Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
20.5.2008 | 19:05
Mál málanna er; Er Mæja Býfluga betri lifandi, dauð - eða dauðari?
Ég elti kvikindið um allt hús núna áðan - og náði því inni í eldhúsi, hvíl í friði. Mæja hefur ekki látið mig í friði svo núna er ég búinn að afgreiða hana svo vel að hún mun ekki trufla mig á næstunni. Ég er svo sem ekkert uppi með mér yfir þessum verknaði mínum en hvað á maður að gera þegar engin friðurinn fæst nema með morði ...?
Mæja Býfluga var yndisleg lítil fluga sem suðaði daginn út og daginn inn - en gerði alla óða af leiðindum samt - nú suðar hún í himnaríki mér og mínum að meinalausu.
***************************************
Er ég orðinn ruglaður eða hvað? Getur einhver sagt mér afhverju sum bloggin poppa alltaf upp aftur og aftur hjá mér? Sko, þegar ég fer í "stjórnborð" til að sjá hver er með nýja færslu og fer í heimsókn þangað og kvitta - fer svo aftur í stjórnborð og inná einhvern annan og svo til baka og þá er fyrsta bloggið komið aftur inn á stjórnborðið??? Hvernig má það vera að sumir bloggvinir mínir poppa svona upp aftur og aftur með sama bloggið? Frekar skrýtið - eða ég skil þetta allavega ekki beint ...
Jæja, þá er að fara út á pall og grilla smá. Ætla sko að grilla á meðan ég horfi á Júróið (sé það innum gluggann og heyri í því útum gluggann). Ekki það að ég sé mikið fyrir júróið neinei .. (lesist forfallinn gaur).
Hafið gott kvöld og ljúfa nótt framundan kæru bloggvinir og aðrir bloggarar. Munið eftir því að knúsa gæludýrin ykkar góða nótt og spank your better half as well..
20.5.2008 | 16:31
Fröken Gillzenegger á sér enga framtíð á Laugarveginum, en á borgarstjórn heima í borgarstjórn?
Á meðan borgin gefur húseigendum á laugarveginum einhverja tvo mánuði til að "laga til" hjá sér, snyrta og fegra hús sín - eru þeir sjálfir með allt niður um sig um allt. Peningaaustrið ætlar engan enda að taka hjá Reykjavíkurborg. Nýjasta útspilið eru 100 milljónir í "sektir" fyrir það að hafa ekki unnið vinnuna sína. Gruna nú að valdagræðgin og stanslaus stólaskipti hafi eitthvað með ólíðandi vinnubrögð að gera.
Pælið í því - borgin (við) þarf að greiða 10 milljónir á dag! Já, á dag - í sektir vegna þess að borgin hefur ekki druslast til að setjast niður og ganga frá lóðaleigusamningum við Valsmenn hf. Núna er upphæðin komin í 100 milljónir sem teknar eru beint úr vasa borgarbúa. Hvað í ósköpunum eru borgarstjóri og hans herlið að gera, ekkert? Málin standa bara þannig að núverandi meirihluti er í herferð til að festa sig í stólum og nú ætla þeir að koma Vilhjálmi aftur í feitasta stólinn - en stóru málin sitja á hakanum, mál sem kosta borgarbúa ógrynni af fémunum. Ég hefði haldið að það hefði ekki tekið langan tíma að setjast aðeins niður og ganga frá þessum blessaða samning við Valsmenn hf. Allavega hefði það verið mun ódýrara að ganga strax í það frekar en að hundsa það og láta það hanga í drabbi og henda litlum 10 milljónum á dag í trassaskapinn.
Og svo voga þeir sér hjá borginni að setja tveggja mánaða tímamörk á húseigendur við Laugarveg - skipa þeim að laga til hús sín og fegra - ella verða settar á húseigendur dagsektir.. hérna er eitthvað ekki alveg að gera sig!
Já, borginni væri nær að taka til í eigin garði fyrst - svo ráðast á aðra. Ég er þó ekki að segja að húseigendur við Laugarveg ættu ekki að vera löngu búnir að fegra hús sín, enda við eina helstu göngugötu Reykjavíkur. En mér finnst þetta ótrúleg vinnubrögð hjá borginni. Hugsa sér hversu mikið gott væri hægt að gera við 10 milljónir á dag - hve miklu væri hægt að koma í gang og hve mörg góð verk gætu litið dagsljósið með þessum auðæfum.
Þessi linkur er sérætlaður konum! Ætli þetta sé eitthvað subbó?
Hér með er fundin rétta konan handa Gillzenegger. Heyrst hefur að hún sé að æfa á fullu með kappanum, sé jafnvel betur byggð en kallinn.is ..
Sagt er að hún elski súkkulaði, kakóbolla og brúntertur. Einnig hefur hún látið uppi að hún dýrki Sollu Bollu.
Gillzinn hefur verið uppvís að öfundarcommentum um væntanlega unnustu sína en hún mun hafa lyft þyngri lóðum en hann í ræktinni. Slíkt er auðvitað ekki til neins annars en að lækka karlmennskuímynd heyheyhóhó klíkunnar.
Grunur leikur á að í gangi sé samsæri um að breyta tölum á lóðum í ræktinni til að Gillzinn verði ekki svo sár að hann hætti við draumadísina sína, bara af öfund í hennar garð.
Myndin var tekin þegar fröken Gillzeneggy borðaði morgunmat á heimili Gillzkappans, við litla hrifningu móður hans. Álit móður hans er ekki mikið á tilvonandi tengdadóttur - sem hún reyndar álítur frekar sem "tengdason" vegna útlits hennar...
Færsluhöfundur tekur enga ábyrgð á innihaldi hennar, enda skrifuð í black-out-i og því man hann ekki mikið eftir færslunni. Mælt er með í lokin - að þið lesið ekki færsluna né farið inn á linkinn þarna lengst uppi - ef þið eruð hneikslunargjörn. Færsluhöfundur hefur 100% öruggar heimildir fyrir öllu sem kemur fram í færslunni .. úpss.. there my nose start growing again! Hugs and kisses into the air - grab what ever you feel like and use it væslí.
100 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 03:05
Eru þjóðþekktar persónur allt aðrar persónur í raunveruleikanum - er sýndarmennskan að tröllríða heiðarleikanum?
Alveg er það ótrúlegt þegar maður sér þjóðþekktar persónur sitja fyrir framan sjónvarpsmyndavélar - og ljúga ískalt öllu steini léttara um sjálfa sig og sína hagi. Er búinn að sjá þjóðþekkta persónu - persónu sem ég þekki allvel sjálfur persónulega - lepja sögur í fréttamenn og þáttastjórnendur - sögur sem ég veit að eru ósannar og eins fjarri raunveruleikanum og hugsast getur.
Þar sem ég þekki þessa þjóðþekktu persónu sjálfur veit ég mun meira um hvað er að baki persónunnar - og ég segi ykkur að sögurnar af persónunni á skjánum er allt önnur en sögurnar af persónunni í raunveruleikanum. Er að fara að hitta þessa persónu á morgun og ætla að spyrja hana um þetta mál - spyrja hana um hvers vegna hún sé að búa til svona kokteil fyrir áhorfendur þegar sagan er raunverulega allt önnur í raunveruleikanum.
Ætli þetta sé algengt - að þekktir einstaklingar búa bara til sögur um sjálfa sig og líf sitt svona almennt - til að búa til betri persónu sem sett er fram sem hin "opinbera" þó hin raunverulega sé allt öðruvísi en sú sem kemur fram á skjá fjölmiðla?
Aldrei myndi ég nenna að mála sjálfan mig svona "saklausan og ljúfan" - ef ég væri hið mesta skass í raunveruleikanum. Ég myndi ekki nenna að standa í því að þurfa sífellt að horfa aftur fyrir mig til að athuga hvort einhver sem þekkir mig væri að kjafta einhverju í einhvern sem gæti komið upp um eitthvað sem ég kannski var að fela eða reyna að kæfa.
Ætli það séu margir svona "Gosar" í öllum þeim sem gerast eða eru þjóðþekktir og sífellt fyrir framan sjónvarpsmyndavélar? Hvað með þig? Ertu Gosi? Þekkir þú þjóðþekkta persónu sem er heilmikil/l Gosi? Til hvers að vera að ljúga yfirleitt, því ekki bara koma hreint fram og vera heiðarlegur? Því að flækja lífið með óþarfa kryddi og áleggi? Skil þessa lygaáráttu ekki alveg, enda þoli ég illa þá sem ekki koma hreint fram og standa fast á sínu. Undarlegt þetta líf ...
Eigið ljúfa og draumfagra nótt kæru bloggarar og yndislegan dag á morgun. Kveðja út í loftið, segi ykkur það satt ...
Over and út off here áður en i start to grow bigger nef..
Kíki á ykkur öll á morgun - segi það satt - úppss - my nose suddenly feel bigger???
18.5.2008 | 23:09
Elítan í heimsókn, hver er prinz og hver er froskur? Kiss me and find out if i will turn into frog or perhaps you will turn into frog.
Ok, ég mátti til með að setja inn nokkrar helgarmyndir. Enda eru þær mest settar inn til að frændfólk stubbalingsins fái að sjá meira af honum. Ég er auðvitað virkilega ofvirkur með myndavélina þegar svona kríli eru á ferðinni - en myndir eru eitthvað sem aldrei er til nóg af. Hefði sko vel viljað eiga helling af myndum af mér sjálfum þegar ég var lítill - en það eru bara ósköp fáar til. Hann á eftir að njóta sjálfur þegar hann stækkar, þá getur hann valið úr myndum af sjálfum sér - eitthvað sem allir vilja geta, valið úr barnamyndum af sjálfum sér.. hahaha.
Þarna er maður kominn í "kisuhúsið" - en í færslunni á undan sést hvar kisumamma er búin að hertaka stólinn fyrir sig og sína sko. En, rétt skal vera rétt - stubbur á stólinn - ekki kisa.
Og enn fleiri myndir, mar fílar sig bara eins og júróvisíonfara.
Stundum er þó nóg komið og maður bara verður að hringja í Pabba og Mömmu og kvarta - verst að mar kann ekki að hringja - en maður kann alveg að borða símann samt.
Mikið að kallinn troði bara ekki myndavélinni uppí mann!! Svo kom stór frændi í heimsókn líka, átta ára kvekendi sem var alveg til í að leyfa mér að klípa smá í nebbann og solleis ..
En, nóg um það .. knús á ykkur ölll, góða nótt og yndislega viku framundan ykkur til handa.
Kíki á ykkur öll í kvöld og á morgun .. *kossarogkram*.
Svei mér þá - hvað er stelpurassgatið búin að gera við hárið á sér? Eins og hún er falleg, bara stórglæsileg en svo eyðileggur hún sjálfa sig algerlega með svona skelfilegum kolli.
Kannski er þetta einhvers skonar stjörnugreiðsla en mér líkar þetta ekki! Það er svo oft sem fólk kann ekki að greiða sér eða klæða sig (að mínu mati) þegar það kemur fram opinberlega. Alltof mikið af svörtu og undarlegustu túrbínur á kollinum... undarlegt!
Hugsið ykkur hve glæsileg hún væri ef allt hárið væri sleikt afturábak - ekki bara fremsti hlutinn. Samt finnst mér hún ógisslega sæt og wild svona sko .. á djamminu í rvk en ekki in front of the world.
**********************************************
Jæja, við erum orðin 7 vikna gömul systkynin. Elskum lífið og okkur líður vel. Vorum komin fram á gang í síðustu viku, enda kunnum við algerlega á wc-ið og erum búin að sýna að við séum traustsins verð í að stækka umhverfi okkar. Svo núna um helgina fengum við að fara lengra og lengra - alveg um alla íbúðina að lokum. Við vorum reyndar sett í sandinn öðru hvoru svo við myndum rata þangað aftur .. en það gengur svo vel.
Mútta er alger skvísa, hrikalega sniðug við að finna uppá hinum ótrúlegustu svefnstöðum. Núna um helgina var lítill pjakkur í heimsókn svo mútta fann uppá því að hreiðra um sig undir stólnum hans litla gutta, fyrirtaks hús handa okkur. En við fengum ekki að eiga nýja húsið, bara vera þar af og til..
Svo fengum við að fara út úr húsi og út á pallinn á bakvið hús, geggjað alveg. Við urðum alveg óð, skoðuðum allt og hoppuðum og skoppuðum eins og beljur sem sleppa út á vorin - ekki það að við vitum hvað beljur eru en u know what we mean. En, auðvitað þurfti mútta að gera skammarstrik - hún fór í að kenna okkur á að opna látinn á hurðinni á pallinum svo við gætum sloppið út í stóra heiminn. Hún er hrikalega flott á því, kann á hurðina sko .. svo þurfti maður að rannsaka allar körfur og blómapotta sem reyndar hafa engin blóm ennþá ...
From our keeper .. no need to make comment on this ..
Konunglegar móttökur í Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 18:58
Varla rotta á kreiki eða reiki - eða hvað? Er kannski eitthvað undarlegt á sveimi í mínum heimi? Jammerí ...
Hér á bæ er rólegt í augnablikinu, varla mús á ferð - enda náttúrulega þrjú heljar ljón hérna sem myndu matreiða kvekendið á augabragði ef það væri hér. Hell no .. skítt með matreiðsluna - þessi ljón myndu bara gleypa skepnuna lifandi með hár og hala, rassgat í bala.
OMG.. man einhver eftir því að hafa verið á spáni fyrir kannski 20- 30 árum og fengið að fara frítt inn á skemmtistaði ef maður gat sagt "rassgat í bala"? Það voru einhverjir fleiri geggjaðir íslenskir frazar sem notaðir voru líka á þessu tímabili en ég man þá samt ekki - einhver?
En skondið hvernig fólk/fyrirtæki reyna að tæla til sín viðskiptavini. Það voru náttúrulega margir Íslendingar sem sóttu til spánar og við sannarlega þekkt fyrir heljar mikla drykkju og eyðslu á börunum svo því var það hagur pöbbanna og skemmtistaðanna að ná til sín Íslendingum - með fríum aðgangi.
Næsta víst að þetta er ekki lengur til siðs, eða maður heyrir ekki lengur svona fraza og enginn kannast lengur við svona orðalag sem inngangseyri. Allavega hef ég ferðast mjög víða um spán án þess að verða var við svona lengur.
Skelfing held ég að það væri ljúft ef Ísland hefði verið eyja einhvers staðar nálægt Kanarí. Það hefði verið ljúft að lifa og maður hefði ekki þurft að eyða helling í að ferðast til heitari landa, reyndar myndi maður þá eyða enn meira í að ferðast til Grænlands - eða til Guðrúnar í Færeyjum - en það er önnur Ella.
Pálmatré og Jólastjarna myndu vaxa um allt landið og heljar mikill gróður um allt - fullt af yndislegum kóngulóm og alls skonar ógeðspöddum! Dásamlegt, right!
Ég er dauðfeginn að geta farið á heitar slóðir en komið alltaf aftur heim í kulda og trekk, rigningu og slyddu og rok og leiðindi og logn - allt á sama degi. En, væri samt ekkert á móti smá meiri hita á landinu.
En, eins og ég sagði er rólegt hérna í augnablikinu. En það varir ekki lengi. Ég er kominn með litla "skáafakútinn" og verð með hann eitthvað um helgina. Því mun ég ekki vera mikið online í kvöld eða morgun, fyrr en kannski annaðkvöld en í síðasta lagi á sunnudaginn.
Ætla samt núna að hlaupa á handaskrolli yfir ykkur og senda inn hjá ykkur bara broskall og glott! Tek ykkur svo betur í gegn á sunnudaginn allavega. Vona að allir hafi það yndislegt um helgina, óska ykkur öllum ljúfleika og hlýju og verið góð hvert við annað. Munið kærleikann! Aldrei of mikið af knúsi og fallegum orðum í umferð.
Mér finnst þið algerir krúttmolar að nenna að kvitta hjá mér af og til - er auðvitað þakklátur öllum sem láta vita af sér, jafnvel bara með broskalli.
Hlakka til að heyra betur í ykkur en ætla að kveðja núna í bili því það styttist í að ég vekji litla guttann minn - og þá verð ég sko ekki viðræðuhæfur heldur í krúttkasti og ljúfasta hlutverki ever. Mun senda einhverjar myndir inn eftir helgi - en nei - þið þurfið ekki að hafa áhyggjur - ég sendi ekki inn 1002 myndir, bara eina eða tvær eða þrjár eða fjórar eða fimm eða tíu eða fimmtíu og fimm eða .... knús í helgina ykkar ljúfa lið!
15.5.2008 | 14:21
Á maður að henda sér í helgan stein, eða helgan vegg? Er munur á helgum vegg Ráðherra og steinvegg almennings?
Gott og blessað að það skuli nú eitthvað vera að hreyfast þarna á þessu blessaða brunahorni. Ég man ekki betur en svo að Vilhjálmur REI hafi staðið fremstur í flokki lofandi í hástert að viðkomandi brunahorn yrði tekið í gegn strax og ekkert til sparað í því að koma þessu horni í upprunalega mynd. Verkið, sem verið er að setja upp á þessu horni núna er eftir pólsku listamennina Önnu Leoniak og Fiann Paul og þar sjást andlit tæplega þúsund barna frá þorpum og bæjum víðs vegar af landsbyggðinni á Íslandi.
Verkið er sett upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík.
Þó svo að barnsandlitin séu sannarlega örugglega falleg þarna á veggnum, enda íslensk landsbyggðabörn, þá hefði ég frekar viljað sjá þetta horn uppbyggt eins og skot - eins og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði á sínum tíma með Vilhjálm í fararbroddi. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefði t.d. frekar átt að byggja þetta horn upp en að henda millum í hús sem sannarlega hefðu mátt hverfa eða brenna á laugarveginum. Kannski hefur borgin ekki lengur efni á því að standa sig á þessu horni - kannski hefur nú þegar verið of miklu fé verið varið í mannaráðningar og stólaskipti. Það er nefnilega hellingur af fé sem fer í stólaskiptin ein og sér. Tala nú ekki um þá fjármuni sem hafa örugglega farið í það að skipa nefnd sem fara átti í gegnum tillögurnar um Vatnsmýrina, sem nú hefur unnið heilmikið að því er virðist - en allt saman heljar fúskvinna samkvæmt borgarstjóra.
Skreytingar eru svo sem alltaf flottar þegar eitthvað hefur farið miður eða eitthvað þarf að fela. Sumar eru til að fegra það sem ekki þykir nógu fallegt fyrir, aðrar skreytingar eru til að gera fallegt fallegra. Sumt er bara nauðsynlegt en annað er bara fáránlega kjánalegt, eitthvað sem hefði ekki átt að þurfa t.d. Nú er það svo að mínu mati að ef þetta horn hefði verið byggt upp líkt og Vilhjálmur REI sagði að gert yrði tafarlaust - þá væri ekki þessi feluleikur þarna á þessu horni. Kannski er borgarstjórnarmeirihlutinn að draga athyglina frá rústunum sem liggja á bakvið vegginn? Spurning?
Ég myndi allavega vilja að þeir brettu upp ermarnar og tækju til við að byggja upp það sem á að byggja upp. Það er svo margt sem manni finnst ótrúlega miður í borgarmálum að það hálfa væri nóg. Ef blessaður borgarstjórinn myndi taka á málum þar sem skiptir sannarlega máli, í stað þess að vera í einhverri einkaherferð í tilraun til að sanna að hann einhvert númer en ekki leppur sjálfstæðismanna.
En, svona í lokin - ég er að byggja upp nýjan vegg handa öllum þeim sem vilja sýna samstöðu með hvaða málefni sem er og leggja sitt höfuð að veði í góð málefni. Veggurinn er handa þeim sem vilja "henda sér í vegg" af einhverjum ástæðum.
Veggurinn mun verða byggður upp með ýmsum steinastærðum svo hver og einn ætti að geta fundið stein í veggnum sem samsvarar sínu höfði.
Nú getur enginn afsakað sig með því að hafa ekki vegg til að kasta sér í ef á þarf að halda.
Hræin sem liggja eftir þá allra hörðustu munu fara í að búa til listaverkið "líkamsleyfar" og mun verkið vera sett upp í Vatnsmýrinni til framtíðarveru. Hver og einn sem langar til að leggja kropp sinn í framtíð Vatnsmýrarinnar er ráðlagt að senda hér á eftir inn athugasemd því til staðfestingar.
Borgin mun ekki greiða skaðabætur, ekkert frekar en að hún muni taka ábyrgð á þeim sem ekki liggja - eftir veggjakastið. Ellilífeyrisþegar og Öryrkjar, sem og sjúklingar eru hvattir til að sýna borginni samhug sinn með því að henda sér í viðkomandi vegg - og láta eftir kropp sinn á listaverkavegginn. Það mun spara borginni og ríkisstjórninni mikla fjármuni ef þessir hópar hverfa á vit veggsins.
Athugið að nú hefur nýr Spa- nudd og sælureitur verið opnaður í Vatnsmýrinni við hliðina á "líkamsleyfa" listaverkinu - sælureiturinn er handa forríkum eftirlaunaforstjórum og þeim þingmönnum og ráðherrum sem kjósa munaðarlíf - á elliárunum - í stað þess að kasta sér í helgan steinvegg, sælureiturinn er ekki opinn almenningi.
Ok, ég er mættur aftur eftir smá sólarbloggfrí. Ég er búinn að vera way to busy í svo mörgu svo ég notaði tímann í hluti sem ég veit að ég mun ekki hafa tíma til að gera í sumar, segi ykkur frá því seinna. Ég er þó búinn að stökkva örlítið inn hérna og lesa ykkur eitthvað en án þess að athugasemdast neitt, en nú bæti ég úr því og læt ykkur sjá mig í kerfinu ykkar. Njótið góða veðursins og verið til friðs. Sit hérna úti í sólinni með lappann og ætla að kíkja smá hring, en ég mun klára að henda inn hæji á ykkur öll, eða svo - í dag eða með kvöldinu. Luv ya all og over and út - into the sun.
Andlit barna á heilum vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 21:39
Er það svo að dagurinn og nóttin eru elskendur sem hittast augnablik tvisvar á sólahring??
Þessi dásamlega skemmtilega mynd heitir "Day Surrendering Unto Night" - eða dagurinn að gefa sig nóttunni á vald.
Um þessar mundir er nóttin þó að gefa sig meira og meira dagsljósinu á vald.
Mér leiðist öll þessi birta því það er endalaust erfitt að sofna við dagsbirtu. Svo er erfitt að reyna að hafa rómó kvöldstund með kertaljósum og dúllerí þegar ekkert er myrkrið.
Málið er náttúrulega að setja upp myrkratjöld, sem virka bara heavy vel. En, gott er þó að vakna á morgnanna í dagsbirtu - maður er mun fljótari að vakna vel og vera up and about.
Ég hef ekki verið neitt á netinu eiginlega í dag og gær, og því ekki verið að athugasemdast neitt eða skrifa. Mun kíkja á ykkur fljótlega og gera ykkur lífið leitt aftur, don´t worry - i i´ll be back!
Segi bara knús á ykkur öll og farið vel með ykkur. Njótið vikunnar og munið að vera góð hvert við annað, maður veit aldrei hvenær það er of seint að sýna vináttu og ástúð - svo gerið það af og til svona til að vera örugg um að hafa skilað ykkar ástarpakka.
Þessi mynd hérna heitir aftur á móti "Power of Prayer" - eða máttur bænarinnar. Notið ykkur bænina oftar og notið hana til góðra hluta. Maður á að þakka líka í bæn - ekki bara biðja um hitt eða þetta, þakka þú fyrir eitthvað í kvöld þegar þú ferð með bænina þína.
Kenndu barninu þínu líka að nota bænina rétt - kenndu barninu þínu að þakka í bæn, rétt eins og að biðja fyrir fólki eða dýrum.
Máttur bænarinnar er mikill, sér í lagi þegar margir biðja saman eða margir biðja fyrir sömu manneskju t.d...
Adda bloggvinkona er að leita eftir bænastuðning við unga konu sem á í miklum veikindum, hvernig væri að setja þessa ungu konu í bænir ykkar í kvöld? Ekki gleyma mér heldur náttúrulega... *bros*.
En, ég segi bara góða nótt í bili því ég verð ekkert á netinu í kvöld - kíkti bara til að minna ykkur á mig elskurnar. Eigið yndislega nótt og glaðan draumapakka ykkur til handa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
12.5.2008 | 14:37
Er Doris Lessing rithöfundur bara lítil dónakerling - eða elskar hún leiki með hænur?
Femínistafrömuðurinn og rithöfundurinn frú Brúnka Lesbó-nónó hét áður Langbrók Jónsdóttir. Frú Brúnka ákvað að breyta nafninu þegar hún gaf út bókina sína "How to be a chicken" árið 1950. Mjög mikið fjaðrafok var í kringum útgáfu þessarar bókar, en frú Brúnka Lesbó-nónó er fædd árið 1919 á hænsnabúi í Löppulandi(nú Lappland) en þegar bókin var gefin út var einmitt verið að slátra hænum á bænum, sem útskýrir fjaðrafokið. Löngu síðar, árið 1962 komst hún svo á kortið sem rithöfundur með útgáfu bókarinnar "Doin it in the bushes".
"Nafnið mitt dreg ég frá ferðalagi einu fyrir margt löngu. Ég ferðaðist með vinkonu minni og við áttum oft ekki fyrir gistingunni svo við gistum bara í Runnum og kjarri, oftar en ekki vöknuðum við löngu eftir sólarupprás og þá var sólin búin að baka okkur og við vel brúnar - þaðan fékk ég nafnið Brúnka. Svo er vinkona mín Lessa og í runnanum á nóttunni þegar hún var eitthvað að reyna að færa sig uppeftir mér - sagði ég alltaf "nónó" og því ákvað ég þegar fyrri bókin kom út að taka mér listakonunafnið "Brunka Lesbó-nónó".
Fyrri bókin fjallar um lífið á hænsnabúinu. Fjörugt fuglalíf og eggjandi hljómur á vorin er eitthvað sem fólk hefur alltaf verið hrifið af. Fjallar hún meðal annars um ýmis bernskubrek á hænsnabúi foreldra sinna.
"Ég man t.d eftir því að ég gerði tilraun með liti og hænur þegar ég var 5 ára. Allar hænur foreldra minna voru hvítar - en ég ákvað að reyna að búa til svartar hænur, fá smá lit í kofann - þannig séð. Ég tók nokkrar hænur og dýfði þeim í tjörutunnu - sannarlega urðu hænurnar svartar - en ég var sett í strangt útgöngubann í kjölfarið." sagði Brúnka gamla og þerraði skraufþurr tár af hrukkóttu andlitinu við góðar minningar úr æsku.
Seinna hélt feykileg klámvæðing innreið sína inn í Löppland (núna Lappland) svo það er ekki að undra þó Frú Brúnka Lessbó-nónó hafi síðar hlotið Nóbelinn fyrir bókina "Gerið það í runnanum - runnaleikir".
"Ég veit bara að ég verð óð þegar ég sé runna, alveg runnaóð. En eins gott að fólk rugli ekki Bush saman við Bush - sko ekki rugla runna saman við illgresi".. segir kerlingin og grettir sig tannlaust framan í spyrilinn ..
Frú Brúnka hefur lítinn frið fengið til að skrifa meira en þessar tvær bækur vegna þess að fjölmiðlar hafa í 40 ár elt hana á röndum til að komast að meiru varðandi seinni bókina, runnaleikina..
"Ég hef sennilega lítinn tíma til að skrifa hér eftir, enda orðin 88 ára gömul og hálf heilsu- og orkulaus. Enda þurfti ég að stunda miklar rannsóknir á runnum og leika mér heilmikið í runnunum til að fá efni í bókina. Fjölmiðlar elta mig um allt og reyna að fá mig til að sitja fyrir, sérstaklega í Playboy og Hustler - enda var síðari bók mín mjög heit og djörf - eiginlega hálfgerð subba þannig séð" segir frú Brúnka og um leið og hún gerir tilraun til að vera sexy - en á einhvern undarlegan hátt fer kjánahrollur um spyrjandann þegar hann horfir á þessa 88 ára gömlu kerlingu iða eins og gamall kartöflupoki.
Frú Brúnka tók við Nóbels bókmenntaverðlaununum fyrr á þessu ári í Wallace Collection-safninu í Lundúnum. Sendiherra Svía í Lundúnum studdi kerlingunni uppá sviðið og veitti henni verðlaunin - ársbirgðir af runnafræjum og tjörutunnu ásamt 30 kjúklingum sem tístu heil ósköp.
"Nú get ég hætt að bögglast við að skrifa, enda orðin of skjálfhent - og snúið mér að uppáhaldshugarefnum mínum í framtíðinni, runnarækt og tilraunum með litabrigði hænsnfugla. Nú hendi ég pennaræskninu og er ánægð þó ég þurfi aldrei aftur að líta bókstaf enda aldrei þolað stafi hvort sem er - en sit nú föst með einn slíkan í hendi sem ég þarf að ganga með hvert sem ég fer" sagði Femínistakerlingin örg um leið og hún barði spyrjandann með stafnum sínum.
Spyrjanda þótti nú nóg komið og ákvað að forða sér frá þessari kerlingu áður en í illt færi. Seinna frétti spyrillinn af því að kerlingin hefði stofnað samtökin "Rúllað og púllað á runnahól við hanagól" - en þau samtök miða við að allir geti fengið sér vagg og veltu í runna uppi á hólnum sem er á bakvið bæinn hjá frú Brúnku. Spyrillinn selur það ekki dýrara en hann heyrði það og kveður bara.
Lessing: Enginn friður fyrir fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2008 | 01:17
Mæður á MoggaBloggi sem og bara allar mæður - skyldulesning hérna!!!!
Ég vil byrja á því að senda minni kæru bloggvinkonu Ragnheiði kærar kveðjur í tilefni dagsins í dag! Til hamingju með mæðradaginn Ragnheiður mín. Vil einnig senda öðrum mæðrum sem standa í sömu sporum og hún Ragnheiður kærar mæðradagskveðjur! Kveðjur til annarra í lokin...
Þá er að renna upp heilmikill dýrðardagur. Hvítasunnuhelgin er í algleymi og allir á ferð og flugi hugsanlega, en samt gruna ég að margar mæður landsins séu samt ætíð með börnin sín sér við hlið eða í hjarta.
Það er hálf skrýtið að hugsa um það hve mæður eru miklar hetjur í raun og veru. Þær þurfa að bera barn sitt í kvið sínum í níu mánuði á meðan það vex og dafnar. Síðan þurfa þær að standa oft í miklum kvalafullum aðgerðum til að koma börnum sínum í heiminn. Einstaka sinnum þurfa mæður líka að glíma við að taka á móti barni í heiminn sem haldið er erfiðum sjúkdómum - en móðirin tekur barnið samt í faðminn og elskar það alveg jafnheitt og öll heilbrigðustu börn í heiminum - eða jafnvel meira ef eitthvað er.
Þegar barnið er komið í fang móður sinnar þarf himinn og jörð að farast áður en móðirin lætur frá sér barnið. Hún verndar það með öllum hugsanlegum og óhugsanlegum ráðum og er ætíð ótrúlega fórnfús í garð barnsins.
Oft stendur móðirin í mikilli baráttu við hinar ýmsu utanaðkomandi hættur og vá sem ógnað gæti barninu hennar á meðan það vex og dafnar - en hún gefst aldrei upp! Hún fæðir, baðar og klæðir barn sitt - huggar það og hughreystir, skemmtir því og elskar það skilyrðislaust alla æfi.
Dagurinn í dag, 11 Maí 2008, er mæðradagurinn. Þessi dagur er tileinkaður ykkur öllum kæru konur sem orðnar eru mæður og hafið lagt að baki svona mikla hetjuför frá fyrstu stundu og þar til yfir líkur. Ég vil óska ykkur öllum hér sem og allsstaðar hjartanlega til hamingju með daginn og þakka ykkur svo mikið vel fyrir það að hafa fætt okkur öll í heiminn og hugsað um okkur ætíð og skilyrðislaust.
Ekkert afl í heiminum jafnast á við móðureðlið - þið mæður moggabloggs - sem og allar mæður - þið eruð stórkostlegar hetjur og ég þakka fyrir mig.
Til hamingju með daginn kæru Bloggvinkonur!
Jenný Anna - Angelfish - Ólína Þ. - Gurrí - Jónína Dúadóttir - Guðrún B. - Maddy - Huld Ringsted - Ásthildur Cesil - Guðrún Emilía - Edda Björgvins - Kurr mín kæra systir - Ragnheiður - Ásdís - Jóhanna M&V - Hallgerður Pétursd. - Helga Guðrún - Sigrún Óskars - Adda Laufey - Helga Skjol - Sólveig M. - Ragnheiður Ása - Anna Einarsdóttir - Linda Linnet - Brynja Skordal - Halldóra Rán - Guðbjörg Ofurskutla - G. Antonia - EMM - Helga Valdimarsdóttir - Svala Erlendsdóttir - Lilja Guðrún - María Guðmunds. - Helga Magnúsdóttir - Jóna Svanlaug.
Svo eru náttúrulega einhverjir sem ég er ekki alveg 100% viss um hvort séu konur eða menn en fá samt líka kveðju!
JEG - Handtöskuserían ..
Og svo töffararnir mínir - þeir fá bara svona auka kveðju til að vera með ...
Steingrímur minn besta skinn - Brjánn Boxari hinn ljúfi - Stefán Friðrik ofurbloggari - Tófulöpp reiðmaður
Og svo að lokum nýjasti bloggvinurinn ..
Einnig vil ég óska öllum konum sem eru mæður - og lesa moggablogg og rekast hingað inn - til hamingju með daginn!
Að þessu loknu kveð ég bara í bili og óska ykkur öllum ánægjulegrar helgar og njótið lífsins. Adjö ...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði