Jæja já. Hér logar allt í eymd eða volæði á meðan innistæða mín hækkar og vex í erlendri mynt í erlendum banka!
Ég átti Evrur í Spænskum banka sem lagðar voru inn fyrir tveim árum - getið þið ímyndað ykkur hve ríkur ég er orðinn núna af þeim hækkunum á erlendri mynt sem dunið hafa yfir heimsbyggðina? Nei, örugglega ekki - en ég segi ykkur það satt að ég er að huga að fasteignakaupum um þessar mundir þar sem ég hef nú efni á að staðgreiða allt það sem ég þarfnast... not!
Nei, því miður voru þetta ekki nema um 10 evrur sem ég keypti á sirka 86 krónur - en ég reyddi fram 860 ísl.kr fyrir þessar 10 evrur. Nú fæ ég líklega um 1550 ísl.kr fyrir þær! Ég er sem sagt búinn að græða sem nemur 690 krónur ... ussogsveibara.
Nú er gleði- og gnægtardögum mínum lokið, kominn er tími kreppustrauma og uppgjörshugleiðinga. Nú verð ég að hætta að kaupa stórar bjórdósir og fara að einbeita mér að því að framleiða sjálfur.
Ég keypti mér nýjan bíl í Desember í fyrra á Kaupleigusamning sem hljóðaði uppá 1.800.000kr og áttu mánaðargreiðslur að vera 26.000kr á mánuði.
Í dag stendur lánið í 3.200.000 kr.
Afborganir eru búnar að hækka um sirka 20.000 kr á mánuði.
Hjálpi mér - ekki vildi ég standa í sporum þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eru nýlega búnir að taka sér 10, 20 eða 30 milljónkróna myntkörfulán til íbúðakaupa! Mikið skelfing held ég að margar fjölskyldur standi núna uppi - eða eru liggjandi - á vonlausum og botnlausum fenjaþökum sem eru að draga landann niður í hyldýpi skuldafensins. Mikið skelfing hlýtur nánasta framtíð margra fjölskyldna að vera myrk og hræðileg! Og hvað gera yfirvöld?
Bjarga Bönkum og illa stöddum fyrirtækjum - en bjóða sökkvandi almúganum áfallahjálp! Áfallahjálp!!!
Ok, ég veit að ég er svolítið kjánalegur útlits - en virka ég raunverulega eins og ég þurfi áfallahjálp? Segir fátæklegur svipurinn ekki frekar að ég þurfi fjármálahjálp - eða segir ástandið í dag ekki að þeir verst stöddu þurfi frekar á einhvers skonar fjármálaaðstoð að halda frekar en áfallahjálp? Ég hefði haldið það .. eða hvað?
En hvað er svo sem hægt að gera? Ég get til dæmis ekki selt bílinn minn. Ég fengi engar 18 hundruð þúsund fyrir hann í dag - eins og kaupverðið var í fyrra - hvað þá að ég fengi 3 milljónir og 2 hundruðþúsund fyrir hann - eins og bílalánið hljóðar uppá núna í augnablikinu. Málið er að ég bjarga mér - ég lifi þetta af og get setið þetta af mér án þess að sökkva, en margir eru í þannig stöðu að þeir geta þetta ekki.
Ég sé ennþá fyrir mér hrokafullan svip Seðlabankapúkans í vor - þegar hann hreytti framan í fólkið í landinu "Látum þetta bara eiga sig - við lifum þetta af - sjáum bara til að ári" ...
Jú, það getur vel verið að hann og hans líkar lifi þetta af og jafnvel græði eitthvað á öllu saman - en landinn var þá þegar margur á síðasta hálmstrái - hálmstrái sem nú er löngu horfið og landinn sogast margur niður í myrkraðan heim skulda, vanskila og vonlauss lífs. Burt með þennan ljóta karl - hvers vegna er ekki löngu búið að koma honum burt úr einhverju sem heitir stór staða eða stórum stól. Hann er ekki hæfur til neinnar stjórnunar á nokkurn hátt! Heyrði þekktan hagfræðing líka segja að Davíð væri á engan hátt góður leiðtogi, engan veginn hæfur bankastjóri - ef eitthvað væri - þá kannski bara lélegur lögfræðingur! Hver er það sem heldur hlýfðarskildi yfir þessum feita bola? Því er ekki búið að reka seðlabankastjórann?
Ok, ég ætlaði sko ekkert að vera að velta þessum erfiðleikum fram og til baka - en ég bara ákvað að henda smá hugleiðingum frá mér og losa mig þar með við þær.
Þið sem standið í erfiðleikum með afborganir á t.d. bílasamningum - getið fengið skuldabreytingar - lengt lánið ef þið þurfið þannig að afborganir verða aftur svipaðar og þær voru um áramót.
Ég hvet ykkur allavega til að skoða málin strax, gera eitthvað í málunum og taka á hlutunum - frekar en að bíða þar til allt er komið í vanskil og botnlaust hyldýpi. Þaðan er mun erfiðara að ná tökum á hlutunum en með því að gera eitthvað áður en í vanskil er komið - er auðveldara að breyta, semja eða laga hlutina, eins vel og hægt er miðað við ástandið í dag ...
********
Annars er það af mér að frétta að ég er náttúrulega kominn aftur heim á klakann. Rollan er komin í hús, ofaní pott en ekki uppí rúm - og allt er að færast í réttar skorður.
Ég mun nú smá saman komast aftur í blogg-gírinn, en ég veit ekki alveg hversu virkur - eða óvirkur - ég mun verða til að byrja með. Enn fremur mun ég halda áfram að reyna að skella inn smá athugasemdum inná þá sem ég sé spor eftir á blogginu mínu - enda sjálfsögð kurteisi að borga fyrir sig - þó ekki sé í Evrum eða Jénum.
Ég ætla hugsanlega að setja inn einhverjar myndir úr ferðinni hérna - hversu mikið af þeim - eða hversu "breyttar" eða "blörraðar" þær verða - get ég með engu móti sagt til um núna en það kemur í ljós bara.
Ég held samt að það sé voða lítið sem ég þarf að skammast mín fyrir - gerði ekkert af mér þarna úti - eða næstum því ekkert - eða allavega hafa margir gert meira af sér en ég - okok - ég gerði helling af mér en ég segi ekkert frá því hér og nú, perhaps later.
En, hér er komið nóg í fyrsta raunverulega haustpistilinn minn. Ég set stopp við hérna og kveð í bili með von um að þið hafið verið góð og stillt - or not - og munið að knúsa hvert annað á þessum krepputímum. Please come in - and put your footprint on my profile before you leave - if not, well - then i won´t know who was knocking on my door...
Knús í loftið á línuna alla saman!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Nýjustu færslur
- 19.8.2009 Kveðjur og knús!
- 25.6.2009 Nú kem ég og gramsa í garðinum þínum! Engin ljótur arfi lifir...
- 19.5.2009 Stutt innlit og sólblómakveðja. Ekki kominn til að vera - bar...
- 7.5.2009 Andskotans dómharka alltaf í fólki, manni blöskrar bara.
- 29.4.2009 Það rigndi gulli og gimsteinum úr himnaríki í dag! Hversu mik...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- blekpenni
- asthildurcesil
- jenfo
- lehamzdr
- skessa
- brjann
- jodua
- ringarinn
- hross
- jogamagg
- gurrihar
- christinemarie
- roslin
- jeg
- hneta
- majaogco
- madddy
- eddabjo
- lillagud
- angelfish
- skjolid
- stebbifr
- heidistrand
- sigro
- laugatun
- ollasak
- rasan
- skordalsbrynja
- antonia
- lindalinnet
- emm
- svala-svala
- kiza
- hran
- gellarinn
- katlaa
- danjensen
- snar
- tofulopp
- janey
- heidihelga
- skattborgari
- ellasprella
- icekeiko
- pollyanna
- perlaoghvolparnir
- bifrastarblondinan
- storyteller
- handtoskuserian
- strumpurinn
- siggathora
- jari
- disadora
- egvania
- um683
- veland
- sisvet
- wonderwoman
- brandarar
- borgarfjardarskotta
- jakobk
- gudrununa
- sp
- must
- jyderupdrottningin
- hrannsa
- einari
- engilstina
- manisvans
- himmalingur
- agny
- almaogfreyja
- gattin
- dittan
- dora61
- draumur
- gelin
- lis
- ace
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Velkominn heim Tiger minn. Fremur kuldaleg homecoming. En hugsa að það sé ekkert betra að vera fjarri heimaslóðum þegar svona gengur á.
Nú verður maður bara að halda í vonina
M, 6.10.2008 kl. 21:07
Takk takk mín kæra EMM. Já, kuldalegt er það nú mahrr! Það er satt - líklega hefði verið betra að vera bara kyrr á meðan lætin fara sniglaganginn yfir klakann... knús á þig skottið mitt!
Tiger, 6.10.2008 kl. 21:09
velkominn heim í bölmóðinn minn kæri. hebbðir bara átt að vera áfram hjá spánjólunum heldur en þeim njólum sem hér ríða rækjum.
Brjánn Guðjónsson, 6.10.2008 kl. 21:17
Hahaha .. Boxari ... góður! Já, þeir sem hér ríða rækjum eru langt frá því að vera aðlaðandi. Þá eru blóðheitar spánverjur mun girnilegri.
Ástandið er fokkalega slæmt en förum bara að ráðum lélegs lögfræðings sem nú hefur unnið sig upp í feita Seðlabankastjórastöðu - "sjáum til að ári" ... fíbblið.
Tiger, 6.10.2008 kl. 21:21
Velkominn heim á flæðiskerið.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.10.2008 kl. 21:22
Velkomin heim Tící
Huld S. Ringsted, 6.10.2008 kl. 21:23
Takk kærlega mínar ljúfu skottur Jóhanna M&V - og Huld mín! Ég er nú glaður að vera kominn aftur heim - þrátt fyrir ástandið í fjármálaheiminum. Knús á ykkur essgurnar!
Tiger, 6.10.2008 kl. 21:26
Hæ, velkominn !
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 21:44
Nei hæææ litla unga skólastelpa! Eiga ungar dúur ekki að vera komnar í bólið? Hélt að þú værir morgundúfa en ekki næturdýr ... Knús á þig Jónína.
Tiger, 6.10.2008 kl. 21:52
Var að koma úr vinnunni, byrjaði klukkan hálf sjö í morgun... erfitt með að ná mér niðurGaman að skjá þig vitleysingurinn minn
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 21:55
Uss .. ef ég næði nú í skottið á þér - þá myndi ég bara tosa þig niður - á skottinu - breiða yfir þig og syngja fyrir þig lollibævísur. Þvílíkur hamagangur í þér stelpa - ætlar þú að ganga alveg frá þér með vinnu? Það skýrir kannski bloggleysið í dag hjá þér? Svona .. niður með þig telpukorn .. í rúmman með skottuna!
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:05
Ertu kannski að bíða eftir því að ég skoppi yfir heiðar og uppí með þér dúskurinn minn??? Grrrrrr ... ég er lagður af stað!!! Ég er heitur ennþá eftir sólina úti - ég næ frostinu úr þér sem hlýtur að æða út úr öllum frystihólfunum þínum! *Glott*.
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:07
Velkominn heim TíCí minn. Búin að sakna þín helling essgu kúturinn
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:23
Heyjjja Sigrún mín .. takk fyrir það! Hellings sakn hér líka og jamm .. ég á það til að vera soltill kútur stundum - en ekki bjórkútur samt! Knús á þig dúllan mín.
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:26
HAahhaha þú ert mættur ;) greinilega...velkomin. Þín var sko sárt saknað!!!!
Halla Vilbergsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:31
Hæhæ Halla villiköttur og takk fyrir, saknið var hérna megin líka - þannig séð - or not - eða kannski. Það er allavega gott að vera kominn í almennilega tölvu og brilljant netsamband. knús í krús ...
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:44
Eða kannski hehe....það er sérdeilis
Halla Vilbergsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:46
Gaman að sjá þig hérna aftur ljúfurinn og velkomin heim
Helga skjol, 6.10.2008 kl. 22:50
Ég segi kannski kannski kannski ... eða þannig!
Takk fyrir Helga mín .. knúsípúsí.
Tiger, 6.10.2008 kl. 22:57
En hvað segirðu..var kjetsúpa og ilvolg sæng við heimkomuna ;)
Halla Vilbergsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:02
velkominn heim tigercopper - gott að fá þig aftur heim - knús til þín
Sigrún Óskars, 6.10.2008 kl. 23:12
Jamm Halla, sængin var í pottinum og rollan var sjóðheit þegar ég hoppaði uppí ... nema hvað? Jamm, eða rollan var auðvitað í pottinum og sængin sjóðheit náttla.
Sigrún mín; þakka þér ljúfust og knús til baka á þig dúskurinn minn!
Tiger, 6.10.2008 kl. 23:15
Knús frá óþekku útlagastelpunni!
Það er aðeins lengra að heimsækja mig núna (www.blekpennar.com ) - en ef þú dyrfist að skilja mig útundan þá kem ég og bít þig í báðar rasskinnarnar! Ok ok.. i´ll do it anyway!!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.10.2008 kl. 23:15
Heyja Helga Guðrún - óþekktarskottan mín! Mikið greinilega búið að ganga á sko sýnist mér á öllu...
Ég mun kíkja á hið illræmda vefsvæði á morgun - og rassskella þig - you bad girl you! Þú verður aldrei útundan skottið mitt ... en ég rétt ætla að vona að ég fái smá tannfar all over if or when i´m being naughty - hell yeah - im always naughty anyways so take out your sharpest biting tennur and here is my assholekinnes ... )( Knús á þig útlagaskotta!
Tiger, 6.10.2008 kl. 23:26
Velkominn heim sæti. Ég var farin að halda að þú ætlaðir ekkert að koma aftur en hjúkket að þú ert kominn á klakann. Ferlegur að láta mann sakna þín svona já og pistlarnir maður úffff nú getur maður farið að hlakka til að kíkja í tölvuna.
Allavega knús og klemm frá mér og meeeeeeeee úr sveitinni.
JEG, 6.10.2008 kl. 23:40
Meeeee .. Auðvitað kom ég aftur, ég mun alltaf koma aftur og aftur og aftur og .... jamm.
Er nú ekki ennþá búinn að fá kjötsúpu, en það stendur til með að lagast á morgun! Minns er boðið í súpu með kjötbitum annaðkvöld sko .. jiibbí!
Knús á þig lambakjötið mitt og hafðu ljúfa viku framundan dúllan mín!
Tiger, 6.10.2008 kl. 23:56
Sæl Helga mín og takk fyrir. Auðvitað verður maður að snúa til baka þó kreppi duglega að. Maður getur ekki yfirgefið sökkvandi land .. eða þannig. Gott að sjá að þú ert enn á meðal okkar í bloggheimum ljúfan. Knús á þig og hafðu ljúfa viku framundan.
Tiger, 7.10.2008 kl. 00:04
Grrrrrrrrrr nú verður maður að fara að taka upp úr dótakassanum úr því þú ert mættur aftur á svæðið! -- Arg, hvað mér leiðist það.... NOT!!! Oh, yeah baby!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 00:16
Velkomin á Islandið aftur, þó ólgi og sjóði allt hér núna. Meira ruglið hérna núna, en nenni ekki að hugsa um það....... Gaman að lesa þig á ný kútur! Enn og aftur velkomin heim! Góðar bloggkveðjur og knús **
G Antonia, 7.10.2008 kl. 00:19
Velkomin heim gæskur. Komstu heim um helgina kannski, var það þess vegna sem þjóðarskútan riðaði til falls........ neibbb bara að stríða þér.
(IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:22
Wrarr .. dótakassinn minn lokast aldrei og er eiginlega alltaf tómur - enda dótið gert til þess að leika sér að því en ekki hafa það í kassa sko!!! En, ef þú átt eitthvað sem enn er í kassanum mín ljúfa Helga - hell yeah - bring it on!
Takk fyrir G Antonia mín. En já, það er satt - þetta er allt heljar rugl sem best er að pæla sem minnst í. Knús og kreist á þig skottið mitt.
Sigurlaug; Jamm ég kom um helgina - en er sko algerlega saklaus vegna ástandsins ... eða hvað? Jújú - örugglega. Knús á þig ..
Tiger, 7.10.2008 kl. 00:29
I like the way you´re thinking, baby... you´re my teboddli!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.10.2008 kl. 00:55
Velkominn heim villingur, ég saknaði pistlanna þinna smávegis. Hvernig hefur systir þín það á Spáni? Ég sakna pistlanna hennar líka Er ekki frábært að hafa farið frá ríkasta landi í heimi, og koma heim til fátækasta lands í Evrópu? hehe bara smá brandari, á þessum krepputímum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:56
Velkomin á klakann Dúlluskott
Brynja skordal, 7.10.2008 kl. 01:46
velkominn á klakann
en já,thetta er agalegt ástand og madur fær bara sting i magann af tilhugsuninni um alla thá sem eiga eftir ad fara farfalle bara og ekki førum vid námsfólk/fjølskyldur varhluta af thessu, gengid er ad drepa okkur og fáum vid minna og minna i vasann hver mánadarmót svo endar ná ekki saman..en svona er thad bara,vonandi rætist úr thótt sídar verdi en mikid sammála, hvursu lengi á hr Oddson ad fá ad skita uppá bak ádur en honum verdur komid burt úr starfi??
knús og krammar til thin kæri minn og hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 7.10.2008 kl. 05:08
Vííí velkominn heim tín var mikid saknad og pistlanna tinna.
Nú get ég látid mig hlakka til og lesa skrifin tín.
Stórt fadmlag á tig tó fadmlögin hafi verid köld vid komuna til landssins.
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 06:57
Velkominn heim...
Risa knús til þín
Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 07:41
Velkominn heim vinurKnúsiknús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2008 kl. 08:55
Það væri nú fyrst kreppa - ef ekki væri til dótakassi á heimilinu!
Helga Guðrún; I love to be your cup of ... anything you feel like!
Jóna mín; Þakka þér fyrir saknið - og jú - Kurr hefur það ljúft þarna úti í hita og sælusól. Kreppan er skollin á en maður verður bara að passa sig á því að gleyma sér ekki í henni. Um að gera að reyna að finna einhvern léttleika í þessum hamagangi.
Brynja mín; Þakka þér dúllan ..
María Guðmunds; Satt og rétt - ekki fara námsmenn heldur slétt út úr þessum hamagangi. Væri virkilega gott ef hægt væri að koma feita karlinum burt af klakanum, en vesalings væri sú þjóð sem neyddist til að taka við honum :) .. knús á þig!
Jyderupdrottningin; Þakka þér skottið mitt - faðmlög eru ætíð heit sko og velþegin. Vonum bara að það fari nú hlýnandi úr þessu og ástandið fari að lagast..
Bukollabaular; Takk rúsínan mín - vonandi verður sólin og hennar geislar nægjanlega sterk til að hlýja sálartetrinu okkar uppúr þessu, ástandið er slæmt en það hlýtur að vera komið að botni - svo nú er vonandi allt á uppleið!
Hulla Dan; Takk fyrir ljúfan - og risaknús til baka á þig!
Linda Linnet; Takk skottið mitt og sömuleiðis - right back to you!
Tiger, 7.10.2008 kl. 11:44
Hæjjjjjj.....skemmtileg færsla svona ofan í allt.......
Ég á ekkert fé einu sinni ekki rolluskjátu....
Knús á þig sólstrandargæjiiiiii
Solla Guðjóns, 7.10.2008 kl. 13:59
Leðjubaðsmynd?
Heiða B. Heiðars, 7.10.2008 kl. 14:40
Velkominn heim til Rússlands !
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.10.2008 kl. 21:47
Vertu velkominn heim ungi maður, í rollukjöt og kreppu
Heiður Helgadóttir, 8.10.2008 kl. 08:18
Heyjasta ..
Solla; Ég held að ég sé bara orðið fastur í þessum rolluhugsunum - kjötsúpum og öðru fé-mætu... eða ætu! Knús á þig.
Heiða B; Koma í Leðjuslag dúlla? ;) Auðvitað lét ég ekki sjá mig þar sem myndavélar voru - i have to much to hide sko ...
Sólveig; Takk fyrir - ég gruna nú að við verðum höll undir Rússakeisara í nánustu framtíð - eða þannig!
Heidi Helga; Grrr ... rolla í pottinn minn takk fyrir!
Búkollan mín; Ég er alltaf hérna einhvers staðar sko .. stundum nálægur - stundum ekki - en ég mun ætíð poppa upp hér og þar sko!
Tiger, 8.10.2008 kl. 18:40
Velkomin aftur Tiger..
EKki veitir af hressu fólki á klakan núna...
Brynjar Jóhannsson, 8.10.2008 kl. 18:59
Takk fyrir Brynjar - sannarlega þurfum við öll að fá smá skammt af kátínu og grínbulli í þessari gúrkutíð...
Tiger, 8.10.2008 kl. 19:14
Gracias. Maður ferður að fá smá yl í hjartað á þessum síðustu og verstu tímum. Flottur penni.
Hjóla-Hrönn, 9.10.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.