Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Það eru komin óflýjanleg tímamót - jú - sannarlega áramót, en líka önnur tímamót hjá nafnlausum, litlausum og frekar hlutlausum bloggara - bloggara sem er eiginlega hálfgerð teiknimyndafígúra, só tú spík...
Nóttin er að færast yfir hann!
Hann kom hér fyrir margt löngu - byrjaði á því að lesa í Jenný Önnu Baldursdóttur, einn af vinsælustu bloggurum Mbl.is. Eftir einn lestur þar byrjaði hann að lesa fleiri bloggara - og svo fleiri og aftur fleiri - og á endanum gat hann ekki rifið sig frá Mbl.is bloggsíðunni.
Mörgum mánuðum eftir að hann byrjaði að lesa blogg Mbl.is ákvað hann að skella inn í bloggkerfið kennitölunni sinni - og gefa þar með Mbl.is öruggan aðgang að persónu sinni - og fullan aðgang að ábyrgðarmanni þeim er ætíð hefur staðið hreinn og beinn að baki því sem viðkomandi bloggari sendi frá sér.
Hann ákvað að kalla sig Tigercopper í upphafi en breytti því síðar í Tiger. Hann byrjaði á því að byggja sér "Vegg" í anda uppáhaldsbloggara síns og í einhver fá skipti "kastaði hann sér í vegginn að tarna" ... hann lagði af stað í ævintýraheim bloggsins þann 24 janúar 2008!
Þegar hann byrjaði að blogga var hann í smá vandræðum - lítill í sér og feiminn við að blogga í fyrsta skiptið og hleypa fullt af ókunnum inn í líf sitt og sinna. Hann hafði aldrei bloggað áður - en hafði samt verið virkur og duglegur penni á öðrum vettvangi á netinu - en það er önnur Elínborg - eða já - var það önnur Ella?
Samt lét hann vaða þar sem hann gat hleypt af stokknum bloggi sem hann sannarlega bar ábyrgð á - og sem hann ætlaði sannarlega að standa undir og axla ábyrð á - enda búinn að senda mikilvægustu upplýsingarnar til Mbl.is - kennitöluna sína sem sagði "eigendum" bloggsvæðisins nákvæmlega til um hver og hvar hann væri - og hvern ætti að taka í gegn ef honum yrði á í bloggferð sinni á veraldarvefnum!
Hugurinn leitaði mikið, vel og lengi - en hann vissi alls ekki hvar og hvernig hann átti að byrja að blogga - vissi ekkert um neitt í raun og veru þegar hann ýtti fyrsta blogginu af stað. Í byrjun ætlaði hann að vera á pólitísku nótunum - en hann hafði samt aldrei skipt sér neitt sérstaklega af pólitík og var reyndar voðalítið pólitískur í sér - nema hvað hann var langt frá í hrifinn af "Landspabba" og hans gamla alltof rótgróna ósjálfstæða flokki ..
Tiger ákvað fljótlega að honum leiddist að vera á pólitískum nótum - enda hafði hann alls ekkert vit á pólitík í raun og veru. Hann ákvað því snemma - eftir sirka níu færslur og aðeins tvær athugasemdir (önnur þeirra hans eigin) að hætta pólitískum nornaveiðum og fara úr pólitíkinni sem slíkri - enda Halloween löngu liðin tíð ... og pólitíkin leiðinleg tík sem slík!
Hann fann sig mun betur í húmor, léttleika og ljúfmennsku - enda var það svo mikið hann sjálfur - inni við beinskrattann var það í hans eðli að reyna að gleðja, kæta liðið og vera eins væminn og hægt var - með það í huga að fá aðra til að brosa, glotta eða bara hrista hausinn ... hann lagði af stað með sjálfið sitt í fararbroddi og hefur gert það núna út árið 2008 með 273 færslum í það heila.
Tiger hefur þó ætíð haldið fast við að vera "blörraður" - vera bara Tiger og ekkert annað..
Stundum fékk hann þó einkaskilaboð frá ljúfum og kátum bloggurum sem bentu honum vinsamlega á það hvernig aðrir bloggarar gætu auðveldlega náð nafninu hans fram þó hann væri ekki með það á síðunni sinni.
Einn ljúfur bloggari óskaði meira segja eftir því að Tiger samþykkti bloggvináttu sína - eingöngu til að geta sent honum þessi skilaboð um að nafnið má finna auðveldlega þó það væri ekki sýnilegt öllum ..
Ýmislegt misjafnt poppaði upp á síðunni hans Tigers. Allt frá því að vera bara ótrúlegur aulahúmor - uppí það að vera væmnustu hjartans færslur um sína yndislegustu ættingja og vini - enda virkilega ríkur bloggari þar á ferð hvað vini og ættingja varðar.
En, Tiger eignaðist líka góðan hóp af nýjum vinum þegar hann fór af stað í bloggheimum - en þó hann hafi í upphafi ákveðið að setja ekki á síðuna sína svokallaða "Bloggvini" - vegna þess að hann hafði lesið áður einhvers staðar að bloggvinir væru svo miklir tímaþjófar - þá leið ekki löng stund áður en hann áttaði sig á að bloggvinir eru nauðsynlegir til að verða sýnilegur á blogginu - lítið grunaði hann að þessi viðbót varð að hluta af lífinu sjálfu og lestur bloggvinanna varð .. jú að tímaþjóf .. en algerlega ómissandi þáttur í rútínu þegar á netið var farið!
Margir og ótrúlega yndislegir bloggvinir poppuðu upp og margar yndislegar sálir birtust í gegnum blogg vinahópsins.
Minnistætt er þegar hann rakst á "gamla vinkonu" í blogghópnum á Mbl.is - okkar ástsælu dásamlegu Bibbu á Brávallagötunni, en Tiger var sko nágranni Bibbu á .. Brávallagötunni - og var leynilega virkilega skotinn í kerlunni yndislegu! Hún var þó ekki hin eina sanna Kanelsnúðanágrannakona - það er allt önnur Elínborg!
Margir aðrir mannvinir komu uppá yfirborðið þegar Tiger fór að sækja sér bloggvini - og áður en langt um leið voru ljúfir bloggarar líka farnir að senda bloggvinabeiðni til hans - sem hann sannarlega samþykkti með gleði.
Minnistæðir bloggarar - að öllum bloggvinum ólöstuðum og ónefndum - eru t.d. hin sterka og einstaka Ragnheiður. Í styrkleika hennar fann Tiger part af sjálfum sér og sorg hennar og missir snerti hann mikið þar sem Tiger hafði sjálfur misst ýmislegt smátt og stórt í gegnum tíðina. Missir Ragnheiðar varð að ómissandi heimsóknarferðum Tigers á kertasíðu sonar hennar, Hilmars - og eignaðist Tiger góðan vin í þeim engli - vin sem ekki mun týnast þó Tiger verði ekki lengur á meðal okkar hér á blogginu!
En eins og sagði þá voru bloggararnir mismunandi sem birtust í bloggvinahóp Tigers. Margir ótrúlega yndislegir púkar skutu upp kollinum - púkar sem alls ekki týndu sér í endursköpun nýrrar íbúðar - púkar sem prökkuruðust um allt - með heilt eldhúsgólf í fanginu - týndu reykháfum, fóru í sturtu með kisu að morgni dags á meðan aðrir sváfu - og púkar sem byrjuðu jólastússið löngu á undan sjálfum jólasveininum ..
Já, Tiger eignaðist yndislega bloggvini sem margir hverjir endurspegluðu hans eigin lífssýnir. Jákvæðir og ljúfir bloggarar sem létu sér málin varða, hlúðu að hver öðrum og sýndu mikla manngæsku og samúð sem og virðingu í ljós öllum stundum ...
Í þeim hópi voru t.d. Jónína dúa - Ásthildur - Steingrímur - Milla - Jenný - Ragnheiður - Brjánn boxari - Huld - Emm - Solla - Helga Blekpenni - Heiða Boníta - Guðrún B - JógaMagg - JEG - Ásdís - Tína - Maddý - Huxa - Hneta - Búkolla - Majaogco - Lillagud - Ofurskutlan - Skjolid - Sigro - Rasan - Brynja - Antonia - Linda - Skattborgari - Strumpurinn - Egvania - Icekeiko - Wonderwoman - SillaGunna - Yederupdrottningin - Hrannsa - Ruslana - Bláskógatinna - Ace - Agny - Formosus - HeidiHelga - Katla - og síðast en ekki síst nýjasta bloggvinkonan hans - bloggarinn með fallega nafnið - Rósalín Alma.
Omy good hvað hann var heppinn með bloggvini - því það er ekki bara þessi upptaldi hópur sem var hvað yndislegastur - heldur allir hinir líka - bæði sýnilegir og ósýnilegir - því það voru þessir bloggvinir allir sem gerðu það að verkum að hann hélt áfram að koma - aftur og aftur ...
Hvern og einn bloggvininn gat hann séð fyrir sér sem brilljant eitt eða annað - og eitthvað gott sá hann í þeim öllum, enda úrvalshópur sem ekki kallaði allt ömmu sína - töffarahópur sem gustaði að þegar eitthvað stóð til og hópur sem gerði ýmislegt til að létta öðrum lundina eða til að veita styrk eða gleði í erfiðleikum - nú eða til að hlægja með öðrum og samgleðjast á afmælum, þegar fæðingar stóðu yfir eða þegar einhver fékk nýja vinnu...
En svona er lífið. Stundum gengur allt sinn vanaveg en stundum taka hlutirnir beygjur og þá er oft eitthvað sem verður til þess að óumflýjanlegir hlutir rúlla af stað.
Þessi tímamót - áramótin 2008/2009 - eru einmitt þannig tími.
Nú er að líða að lokum hjá Tiger - hann er að hverfa á braut þess ókunna og er þetta hans allra síðasta færsla - á Mbl.is! Augu hans eru full af tárum og hjarta hans grætur bloggvinamissinn - og sendir hann hér með sína síðustu kveðju yfir netheima með þakklæti fyrir ómetanlegar stundir sem hann átti með sínum dásamlegu bloggvinum - sem og öðrum bloggurum sem hafa lagt leið sína ósýnilegir um pistla hans!
Að lokum er hér ósk Tigers um Gleði og hamingju ykkur öllum til handa á nýju ári! Megi guð og gæfa vaka yfir ykkur öllum á komandi ári - og megi hamingjan umvefja ykkur öll - alla daga!
Gleðilegt nýtt ár kæru bloggarar nær og fjær - bæði bloggvinir og aðrir bloggarar sem þetta lesa. Þið eruð það sem heldur blogginu uppi - þið eruð það sem fær mann til að nenna að blogga yfir höfuð!
Over and out - áður en höfundur springur af væmni!
Yndislegasta mannvera jarðarinnar á afmæli í dag!
Myndin af henni er hér - að vísu örlítið gömul mynd en samt "óblörruð" - en dálítið óskýr. Þessi mannvera er höfuð og herðar stórs hóps af fólki sem er bæði ungt .. yngra og kornungt! Ef þið komið til með að rekast á hana í dag - þá bið ég ykkur vinsamlegast um að taka hana í faðminn og knúsa hana 1001 - rétt eins og í ævintýrunum - enda er hún algert ævintýri kerlan!
Hún er mikill mannvinur þessi kona, hrein og bein hetja líka. Alein stóð hún uppi rétt rúmlega þrítug með sex börn - það elsta þá líklega tólf til fimmtán ára eða svo. Hún vann myrkranna á milli og lagði á sig allar heimsins byrgðar til að halda saman barnahópnum sínum - bað aldrei neinn um hjálp og lenti aldrei í skuld við einn eða neinn heldur óð áfram knúin elsku á börnum sínum og viljanum í að missa engan frá sér.
Málið var að oftar en ekki tók hún vinum og vinkonum okkar barnanna opnum örmum og hlúði að þeim eins og væru þau hennar eigin - vísaði aldrei neinum frá og var stundum með ungt vinafólk okkar hjá okkur á jólum eða páskum eða á þannig stundum.
Henni fórst allt vel úr hendi sem hún réðst í - reykti ekki og drakk ekki - og gerir ekki ennþá - veitti sjálfri sér aldrei neitt heldur setti allt sem henni tókst að draga í búið - til barna og svo síðar barnabarna sinna.. og er ennþá að!
Hún er 66 ára í dag þessi elska - á uppkomin sex börn - yfir 20 barnabörn og langömmubörnin orðin allavega fimm og minnst 4 á leiðinni ... hún er moldrík kona skal ég segja ykkur!
Hún ól okkur öll upp þannig að við sýnum náunga okkar 100% virðingu, vinsemd og komum ætíð eins heiðarlega fram og kostur er! Hún sá til þess að við erum ófeimin við að tjá tilfinningar, knúsast og elska hvert annað .. við erum lítill angi af henni svo miðað við mig - getið þið sem lesið mig margfaldað hana!
Okok .. hér er ég farinn að hljóma eins og ég sé að skrifa minningargrein - en málið er að ég gæti skrifað heila bókaseríu um góðsemi og göfuglyndi hennar móður minnar. Hver veit nema ég geri það bara einn góðan daginn - enda hefur líf hennar verið mikið og undarlegt ævintýri þar sem bæði sorgir og gleði skiptast á ..
En, til hamingju elsku mamma mín! Þú ert heitt elskuð af mér - og okkur öllum systkynum, barnabörnum og barnabörnunum þínum öllum ..
Að sjálfsögðu skreytti ég færsluna með myndum af einhverjum kökum úr kaffihlaðborðinu hennar í dag - en reyndar hefur móðir mín aldrei haldið uppá afmælið sitt .. aðeins einu sinni fengum við systkynin leyfi hennar til að halda henni veglega veislu - en það var yndislegt.
Yfirleitt hefur hún bara bakað tertur og kökur og fleira - sem hún hefur bara á borðum allan daginn og svo bara líta þeir við sem eiga leið hjá. Auðvitað er dagurinn fullur af iðandi lífi og allur hópurinn hennar er að líta á hana allan daginn. Þessi dagur er einn yndislegasti dagur ársins í okkar fjölskyldu.
Knús og kveðjur á alla bloggvini mína og ég sé ykkur öll á morgun - þegar ég fer lokahringinn til að lesa ykkur og kveðja því Tiger er að fara ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Já svei mér þá - eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Ég er ekki ennþá búinn að ákveða mig - á ég að hætta að blogga eða á ég að halda því áfram - ósýnilegur!? Meina, hver nennir að blogga ósýnilegur? Spurning...
Ég hef lítið sem ekkert verið á netinu núna það sem af er af jólunum. Kannski er ég bara að reyna að átta mig á því hvernig það væri ef ég væri ekki að blogga - og það hefur ekki verið mikið mál - nema hvað ég verð að viðurkenna að ég hef saknað bloggvinanna mikið!
Í dag var annar dagurinn sem ég hef haft alveg útaf fyrir mig - hinn dagurinn var jóladagur - núna er ég ekkert annað en afslappaður og bara á stuttbuxunum hér heima við.. jú, ég sleppti handklæðinu og fór í stuttbuxur!
Hef ekkert farið út í dag - að vísu slappaði ég nú ekki alveg af í dag heldur ryksugaði og skúraði alla íbúðina .. enda sleppti ég því fyrir jólin!
Ég hef ekkert horft á fréttir og lítið sem ekkert sest við sjónvarpið - bara setið og lesið, skrifað og sofið .. það er að segja þegar ég hafði tíma til slíks. Jú, dagurinn í dag var góður þannig séð!
Eitthvað hefur bæst framan á karlinn það sem af er jólum - en það verður þó jafnfljótt að fjúka af þegar ég hætti að borða ..
Þarf reyndar ekki annað en að hætta að borða á nóttunni í nokkrar nætur og þá er karlinn aftur orðinn grannur og spengilegur - nema hvað sko! Ekki lætur maður undan gagnvart bollupúkanum, ónei ...
Tíminn yfir jólin er þó samt sannarlega tíminn þar sem maður sleppir fram af sér beigslinu og hámar í sig góðgæti og drekkur endalaust af jólaöli og kakóbollum .. með kanelsnúðum! Verst er þó þegar maður er að vakna upp tvisvar til þrisvar á nóttu til að borða meira góðgæti og drekka með jólaöl eða mjólk ...
En, núna þegar árið 2008 fer að faðma árið 2009 - verða líklega breytingar á flestu hjá mörgum. Margir eru að missa vinnuna og margir eru jafnvel að missa heimili sín.
Því langar mig til að biðja ykkur öll sem lesið að gefa ykkur tíma til að huga að og hlú að þeim sem ykkur standa nálæg - og sem standa í slíkum erfiðleikum.
Munið að bara lítið bros, eitt lítið knús, vinsamlegt orð eða klapp á bakið getur gert svo mikið fyrir fólk sem glímir við erfiðleika. Gefið ykkur tíma til að gefa náunga ykkar bros, knús eða vinsemd - og vitið til - það gæti komið að þeim tímamótum að við sjálf stöndum í slíkum sporum að þurfa slíkt sjálf. Þá er gott að vita til þess að það er einhver þarna úti sem lætur sig málin varða.
En núna er ég farinn aftur - hef ákveðið að bíða með athugasemdir og vera sem minnst á blogginu þar til á nýárinu. Þið verið orðin vön því áður en þið vitið af að ég er ekkert að hamast í ykkur - og verðið búin að gleyma mér áður en Janúar er liðinn .. *snökt*!
Sendi ykkur ljúfar kveðjur í bili - og bið guð og englaher hans að gæta ykkar allra og fylgja ykkur - einnig bið ég þess að örlögin sendi ykkur óvæntan glaðning eins oft og hægt er á nýja árinu ...
Knús og kram á ykkur öll!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.12.2008 | 12:46
Lítill afmælisdrengur fæddist á annan í jólum fyrir .... nokkrum árum! Til hamingju með daginn elsku vinur .. im on my way ..make some coffee!
Ok, þessi "litli" karl sem situr - ellin að gera útaf við hann - er litli bróðir minn - og hann, þessi gullmoli, á afmæli í dag ...
Takið eftir því hve við erum líkir - nema hvað ég er með eitt hár meira en hann þó hann sé yngri sko ... muhaha!
Veit stundum ekki hvernig maður hefði farið að án hans - svoddan gull og gersemi sem hann er - með hjarta sem er mörgum númerum of stórt fyrir svona "lítinn" karl sko .. hahaha!
Mörg prakkarastrikin höfum við framið saman í gegnum lífið - og segi ég ekki mikið frá þeim hér - enda má nú ekki segja of mikið hérna á mbl.is því þá verður maður bara lögsóttur ..
Til hamingju með daginn elsku litli bróðir! Er núna lagður af stað til að fá kökur og kræsingar - eins og alltaf þegar maður kíkir á þig og þína yndislegu frú.. make some coffee man!
Over and out .. farinn að eta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
24.12.2008 | 17:07
Mbl.is er að fara út í að eyða mér af vef sínum! Óska öllum gleði og kátínu um hátíð ljóss og friðar! Uppúr miðnætti rennur upp sérstakur dagur hjá mér ...
Ok, ég hef alltaf vanið mig á að vera meira en lítið persónulegur - ef ég get og ef ég nenni. Því hef ég ákveðið að nota ekki skilaboðakerfi bloggsins - sem hægt er að nota til jólakveðjusendinga - heldur ætla ég að kíkja á ykkur hvert og eitt í kvöld - og skrifa (að hluta til copy/paste) jólakveðjuna til ykkar inn í athugasemdakerfið ykkar.
Ég hef svo sem ekkert að gera annað í kvöld - nema ef væri að lesa góða bók - en þar sem hugsanlega ég hætti um áramótin að blogga þá ætla ég að nota kvöldið til að kíkja á ykkur alla bloggvini mína - líka þá bloggvini sem ég sé sjaldan/aldrei á síðunni minni - og senda ykkur jólakveðju beint í athugasemdakerfið ykkar.
Eins og ég skrifaði - þá finnst mér það mun persónulegra og ég er alveg á þeirri bylgjulengdinni á þessum árstíma sko ..
En eins og sjá má í hjartanu hér til hliðar..
Óska ég ykkur öllum - bæði bloggvinum og öðrum bloggurum - sem og bara vinum og vandamönnum um allt ..
Gleði og gæfu með þökk fyrir yndislegan bloggvinskap, frábærar athugasemdir og skemmtilegheit á árinu sem er að líða.
Auðvitað vona ég að Mbl.is hætti við að þurrka mig út af vef Mbl.is - en það er þó ætlunin með nýju reglunum. En málið er einmitt það að nýju reglurnar segja að nafnlausir verði hvergi sjáanlegir á vef Mbl.is - nema í stjórnborði bloggvina þeirra, séu þeir þá yfir höfuð með bloggvini ..
Það er ekki eingöngu verið að banna nafnlausa í sambandi við tengingar á fréttir heldur munu nafnlausir hvergi birtast - ekki á forsíðu með ný blogg - ekki í undirflokkum - ekki í heitum umræðum - ekki í vinsælum bloggum og bara hvergi ... nennir einhver að blogga nánast ósýnilegur? Njee .. don´t think so!
En, nóg um það í bili ...
Uppúr miðnætti rennur upp dagur bróðurdóttur minnar! Myndin hér fyrir neðan er helguð minningu um yndislegt stúlkubarn sem ég hefði viljað hafa hjá mér/okkur í dag sem unga glæsilega konu!
Enn og aftur óska ég ykkur gleði og hamingju nú um jólin - sem og bara alltaf. Bið guð og gæfu að fylgja ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur á nýja árinu og sendi ykkur hlýjar hugsanir og ljós ...
Gleðilega hátíð!
23.12.2008 | 00:27
Nýjar reglur Mbl.is reka mig út í horn - eða lengra! Í það minnsta burt af Mbl.is .. hugsa ég! Er þetta ritskoðun - eða stýring ... afturför að mínu mati!
Vegna nýrra reglna sem Moggablogg er að fara að taka upp núna um áramótin í sambandi við nafnleysi - sé ég mér ekki fært annað en að hætta að blogga hérna á Mbl.is og leita annað.
Á eftir að sjá mikið eftir mínum dásamlegu sirka 30 bloggvinum sem hafa lesið mig reglulega - en þar sem nýjar reglur sjá til þess að bloggið mitt muni ekki birtast neinstaðar nema, ja nema hvergi held ég eða .. ja hvar veit ég ekki .. þá sé ég ekki fram á að hafa neinn tilgang hér lengur.
Jú, sannarlega væri það þess virði að blogga bara fyrir mína yndislegu fáu föstu lesendur sem kíkja alltaf á mig - en ... þessi breyting er að mínu mati í hæsta lagi óásættanleg fyrir mig svo ... Ciao!
Gleðileg jól - farsælt nýtt komandi ár - takk fyrir allt!
22.12.2008 | 10:13
Er þín innri fegurð í regnbogans litum? Á mahrr ekki að segja "happy skötu-eating" og rétta svo fram ælufötuna? Hver syngur jólin inn í þitt hús?
Ok, þá er ég búinn að fá mitt jólaball - með jólakökum og miklu gúmmilaði - meira segja jólasveinum...
Mest var þó gleðin þegar sjálft jólabarnið kom sá og sigraði - jólapúkann!
Jú, Helga okkar jólabarn - hin eina sanna JólaHelga - söng eins og engill fyrir gesti og var stemningin eins og best er á kosið - enda alltaf glimrandi stemmari á ferðinni þegar Helga er annars vegar. Hún er ótrúleg stelpuskottið. Hugsa að þið trúið því varla - en hún er eins yndisleg í beinum contact við okkur eins og hún kemur fram opinberlega - alltaf brosandi út að eyrum og með léttleikann á vörum. Það hreinlega geislar af henni hennar innri fegurð í öllum regnbogans litum ..
Sannarlega ber hún nafnið JólaHelga með réttu - og segi ykkur það satt að þegar hún byrjar að syngja - þá heyrir maður jólin færast heim að dyrum og banka á hjá manni.
Reyndar gruna ég að henni hafi fundist ég helst til of mikið málaður sko, en ég skipti auðvitað alltaf litum þegar ég er í nálægð Helgu-jólabarni... bókstaflega náttlega!
En hey .. það eru að koma jól - eigum við ekki að vera jólaleg og litfögur? Jújú .. auðvitað! Samt gruna ég að hún eigi eftir að glotta af mér allt næsta árið fyrir litavalið og felubúninginn ..
En, jamm .. Nú er ekkert eftir nema Skötuveislan á morgun - en undirbúningurinn stendur nú sem hæst auðvitað. Eftir hana fæ ég bara frí til 27 des - en þá er það brúðkaup og læti .. og svo ekkert fyrr en strax á nýárinu. Því mun ég byrja á því að ná í skottið á ykkur fyrst að kvöldi aðfangadags, í rólegheitum og uppfullur af góðum mat - enn og aftur og aftur og aftur ...
Maður á eftir að standa í ströngu við að lesa allt sem maður hefur misst af hingað til - en gott að vita að maður hefur meira en bara bækurnar að lesa um jólin .. ekki satt? Jújú, ofcourse mæ horse.
Sendi bara knús og kreist á ykkur öll - farið varlega - það er óveðursspá í kortunum og asahláka. Gætið ykkar yngsta bróður, og systur .. og knúsið þau með ást og umhyggju. Nú, ef þið eruð einbirni - þá knúsið bara næsta mann eða konu sem þið mætið í dag .. það gæti bjargað degi þess sama og ykkar degi jafnvel líka. Luv u guys ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.12.2008 | 20:03
Ég vil jólagjöf og ekkert múður með það! Er skatan kæst - æst eða bara oohhh mæ kræst! Er kurr að fljúga til landsins fyrir jól ... Yeahhh jamm!
Kæri Jólasveinn! Í ár ætla ég að vera hógvær og lítill í mér - ætla mér bara að senda þér þennan litla óskalista og lofa að biðja ekki um neitt annað .. og vera góður allt næsta ár í staðinn!
Ekki segja neinum en ég ætla mér alls ekkert að vera góður allt næsta ár!
Frétti af Kurr systur minni - hún er væntanleg til landsins fyrir aðfangadag! Hún náðist á mynd - undir pálmatré á Spáni.
Annars er ég bara góður - ömurlega latur og heavy þreyttur - en ótrúlega glaður og hamingjusamur ... og fullsaddur!
Mikið framundan núna, tapasveisla á morgun - jólaball með kökuhlaðborði á sunnudag (Helga Möller og Maggi Kjartans) ..
Og .. svo er það vibbinn sjálfur í sinni ógeðslegustu mynd!
Skötuveisla á Þorláksmessu!
Okok, mér finnst skatan góð - að borða einu sinni á ári - en fyrr myndi ég láta ná mér með Grílu í rúminu en að ég færi að elda hana - sko skötuna - heima hjá mér!
En, ef þið viljið komast í góða skötuveislu - sem er alls ekki dýr - þá getið þið sent mér prívatskiló - og ég gef ykkur upp staðsetningu góðrar veislu - þar sem ég mun þjóna ykkur til borðs og halda á fötunni fyrir ykkur eftir matinn ... ælllll!
Dýrka ykkur í ræmur og tætlur ljúfu bloggvinir .. knús á línuna!
Er farinn að horfa á Nornirnar - Charmed!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.12.2008 | 13:43
Tímaleysi, nennuleysi - ofát og bumbubani ... Ljúfar hugsanir til þín!
Bara stutt innlit til að segja hæhæ og bæbæ í raun og veru. Mun verða mest lítið á blogginu fram yfir aðfangadag - bæði vegna ofáts og vinnu ..
Sé bara varla lyklaborðið lengur vegna bumbunnar sem komin er langt uppá skrifborðið - to good food at work is to blame for this sko ...
En, ég kannski hendi inn einni og einni færslu en verð mest lítið í athugasemdakerfinu yfir höfuð fram að aðfangadegi eða svo. Vona bara að allir séu hressir og kátir - vonandi allir lausir við flensur og veikindi - en þeir sem eru veikir vona ég að nái bata sem fyrst bara. Muna bara að fara vel með sig í kuldanum, klæða sig eftir veðri og vindum og ekki vera að drekka ískalt úr ískáp ef þið eruð með flensu eða slæmsku í hálsi ...
Sendi bara knús og kram á línuna alla og þakka ykkur fyrir að kíkja á mig af og til. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og bros í ykkar hús ...
Over and out ...
13.12.2008 | 17:29
Þegar góða veislu gjöra skal - taka skal .. góðan anda og blessann í bak og fyrir! Yndislegur drengur á afmæli í dag! Er ég endanlega kominn með uppí háls? Nahhh...!
Jæja, þá er ég endanlega kominn með uppí kok af veislumat og öðrum kræsingum. Veislurnar í gær voru æðislegar - maturinn enn betri og leyfarnar langbestar sko ..
Þetta var tæpt í gær - fyrsta veislan um fjögur og var hún um 3-4 hundruð manns .. og svo höfðum við einhvern klukkutíma til að undirbúa báða salina fyrir næstu tvær veislur sem voru strax í kjölfarið. Damn hvað þetta voru mikil hlaup og hamagangur. En, þar sem við erum frábær hópur með fullkomin höfuð á staðnum - þá gekk allt upp og með miklum sóma. Topparnir á staðnum eru nefnilega svo miklu meira en æðislegir - segi það satt að ég dýrka að vinna með þeim og dýrka það hve ljúfir, kátir og fullir af húmor - jafnvel í stresskasti - þeir eru. Það verður alltaf svo miklu meira úr verki þegar góður andi ríkir á vinnustað, góður andi og húmor er lykillinn að velheppnuðum verkum!
Síðustu tveir dagar hafa verið geggjaðir reyndar. Á fimmtudaginn hljóp ég um í undirbúningi veislanna - í 12 tíma og á föstudaginn var ég á hlaupum í 15 tíma. Það versta við mig er að ég sest sjaldan niður, reyki ekki og á ekki auðvelt með að setjast niður fyrr en "allt er búið" eða bara þegar maður fer heim. Auðvitað er það bölvuð vitleysa af manni að hlaupa svona án þess að setjast niður í þó ekki væri nema 5 mín á hverjum klukkutíma - eða svo - og maður finnur best fyrir því þegar maður fer heim. Þreytan sér til þess að maður getur varla staðið aftur upp þegar maður hefur keyrt heim - manni langar bara helst til að sitja kyrr í bílnum og sofna bara .. haha!
Nú og það er líka slæmt að maður gefur sér ekki tíma til að borða vel - heldur er maður að narta í góðgætið allan daginn - og slíkt er náttúrulega ekki mjög gott fyrir kroppinn .. ónei.
En þetta gekk allt saman mjög vel og gestir voru allir mjög ánægðir og kátir með góðan mat og sko nóg af slíku. Svo var náttúrulega starfsfólk leyst út eftir veislurnar með heavy mikið af veislumat - svo mikið að það hefði þurft að fá pallbíl undir kræsingarnar .. og nú er maður bara búinn í bili - bæði eru fætur í verkfalli og hendur neita að gera mikið nema smá pikk hérna núna.
Enda ætla ég ekkert að vera að reyna að hanga á blogginu núna, ætla bara að hvíla mig í dag og njóta þess að liggja yfir góðum myndum í TV og hafa hlaðborð fyrir framan mig!!!
Núna er ég farinn - ætla bara að liggja í því - borða og borða - og liggja á meltunni með það sama. Mesta furða að það skuli ekki fjúka á mann aukakílóin við þessar lystisemdir, segi það satt að það bætist á mig kíló eftir svona veislur - en það er fokið af aftur sjálfkrafa strax eftir einn eða tvo daga ...
Þessi litli gutti - sem ég elska útaf lífinu - er sömu kostum búinn - duglegur að borða og ekkert að liggja á sínu ef góðgæti er annarsvegar..
Pabbi hans, systursonur minn, sá sem ég elska ennþá meira ef það er hægt ---> á afmæli í dag - 26 ára - og fær hann frá mér fulltaf snittum og gúmmilaði - en sá kappi er nefnilega líka svona - getur borðað eins og hestur alla daga en bætir aldrei á sig grammi af aukakílóum - eitthvað í genunum held ég - en ekki eru allir í ættinni eins heppnir að vera með fullkomna brennslu, því miður.
Lítill afmælisdrengur - sem reyndar er heavy stór í dag - 26 ára!
Til hamingju með daginn elsku yndislegasti drengur í heimi!!
Guð var sannarlega að vanda sig þegar hann setti þig niður hjá okkar fjölskyldu - sannarlega var hann í góðu skapi!
Og svo er maður orðinn gamall .. huhhh!
En núna kalla kræsingarnar á mig - ég er farinn að úða í mig gúmmilaði - og afsaka það með því að ég hef ekkert pláss til að geyma þetta neinstaðar - nema í maganum .. hihihi!
Sendi bara núna knús og kram á ykkur öll ljúflingar og sé/heyri/les ykkur öll á morgun þegar ég er búinn að safna kröftum aftur .. luv u guys!
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði