Hættur að blogga, hef fengið nóg af öllu hérna - sérstaklega ....

 Jæja, þá er ég búinn að átta mig á því að ég er bloggízkt fórnarlamb, reyndar hálfgerður tuddi en ekki lamb - en you ketzh my drift i hope. 

Sá einmitt áðan bloggfærslu frá "herbert" sem var einmitt að skrifa eitthvað um svona bloggfyllerí, en veit þó ekki hvort hann var að grínast eða ekki - en ég skil vel hvað hann meinar ef hann er ekki að grínast. Ég ætla ekki að bíða eftir því að enda eins og hann lýsir málunum í sínu blogglífi, ætla mér ekki að blogga allt frá mér.

Ég er búinn að sjá fram á að ég verði að hætta að blogga og snúa mér aftur að veruleikanum. Venjulega hef ég skotist á netið í svona flestum gloppum og "frímínútum" sem ég fæ yfir daginn, og svo oftast eyði ég alltof löngum tíma seint að kvöldi/um nótt til að kíkja bloggrúntinn og blogga eitthvað jafn ónauðsynlegt og ónýtanlegt og ríkisstjórnin okkar er. Hef reyndar ekki bloggað mjög lengi, sett inn um 110 færslur eða svo en reynt að vera virkur bæði bloggari og sem bloggvinur.

Núna síðustu sirka tvo daga eða svo er ég búinn að vera hálftölvulaus, næstum því. Á þessum stutta tíma er ég búinn að gera miklu meira in real life en ég hef gert síðustu mánuði, sem segir mér að bloggið er bæði tímaþjófur og einnig stelur það manni frá lífinu og tilverunni.

Við erum undarleg mannfólkið, megum ekki taka uppá neinu sem okkur þykir gaman af því áður en við vitum af erum við orðin háð því. Maður verður að bloggfíkli á örskotsstundu. Þar sem ég hef aldrei verið fíkill á neitt, held ég - hef ég ákveðið að láta ekki undan fíkninni hérna og þar af leiðandi ekki halda áfram að blogga. Nú er ég hættur að blogga og mun ekki heldur athugasemdast - og sennilega mun ég hætta að lesa bloggið líka því það er stórhættulegt því næsta skref verður að maður finnur fyrir mikilli þörf á því að athugasemdast - og áður en maður veit er maður aftur kominn á kaf í bloggið, nei takk - hef svo mikið annað að lifa fyrir.

Ok, nú þegar ég er búinn að blása þessu úr úr mér þá ætla ég rétt að vona að þið hafið ekki tekið mig mjög alvarlega - þið hljótið að þekkja mig betur en svo að það sé hægt - right? Auðvitað er ég ekkert hættur að blogga - in your dreams sko! Málið er bara að ég hafði í raun ekkert rosalega spennó að blogga um í tölvuleysinu - enga broskalla og engar myndir til að setja inn - svo ég bara bunaði þessu út úr mér áður en ég vissi um hvað ég ætlaði að skrifa.

Svona er nú bullgenið í manni - horfið bara á Jónínu Dúu pokakerlingu sem byrjar að bulla án þess að vita rassboru um hvað hæun ætlar að skrifa - og hún sem núna ætlar að fara að troða mér á súluna sína til að koamst í elítuna á Akureyri... in Akureyskra kvenna dream að ég fari að iða bossanum um súlu þar öðrum til inngöngu í fínu frúar liðið. En nú er komið gott. Ég vona að þið fyrirgefið mér grínið, ætla ekkert að hætta - losnið ekkert við mig fyrr en hell freezes over. Lov you to píses all my friends og mun sýna ykkur öllum það þegar tölvan min kemur aftur heim til pabba, en það er víst ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudag - í síðasta lagi á mánudag.... Crying tööööööölllvvvaaaaa COME HOME TO DADDY!!!

Anyone who needs spanking? (einhver annar en ég sko!)

Farið vel með ykkur 1. Maí og nota daginn til að mótmæla einhverju!

Over og út héðan áður en þessi færsla hverfur á vit feðra sinna í frosti og hókuspókus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ósköp er þetta farið að fara illa með þig "Kisi" Knús og kreist og mundu að anda með nefinu *koss á þig* 

JEG, 1.5.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Tiger

  Takk essgurnar .. ég ætla mér sko ekkert að stinga af - ekki strax allavega. Stundum bara ræður maður ekkert við bullið í sér - svo það er bara um að gera að opna og leyfa því að flæða út frekar en að halda því inni, alveg nógu mikið drasl þar fyrir. Knús á ykkur og takk fyrir innlit í kvöld ..

Tiger, 1.5.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert engum líkur, það var óhugnalegt að lesa að þú ætlaðir að hætta að bloggast.  En svo skánaði það, þú hlýtur að vera kominn til að vera  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.5.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Helga skjol

Á bara að láta mann fá hjartaáfall við fyrsta línur þessa bloggs og hvað þá heldur kl 5.55 að morgni svei þér hehe bara grín, hitt er annað að bloggið á það til að taka alltof mikin tíma frá manni en þetta er bara svo gaman, eigðu góðan dag ljúfur.

Helga skjol, 1.5.2008 kl. 05:56

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  úff..ég var farin ad svitna tharna i fyrstu....en sem betur fer var thetta 1.maí gabb..eda álika..

en samt nokkud til í thessu hjá thér..madur verdur pínu húkt á blogginu stend mig ad thvi á óliklegustu timum sólarhringsins ad kikja á bloggid svo ég er pinu húkt já...en hef SVO gaman ad thessu ad mér er slétt sama knus og krammar i daginn thinn

María Guðmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 06:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fór nú bara strax að hlæja er ég las þessa frábæru skáldasögu-byrjun,
Sko ég meina það, getur þú ekki samið gaman leikrit?, nei bara smá uppástunga.
Tiger míó ef þú mundir láta verða af svona hótunum yrðir þú bara sóttur;
,, Ekki til saka", heldur heim, og það yrði nú fjör á þínum bæ þá.
Mundir þurfa að biðja nágrannakonuna um slatta af kanilsnúðum, en ég mundi koma með kaffið.
                             Knús til þín og skemmtu þér vel 1.maí
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2008 kl. 08:26

7 identicon

Trúði þér í smá stund, skömmin þín!

Það er hins vegar alveg satt hjá þér að bloggið getur verið verulegur tímaþjófur en er ekki svo viss um að ég myndi nota tímann neitt skynsamlegar ef ég hætti að lesa og skrifa þau!

Lifi byltingin!

Knús á þig minn kæri,

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 08:49

8 identicon

Ticicopp, sko !!  Nú ferð þú beinustu leið inn á Reykjavíkurflugvöll.. tekur næstu Atlantic vél til Færeyja, ég kem og sæki þig, því að ég þarf að RASSKELLA ÞIG FYRIR ÞETTA PRAKKARASTRIK.!!

Ég hef lamið miklu minni menn en þig þaddna ormurinn þinn.. !

Nú þarf ég í sturtu eftir svitakastið.

Hrfrumphhh! 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:52

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú varst svo sannfærandi í upphafi að ég trúði þér -  ég auðtrúa kona, en maður ætti að fara að þekkja þessa stríðni þína sem er svo skemmtileg og ég nýt þess mjög að lesa bloggið þitt.

Sendi þér 1.maí baráttukveðjur og knús inní vorið (fer ekki að hlýna bráðum)

Sigrún Óskars, 1.5.2008 kl. 10:07

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég mótmæli þessari færslu ! Gleðilegan 1.maí

Jónína Dúadóttir, 1.5.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: M

Gleðilegan 1.maí grínarinn þinn.

M, 1.5.2008 kl. 12:36

12 Smámynd: JEG

Vonandi er heilsan enn í lagi. Nóttu þess að slaka á og hlaða þín batterí. Knús á þig.

JEG, 1.5.2008 kl. 14:16

13 Smámynd: Tiger

  Já sko, elskurnar mínar - þakka ykkur svo mikið fyrir að kíkja á mig. Ég er ennþá þokkalega rólegur yfir tölvuleysi, en samt finnst mér það þokkalega leiðinlegt að hafa ekki það sem maður er oðinn svo vanur - góðri tölvu. En, maður notar tímann í ýmislegt skemmtilegt annað sem maður hefur kannski ekki hugað að áður...  eigið öll yndislegan dag.

Tiger, 1.5.2008 kl. 14:21

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa en hef ekkert að segja

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 15:24

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: kiza

Össs! Það ætti nú bara að rassskella þig fyrir þessi prakkarastrik! ;)

 but then, who doesn't need a good spanking once in a while? 

kiza, 2.5.2008 kl. 10:24

17 Smámynd: Tiger

Hóhójó ... i love spanking lessons - give it to meeeee! Knús á ykkur og takk fyrir innlit.

Tiger, 2.5.2008 kl. 12:54

18 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætlaði að segjaða addna!

sleppa frekar andsk... sjónvarpsglápinu og blogga meira í staðinn, enda er bloggið gagnvirkt og miklu heilbrigðara en heiladoðinn framan við imbann

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 13:37

19 Smámynd: Tiger

Hugljúfi boxari, frekar myndi ég kveikja í tívíinu en hætta að blogga sko. Myndi ekki vilja vera án ykkar of lengi sko, gæti það bara varla hugsa ég... eða þannig. Knús í helgina ykkar allra ...

Tiger, 2.5.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 139773

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband