Er englakarl í kringum þig - eða kannski bara loftið eitt? Er hægt að elska rúsínu meira en lífið sjálft, eee.. já! Þegar eitt hrapar þá rís annað ...

Jæja já - hér er bara örlítil krúttfærsla inn í nóttina - svona rétt áður en maður skellur á koddann og byrjar að njóta svefns hinna réttlátu. Í það minnsta tel ég að ég sé anzi réttlátur svona yfir höfuð svo ég mun sannarlega ekki vera feiminn við að draga að mér slíkan svefn.
Ég hef ekkert hamast á netinu síðan á fimmtudag eða föstudag, en það á sér ákveðna skýringu sko!
Í þar fyrsta - þá hrundi lyklaborðið mitt bara sí sonna - á föstudag. Eitthvað komst ég samt á netið um helgina í gamlan lappa sem þó er ekki að gera neitt fyrir mig - enda er ég sko ekki beint mikið fyrir að fara í lítinn lappa-skjá eftir að hafa haft 24tommu tölvuskjá fyrir framan mig undanfarið... ónei!
En, öllu svörtu fylgir eitthvað hvítt - eða ljósir punktar fynnast alltaf í myrkrinu.
Heart Heart Heart Heart
Mín heitt elskaða rúsína kom í heimsókn!
Ég fékk lítinn snáða í heimsókn og hafði hann í dúlleríi aðeins um helgina - og ég segi ykkur það satt að það er alger sæla að hafa svona gullmola hjá sér - sérstaklega vegna þess að maður getur alltaf skilað honum aftur þegar hann er orðinn óþekkur - bara verst að þessi kappi er aldrei óþekkur!
Á föstudagskvöld var mar náttlega bara svona glaður og kátur!
cute1

 Nú svo vaknar maður líka bara glaður og kátur - eða það gerir maður allavega hjá gamla kappanum, enda myndi hann alveg fara í kerfi ef maður gargar eitthvað. Best að hafa hann góðan karlinn ...

Pabbi kom náttúrulega með ferðarúmið mitt svo ég gæti sofið einhvers staðar, huhh .. eins og Tiger hafi nú ekki bara getað búið um mig eins og hann er vanur... en það var samt gott að hafa rúmið sko!

cute3 cute5 cute4

    Nú, þegar maður var búinn að fá morgunmat sem samanstóð af hafragraut, banana og lýsi - þá fékk marr nottla slatta af seríos í skál til að troða í sig. En mar er náttúrulega nýorðinn eins árs svo maður getur nú alveg borðað sjálfur - meira segja með gaffli ef þannig matur er í boði ...

cute7 cute6 cute8

   Heart  Heart  Heart  Heart  Heart

 

 Ok, ekki meira um þessa dýrðargjöf sem þessi yndislegi litli frændi er. Hef aldrei farið leynt með hvað ég er hrifinn af honum sko...

Nei, ég ætla bara að kveðja núna. Fer yfirferð á bloggvinum á morgun og læt í mér heyra. Er búinn að lesa ykkur um helgina en svo sem ekkert getað kvittað mikið eða látið heyra í mér - þannig séð. Fékk nýtt lyklaborð núna fyrr í kvöld og hef aftur tekið gleði mína - eða líklega hvarf gleði mín bara aldrei, neinei - ég er alltaf glaður bara. Eitthvað annað en sumir í athugasemdum síðustu færslu - nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er; Guðmundur Guðmundsson.

Æi, sorry - ég ætlaðist auðvitað alls ekki til að allir yrðu glaðir og happy vegna síðustu færslu - maður getur ekki glatt alla svo mikið er víst. En þeir sem láta svona skrif - jákvæðni og ljúfleika - fara í taugarnar á sér - eiga bara að halda sig annars staðar - í friði og ró - frekar en að ausa úr fúlum polli yfir þá sem þó reyna að vera jákvæðir og openminded gagnvart þeim sem ekki skilja eða trúa á þau góðu öfl sem fylgja okkur ætíð að handan...

Svo - Guðmundur Guðmundsson - ég biðst afsökunar á að hafa gengið alveg fram að þér og orsakað það að þér hafi liðið svo illa að þú sást þér enga aðra útkomuleið en að sulla aðeins af neikvæðni og óánægju yfir þá jákvæðni sem í færslunni var til þeirra sem slíkt kærðu sig um ...

En, ekki meira um það - hef nákvæmlega engan áhuga á að dvelja of lengi við eitthvað neikvætt eða leiðinlegt. Keep the peace and stay happi people!

Svo ég bara kveð og býð ykkur góðrar nætur og ljúfrar viku framundan! Vona að allir hafi það yndislegt og munið að vera ljúf hvert við annað - maður veit aldrei hvenær það er orðið of seint að sýna ástvinum slíkt.

Einn lítill moli í lokin - sýnið jákvæðninni og ljúfleikanum virðingu - jafnvel þó slíkt gangi fram af ykkur á einhvern hátt. Ef eitthvað er ykkur ekki að skapi - sem þó skiptir ykkur engu máli í raun og veru - leiðið það þá frekar framhjá ykkur og farið annað með ró og friði - frekar en að reyna að sýna jákvæðninni óvirðingu með neikvæðni.

Það er miklu virðingaverðara að snúa sér í friði og ró - annað - ef manni líkar ekki eitthvað sem ekki höfðar til manns, hentar manni ekki eða maður skilur ekki - í stað þess að reyna að rífa það í spað eða reyna að fá aðra á sína skoðun - sem er ekkert endilega sú eina rétta eða fullkomna. 

Við eigum við alveg nóga neikvæðni að glíma þessa dagana þó við bætum ekki á það þar sem við í raun og veru þurfum ekkert að gera slíkt.

Ljúfar kveðjur í loftið á ykkur öll.

Þig líka G.G. ég myndi knúsa þig ef ég næði í skottið á þér ...

Vona að góðar englakonur breiði vænghaf sitt um ykkur og verndi ykkur nú sem aldrei fyrr - ef einhver vill frekar - þá vona ég að þarna séu líka englakarlar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 bara fallegur drengur sem thú átt hlutdeild í. Og heppin ertu ad fá ad njóta svona gódra tíma med honum.

En mikid rétt hjá thér Tiger, audvitad verdum vid øll ad reyna ad hafa jákvædni ad leidarljósi og ekki tapa okkur á vit neikvædni og reidi.

hafdu gódan dag og njóttu thess ad vera til

María Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 05:22

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegur lítill drengurOg heyr heyr á jákvæðnina og ljúfleikann

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 06:04

3 Smámynd: Helga skjol

Gullfallegur drengur sem þú átt part í og færsla bara yndisleg eins og þú ljúfurinn minn

Knús inní nýja jákvæðnisviku

Helga skjol, 20.10.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tiger.....tad er med svooooooooo  mikklum yndislegum tilfinningum sem ég les alltaf bloggid titt...

Af hverju eru svona fáir strákar svona flottir eins og tú . Af hverju eru svona fáir strákar sem láta í ljósi tilfinningarnar fyrir lífinu á tennann hátt sem tú gerir. Allavega tekkji ég ekki marga sko.

Tú ert bara flottastur og takk fyrir allar færslurnar tínar tær hressa,gledja,minna mann á og bara allt tar á milli.

Hann er líka flottur sá stutti sem fær alla tessa hlýju  hjá frænda og er súper gladur med tjónustuna.

Stórt fadmlag til tín inn í gódan dag.

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 08:31

5 Smámynd: Tína

Þú ert alltaf jafn yndislega jákvæður og glaður Tiger minn. Hrikalega skemmtilegar myndir af frænda þínum. Haltu svo bara áfram að vera þú og gleðja fólk eins og mig með færslum þínum. Það er bara ekki flóknara en það.

Knús og hjartanskveðja á þig vinur minn.

Tína, 20.10.2008 kl. 09:20

6 Smámynd: M

Þú veldur bómullarvellíðan Tiger minn og haltu því áfram því þannig viljum við hafa þig Ef nokkrir tilfinningaheftir strákar meika það ekki þá eiga þeir ekkert erindi á síðuna þína.

Eigðu ljúfan dag.

M, 20.10.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Frændi þinn er náttúrulega algjört krútt.... er hann eitthvað líkur þér?

Svo er hægt að vera OF jákvæður!  Má ég minna þig á að það er mánudagur, ískalt úti og ég er banhungruð! .. þetta var jákvæðisjöfnun a la Heiða

Heiða B. Heiðars, 20.10.2008 kl. 11:26

8 identicon

Æðstu dyggð, ef ertu trúr,

auðinn þér hún skapar.

það er mynt, sem aldrei úr

efsta gengi hrapar.

Höf Gísli Helgason.

Fannst þetta eiga vel við þig,  

(IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:55

9 Smámynd: G Antonia

 kvitt og knús**

G Antonia, 20.10.2008 kl. 12:01

10 identicon

Mikið er þetta yndisleg færsla.  Ég sé svo mikið eftir því að hafa verið neikvæður og ljótur á þessu dýrðarinnar bloggi þínu, elsku drengurinn.  Andaðu nú djúpt ofan i ölduna og dragðu ofan í þig lífsanda alls sem er og verða mun okkur til heilla og gæfu um ókomna tíð.  Megi allir englarnir (líka þeir sem búnir eru að fella fjaðrirnar) og þeirra unaðsljós lýsa ykkur öllum í þeim þrengingum sem nú dynja á okkur.  Mikið er nú betra að vera jákvæður heldur en að ala með sér hugmyndir sem meiða og skemma.  Guð blessi ykkur öll.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:41

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

hahahaha....

þið verðið nú að viðurkenna að Guðmundur er húmoristi :)

Heiða B. Heiðars, 20.10.2008 kl. 13:08

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er góður eiginleiki að geta svarað neikvæðni með jákvæðni eins og þú afgreiddir málin í síðustu færslu. Og mér sýnist bara að það virki líka...hehe. Þú ert svooo réttlátur að þú hlýtur að sofa vel  Frændastubburinn þinn er bara yndislega fallegur rúsínukall og þið eruð heppnir að eiga hvorn annan  Knús í vikuna þína og vonandi skrifarðu helling með nýja lyklaborðinu þínu ;)

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:22

13 Smámynd: Brynja skordal

Awww alltaf jafn yndislegar færslur og myndir af litla frænda hafðu ljúfa viku Elskulegur

Brynja skordal, 20.10.2008 kl. 13:57

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Tici minnfallegur er litli frændi þinn og algjört krútt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:58

15 Smámynd: JEG

Meira krúttið þessi litli gaur enda á hann greinilega ekki langt að sækja það. 

Varðandi þennan Guðmund þá grunar mig nú dáldið.......veit ekki hvort maður á að vera að blaðra það eitthvað en sé til. 

Knús og klemm á þig sæti og kveðja héðan úr norðanéljafýlunni norðna heiðar. 

JEG, 20.10.2008 kl. 14:05

16 Smámynd: Tiger

  Æi hvað þið eruð nú ljúf og góð - eins og alltaf reyndar. Sannarlega góður og ljúfur hópur sem maður á að baki sér!

 Helga mín Valdimarsdóttir; Veistu - þú þarft engar áhyggjur að hafa því þetta er bara þín skoðun og þitt álit. Þú hefur sannarlega fullan rétt á því að vera ekki sammála öllu sem þú sérð eða lest á netinu! Ég hef alltaf sagt þér að vera sjálfri þér samkvæm og bara vera þú sjálf - þú þarft sko ekki að afsaka það þegar þú ert bara nákvæmlega að gera slíkt! Vertu kát dúllan mín, ég er ánægður með þig og bara stoltur af þér!

  Guðmundur Guðmundsson;  Satt er það sem Heiða/skessa segir - húmorinn er æði hjá þér! Bara gaman að lesa þig og sjá hvað þú hefur að segja - þrátt fyrir gargandi kaldhæðnina og brilljant húmorinn - þá ertu bara rúsínukappi! Þakka þér innlitið rassgatið þitt ... þú ert greinilega mjög jarðbundinn og staðfastur - snöggur upp í neikvæðni en ennþá sneggri upp í húmorinn og gleðina og kaldhæðnin er skemmtileg hjá  þér! Mér lýst vel á þig og væri sannarlega til í að sjá þig blogga, er handviss um að þú yrðir skyldulesning hjá mér! Hver veit, kannski ég gæti dregið þig með mér einhvern daginn niður í fjöru - og saman myndum við stinga haus í saltan sjó - og anda duglega saman í ölduna. Kannski við náum þá sambandi við eitthvað úr sjónum - fiska eða marflær t.d. - nú eða við fáum bara kvef í kuldanum! Gaman að sjá þig kappi!

 Annars þakka ég ykkur öllum kíkið hingað inn - ég verð á ferðinni seinna í dag eða með kvöldinu og þið fáið öll ykkar skammt af knúseríi á ykkar blogg! Lot of luv over to you all ...

Tiger, 20.10.2008 kl. 15:35

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú bara ljúfur míó míó og þessi engill hann frændi þinn er flottastur er nú ekkert hissa þó þú elskir þennan strák.
Ljós og jákvæðni til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 17:46

18 Smámynd: egvania

Smá kærleiks kveðja frá mér

Ekki láta einhvern stuða þig þetta er þitt blogg.

egvania, 20.10.2008 kl. 20:07

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Alger dúlla þessi drengur......langar svo að klípa í tásu....

það er fínnt aað hafa skoðanaskipti en óþarfi að hæðast öðrum í leiðinni.

Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 21:12

20 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Oh já - það er sko hægt að vera ástfangin af rúsínum.  Ég á litla yndislega rúsínu sjálf og ég sé ekki sólina fyrir henni.  Mikið var ljúft að detta hingað inn og lesa fallega bloggið þitt.  Gæti vel hugsað mér að detta hingað oftar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:07

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rúsína mín er líka flott og falleg.    Þessi litli frændi virðist vera algjör gleðibolti, er hann alltaf brosandi? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:28

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert náttúrulega algjör rúsínurass, skott og knúsíkall og já englakarl!   Litli frændi þinn er yndisegur! Vona þú eigir góðan dag og bara fína viku svona generalt. Líka allir Guðmundar þessa heims.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 11:01

23 Smámynd: Tiger

 Æi, þakka ykkur öllum ljúf og skemmtileg comment og innlitið. En, núna á þessu augnabliki er ég að renna yfir ykkur öll og mun skilja eftir mig spor hjá ykkur! Knús á línuna alla ...

Tiger, 21.10.2008 kl. 12:30

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Angel *Englaknús á þig, sætukoppur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.10.2008 kl. 15:49

25 identicon

Æ lof jú

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:53

26 Smámynd: Tiger

Woff... ég er algerlega fallinn fyrir þessum geggjuðu bloggvinkonum mínum! Svei mér þá ef ég er ekki bara lánsamastur bloggara í dag! Wrarrrrrrr ...

Kíki á restina af ykkur í dag - er búinn að hendast yfir ykkur flest, en gat ekki skrifað athugasemdir inn hjá Helgu Valdimarsdóttur og bið því bara að heilsa henni hér með.

Lísa B, vertu bara velkomin hvenær sem er skottið mitt ...

Þið hin ... Grrrrr!

Tiger, 21.10.2008 kl. 16:30

27 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 21.10.2008 kl. 16:43

28 Smámynd: Líney

krúttlegt eins  og þín er von ogvísa

Líney, 21.10.2008 kl. 16:44

29 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta litla krútt er.................... og þú færð að sjálfsögðu eitt svona ljúflingur

Huld S. Ringsted, 21.10.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 139743

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband