Er Blessaður Miðillinn Valgarður Einarsson að senda okkur skilaboð? Hver er vinur .. og hver ekki? Veist þú það? Ert þú búinn að neyða einhvern í knús og kreist í dag? Ekkert skrítið þó vinir manns hverfa ... *dæss*!

Grænt Vinahjarta til ykkar ljúfu bloggvinir og aðrir bloggarar!

graenthjarta

Hugleiðing um vini sem og "vini" sem eru ekki lengur hér!

Það kemur að þeim tímapunkti í lífi þínu þegar þú áttar þig á því, hver skiptir þig máli ..og hver ekki og líka, hver gerir það ekki lengur.. og hver mun aldrei gera það. Og eins, hver mun ævinlega skipta öllu máli..

HAFÐU ÞVÍ EKKI ÁHYGGJUR AF FÓLKI ÚR FORTÍÐINNI.

Það var ástæða fyrir því að þau tilheyra ekki framtíð þinni. Færðu, eða bentu, hverjum þeim sem þú þekkir og vilt ekki glata, þetta hjarta!

Vertu vingjarnlegri en þú átt að þér, því allir sem þú hittir eiga við sinn vanda að stríða..

********** 

Eftirfarandi barst mér í morgun frá vinkonu sem segir það komið frá Valgarði Einarssyni miðli.

Mig langar til að leyfa ykkur að njóta þess líka.

Day-Surrendering-Unto-Night

Heil og sæl kæru þið!

Góð englakona segir mér að nú sé gamli heimurinn að hreinsast burt, öll vitleysan þurfi að fara svo demanturinn komi í ljós.

Höldum okkur fast, öndum djúpt ofan í ölduna. Þetta verður allt í lagi.

Við þurfum að vera sterk, bjartsýn, standa þétt í fæturnar, finna jarðtenginguna og kærleikann allt í kringum okkur!

Það bíða okkar betri tímar, þar sem manngildið ræður ríkjum.

Einblínum á hið góða alls staðar núna, leyfum því að vaxa og munum að allt vex sem fær athygli frá okkur!

******

Heart

Eigið góða helgi Elskurnar mínar.. Já Skessa, þú líka!

Ljúfleika lokið og grámyglulegur hversdagsleikinn tekur við!

Over and out of here people..

Munið faðmlagaleikinn..

Knúserí á línuna..

Bager off!

Woff!

W


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

falleg lesning.

hafdu góda helgi minn kæri, vonandi hefurdu thad sem allra best og ég efast einhvern veginn ekki um ad thú sért vingjarnlegri en gengur og gerist ert bara svo sweet ad thad hálfa væri hestur

kvedja til thin og já,svei mér thá...bara KNÚS

María Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndisleg lesning. Kærleiks knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: JEG

Eigðu ljúfan dag sæti mann.    Knús úr sveitinni.

JEG, 16.10.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Ragnheiður

falleg lesning.

takk fyrir þetta minn kæri Tiger

Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æ, hvað þetta er eitthvað notó.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.10.2008 kl. 16:54

7 Smámynd: M

Góða helgi sömuleiðis

M, 16.10.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Helga skjol

Bara yndislegt eins og þú ljúfurinn minn

Helga skjol, 16.10.2008 kl. 18:31

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þetta búin að fá eitt í maili í dag og sendi það áfram á alla sem ég er með inni í tengiliðunum, en maður fær aldrei of mikið af svona kveðjum.
Knús í knús í þína helgi.
Kærleikskveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Valgarður af ætt Miðhallz Riðilz hefur vonandi skárra gizk í þezzu en aðrir andanz menn.  Fátækt fólk hefur enda lítið að gefa hvort öðru annað en gæzkuna, sem að er alltaf dýrmæti í dóz.

Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Erna

Kærleikur og kveðja til þín

Erna, 16.10.2008 kl. 22:38

12 Smámynd: Brynja skordal

já var einmitt búið að lesa um þetta frá valgarði og mikið til í þessu! En falleg færsla hjá þér sem gott var að lesa áður en ég legg mig undir fiðrið og dreymi vonandi ljúfa drauma hafðu ljúfa helgi Elskulegur knússss

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 00:21

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Ég elska ykkur elsku blogvinir mínir, þið eruð æði.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:23

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ég hef staðið í svona vinalosunardæmi, eftir það er lífið miklu skemmtilegra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:06

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk og sömuleiðis...stefni á að eiga góða helgi ;)

Valgarður smalgarður... þekki ekki manninn. En "back to basic" er málið.

Vertu góður ;)

Heiða B. Heiðars, 17.10.2008 kl. 01:48

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

hug *Risastórt knús úr skóginum!* gif_icon224.gif love heart image in smiley emoticon world

hugAllt það besta er ókeypis. Always In Focus

Hug *Knúsumst um stund* Kiss Me Up Or Upside Down

fairy Það birtir alltaf upp. mpirate17.gif 

hug Verum góð - líka við hvort annað.hugsnprayerbear.gif

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.10.2008 kl. 02:49

17 identicon

Góða helgi sjálfur, mín verður undirlögð af stærðfræði og þess háttar skemmtilegheitum

knús og ofurskutl!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:52

18 Smámynd: Tína

Valgarður sendi mér þetta einmitt líka um daginn og finnst mér þetta svakalega fallegt. Við Valgarður höfum verið vinir í mörg ár og hefur hann stutt mig ansi oft þessi elska. Það er líkt honum að senda svona.

Takk fyrir að deila þessu með okkur Tici minn. Þú ert yndislegur í alla staði og ein af þeim gjöfum sem mér hlotnuðust þegar ég fór að blogga.

Takk fyrir að vera til og fyrir að vera þú.

Njóttu nú helgarinnar í ræmur hrúgan þín.

Tína, 17.10.2008 kl. 08:52

19 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Takk fyrir TíCí minn. Þú ert alltaf jafn yndislegur. Knús í helgina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.10.2008 kl. 09:49

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk minn kæri vinur fyrir hjartad...Tók tad beint til mín.

fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 10:47

21 identicon

Hvílíkt örlagabull!  Hvað er "góð englakona" - er nú farið að kyngreina engla?  Hvernig á að "anda djúpt ofan í ölduna"?  Ertu fiskur?  Hvernig væri að brúka gagnrýna hugsun á þessa vitleysu?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:12

22 Smámynd: G Antonia

 

G Antonia, 17.10.2008 kl. 11:35

23 identicon

Ég tek undir með Guðmundi Guðmundssyni hér að ofan: Hvílík hörmungar heimska. Það gat nú skeð að svona viðbjóðsleg væmni og della væri komin frá einhverjum svikamiðlinum. Þessi Valgarður er greinilega alveg síðasta sort. Maður fær klíju við að lesa þetta bull. "Góð englakona!" Hefur einhver heyrt talað um "englakarl?" Þvílíkt djöfulsins rugl! "Anda djúpt ofan í ölduna!" Maður á sem sagt að stinga hausnum á bólakaf ofan í vatnið og draga djúpt að sér andann. Þessi Valgarður "miðill" hlýtur að vera algerður þorskur! "Munum að allt vex sem fær athygli frá okkur." Þvílík speki. Gyðingarnir hljóta að hafa blómstrað eftir alla athyglina sem þeir fengu frá nasistum og Íslendingar hljóta að dafna vel eftir alla athyglina sem þeir hafa fengið frá Bretum. Það getur vel verið að þessi "miðill" hafi verið að meina eitthvað allt annað með þessu fíflalega orðskrúði sínu en ef svo er þá kann hann ekki að "miðla" hugsunum sínum. Reyndu nú að hugsa eitthvað Tiger áður en þú birtir svona fáránlega steypu.

Kristján karlengill (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:41

24 Smámynd: Tiger

 Ohh ... það gat verið að einhverjir bloggarar kæmu inn með fúlar athugasemdir - án þess að þora að setja bloggið sitt á bakvið sig!

 Við hvað eruð þið hræddir músirnar ykkar - Guðmundur Guðmundsson og Kristján Englakerling - að þið fáið neikvæða öldu á ykkar blogg ef þið komið með svona neikvæðar athugasemdir með bloggið ykkar á bakvið ykkur? *aulahrollur*...

Hafið þið aldrei heyrt af því að góðar jarðneskar konur - konur í kringum ykkur - hafi verið kallaðar t.d. englakonur af því þær eru svo góðar? Hér alhæfið þið bara um að Valgarður blessaður sé bara að tala við og um eitthvað sem þið skiljið ekki í stað þess að halda neikvæðninni í ykkar eigin vasa og leyfa fólki að hafa jákvæðni í friði. Voruð þið alveg að springa af leiðinlegheitum og voruð þið nauðbeygðir til að æla út einhverju neikvæðu - bara til að segja eitthvað?

Vissuð þið ekki að það er meira en nánast allt mannkynið sem talar oft í "myndlíkingum"?

Ykkur til fróðleiks skal ég segja ykkur dálítið kappar. Það að anda ofaní ölduna - þýðir ekki endilega að þið eigið að hlaupa niður í fjöru - stinga hausnum ofaní sjóinn - og anda ofaní ölduna! Spáið í það ...

Voðalega vona ég að ykkur líði nú miklu betur fyrst þið gátuð nú losað um þessar neikvæðu hugsanir ... og þakka ykkur fyrir innlitið og neikvæðar athugasemdir. Verst að ég get ekki kíkt í heimsókn á ykkar blogg til að borga fyrir innlitið og kvittið - með brosi og jákvæðum athugasemdum!

Knús á ykkur báða með von um að þið eigið báðir ykkar englakonur - og karla - í kringum ykkur - og með von um að ykkur líði nú betur en áður ... love and peace!

Tiger, 17.10.2008 kl. 18:13

25 identicon

Jamm og jæja, hvernig datt einhverjum fúlum að skrifa hér, vita þeir ekki að það getur verið smitandi andskoti.  . en skítt með þá.

Ég hef akkúrat ekkert að segja, já nema ég er að fara í heitapottinn, í algjöra slökun, og ætla bara hugsa jákvætt, þó það sé komið fram yfir miðnætti.       Svo munið bara að allt það besta er ókeypis eins og Helga sagði hér ofar, og þarf örugglega að minna stöðug á  það þessa dagana.

(IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:08

26 Smámynd: Tína

leyfi mér að svara Ragnari. En nei það er ekki leyndarmál hver þessi Valgarður er en hann er með heimasíðuna www.midill.is kíktu bara á hana. Einnig hefur hann verið starfandi miðill til margra ára hér á landi.

Dáist að því Tici hvernig þú tekur á þessum neikvæðnispésum. Alveg hreint til fyrirmyndar og kannski ástæðan fyrir því að ég dýrka þig í ræmur.

Tína, 18.10.2008 kl. 09:06

27 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Hæ hæ sæti, hérna kemur maður aldrei að tómum kofanum. ;) 'otrúlega magnað hvernig þú kemur hlutunum fallega frá þér,það eru alltaf nokkur skemmd epli til...en á þessum dögum þá er fólk líka geðverra eitthvað ;( EN mig dreplangar til miðils,ER ÞESSI vLGARÐUR FÍNN...;)  eigðu góðan dag og knús

Halla Vilbergsdóttir, 18.10.2008 kl. 09:59

28 identicon

Æ, greyin mín hættið þessu væli.

Tiger, ég er ekki með blogg, en ég les þau. Sum mér til ánægju, en þessi steypa sem hér birtist gekk bæði aftur og fram af mér. Það er mér að sjálfsögðu að meinalausu ef þér finnst svona bull áhugavert, en bull er það.

Fyrst þú ert svona snjall í myndlíkingunum túlkaðu þá fyrir mig þessa perlu: "Góð englakona segir mér að nú sé gamli heimurinn að hreinsast burt, öll vitleysan þurfi að fara svo demanturinn komi í ljós."

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:23

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nennti ekki að lesa öll kommentin en þetta er full framsóknargrænt fyrir mig, bleikt eða rautt hefði passað mér betur, annars er þú bara dúlla.  Kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 19:06

30 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Valgarður er að mínu mati sá fremsti af ca 5 alvörumiðlum á Íslandi. Og hugsanlega sá eini starfandi. Ég er ekki bara villingur heldur líka spíritisti. Og einnig efahyggjufugl fram í klær. Samt svolítill trúarnötter, eins og töffararnir kalla okkur minna svala sem trúum á æðri mátt auk okkar eigin og megin. Kannski er samhengi í þessu.

Auðvitað eru til englar. Englafjaðrir líka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.10.2008 kl. 02:22

31 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Leiðinlegt að sjá þessi neikvæðu komment hérna, hjá bloggara sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera ljúfur, skemmtilegur og jákvæður

Jónína Dúadóttir, 19.10.2008 kl. 16:54

32 Smámynd: egvania

Þú ert alltaf jafn æðislegur en hvar í heiminum ertu ?

Falleg síða hjá þér ekkert ofurkerlingalegt bara fallegt og kærleiksríkt.

egvania, 20.10.2008 kl. 20:04

33 Smámynd: egvania

Maðurinn er alveg skelfingu lostin, hvað er hann einhver siðarpostuli ?

egvania, 20.10.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband