Burt með spillingarliðið! Nú er hægt að frysta það sem áður var ekki hægt ... en ekki setja mig út í frost samt! Hversu mikið má einn Landspabbi brjóta af sér til að þurfa að axla ábyrgð og taka pokann sinn? .. Huhhh!

Whistling  Jæja, ég er að hugsa um að taka þátt í því að vera með smá hugleiðingar um kreppuna, reyndar ekki miklar pælingar - því ég nenni ekki að eyða tíma og orku í slíkt - en smá vera með sko ...

Sko, þó ég sé ekki mikill kreppulalli þá hef ég samt áhyggjur af ástandinu og því hvernig þessi kreppa á eftir að bitna á komandi kynslóðum. Heyrði síðast í gær held ég - að nýfætt stúlkubarn (eða sveinbarn) skuldaði um 7 milljónir þegar það fæddist??? Auðvitað er þetta skelfilegt, en samt sjálfsagt að halda í vonina um að eitthvað eigi nú eftir að breytast til hins betra í framtíðinni.

Woundering  Nú, ég tók bílalán hjá Glitni - bílalán sem hækkaði um helming svo ég fór í byrjun Október - til að reyna að fá lánið fryst og borga bara vextina (þó ég ráði í raun ágætlega við hækkunina). Mér tjáð að slíkt væri ekki hægt, en hægt væri að skuldbreyta og lækka gjalddagana. Úr varð slík breyting en við bættist 10.000kr kostnaður. Fyrsta greiðslan fór úr 55.000kr niður í 45.000kr en svo næstu þrjár niður í 35.000kr sirka ...

Núna, einhverjum tveim til þrem vikum síðar er hægt að fá lánin fryst og borga bara vexti á meðan ástandið er svona slæmt. Ég hafði samband við Glitni til að fá leiðréttingu minna mála, en þá var þegar búið að lækka næstu greiðslu um 10.000kr kostnaðinn sem ég greiddi áður fyrir skuldbreytinguna (sem er gott mál) en nú gat ég einnig fengið lánið fryst og því borga ég bara vexti um næstu mánaðarmót.

Því er það málið fyrir ykkur sem kannski hafið breytt lánunum ykkar fyrr í mánuðinum en ekki fengið að frysta þau - að hafa aftur samband við bankann ykkar og athuga ykkar stöðu og fá breytingar í gegn ef ykkur vantar slíkt. Vildi bara svona nefna þetta ef einhver hefur ekki tekið eftir þessum nýju möguleikum sem nún standa til boða - en stóðu ekki til boða fyrr í mánuðinum... það eru kannski margir sem ráða ekki við hækkunina og þurfa á frystingu að halda, en kannski eru líka margir sem ráða svo sem alveg við hækkunina - en líkt og ég, gætu þeir notað sér þetta til að taka mismuninn og leggja hann í góð málefni frekar en að henda honum inn í botnlaust hýt.

Tounge  Tounge  Tounge  Tounge  Tounge

Nú, auðvitað er ég alveg jafn undrandi og hneykslaður yfir nýjustu sögum úr bankakerfinu, nánar tiltekið frá Kaupþingi gamla. Ef satt reynist að skuldir eða ábyrgðir manna þar á bæ hafi verið felldar niður - en við þurfum að sitja uppi með okkar ábyrgðir - þá er náttúrulega bara málið að hætta viðskiptum við slíkan banka og þar með sýna honum að við sitjum ekki þegjandi undir slíku. En, það er svo sem ekki nóg. Það verður ekki til þess að koma ábyrgðinni aftur á réttar axlir, axlir þeirra sem fengu aflausn synda sinna. En eitthvað verður að gerast til að róa niður landann.

Woundering  Woundering  Woundering  Woundering  Woundering

Svo er það okkar mesti skaðvaldur í dag, að mínu mati!

Davíð Oddson Seðlabankastjóri...

Hversu lengi á þessi maður að fá að sitja í skjóli Forsætisráðherra okkar, Geirs H.H...? Er hann ekki búinn að gera nógu mörg mistök nú þegar til að hljóta að þurfa að segja af sér? Hversu lengi má svona háttsettur sitja þegar hann er að gera hver mistökin á fætur öðrum? Ég gruna nú að fyrir minni sakir hefðu mörg höfuð fengið að fjúka í öðrum löndum - og ráðherrar fengið að taka pokann sinn.

Síðustu upplýsingar erlendis frá; Íslenskir ríkisborgarar krafðir um staðgreiðslu bílaleigubíla sem og annarrar þjónustu - jafnvel krafðir um staðgreiðslu matar á veitingahúsum - áður en þeir borða! Kona krafin um sannanir að hún geti haldið sér uppi á ferðalagi til Spánar...  Hver hefur komið okkur í þessar aðstæður? Jú, sannarlega Davíð Oddson og þeir útrásapésar sem farið hafa stóran undanfarin ár .. en hvernig getum við komið þessum karli af stóli? Varla er hægt  að hætta viðskiptum við Seðlabankann þar til karlinn er kominn út með pokann sinn? Æi, þegar stórt er spurt þá er oft lítið um svör. En næsta víst er að ég tek þátt í því að enda pistilinn minn á því að vísa til Ólínu okkar Vestfjarðaprinsessu - og læt ég lokaorðin yfir til hennar hér með.

Ljúfar kveðjur á ykkur öll - er farinn í blogghring - þó hægt fari og ég detti alltof oft út. Vona að tölvan mín komi í leitirnar á morgun, en síðasta lagi allavega á föstudag.

W00t

Burt með spillingarliðið!

Ólína Þorvarðardóttir er með góðar hugleiðingar og góða tillögu;

"Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!

Þannig að þegar ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er.

Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! "

Ath; Feitletrað í gæsalöppum eru orð Ólínu sjálfrar og vel þess virði að taka þátt í þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta  maður er hugsi

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Tiger

Já Ásdís mín, maður er sannarlega hugsi nú um mundir. Knús og kreist á þig skottið mitt.

Tiger, 5.11.2008 kl. 13:50

3 identicon

Kæri jólasveinn!

 Viltu vera svo vænn að  halda áfram að knúsa, kyssa og daðra við okkur öll á næstunni , held að okkur veiti ekki að því, sama hvar við erum,  og við munum reyna gjalda líku líkt   Bestu kveðjur Grænuhliðarskotta.

(IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hurrðu.... þú ættir náttúrulega að mæta á mótmælin á laugardaginn ;)

En hugmyndin hennar Ólínu er fín. Eitthvað verður fólk að gera

Heiða B. Heiðars, 5.11.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gód hugmynd hjá Ólínu. Vid thurfum ad sýna thessu LIDI ad vid getum ýmislegt sem thjód, og byrjum á ad kasta drullu i thetta lid sem kom okkur Íslendingum i thessa adstødu og já, SEGDU med MR Oddson, hvad tharf madurinn ad gera til ad fá stígvélid i rakkatid???? Í flestum ødrum løndum hefdu hausar verid løngu farnir ad fjúka , og thad fleiri en einn.

Ennnnnnn..hafd thú sem bestan dag i dag sem og alla adra daga  kreist og krammar hédan , thar sem madur er stundum pinu ponsu álkulegur ad vera íslendingur i útløndum.. en hef ekki enn thurft ad fyrirframgreida nokkra thjónustu sem ég hef thurft á ad halda..vonandi kemur thad ekkert..hrædd um ad thad fyki í mig thá

María Guðmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá Ólínu, verð svo sannarlega meðOg þú mátt alveg vera með smá hugleiðingu um kreppur, en bara ekki of mikið... kem hingað í þeirri von og vissu að ég fái skemmtilegheit...

Jónína Dúadóttir, 5.11.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég held ég hafi bara aldrei orðið eins reið eins og þegar fréttir bárust af þessum Kaupþings herrum. Þetta eru bara h&$%"Ö&% þjófar! Siðlaust pakk. Flott hugmyndin hjá Ólínu. En þú færð risaknús frá mér náttla.. 

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:15

8 Smámynd: Tiger

Uss, jamm þetta er nú ljóta ástandið með þessa þotuliðskarla um allt þjóðfélagið ...

Ruslana; Já, ég vona sannarlega að það verði ekki of margir orðnir alls lausir þegar þetta ástand líður loks hjá, sem verður vonandi sem fyrst. Knús á þig.

Sigurlaug Guðrún; Uss, þú getur blótað í sandkassann uppá það að ég hætti sko aldrei að knúsast í ykkur hérna, bæði bloggvinkonum mínum og vinum - sem og öðrum bloggurum sem kíkja á mig. knúsíkrús ...

Heiða Skessa; Já, satt að þetta er góð hugmynd hjá Ólínu - eitthvað verðum við sannarlega að gera. Verst að ég er að vinna á laugardaginn og kemst ekki frá - en sannarlega verð ég með ykkur í huga og anda - ekki spurning! Knús og krammar á þig skottið mitt..

María Guðmunds; Sammála, nú þarf Mr. Oddson spark í óæðri og drullumall í feisið - eða bara pokann og burt meðann! Vona að það komi ekki til með að fjúka í þig í útlöndum sko ... alveg nóg rokið hér heima í bili! Knús á þig..

Jónína mín Dúa; Sko, ef þú færð ekki þinn pakka af skemmtilegheitum hér inni - þá náttla færðu það bara sent beint inn til þín á silfurfati sko! Þér er óhætt að blóta ... þorrann uppá það! Knús í kassavís á þig addna!

Sigrún Þorbjörnsdóttir; Sammála, maður getur ekkert annað en orðið bálillur þegar maður verður vitni að slíkri óráðsíu eins og þessir toppar allir eru að framkvæma sjálfum sér til handa.. endalaust sukk bara! Knús á þig ljúfan!

Tiger, 5.11.2008 kl. 17:40

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Má maður AAAAARRRRGGGGGGGAAAAAAh hér  Ég verð alltaf snakkill þegar ég heyri minnst á seðlabanka/stjóra.

Ég set sko þessi orð ólínu á öll blogg hér eftir.

En það er gott að þú ætlar að halda áfram að daðra við okkur

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 19:13

10 Smámynd: Ragnheiður

Já það má alveg nota blogg Ólínu eða öllu heldur undirskrift á öll bloggin -ég er bara bloggstífluð....alveg eiginlega.

Ragnheiður , 5.11.2008 kl. 21:03

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kommakvart eretta alltaf í þezzum úlpuskríl...

Steingrímur Helgason, 5.11.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Tiger

  Úff jamm .. stundum er maður bara á skrenzinum þegar maður heyrir af því hvernig topparnir í þjóðfélaginu eru að reyna að klóra sig fram úr allri spillingunni ... ussuss!

Solla mín; Sammála, snakkillur er málið í dag - það er inn - sérstaklega hjá þeim toppum sem upp um kemst þegar þeir eru að reyna að stinga undan fé og fleiru! ... hahaha! Knús á þig dúllan mín.

Horsí mín; Ummm ... jamm, sko stundum er það bara þannig að það kreppir að í miðheilabloggstíflugenunum! Ekkert að gera við því annað en að njóta bara bloggleysis og hreiðra um sig í sófanum og glápa á gamanmynd sem hægt er að hlægja af... knús á þig ljúfust!

Steini minn; Koma og klæða mig úr úlpunni minni - og kannski fleiru???? Wúff, knús á þig ljúfurinn minn!

Búkollan mín; Þú ert alltaf kúl og svöl á því - enda ekkert af verri endanum þegar þú raunverulega andar inn og út - um réttar leiðir sko! Knús á þig addna skottið mitt.

Tiger, 5.11.2008 kl. 22:15

13 Smámynd: Tiger

Einar Hansson; Uss, við verðum náttúrulega að vona að þetta virki allt saman fljótt og vel, hvort sem það er að anda út og inn - eða mótmæla og heimta réttlæti í þjóðfélaginu! Þakka þér innlitið ljúfurinn ...

Tiger, 5.11.2008 kl. 22:17

14 Smámynd: JEG

Ég er nú bara að vona að ég sleppi við að þurfa að vera að rugla nokkuð í mínum lánum því það konstar jú líka að vera að breyta og bæta "been there" Ætla að bíta á jaxlinn og vona að þetta nái saman.......annars er þetta ástand bara alveg tabú ég meina hvað hélt fólk að það gæti lengi rúllað sér áfram á lánum ??? Já keypt allt endalaust ......á lánum.  Því þetta er eins og með VÍSA það þarf að borga á endanum sko. 

En nóg um það .....ég er svo sammála þér með þetta um DABBA dúsk .....hef aldrei þolað manninn og vona að hann drukni nú bara í næstu rigningu sko.  Þvílíkur snobbhani og dóni.  Sei nó more.

Knús á þig ljúfi krúttlingur

JEG, 5.11.2008 kl. 22:20

15 Smámynd: Skattborgari

Rosalega er ég sammála þér með að þetta gengur ekki lengur. Davíð burt.

Við skulum vona að þetta ástand verði ekki verra en það er núna.

Vonandi verður þú ekki í vandræðum með bílalánið þitt.

Kær Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.11.2008 kl. 22:29

16 Smámynd: Tiger

JEG; Já, satt - það er ekki gott að vera endalaust að hringla í lánum og vera sífellt að breyta eða lengja. Satt að það þarf að borga allt á endanum, nema hvað náttla... Knús á þig dúskurinn minn;)

Skattborgari; Satt, þetta má ekki ganga svona lengur, eitthvað verður að gerast ... Ég lendi ekki í vandræðum með bílalánið - ræð reyndar vel við hækkunina en ákvað að láta frysta og borga bara vexti svo ég geti gert aðeins góðverkast meira í jólamánuðinum. Minns er á góðri grein þakka samt!

Tiger, 5.11.2008 kl. 22:36

17 Smámynd: Skattborgari

Það er best að frysta lánin á meðan gengið er svona og lítið annað hægt að gera.

Öll lán eru á uppleið og ég sé verðtryggða lánið mitt fara upp um hver mánaðamót. Ég veit að ég mun ráða við þetta en hvað ætli það séu margir sem munu ekki gera það?

Kveðja Skattborgari hinn forljóti.

Skattborgari, 5.11.2008 kl. 23:04

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillinguna setningin er frábær hugmynd hjá henni Ólínu, ég ætla að nota hana í fyrirsagnir hjá mér.  Annars var viðtalinu við mig frestað til morguns.  Svo ég get verið stressuð í einn dag í viðbót.  Burt með spillinguna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:26

19 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig ljúfurinn minn.

Helga skjol, 6.11.2008 kl. 06:55

20 Smámynd: Hulla Dan

Er svo voðalega þreytt eftir næturvakt að ég magta ekki að skrifa neitt annað en...
...Þú ert Ljúfastur...

Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 07:58

21 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Burt med spillingarlidid og afnám eftirlaumafrumvarps....Knús á tig og burt med  Davíd Oddson.

Kvedja frá mér.

Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 08:22

22 Smámynd: G Antonia

knús og kreist á þig Tiger**

G Antonia, 6.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband