Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
3.5.2008 | 19:57
Er borgarstjóri bara Ragnar Reykás í felubúning ...?
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór í dag hörðum orðum um vinningstillögu um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem fulltrúar nær allra flokka hafa hælt að undanförnu. Hann sagði að ef tillaga hætti ekki að trufla skipulagsvinnu í borginni, gæti niðurstaðan orðið skipulagsklúður sem hefði alvarlegar afleiðingar með uppbyggingu Vatnsmýrarinnar.
Þegar vinningstillagan var kynnt fyrr á árinu fór blessaður borgarstjórinn marga hringi í hrifningu yfir sömu vinningstillögu ef ég man rétt..
Spurning um hvort hann hafi gleymt að taka röndóttu í morgun? Eða bleiku... svona viðsnúningur minnir slatta vel á ákveðinn Ragnar Reykás, ef þið munið eftir honum...
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já, valdið er heljarmikið þegar fjölmiðlar eru annars vegar og viðkvæm málefni hins vegar. Sannarlega hægt að segja að fjölmiðlar geta haldið fólki í heljargreipum, ofan í skúffu eða í skápnum. Vitanlega er vandmeðfarið að fjalla í fjölmiðlum - um eitthvað sem er eins viðkvæmt og samkynhneigð þegar leikarar eru annarsvegar, sem og opinberir aðilar eða þeir sem á einhvern hátt eru frægir.
Ég hugsa að það sé ætíð erfitt fyrir samkynhneigða aðila að komast út úr skápnum, hvort sem þeir séu þekktir eða ekki. Það erum við hin sem gerum þeim þetta svona erfitt með fordómum og bölvuðum kjaftagangi. Það hafa alltaf verið til fordómafullir einstaklingar sem trúa því að við getum orðið samkynhneigð bara af því að koma nálægt og/eða umgangast samkynhneigða, sem vitanlega er eins mikil heimska og frekast getur verið. Mín reynsla af samkynhneigðum er góð, enda eru nokkrir samkynhneigðir einstaklingar á meðal minna allra bestu vina. Þeir eru dásamlegir vinir og leggja ætíð alúð í allt sem þeir gera eða taka sér fyrir hendur og ætíð með opið hjarta fyrir vini sína. Þeir samkynhneigðu einstaklingar sem ég þekki til sem eiga börn - eru bestu foreldrar sem ég þekki bara.
Því segi ég bara að fjölmiðlar ættu að sýna mikla varkárni í því að fjalla um persónuleg málefni, málefni sem engum kemur við nema bara þeim samkynhneigðu og þeirra fjölskyldum og vinum. Auðvitað ættu fjölmiðlar ætíð að sýna varkárni þegar þeir eru að fjalla um persónuleg málefni yfir höfuð og um hvern sem er. Það sem gerist innan veggja heimilisins er málefni fjölskyldna og vina þeirra, ekki fjölmiðla eða Jóns og Gunnu uti í bæ.
En, núna er ég kominn með litla gullmolann minn í heimsókn. Þessi dásamlegi pjakkur er systursonarsonur - en ég ætla mér að eignast hann að lokum. Ég ætla að spilla honum svo mikið að hann vilji bara mig, ekki sína yndislegu móður og ekki sinn dásamlega faðir - og alls ekki fallegu ömmurnar sínar og afana sína - bara mig mig mig mig ... .muhahaha! Ég elska þennan litla dreng.
Allavega verð ég mest lítið á netinu á morgun, eða svo - og hver veit - ef allt gengur vel þá neita ég að skila honum á morgun!
En, ég er farinn að horfa á hann sofa... ég get ekki sett inn myndir af honum fyrr en eftir helgi því ég fæ flaggskipið mitt ekki fyrr en þá Hringdi í dag í tölvulistann og þá var mér sagt að þeir BYRJA ekki á því að vinna í tölvunni fyrr en 4 DÖGUM EFTIR AÐ HÚN KEMUR Í HÚS TIL ÞEIRRA!!! Hot damn ... sem þýðir að þeir byrja á að líta á hana á mánudaginn til að sjá hvað þeir þurfa að gera. Gallagripir sem þeir eru, rétt eins og tölvurnar þeirra. En knús á ykkur öll og munið að ég kíki yfir ykkur öll af miklum krafti þegar tölvan kemur heim til pabba síns ... *snýt*
Yfir og out of here...
Fjölmiðlar halda leikurum í skápnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besta leiðin til að fá börn til að hlýða, borða matinn sinn, taka til í herberginu sínu, læra eða bara vera stillt - er að virkja þau í leikjum sem miða við að hlutirnir gangi upp. Það eru til mjög margir dásamlegir leikir sem hægt er að nota og sem börnin bæði skilja og hafa áhuga á að kynna sér og læra meira um. Nú er ég ekki að tala um hefðbundna leiki sem allir þekkja og alls ekki að tala um að "verðlauna" börnum fyrir það að gegna eða plata þau á einhvern hátt. Nei, þetta er bæði leikur og kennsla því börnin hafa gaman af þessu og læra um leið að skilja ýmislegt í lífinu betur en áður.
Skoðum t.d. málin með börn sem eru matvönd og harðneita að smakka ákveðinn mat. Öll börn hafa gaman af leikjum og því er auðvelt að virkja þau til þátttöku ef maður tekur sig til og útskýrir leikinn á ævintýralegan hátt.
T.d. bjó ég til sögu til að segja litlum syni vinahjóna minna, drengur sem elskaði ævintýri - en var óláta pjakkur og neitaði að ganga vel um herbergið sitt. Sagan var um blinda prinsinn og blindu prinsessuna og um líf þeirra við að bjarga sér í ævintýraheimi þar sem ýmsar hættur voru - án þess að sjá neitt. Þessi frændi elskaði þetta ævintýri, fannst mjög merkilegt að sjónlausir gætu t.d. takið til í herberginu sínu og búið um rúmið sitt og raðað öllum hlutum á sinn stað án þess að sjá nokkuð. Síðan batt ég slæðu um höfuð drengsins þannig að hann gat ekkert séð og fékk hann með mér í að laga til í herberginu sínu og búa um rúmið sitt og fleira, hann varð óður í að gera alla hlutina sem "blindur prins" og spennan var í hámarki þegar maður hrósaði honum þegar hann gat leyst ákveðið verkefni í tiltektinni. Í dag nota vinahjón mín þennan leik á hann í ýmsu öðru líka og fá þau hann ætíð til að gera það sem hann á að gera, án vandamála eins og áður.
Núna í dag var ég með 3 börn hérna sem systkyn mín eiga. Tvö þeirra eru með eindæmum matvönd og vilja sumt alls ekki smakka. Ég tók ýmislegt góðgæti sem ég vissi að þeim þótti gott og setti í litlar skálar, stillti skálunum á eldhúsborðið og útbjó borðið þannig að það var mjög girnilegt. Síðan setti ég ýmislegt í aðrar skálar sem ég vissi að þau vilja ekki einu sinni smakka, en lét þær skálar vera á öðrum stað nálægt en svo að þau gætu ekki séð þær.
Því næst fékk ég þau með mér í leikinn að þekkja hvaða mat þau væru að borða. Einhvern tíman las ég um veitingastað sem var á einhvern hátt á þá vegu að fólk fékk að borða án þess að sjá réttina, smökkun fyrst og sjá svo seinna. Ég lét þau sitja við borðið, virða fyrir sér girnilegu skálarnar á borðinu - allar með einhverju sem þeim þótti gott - og batt síðan fyrir augun þeirra og sagði þeim að ég myndi gefa þeim smakk af einhverju úr skálunum og þau áttu að reyna að átta sig á því hvaða skál ég tók úr. Svo gef ég þeim eitt eða tvennt sem þau elska - til að gefa þeim öryggi og vissu um að þetta væri gaman, þau þekktu matinn. En, svo gaf ég þeim að smakka eitt stykki úr földu skálunum það sem þau höfðu aldrei viljað smakka - og svei mér þá - þau borðuðu - reyndar ekki alveg með bestu lyst og frekar hugsi, en gátu náttúrulega ekki getið uppá hvaða kræsingar það voru sem ég gaf þeim. Næst gaf ég þeim úr því sem þau þekktu og svo aftur úr földu skálunum, og svo koll af kolli.
Þau voru ekki mjög hrifin þegar ég leyfi þeim að uppgötva að ég hafði snúið á þau, en þau voru samt hissa á því að ekkert af því sem þau smökkuðu úr "vondu" skálunum skildi hafa drepið þau. Ég fékk þau til að smakka aftur án "blindfold" og ég gruna að foreldrar þeirra eigi eftir að verða hissa þegar þau vilja meira en þau voru vön áður en þau komu hingað.
Með svona leikjum, leikjum sem virkja börnin - er hægt að gera stórvirki í að fá börn til að gera hluti sem það fengist aldrei til ef eingöngu væri notað strangur agi eða gal og gól. Málið er að börnin hafi líka gaman af og finnist þau vera cool töffarar í því að geta leyst þrautir eða gert eitthvað merkilegt eins og hluti sem okkur þykir lítið mál með góða sjón en gætum eiginlega ekki án sjónarinnar.
Reyndar væri hægt að vinna svona líka í unglingum og jafnvel sumum fullorðnum líka. Virkja fólk frekar en að refsa eða skamma og nöldra. Ég t.d. bjó á leiðinlegum stað fyrir nokkrum árum þar sem mikið var af börnum á öllum aldri í allt í kring. Reynt hafði verið að útbúa falleg blómabeð um langt skeið hjá þessu húsi, sem er fjölbýli, en börnin í hverfinu höfðu alltaf skemmt beðin og jafnvel börn lengra frá verið að skemma. Ég virkjaði öll börnin í það að koma og planta sínu eigin blómi, einu fyrir sig og einu fyrir pabba og þriðja fyrir móður sína. Síðan fékk ég þau til að samþykkja það að þau yrðu að passa extra vel uppá að engin kæmi og skemmdi blómabeðið og þar með þeirra eigin blóm. Sagði þeim að engin í nágrenni þeirra ætti svona garð, garð með blómum sem þýddu þau sjálf og foreldrar þeirra. Fékk þau til að sameinast í því að hafa augu með því að engin ókunnur myndi koma að drepa blómin þeirra og einnig til að taka arfa eða steina úr beðinu ef þau sæju slíkt þar. Vitið þið hvað - jú mikið rétt - mér var sagt að þetta hafði verið fyrsta sumarið í mörg ár sem fallegur blómagarður fékk að lifa og blómstra við þetta hús í heilt sumar.
Málið er líka að koma fram við börn og unglinga eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf, með virðingu en ekki látum og æsingi. Ef við vinnum börnin á okkar band, fáum þau til að vera með okkur í hlutunum - ekki ætlast til að þau bara geri eins og maður segir - og höfðum til samviskusemi þeirra og ævintýraþrá - þá er okkur allir vegir færir í því að hafa hlutina ætíð eins og við viljum hafa þá og engin vandamál. Börnin okkar eiga það skilið að við virðum þau og kennum þeim af virðingu en ekki með skipunum og valdi.
En, stoppum hérna. Ég er svo fenginn að tölvan hefur ekki ennþá frosið og því ætla ég að flýta mér að henda þessu inn til ykkar. Þetta var bara létt og kát hugleiðing inn í helgina sem er að nálgast óðfluga. Vonandi eigið þið öll yndislegan Föstudag og stórkostlega helgi framundan. Þið sem eruð í fríi, njótið vel - þið sem vinnið vaktavinnu - gangi ykkur vel og farið nú öll vel með ykkur. Hugs and kisses all over bloggheima...
1.5.2008 | 14:18
Hver á að stíga af stallinum og setjast í helgan stein? Hér eru nokkrar hugmyndir um þá sem eru barn síns tíma!
Það er sannarlega gott og blessað þegar menn eða konur átta sig á því hvenær nóg sé komið, nú sé tími fyrir helgan stein. Dágóður þorri núverandi alþingis- og stjórnmálamanna ættu að taka Bjarna Tryggvason sér til fyrirmyndar og hendast inn í framtíðina - í helgum stein. Persónulega væri ég til í að sjá nokkra valinkunna aðila í þjóðfélaginu leggja leið sína í þennan helga stein.
Davíð Oddson; Löngu kominn tími til að maðurinn átti sig á því að hann á ekki land og þjóð, ekki heldur bankakerfið. Tími hans er löngu liðinn og því væri það öllum til góðs ef hann skoðaði helga steininn. Pot hans í allar áttir og valdagræðgi gerir meira ógagn en gagn...
Borgarstjóri ásamt fylgifiskum; Hefðu aldrei átt að komast til valda, hafa gert meiri usla en nokkuð annað. Hversu háar fjárhæðir ætli valdagræðgi þeirra hafi kostað borgina og borgarbúa? Ef maður skoðaði málið frá A-Ö .. allt það fólk sem er í vinnu við að breyta merkingum á hurðum valdabröltaranna - til allra þeirra "verkefna" sem borgarstjórnin er að ausa hinum og þessum fjárhæðum í - á atkvæðaveiðum fyrir stólaskiptin - þegar Villi REI mun aftur máta stólinn, vonandi það að við séum búin að gleyma öllum þeim hamagangi sem hann og fólk hans olli okkur. Tími fyrir þetta lið að setjast í helgan stein, eða allavega stíga til hliðar og halda sig þar.
Dómarar skipaðir af Sjálfstæðisflokknum; Lélegar dómsniðurstöður í alvarlegum málum, sem og allt of vægir dómar fyrir t.d. kynferðisbrot - einkenna þessa sjálfstæðisstétt. En, einu sinni sjálfstæðismaður - alltaf feitir stólar með súperglú á setunni. Tími til kominn að þessir dómarar stígi af pallinum og setjist í helgan stein, eða í það minnsta tími kominn að sjálfstæðisflokkurinn hætti að skipa minna hæft fólk í sínum röðum í feit embætti þegar mun hæfari einstaklingar standa til boða.
Nágrannakonan mín; Löngu orðið tímabært að hún hætti að margelta mig á náttkjólnum um nætur með loforðum um nýbakaða kanelsnúða og ilmolíunuddmeðferð, enda er hún mun eldri en ég og að auki er hún með karluglu þarna inni hjá sér. Tími til kominn að hún annaðhvort setjist í helgan stein eða standi við stóru orðin.
Bankastjórar og forstjórar; Nú er lag fyrir þessa stóru karla að taka þátt í því að hemja verðbólguna, stíga til hliðar - yfir í helga steininn - eða sætta sig við EINA MILLJÓN á mánuði - á meðan verkamaðurinn neyðist til að gera allt það sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi fyrir 100 til 200 þúsund á mánuði. Tímabært að þessir stóru karlar hætti að væla um lítil laun sín og láti sér nægja hærri laun á dag en mánaðarlaun verkamanns.
Starfslokasamningar, dagpeningar og bitlar; Alger tímaskekkja. Maður með fjöldan allan af milljónum á dag ætti ekki að þurfa á því að halda að rífa af skattgreiðendum fé til að nota á ferðalögum sínum "í nafni hins opinbera". Maður með milljónir í laun á mánuði á ekki að þurfa að vera með puttana í skattfé almennings og slíkur maður á allra síst að þurfa á "starfslokasamningi" að halda - samningi sem setur í vasa hans tugi milljóna sem betur væri varið í góð málefni um víðan völl - t.d. til að stofna velferðakerfi sem ofurskutlan gæti haft umsjón með. Löngu tímabært að setja slíka samninga, sem og dagpeninga - í helgan stein!
Móttaka fleiri flóttamanna; Það er sannarlega gott og blessað að taka á móti flóttamönnum, jafnvel eyða í þá þessum 160 milljónum sem nú eru allt í einu til hjá ríkisstjórninni. Því ekki að setja svona upphæð í velferð þeirra sem liggja á götunni hérna heima? Því ekki að byggja upp velferð okkar hér á landi? Löngu kominn tími á að staldra við í málefnum erlends fólks til landsins, tími til að endurskoða þróun undanfarin ár. Mál til komið að taka til, hreinsa aðeins og koma lagi á núverandi ástand - senda þá sem hafa brotið lög okkar aftur heim til sín og átta sig á því hvernig má taka á móti fleirum án þeirra vandamála sem hafa komið upp síðustu mánuði og ár. Yndislegt að taka á móti flóttafólki, og setja 160 milljónir í það að búa þeim velferð í ár í nýju landi - en hlúum að okkar fólki fyrst - tökum svo til í núverandi vanda varðandi lögbrjóta - og bjóðum svo nýja landa velkomna.
Bloggarar með nafni; Löngu tímabært að bloggarar sem koma fram undir nafni hætti að vaða um allan bloggheim. Það hefur alla tíð verið mjög augljóst að nafnlausir eru þeir sem halda uppi blogginu með gríni og glens, beinu orðalagi og ófeimni við að segja skoðun sína - án ábyrgðar. Sannarlega tími á það að nafngreindir bloggarar átti sig á því að bloggið er ekkert án nafnlausra bloggara, enda eru nafnlausir þeir einu sem þora að segja skoðun sína án þess að draga neitt undan. Nafnþekktir bloggarar reyna hvað þeir geta til að blogga milliveginn til að tapa ekki lesningu og hætta ekki á að fá á sig skítkast með því að vera reiðir þar sem við á, illir og orðljótir þar sem þess er þörf og hrauna yfir þá sem þeim ekki hugnast - eins og þeir nafnlausu þora svo sannarlega, enda nafnlausir og ábyrgðarlausir - en samt hugrakkur skríll.
Ok, nú gæti ég haldið endalaust áfram að mótmæla - enda er kominn upp í mér 1. Maífílingur. Kannski ég skreppi út í göngutúr, ætla að æða um kringluna í mótmælahamagangi og mótmæla hinu og þessu. Hlakka endalaust mikið til að fá tölvuna mína aftur, enda þarf ég að vera svo fljótur að pikka og ýta á "vista og birta" svo það frjósi ekki allt hérna og hverfi. Er orðinn hundleiður og mótmæli tölvuvírusum og göllum í hlutum sem maður er að kaupa dýrum dómi. En, áður en ég hverf af braut, segi ég bara gleðilegan 1. Maí og munið að finna ykkur eitthvað skemmtilegt til að mótmæla í dag. Út og yfir héðan af 1830 vélinni og stórt broskallalaust faðmlag til ykkar kæru bloggvinir og blogglesendur.
Bjarni sest í helgan stein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2008 | 00:36
Hættur að blogga, hef fengið nóg af öllu hérna - sérstaklega ....
Jæja, þá er ég búinn að átta mig á því að ég er bloggízkt fórnarlamb, reyndar hálfgerður tuddi en ekki lamb - en you ketzh my drift i hope.
Sá einmitt áðan bloggfærslu frá "herbert" sem var einmitt að skrifa eitthvað um svona bloggfyllerí, en veit þó ekki hvort hann var að grínast eða ekki - en ég skil vel hvað hann meinar ef hann er ekki að grínast. Ég ætla ekki að bíða eftir því að enda eins og hann lýsir málunum í sínu blogglífi, ætla mér ekki að blogga allt frá mér.
Ég er búinn að sjá fram á að ég verði að hætta að blogga og snúa mér aftur að veruleikanum. Venjulega hef ég skotist á netið í svona flestum gloppum og "frímínútum" sem ég fæ yfir daginn, og svo oftast eyði ég alltof löngum tíma seint að kvöldi/um nótt til að kíkja bloggrúntinn og blogga eitthvað jafn ónauðsynlegt og ónýtanlegt og ríkisstjórnin okkar er. Hef reyndar ekki bloggað mjög lengi, sett inn um 110 færslur eða svo en reynt að vera virkur bæði bloggari og sem bloggvinur.
Núna síðustu sirka tvo daga eða svo er ég búinn að vera hálftölvulaus, næstum því. Á þessum stutta tíma er ég búinn að gera miklu meira in real life en ég hef gert síðustu mánuði, sem segir mér að bloggið er bæði tímaþjófur og einnig stelur það manni frá lífinu og tilverunni.
Við erum undarleg mannfólkið, megum ekki taka uppá neinu sem okkur þykir gaman af því áður en við vitum af erum við orðin háð því. Maður verður að bloggfíkli á örskotsstundu. Þar sem ég hef aldrei verið fíkill á neitt, held ég - hef ég ákveðið að láta ekki undan fíkninni hérna og þar af leiðandi ekki halda áfram að blogga. Nú er ég hættur að blogga og mun ekki heldur athugasemdast - og sennilega mun ég hætta að lesa bloggið líka því það er stórhættulegt því næsta skref verður að maður finnur fyrir mikilli þörf á því að athugasemdast - og áður en maður veit er maður aftur kominn á kaf í bloggið, nei takk - hef svo mikið annað að lifa fyrir.
Ok, nú þegar ég er búinn að blása þessu úr úr mér þá ætla ég rétt að vona að þið hafið ekki tekið mig mjög alvarlega - þið hljótið að þekkja mig betur en svo að það sé hægt - right? Auðvitað er ég ekkert hættur að blogga - in your dreams sko! Málið er bara að ég hafði í raun ekkert rosalega spennó að blogga um í tölvuleysinu - enga broskalla og engar myndir til að setja inn - svo ég bara bunaði þessu út úr mér áður en ég vissi um hvað ég ætlaði að skrifa.
Svona er nú bullgenið í manni - horfið bara á Jónínu Dúu pokakerlingu sem byrjar að bulla án þess að vita rassboru um hvað hæun ætlar að skrifa - og hún sem núna ætlar að fara að troða mér á súluna sína til að koamst í elítuna á Akureyri... in Akureyskra kvenna dream að ég fari að iða bossanum um súlu þar öðrum til inngöngu í fínu frúar liðið. En nú er komið gott. Ég vona að þið fyrirgefið mér grínið, ætla ekkert að hætta - losnið ekkert við mig fyrr en hell freezes over. Lov you to píses all my friends og mun sýna ykkur öllum það þegar tölvan min kemur aftur heim til pabba, en það er víst ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudag - í síðasta lagi á mánudag.... tööööööölllvvvaaaaa COME HOME TO DADDY!!!
Anyone who needs spanking? (einhver annar en ég sko!)
Farið vel með ykkur 1. Maí og nota daginn til að mótmæla einhverju!
Over og út héðan áður en þessi færsla hverfur á vit feðra sinna í frosti og hókuspókus.
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði