Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kettir - klukkur og kveðjur inn í helgina sem er framundan ... þannig séð.

Meooooowwww... já, ég er ekki mikill hundamaður því ég nenni ekki að vera með hund og þurfa að hugsa um hann eins og lítið barn, út að pissa - og út að labba og varla hægt að skilja þessi grey eftir ein. En, það er vikuafmæli hérna á morgun. Kettlingarnir eru vikugamlir á morgun og því ættu þeir að fara að opna augun núna um helgina - enda gera þeir það yfirleitt rétt vikugamlir. Þeir eru enn bara í einum hrærigraut, hringa sig saman þegar mamman er ekki hjá þeim - enda finna þeir skjól og öryggi hver í öðrum á meðan þeir eru svona litlir greyin. Myndirnar hérna niðri tók ég í morgun - nema tvær efstu eru sirka tveggja ára gamlar (af mömmunni og stóru kettlingunum)..

File0001CIMG1165

Hérna er hefðarmærin sjálf og líka kettlingar frá henni síðan fyrir tveim árum. Oftast kemur hún með kettlinga sem eru mjög svipaðir henni sjálfri, en núna fyrir viku komu bara mjög dökkir kettlingar.

Picture 001Picture 002Picture 003Picture 004

Hérna má sjá þessar vikugömlu rúsínur - og mömmuna eitthvað að skipta sér að því að maður skildi taka þá alla úr holunni sinni til að setja þá í myndatökur, hún náttla ekki hrifin af því. En eins og sjá má þá eru þeir allir frekar dökkir. Þrír eru bröndóttir en tveir eru svartir með hvítar lappir og tríni.

Well, þá er þessari kisufærslu lokið.

P.s. viljið þið giska á hvað ég á mörg úr? Okok, nennið því ekkert - en ég á bara 13 stykki - og nota aldrei úr svona yfir höfuð - hvað er að eiginlega? Bruðl.. jámm!

Picture 006 Þvílíka vitleysan sem maður hendir stundum pening í... díses.

     

Já, maður er stundum hálf ruglaður, fyndinn en samt ekki fyndinn ... knús á ykkur öll kæru vinir og lesendur allir. Eigið góða helgi sem byrjar á morgun - og reynið að njóta sem eigið fríhelgina framundan. Túttílú..


Er þetta fetish eða bara óðs manns/konu æði? Hér er vaðið yfir ykkur á skítugum skónum...

  Ojæja, ég sem ætlaði svo sem ekki að vera með neitt of mikið persónulegt hérna á blogginu - en nú er hér komið að fetish hjá mér. Maður sér af og til ákveðið svona fetish hjá sumum bloggurum hérna, t.d. Jenný er með skófetish (hleypur um á háum í snjósköflum sko), Dúa er með fetish fyrir eldhúsinnréttingum með öllu innbyggðu (leitar af nýju eldhúsinnréttingunni við Sjallann í töluðum/skrifuðum orðum), Milla er með fetish fyrir "smá fyrir svefninn" (sem er óggisslega skemmtilegt - bloggerí sko!), Hannes H. Gissurarson er með fetish fyrir verkum annarra og gerir þau að sínum .... og svona má lengi telja upp. En hérna er sem sagt smá hamagangur í mér, það er nefnilega þannig að fleiri en bara konur geta haft fetish fyrir skóm. Ég kaupi mér alltaf 2-3 skópör í hvert sinn sem ég ferðast erlendis og dýrka skó sem eru öðruvísi en allir hinir eru í. Hérna á eftir hendi ég inn myndum af nokkrum af þeim skóm sem ég á og bara pardone me þó ykkur finnist þeir hallóó, þá er mér nokk sama - enda ætla ég sko ekki að troða þeim á ykkar tær heldur mínar.. *bros*..

Picture 038Picture 037Picture 035

Eins og sjá má þá er ég meira fyrir dökka skó sem hægt er að nota við nánast hvað sem er - skó sem eru með frönzkum lásum frekar en reimar eða bara lokaðir. Samt fíla ég líka vel reimaða skó og jafnvel lokaða - en þeir skór sem ég nota allra mest eru þó sandalar(sjá síðast).

Picture 036Picture 041Picture 039

Oftast ef ég kaupi mér reimaða skó þá eru reimarnar í ákveðnum litum, oft sterkum afgerandi litum og þá nota ég t.d. Með gulu reimarnar - gallabuxur með gulum vösum eða gulum merkjum eða álíka bulli.

Picture 040Picture 034Picture 033

Ef ég hins vegar kaupi mér skó í sterkum litum eða litum sem passa ekki við nema eitthvað alveg ákveðið - þá er það vegna þess að ég á t.d. buxur sem eru svartar - með rauðum flékkjum eða svartar með miklu rauðu í - sjá buxur fyrir skó hérna undir..

Picture 049Picture 050Picture 045

Hér má t.d. sjá rauða skó með sínum buxum og appelsínu litaða með sínum og svo koll af kolli - eða buxur af buxum .. ehh!

Ok, þetta var bara fyndið. Já, ég er karlmaður - en ég er mikill fataáhugamaður (en þó ekki mikill jakkafatamaður eða svona skrifstofukallalegur).. enda náttúrulega bara ungur og áberandi fjörkálfur sem dansar út í eitt, tjúttar út í tvö og klæðir sig uppí ... sex, þannig séð auðvitað. *Glott*.

En sko - ég er stundum yfirdrifinn og ég á nokkuð mikið af skóm sem ég hef aldrei farið í - eða suma bara einu sinni. Ég á líka minnst 40-50 buxur af öllum tegundum og hugsanlega 70 boli, skyrtur og peysur... Og já Jenný - ég á nokkrar úlpur líka! Mikið af þessu er ónotað og stundum þarf ég að rýma fyrir nýjum fötum - með því að setja í kassa önnur ný föt sem ekki hafa verið notuð. Læt ykkur vita þegar ég opna fatamarkað í kolaportinu - ekki að þið kæru bloggvinir - sem eruð flestir konur - hafið mikil not fyrir strákagallabuxur og skó, en kannski bara til að þið getið komið við og fengið hjá mér kaffisopa og kanelsnúð.. *bros*.

Svo að ganni, hér fyrir neðan er hurðin af ísskápnum mínum. Ég er alveg óður í seguldót á ísskápa og kaupi mér alltaf nokkra í hverri ferð erlendis. Börnin elska þetta og yngstu geta setið fyrir framan ísskápinn minn tímunum saman í því að skoða og raða hlutunum hingað og þangað.

Picture 012Picture 013Picture 011

Fann meira að segja uppá leik (sem reyndar er til í einhverjum svona útgáfum á öðrum vettvangi) handa blessuðum börnunum með ísskápinn í aðalhlutverki. Læt þau horfa á hlutina á ísskápnum og virða þá vel fyrir sér. Því næst bind ég klút fyrir augun á þeim og færi þeim einhvern hlut og þau þurfa að þreyfa á hlutnum til að finna út hvaða hlutur það er sem þau halda á. Systkynabörn mín sem eru aðeins eldri leika sér stundum í þessum leik sjálf þegar þau eru í heimsókn..

Ogggggg... svo að lokum... smá gríndrusla sem ég fékk í jólagjöf...

Picture 010

Já, þetta er G-string... en way to small náttúrulega *flaut*. Hehehe..

  Þá held ég að það sé bara ekki meira í bili sem ég hef að segja eða sýna. Hver veit nema maður eigi eftir að henda þessari færslu bara út fljótlega, enda ekki mikið fyrir að sýna eða segja frá of persónulegum hlutum sko.. hehehe. En svona er lífið, nafnlaust - næstum því - en yndislegt. Farinn að kíkja blogghringinn og bulla smá í ykkur öllum áður en ég stekk í hlýtt og notalegt bólið sem þegar er upptekið að hluta .. *glotterí*. Góða nótt kæru vinir.


Ok, nú fer ég í rúmið - búinn að láta plata mig þrisvar á netinu vegna dagsins í dag.

  Ég hélt að það ætti nú bara að nota 1 apríl til að láta fólk hlaupa eitthvað eða einhverja erindisleysu - en það er sko líka hægt að láta fólk fá smá sjokk og læti á netinu líka. Of langt að fara að segja mikið frá þessu en ég er búinn að falla fjandans til í þrjú skipti núna eftir miðnætti og hér segi ég stopperí og stanz. Nú er ég að fara að slökkva á tölvunni og koma mér í rúmið, enda ætti ekki að vera hægt að plata mig þar - hmmm - eða hvað? Ojæja, varla úr því sem komið er - enda heiðarlegt og guðhrædd fólk á þessum bæ löngu sofnað, nema ég náttla...

  Ég hvet alla til að vera góða á morgun og vera ekki að gabba hvert annað, right! Auðvitað eigum við að reyna eins og við getum, enda plata ég alltaf einhvern á svona dögum og tekst yfirleitt vel upp með það. En í augnablikinu er ég tómur á hvað ég mun gera - þess vegna er víst betra að koma sér í draumaheima með von um að draumar færi manni nýjan dag með nýjum uppátækjum. Mar er nú ekki kallaður hrekkvís og stríðinn fyrir ekki neitt sko! Ekki satt Dúvvan mín?

  Hey, back off - ég er on the toilett abinn þinn. Perraskapur er það að kíkja svona á mann.. usss! Minnir mig bara á Dúu nokkra .. *hux*.

   love you all ---> NOT. JÚJÚ - víst geri ég það.


« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 139810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband