I´m way to soft tonight.. but still so flaming hard.

  Bara örstutt innlit til að segja hæhæ við ykkur. Er búinn að vera tótallý - og þá meina ég algerlega tótallý - busy og ekki gefið mér tíma til að vera á blogginu. Ég hef ekki lesið ykkur neitt í dag en leit eitthvað, einhversstaðar á eitthvað - þannig séð. Núna er ég nýbúinn að svæfa litla guttann sem gistir hérna, obbólítill 7mánaða eða svo... ég fíla mig bara eins og afa - enda á ég svo mikið í þessum litla böggli - en auðvitað er ég way to young til að vera afi náttúrulega..hehe.. eða þannig!

  Ég ætla að lesa allt hjá ykkur - bloggvinir mínir - annaðkvöld og trúið mér - ég á eftir að bulla helling eins og ég er vanur í athugasemdakerfinu ykkar. Mér finnst óendanlega gaman að tuða og bulla hjá ykkur og endalaust fynnst mér skemmtilegt ef ég get nú aðeins stuðað ykkur með pínu hrekk eða trít.. vona samt að þið áttið ykkur fullkomlega á mér og því að ég er ljúfur pjakkur sem aldrei myndi hrekkja ykkur af alvöru - held ég *hux*...

  Eitt svona í lokin. Heyrði í fréttunum að það væru allavega 60 heimilislausir í höfuðborginni. Skelfilegt, 60 manns sem þurfa að sofa núna í nótt - og yfir höfuð allar nætur - í skúmaskotum og kjallaraskotum - án sængur og kodda og enga hlýju að fá. Hefði ekki verið fjandanum nær að nota alla hundruð milljónirnar sem fóru í að kaupa ónýt hús á laugarveg til að kaupa eitt gott húsnæði til að hýsa þetta blessaða fólk? Væri ekki ráð að stoppa ráðherra og þingmenn í að ferðast - minnka ferðalög þeirra um helming og enga vasapeninga og bitlinga - og gera upp annað húsnæði sem hýsir þetta bláfátæka fólk sem á ekki einu sinni bolla til að drakka kaffi úr - hvað þá kaffi til að drekka! ... Okok, það bara fýkur í mig þegar ég hugsa til ráðherra eða borgarstjóra í himnasæng sinni með stóra flatskjái í öllum herbergjum og troðfullan ísskáp sinn - heimtandi einkaþotur og vasapeninga og fleira .. þegar til er fólk sem á ekki nema rétt fatagarmana sína sem það stendur í.

  ... er að fara á stóru flatsængina sem ég gerði inni í stofu. Svæfði litla gaurinn þar svo ég gæti kíkt pínu á sjónvarpið því ég þori ekki að skilja hann eftir einan inni í svefnherbergi því hann er svo duglegur að velta sér og rúlla, vil hafa augun með honum sko! Og svo ætlar mar að liggja þarna smá stund og horfa á litla pjakkinn - og aðeins að tosa í litlu puttana og táslurnar hans... svo ef hann vaknar við þetta þá er það bara allt í lagi - því þá bara tek ég hann upp og held á honum í alla nótt og hjala með honum og keleríast við hann! Reyndar veit ég af reynslunni að hann vaknar ekki heldur sefur góður til níu í fyrramálið - en ég bara ræð ekki við mig - verða að skoða svona litlar tær og horfa á svona yndislegt lítið andlit sem sefur svona hamingjusamt og vært. Oh hot damn hvað þetta er dýrrrrðlegt líf... sorry hvað ég er soft eitthvað, bara elska svona lítil kríli og á svo mikið í þessum þó ég sé nú jámm.. of ungur til að vera afi hans en er það hálfpartinn samt.. góða nótt allir mínir vinir, sé ykkur hress annaðkvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskaplega var þetta ljúfur lestur fyrir svefninn.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Mikið var þetta fallegt elsku vinur minn,ég dáist að þér,þú ert svo yndislegur og það geislar af þér gleðin og hamingjan og kommentin þín gefa mér fallegt bros yfir daginn,það er alltaf gott og gaman að lesa hjá þér elsku vinur,hafðu það gott með litla fallega guttanum og njóttu þess,þetta er svo yndislegt og fallegt að horfa á svona lítið og saklaust fallegt ungabarngóða nótt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi litlu eru allra best, bara yndisleg.  Ekki búin að læra að segja nei, ekki rífa kjaft, ekki segja þú ert svo gamaldags.  Knús inn í nóttina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2008 kl. 02:04

4 identicon

Góður lestur svona í morgunsárið, fer þér vel að vera mjúkur!

Hvað varðar heimilislausa þá er ég hjartanlega sammála en ætla ekki að segja meira í bili því þá get ég ekki hætt, verð bara að blogga um það við tækifæri.

knús á þig kall :)

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Tiger

  Yndislegt að hafa þessi litlu skinn - svona smá stund af og til sko - og skila þeim svo bara aftur þegar maður er búinn að spilla þeim pínu ponssss... *bros*. Sá litli dundaði sér frá sirka 7 í gærkvöldi til sirka 11 - svo ljúfur og góður, hjalandi og svo mikið brosandi. Uppúr 11 gaf ég honum aðeins að borða og svo drakk hann pelann sinn - því næst skipti maður á kappanum og svo týmdi ég varla að leggja hann á sína stóru flatsæng. Hann sofnaði hjalandi á öxlinni minni og þá varð ég náttúrulega að skutla honum á flatið .. hann svaf til átta núna í morgun, vaknaði hlægjandi ??? Hvað sumir eru nú glaðværir og áhyggjulausir yfir háu bensínverði og alles. Við fengum okkur öll morgunverð svo skipti ég á honum og svo lá ég á flatsænginni hjá honum og lék mér við hann þar til hann sofnaði aftur klukkan núna að verða tíu - enn brosandi - bæði ég og hann..

Hólmdís: Já, þakka þér - það er sannarlega ætíð ljúft að lesa um börn og smá dúllerí - sammála þér sko!

Helga mín: Ójamm, við finnum sko örugglega eitthvað ljúft - eða ekki ljúft - að blogga um í kvöld. Knús á þig ljúfan..

Linda Linnet: Þakka þér falleg orð elskulegust, það er svo mikið satt hjá þér að það er endalaust yndislegt að horfa á þessi litlu gull - sérstaklega sofandi sko - þá langar manni bara stanslaust til að vekja þau til að knúsast aðeins meira.. Knús í daginn þinn Linda mín..

Jóna Kolbrún: Svo mikið satt, bara dásamlegt að knúsast svona mikið áður en þau fara að ýta manni frá og þeim finnst þau vera of stór fyrir knúserí.. hehe.. en verður maður nokkurn tíman of stór fyrir knúsið? Nei, held nú bara ekki sko! Knús á þig.

Ofurskutlan: Takk fyrir skutlan mín.. ég veit að þú gæti bloggað heavy mikið um heimilislausa og þá sem hvergi geta hallað aftur augunum í öryggi. Ég mun sannarlega lesa hjá þér ef þú bloggar um það, en hey, ég les þig hvort sem er alltaf! *bros*... eigðu góðan sunnudag ljúfan!

Tiger, 6.4.2008 kl. 09:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 10:09

7 Smámynd: Ragnheiður

Notalegur pistill að morgni dags.

Innlegg þitt um heimilislausa er alveg frábært ! Þetta er fólkið sem enginn vill kannast við, allir loka augunum fyrir.

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: JEG

Já það er gaman að knúsast og njóta þeirra meðan að þau eru lítil en omg já fyrirferðin er nú misjöfn. Á 3 og ekkert eins. Er einmitt með eina núna sem er að verða 1 árs og hef nú ekki stessað mig mikið yfir því að hún sé sein til að skríða og standa nei er voða feigin að hún var ekki upp og út um allt 7 mán eins og sum börn.

Nú og þar sem að ég þekki ekki til þín þá hljómar þetta blogg voða sætt og þroskað í bland. Já ekki margir sem opinbera sig með hinn mjúka mann. En knús til ykkar og kveðja úr sveitinni.

JEG, 6.4.2008 kl. 10:41

9 Smámynd: Tiger

  Morgunstund gefur gull í .. vasann? Já, eða eitthvað þannig náttúrulega.

Jenný mín: Mikið knús á þig til baka ljúfust! Eigðu góðan dag..

Ragnheiður mín: Takk fyrir ljósið mitt. Sammála, það vilja fáir sjá eða heyra í þessu blessaða fólki sem hvergi getur höfði hallað. Stjórnvöld verða að fara að gera eitthvað í svona málum. Enginn á það skilið að þurfa að vera á götunni, bara alls enginn! Eigðu góðan sunnudag ljúfan!

JEG: Takk fyrir innlit og kvitterí. Já, ég er mjög ánægður með að þessi litli hérna er ótrúlega rólegur og góður. Hann er duglegur að velta sér og er um það bil að fara á skrið - en er svo rólegur að það hálfa væri nóg. Ég hugsa að ég yrði nú talsvert þreyttur á að hafa þrjá litla grislinga útum allt sko! Mömmur eru sannar hetjur sko!... knús í daginn þinn!

Tiger, 6.4.2008 kl. 10:49

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vildi óska þess að ég gæti stöku sinnum fengið svona lítinn stubb lánaðann en ég þarf víst að bíða eftir ömmubörnum. Ég er svo sammála þér í sambandi við heimilislausa fólkið, skammarlegt hvað borgin eyddi miklum peningum í þessi hreysi á Laugarveginum og á meðan má þetta fólk hírast á götunni en það er eins allsstaðar í þessu stjórnkerfi okkar, forgangsröðunin algjörlega út úr kú!

Eigðu góðan dag Tící minn

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 11:13

11 Smámynd: Tiger

  Takk mín kæra Huld. Uss.. bíddu bara ... barnabörnin verða komin eins og faraldur áður en langt um líður og áður en þú veist af þá áttu orðið enga frídaga því amma er alltaf vinsæl þegar frídagar eru til staðar! Sammála þér með að forgangsröðun stjórnkerfisins er algerlega út úr kú og belju sko! Knús á þig skottið mitt.. :)

Tiger, 6.4.2008 kl. 12:10

12 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Alltaf jafn yndislegur, Tiger

Alveg sammála þér í einu og öllu!

kveðjur úr snjónum

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:32

13 Smámynd: Tiger

  Hér skín sólin grimmt og bakar .. heldur fyrir manni vöku löngu fyrir dögun sko! Hugsa að sumarið sé bara rétt við hornið sko ...

Ragnheiður Ása: Takk ljúfan og sömuleiðis.. kveðja úr sól og sælu!

Tiger, 6.4.2008 kl. 13:00

14 Smámynd: G Antonia

Sælt er að geta með umhyggju og ást auðgað líf sitt og fjölskyldubönd, og með ánægjufró dregið andann alsæll á heimaströnd ...
Það er ánægjuefni og yndisaukandi að lesa bloggið þitt  

G Antonia, 6.4.2008 kl. 14:18

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu þess meðan er TíCí minn, það er ekkert yndælla til en litlir armar um háls, og trúnaðartraust og skilyrðislaus ást smáfólksins.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:07

16 identicon

Ég sit hérna með bros eftir þennann lestur, krúttleg fram í fingurgóma.

En þú mátt hætta að krossa nú, þetta virkaði líka svona fínt, ég fékketta.

Ertu búinn að raka þig ?

Knús og klemm.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:18

17 Smámynd: Tiger

  Óbladíóblada .. lalalaaa... ekki það að ég sé mikill söngvari sko, bara í góðu skapi - en það er svo sem ekkert nýtt eiginlega - það festist við mig góða skapið þegar ég fæddist. *glott*.

G Antonia: Þú ert sérdeilis flott á því með rímsluna, bara flott - og takk fyrir ljúfust og eigðu góðan dag!

Ásthildur mín: Svo mikið satt að fátt er dásamlegra en litlir armar sem halda um hálsinn og kúra nebbann sinn í hálsakotið og sofna þar glaðir og hamingjusamir... svo mikil endalaus og skilyrðislaus sem ástin er frá þessum litlu krílum. Knús á þig ljúfust..

Guðrún B: Sko, ég er vel rakaður og flott sjænaður núna og hef tekið alla krossa úr umferð náttúrulega - nema einn. Sá kross hangir á bakinu á mér því ég get bara engan veginn fundið neitt út varðandi þig, nema að þú átt afmæli í júlí... grrrrr! Koddu hérna svo ég geti flengt þig fyrir að vera svona óþekk við mig... *spank*.

Tiger, 6.4.2008 kl. 16:53

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þessi færsla var algert rassgat, eins og eigandinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 18:01

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frídagar eru ekki til þegar maður er amma maður vill heldur enga frídaga.

þú ert nú annars alveg sér á bát, ég á eina á lausu hvað ertu gamall góurinn?
Væri nú ekki dónalegt að eiga þig sem, nei nú er ég farin að frekjast,
en ég veit þú fyrirgefur mér það Tiger míó.
                              Knús kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 20:43

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt, góð lesning inn í nóttina, hafðu þökk fyrir 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 23:24

21 Smámynd: Tiger

  litla rúsínan er farin og ég er að farast af söknuði bara ...

Helga Guðrún: Hey stelpuskott .. ertu að kalla mig rassgat? Þú ert sjálf reyndar hálfgert rassgat sko! Knús á þig sweety ...

Kurr: Auðvitað gaf ég litla kút knús frá þér dúllan mín.. knús á þig!

Milla mín: Svo satt - fáir frídagar hjá ömmum og öfum. En annars sko ekkert að afsaka sko, ef þín er eitthvað í áttina að þér - svona ljúf og yndisleg - þá bara sko ... jamm sem sagt! Verst ef mar er nú bara að gefa tengdóunni sinni meira auga en öðrum í kringum sig sko! *flaut*... Knús á þig ljúfust..

Ásdís mín: Þakka þér elskulegust og mikið knús á þig í nóttina..

Tiger, 7.4.2008 kl. 00:43

22 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hef

María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 06:52

23 Smámynd: María Guðmundsdóttir

úbs...mistøk vid gerd komments hér ad ofan   ætladi bara ad segja ad ég hef ekki lesid hér ádur, falleg færsla og gaman ad lesa. takk fyrir mig. Hrikalega sammála med heimilislausa, BARA skømm ad thessu fyrir rádamenn landsins og okkur øll svosem. kvedja

María Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 06:53

24 Smámynd: Adda bloggar

bestu kv og takk fyrir innlitið og flotta færslu á þinni.

Adda bloggar, 7.4.2008 kl. 08:12

25 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 7.4.2008 kl. 08:17

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er ekki amalegt að hafa svona vænan ,,pössunargaur" fyrir ungann!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.4.2008 kl. 14:36

27 Smámynd: Tiger

  Alltaf jafn ljúft að sjá ykkur öll dúllurnar mínar..

María Guðmunds: Takk ljúfan og eigðu góðan dag..

Adda: Knús á þig skottið mitt..

Jóhanna M&V: Jamm, mar er sko vænn og á tæru að maður er pössunargaur fyrir svona krútterí.. knús í daginn til ykkar allra!

Tiger, 7.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 139810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband