Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 16:26
Samkynhneigðir fá sitt eigið elliheimili.
Mér finnst það nú í raun dálítið kjánalegt ef samkynhneigðir ætla sér að fara að "loka sig af" þegar þeir eru komnir nálægt endalokunum eftir kannski æfilanga baráttu í að hafa rétt á því að vera höndlaður eins og allir aðrir í samfélaginu. Það væri rétt eins og t.d. ef ráðherrar færu að opna sitt eigið elliheimili þar sem Jóni og Gunnu úti í bæ væri meinaður aðgangur - nema í formi gests.
Um þetta var fjallað í lítilli klausu á forsíðu 24 stunda í dag.
"Elliheimili fyrir hýra". Fyrsta elliheimili Evrópu sem sérstaklega er ætlað samkynhneigðum var opnað í Berlín fyrr í mánuðinum. Viðtökur hafa verið vonum framar og er svo komið að öll herbergin 28 í fjórlyftu húsinu eru bókuð. "það síðasta sem þú vilt þegar þú ert orðinn gamall er að þurfa að fela þig," segir Chris Hamm, arkitektinn sem átti hugmyndina að heimilinu. Framkvæmdir við heimilið nutu stuðnings Klaus Wowereits, samkynhneigða borgarstjóra Berlínar.
Ok, gott og blessað og ég skil vel að sumir hugsa að þetta sé einmitt málið að þurfa ekki að "fela" sig í ellinni. En eru þau sem standa að þessu ekki einmitt að stúka af ákveðinn hóp sem ætíð hefur staðið í baráttu - alla æfi hjá þessum hópi sem hér um ræðir - til þess að geta einmitt verið sem jafningi annarra - eins og að sjálfsögðu á að vera? Kannski er ég svona skrítinn. Kannski er málið bara að stúka af hina ýmsu hópa og koma þeim í réttir og setja þá hvern á sinn stað í ellinni til að þeir geti bara verið þar í friði með sínum. En mér finnst þetta samt vera "afturför" í jafnréttindabaráttunni hjá þeim ef það á að loka samkynhneigða aldraða af á elliheimili fyrir samkynhneigða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 15:51
Nú eru þau loks komin úr "skápnum"!
Hver segir að "skápurinn" sé besti geymslustaðurinn fyrir hitt og þetta? Persónulega finnst mér alltaf jafngott þegar hægt er að koma einhverju "úr skápnum" og staðsetja það á sinn eigilega stað - t.d. eru núverandi kuldar einmitt kjörnar aðstæður til að ýmislegt komi í ljós sem hingað til hefur verið ansi hulið ...
Alveg hreint er ég himinlifandi yfir veðrinu þessa dagana. Kuldakast, snjór með tilheyrandi smásköflum hingað og þangað með ófærð í fyrirrúmi. Loks getur maður tekið út almennilegan kuldafatnað sem hingað til - í alltof langan tíma - hefur bara hangið í "skápnum" eða verið ofaní skúffum.
Ég hef alltaf verið svo hrifinn af kulda, myrkri og vetrarlegu umhverfi - þar sem ætíð er auðvelt að útbúa "rómantískar aðstæður" með kertaljósi og hlýlegum ástarorðum sem sannarlega mega fljúga oftar á milli fólks.
Nú er tíminn folks - taka upp kuldafatnað og fara út á trallið - eða hreiðra um sig og sína inni í hlýjunni með rómantík að leiðarljósi og nýta dimma daga til að hlúa að ástinni sem ætti ætíð að vera til staðar í öllum samböndum.
Hot damn hvað ég á það til að verða "linur" þegar mínar uppáhaldsaðstæður myndast svona í skammdeginu - og nú fær minn betri helmingur að kenna á því sko!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 17:23
Mig verkjar í lyktarskynið, nef mitt er bólgið af illa lyktandi gjörðum.
Ég er alltaf að pæla í þessum blessuðu embættisveitingum sem tengjast Sjálfstæðisflokknum, fyrrum leiðtoga þeirra eða flokksmönnum sjálfum á einhvern hátt. Finnst það nefnilega aldrei vera rætt eða spáð í það frá öðru sjónarmiði sjónarmiði sem mér finnst athyglivert.
Bara nokkuð stutt og laggott. Ætli þetta fólk sem ráðið hefur verið í hin ýmsu embætti eins og í dómarastöður hefði fengið umrædd störf ef þeir hefður sannarlega ekki verið dóttir, sonur eða vinur Sjálfstæðisflokksins og sannarlega verið metin minna hæf en aðrir umsækjendur???
Ég tel að maður sem á sér ekkert huge eða stórt bakland sem kalla má vin, föður eða félaga og er ekki metinn hæfastur í það starf sem hann sækir um fái ekki umrætt starf vegna þess að aðrir voru metnir hæfari eða mun hæfari. Það hljóta allir að sjá að í þannig tilvikum verður ekki um að villast að hæfasti umsækjandinn myndi vera ráðinn til starfans ekki satt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 16:35
Villi REI - raunverulegt andlit borgarinnar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 02:01
Hvenær er Gott Nóg og hvenær er Nóg komið Upp í Háls?
Allt frá upphafi mannskyns hefur Gróa á leiti verið á ferðinni á meðal manna og stundum hefur hún tekið harðar á einum frekar en öðrum allt eftir efni og ástæðum. Það var líka stuttra lífdaga byrjað er að fjalla um menn og málefni í fjölmiðlum fyrir einhverjum misserum (DV), þar sem ákveðnir eða meintir afbrotamenn eða mislukkaðir þjóðfélagsþegnar voru nafngreindir og jafnvel myndir af þeim birtar, mörgum til ama en öðrum til mikillar lukku.
Þegar ég segi til ama, þá meina ég að það er að sjálfsögðu þeim til ama sem um er fjallað og af þeim myndir birtar og þeir nafngreindir, burt séð frá sekt eða sakleysi þeir eru meintir brotamenn og því hugsanleg söluvara hvort sem um var að ræða Gróu á leiti eða eitthvað meira áþreyfanlegt sem á bakvið stóð.
En þegar ég nefni öðrum til mikillar lukku þá á ég við eins og dæmin hafa sýnt og sannað í gegnum árin og hægt er að vitna í t.d. tilvik ónafngreinds aðila, þar sem hann var búinn að lokka heim til sín ungling (hugsanlega með eitthvað misjafnt í huga) sem nágranni bjargaði vegna þess að hann grunaði hvað hugsanlega í vændum var þar sem hann sá til og þekkti John Dó. sem barnaníðing, eftir myndbirtingu fjölmiðils (bara dæmi, því einnig var t.d. verið varað við meintum svefnnauðgara með nafn/myndbirtingum).
Að þessum hugleiðingum loknum hugsa ég enn og aftur um það hvað það er auðvelt að hengja smið fyrir bakara hengja fjölmiðla/spaugstofuna fyrir að fjalla um málefni sem eru þegar á allra vitorði í kringum fórnarlamb spaugsins - í stað þess að spá í það afhverju bakarinn kom bara ekki hreint fram stax sagði frá rétt og satt hvernig í pottin var búið. Það hefði séð til þess að spaugstofufólk út um allt land hefði ekki haft neitt til að spauga með. En það er önnur Ella.
Ærið erfitt getur reynst að endurheimta mannorð sitt aftur ef saklaus reynist sá sem um er fjallað því oftar en ekki trúir almenningur því sem hann sér/heyrir ef um flennistórar fréttir er að ræða og skiptir þá engu hvort um Gróu vinkonu á leiti var að ræða eða sannleikur þegar upp er staðið.
Það er í mannlegu eðli að taka þátt, mynda sér skoðun á málefnum, og dæma strax með því einu að lesa fyrirsagnir dagblaða eða heyra fréttir af hinum ýmsu atburðum. Oftar en ekki situr svo þessi ímynd, sem almenningur gerir sér af hinni nafngreindu og myndbirtu persónu, eftir og erfitt er að hrekja þá ímynd burt því ef persónan reynist saklaus eftir allt bröltið þá er hugsanlegt að lítil klausa langt inni í afkimum fjölmiðlanna verði birt þar sem beðist er velvirðingar eða málin leiðrétt. En hver sér smáa letrið svo sem, hver les allar litlu klausurnar sem eru á víð og dreif í dagblöðunum? Ekki allir svo mikið er víst!
Einstaklingur - sem t.d. er veill á geði, þunglyndur, eða eitthvað hvekktur út í lífið og tilveruna er ætíð á bjargbrún sem getur verið hverjum sem er hættuleg jafnvel þó hann sé búinn að ganga í gegnum gott bataferli og er aftur talinn heill heilsu. Eins ef einhver ofur viðkvæmur einstaklingur, er borin sök á einhverju alvarlegu gæti hann auðveldlega brotnað undan álaginu sem fylgir því að vera allt í einu miðpunktur athyglinnar þar sem hann t.d. er sakaður um að höndla ekki hlutina. Miðpunktur í sínu nágrenni, sínum heimabæ eða sínu heimalandi nú eða bara miðpunkturinn í sínum stóra stól.
Lítið þarf til að fá slíka manneskju til að velja auðveldustu leiðina út, hverfa aftur inn í svartnættið eða loka á allt áreiti utanfrá. Þar með væri hann aftur kominn í fremstu víglínu veikinda sinna aftur og nýbúinn batamerkin á bak og burt og óhamingjan ein við völd. Það þarf ekki mikið meira en hrópa upp hey, þú ert veikur, sjúkur einstaklingur sem ekki ræður við aðstæður til að svartnættið breiðist aftur yfir þann sem stuttu áður hafði talið sig vera búinn að ná tökum á lífi sínu.
Hvenær ætlum við að átta okkur á því hvenær er komið gott og hvenær er í lagi að halda áfram? Ég segi að nú sé t.d. komið gott og MIKLU MEIRA EN GOTT af umræðum af veikindum okkar nýkrýnda borgarstjóra. Finnst mér að almenningur ætti að reyna að virða það að drengurinn er búinn að leita sér hjálpar, búinn að ganga í gegnum bataferli sem hefur skilað honum aftur inn í hringiðu geggjunnar og sturlunar sem pólitíkin getur verið látum manninn í friði hér með.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 16:38
Veðurbreytingar - minningar tengdar veðri.
Hjálpi mér hvað ég er orðinn leiður á veðurfari okkar ástkæra, ilhýra en afskekkta og hundleiðinlega skeri. Mikið vildi ég að hægt væri að klippa á ræturnar undir Íslandi, skella mótor á vestfirði og sigla skerinu fast upp að kanaríeyjum, þar sem við myndum sækja sól og sumaryl - eða mótor á austurland og sigla hratt í átt að Grænlandi, þar sem við gætum sótt góða og hefðbundna vetur í snjó, kulda og birtu sem snjórinn skapar ætíð. Burt með allar stórar umhleypingar og inn með fastan kulda eða fasta sól.
Mikið er leiðinlegt að sjá þegar fallega fallinn snjór - sem upplýsir jörðina og umhverfið - hverfur næsta dag í rigningu og hláku. Og til að bæta gráu á svart þá frystir svo aftur að lokinni góðri dembu og því flughált og hættulegt að vera á ferðinni.
Ég væri til í að hafa drifhvítan snjóinn yfir öllu frá t.d. fyrsta Nóvember og allt fram yfir Páskana. Bara fallega fallinn marrandi snjór yfir öllu og engar miklar veðrabreytingar eins og umhleypingar á milli snjókomu, rigningu - sólar og hita yfir í frost og kulda. Þó vetur konungur myndi halda velli yfir dimmustu mánuðina, þá væri það ekkert mál - maður myndi bara klæða sig upp, dúða sig í hlý föt og njóta þess að geta með góðu sanni stundað t.d. skíði, skauta, snjósleða og fleiri góðra afþreyjandi vetraríþrótta.
Ég man þá tíð þegar ég var lítill drengur, bara rétt að byrja að festa minningar í huga mér og taka eftir öllu og öllum í kringum mig. Man eftir föður mínum klæða mig upp í kuldagalla og taka út snjóþoturassinn minn og skautana sína. Man eftir því að hafa verið dreginn á þoturassi niður að stóru auðu svæði sem var rétt við götuna mína í gamlu góðu dagana. Man eftir gamalli síldartunnu sem var við stórt og mikið skautasvellið sem slökkviliðið gerði með því að sprauta heilmiklu vatni á svæðið svo úr varð mikið, en grunnt, lón sem áður en varði varð að fallegu skautasvelli.
Þarna á síldartunnunni sat ég löngum yfir vetramánuðina í uppvextinum og horfði á föður minn vinna ýmis þrekvirki - að mínu mati - á flottu skautunum sínum, sem þó voru ekki með neinar tennur. Þarna lærði ég sjálfur að skauta í fangi föður míns, lærði að renna mér, skrenza, bakka og ýmsar aðrar kúnstir. Þarna lærði ég að meta það hvað vetrarveður geta verið dásamleg þó köld og dimm geta sannarleg verið.
Ég minnist þaðan - í vetrarkulda og snjó - einnig þegar ég skautaði með félögum og vinum, sem og skólasystkynum, í stórfiskaleik og ýmsum skemmtilegum þrautaleikjum - eins og að stökkva yfir síldartunnuna góðu sem ég hafði setið og horft á sömu leiki nokkrum árum áður - en þá var það faðir minn sem stökk yfir eitt og annað og fáir náðu honum í "klukk" eða "fiskur". Ég minnist þess líka þegar ég fór í fyrsta sinn með litlu systur mína þangað. Dróg hana á snjóþoturassinum mínum gamla en sjálfur kominn á fína skauta sem faðir minn hafði átt sem lítill drengur sjálfur. Man eftir því að halda höndum fyrir aftan bak, með tauma þoturasssins í höndunum - halla mér fram og spyrna niður fótunum og ætla mér að taka duglega af stað á svellinu með systur mína í eftirdragi - missa tauminn og skella með miklum hvelli á andlitið á svellið. Missa báðar nýju framtennurnar mínar og liggja þarna grátandi, tannlaus og fúll yfir því að systir mín litla skyldi hafa séð muninn á mér og föður okkar á skautavettvanginum.
Minnist þess líka að þegar vora tók og grundirnar fóru að gróa og grænka - að móðir okkar fór með okkur á sama stað til að kenna okkur sömu leikina, stórfiskaleik og fleiri góða leiki sem stundaðir voru af öllum í hverfinu, bæði á vetrum sem og á sumrum.
Í þá daga stóðu kuldadagar mun lengur, skautasvellin voru lengur á lífi og lífið snérist um að fara í skólann, læra heima eftir skóla og fara svo beint á skautasvellið - eða upp í brekkuna heima og renna okkur á snjóþotum á fleygji ferð í átt að skellihlægjandi börnum sem klöppuðu og fylgdust með því hvort við dyttum af á leiðinni eða næðum heilu og höldnu alla leið niður. Man eftir því að sumir áttu svo bágt að eiga ekki snjóþotu - sem var lífsnauðsyn í þá daga - svo við skiptumst á að leyfa þeim að renna sér niður með okkur.
Núna er öldin allt önnur. Umhleypingar í veðri, skautasvell eru varla skautahæf nema einstaka sinnum - nú eða bara "inni". Börnin fara í skólann - kannski - læra lítið og sjaldan heima - og hlaupa svo út í sjoppu hverfisins eða beint í tölvuna í leiki og blogg.
Mikið vildi ég að veðrátta, lífið og tilveran - ásamt örygginu á landinu - væri aftur eitthvað í áttina sem áður var. Mikið vildi ég að yfir veturna væri kalt, snjór og bjart. Heilbrigð börn að leik í brekkum og á ísi lögðum svæðum og sama hamingja og þá var yfirleitt alltaf ráðandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 18:06
Valdabrölt, græðgi og þrá eftir feitum stólum.
Vinsamlega athugið að eftirfarandi skrif eru eingöngu mínar hugrenningar og pælingar en ekki eitthvað sem er alger heilagur sannleikur. Mínar skoðanir eru ekki endilega eitthvað sem er nákvæmlega það sem er rétt og satt - þetta eru bara mínar hugrenningar.
Valdabrölt og valdagræðgi, óheppilegar ráðningar og bitlingar eru eitthvað sem alltaf poppar upp í stjórnmálum og innan hinna ýmsu valdameiri embætta landsins. Þegar maður fylgist með fjölmiðlum(sem kannski eru ekki ætíð heilagir) og horfir á umræðuna í þjóðfélaginu eða þegar maður kemur auga á það sem virðist spilling, eitthvað leynimakk eða er illa lyktandi þá ósjálfrátt spáir maður í það og spyr sig að því hvort um sé raunverulega að ræða spillingu eða ekki.
Ykkur að segja, þó engum komi það reyndar við, þá er ég óflokksbundinn, styð engan flokk. Mér hefur samt í raun alltaf þótt Samfylkingin vera sá flokkur sem ég myndi styðja að fullu ef ég færi út á þá braut og er að hugsa um að kjósa í næstu kosningum.
Ég get, eins og hver annar maður, augljóslega komið auga á áberandi spillingu þegar hennar verður vart eða þegar eitthvað gerist í þjóðfélaginu sem virðist sannarlega lykta af óheiðarleika eða spillingu. Spilling Sjálfstæðisflokksins er þegar augljós að mínu mati og byggi ég það á t.d. stöðuveitingum innan þeirra raða í ýmis embætti undanfarin ár, t.d. dómarastöður sem ráðið hefur verið í.
Sjálfstæðismenn virðast alltaf geta potað sínum mönnum inn í öll þau embætti sem eru á lausu - eins og t.d. dómaraembættin undan farin ár. Þar hafa hver "dómarinn" af öðrum birst og borist í hásæti - framfyrir mun hæfari einstaklinga sem sannarlega þar til gerðar nefndir hafa sagt vera hæfari eða mun hæfari en þeir sem skipaðir hafa verið.
Oftar en ekki tengjast nýráðnir einstaklingar með skyldleika/vináttu við flokk þeirra eða við þeirra fyrrum leiðtoga. Leiðtoga sem var að mínu mati alltof lengi við völd og engin virtist þora að mótmæla og engin virðist þora að styggja ennþá - þó hann eigi að vera löngu horfinn af vettvangi stjórnmálanna. Er það spilling? Já, sannarlega í mínum huga. Ég myndi seint kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda því það er að mínu mati ávísun á fleiri embættisúthlutanir til handa þeirra eigin mönnum, valdapot og ívilnanir.
Áður en nokkur áttar sig á þá verða öll helstu embætti landsins full af Sjálfstæðismönnum eða fólki þeim tengdum/skyldum. Öll þessi spilling innan flokksins er, að því ég tel, einum manni að þakka því hræðslan og sleikjuhátturinn gagnvart þessum fyrrum leiðtoga - eða er hann bara ekki enn með hendur á taumunum - er slíkur að fáir voga sér að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en gert var í hans tíð. Engin virðist þora að standa upp og vera hann sjálfur, jafnvel þó það sé ekki beint í anda fyrrum karls úr brúnni.
Hefðu þessir einstaklingar fengið stöðurnar ef þeir tengdust ekki Sjálfstæðisflokknum með blóðböndum eða vináttuböndum - og sannarlega verið taldir minna hæfir en aðrir? Nei, sannarlega ekki. Spilling? Já, lítur út fyrir að það sé sannarlega talsverð spilling hvað þessar ráðningar varðar - ekki satt? Svoleiðis horfir það allavega við mér, en ég er nú kannski ekki fyllilega dómbær þar sem ég er bara venjulegur Jón úti í bæ.
Ég er sannarlega sannfærður um að allir hinir ráðnu einstaklingar séu hörkunaglar og hinir bestu starfskraftar, hæfir og góðir einstaklingar sem eiga örugglega eftir að standa sig með miklum sóma í því sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Ég er viss um að margir þeirra séu hinir heiðarlegustu og að þeir eiga sannarlega ekki skilið að vera hengt fyrir að vera tengdir flokk eða flokksmönnum en þeir eiga heldur ekki að komast framfyrir mun hæfari einstaklinga vegna skyldleikans eða vináttunnar.
Sjálfur myndi ég ekki geta starfað undir því að hafa mögulega fengið viðkomandi starf vegna skyldleika eða vináttu við rétta fólkið. Ég myndi frekar kjósa að sætta mig við að það eru hæfari einstaklingar þarna úti og bíða bara eftir því að ég verði sannarlega metinn eða talinn vera hæfastur í það sem ég væri að sækjast eftir og þá fyrst veit ég að ég gæti sannarlega sannað mig og sýnt að ég hafi verið réttráðinn í starfið.
Auðvitað er og verður alltaf erfitt fyrir fólk - að fá feita stóla - sem er tengt með skyldleika eða vináttu ráðamönnum landsins, nema ef það er sannarlega metið hæfast í viðkomandi stól. Það verða alltaf einhverjir sem hrópa upp og kenna skyldleika eða vináttu um ráðninguna, burtséð frá því hvort viðkomandi sé raunverulega hæfur eða ekki. En það er einmitt þess vegna sem ákveðnar nefndir eru settar á laggirnar til þess að létta undir með ráðamönnum þegar þeir þurfa að skipa í stórar stöður á opinberum vettvangi. Þessar nefndir eru einmitt skipaðar til að meta það óhlutdrægt og burt séð með skyldleika eða annað hvort viðkomandi einstaklingar séu hæfir eða ekki og hvort viðkomandi sé raunverulega hæfastur af umsækjendum og því réttasta manneskjan í viðkomandi starf.
Ef ráðamenn og konur myndu ætíð fara eftir þessum nefndum og skipa sannarlega hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf þá myndi það skapa mikinn frið og mikla virðingu fyrir ráðamanninum og ákvörðun hans. Auðvitað myndi það um leið skapa hinum nýráðna einstakling bæði næði og ró gefa honum/henni tækifæri til að koma sér fyrir á nýjum vettvangi og koma sér inn í þau störf sem honum/henni hefur verið treyst fyrir.
Plott og spilling leiða alltaf af sér ákveðinn ófrið og hálfgert stríð á milli þeirra sem plottin snúast um. Eftirmálar þeir sem skapast þegar ráðamenn ganga þvert á mat, skoðanir og ráð þeirra nefnda sem sannarlega eru til þess að heiðarlega og óhlutdrægt sé að málum staðið - þegar skipa á í háar opinberar stöður geta sannarlega hangið í rassi ráðamannanna svo árum skiptir og komið niður á þeim eða flokki þeirra þegar kosningar fara fram í þjóðfélaginu. Þess vegna er það hálf óskiljanlegt að þeir skuli ganga svona fram og augljóslega ráða í stöður þá einstaklinga sem þeim tengjast og eru taldir minna hæfir en aðrir umsækjendur.
Gera þeir sér virkilega ekki grein fyrir því að þeir eru með þessu að skapa mun meiri glundroða og vandamál - í kringum þá sjálfa sem og þá einstaklinga sem um ræðir - en nokkurn tíman annað? Halda þeir að það sé nokkrum manni greiði gerður að ráða hann í stöðu þar sem aðrir hafa verið metnir hæfari að gegna? Í mínum augum er það þannig að ég mun ætíð horfa með gagnrýnum augum á störf þeirra sem potað er framfyrir hæfari einstaklinga. Auðvitað hefði maður átt að eiga kost á að ef um hæfari einstaklinginn hefði verið um að ræða að horfa á ráðinn einstakling með jákvæðu hugarfari og fullvissu um að þar fari sannarlega hæfari metinn einstaklingur sem á örugglega eftir að skila stórkostlegum verkum í starfi sínu (burtséð frá hvort hinn minna hæfari eigi eftir að skila góðum verkum eða ekki).
Hérna er um að ræða hugrenningar mínar. Ekkert af því sem ég skrifa hér þarf endilega að vera eitthvað það eina rétta eða eitthvað sem sannarlega er nákvæmlega eins og ég hugsa það. Ég er hér með bara að koma hugrenningum mínum á blað, losa mig við það sem ég er að hugsa og leyfa öðrum að skyggnast innfyrir undarlegan koll minn. Auðvitað vona ég að ég sé ekki að særa neinn eða móðga en öllum er jú frjálst að hafa skoðun á málum og meta hlutina eins og þeir koma þeim fyrir sjónir. Ef þér, lesandi góður, finnst þér misboðið eða ef þér þykir eitthvað vera hérna sem þér hugnast þá endilega láttu í ljós skoðun þína og sendu mér athugasemd við þessum hugsunum mínum.
Með von um góðan dag kveð ég í bili eða þangað til ég finn eitthvað annað til að skrifa um eða velta fyrir mér. Takk fyrir lesturinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 00:15
Saklaus skrif um stóra karla eða þannig.
Vonandi hafið þið gaman af og getið hlegið dátt eins og ég gerði þegar ég las þetta litla skáldverk en eru skáldverk ekki alltaf sótt í raunverulega atburði? Njótið með björtu hugarfari en pælið í boðskapnum sem býr undir niðri hjá höfundi( Svanur Már Snorrason) sem er bara hinn skemmtilegasti penni.
Stóri pabbi: Strákinn minn vantar einhverja góða vinnu. Datt í hug að hann væri efnilegur dómari.
M Ráðherra: Í handbolta?
Stóri pabbi: Já, alveg örugglega, en það er ekki nógu vel borgað. Datt í hug héraðsdómari. Þú getur reddað því.
M Ráðherra: Já, ég get það en er hann hæfur?
Stóri Pabbi: Hæfur! Hvaða máli skiptir það. Hann er strákurinn minn.
M Ráðherra: Æi, þú veist, fjölmiðlar og almenningur munu væla yfir þessu.
Stóri pabbi: Iss, skiptir engu máli. Það stendur stutt yfir. Þjóðin er með gullfiskaminni og það er okkar hagur. Þess vegna erum við aldrei reknir og þess vegna þurfum við aldrei að segja af okkur. Hugsaðu þér hvað þetta er þægilegt.
M Ráðherra: En þarf ég ekki að útskýra ráðninguna eða réttlæta? Mæta í einhver ömurleg viðtöl? Það er svo leiðinlegt.
Stóri pabbi: Nei, nei, sendu bara frá þér eitthvað bull á blaði, neitaðu viðtölum og sendu síðan einhvern ungan kjána úr flokknum í viðtölin það er til nóg af þeim. Og þeir gera hvað sem er fyrir okkur til þess að geta veriðeins og við þegar fram liða stundir. Þú slakar bara á lætur aðra um skítverkin það er að vera pólitíkus.
M Ráðherra: Þetta hljómar vel.
Stóri pabbi: Þetta hljómar ekki bara vel þetta er málið. Ef við lærum inná veikleika þjóðarinnar þá getum við mergsogið hana, platað hana endalaust up úr skónum o komið öllum þeim sem við viljum á spenann og haft það síðan fjandi gott eftir að við drögum okkur í hlé.
M Ráðherra: Heyrðu, ég græja soninn í starfið. Takk fyrir þetta, svona eiga menn að vera. Ég held að ég hafi aldrei lært eins mikið á eins stuttum tíma. Þú ert sko góður pabbi!
Stóri pabbi: Ég er Landspabbi, ég ræð ennþá.
Kveðja:
Tigercop sem er hvorki Landspabbi né Landspabbasonur. Hann er yfirhöfuð bara hann sjálfur og engin annar en myndi samt fíla það vel ef einhver Landspabbinn myndi finna sér feitt jobb helst feitt b***jobb..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 19:22
Valdabrölt Sjálfstæðisflokksins.
Í dag fór ég í ráðhúsið að fylgjast með því þegar nýr meirihluti tæki við. Verð að segja að ég hef aldrei orðið vitni af jafnmikilli vanvirðingu. Mótmæli eru góð tæki til að láta í ljós skoðun sína á málefnum en þetta voru ekkert annað en barnaleg skrílslæti.
Vitið þið hvað, ég er alveg sammála greinahöfundi þarna fyrir utan pínulítið atriði það voru ekki mótmælendur, ungliðar fráfarandi meirihluta, sem sýndu af sér þvílíka vanvirðingu heldur var það núverandi meirihluti - Sjálfstæðismenn með hinn óútreiknanlega Vilhjálm í fararbroddi og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista(eða eins manns listinn að því er virðist) sem sýndu okkur borgarbúum vanvirðingu og yfirgang!
Mótmæli voru sannarlega höfð í frammi og vel af sér vikið og mikið hrós eiga mótmælendur skilið fyrir að sýna það að við Íslendingar getum sannarlega mótmælt ef yfir okkur er valtað. Loksins, loksins voru það einhverjir sem sýndu okkur hvernig á að mótmæla svikum og prettum á opinberum vettvangi stjórnmálamannanna.
Ef bara værum við fær um að taka á stjórnmálamönnum, sem og öðrum opinberum starfsmönnum eða ráðamönnum yfirleitt, þegar þeir misbjóða almenningi lands og þjóða eins og gert er víða um heim allan, með því að neyða þá til að segja af sér þegar alda mótmæla ríður yfir með slíkum látum eins og nú gerist og allt vegna þess að feitir baktjaldakarlar eru sjúkir og sólgnir í meiri völd og feitari stóla.
Aldrei hefði okkur ungum sjálfstæðismönnum dottið í hug að gera eitthvað í líkingu við þetta, og er það ekki sökum ófrumleika, heldur vegna þess að við höfum meiri sjálfsvirðingu og kjósum að tjá okkar skoðanir og mótmæli með mun skýrari og skilvirkari hætti á málefnalegan hátt t.d. með greinaskrifum, en ekki með látum, frammíköllum og persónuárásum á borgarstjórnarfundum.
Nei, vitið ég er sammála þessari staðhæfingu hjá greinahöfundi aldrei hefði ungum Sjálfstæðismönnum dottið í hug að mótmæla á þennan hátt. Þeir eru vanari hinni hefðbundnu leynd og því mikla baktjaldabraski sem oddvitar þeirra eru vanari að viðhafa þegar þeim finnst eitthvað mikið standa til eða þegar þeir þrá og sækjast eftir feitari embættum og stærri stólum.
Þá eru þeir fljótir til, vinna hratt og leynt til að engin geti áttað sig fyrr en of seint hvað er í gangi og þræta fyrir að eitthvað sé í bígerð en koma svo fram fyrir opna skjöldu með falsið og baktjaldamakkið sitt og sýna okkur kjósendum þá óvirðingu að neyða uppá okkur það valdabrölt sem þeir viðhafa sér sjálfum til hagsbóta en ekki með hag borgarbúa að leiðarljósi.
Við eigum bara að þegja og samþykkja allt þeirra ráðabrugg samþykkja allt það sem fylgir þessu valdabrölti þeirra eins og t.d. miklum kostnaði sem felst í biðlaunum og bitlingum sem þessi fláráðu valdasjúku menn eru að fá vegna breytinganna sem þeir eru að búa til. Hefði ekki verið nær að hugsa um að hægt væri að nota t.d. þessi blessuðu biðlaun sem skapast útaf þessum bolabrögðum í Sjálfstæðisflokknum í þau verkefni sem stanslaust er verið að tala um að ekki séu til peningar fyrir?
Ja, ég er enn bara frekar sjokkeruð yfir stemmningunni þarna, leiðinlegt að þurfa frá að fara þegar hlé var gert á fundinum vegna hávaða í "mótmælendum" og geta ekki fylgst með restinni af fundinum.
Satt og sannarlega rétt að maður myndi líka sjokkerast ef maður hefði verið Sjálfstæðismaður þarna uppi í Ráðhúsi vegna þess að lýðurinn gerði manni ljóst hversu siðlaust og hversu mikil vanvirða það var sem flokkurinn manns Sjálfstæðisflokkurinn - ásamt Ólafi F. Magnússyni - sýndi borgarbúum með svo skýrum hætti.
En þar sem hvorki virðist vera til samviska né heiðarleiki í röðum nýs meirihluta, að því er virðist, í borgarstjórn Reykjavíkur þá hvorki sjokkerast þeir né skammast sín fyrir þetta valdabrölt og yfirlætið í þeim er óstjórnlegt. Það eina sem þeir sjokkerast yfir er að einhver skildi voga sér að mótmæla þeim og þeim vinnubrögðum sem þeir viðhöfðu í þessu valdabrölti sínu.
Það eina sem ætti að gera núna er nákvæmlega það sem fyrrverandi borgarstjóri sagði í burtfararæðu sinni það ætti að kjósa nýja borgarstjórn og það ætti að vera í höndum okkar borgarbúa að kjósa en ekki höndum Sjálfstæðismanna/Vilhjálms og hins einstæða Ólafs F. Magnússonar.
Það er kristaltært að borgarbúar eru á móti þessum nýja meirihluta og vill sannarlega ekki að hann sitji við völd en Sjálfstæðismenn hafa svo sem aldrei haft hag almennings í heiðri, eingöngu það að koma sínum mönnum í feit embætti og örugga stóla þar sem þeir geta matað krók sinn - og það burtséð hversu mikinn kostnað það hefur í för með sér fyrir land og þjóð.
Kveðja:
Tigercop sem sannarlega er ekki með gullfiskaminni sem tryggir gleymsku og húrrahróp fyrir þeim sem stunda leynimakk og baktjaldavinnu, þetta verður geymt en ekki gleymt fram að næstu kosningum og haft að leiðarljósi þegar pennastrik merkir við flokka og menn í kosningaklefanum í næstu kosningum! Hver ætli hljóti yfirstrikun hans þegar kosið verður næst? Jú, Hitlershreyfing nútímans í mynd Sjálfstæðisflokksins einræðisflokkurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði