli ekki hinum bloggurunum til samlætis...
Það er ótrúlegt að sjá hvernig við látum á blogginu, ja eða flestir svona. Að skoða hve meðvirk við erum hvert með hinu í hinu og þessu, þannig séð. Ef færsla kemur sem fjallar um eitthvað sem bloggarinn þolir ekki og bloggarinn skrifar í lokin t.d. "þoli þetta ekki, nú fer ég og æli!" þá koma runur af bloggurum sem eru virkilega ælugjarnir og æla með ælufærslunni í þvílíkri meðvirkni að mér verður flökurt þegar ég hef lokið lestrinum og spyr því í mínum athugasemdum hvort það sé ekki örugglega pláss við ælufötuna - undur og stórmerki - hef í nokkur skipti hætt að lesa ælufærslur þegar ég hef séð ---> <--- þennan græna útum allt í færslunni, enda ekki mikið fyrir ælupestir og mikil veikindi svona þannig séð. En þetta er bara ég, ég t.d. sem kasta mér ekki heldur í veggi öðrum til samlætis - en á það til að taka smá krúttkast þegar þeirra er vænst.
En svona er vaninn. Ég er t.d. í kasti - þó ekki í veggjakasti - yfir því að hafa ekki getað farið í sund og heita pottinn síðan á þriðjudag fyrir Páska. Ég fer í sund á næstum hverjum degi, er duglegur að synda og pottast. Ef ég missi úr dag, hvað þá daga, er ég bara alveg tótally lost - rútínan rugluð og þessar fáu sellur sem eru í lagi þarna uppi eru í einhverri undarlegri tilvistarkreppu. En það stendur til bóta núna því ég er að verða 100% borubrattur aftur og fer því í sund í kvöld eða á morgun, og svo er það ræktin sem fylgir. Allar þessar venjulegu rútínur sem nú fara í gamlar skorður - og verða þannig þar til að næstu jól nálgast því rútínuvandamálaflippið byrjar alltaf með jólum. Flippinu fylgir svo áramótaogeftiráramótaástand fram yfir páska, en þá fellur maður loks aftur í gömlu hjólförin og heldur sig þar, svona oftast.. En augnablik ...
Ok, I´m back... (fékk nefnilega óþægilega mikla munnræp...jamm!)
Góður matur og nammerí hefur verið fljótandi um allt hjá mér síðustu daga svo - Já, ég er ekki búinn að blogga neitt síðan á Skírdag - og ekkert verið að skella mér á netið yfirhöfuð. Ég vona að þið kæru bloggvinir hafið ekki saknað mín of mikið þó ég hafi ekki verið ofvirkur á blogginu ykkar yfir páskana, líkt og ég er oftast en hugsanlega hafði ég bara gott af þessu fríi - og hugsanlega þið gott af því að losna aðeins við mig í leiðinni. Ég hef því ekki fylgst mikið með því sem hefur verið í gangi hérna á blogginu frekar en á öðrum vettvangi. Jú, reyndar hef ég svo sem leyft sjónvarpinu að rúlla í lausum taumi og séð eitthvað af fréttum. Mér finnst þó fátt vera þess vert að skoða mikið eða blogga um, en á eftir að kíkja aðeins í blaðið í dag og glugga aðeins á mbl.is - hver veit nema maður finni eitthvað bitastætt. Ég er allavega mættur aftur, hversu mikið eða lengi er þó önnur ella en ég er allavega ekki hættur bloggeríi - nema bara núna - í bili. Farinn að kíkja blogghring og sjá hverju ég hef misst af í páskastússinu... luf u guys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
20.3.2008 | 00:12
Páskakveðja og knúserí..
Ójá, ég er bara kominn í Páskagírinn. Ég mun ekki vera mikið inni á blogginu yfir páskana, þannig séð - en mun samt eitthvað kíkja af og til. Ég er ekki hættur að blogga, mun bara minnka það núna allavega yfir páskana en sjá svo til með framhaldið - en líklegt er að ég verði ekki eins mikið í bloggheimum og hingað til. Ég mun þó halda áfram að detta inn hjá bloggvinum mínum og lesa eins mikið og ég kemst yfir þar, og kvitta með kveðjum og látum eins og ég er vanur... Málið er að það mun líklega verða mun meira að gera hjá mér eftir páska en hingað til svo ég eyði bara litlum tíma hér en mun þó alls ekki hverfa alveg.
Well, hvað get ég sagt? Jú, ég mun áfram henda hingað inn smá kjánaskap og einnig mun ég halda áfram með mitt ágæta "ekkineittsérstaktbullblogg". Ég hef gaman af því að blogga en ég hef samt ekki gaman af því að henda bara inn 10 bloggfærslum á dag sem eru bara svona til að gera eitthvað. Ég hef yfirleitt bara hent inn einu eða tveim færslum á dag og líklega verða litlar breytingar á því. Það er náttúrulega miklu sniðugra að vera ekki að dæla yfir ykkur fulltaf bulli daglega, heldur láta nægja eitt bullverk á dag. Annars veit maður aldrei, það gætu alltaf komið dagar þar sem maður hefur meira að segja og þá bara gusar maður öllu yfir ykkur..
Eins og þið sjáið/lesið - þá hef ég ekkert að skrifa um hérna, vildi bara nota tækifærið hérna til að óska ykkur öllum gleðilegra Páska. Vonandi fáið þið öll stórt og gott páskaegg, svona til að svala súkkulaðiþörfinni. Lifið heil og verið góð hvert við annað kæru bloggvinir, og aðrir bloggarar. (Guli liturinn er í tilefni páskanna).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði