Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hlaðborðin svigna undan kreppukjötinu! Forstjórar halda veislur heima við fyrir starfsfólkið! Gleðilega Aðventuna allir ... huhhmm!

Þá eru það jólahlaðborðin. Þau eru núna að hellast yfir landann af fullum krafti - ja - eða hálfum krafti. Sannarlega kemur kreppan við veislurnar líka og margir hafa ákveðið að breyta hinu hefðbundna og hefur margur forstjórinn ákveðið að halda veislu starfsfólks heima hjá sér eða með miklum niðurskurði.

veisla1

 Því miður hefur þessi hamagangur sem nú er byrjaður - þau áhrif á mig að ég hef ekki tíma í bloggið - nema bara rétt að hendast inn hér núna til að láta vita af mér. Reyni að poppa inn aftur seint í kvöld ef ég get en annars mun ég ekki fá lausan tíma fyrr en á mánudaginn 1. Desember.

veisla2  veisla3

 

Því langar mig bara til að henda hér inn gleðibrosi og hlýju knúsi á ykkur öll með von um að þið eigið góða helgina - njótið þess að ganga inn í aðventuna sem er á sunnudaginn. Þakka ykkur öllum athugasemdirnar og innlitið undanfarið - næ í skottið á ykkur áður en langt um líður.

Aðventuknús á línuna alla!

Nei, myndirnar eru ekki frá mínum veisluhöldum - mínar veislur eru sko miklu flottari! W00t


Ég endurspegla ekki Salinn og Salurinn endurspeglar mig ekki! Myndir af "Gömlu ríkisstjórninni" og "Minni ríkisstjórn" ... right! Breytist rassinn á þingmönnum þegar þeir verða Ráðherrar? ...

Nei, það er satt - sannarlega var fullur salur af fólki ekki endurspeglun þjóðarinnar, en samt stór hluti hennar. Ég er einn af þeim sem vil ekki kosningar núna í vetur, vil ekki að stjórnin segi af sér núna í miðri kreppunni. En, þegar tekist hefur að setja bönd á kreppuna og ná tökum á því helsta sem nú þarf að glíma við - þá vil ég auðvitað kosningar strax og skilyrðislaust.

Þetta er ekki öll þjóðin!

Mér lýst ekkert á það að Þingheimur fari að loga í slagsmálum og kosningaloforðum núna. Lýst ekkert á að næstu mánuðir fari í sama valdabröltið og sömu loforðakrísuna og ætíð kemur upp við hverjar kosningar.

Mér lýst miklu betur á það sem Ingibjörg Sólrún sagði í sambandi við það að stjórn og stjórnarandstaðan ættu að snúa bökum saman og reyna í sameiningu að ná tökum á málunum. 

Sem sagt - ég vil að blessuð stjórnarandstaðan fari að slíðra gremjuna, bretti upp ermarnar og taki á vandamálunum - með stjórninni! Hættið að hugsa um eigin framapot og valdasæti - hættið að eyða tíma og orku í það að "þykjast geta betur" - hættið að væla þetta og farið að hugsa um það að með samstöðunni er hægt að koma miklu meira í verk og það er einmitt það sem við þurfum núna! Að láta verkin tala strax, vinna saman og ná tökunum á kreppunni.

 

Ráðherrar sem mættu!Ég er ánægður með hve margir ráðherrar mættu á fundinn, það tel ég að sýni að þeir raunverulega hlusta á óp þjóðarinnar. Auðvitað er ekki hægt að leysa öll vandamál kreppunnar á einum fundi og auðvitað er ekki hægt að reka ráðherra og seðlabankastjóra bara sí svona á einum fundi - en það er margt sem hægt er að koma til skila á svona fundum og sannarlega þurfa þingmenn og ráðherrar að hlusta þegar svona fundir eru haldnir. Það er því frábært að fundurinn skildi vera haldinn. En ég hefði viljað sjá "Guð almáttugan" Davíð Oddson koma ofan af stallinum líka - sem og Bangsa Bestaskinn, uppáhaldsvin DO - sem og fleiri.

Þorvaldur Gylfason.

Mér fannst Þorvaldur komast þokkalega vel frá sínu - en mér fannst hann staldra of mikið við eftir "ákveðnar áherslur" á meðan hann beið og ætlaðist til "klapps&upphrópanna" ..

En hann er mælskur karlinn, það má hann eiga. En mér fannst uppvaskarinn og "útmeðruslið" stúlkan virkilega dauð og líflaus og bara engan vegin eftirtektarverð. Hún hefði mátt eyða miklu minni tíma í að tala um eldhúsið og ruslið sitt - en eyða meiri tíma í að koma með föst skot og sterkar spurningar.

Spurningar úr salnum fannst mér yfirhöfuð mjög lélegar og mér fannst það vanta allan kraft í þær. Ég hefði viljað að fólk skipti sér svolítið niður - ekki allir að væla um að stjórnin færi frá - heldur að nota fjölmiðlana og kraftinn þarna til að öskra yfir ráðherrana eitthvað í þá átt að nú eigi þeir að tala saman um að koma Davíð og félögum frá. Leysa þá frá störfum á meðan versta krísan gengur yfir - því það eru margir sem myndu verða sáttir og margir sem bæru meiri virðingu fyrir stjórninni - ef Sá syndugi selur yrði settur í straff í bili. Svo þegar mesta sandfokið er sest - þá má fara að hræra í stjórninni og fleirum.

Ingibjörg Sólrún og Geir H.

Mér fannst stjórnmálamennirnir komast alveg þokkalega frá þessum fundi, þeir voru sæmilega með á nótunum að því er virtist og vona ég að þessi fundur fái stjórn og andstöðu til að skoða betur hvað fer fram á mótmælafundunum sem haldnir eru á Laugardögum.

Persónulega er ég sammála því þegar Ingibjörg sagði að salurinn endurspeglaði ekki endilega þjóðina í heild - enda er ég ekki alveg á sama máli og salurinn í því að ég vil ekki kosningar í vetur - vil stjórnina ekki frá í bili - en þegar hægist um þá vil ég kosningar strax. Þá væri ég einmitt til í að fá að kjósa fólk en ekki flokka - fá að stroka út fólk og helst bara gefa öðrum einkun um leið og þeir fá mitt X ...

 

Ég myndi vilja fá að kjósa bara fólk beint í ákveðin sæti, t.d. fá að kjósa ákveðið fólk í ákveðin ráðherrasæti - nú eða bara að kjósa fólk í stað flokka eins ég ég hef áður sagt.

Hér fyrir neðan er "Gamla ríkisstjórnin" eins og hún leggur sig með Geir Haarde í forsæti.

  • Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu:Geir H. Haarde (D)
  • Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðherra: Björn Bjarnason (D)
  • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Einar Kristinn Guðfinnsson (D)
  • Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Heilbrigðisráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
  • Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
  • Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Össur Skarphéðinsson (S)
  • Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Gamla ríkisstjórnin.
    Whistling

    Mín ríkisstjórn.

    Undir forsæti Árna Sigfússonar - núverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ (D).

    Árni Sigfússon.
     

    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir. Valgerður Sverrisdóttir.

    Kristinn H. Gunnarsson. Steingrímur J. Sigfússon. Kristján L. Möller. Björgvin G. Sigurðsson.

    Auðvitað smá Comeback ásamt einum nýliða.

    Siv Friðleifsdóttir. Guðni Ágústsson. Katrín Jakobsdóttir.

  • Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu: Árni Sigfússon (D)
  • Félagsmála- og tryggingamálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðherra: Steingrímur J. Sigfússon (VG)
  • Dóms- og kirkjumálaráðherra: Kristinn H. Gunnarsson (Frjálslyndir)
  • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Guðni Ágústson (B)
  • Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Heilbrigðisráðherra: Valgerður Sverrisdóttir (B)
  • Umhverfisráðherra: Katrín Jakobsdóttir (VG)
  • Samgönguráðherra: Kristján Möller (S)
  • Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Siv Friðleyfsdóttir (B)
  • Viðskiptaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)  
  • En, annars er ég bara hinn besti sko .. þannig séð! Ætla mér ekki að fara út í bloggkvittun hér núna, enda klukkan rúmlega hálf fjögur að nóttu og Jónína, Milla og fleiri eru að fara á fætur hvað af hverju - svo ég er bara farinn að fá mér nokkurra tíma lúr núna.

    Kveðja á línuna og skrifa mig inn hjá ykkur á morgun.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég rétt á fyrirgefningu syndanna - vegna myndanna? Þekkið þið eina mynd og söguna á bakvið staðinn? Ekki ætla ég að axla ábyrgðina en ég er óforskammaður!

Fyrst af öllu er hér steinn sem er undarlegur í lagi og á undarlegum stað!

Mér skilst að þessi steinn heiti raunverulega Steðji en sé uppnefndur sem Staupasteinn! Sagan segir að í gamla daga hafi kátir menn ætíð áð þarna á miðri leið um Hvalfjörðinn til þess að fá sér í staupið og því hafi steinninn verið síðar nefndur Staupasteinn vegna þess. Mig minnir að steinn þessi sé ekki sýnilegur frá þjóðveginum þó steinninn sé staðsettur við þjóðveginn. Þessi litli hóll sem steinninn stendur svona skemmtilega á - skyggir á steininn frá veginum, en hægt er að keyra af þjóðveginum og fyrir hólinn - og að steininum.

P52X1

 

Næst eru það heimaslóðirnar!

Glöggir bloggarar gátu áttað sig á því að hér er um syðri helming Akrafjalls á ferðinni. Þarna uppi á tindinum hef ég setið sem ungur maður og horft yfir til Reykjavíkur með dreymið blik í augum. Akrafjallið kemur eins og Vaff (V) í laginu en með bungu á milli tindanna tveggja. Eftir miðju fjallinu rennur góð Á sem fer alla leið niður í haf - að sjálfsögðu, en Áin er kölluð Berjadalsá. Neðst niðri í Vaffinu er brekka sem mest er notuð til að ganga á fjallið, en á vorin er mikið af eggjum tekin í Akrafjalli. Brekkan var kölluð Selbrekka ef ég man rétt, en neðst í Selbrekkunni var vatnsból Skagamanna í gamla daga minnir mig.

P2X2

Woundering  Crying  Tounge

Ég á yfir 2000 myndir víða að af landinu!

Og ég skammast mín ekki neitt fyrir framhaldið þó ég sé búinn að halda ykkur í spennu og hamagangi vegna "Myndaleiksins míns" ...

Það er nefnilega þannig að ég verð að vona að þið takið ekki af mér haus og hala núna þegar ég segi ykkur leyndarmál.  Leyndarmálið er að ég get ekki upplýst ykkur fullkomlega um hverja einustu mynd sem ég á. Sumar myndirnar eru gamlar og gögn sem ég hafði sett með myndunum eru horfin.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Kirkjum - eins og sjá má á myndunum mörgum - á mikið safn af þeim ásamt því að hafa átt mikið efni sem ég hafði ritað um þær í gegnum árin - en nú er bara mest og flest af því horfið á vit vírusanna, eða örlaganna. Ég gefst þó ekki upp því ég á mest af þessu skrifað á blöð sem eru í kössum somewhere. Mun örugglega finna tíma til að velta uppúr kössum þó síðar verði til að finna það sem ég hef punktað niður ..

Ég verð að hugsa um framhaldið, enda er ég búinn að skjóta mig sjálfan í fótinn hvað myndirnar mínar varðar. Ég á yfir 2000 myndir víða af landinu en þær fóru allar í hrærigraut við síðasta tölvukrass og mikið af upplýsingum sem ég átti tengdum myndunum er mér glataðar. Ég var að vona að þið þekktuð flesta staðina eins og ég - en þar sem ég er ekki með neitt minna en gullfiskaminni man ég ekki hvað allir staðirnir heita þó ég hafi komið á þá alla.

 JEG braut ísinn og ýmislegt skemmtilegt óð á eftir því ...

Heiða, EMM, Sigrún, Milla og fleiri komu með flest af því sem ég þekkti og mundi eftir - en ég var að vona að þið þekktuð hvert sinn stað og kæmuð með smá forvitnilega sögu með þeim stað.

Ég verð að biðja ykkur um að fyrirgefa mér þó ég hafi haldið ykkur svona í krísu á meðan ég leitaði eftir upplýsingunum mínum - en ég finn þær ekki *Grátur* ...

Samt, núna langar mig til senda ykkur ósk um fyrirgefningu vegna þess að ég var ferlega óforskammaður að senda þetta svona á ykkur án þess að segja ykkur að ég er sjálfur ferlega mikið í tómu tjóni með vitneskju um flestar myndirnar mínar - og var að velta ábyrgðinni minni yfir á ykkur með von um að þið gætuð bara hreinlega upplýst mig um hvar ég hafi verið á ferðinni undanfarin ár... hahaha!

Annars er ég bara góður - þrátt fyrir sama gullfiskaminnið og einkennir íslenska þjóð þegar um stjórnmálamenn er að ræða.

Sendi bara knús og kram á þjóðina - og nota bene - ég ætla ekki að Axla ábyrgð á neinu varðandi myndablogg mitt!

Verð á ferðinni í kvöld og á morgun með látum!


Helvítis dramatíkin í grímuklæddum fautum í bænum! Hve mikið hefur þú ferðast um landið okkar, hve vel þekkir þú það? Fjöldinn allur af myndum ... og að sjálsögðu viljum við spillingarliðið burt!

Já, nú ætla ég bara mest lítið að minnast á fjárans dramatíkina í fólki sem hagar sér eins og fávitar - brjótast inn á lögreglustöðina, brjóta rúður og arga og veina eins og fífl þegar lögreglan ver hús sín með piparúða frekar en ofbeldi. Nei, ég ætla frekar að sitja á mér og athuga hversu vel þú þekkir landið þitt...

Hér fyrir neðan eru dágóður slatti af myndum víða af landinu okkar. Hversu vel ert þú kunnug/ur landinu þínu? Þekkir þú eitthvað af þeim stöðum sem myndirnar sýna? Hversu mikið og nákvæmlega hefur þú ferðast um landið okkar? Gaman væri að heyra í ykkur sem teljið ykkur þekkja staði, endilega sendið inn ykkar álit á myndum - ef þú þá þekkir einhverjar þeirra!

Athugið að margar myndanna eru mjög gamlar svo það er ekki víst að þið þekkið þær miðað við hvernig staðirnir eru núna í dag. Athugið að þið getið "ýtt/klikkað" á myndirnar til að stækka þær - þá sjáið þið þær betur!

Myndir númer 1 og 2.

P1X1  P1X3

 Myndir númer 3 og 4.

P2X2  P2X7

 Myndir númer 5 og 6.

P3X2  P4X3

 Myndir númer 7 og 8.

P4X7  P6X4

 Myndir númer 9 og 10.

P6X7  P7X1

 Myndir númer 11 og 12.

P11X9  P12X1

 Myndir númer 13 og 14.

P12X3  P14X9

 Myndir númer 15 og 16.

P15X6  P15X8

 Myndir númer 17 og 18.

P16X6  P17X4

 Myndir númer 19 og 20.

P18X4  P18X8

 Myndir númer 21 og 22.

P22X2  P24X4

 Myndir númer 23 og 24.

P32X1  P34X2

 Myndir númer 25 og 26.

P35X3  P39X4

 Myndir númer 27 og 28.

P39X8  P40X10

 Myndir númer 29 og 30.

P41X10  P44X4

 Myndir númer 31 og 32.

P44X7  P44X9

 Myndir númer 33 og 34.

P45X6  P47X2

 Myndir númer 35 og 36.

P48X9  P48X12

 Myndir númer 37 og 38.

P49X10  P51X4

 Myndir númer 39 og 40.

P52X1  P60X10

 Myndir númer 41 og 42.

P60X11  P65X1

 Myndir númer 43 og 44.

P76X6  P97X7

 Myndir númer 45 og 46.

P99X3  P100X9

 W00t  W00t  W00t  W00t  W00t

Omy Goodd .. þetta tók aldeilis sinn tíma að setja inn. En vel þess virði - alltaf gaman að skoða landið sitt og spá í staðina.

Vonandi hafið þið haft gaman að þessum myndum.

Knús á línuna og góða helgarrestina!

 


Veit Forseti vor eitthvað misjaft um fyrrum forsætisráðherra, núverandi seðlabankastjóra? Eitthvað nógu sterkt til þess að þagga niður í þeim sem aldrei lætur þagga niður í sér? Huhhh... burt með spillingarliðið!

forsetinnEnn einu sinni kemur skítlegt eðli DO svona berlega í ljós! En gaman þætti mér að vita hvað það er sem Forseti vor, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson - veit um DO sem verður til þess að DO dregur sig til baka úr herferð sinni í að gera Forsetahjónin að athlægi víða á erlendri grund, sem og auðvitað hér heima líka...

Hvað veit forsetinn um fyrrum forsætisráðherra sem er svo viðkvæmt að forsætisráðherrann bakkar bara og þegir? Undarlegt nokk ... en ég gruna nú að ef vel væri á tekið væri ýmislegt misjaft hægt að grafa upp sem á milli þessara tveggja hefur á dagana drifið.

Þið verðið endilega að lesa greinina í Fréttablaðinu í dag um þetta - ef þið viljið fá alla molana. Ég nenni ekki að lesa hana spjaldanna á milli og endurskrifa hana hér, heldur kasta bara svona upp hugleiðingum mínum varðandi þetta hér.

Í það minnsta er ekki á neinn hátt venjulegt að Davíð Oddson bakki eða haldi kjafti - ef það er eitthvað sem hann leggur af stað með til þess að koma höggi á þann sem er ekki "inn" hjá honum í það og það skiptið.

doddsson_1

Í fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 20 Nóvember, er fyrirsögn og fleira um það að Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra - hafi sannarlega ætlað sér að koma höggi á Forsetahjónin með sinni alkunnu afskiptasemi.

Segir í fréttinni að karlinn krumpaði hafi sennilega ætlað að gera forsetahjónin að athlægi víða um heim með því að láta það "leka út" að hjónaband þeirra væri ekki gilt vegna einhverra galla.

Auðvitað er það alþekkt að DO hatar Forsetann okkar - líkt og hann hatar Öryrkja, Jón Ásgeir, Fjölmiðla og bara alla sem ekki standa og sitja eins og hann skipar .. en þetta er ótrúlegt ef satt er! Því meira sem grafið er í kringum karlinn og hans störf - því meiri bull og vitleysa kemur í ljós. Sagt er í greininni að sameining Bessastaðahjónanna hafi ekki einu sinni heyrt undir forsætisráðuneytisins heldur hafi það verið undir dómsmálaráðuneytisins - hvað var þá DO að skipta sér að?

reiður karl

Nú er komið einum of mikið af alls skyns vitleysisgangi í kringum þennan blessaða fyrrum einræðisforingja.

Mál til komið að kasta eggjum í seðlabankann - fylkja liði og vera með kústa og barefli, nú eða ryksugur - og herja á seðlabankann þar til út er búið að koma þeim sem þar sitja á toppnum og telja sig yfir aðra hafna og ósnertanlega.

Hvað skildi nú koma næst í ljós - hvaða afglöp eða vitleysa eru grafin um víðan völl eftir karlinn? Nú hefur hann samt haft góðan tíma þarna í fílabeinsturninum sínum til að tæta pappíra og eyða sönnunargögnum um alla þá vitleysu sem hann er búinn að standa í síðan hann afhenti sjálfum sér seðlabankastjórastöðuna á silfurfati .. burt með karlinn á bakvið tjöldin!

forsetahjon

Er það ekki bara landráð að ráðast gegn forseta sínum?

Nei, ég segi bara svona ..

Annars góður!

Tounge

Annars hef ég svo sem ekki verið mikið í kringum tölvuna núna í dag. Reyndar ekki í gær heldur. Hef bara haft nóg að gera og svo ekki nennt að bloggast eða hamast á netinu þegar heim er komið.

Verð á ferðinni á morgun eða svo..

hugmedogs

Knús á línuna og munið að knúsa ykkar minnsta bróður - eða systur!


Hvernig er þín tengdamamma, eða tengdapabbi? Hvernig tengdamamma ert þú, nú eða tengdapabbi? Njee... bara spyr sko without harmful thinking! Burt með spillinguna!

Svei mér þá. Var einhver að tala um að tengdamamma væri grimm?

tengdo

 

Nú, eða tengdapabbi undarlegur?

tengdapabbi

Nei, ég bara spyr...

Annars er ekki hægt annað en að vera góður. Kátínan lekur alveg af mér um þessar mundir .. hmmm.. hún lekur reyndar alltaf af mér svo líklega er það ekkert nýtt að ég sé bara góður after all!

Knús á línuna, luv ya guys!


Bróðir minn gerði á þrem tímum það sem tölvulistinn gat ekki á tveim vikum! Grætur þú yfir örlögum King Kong? Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það er (já, ég ætla að nota þennan fraza áfram eitthvað)!

Hef svo sem mest lítið að segja núna, en ætla samt rétt aðeins að henda út mús og kött áður en ég fer í bólið. Byrja kannski á að þakka ykkur öllum fyrir innlit í síðustu færslum, er að reyna að borga fyrir mig á lappanum en það er hægara sagt en gert - en eitthvað get ég þó í mér látið heyra.

Bróðir minn náði í tölvuna mína á föstudaginn - og fór með hana upp í sumarbústað - fíbblið .. neinei! Bara djókur..

Hann kom aftur til baka núna seinnipartinn í dag, sunnudag - og á þrem tímum gerði hann það sem tölvulistamenn gátu ekki á tveim vikum!

Jú, ég náði þessu ekki alveg hjá honum - en hann útskýrir hlutina á "læknamáli" - en náði einhverju í þá átt að hann hafi tekið harða diskinn úr tölvunni - tengt hann í annan tölvuturn - og blabla eitthvað og wúlla - harði diskurinn bara ok. Setur harða diskinn aftur í mína tölvu og bara ekkert að tölvuskottinu. Þetta tók ekki þrjá tíma ...

Hann er núna með tölvuna mína suðurfrá - er að uppfæra ýmislegt fyrir mig og bæta inn hjá mér einhverjum nýjum forritum - en ætlar að reyna að skutla henni í mig aftur á morgun/annaðkvöld. Jahúúú ... hjákonan á leiðinni heim í bólið mitt aftur! Eða þannig .. auðvitað er ég ekkert með tölvuna uppí rúmi sko! Im not a computer-pervert sko ...

Tvö frændsystkyn mín voru hjá mér síðastliðna nótt. Sátum og horfðum á King Kong í gærkvöldi - útgáfa sem ég hafði ekki séð áður - mjög góð útgáfa reyndar.

Frændsystkynin eru 12 ára stúlka og 8 ára drengur. Þau grétu bæði í lokin á myndinni ... segi ykkur það satt! Ohmæ good hvað það var fyndið að fylgjast með þeim - og æsa upp í þeim meðaumkunina með apagreyinu.

Auðvitað er myndin afar sorglega byggð þannig að apinn er gerður svo mannlegur einhvern veginn að maður getur ekki annað en legið í vorkunnarkasti yfir honum ... sérstaklega í endir myndarinnar ... en common ... hve viðkvæmur þarf maður að vera til að fara að gráta yfir þessu? Jú, reyndar fær maður tár .. bros .. og takkaskó.. hehehe .. neinei segi bara svona!

Sem krakki sá ég myndina þegar hún var sýnd hérna heima fyrst - og ég elskaði apann næstum því jafn mikið og hann elskaði ljóskuna sem fórnað var honum til ... ja ... til að friða hann. Ég grét þá líkt og frændsystkyn mín gerðu núna ... *roðn*!

En, eins og ég sagði .. hef svo sem ekkert að segja í raun og veru. Góður dagur að baki og hversdagurinn tekur við. Vona bara að þið munið eiga góða viku framundan og vona að þið munið að vera góð og þæg ... annars fáið þið ekkert í skóinn frá Jólasveinunum!

Knús á ykkur öll og eigið yndislega nóttina!


Hefur þú tíma til að sýna kærleika þinn í verki? Ef svo er .. þakka þér!

Já, nú vil ég bara minna ykkur á það hve lítið bros eða lítið hjarta getur miklu áorkað þegar fólk á erfiða daga eða glímir við sárar minningar. Það þarf ekki nema svona lítið hjarta til að framkalla bros eða til að sýna styrk!

 ----------------------> Heart <---------------------

Núna á miðnætti rennur upp dagur sem er hjá mörgum bara ósköp venjulegur dagur. Flest sofum við framúr og njótum hvíldar, vöknum og förum svo í smá sunnudagsbíltúr - endum svo daginn í sunnudagssteik eða álíka...

----------------------> Heart <---------------------

En, sumir eru í sárum vegna erfiðleika - vegna vinnumissis eða jafnvel húsnæðismissis eða álíka.

En, svo eru líka margir sem t.d. glíma við ástvinamissir - og er það ástæða þessarar færslu hjá mér núna.

----------------------> Heart <---------------------

Ein af okkar kæru bloggvinkonum hér er einmitt ein af þeim sem núna eru að glíma við erfiðan dag vegna þess að sonur hennar á afmæli núna, þegar sunnudagurinn 16 er að starta sér upp. En málið er að sonur hennar er ekki lengur hér hjá okkur, heldur er hann horfinn á braut .. fyrir réttu ári síðan.

Það er hún Ragnheiður okkar!

Langar mig til að biðja ykkur öll sem hingað inn koma og lesa þetta um að kíkja á hana Ragnheiði hér á blogginu og senda í athugasemdir hjá henni þó ekki væri nema eitt lítið rautt hjarta - sem segir mun meira en nokkurt orð í raun og veru!

----------------------> Heart <---------------------

Þið sem hafið tíma og nennu - langar mig til að biðja um að fara líka inn á kertasíðu sonar hennar - Hilmars - og kveikja á kerti honum til heiðurs á þessum tímamótum. Bloggarar - sameinist nú kæru vinir og kveikjum fleiri kertaljós en nokkurn tíman áður!

----------------------> Heart <---------------------

Kertasíðan hans Hilmars!

Ljúfar kveðjur á ykkur öll og munið að kærleikurinn kostar ekkert en gefur af sér svo ríkulega til baka.

----------------------> Heart <---------------------

Munið að hér er samúðin og kærleikurinn aðeins mouse clikc away!


Töffarinn setur ljósaseríur í gluggann sinn. Hjákonan er í heita pottinum á meðan töffarinn galar hástöfum, tölvulaus = "Burt með spillingarliðið, sama hvar í flokki það er!" Er einhver hjákona laus næstu daga? Nehh.. segi bara svona!

Tölvulaus töffarinn rífur í hár sitt og fleira, nei - þetta fleira er ekkert dónalegt addna þið sem þangað leidduð hugann! En, tölvan sjálf nýtur lífsins uppi í sumarbústað - liggur sennilega í heita pottinum í töluðum orðum. Halló, þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar? Nei, hélt ekki ..

Angry Hún var sótt - blessunin - hjákonan - í nákvæmlega sama ástandi og hún var fyrir tveim vikum síðan. Þeir félagar þarna á verkstæði tölvulistans höfðu sem sagt bara ekkert gert - annað en að ljúga bara beint framan í mig til skiptis ... 

Ráðleggingar góðra vina voru að senda hana - Hjákonuna - upp í sumarbústað í afslöppun, þeir segja mér að hún hefur verið ofnotuð og ofdekruð af eiganda í kreppunni... GetLost

Ég sem er oftast ekki með nema sirka eitt blogg á dag sko ...Crying

En, ég náttla gegni óvinsælum tilmælum fjandmanna minna og bað bróður minn um að ná í tölvuskottið mitt...

Hann náði í hana rúmlega hádegi í gær, föstudag - en fór svo beint í sumarbústað með kvekendið! Held að ég hefði miklu frekar átt það skilið að slaka á í sumarbústað .. með rómantík, kertaljós og heitan pott!!!

Nokkrir góðir vinir Heart hafa boðið mér að skutla henni í fang sitt eða sinna - til aðhlynningar - og þakka ég það kærlega (sjá í commentum í síðustu færslum) - en bróðir minn ætlar sér að taka afrit af harða diskinum og svo ætla ég bara að setja hana sjálfur upp aftur, strauja hana og fara um hana höndum mjúkum .. nei reyndar höndum ekki svo mjúkum .. enda er ég með frekar rough tough vinnuhendur sem ekki geta kallast mjúkar sko!

Svo.. þetta segir mér að ég verð ekki með hjákonuna í mínum ekkisvosilkimjúkuhöndum - fyrr en um miðbik næstu viku. Þangað til mun ég bara halda áfram að bjarga mér í miðaldarlappanum hérna og reyna að halda áfram að lesa ykkur án þess að vera mikið að commenta.

W00t Sannarlega veit ég að ég á eftir að taka flogakast í athugasemdakerfinu ykkar sem eruð alltaf að bögga mig með athugasemdum - þegar ég kemst á skrið aftur!

En, over and út of here - enn einni tölvufærslunni er hér með lokið. Tounge

Vona að þið hafið það öll ljúft og gott skottin mín. Munið að aðventan er handan við hornið - eftir sirka 15 daga - svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þið farið að setja eina og eina ljósaseríu í samband. Nú þegar allt er svona svart víða .. bæði hvað myrkur varðar og kreppuna .. þá tel ég að við ættum öll að byrja bara strax á því að setja upp ljós í gluggana til að gleðja augu þeirra sem framhjá fara.

Meira segja er ég búinn að sætta mig við jólagardínurnar sem nágrannakerlan mín er búin að troða upp hjá sér. GetLost

Nú eru komin nokkur ljós í gluggum í kringum mig - og sjálfur er ég búinn að setja upp eina rauða í glugga - og kveikja á henni.

Upp með birtuna, ljósin í gluggann - ekki eftir neinu að bíða!

Knús og kveðjur á línuna alla!


The one who goes to sleep with itcy ass - wakes up with smelly fingers! Burt með spillingarliðið! Ha?? Er það ekki farið ennþá?

Ok, þá er það búið - ég missti mig dálítið duglega og nú hef ég fengið á mig nálgunarbann á tölvuverkstæðið! Fékk sömu leiðindasvörin aftur í gær, útúrsnúninga og bull - og lét þá bara heyra það ..

I tótally sprakk ---> NOT!

Nei, ég varð jú auðvitað fúll og reiður - en ég reyndi að halda aftur af mér - lét þó nokkuð af reiðiorðum fjúka og skammaðist smá .. bara pínulítið!

Bróðir minn ætlar að sækja tölvuna í dag.

Ég talaði við yfirmann hjá þeim og mér var tjáð að tölvan myndi verða tilbúin í dag, föstudag. Ég þori samt ekki að sækja hana sjálfur því ég er ekki alveg að fíla það hve mikill æsingur kemur upp í mér þegar ég heimsæki staðinn ... var að hugsa um að segja þeim bara að troða kassaskömminni bara þangað sem sólin aldrei skín - en mér tókst að sitja á mér - og hef ákveðið að koma aldrei aftur þarna inn því ég verð einhverj Jekil or Hide þarna ...

Þakka öllum frábær komment undanfarnar færslur - næ í skottið á ykkur öllum um helgina - ef ég fæ tölvuna þá nokkuð ... ever again.

Sendi ykkur kveðjur og knúserí með von um frábæra helgi.

Munið að vera góð hvert við annað!

You know .. the one who goes to sleep with itcy ass - wakes up with smelly fingers!

Muhahaha ...neinei - segi bara svona... over and út of here!


Næsta síða »

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband