Það rofar til, sólin hækkar á lofti og birtan er lofandi í pólitíkinni líka. Geir H. Haarde - gangi þér vel í baráttu þinni í þínum veikindum!

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.Þá er vonandi martröðinni að ljúka. Stóran hluta lífs míns hefur þessi martröð haldið heljartaki á nánast öllu sem einhverju skiptir máli á Íslandi, en von mín er sú að núna fari að birta til og góð verk fari núna loks að líta dagsljósið - góð verk til handa heimilunum og fólkinu í landinu - en ekki góðverk til handa skyldmennum, frændgarði og félögum flokksmanna.

Eitt af því sem mér hefur fundist einna mesta martröðin í gegnum tíðina eru stöðuveitingar sem hafa farið af hendi Sjálfstæðisflokksins til handa skyldmennum og úr frændgarði Davíðs Oddsonar. Hversu siðblindir og hliðhollir flokksmenn DO hafa verið í gegnum tíðina er óskiljanlegt. Undarlega fáránlegt að fylgjast með hverjum á fætur öðrum Davíð tengdum koma með alls skyns afsakanir og útskýringar á því hvers vegna þeir skipuðu þessum frændgarði í embættin þrátt fyrir að mun hæfari einstaklingar hafi verið til staðar til að ganga í þessi embætti..

Jóhanna og Ólafur

Nei, sem betur fer sér nú fyrir enda slíkra stöðuveitinga - ljóskan sem varð forsætisráðherra - löngu eftir að hún barði í borðið og sagði að hennar tími myndi koma - mun taka á þessum málum og gera hlutina gegnsærri.

Undarlegt er líka hversu lengi þjóðin hefur látið það viðgangast að slíkar stöðuveitingar voru leyfðar án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri til að mótmæla svo einhverju skipti.

Ég hef fulla trú á að Jóhanna á eftir að gera ýmislegt gott á þeim stutta tíma sem ríkisstjórn hennar mun starfa og óska ég henni alls þess besta í því hrikalega erfiða verkefni sem ríkisstjórn VG og Samfylkingar eiga nú eftir að glíma við. Næsta víst er að það er skelfingarástand sem þau eru að taka við - bú sem langvarandi stjórnarseta sjálfstæðismanna hefur nú loks skilað af sér - en því miður bara í rjúkandi rústum einum saman.

Geir Hilmar Haarde - fráfarandi forsætisráðherra óska ég alls þess besta í baráttu sinni við þau veikindi sem hann nú glímir við. Það er heldur ekkert smámál sem hann blessaður þarf að glíma við núna á því sviðinu. En ég er á því að fyrst hann er að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og líklega stefnir í harða valdabaráttu á toppi sjálfstæðisflokksins - þá hafi það verið í allra heilla þágu að svo fór sem fór - að sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa dottið út úr ríkisstjórn landsins.

Nú getur sjálfstæðisflokkurinn rifið kjaft, klórað í mótherja sem og samherja - barist um feita stóla innan eigin flokka og verið á nippinu - í friði og ró án þess að það bitni á vitlausum aðilum.


mbl.is Fráfarandi ríkisstjórn kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi martröð hefur haldið heljartaki á landanum alla mína ævi og meira til.

Virkilega fyndið að hugsa um það...eða þá sorglegt.

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Því miður eru svo alltof margir sem kjósa alltaf sama flokkinn sinn, "af því að þeir hafa alltaf kosið hann" eða af því að pabbi og afi kusu hann alltaf...? Eins og það megi ekki skipta um skoðun, að ég tali nú ekki um þegar einhver flokkur hefur skitið uppá bak! Ég hef séð sjálfstæðismenn úthúða sínum flokki í vetur yfir því sem komið var fyrir landanum. Sömu menn voru farnir að dásama flokkinn sinn og spá í hvernig væri best að plotta til að sigra í næstu kosningum, daginn sem stjórnin sagði af sér  En ég trúi því að við munum fylgjast betur með stjórnmálamönnum í framtíðinni og ekki láta þá komast upp með hvað sem er. Við látum heyra í okkur! Birtan er handan við hornið

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.2.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Solla Guðjóns

HÆÆJJJJJJJ !!!!!! Ég er ekki búin að lesa neitt ...sá bara breitta mynd af þér og flaug inn á þig  Svo gaman að þú skulir vera komin aftur

Mitt þriðja verk í fyrramálið verður að kíkja hingað inn

Solla Guðjóns, 2.2.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér líst ágætlega á þessa nýju stjórn, og vona ég að hún komi til bjargar heimilunum.  Ekki veitir af

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þesi ríkisstjórn lofa góðu og svo er sólin líka að hækka á lofti

Jónína Dúadóttir, 2.2.2009 kl. 07:37

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég hef ákvedid ad gefa tessari ríkisstjórn alla mína jákvædni.Jóhanna er klár kona ,Katrín er mjög skelegg,Kolbrún er gömul skólasystir alltaf kunnad vel vid hana (ekki tó á Altingi en er jákvæd ) Ávallt kunnad vel vid Ástu R.Svo ég er tokkalega glöd med fólkid mitt. (Tau eru jú ad vinna fyrir okkur) Óska teim af öllu hjarta velfarnadar í starfi.

Knús til tín kæri Tiger.

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir koma ekki til með að rífa kjaft allavega ekki fyrst um sinn.
samþykkja allt og segjast hafa verið búnir að vinna þetta áður en stjórnin féll.
Það voru nefnilega engin ágreiningsmál
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2009 kl. 10:59

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já held ad allir verdi ad reyna ad vera jákvædir og bjartsýnir, allavega thangad til annad kemur i ljós. Fyrstu "kynni" af nýrri stjórn lofa gódu. Hef fulla trú á Jóhønnu, enda alltaf verid minn uppáhalds  

knús og kram til thin Tiger.

María Guðmundsdóttir, 2.2.2009 kl. 11:59

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er mjög ánægð með stöðu Jóhönnu.Þegar ég lít til annarra sem skipa þessa stjórn þá er ég fegin að hún mun ekki starfa lengur en 80 daga.með Kolbrúnu sem umhverfisráðherra vrður okkur ekki óhætt að hoppa yfir læk  En megin málin að slá skjalborg um fjölskyldur í landinu er það sem þessi ríkisstjórn er að fara að gera og fagna ég því.

Sjálfsæðisflokkurinn nýtir sér allt í sinni kosningabaráttu sem nú þegar er hafin á ósmekklegan hátt. Ég vona að fólk láti ekki blinda sig af orðum þeirra og muni í komandi kosningum hverjir sigldu þjóðinni á bóla kaf.

Solla Guðjóns, 2.2.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband