Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Það rofar til, sólin hækkar á lofti og birtan er lofandi í pólitíkinni líka. Geir H. Haarde - gangi þér vel í baráttu þinni í þínum veikindum!

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.Þá er vonandi martröðinni að ljúka. Stóran hluta lífs míns hefur þessi martröð haldið heljartaki á nánast öllu sem einhverju skiptir máli á Íslandi, en von mín er sú að núna fari að birta til og góð verk fari núna loks að líta dagsljósið - góð verk til handa heimilunum og fólkinu í landinu - en ekki góðverk til handa skyldmennum, frændgarði og félögum flokksmanna.

Eitt af því sem mér hefur fundist einna mesta martröðin í gegnum tíðina eru stöðuveitingar sem hafa farið af hendi Sjálfstæðisflokksins til handa skyldmennum og úr frændgarði Davíðs Oddsonar. Hversu siðblindir og hliðhollir flokksmenn DO hafa verið í gegnum tíðina er óskiljanlegt. Undarlega fáránlegt að fylgjast með hverjum á fætur öðrum Davíð tengdum koma með alls skyns afsakanir og útskýringar á því hvers vegna þeir skipuðu þessum frændgarði í embættin þrátt fyrir að mun hæfari einstaklingar hafi verið til staðar til að ganga í þessi embætti..

Jóhanna og Ólafur

Nei, sem betur fer sér nú fyrir enda slíkra stöðuveitinga - ljóskan sem varð forsætisráðherra - löngu eftir að hún barði í borðið og sagði að hennar tími myndi koma - mun taka á þessum málum og gera hlutina gegnsærri.

Undarlegt er líka hversu lengi þjóðin hefur látið það viðgangast að slíkar stöðuveitingar voru leyfðar án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri til að mótmæla svo einhverju skipti.

Ég hef fulla trú á að Jóhanna á eftir að gera ýmislegt gott á þeim stutta tíma sem ríkisstjórn hennar mun starfa og óska ég henni alls þess besta í því hrikalega erfiða verkefni sem ríkisstjórn VG og Samfylkingar eiga nú eftir að glíma við. Næsta víst er að það er skelfingarástand sem þau eru að taka við - bú sem langvarandi stjórnarseta sjálfstæðismanna hefur nú loks skilað af sér - en því miður bara í rjúkandi rústum einum saman.

Geir Hilmar Haarde - fráfarandi forsætisráðherra óska ég alls þess besta í baráttu sinni við þau veikindi sem hann nú glímir við. Það er heldur ekkert smámál sem hann blessaður þarf að glíma við núna á því sviðinu. En ég er á því að fyrst hann er að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og líklega stefnir í harða valdabaráttu á toppi sjálfstæðisflokksins - þá hafi það verið í allra heilla þágu að svo fór sem fór - að sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa dottið út úr ríkisstjórn landsins.

Nú getur sjálfstæðisflokkurinn rifið kjaft, klórað í mótherja sem og samherja - barist um feita stóla innan eigin flokka og verið á nippinu - í friði og ró án þess að það bitni á vitlausum aðilum.


mbl.is Fráfarandi ríkisstjórn kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brilljant, nú er bara að vona að fyrstu verkin verði seðlabankahreinsun - og svo björgunarleiðangrar heimilanna í landinu.

Ragna Árnadóttir, settur ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins verður ráðherra málaflokksins í nýrri ríkisstjórn.

Tíu ráðherrar verða í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, þar af tveir utanþingsráðherrar.

Auk Rögnu sest Gylfi Magnússon, dósent við HÍ í stjórnina. Hann verður viðskiptaráðherra.

Af hálfu Samfylkingar setjast í ríkisstjórnina:

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Kristján L. Möller verður samgönguráðherra, Össur Skarphéðinsson verður iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður félags- og tryggingamálaráðherra.

Af hálfu VG setjast í ríkisstjórnina Steingrímur J. Sigfússon, hann verður fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Katrín Jakobsdóttir verður menntamálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra og Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon verður staðgenginn forsætisráðherra. Þá verður Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna.

MBL.IS ...


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilög Jónanna hefur allt í hendi sér. Hvernig stendur á því að Heilög þrenning í Seðlabankanum heldur sig ofaní rottuholunum sínum án skítkasts á hluti líðandi stunda?

Jóhanna Sig

Nei, næsta víst er að kerlingin er ekki heilög sem slík - enda hefur hún sjálf einmitt sagt það öfuga - að hún sé langt frá því að vera heilög. En samt er hún eins heilög og hægt er að verða - innan raða fjöldans í þingheimi öllum. Vinnudýr í krafti heiðarleika og samviskusemi - vinur litla mannsins.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Jóhönnu Sigurðardóttur.

Alveg frá því ég man eftir mér hefur hún einhvern veginn verið - eins og ég las einhvers staðar nú um daginn - andlit heiðarleika og eljusemi gagnvart þeim sem minna mega sín. Þó hef ég ekki alltaf verið fylgjandi henni, en ég er það í dag og er það von mín að þessi stjórn - VG og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar - muni gera góða hluti þá daga sem hún hefur nú til að ráða.

 

Nei, þetta er ekki Jóhanna Sig. Gamla stjórnin

Þetta er ímynd sjálfstæðisflokksins, flokkur sem er orðin ellihrumur göngugrindargarpur - já - ellikerling hefur náð því að krækja duglega í flokkinn. Ég hef reyndar aldrei farið leynt með að ég hef aldrei - og mun aldrei - verða sjálfstæðismaður.

Þegar Davíð Oddsson kom í landsmálapólitíkina fóru margir af mínu fólki úr Sjálfstæðisflokknum og hétu því að koma ekki aftur að pólitík fyrr en Landspabbi væri farinn aftur úr pólitík - DO er ennþá í pólitíkinni og heldur heljargreipum sínum fast í göngugrindina sína.

Hver fautinn á fætur öðrum hefur svo hoppað uppúr holu í kringum harðstjórann og hvert spillingarmálið af öðru hefur birst í kringum þennan harða karl.

Næst væri að nefna allar þær stöðuveitingar sem fram hafa farið í valdi sjálfstæðisflokksins.

Frændi DO, Vinur DO, Sonur DO ...

Hvaða tauma hefur Davíð Oddsson haldið í á bakvið tjöldin svo "óhæfari" einstaklingar honum skyldir eða tengdir hlutu störf sem hæfðu öðrum umsækjendum MUN betur? Ekki segja mér að þeir sem skipuðu í stöðurnar hafi bara í heimsku sinni ákveðið að óhæfara fólk væri betur í stöðunum komið en mun hæfari...

Fólk sem talið hefur verið langt um fremri en þessir aðilar hafa þurft að lúta í lægra vegna þess að það var ekki í rétta partýinu og þekkti ekki rétta fólkið.

En, vonandi er nú séð fyrir endan á svona spilltum embættisveitingum.

"Gegnsætt og Uppi á borðinu" er slagorð sem ég hef trú á að væntanleg ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni vinna eftir. Ef einhverjum er treystandi til að hafa allt á borðinu - líka það sem er óþægilegt - þá er það Heilagri Jóhönnu!


mbl.is Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband