Hvenær er Gott Nóg og hvenær er Nóg komið Upp í Háls?

Þó ótrúlegt sé og kannski hálf skammarlegt að hugsa til þess, og fæstir myndu viðurkenna það, þá er í það minnsta um meginþorri þjóðarinnar/mannkynsins sem nýtur þess að lesa/heyra - tala sjálft um - skandalasögur um nágranna sína eða þjóðþekkta einstaklinga og ýmsar opinberar persónur. Því meira krassandi og “dörty” sem sögurnar eru, því skemmtilegri er sú Gróa sem um málið fjallar í huga flestra (engin alhæfing heldur bara pæling).

Allt frá upphafi mannskyns hefur Gróa á leiti verið á ferðinni á meðal manna og stundum hefur hún tekið harðar á einum frekar en öðrum – allt eftir efni og ástæðum. Það var líka stuttra lífdaga byrjað er að fjalla um menn og málefni í fjölmiðlum fyrir einhverjum misserum (DV), þar sem ákveðnir eða meintir afbrotamenn eða mislukkaðir þjóðfélagsþegnar voru nafngreindir og jafnvel myndir af þeim birtar, mörgum til ama en öðrum til mikillar lukku.

Þegar ég segi til ama, þá meina ég að það er að sjálfsögðu þeim til ama sem um er fjallað og af þeim myndir birtar og þeir nafngreindir, burt séð frá sekt eða sakleysi – þeir eru “meintir” brotamenn og því hugsanleg söluvara – hvort sem um var að ræða Gróu á leiti eða eitthvað meira áþreyfanlegt sem á bakvið stóð.
 

En þegar ég nefni öðrum til mikillar lukku þá á ég við eins og dæmin hafa sýnt og sannað í gegnum árin og hægt er að vitna í t.d. tilvik “ónafngreinds aðila”, þar sem hann var búinn að lokka heim til sín ungling (hugsanlega með eitthvað misjafnt í huga) sem nágranni bjargaði vegna þess að hann grunaði hvað hugsanlega í vændum var þar sem hann sá til og þekkti John Dó. sem barnaníðing, eftir myndbirtingu fjölmiðils (bara dæmi, því einnig var t.d. verið varað við meintum “svefnnauðgara” með nafn/myndbirtingum).

Að þessum hugleiðingum loknum hugsa ég enn og aftur um það hvað það er auðvelt að hengja smið fyrir bakara – hengja fjölmiðla/spaugstofuna fyrir að fjalla um málefni sem eru þegar á allra vitorði í kringum fórnarlamb spaugsins - í stað þess að spá í það afhverju “bakarinn” kom bara ekki hreint fram stax – sagði frá rétt og satt hvernig í pottin var búið. Það hefði séð til þess að “spaugstofufólk” út um allt land hefði ekki haft neitt til að “spauga með”. En það er önnur Ella.

Ærið erfitt getur reynst að endurheimta mannorð sitt aftur ef saklaus reynist sá sem um er fjallað því oftar en ekki trúir almenningur því sem hann sér/heyrir ef um flennistórar fréttir er að ræða – og skiptir þá engu hvort um Gróu vinkonu á leiti var að ræða eða sannleikur þegar upp er staðið.

Það er í mannlegu eðli að taka þátt, mynda sér skoðun á málefnum, og dæma strax með því einu að lesa fyrirsagnir dagblaða eða heyra fréttir af hinum ýmsu atburðum. Oftar en ekki situr svo þessi ímynd, sem almenningur gerir sér af hinni nafngreindu og myndbirtu persónu, eftir og erfitt er að hrekja þá ímynd burt því ef persónan reynist saklaus eftir allt bröltið þá er hugsanlegt að lítil klausa langt inni í afkimum fjölmiðlanna verði birt þar sem beðist er velvirðingar eða málin leiðrétt. En hver sér smáa letrið svo sem, hver les allar litlu klausurnar sem eru á víð og dreif í dagblöðunum? Ekki allir svo mikið er víst!

Einstaklingur - sem t.d. er veill á geði, þunglyndur, eða eitthvað hvekktur út í lífið og tilveruna er ætíð á bjargbrún sem getur verið hverjum sem er hættuleg – jafnvel þó hann sé búinn að ganga í gegnum gott bataferli og er aftur talinn heill heilsu. Eins ef einhver ofur viðkvæmur einstaklingur, er borin sök á einhverju alvarlegu gæti hann auðveldlega brotnað undan álaginu sem fylgir því að vera allt í einu miðpunktur athyglinnar þar sem hann t.d. er sakaður um að “höndla” ekki hlutina. Miðpunktur í sínu nágrenni, sínum heimabæ eða sínu heimalandi – nú eða bara miðpunkturinn í sínum stóra stól.
 

Lítið þarf til að fá slíka manneskju til að velja auðveldustu leiðina út, hverfa aftur inn í svartnættið eða loka á allt áreiti utanfrá. Þar með væri hann aftur kominn í fremstu víglínu veikinda sinna – aftur og nýbúinn – batamerkin á bak og burt og óhamingjan ein við völd. Það þarf ekki mikið meira en hrópa upp – “hey, þú ert veikur, sjúkur einstaklingur sem ekki ræður við aðstæður” – til að svartnættið breiðist aftur yfir þann sem stuttu áður hafði talið sig vera búinn að ná tökum á lífi sínu.

Hvenær ætlum við að átta okkur á því hvenær er komið gott og hvenær er “í lagi” að halda áfram? Ég segi að nú sé t.d. komið gott og MIKLU MEIRA EN GOTT af umræðum af veikindum okkar nýkrýnda borgarstjóra. Finnst mér að almenningur ætti að reyna að virða það að drengurinn er búinn að leita sér hjálpar, búinn að ganga í gegnum bataferli sem hefur skilað honum aftur inn í hringiðu geggjunnar og sturlunar sem pólitíkin getur verið – látum manninn í friði hér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband