Heilög Jónanna hefur allt í hendi sér. Hvernig stendur á því að Heilög þrenning í Seðlabankanum heldur sig ofaní rottuholunum sínum án skítkasts á hluti líðandi stunda?

Jóhanna Sig

Nei, næsta víst er að kerlingin er ekki heilög sem slík - enda hefur hún sjálf einmitt sagt það öfuga - að hún sé langt frá því að vera heilög. En samt er hún eins heilög og hægt er að verða - innan raða fjöldans í þingheimi öllum. Vinnudýr í krafti heiðarleika og samviskusemi - vinur litla mannsins.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Jóhönnu Sigurðardóttur.

Alveg frá því ég man eftir mér hefur hún einhvern veginn verið - eins og ég las einhvers staðar nú um daginn - andlit heiðarleika og eljusemi gagnvart þeim sem minna mega sín. Þó hef ég ekki alltaf verið fylgjandi henni, en ég er það í dag og er það von mín að þessi stjórn - VG og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar - muni gera góða hluti þá daga sem hún hefur nú til að ráða.

 

Nei, þetta er ekki Jóhanna Sig. Gamla stjórnin

Þetta er ímynd sjálfstæðisflokksins, flokkur sem er orðin ellihrumur göngugrindargarpur - já - ellikerling hefur náð því að krækja duglega í flokkinn. Ég hef reyndar aldrei farið leynt með að ég hef aldrei - og mun aldrei - verða sjálfstæðismaður.

Þegar Davíð Oddsson kom í landsmálapólitíkina fóru margir af mínu fólki úr Sjálfstæðisflokknum og hétu því að koma ekki aftur að pólitík fyrr en Landspabbi væri farinn aftur úr pólitík - DO er ennþá í pólitíkinni og heldur heljargreipum sínum fast í göngugrindina sína.

Hver fautinn á fætur öðrum hefur svo hoppað uppúr holu í kringum harðstjórann og hvert spillingarmálið af öðru hefur birst í kringum þennan harða karl.

Næst væri að nefna allar þær stöðuveitingar sem fram hafa farið í valdi sjálfstæðisflokksins.

Frændi DO, Vinur DO, Sonur DO ...

Hvaða tauma hefur Davíð Oddsson haldið í á bakvið tjöldin svo "óhæfari" einstaklingar honum skyldir eða tengdir hlutu störf sem hæfðu öðrum umsækjendum MUN betur? Ekki segja mér að þeir sem skipuðu í stöðurnar hafi bara í heimsku sinni ákveðið að óhæfara fólk væri betur í stöðunum komið en mun hæfari...

Fólk sem talið hefur verið langt um fremri en þessir aðilar hafa þurft að lúta í lægra vegna þess að það var ekki í rétta partýinu og þekkti ekki rétta fólkið.

En, vonandi er nú séð fyrir endan á svona spilltum embættisveitingum.

"Gegnsætt og Uppi á borðinu" er slagorð sem ég hef trú á að væntanleg ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur muni vinna eftir. Ef einhverjum er treystandi til að hafa allt á borðinu - líka það sem er óþægilegt - þá er það Heilagri Jóhönnu!


mbl.is Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú bara sátt við Jóhönnu en á ekki eftir að koma reynd á hana sem forsætisráðherra?
Þú mátt alveg vita það Tiger minn að allt upp á borðinu og gegnsæi verður aldrei alveg.
Og ég er alveg sammála þér að allt í sambandi við Davíð verður að hverfa.
Svo er þessi nýja flotta ríkisstjórn( eða hitt þó heldur) bara við stjórn í 80 daga ef hún verður ekki sprungin áður.
Knús í krús.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Tiger

 Millan mín; Ég hef fulla trú á að Jóhanna á eftir að koma vel út sem forsætisráðherra. Því miður er það bara þannig að gegnsæið mun aldrei verða fullkomið úr öllum áttum en er handviss um að það verður allt í kringum Jóhönnu samt.

Mín von er bara að þessi nýja ríkisstjórn haldi vel á málum fram að kosningum - og að henni takist að halda völdum einnig eftir kosningar - án Framsóknaraftursætisbílstjóranna.

Tiger, 1.2.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Tína

Don´t worry ...................... be happy. Alveg er ég viss um að þrátt fyrir allt þá hafir þú alveg helling til að gleðjast yfir Tici minn. Einblínum á það ............ hitt kemur svo í ljós. Við erum engu bættari með að finna sökudólga, svikara og hræsnara. Lærum heldur af reynslunni. Trúðu mér að þetta ástand reynist mér á engan hátt auðvelt. Ég hef nú neyðst til að loka búðinni enda var þetta orðið barátta upp á hvern dag. Afleiðingarnar af þeirri ákvörðun eiga svo eftir að koma í ljós. En veistu ...................... það er ekki húsið, bíllinn eða búðin sem skipta máli. Og þú veist jafnvel og ég hvað það er. Látum ekki ástandið mála sálina í okkur svarta.

Sorry dúllan mín........... ekki var það nú ætlunin að predika yfir þig. Enda ertu manna hjartahreinastur og þarf ekki konu eins og mig til að segja þér til. 

Knús á þig elsku hjartans vinur minn. Og ég vona innilega að þú sért ekki búin að tapa gleðinni í hjartanu

Tína, 1.2.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Jóhanna hefur alltaf verið baráttumaður litla mannsins. Og eins og þú segir, andlit heiðarleikans. Ég vil út með þetta hyski sem mokar undir eigin rassa. En ég vona bara að eitthvað takist að gera þennan stutta tíma sem þessi ríkisstjórn er við völd, en held að því miður sé tíminn of naumur. Við þurfum að fá fleiri Jóhönnur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Tiger

  Tína mín; Ég mun aldrei tapa gleði og elsku úr hjarta mínu - til þess er ég bara einfaldlega of jákvæður og glaður að eðlisfari.

Þér er alveg óhætt að predika yfir mér - ég læri frekar af því en að ég loki augunum og sjái það ekki. Maður getur alltaf batnað.

Sárt að heyra um búðina þína Tína mín en sannarlega kemur kreppuskollinn alls staðar við, líka hjá okkur sem stóðum ekki að henni og hlúðum ekki að henni. Sannarlega satt að dauðir hlutir skipta mun minna máli en margt annað.

Tiger, 1.2.2009 kl. 13:39

6 Smámynd: Tiger

 Sigrún; Jóhanna er sannarlega andlit heiðarleikans að mati mjög margra en Davíð Oddsson andlit óheiðarleikans og alls þess sem miður fer. Satt að tíminn er mjög naumur fram að kosningum sem væntanlega verða í vor - en ég trúi því að ný ríkisstjórn muni halda vel á málum og vinna hratt og örugglega að því að reisa við það sem langvarandi einveldisstjórn sjálfstæðisflokksins lagði í rúst. So true að við hefðum þurft að klóna kerlinguna ...

Tiger, 1.2.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

HENNAR TIMI ER KOMINN  Vildi óska ad thad væru fleiri eins og Jóhanna inná thingi, og bara allstadar..bid spennt ad sjá hvad hún gerir sem forsætisrádherra.

knús og kram Tiger

María Guðmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:45

8 Smámynd: Tiger

 María; Veistu, já - hennar tími er sannarlega kominn og þó fyrr hefði verið!

Ég viðurkenni að ég bíð líka spenntur eftir því hver fyrstu verk ríkisstjórnar hennar verða, og hlakka til þegar byrjað verður á hreinsun seðlabankans..

Tiger, 1.2.2009 kl. 14:13

9 Smámynd: JEG

Ohhh þessi Tík (pólitík)  En mikið gáfulegt að kjósa ekki í maí eins og venjulega......og sjáðu það er ekki tilkomið vegna þess að bændur eru busy neinei heldur til að taka tillit til námsmanna. Piffffff.........

En sannarlega er hennar tími loksins kominn .....eða það finnst mörgum allavega.  Held að hún gæti alveg gert góða hluti þarna.  Vona það.  Ætla annars ekki að tjá mig um Tíkina.

Knús á þig krúttlingur og bara nefna það og ég bíð þér í bjúgnapartý

JEG, 1.2.2009 kl. 14:29

10 Smámynd: M

Sæll Tigerinn minn. Hef lítið verið á blogginu um helgina og sé að þú kominn á fullt aftur. Velkominn. Ég lokaði mínu fyrir jól en viðurkenni að ég sakna þess oft að rausa um einhv. vitleysu en kíki alltaf við og commenta hjá mínum vinum.

Gaman að fá þig aftur xx

M, 1.2.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Tiger

JEG; Já, þetta er í raun mjög leiðinleg tík - þessi pólitík. Undarlegt já að það skuli vera kosningar ætíð á háannatíma bændanna. Sannarlega hef ég góða trú á Jóhönnu og nýrri ríkisstjórn. Bjúgnaparty hljómar hot hot hot ... !

Helga; Vonum það besta - þetta lítur alls ekki illa út - nema bara fyrir sjálfstæðisflokkinn, og mér er nokk sama um það sko ...

EMM; Gaman að sjá þig líka rakkatið mitt, sjálfur hef ég bara ekkert verið á ferðinni síðan í fyrra, en nú er líka minn tími kominn - aftur!

Tiger, 1.2.2009 kl. 16:09

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 1.2.2009 kl. 16:29

13 Smámynd: Tiger

  Sömuleiðis Huld mín ..

Tiger, 1.2.2009 kl. 16:43

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er mokkuð sammála þér og við vonum það besta.
Knús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband