Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Vilt þú láta tækla þig? Var felufeis í síðustu færslu... raunverulega sjáanlegt? (G)óður dagur framundan ...

Já sæl/l - var að koma heim úr vinnunni núna áðan, er búinn að fara í sturtu og fá mér kakóbolla - og jamm - kanelsnúða - sit nú hér fyrir framan tölvuna only with my handklæði around you know what .... jamm! 
tweetybd
Ég ætla mér ekki að tækla neinn bloggvin í kvöld - enda þarf ég að vakna snemma í fyrramálið því við erum að stúta þrem veislum á morgun og því byrjar dagurinn snemma - og rúmið kallar hástöfum núna.
Sleeping
Seinasta veislan verður sennilega ekki búin fyrr en seint annaðkvöld svo ég verð hugsanlega eitthvað á ferðinni um svipað leiti og núna - annaðkvöld - og svo hef ég líklega helgina fría og frjálsa ... wúppí!
Tounge
Annars ég er bara hrikalega (G)óður og glaður!
Sendi því hér með bara knús og kram á línuna og þakka ykkur öllum innlitið á síðustu færsluna - finn ykkur í fjöru very soon!
W00t Tók enginn eftir því að andlitið á mér var á veggnum á myndinni af mér með the president - í síðustu færslu??? Isssss .... okok, part of my face even!

Ok, hér er ég kominn í stjörnu-hrap ... neinei ... uppí stjörnuhiminn! Hver er þín uppáhalds stjarna - og hvers vegna? Hvaða minningar átt þú með "þinni" stjörnu? Eigum við annars ekki öll þessar dásemdir? Jújú .. örugglega!

Mister PresidentOk, ég hef víða komið við - enda frægur maðurinn náttla. Frægastur er líklega þó forsetinn sem í faðmi mínum hefur legið - flatur - og ég bara missti andlitið yfir því hve ljúfur og mannlegur mister president er í raun og veru .. kom á óvart!

En þessi mynd er tekin á Bessastöðum - auðvitað - haldið þið að mahrr sé ekki maður með mönnum. En þarna vann ég í einhverja orrahríð og hafði mikið gaman af. Verst er hvað karlinn er stór - sko hávaxinn. Ég er reyndar ekki mikill stubbur - rétt undir 180 - sverða - en forsetinn er hávaxinn og glæsilegur maður með hjartað á réttum stað - nema þegar hann er að reyna að stíga fast á púkaskottið á besta vini sínum Dabba Landspabba. Enda gruna ég að hann sé hræddur um að Landspabbi ætli sér að verða húsbóndi á Bessastöðum áður en langt um líður - Fussss og svei!

Edda Björgvins..

Öllu vænna þótti mér nú þegar ég faðmaði að mér þessa gyðju!

Hún er örugglega með mörg hjörtu - ef ekki bara lauf líka - og allt á réttum stað. Gruna nú að þið kannist öll við þennan gullmola okkar Íslendinga - en hún hefur um langt skeið gefið okkur heilmargar hláturgusurnar - ómetanlegar gleðistundir og grætt okkur flest öll af og til - með kátínu sinni, léttri og yndislegri framkomu og dásamlegum húmor sínum.

Ég bara elska þessa konu! Ekkert meira um það að segja í raun og veru. Verst að hún er svo ung að það þýðir lítið fyrir mig að gera mig til - til að hún taki eftir mér - meira en að ég sé bara einhver ljúflingur sem gef mig í sjálfboðavinnu fyrir langveika krabbameinsjúka af og til ... grrr ég elska þig Bibba mín á Brávallagötunni!

Valli Sport

Ok, þessi ungi pörupiltur er stálhress og glaðlyndur kappi sem kallar ekki alla ömmu sína - bara mig reyndar .. en það er önnur amma - nei önnur ella.

Margir kannast best við hann sem Valli Sport - en hann gerði garðinn t.d. frægan ásamt góðum félaga Sigga Hlö - í þætti sem kallaður var "Með hausverk um helgar" og var "sýndur" í útvarpinu hér fyrir nokkru síðan ..

Valli Sport er ljúfur náungi sem er eins "stjörnustælalaus" og hann lítur út fyrir að vera - brosmildur og alltaf með grín og glens á vörum. Hann er kappi sem gaman er að fylgjast með - úr fjarlægð - neinei líka úr nálægð sko! Sverða líka ...

Stefán Hilmarsson

Ok, hér er svo annar stórkostlegur kappi sem vert er að hafa augun á - og eyrun! Einn af okkar ljúfustu söngvurum, skemmtilegur og kátur og kemur fram við mann eins og maður á skilið - með hnefanum! Neinei .. hahaha!

Hann er frábær söngvari sem mér hefur lengi þótt mjög gaman af - fylgst lengi með og á mér eitt uppáhalds jólalag með kappanum! Reyndar á ég mér mörg uppáhaldslög með þessum töffara og er ekkert feiminn við að viðurkenna það - enda ekkert til að skammast sín fyrir - i tell you the truth! Jólahjólið er eitt af elstu lögunum sem ég man eftir með kappanum - og mér er það mjög hugleikið - þrátt fyrir að Grílan með eldhúsgólfið í fanginu sé ekki mjög hrifin af því ...

Björn Jörundur - Jón Ólafs

Okok, líklega nóg komið af stjörnufanz. Það eru svo margir frábærir listamenn sem mér hugnast og alls staðar er ég að troða mér inná milli stjarnanna.

En, hey - i love it - and i bet they love it too - to be famous!

Sko, ég ætla mér líka að verða frægari en ég er þegar orðinn - en mest er ég frægur fyrir kanelsnúða, geðveika nágrannakonu á náttslopp með rúllur í hárinu - og jú líklega er ég líka frægur fyrir það að vera með spaðann á réttum stað! Hmmm .. var ég kannski með tígulinn á réttum stað ... okok .. það var hjartað náttla. Jamm, svona er nú skrappbókin mín. Full af stjörnum - engum stjörnustælum og bara flottu liði um allt.

En - vitið þið hvað - nei ég reikna ekki með því - enda er ég ekki ennþá búinn að segja ykkur hvað ég er að fara! En, bestustu, ljúfustu - skærustu og stærstu stjörnurnar mínar af öllum - og þær sem mér þykir laaaaaaannnnng mest varið í - eru - jamm - guess whom!

Þið getið séð myndir af þeim sko .. en þær myndir eru snyrtilega raðaðar að ofan og niður af handahófi - hér á síðunni minni - og kallast "bloggvinir mínir" .... luv you guys!


Mynd af mister Júníverse .. mister Ape! Eru Apabræður ennþá á þingi? Og spillingin situr rótföst í sínum svínastíum, ekki satt? Ekki lesa smáa letrið ... plís!

Ok, nú má Ásdís Rán fara að pakka saman - ég hef verið kosinn til að fara í herra heimur á næsta ári!

Tiger-Tarzan

Hef ákveðið að taka þetta með stóru trompi - fara alla leið og þegar titlinum er halað inn - þá ætla ég að fara með pakkann í sjónvarpið - raunveruleikaþætti og alles ... ætla að verða ógisslega frægur sko!

GetLost  GetLost  GetLost

Þér - lesandi góður - að segja þá er þetta náttúrulega alls ekki mynd af mér sko! En ekkert vera að kjafta því neitt í aðra bloggara! Viss um að glöggir lesendur sjái það strax að þetta er ekki ég - ég er nefnilega ekki með svona stórar tær, eins og þið vitið auðvitað!

Þurftir þú stækkunargler til að lesa síðasta textann? Þá er kominn tími á að kíkja til augnlæknis held ég ... en .. mahrr hefur það í smáa letrinu sem maður vill ekki að allir lesi sko!

Knús á línuna og .. over and out! Sweet dreams..


Hvaða verur fara á kreik í snjónum? Breytist þú þegar snjóar? Eru það forréttindi að geta leyft barninu að poppa út þegar aðstæður eru ævintýri líkastar? Jamm, i think so ..

Picture 003Jibbý - það snjóaði loksins á suðurhorninu. Minn gróf upp snjófatnað og bomsur og skellti á sig þoturassinum... en það er náttúrulega svona snjóþota sem maður setur undir rassinn á sér efst í snjóbrekku og svo bara húrrar maður niður - og vonar að maður lendi ekki á jólatrá á leiðinni ... *krasss*.

Ok, ég fór með systkynabörn í sleðaferð this morning - og það var náttla geggjað. Myndir fylgja með í kaupbæti en þær segja miklu meira en nokkur orð - samt engar myndir af hans hátign, enda kappinn sjálfur með vélina í höndunum. Það eru bara sjaldgæfir ævintýraatburðir sem gerast í snjónum, fyrir utan það hve yndislega fallegt er þegar hvít mjöllin hylur allt - allt svo hreint og fallegt.

Picture 008

Svo voru auðvitað snjókarlar og fleiri verur sem poppuðu upp um allar tryssur. Snæfinnur fékk hatt og trefil - og steina auðvitað sem nef, munn og augu ..

Ohh .. maður verður bara svoddan krakki í sér þegar maður er kominn út í snjóinn - en snjó elska ég bara hreinlega. Er meira segja virkilega hrifinn af ófærð og sköflum í umferðinni. Sat einu sinni fastur í miðju hringtorgi á litlum Austin Míní .. öfugt í hringtorginu því ég ætlaði að reyna að komast vitlausan hring því það voru aðrir fastir í hringnum réttsælis. Nú orðið er ég alltaf með sterkan og góðan kaðal í skottinu ásamt ýmsu sem nota má til að hjálpa þeim sem sitja fastir - keyri aldrei framhjá einhverjum sem er fastur í skafli eða spólar á svelli ... *Skátabros*!

gamlar myndir 015

En, þegar snjór og kuldi er annarsvegar þá er litli karlinn í mér kominn á kreik - sko barnið within me ...

Minnisstætt er þegar ég lítill sat á skíðasleða - ásamt kurr systur minni og tvíburabræðurnir keyrðu okkur um allt - alla daga. Þá daga vorum við bara orðin 4 systkynin - en fleiri áttu eftir að koma síðar .. voru í vinnslu sko! Man líka eftir því síðar - í barnaskólanum - í öllum frímínútunum fórum við öll skólasystkynin í "Prestabrekkuna" sem var næsta lóð við Skólann - og renndum okkur þar alla daga á plastpokum.

Það myndaðist alltaf klaki í þessari brekku og ef við höfðum ekki poka þá renndum við okkur bara á rassinum niður. Oftar en ekki voru það kaldir og rennblautir rassar sem hlupu aftur í tíma þegar bjallan hringdi frímínúturnar af ... en dásamlegt var það samt!

jólin 2007. 037

Nú, ævintýrin gerast svo sem líka bara hérna á bakvið - á pallinum - sko - snjópallinum. Þar fara heilmargar undarlegar litlar verur á kreik í jólamánuðinum. Flestar eru þær nú samt bara hin saklausustu grey og meira en velkomnar sko..

En snjórinn er auðvitað alveg ómissandi þegar svona ævintýri er skapað - enda setur snjór alltaf svo mikinn svip á allt sem hann kemur nálægt. Skoðið bara umhverfið - skoðið trjágróður sem verður hálf dularfullur og ævintýralegur í snjókomunni - sjáið hvernig trén svigna undan snjónum. Málið er náttúrulega að hleypa barninu út um jólaleytið - ekki börnunum ykkar heldur litla barninu sem leynist sannarlega í hverjum og einum. Við erum aldrei of gömul í að leyfa okkur að gleyma stað og stund og fara í snjókast, búa til snjókarl og renna okkur í brekkunni - með hinum börnunum!

W00t Börnin í okkur þrá það að komast í ævintýraleik - en oft erum við orðin of frostþurrkuð og stöðnuð í "fullorðinsleik" - og þorum ekki að vera glaðlynd og skellihlægjandi í snjónum eins og við gerðum sem börn ...

Farið út að leika ykkur - jafnvel bara í matartímanum - og skellið ykkur í snjókast - atist og veltist um og verið glöð.

Cool Geymið töffarann í ykkur heima og verið glöð!

En, núna í töluðum orðum - eða skrifuðum - er ég farinn blogghringinn - er farinn að skoða ykkur sem voruð að spora hjá mér í síðustu tveim færslum og vaða um allt hjá ykkur á móti .. luv ya all .. og kanelsnúða!


Desemberværð með léttu ívafi á boðstólnum. Afmæliskveðja og knús á línuna.

skripo2Ég veit ekki alveg hvað er að gerast með litla sæta heilabúið mitt! Jú, ég er víst með eitthvað í kollinum (já kollinum) sem kallast heili - en þetta kvekendi hefur verið að leika sér að mér undanfarna daga.

Letigenin hafa verið vaðandi um allt og hafa þau séð til þess að ég hef hreinlega ekkert nennt að vera á blogginu. Reyndar er það líka þessi árstími, jólastúss á allar hliðar - bæði vinna og annað.

Stundum er kannski líka bara betra að segja/skrifa ekkert en að vera að bulla bara eitthvað út í loftið. Maður dettur þá líka frekar niður á eitthvað bitastætt til að skrifa um ef maður bara leggur pennanum/lyklaborðinu og bara leyfir sér að vera með leti. Nú er ég einmitt í þannig fíling, letifíling ... svo ég bara leyfi mér að vera latur.

Samt er ég búinn að vera að gera helling undanfarið. Búinn að gera þvílíkan helling af smáatriðum sem fylgja aðventunni, en þar er ég yfirleitt aldrei latur - enda ótrúlegur jólasveinn í mér.

Ætla nú að reyna að hrista af mér slenið annaðkvöld og kíkja hérna yfir alla sem hafa verið í óskastuði hjá mér - og þakka ykkur öllum sem poppuðuð upp í síðustu færslu hjá mér og óskuðuð mér til lukku með desemberhópinn minn! Knús og kram fyrir það - og spor frá mér í helgarlok ...

InLove

Litla systir.

Hahaha ... sko ... stúlkan á bakvið þessa skrýtnu mynd er litla systir mín! Hún á afmæli í dag skottan þessi og svei mér þá ef ég ætla mér ekki bara að knúsa hana í bak og fyrir á morgun - þessa yndislegu sál! Hún og stóra systir mín - hún Kurr moggablogger - eru fallegar bæði utan sem innan. Það er yndislegt að eiga svona stóran hóp af systkynum - og öll saman svo yndisleg og jamm .. bara dásamleg!

Annars er ég bara eins góður og ætíð áður. Fer bráðum að koma með jólasögur og gúmmilaði .. eða .. nei það má víst ekki á mbl.is!

Ok, verð þá bara að sleppa gúmmilaðinu en koma með eitthvað jólalega saklaust í staðinn. En að því slepptu ætla ég bara að koma mér í svefn hinna réttlátu - sem og þeirra ranglátu. Vona að þið séuð að eiga ljúfa helgi núna og njótið sunnudagsins í botn - því þessi sunnudagur kemur aldrei aftur ...

Knús á línuna alla ...


Munið að ég tek sjálfur við öllum pökkunum, kanelsnúðunum og öðru góðgæti! Desember er heitur mánuður! Hamingjuóskir á ykkur öll sem eigið afmæli í dag! Dóra Millu, bræður Ernu - sonur Brynju .. og fleiri!

Í dag, 4 Desember eiga þessir kappar afmæli!

Þeir eru bræður mínir, yndislegustu drengir í heimi og bestu bræður sem hægt er að hugsa sér!

Glæsilegir tvíburar!

 Til hamingju með daginn ljúfu, hjartahlýju og fallegu pjakkar!

 InLove 

W00t  Í dag tek ÉG á móti blómum, pökkum, konfekti - pökkum, heillaóskum, peningagjöfum, pökkum, kökum, kanelsnúðum - og var ég búinn að segja PÖKKUM? Munið eftir pökkum og kanelsnúðum!

InLove

Þann 7. Desember á svo litla systir mín afmæli.

Þann 13. Desember - sonur hennar.

Þann 21. Desember á svo bróður-barnabarn afmæli.

þann 25. Desember HeartGuðbjörg Díana - bróðurdóttir mín. Látin .. Crying

Yngri bróðir minn þann 26. Desember.

Og svo höfuðið á þessum pakka öllum - móðir mín þann 30. Desember.

InLove  InLove  InLove  InLove  InLove  InLove  InLove  InLove

Svo þið sjáið að Desember mánuður er mjög sérstakur í mínum huga, ekki bara fyrir þá sök að ég er hrikalega mikið jólabarn - heldur líka vegna stanslausra fjölskyldupartýa .. Wúhúúúu!

Knús á línuna, sé ykkur í kvöld.

P.s. Munið eftir því að ég tek við ÖLLUM PÖKKUNUM PERSÓNULEGA! ÞEIR ERU MÍNIR MÍNIR MÍNIR ... LÍKA JÓLAPAKKARNIR!


Gúffi og Gokki gera geggjaðan mat! Skreytir þú Jólaköttinn í ár? Er spillingarliðið allt saman ennþá á sínum stað? I love this game ...

uZoo117

*Rob* Já, eins og sjá má á myndinni þá er ég alveg að springa eftir stórkostlegan veislumatinn sem Gúffi og Gokki (yfirmenn mínir) eru búnir að vera að framreiða undanfarið. Þeir hafa séð til þess að ég er hreinlega að springa. Það er ekki nóg með að þeir ali mig upp á þessu gúmmilaði í vinnunni heldur neyða þeir mig til að taka restar og rusl með mér heim líka - einhverju sem ekki náðist að troða í veislugestina sjálfa sko ... afsakið orðbragðið ágætu veislugestir!

Ok, ég viðurkenni alveg að ég er óður í góðmeti og slæ hendinni aldrei á móti "veisluafgöngum" en verst er að ég bara kann mér ekki hóf og mun með þessu áframhaldi sjá fram á að þurfa að kaupa nokkur aukasæti í flugvélinni þegar ég fer út á næsta ári, fötin fara að springa utanaf mér og litli snúðurinn hættir að sjást - nema af löngu færi í spegilmynd.. W00t

Ok, auðvitað er ég nokkuð að yfirdrífa þetta - en mmmmmm - veislumatur er geggjaður - bæði að búa til og eta!

 

MjöllKisan mín er snúin aftur heim - eftir að hafa lent í því að ég skreytti hana alla með jólaljósum og hinu og þessu jólaskrauti. Er vanur því sko .. öll heimili þurfa að eiga sinn eigin Jólakött ekki satt?

Neinei, auðvitað skreyti ég ekki köttinn - hún er alveg nógu skrautleg fyrir.

En hún er bæði loðin og lævís - rétt eins og Seðlabankastjóri. En hjálpi mér - dósin af kattamat hefur hækkað um tæpar 80 krónur á þessu ári. Kostaði alltaf um hundraðkallinn í Bónus en er nú á eitthvað um 180kr. Spurning um að setja köttinn á einhvern kúr - látana fara að veiða mýs og fugla bara ... meina .. kommon það er kreppa!

Jólakransinn 2007

Það er samt engin kreppa í Jólastandinu mínu. Náði loks að gera Aðventukransinn og er bara vel sáttur við hann. Ég breyti honum frá ári til árs og er aldrei með sömu liti í honum tvisvar í röð - reyndar er hann aldrei eins - hann bara skellur á borðið rétt eins og skapið í mér - skrautlegt og áberandi út úr búkollu... eða var það Kú? Múhúuu ...

Fyrsta kransinn minn gerði ég hjá ömmu minni, en hún átti og rak lengi blómaverslun og átti ég oft skemmtilegar stundir þar sem barn/unglingur. In the old days voru skreyttar greinar og hengdar uppá veggi - eitthvað sem maður sér varla lengur. En - those were the days ..

FootinMouth

Jæja, eitthvað er net-leti búin að vera að hrjá mig - hef bara varla nennt að opna fyrir netið en held samt alltaf áfram að skrifa. Er náttúrulega að skrifa heilmikið og margt, bæði á netinu og ýmislegt smálegt einnig bara á diska. Ég hef mikið gaman af alls skonar smásögum og skrifa heilmikið af þeim, en get samt seint sagt að ég sé einhver rithöfundur. Heljar mikill bullukollur væri líklega meira í ætt við það sem má yfirfæra á mig ... meira um það seinna - kannski!

WhipMe

Já, en líklega er þessi netleti líka til komin vegna þess að ég eyði stundum svo miklum tíma í að lesa alla bloggvinina - eða svona langflesta. Reyndar les ég ekki mikið hjá þeim sem ég hef aldrei séð hérna hjá mér - og undanfarna mánuði hef ég yfirleitt bara skilið eftir mig spor hjá þeim sem ég hef séð vera á ferðinni hjá mér.

Það létti heilmikið á að hafa þann háttinn á - að kvitta bara fyrir kvitt. Enda er það bara alltof mikill tímaþjófur að lesa og skrifa hjá öllum þeim sem maður hefur sem bloggvini.

En nú er komið nóg í bili. Missti mig aðeins. Ætlaði bara að líta inn og segja "Hæ" - en ég er löngu kominn framfyrir það orð - svo ég ætla mér bara rétt í lokin að kasta fram orðinu "Bæ" ...

Knús á línuna alla og hafið það bara ljúft og yndislegt!

P.s. Jóna X-úr ættinni - Yndislegt að rekast á þig hér! Hef alltaf elskað þig og mun alltaf gera það!... knússsss.


Hún er virkilega óð - nágrannakonan mín! Veður þú til dyra klædd/ur handklæði einu saman? Ljúfur dagur framundan .. með aðventuívafi og .. guess what.. kanelsnúðum!

Jú, hún bankaði hjá mér í morgun - aðeins klædd mjög klæðalitlum náttkjólnum, leit mig tælandi augnráði og hallaði sér að dyrakarminum og leit mig upp og niður með undarlegt blik í augunum um leið og hún hvíslaði;

playgirly1

"Sko, ég var að baka kanelsnúða - datt bara í hug hvort þig langaði ekki í nokkra slíka nýbakaða með morgunkaffinu"

Um leið og hún sleppti síðasta orðinu rétti hún fram aðra hendina sem hélt í lítinn disk með nokkrum kanelsnúðum - greinilega keyptum í 10-11 einhverjum dögum áður. Hina hendina notaði hún til að draga klæðalítinn náttkjólinn uppfyrir hnéð. Hún blikkaði ótt og títt illa uppsettum gerviaugnhárunum um leið og hún mældi mig aftur frá tám og upp að toppi.

Ég hrökk við þegar ég áttaði mig á því að ég hafði verið á leiðinni í sturtu - hafði bara gripið lítið handklæði og skellt því um mig miðjan án þess þó að hafa náð að hylja nokkurn skapaðan hlut. Nú áttaði ég mig á því hvers vegna konan mældi mig svona út með gráðugun augunum - færði mig aðeins innar í íbúðina en án árangurs því hún smokraði sér um leið innfyrir þröskuldinn og nú leyndi hún því alls ekki hve mikið hana langaði til að rífa af mér þennan litla handklæðabút sem nú stóð á milli hennar og mín. Ég stamaði vandræðalega einhverja þökk fyrir kanelsnúðana, þessa sem hún greinilega bakaði ekki - en gat ekki tekið við þeim þar sem önnur hönd mín hélt um hurðina en hin hélt uppi handklæðinu...

medklukkuonthebaki

Það var sem tíminn stæði í stað. Undarleg atburðarásin sem fór í gang um leið og ég rétti út hendina eftir snúðunum var tímalaus og áður en ég vissi stóð ég þarna fyrir framan nágrannakonuna mína með kanelsnúða í annarri hendinni, handklæðið í hennar hendi og náttkjóllinn hennar lá á gólfinu á milli okkar.

Allt í einu hrökk ég við - það glumdi í klukku einhvers staðar í fjarlægð. Hægt og rólega vaknaði ég upp úr þungum svefni - svefni sem hafði verið að ýta að mér undarlegri atburðarás með heitri nágrannakonunni - atburðarás með gömlum kanelsnúðum og nöktum líkömum sem engan veginn áttu neina samleið í vakandi tíma og rúmi. Ég andaði léttar - og stökk framúr. Greip handklæði og fór inn í baðherbergið til að fá mér morgunsturtuna.

Allt í einu hringdi dyrabjallan hátt og kvellt - ég setti litla handklæðið utanum mig og gekk í áttina að útidyrunum en um mig fór undarleg tilfinning - líkt og ég hafði upplifað þetta allt saman áður ... neinei, ég segi bara svona!

ulla

 

Bara léttur á því á mánudegi. Framhald kannski later!

 

Ætlaði bara að kíkja aðeins inn núna til að minna ykkur á mig, i´m still here somewhere. Helgin er búin að vera geggjuð - en mjög góð samt. Held að ég hafi bara bætt á mig fjöldanum öllum af kílóum, enda kræsingarnar gerðar til að tæla - og ég er bara mannlegur - og tældist - til að borða mikið sko!

tweetybd

Dagurinn í dag mun einkennast af hvíld, góðum kaffisopa, hlýjum inniskóm - kodda og handklæði um mig miðjan ... W00t

Nei, reyndar er ég að fara núna út að snúast aðeins - vantar sitt lítið af hverju til að geta sett upp heljar mikið af "Aðventuskrauti" - en nú er auðvitað skemmtilegasti mánuður almanaksins byrjaður sko.

Ég ætla ekkert að eyða tíma núna í augnablikinu til að líta yfir ykkur öll - geri það í kvöld í rólegheitunum og hlakka mikið til því ég hef ekkert getað lesið um helgina.

Óska ykkur öllum bara gleðilegrar aðventu og vona að allir hafi gaman af því að hátíð ljóss og friðar er á næstu grösum. Klæðið ykkur samt vel þegar þið eruð á ferðinni, það er kalt úti og kuldinn bítur bæði háa og lága!

Kærleiksknús á línuna alla!


« Fyrri síða

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband